Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og samgönguráð

Ár 2012, þriðjudaginn 27. mars kl. 14.10 var 103. fundur umhverfis- og samgönguráðs haldinn í Hofi, Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Karl Sigurðsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Hildur Sverrisdóttir, Hjálmar Sveinsson og Þorleifur Gunnlaugsson. Enn fremur sátu fundinn Ólafur Bjarnason, Stefán Agnar Finnsson, Einar Kristjánsson, Guðmundur B. Friðriksson, Hrönn Hrafnsdóttir, Þórólfur Jónsson, Örn Sigurðsson, Pálmi Freyr Randversson og Gunnar Hersveinn sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Fundargerðir.
Lagðar fram eftirtaldar fundargerðir:
a. 298. fundargerð stjórnar Sorpu bs.
Björn Halldórsson kom á fundinn.
b. 167. fundargerð stjórnar Strætó bs. ásamt minnisblaði dags. 29. febrúar 2012.
Einar Kristjánsson kynnti.
Fulltrúi VG lagði fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúi VG í umhverfis- og samgönguráði leggur til að boðað verði til opins fundar um flutning miðstöðvar leiðakerfis Strætó bs. til BSÍ og breytingar á leiðarkerfi tengdar honum.
Tillögunni var frestað.

2. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu.
Stefán Eiríksson kom á fundinn.

3. Opnun Laugavegar 2011.
Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 16. mars 2012 og rætt um opnun Laugarvegar 2012

4. Breyting á gjaldskyldu og gjaldskrá á gjaldsvæðum 1 og 4.
Lagt fram bréf borgastjórans í Reykjavík dags. 15. mars 2012.
Fulltrúar Æ og S lista lögðu fram eftirfarandi breytingartillögu:
Gjaldskyldutími verði 10-16 á laugardögum, en haldist áfram frá 10-18 á virkum dögum. Gjaldskylda á svæði 1 hækki úr 150 í 225 í stað 250. Gjaldskylda á svæði 2 og 4 hækki úr 80 í 120 í stað 150.
Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum. Fulltrúar D og VG sátu hjá.
Fulltrúar S lista og Æ lista lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar SamBesta fagna tillögum sem lúta að því að bæta gegnumflæði og nýtingu bílastæða í miðborginni. Ljóst er að nýting er mikil á gjaldsvæðum 1, 2 og 4 og bílastæðin þar jafnan svo þéttsetin yfir daginn að erfitt er að fá stæði. Rannsóknir hafa sýnt að heppilegast er að nýting bílastæða sé kringum 80-85#PR, en hún er nú yfir 90#PR á umræddum gjaldsvæðum og sums staðar yfir 100#PR. Þann 15. Febrúar 2012 samþykktu fulltrúar Besta flokks, Samfylkingar og Vinstri grænna í Umhverfis- og samgönguráði tillögu Bílastæðasjóðs þess efnis að hækka bílastæðagjöld á svæðum 1, 2 og 4 og lengja gjaldskyldutíma. Tillögu þeirri var vísað til borgarráðs til staðfestingar. Áður en að tillagan fékk afgreiðslu í borgarráði barst umsögn um væntanlegar breytingar frá samtökunum Miðborgin okkar. Í umsögninni var óskað eftir því að fallið væri frá lengingu gjaldskyldutíma á morgnanna og að gjaldskylda hefðist kl. 10. Auk þess var óskað eftir því að hækkunin væri gerð í fleiri þrepum og að dregið yrði úr hækkun nú. Í ljósi þessa óskaði Umhverfis-og samgönguráð eftir því að fá tillöguna til aftur til meðferðar og tekur breytt tillaga tillit til umsagnar samtakanna Miðborgin Okkar. Fulltrúar Sambest leggja ríka áherslu á að við breytingar á gjaldskrá bílastæða er nauðsynlegt að fylgjast vel með nýtingu til að sjá hvaða áhrif (ef einhver) breytingarnar hafa. Samhliða breytingum á gjaldskrá verður fylgst vel með breyttri nýtingu og haldið áfram að aðlaga gjaldskrá eftir nýtingu.

Fulltrúar D lista lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og samgönguráði sátu hjá við hækkun bílastæðagjalda sem samþykkt var í ráðinu á dögunum. Ástæðan var sú að þótt mikilvægt sé að tryggja gott gegnumstreymi um stæðin í miðborginni, er nauðsynlegt að breytingar sem þessar séu undirbúnar vel, álits leitað hjá hagsmunaaðilum og kynningarferli sé öllum opið. Þessu var ekki til að dreifa þegar tillaga meirihlutans var samþykkt af öllum nema D lista á dögunum. Meirihlutinn hefur fengið tillöguna senda til baka úr borgarráði og leggur nú fram nýja útgáfu af hækkunum. Þótt komið sé bréf frá stjórn Miðborgarinnar okkar, er óhönduglega staðið að þessu máli eins og fyrri daginn, skortur er á gögnum og rannsóknum um áhrif gjalds á nýtingu bílastæða og fjölda viðskiptavina í miðbænum og fulltrúar D lista leggja ekki nafn sitt við þessa tillögu fremur en hina fyrri.

5. Grasagarðurinn 2012.
Hjörtur Þorbjörnsson og Hildur Arna Gunnarsdóttir kynntu.

6. Hækkun leyfa og lenging veiðitímabils í Elliðaánum.
Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur dags. 20. febrúar 2012.
Umhverfis- og samgönguráð vísaði málinu til ráðgjafahóps um Elliðaárnar og óskar eftir umsögn hans.

7. Upphitun Strætóbiðskýla.
Lagt fram bréf frá Umhverfis- og samgöngusviði dags. 12. mars og minnisblöð Verkís dags. 9. og 17. mars 2012.
Frestað.

8. Gerð göngu- og hjólastígs frá Elliðaárósum að Hlemmi.
Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 16. mars 2012.
Frestað.

9. Forgangsrein Strætó við Miklubraut.
Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 26. mars 2012.
Frestað.

10. Vinstri beygja fyrir strætó á horni Bústaðavegar og Reykjanesbrautar.
Frestað.

Fundi slitið kl. 17.50

Karl Sigurðsson

Kristín Soffía Jónsdóttir Hjálmar Sveinsson
Margrét Vilhjálmsdóttir Gísli Marteinn Baldursson
Hildur Sverrisdóttir Þorleifur Gunnlaugsson