Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- o gsamgönguráð
Ár 2012, þriðjudaginn 12. júní kl. 12.21 var 109. fundur umhverfis- og samgönguráðs haldinn í borgarráðsherbergi Ráðhúss Reykjavíkur. Fundinn sátu Karl Sigurðsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Kjartan Rolf Árnason, Óttarr Ólafur Proppé, Gísli Marteinn Baldursson, Hildur Sverrisdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson. Enn fremur sátu fundinn: Örn Sigurðsson, Stefán Agnar Finnsson, Kolbrún Jónatansdóttir og Þórólfur Jónsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Fundargerðir. Lagðar fram eftirtaldar fundargerðir:
a. 170. fundargerð stjórnar Strætó bs.
b. 301. fundargerð stjórnar Sorpu bs.
Afgreiðslu frestað.
2. Aukin flokkun sorps í Reykjavík.
Lögð fram eftirfarandi tillaga formanns ásamt greinargerð:
Lagt er til að sorphirða Reykjavíkur hætti að safna skilagjaldsskyldum umbúðum og pappírsefnum úr svartri tunnu fyrir almennt sorp. Innleiðing breytinganna skal eiga sér stað í einu borgarhverfi í einu þar sem víðtæk kynning fer fram til að kynna íbúum þær lausnir sem standa til boða til að bregðast við breytingunum.
Lagt fram minnisblað Umhverfis- og samgöngsviðs um innleiðingu á breyttri sorphirðu dags. 7. júní 2012.
Afgreiðslu frestað.
Guðmundur B. Friðriksson kom á fundinn.
- Kl. 12.37 fór Óttarr Ólafur Proppé af fundi og Diljá Ámundadóttir tók sæti á fundinum.
3. Brú yfir Elliðaárósa. Ámundi Brynjólfsson kynnti niðurstöður úr samkeppni um brýr yfir Elliðaárósa.
4. Náttúruskólinn. Helena Óladóttir kynnti yfirlit yfir útikennslusvæði í Reykjavík.
5. Ævintýragarður.
Kynntar hugmyndir Alexöndru Kjuregej að ævintýragarði í Hljómskálagarði.
Lagt fram minnisblað Umhverfis- og samgöngsviðs dags. 16. mars 2012.
Afgreiðslu frestað.
6. Klapparstígur.
Lögð fram tillaga að útfærslu milli Hverfisgötu og Laugavegar.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti tillöguna.
7. Úrskurður úrskurðarnefndar skv. l. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Lagður fram til kynningar úrskurður úrskurðarnefndarinnar um 15 metra regluna.
8. Hofsvallagata – bann við bílastæðum og hjólareinar.
Lögð fram tillaga Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 7. júní 2012.
Afgreiðslu frestað.
9. Grensásvegur – Hjólastígar.
Lögð fram tillaga Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 7. júní 2012.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti tillöguna.
10. Mat á áhrifum úrsalts við hálkuvörn.
Lögð fram skýrsla Guðjóns Atla Auðunssonar.
11. Vatnsveituvegur – lokun fyrir almennri umferð.
Lögð fram tillaga Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 30. maí 2012.
Afgreiðslu frestað.
12. Biðskýli við Tryggvagötu – færsla.
Lögð fram tillaga Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 7. júní 2012.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti tillöguna.
13. Hjólastígur milli Hlemms og Laugavegar.
Lögð fram tillaga Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 7. júní 2012.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti tillöguna.
14. Nýlendugata 14 – niðurlagning bílastæða.
Lagt fram erindi rekstraraðila að Nýlendugötu 14.
Vísað til Umhverfis- og samgöngusviðs sem geri tillögu að útfærslu.
15. Afnám banns við hjólreiðum á gangstéttum Laugavegar.
Lögð fram tillaga Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 7. júní 2012.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti tillöguna.
16. Rútubílasatæði við Hljómalindareit.
Lögð fram tillaga Umhverfis- og samgönguráðs dags. 7. júní 2012.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti tillöguna.
17. Pollar á Laugavegi.
Lögð fram tillaga Umhverfis- og samgönguráðs dags. 7. júní 2012.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti tillöguna.
18. Samkeppni um hjólagötugögn.
Lögð fram til kynningar keppnislýsing um fyrirhugaða samkeppni um hjólagötugögn.
19. Ylströnd Ingólfs.
Lögð fram drög að samningi um Ingólfstorg í fóstur.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti að vísa málinu til borgarráðs.
20. Plöntun ávaxtatrjáa.
Lagt fram minnisblað Umhverfis- og samgöngusviðs um plöntun ávaxtatrjáa í borginni.
21. Trjáræktarstefna.
Lögð fram tillaga að erindisbréfi stýrihóps.
Afgreiðslu frestað.
22. Auglýsing um gjaldskrá vegna stöðvunarbrota.
Lagt fram bréf Bílastæðasjóðs dags. 30. maí 2012.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti að vísa málinu til borgarráðs.
23. Gjaldskylda bílastæða við Háskólann í Reykjavík.
Lagt fram bréf Bílastæðasjóðs dags. 29. maí 2012.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti að vísa málinu til borgarráðs.
24. Heimild til brottflutnings ólöglega lagðra ökutækja.
Lögð fram til kynningar drög að verklagsreglum.
Fundi slitið kl. 16.07
Karl Sigurðsson
Margrét Vilhjálmsdóttir Kjartan Rolf Árnason
Diljá Ámundadóttir Gísli Marteinn Baldursson
Hildur Sverrisdóttir Þorleifur Gunnlaugsson