Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð nr. 366

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2026, miðvikudaginn 14. janúar, kl. 9:00 var haldinn 366. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Líf Magneudóttir, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Hjálmar Sveinsson og Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir og Sigurjóna Guðnadóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttur Finnsdóttir.
 

Þetta gerðist:

  1. Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa dags. 16. desember 2025, 22. desember 2025 og 6. janúar 2026. USK22120094
     

    Fylgigögn

  2. Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa dags. 16. desember 2025, 22. desember 2025 og 6. janúar 2026.

    -    Kl. 9:01 tekur Hildur Björnsdóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti. USK24070166
     

    Fylgigögn

  3. Lögð fram fundargerð götunafnanefndar Reykjavíkur, dags. 8. desember 2025. USK26010065
     

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf skipulags- og byggingarfulltrúa Reykjavíkur, dags. 8. janúar 2026, um samþykkt götunafnanefndar Reykjavíkur um að breyta nafni Fífilsgötu í Túnfífilsgötu, ásamt fylgiskjali.
    Samþykkt.
    Vísað til borgarráðs.

    -    Kl. 9:02 tekur Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti.
    -    Kl. 9:02 taka Brynjar Þór Jónasson, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Hjördís Sóley Sigurðardóttir og Inga Rún Sigurðardóttir sæti á fundinum.
    -    Kl. 9:03 tekur Einar Sveinbjörn Guðmundsson sæti á fundinum. USK25110431

    Lögð fram svohljóðandi bókun umhverfis- og skipulagsráðs:

    Túnfífilsgata er mun betra nafn á þessari götu en Hlíðarfótur enda bera göturnar nöfn þarna í kring eftir íslenskum lækningajurtum. Þetta er vel leyst hjá götunafnanefnd og við fögnum því að þessi ákvörðun var endurskoðuð.
     

    Fylgigögn

  5. Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju skipulagslýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í september 2025, vegna nýs deiliskipulags fyrir Köllunarklett. Svæðið afmarkast af Sæbraut, Klettagörðum, Héðinsgötu, Köllunarklettsvegi og Sundagörðum. Megintilgangur með skipulagslýsingunni og í framhaldi deiliskipulagsvinnunni er að móta svæðið með tilliti til blandaðrar byggðar og vistvænum áherslum. Lýsingin var kynnt frá 9. október 2025 til og með 6. nóvember 2025. Umsagnir bárust.

    -    Kl. 9:05 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

    Kynnt.

    Valný Aðalsteinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 9:19 aftengist Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir og tekur sæti á fundinum. USK25060055

    Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Framsóknarflokksins:

    Framsókn styður uppbyggingu lífsgæðakjarna við Köllunarklettsveg enda afar mikilvægt að byggja fyrir eldra fólk í Reykjavík. Framsókn þakkar fyrir þær umsagnir sem bárust og telur eðlilegt að tillagan haldi áfram á grundvelli þessarar skipulagslýsingar inn í vandað skipulagsferli. Rétt er að taka undir ábendingar heilbrigðiseftirlits um að við útfærslu og hönnun hverfisins sé haft í huga nálægð hverfisins við Sundahöfn sem er mikilvægasta athafnasvæði landsins og mun gegna lykil hlutverki í hagkerfi landsins um ókomna framtíð.
     

    Fylgigögn

  6. Lögð fram umsókn Freys Frostasonar, dags. 4. júlí 2024, um breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 8-14 við Austurstræti. Í breytingunni sem lögð er til felst m.a. breytt notkun þannig að leyfðar verði íbúðir á efri hæðum þar sem áður voru skrifstofur, ásamt því að áfram verði heimilt að hafa skrifstofur og/eða veitingarými á efri hæðum eftir atvikum. Einnig verði heimilt að breyta útliti húsanna og setja svalir svo húsnæði uppfylli skilyrði fyrir íbúðir og skyggni yfir útisvæði veitingastaða að Austurvelli. Heimilt verði að breyta núverandi kvistum ásamt því að bæta við kvistum á húsin nr. 12 og 12A, samkvæmt uppdr. THG arkitekta, dags. 19. desember 2025. Einnig er lagt fram minnisblað Myrru hljóðstofu, dags. 31. október 2024, umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 11. júlí 2024 og umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 17. desember 2025.
    Frestað.

    Sólveig Sigurðardóttir og Hildur Ýr Ottósdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK24070045
     

  7. Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að umsókn Friðriks Friðrikssonar, dags. 18. febrúar 2025, um breytingu á deiliskipulagi Laugaráss vegna lóðarinnar nr. 1 við Laugarásveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að breyta atvinnuhúsnæði á fyrstu hæð í íbúðir, samkvæmt uppdr. Studio F - arkitekta, dags. 23. júlí 2025. Erindið var grenndarkynnt frá 2. október 2025 til og með 30. október 2025. Athugasemdir og umsagnir bárust. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. desember 2025.
    Samþykkt með vísan til a. liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.

    Sigríður Maack tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 10:01 víkur Hjördís Sóley Sigurðardóttir af fundi. USK25020218
     

    Fylgigögn

  8. Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna- og borgarhönnunar dags. 6. janúar 2026, þar sem lagt er til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki í tilraunaskyni annars vegar að akstur leiðar 18 um Varmahlíð á leið til austurs, milli rampa og Kapellutorgs, í stað þess að aka Bústaðaveg á sama kafla og hins vegar endurgerð gamallar strætóstöðvar fyrir leið 18 við Varmahlíð, milli duftkirkjugarðs og Perlunnar.
    Samþykkt. USK25110126

    Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins minna á tillögu sína frá september 2023 um að umbætur verði gerðar á stígakerfi Öskjuhlíðar í því skyni að bæta tengingar milli Perlunnar og biðstöðvar strætisvagna við Bústaðaveg. Fyrirliggjandi tillaga felur í sér myndarlegar umbætur að þessu leyti og er því sjálfsagt að fagna henni. Minnt er á að samkvæmt fyrrnefndri tillögu sjálfstæðismanna var einnig lagt til að tengdir yrðu saman göngu- og hjólastígar milli Varmahlíðar og Flugvallarvegar og þeir gerðir greiðfærir. Slíkar tengingar eru á deiliskipulagi og hvetjum við til þess að þær verði að veruleika sem fyrst.
     

    Fylgigögn

  9. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 23. júlí 2025 ásamt kæru nr. 116/2025, dags. 23. júlí 2025, þar sem kærð er ákvörðun frá 13. maí s.á. um að samþykkja byggingaráform. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkur dags. 13. ágúst 2025. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 2. október 2025. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um að ógilda ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 13. maí 2025 um að samþykkja umsókn um leyfi til að innrétta Konukot fyrir 12 skjólstæðinga á annarri hæð og tímabundið búsetuúrræði fyrir sex skjólstæðinga á þriðju hæð í húsi á lóð nr. 34 við Ármúla. USK25080067
     

    Fylgigögn

  10. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 29. júlí 2025 ásamt kæru nr. 120/2025, dags. 28. júlí 2025, þar sem kærð er ákvörðun um sorphirðugjald. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkur dags. 28. ágúst 2025. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 22. desember 2025. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um að ógilda ákvarðanir Reykjavíkurborgar frá 21. janúar og 14. júlí 2025 um álagningu gjalda fyrir úrgang vegna fasteignar kæranda að Vesturbergi 42. USK25070368
     

    Fylgigögn

  11. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 5. september 2025 ásamt kæru nr. 140/2025, dags. 4. september 2025, þar sem kærð er ákvörðun Reykjavíkurborgar um álagningu sorphirðugjalda frá 19. janúar 2024 og 21. janúar 2025. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 15. október 2025. Jafnframt er lagður fram úrskurður umhverfis- og auðlindamála dags. 22. desember 2025. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um að ógilda ákvörðun Reykjavíkurborgar frá 21. janúar 2025 um álagningu gjalds vegna pappírsúrgangs og plasts frá fasteign kæranda að Kjarrvegi 13. Að öðru leyti er málinu vísað frá úrskurðarnefndinni. USK25090075
     

    Fylgigögn

  12. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 9. september 2025 ásamt kæru nr. 141/2025, dags. 9. september 2025, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar dags. 9. september 2025 og varðar gáma ofanjarðar nærri heimili kæranda að Öldugötu. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 8. október 2025. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 17. nóvember 2025. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um að ógilda ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 9. september 2025 um að synja beiðni kæranda um að fjarlægja söfnunargáma sem komið hefur verið fyrir ofanjarðar við grenndarstöð að Hrannarstíg. USK25090122
     

    Fylgigögn

  13. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 9. október 2025 ásamt kæru nr. 153/2025, dags. 8. október 2025, þar sem kærð er afgreiðsla og niðurstaða máls USK25090049 frá 11. september sl. vegna Lágholtsvegar 11, svalir án byggingarleyfis. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 6. nóvember 2025. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 8. janúar 2026. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um að ógilda ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 11. september 2025 um að beita ekki þvingunarúrræðum vegna óleyfisframkvæmda á lóð nr. 11 við Lágholtsveg. USK25100147
     

    Fylgigögn

  14. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 28. október 2025 ásamt kæru nr. 165/2025, dags. 27. október 2025, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkur dagsett 17. desember 2024 um samþykkt byggingarleyfi vegna reits 1.182.1 Grettisgata 20A og 20B. Einnig er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 17. nóvember 2025. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni. USK25100432
     

    Fylgigögn

  15. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 13. október 2025 ásamt kæru nr. 155/2025, dags. 11. október 2025, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkur hinn 25. ágúst 2025 um útgáfu byggingarleyfis fyrir áður gerðum breytingum á fasteigninni að Snorrabraut 29. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 11. nóvember 2025. USK25100203
     

    Fylgigögn

  16. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 27. október 2025 ásamt kæru nr. 164/2025, dags. 24. október 2025, þar sem kærð er ákvörðun skipulags- og byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar, dagsett 24. september 2025, um álagningu dagsekta að fjárhæð 150.000 krónur á dag frá og með 26. september 2025 fyrir hvern dag sem það dregst að slökkva á skilti og fjarlægja það af lóð nr. 6 við Álfabakka í Reykjavík. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar, dags. 25. nóvember 2025. USK25100413
     

    Fylgigögn

  17. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 11. nóvember 2025 ásamt kæru nr. 169/2025, dags. 31. október 2025, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar steyptan garðvegg og álagningu dagsekta. Einnig er lagður fram bráðabirgðarúrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 14. nóvember 2025. Úrskurðarorð: Frestað er réttaráhrifum ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 16. október 2025 um álagningu dagsekta að fjárhæð kr. 25.000 vegna rofs á steyptum garðveggi. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 22. desember 2025. USK25110153
     

    Fylgigögn

  18. Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 5. janúar 2026 ásamt kæru nr. 2601002, dags. 2. janúar 2026, þar sem kærð er ákvörðun borgarskipulags að breyta deiliskipulagi fyrir reitinn Háteigsveg 35 án þess að ákvörðunin sé sett í lögbundið ferli. USK26010038
     

    Fylgigögn

  19. Lagt fram afgreiðslubréf borgarráðs, dags. 11. desember 2025, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á skilmálum deiliskipulags Norðlingaholts fyrir tvíbýlishús T2 á lóðunum við Kólguvað, Krókavað, Lindarvað og Lækjarvað. USK25110242
     

    Fylgigögn

  20. Lagt fram afgreiðslubréf borgarráðs, dags. 11. desember 2025, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á skilmálum deiliskipulags Norðlingaholts fyrir atvinnuhúsnæði A3-01 á lóð nr. 4-12 við Norðlingabraut. USK25110243
     

    Fylgigögn

  21. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um umferðaröryggi á ÍR-svæði, sbr. 23. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 17. desember 2025.
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og fasteignaþjónustu. USK25120279
     

    Fylgigögn

  22. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um götulýsingu við við Lokinhamra, sbr. 28. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 17. desember 2025.
    Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu borgarlandsins. USK25120278

    Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Brýnt er að auka lýsingu á göngu- og hjólastíg, sem liggur frá Gullinbrú upp að Lokinhömrum. Um er að ræða fjölfarna gönguleið skólabarna úr Bryggjuhverfi í Hamraskóla.
     

    Fylgigögn

  23. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um götulýsingu við Árskóga og Álfabakka, sbr. 27. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 17. desember 2025.
    Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu borgarlandsins. USK25120277

    Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Brýnt er að ráðast í peruskipti/viðgerð á götulömpum við Árskóga og Álfabakka. Að minnsta kosti þrír ljósastaurar við Árskóga eru óvirkir, þar af tveir við horn Skógarsels og annar þeirra við gangbraut. Á Álfabakka eru fimm ljósastaurar óvirkir á kafla milli afreinar af Reykjanesbraut og Árskóga.
     

    Fylgigögn

  24. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um götulýsingu á Höfðabakkabrú, sbr. 26. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 17. desember 2025.
    Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu borgarlandsins. USK25120281
     

    Fylgigögn

  25. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um viðgerðir á ljósastaurum í Ártúnsholti, sbr. 26. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 17. desember 2025.
    Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu borgarlandsins. USK25120276
     

    Fylgigögn

  26. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um götulýsingu í Lækjahverfi, sbr. 24. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 17. desember 2025.
    Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu borgarlandsins. USK25120275
     

    Fylgigögn

  27. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Lagt er til að gripið verði til aðgerða í því skyni að fjölga bifreiðastæðum í Gufunesi vegna ört vaxandi íbúabyggðar þar. Leitast verði við að hafa bílastæðin eins nálægt fjölbýlishúsum við Jöfursbás og kostur er.

    Frestað. USK26010206

    Fylgigögn

  28. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Lagt er til að ráðist verði í viðgerð götulampa við Brekknaás, Vatnsveituveg, Selásbraut og leikskólann Blásali. Allir ljósastaurar við tvær fyrstnefndu göturnar eru óvirkir, sem og ljósastaurar á Selásbraut milli Brekknaáss og Breiðholtsbrautar.

    Frestað. USK26010207
     

    Fylgigögn

  29. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Lagt er til að ráðist verði í viðgerð götulampa við Kleppsmýrarveg. Meðal annars eru ljósastaurar óvirkir á kafla milli Sæbrautar og Skútuvogs en þar er fjölfarin gönguleið skólabarna.

    Frestað. USK26010208

    -    Kl. 10:22 víkur Hildur Björnsdóttir af fundi.
     

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 10:29

Líf Magneudóttir Aðalsteinn Haukur Sverrisson

Hjálmar Sveinsson Kjartan Magnússon

Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 14. janúar 2026