No translated content text
Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- og samgönguráð
Ár 2012, þriðjudaginn 14. ágúst kl. 12.00 hófst 111. fundur umhverfis- og samgönguráðs í Hofi, Borgartúni 12. – 14. Fundinn sátu Karl Sigurðsson, Kjartan Rolf, Hjálmar Sveinsson, Gísli Marteinn Baldursson og Þórleifur Gunnlaugsson. Enn fremur sátu fundinn: Örn Sigurðsson, Ólafur Bjarnason, Stefán Agnar Finnsson, Kolbrún Jónatansdóttir og Guðmundur B. Friðriksson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist
1. Fundargerðir.
Lagðar fram á ný eftirtaldar fundargerðir:
a. 171. fundargerð stjórnar Strætó bs.
Frestað.
b. 302. fundargerð stjórnar Sorpu bs.
Bjarni Hjarðar, yfirverkfræðingur Sorpu, kom á fundinn.
Margrét Kristín Blöndal kom á fundinn kl. 12:20.
Hildur Sverrisdóttir kom á fundinn kl. 12:22.
2. Landsáætlun um meðferð úrgangs.
Lögð fram drög að landsáætlun um meðferð úrgangs og tillaga að umsögn ráðsins.
Guðmundur B. Friðriksson kynnti. Tillaga að umsögn samþykkt með fimm atkvæðum með smávægilegum breytingum. Fulltrúar D-lista sátu hjá.
Jafnframt lögð fram umsög Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur til kynningar.
3. Umferðarhraði í Heiðmörk.
Lögð fram tillaga Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 27. júní 2012.
Ólafur Bjarnason kynnti. Ráðið samþykkti tillöguna.
4. Múlavegur – stöðubann.
Lögð fram tillaga Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 13. júlí 2012.
Stefán A. Finnsson kynnti. Ráðið samþykkti tillöguna.
5. Samkomulag Reykjavíkurborgar og Vegagerðar ríkisins um stígagerð.
Lagt fram til kynningar. Ólafur Bjarnason kynnti.
6. Yfirlit um innkaup.
Lögð fram yfirlit um innkaup skv. 37. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar.
Örn Sigurðsson kynnti.
7. Betri Reykjavík – Gangstéttir meðfram umferðargötum.
Lagt fram svar Umhverfis- og samgöngusvið.
8. Betri Reykjavík – Hóflegt nagladekkjagald.
Lagt fram svar Umhverfis- og samgöngusviðs.
9. Fundadagatal umhverfis- og samgönguráðs.
Lagt fram fundadagatal ráðsins.
Fundi slitið kl. 13.30
Karl Sigurðsson
Margrét Kristín Blöndal Hjálmar Sveinsson
Kristín Soffía Jónsdóttir Gísli Marteinn Baldursson
Hildur Sverrisdóttir Þorleifur Gunnlaugsson