Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og samgönguráð

Ár 2012, þriðjudaginn 7. maí kl. 14.05 hófst 107. fundur umhverfis- og samgönguráðs í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fundinn sátu Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Áslaug M. Friðriksdóttir, Hjálmar Sveinsson og Heimir Janusarson. Enn fremur sátu fundinn: Ólafur Bjarnason, Örn Sigurðsson, Stefán Finnsson, Einar Kristjánsson og Þórólfur Jónsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Reykjavíkurráð ungmenna.- samgöngur í Grafarvogi.
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 25. apríl 2012.
Ráðið samþykkti að óska eftir umsögn frá Strætó.

Heiðar Þór Stefánsson og Eygló Rúnarsdóttir komu á fundinn.

2. Reykjavíkurráð ungmenna – styttri tíma í strætóferðir.
Lagt fram bréf skrifstofu borgastjórnar dags. 25. apríl 2012.
Afgreiðslu frestað.

3. Stefnumótun Stjórnar Sorpu vegna Metans hf.
Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 3. maí 2012 ásamt fylgiskjölum.
Oddný Sturludóttir og Björn H. Halldórsson kynntu.

Fulltrúar Samfylkingar og Besta flokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar SamBesta í Umhverfis- og samgönguráði þakka þá vinnu sem farið hefur fram í stjórn Sorpu bs. við stefnumótun vegna Metans hf. og gera ekki athugasemdir við hana.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis - og samgönguráði gagnrýna harðlega það ólýðræðislega verklag sem viðhaft hefur verið við stefnumótun stjórnar Sorpu vegna Metan hf. Sorpa er að 2/3 hlutum í eigu Reykjavíkurborgar og fulltrúi hennar í stjórn Sorpu á að framfylgjafylgja stefnu borgarinnar. Stefna borgarinnar í úrgangsmálum er samkvæmt samþykktum borgarinnar mótuð í umhverfis- og samgönguráði. Það er því verulega öfugsnúið að fulltrúi Reykjavíkur í stjórn Sorpu, skuli mæta með samþykkt plagg til kynningar í umhverfis- og samgönguráði um það hver stefna Sorpu er í málefnum Metans. Fulltrúi Reykjavíkur hefði að sjálfsögðu átt að leita eftir stefnu umhverfis- og samgönguráðs í málaflokknum og endurspegla þá stefnu innan stjórnar Sorpu.

4. Fundargerðir Sorpu bs.
Lagðar fram 299. og 300. fundargerðir Sorpu bs.
Oddný Sturludóttir og Björn H. Halldórsson kynntu.

Fulltrúar Samfylkingar, Besta flokks og Vinstri grænna lögðu fram eftirfarandi bókun:
Skil á einnota skilagjaldsskyldum umbúðum á Íslandi eru með því besta sem gerist í heiminum og eru u.þ.b 85#PR á landsvísu. Hingað til hefur verið tekið á móti skilagjaldsskyldum umbúðum á endurvinnslustöðvum Sorpu sem eru 6 talsins á höfuðborgarsvæðinu. Ætla má að sú tilhögun hvetji fólk til að skila þeim samhliða öðrum endurvinnsluefnum. Aðgengi að endurvinnslustöðvum í dag er ágætt en þó má betur ef duga skal til að auka það hlutfall umbúða sem er skilað. Í dag henda íbúar 5 milljónum áldósa í ruslið og leiða má líkum að því að ekki sé minna hent af drykkjarumbúðum úr plasti og gleri.Endurvinnslan hf. vill fækka móttökustöðum fyrir drykkjarumbúðir og jafnframt taka í notkun vélflokkun þar sem eingöngu verður greitt fyrir heilar óbeyglaðar umbúðir. Fulltrúar Besta flokks, Samfylkingar og Vinstri grænna í Umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkur telja hugmyndir um fækkun móttökustaða afleitar, heldur ætti að bæta aðgengi íbúa að móttökustöðum fyrir skilagjaldsumbúðir. Hugmyndir Endurvinnslunar munu draga verulega úr skilum á umbúðum auk þess sem áhrif gætu verið minnkuð skil á öðrum endurvinnsluefnum.#GL

5. Tillaga að tilraunaverkefni í Breiðholti.
Lögð fram á ný tillaga borgarstjórans í Reykjavík dags. 1. nóvember 2011.
Óskar Dýrmundur Ólafsson kynnti.

6. Rafstöðvarvegur 9 og 9a, breytingar á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Skipulags- og byggingsviðs dags. 30. apríl 2012.
Björn Axelsson kynnti.

Ráðið gerði ekki athugasemdir við breytingar á deiliskipulagi.

7. Fundargerð Strætó bs.
Lögð fram 169. fundargerð stjórnar Strætó bs.
Lagt fram minnisblað dags. 27. apríl 2012 um mögulegan aðkeyptan akstur.
Lagt fram minnisblað dags. 22. apríl 2012 um aukningu á þjónustu í ágúst 2012.
Einar Kristjánsson kynnti.

8. Leiðakerfi Strætó.
Lögð fram á ný tillaga að breytingu á leiðakerfi Strætó bs. og bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 27. apríl 2012.
Ráðið samþykkti einróma að gera tillögu Strætó að sinni.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar XD í umhverfis- og samgönguráði samþykkja fyrir sitt leyti þá þjónustuaukningu sem verður hjá Strætó með þeim tillögum sem lagðar eru fram. Engu að síður er nauðsynlegt að benda á að nær öll sú aukning þjónustu sem hér er samþykkt, er einungis leiðrétting á þeim vonda niðurskurði sem meirihluti Samfylkingar og Besta flokks samþykkti í árslok 2010. Þá var því lofað að niðurskurðurinn yrði tekinn til bara haustið 2011, en jafnvel þótt það gerist ekki fyrr en ári síðar skal því fagnað.

Fulltrúar Samfylkingar og Besta flokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Sambest árétta að stærstur hluti þeirrar skerðingar sem nú er verið draga til baka átti sér stað í nóvember 2009 þótt að einnig sé verið að taka til baka skerðingar sem tóku gildi í febrúar 2011.

9. Strætórein á Miklubraut.
Lögð fram umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs.

10. Biðskylda á Kleppsvegi.
Lögð fram tillaga Umhverfis- og samgöngusviðs dags.
Afgreiðslu frestað.

11. Geirsgata – Mýrargata.
Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Samfylkingar og Besta flokks.
Fulltrúar Umhverfis- og samgöngurráðs fela samgöngustjóra að skoða hvernig bæta megi aðstöðu gangandi og hjólandi á Geirsgötu og Mýrargötu frá Lækjargötu að Ánanaustum.
Tillagan var samþykkt einróma.

12. Skipulagsbreytingar.
Lagt fram bréf borgarritara dags. 26. apríl 2012 ásamt tillögu stýrihóps.

Fulltrúar Samfylkingar og Besta flokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
FER, SKB og USR átti að hafa til hliðsjónar, en þau voru:
1. Tryggja árangur í lykilverkefnum á sviði umhverfis- og skipulagsmála, umhirðu og framkvæmda.
2. Tryggja heildstæða þjónustu við borgarbúa og atvinnulíf sem er skilvirk, aðgengileg og sýnileg.3. Móta tillögu um skipulag sem styður við heildstæða sýn á verkefni sem eru þvert á núverandi svið með hagræðingu að leiðarljósi.4. Efla frumkvæði varðandi þætti eins og fegrun og hreinsun borgarumhverfisins.#GL

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis – og samgönguráði telja að af stjórnkerfisbreytingum þeim sem nú liggja fyrir hafi engan veginn verið unnið í samráði við minnihlutann og honum í raun haldið frá þeirri vinnu sem þar átti sér stað. Mjög óljóst er af hverju farið var í að vinna að þessum breytingum og óljóst er hvort fjárhagslegur ávinningur muni af þeim hljótast.

13. Ársuppgjör 2011.
Lagt fram til kynningar ársuppgjör Umhverfis- og samgöngusviðs fyrir árið 2011.

14. Betri Reykjavík - hjólavísar. Lagt fram svar Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 4.maí 2012.

Ráðið gerði ekki athugasemdir.

15. Betri Reykjavík - innanbæjar strætisvagnar. Lagt fram svar Umhverfis- og
samgöngusviðs dags. 4. maí 2012.

Ráðið gerði ekki athugasemdir.

16. Betri Reykjavík - lífvænleg Snorrabraut.Lagt fram svar Umhverfis- og
samgöngusviðs dags. 4. maí 2012.

Ráðið gerði ekki athugasemdir.

17. Tillaga Sjálfstæðismanna.
Fulltrúar Sjálfstæðismanna lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og samgönguráði leggja til að strætóskýli borgarinnar verði útbúin þannig að það sjáist úr fjarlægð hvaða vagnar stoppa á biðstöðvunum. Biðstöðvarnar eru reknar af borginni í samvinnu við AFA JC Decuax og Strætó bs, og skal leitað samráðs við þá aðila um þessa þjónustuaukningu.
Tillagan var samþykkt einróma.

Fundi slitið kl. 18.43

Karl Sigurðsson

Kristín Soffía Jónsdóttir Hjálmar Sveinsson
Margrét Vilhjálmsdóttir Gísli Marteinn Baldursson
Áslaug M. Friðriksdóttir Heimir Janusarson