Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- og samgönguráð
Ár 2012, þriðjudaginn 28. febrúar kl. 14.08 var 101. fundur umhverfis- og samgönguráðs settur í Hofi, Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Hildur Sverrisdóttir, Hjálmar Sveinsson og Þorleifur Gunnlaugsson. Enn fremur sátu fundinn Ólafur Bjarnason, Stefán Agnar Finnsson, Kolbrún Jónatansdóttir, Þórólfur Jónsson, Pálmi Freyr Randversson og Gunnar Hersveinn sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Þjónustusamningur um rekstur endurvinnslustöðva.
Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 24. febrúar 2012 ásamt fylgiskjölum og umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs.
Björn Halldórsson og Guðmundur B. Friðriksson komu á fundinn.
Umhverfis- og samgönguráð tók undir umsögnina.
Fulltrúi VG lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi VG í umhverfis- og samgönguráði harmar lokun endurvinnslustöðvarinnar á Kjalarnesi og hvetur eindregið til þess að sú ákvörðun verði endurskoðuð.
Fulltrúar D lista lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fækkun endurvinnslustöðva í Reykjavík er áhyggjuefni og mikilvægt að Reykjavíkurborg móti sér stefnu í þeim efnum. Stöðvum hefur þegar verið fækkað og fyrirhuguð er frekari fækkun. Þetta þýðir að öllu óbreyttu lengri akstur fyrir Reykvíkinga sem vilja koma hlutum í endurvinnslu. Það samrýmist ekki markmiðum borgarinnar.
2. Áhrif bílastæðagjalda á eftirspurn eftir bílastæðum.
Daði Baldur Óskarsson kynnti rannsóknarverkefni.
3. Ábendingavefur Framkvæmda- og eignasviðs.
Sighvatur Arnarsson kynnti vefinn.
4. Hjólateljari við Suðurlandsbraut.
Lögð fram tillaga Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 21. febrúar 2012.
Stefán Agnar Finnsson kynnti.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti tillöguna.
5. Upphitun hjóla- og göngustíga við Suðurlandsbraut.
Lögð fram tillaga Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 23. febrúar 2012.
Ólafur Bjarnason kynnti.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti tillöguna.
6. Opnun Laugavegar 2011.
Rætt um opnun Laugavegar fyrir gangandi sumarið 2011.
7. Opinn fundur umhverfis- og samgönguráðs.
Rætt um opinn fund umhverfis- og samgönguráðs 2012.
8. Betri Reykjavík – tíðari ferðir strætó.
Lögð fram umsögn Strætó bs.
9. Götutré – val tegunda.
Lögð fram skýrsla um stefnumótun um val á tegundum og ræktun götutrjáa hjá Reykjavíkurborg.
10. Starfsfundur vegna fjárhagsáætlunar.
Lögð fram tillaga um starfsfund ráðsins kl. 13:00 – 18:00, 21. mars 2012.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti tillöguna.
Fundi slitið kl. 16.25
Karl Sigurðsson
Kristín Soffía Jónsdóttir Hjálmar Sveinsson
Þorleifur Gunnlaugsson Gísli Marteinn Baldursson
Hildur Sverrisdóttir