Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og samgönguráð


Ár 2012, föstudaginn 25. maí kl. 13.05 var 108. fundur umhverfis- og samgönguráðs haldinn í Hofi, Borgartúni 12 – 14. Fundinn sátu Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Hildur Sverrisdóttir, Hjálmar Sveinsson og Þorleifur Gunnlaugsson og Claudia Oversesch. Enn fremur sátu fundinn: Ólafur Bjarnason, Örn Sigurðsson, Stefán Agnar Finnsson, Hrönn Hrafnsdóttir og Gunnar Hersveinn sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Rammaáætlun.
Lögð fram umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs ásamt fylgiskjölum. Örn Sigurðsson kynnti.
Fulltrúi VG vísar í fyrri bókun síða frá 93. fundi, fulltrúar D lista vísa í fyrri bókun og fulltrúar S og Æ vísa í fyrri bókun.

2. Fjárhagsáætlun 2013-2017.
Kynnt drög að breytingum á fjárhagsáætlun.
Örn Sigurðsson og Kristján Ólafur Smith kynntu.

3. Biðskylda á Kleppsvegi.
Lögð fram tillaga Umhverfis- og samgöngusviðs dags.14. maí 2012.
Stefán Agnar Finnsson kynnti.
Umhverfis- og samgöngusráð samþykkti tillöguna.

4. Suðurlandsbraut – Hjólastígur.
Lagt fram erindi Umhverfis- og samgöngusviðs.
Stefán Agnar Finnsson kynnti. Ráðið gerði ekki athugasemdir við erindið.

5. Fulltrúi VG lagði fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúi VG í umhverfis- samgönguráði leggur til að Umhverfis - og samgöngusviði verði falið að koma með tillögur að fyrirkomulagi þar sem göngu og hjólastígar liggja samhliða verði umferðin aðskilin þannig að hættuleg hjólaumferð verði útilokuð frá göngustígum.“
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti tillöguna.

6. Tryggvagata tvístefna.
Lagt fram bréf Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 16. maí 2012.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti tillöguna.

7. Sæmundargata – þrenging.
Lagt fram til kynningar.

8. Fossvogsstígur.
Lögð fram tillaga Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 21. maí 2012.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti tillöguna.

9. Klapparstígur. Kynning
Frestað.

- Kl. 13.57 Þorleifur Gunnlaugsson fór af fundi og Claudia Overesch kom á fundinn.

10. Úlfarsfellsvegur.
Lögð fram tillaga Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 16. maí 2012.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti tillöguna.

11. Innkaupaskýrsla skv. 37. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar.
Yfirlit dags. 8. maí 2012 lagt fram til kynningar

12. Orkuvikan 18. – 22. júní.
Hrönn Hrafnsdóttir kynnti.

13. Betri Reykjavík - hjólastígur við Miklubraut. Lagt fram svar Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 16. maí 2012.
Umhverfis- og samgöngusvið gerir ekki athugasemd.

14. Betri Reykjavík - Leiðakerfi auglýst.
Lagt fram svar Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 16. maí 2012.
Umhverfis- og samgöngusvið gerir ekki athugasemd.

15. Betri Reykjavík - Hjólagrindur á Strætó
Lagt fram svar Umhverfis- og samgöngusviðs dags.7. maí 2012.
Umhverfis- og samgöngusvið gerir ekki athugasemd.

16. Betri Reykjavík - Fleiri hjólagrindur í borginni.
Lagt fram svar Umhverfis- og samgöngusviðs dags.7. maí 2012.
Umhverfis- og samgöngusvið gerir ekki athugasemd.

Fundi slitið kl. 14.30

Karl Sigurðsson

Kristín Soffía Jónsdóttir Hjálmar Sveinsson
Margrét Vilhjálmsdóttir Gísli Marteinn Baldursson
Hildur Sverrisdóttir Claudia Overesch