Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- og samgönguráð
Ár 2012, þriðjudaginn 24. apríl kl. 14.02 hófst 105. fundur umhverfis- og samgönguráðs í Hofi, Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Hildur Sverrisdóttir, Hjálmar Sveinsson og Þorleifur Gunnlaugsson. Enn fremur sátu fundinn: Ólafur Bjarnason, Stefán Agnar Finnsson, Örn Sigurðsson, Kolbrún Jónatansdóttir, Þórólfur Jónsson og Gunnar Hersveinn sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Fundargerðir.
a Lagðar fram fundargerðir stjórnar Reykjanesfólkvangs.
2. Almenningssamgöngur – samstarf við ríkið.
Lögð var fram tillaga að breytingu á leiðakerfi Strætó bs.
Einar Kristjánsson kynnti.
Fulltrúi VG lagði fram eftirfarandi tillögur:
a .Fulltrúi VG í umhverfis- og samgönguráði leggur til að þjónusta við farþega Strætó bs. verði bætt þannig að á helstu á helstu stofnleiðum og stærri almennum leiðum verði ekið á eins og á sunnudögum á stórhátíðardögum.
b. Fulltrúi VG í umhverfis- og samgönguráði leggur til að þjónusta við farþega Strætó bs. sem ferðast á milli Kjalarnes og annara borgarhluta verði bætt þannig að ekið verði á klukkutíma fresti á daginn á virkum dögum.
Tillögum frestað
3. Opnun Laugavegar 2012.
Lögð var fram tillaga um opnun Laugavegar fyrir gangandi sumarið 2012.
Pálmi Freyr Randversson kynnti.
Tillögunni var frestað.
4. Hraðakstur í Ánanaustum.
Lögð fram á ný svohljóðandi tillaga fulltrúa D-lista:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og samgönguráði leggja til að farið verði í nauðsynlegar aðgerðir til að draga úr hraðakstri í Ánanaustum, Grandatorgi, Hólmaslóð, Mýrargötu og nágrenni. Göturnar á þessu svæði eru mjög breiðar, aðgengi gangandi mjög slæmt og umhverfi fyrir fallegt borgarlíf ekki til staðar. Þessu er hægt að breyta og mikilvægasti þátturinn er að draga úr ofsaakstri bíla á svæðinu. Samgöngustjóra verði falið að leggja tillögur til úrbóta fyrir ráðið sem fyrst.
Lögð fram tillaga umhverfis- og samgöngusviðs dags. 18. apríl 2012.
Ólafur Bjarnason kynnti.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti tillöguna.
5. Gerð göngu- og hjólastígs frá Elliðaárdal að Hlemmi.
Lögð fram gögn um undirgöng við Reykjaveg.
Umhverfis- og samgönguráð ítrekar fyrri samþykkt sína um undirgöng undir Reykjaveg. Fulltrúi VG sat hjá.
6. Forgangsrein strætó við Miklubraut.
Rætt um umsögn hverfisráðs Hlíða um forgangsrein strætó við Miklubraut.
7. Niðurfelling gjalda af rafmagnsbílum.
Umræða.
8. Vinstri beygja strætó á horni Bústaðavegar og Reykjanesbrautar.
Vísað til umhverfis- og samgöngusviðs með ósk um tillögu.
9. Hugsanleg breyting á norðurhlið Austurvallar og Vallastrætis.
Lagt fram bréf Skipulags-, arkitekta og verkfræðistofunnar dags. 12. mars 2012.
Vísað til umhverfis- og samgöngusviðs til skoðunar.
10. Laugardalur, stígar.
Lögð fram tillaga umhverfis- og samgöngusviðs dags. 20.4. 2012.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti tillöguna.
11. Lögreglustjóri Bergstaðastræti.
Lagt fram til kynningar bréf Lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu dags. 11. apríl 2012.
12. Umhverfi- og útivist.
Lögð fram áætlun um verkefni 2012.
Umhverfis- og samgönguráð óskar eftir frekari sundurliðun.
13. Breyting á veiðitíma Elliðaánna.
Lögð fram umsögn ráðgjafahóps um Elliðaárnar.
Frestað.
Fundi slitið kl. 18.04
Karl Sigurðsson
Kristín Soffía Jónsdóttir Hjálmar Sveinsson
Margrét Vilhjálmsdóttir Gísli Marteinn Baldursson
Hildur Sverrisdóttir Þorleifur Gunnlaugsson