Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2015, miðvikudaginn 11.mars kl. 09:10, var haldinn 98. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Áslaug María Friðriksdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Sigurborg Ó Haraldsdóttir  árheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Bjarnason, og Marta Grettisdóttir. Fundarritari var Harri Ormarsson. 

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070

Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 27. febrúar 2015 og 6. mars 2015.

2. Holtavegur 32, breyting á deiliskipulagi (01.393) Mál nr. SN150117

Lögð fram umsókn Reykjavíkurborgar dags. 27. febrúar 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Laugardals austurhluta vegna lóðarinnar nr. 32 við Holtaveg. Í breytingunni felst að gerðir eru tveir byggingarreitir fyrir færanlegar kennslustofur, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 25. febrúar 2015.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri og Rúnar Gunnarsson deildarstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið

3. Bergstaðastræti 12, breyting á deiliskipulagi (01.180.2) Mál nr. SN140624

Íbúðir ehf., 

Bergstaðastræti 12, 101 Reykjavík

Gláma/Kím ehf, Laugavegi 164, 105 Reykjavík

Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Íbúða ehf. dags. 21. nóvember 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.180.2 vegna lóðarinnar nr. 12 við Bergstaðastræti. Í breytingunni felst breyting á byggingarheimildum, samkvæmt uppdr. Glámu/Kím ehf. dags. 18. nóvember 2014. Einnig er lagt fram skuggavarp Glámu/Kím ehf. ódags. Tillagan var grenndarkynnt frá 23. janúar til og með 20. febrúar 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jón Þórarinsson dags. 19 febrúar 2015 og Egill Þórðarson og Sara McMahon dags. 21. febrúar 2015. Að loknum  athugasemdarfresti bárust athugasemdir frá Birgi Baldurssyni, Helgu L. Finnbogadóttur og Vilborgu Davíðsdóttur dags. 27. mars 2015 og Ingibjörgu Friðriksdóttur dags. 27. febrúar 2015. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 25. febrúar 2015 og drög umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. febrúar 2015.

Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. mars 2015, sbr. 2. mgr. 12. gr. samþykktar fyrir umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar.

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

4. Landakot, breyting á deiliskipulagi (01.160.1) Mál nr. SN140565

Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Landakotsreits. Í breytingunni felst að afmarkaður er reitur fyrir grenndargáma við vestari innkeyrslu á bílastæði sem liggur nyrst í útivistarsvæði Landakotshæðar meðfram Túngötu að Hólavallagötu, skv. tillögu VA arkitekta ehf. dags. 29.október 2014. Tillagan var grenndarkynnt frá 3. nóvember til og með 1. desember 2014. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Versus Lögmenn ehf. f.h. Pétur Bürchers Reykjavíkurbiskups dags. 26. nóvember 2014. 

Frestað. 

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

5. Laugavegur 12B og 16, breyting á deiliskipulagi (01.171.4) Mál nr. SN140492

Miðbæjarhótel/Centerhotels ehf., Aðalstræti 6, 101 Reykjavík

Batteríið Arkitektar ehf., Hvaleyrarbraut 32, 220 Hafnarfjörður

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Miðbæjarhótels/Centerhotels ehf. dags. 17. september 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.4 vegna lóðanna nr. 12B og 16 við Laugaveg. Í breytingunni felst aukning á nýtingarhlutfalli lóðanna nr. 12B og 16 við Laugaveg ásamt hækkun hússins á lóð 12B um eina hæð og endurbyggingu bakhúss, samkvæmt uppdr. Batterísins Arkitekta ehf. dags. 15. september 2014, br. 23. október 2014 og 29. október 2014. Tillagan var auglýst frá 14. nóvember til og með 29. desember 2014. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Le Bistro, Arnór Bohic, dags. 23. desember 2014, Mörkin, lögmannsstofa, Gísli Guðni Hall f.h. Kaffibarsins ehf. dags. 27. desember 2014 og Sophia Osvaldsdóttir form. f.h. Laugaberg hf dags. 27. desember 2014. Einnig eru lagðar fram umsagnir Minjastofnunar Íslands dags. 4. mars 2015 og drög umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. mars 2015.

Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11 mars 2015.

Vísað til borgarráðs.

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

6. Kennaraskóli, Bólstaðarhlíð, Reitur 1.254,, lýsing (01.27) Mál nr. SN150130

Lögð fram lýsing umhverfis- og skipulagssviðs  dags. 6. mars 2015 samkv. 1. mgr. 40. grein skipulagslaga nr.  123/2010 varðandi uppbyggingu á hluta af þróunarsvæði 33 í Aðalskipulagi Reykjavíkur, deiliskipulagi reits 1.254 Kennaraskóli-Bólstaðahlíð.

Frestað. 

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

(B) Byggingarmál

7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 817 frá 3. mars 2015. 

8. Hafnarstræti 19, Hótel - verslunarrekstur (01.118.503) Mál nr. BN048059

Sjöstjarnan ehf., Rafstöðvarvegi 9, 110 Reykjavík

Á fundi skipulagsfulltrúa 13. febrúar 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. febrúar 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja hótel í flokki V með 50 herbergjum sem verður tengt við hús á lóðinni í Hafnarstræti 17, sótt er um að rífa húsið vegna bágs ástands á steypuvirki og byggja nýbyggingu þar sem frontur að Hafnarstræti verður endurbyggður í núverandi mynd, steinsteypt og einangrað að innan, verslunarrými á jarðhæð með flötu þaki og verður 4. hæð inndregin Hafnarstrætismegin á lóð nr. 19 við Hafnarstræti. Erindi var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 25. febrúar 2015 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. febrúar 2015.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. október 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. október 2014. Einnig fylgir greinargerð vegna hljóðvistar dags. í nóvember 2014, brunahönnun frá Mannvit dags. 2. febrúar 2015, útreikningur á varmatapi dags. 3. febrúar 2015, skýrsla um ástandsskoðun og prófanir frá Mannvit dags. 22. janúar 2015, minnisblöð frá verkfræðistofunni Hnit dags. 8. apríl, 18. júlí, 18. nóvember og 21. og 27. nóvember 2014 og 20. janúar 2015, umsagnir Minjastofnunar Íslands dags. 9. september og 4. desember 2014 og 12. janúar, 9. febrúar 2015 og 23. febrúar 2015, bréf frá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 3. febrúar 2015 og bréf frá verkfræðistofunni Hnit dags. 9. febrúar 2015 fylgja erindi. Niðurrif: 1108,3 ferm., 3.645,0 rúmm. 

Stærðir nýs hús: XX ferm., XX rúmm. Gjald kr. 9.500

Haukur J. Eiríksson frá verkfræðistofunni Hnit og Sveinbjörn Sveinbjörnsson frá verkfræðistofunni Mannvit kynna ástandsskýrslu hússins að Hafnarstræti 19. 

Frestað. 

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

Gísli Garðarsson tekur sæti á fundinum kl. 11:33. 

(C) Fyrirspurnir

9. Lindargata 28-32, (fsp) bílastæði (01.152.4) Mál nr. SN140619

Fjeldsted & Blöndal lögman slf., Ármúla 17, 108 Reykjavík

Lagt fram bréf Fjeldsted og Blöndal lögmannsstofu f.h. lóðarhafa Lindargötu 28-32 dags. 20. nóvember 2014 varðandi bílastæðamál á lóðinni. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. febrúar 2015.

Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 18. febrúar 2015. 

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

10. Háaleitisbraut 66, (fsp) bygging skrifstofu og þjónustuhús (01.727.1) Mál nr. SN150100

Kirkjumálasjóður, Laugavegi 31, 150 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Kirkjumálasjóðs dags. 13. febrúar 2015 um að byggja skrifstofu- og þjónustuhús fyrir starfssemi Kirkjuhússins/Biskupstofu við Grensáskirkju- og safnaðarheimili á lóð nr. 66 við Háaleitisbraut, samkvæmt ódags. skissu . Einnig er lagt fram bréf sviðsstjóra lögfræði- og fasteignasviðs Biskupstofu dags. 13. febrúar 2015.

Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurnina, á eigin kostnað. 

Tillagan verði unnin í samráði við umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur. 

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

11. Laugavegur 30B, (fsp) aukning á byggingarmagni (01.172.2) Mál nr. SN140655

Hildur Bjarnadóttir, Hofteigur 20, 105 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Hildar Bjarnadóttur dags. 3. desember 2014 varðandi  aukningu á byggingarmagni lóðarinnar nr. 30B við Laugaveg samkvæmt uppdráttum dags, 25. nóvember 2014. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags.11. mars 2015. Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. mars 2015 samþykkt. 

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

(E) Umhverfis- og samgöngumál

12. Sorpa bs., fundargerðir Mál nr. US130002

Lögð fram  fundargerð Sorpu bs. nr. 347 frá 4. mars  2015. 

13. Mat á losun gróðurhúsalofttegunda í Reykjavík árið 2013, minnisblað Mál nr. US150070

Lagt fram minnisblað Mannvits dags. 18. febrúar 2015 varðandi mat á losun gróðurhúsalofttegunda í Reykjavík árið 2013. 

Þorsteinn Hermannsson  fulltrúi Mannvits kynnir

Hrönn Hrafnsdóttir sérfræðingur á skrifstofu sviðsstjóra tekur sæti á fundinum undir þessum lið 

14. Gönguþveranir, kynning Mál nr. US150063

Lagt fram til kynningar leiðbeiningar varðandi gönguþveranir dags. í desember 2014.

Kynnt. 

15. Hamarshöfði, stöðubann (USK2015020024) Mál nr. US150034

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 5. febrúar 2015 varðandi stöðubann við norðurkant Hamarshöfða. 

Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra Höfuðborgarsvæðisins.

(D) Ýmis mál

16. Hverfisskipulag, kynning Mál nr. SN120421

Kynning á verk- og tímaáætlun fyrir verklýsingar hverfisskipulags.

Kynnt. 

17. Menningarstefna Reykjavíkurborgar 2014-2020, Kynning Mál nr. US150053

Kynning á menningarstefnu Reykjavíkurborgar 2014-2020.  

Elsa Hrafnhildur Yeoman formaður menningar- og ferðamálaráðs og Signý Pálsdóttir skrifstofustjóri menningarmála og kynna.

18. Frumvarp til laga um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni, (USK2015020065) Mál nr. US150069

Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 5. mars 2015 varðandi frumvarp til laga um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni. 

19. Reitur 1.154.3, Barónsreitur og reitur 1.174.0, Laugavegsreitur, drög að samningi Mál nr. US150044

Kynnt drög að samningi Reykjavíkurborgar og ÞG verktaka.  

Hrólfur Jónsson skrifstofustjóri kynnir. 

20. Stekkjarbakki/Álfabakki, hljóðmön Mál nr. US150067

Lagt fram bréf Guðsteins Ingimarssonar dags. 24. febrúar 2015 þar sem óskað er eftir að lokið verði við hljóðmön við húsið á lóð nr. 11 við Brúnastekk, á horni Stekkjarbakka/Álfabakka.

Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, framkvæmda og viðhalds.

Sigurborg Ó Haraldsdóttir árheyrnarfulltrúi víkur af fundi kl. 14:50

21. Sævarhöfði 33, starfsleyfi Björgunar Mál nr. US150049

Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 18. febrúar 2015 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagsráðs um hve lengi mögulegt er að fyrirtækið Björgun ehf. starfi að Sævarhöfða 33.  Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 20. febrúar 2015. 

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 20. febrúar 2015 samþykkt 

Magnea Guðmundsdóttir víkur af fundi undir þessum lið. 

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir víkur af fundi 14:57

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

22. Fjárhagsáætlun 2016-2020, Tíma- og verkáætlun (USK2015020020) Mál nr. US150030

Lögð fram tíma og verkáætlun fjárhagsáætlunar umhverfis- og skipulagssviðs 2016-2020 dags. 28. janúar 2015. Einnig eru lagðar fram reglur um gerð fjárhagsáætlunar hjá Reykjavíkurborg dags. 29. janúar 2015 og bréf Fjármálaskrifstofu til formanna fagráða, sviðsstjóra og borgarritara varðandi skil á gögnum vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar 2016-2020 dags. 24. febrúar 2015.

23. Umhverfis- og skipulagssvið, innkaupaskýrsla (USK2015020003) Mál nr. US130045

Lagt fram yfirlit yfir viðskipti umhverfis- og skipulagssviðs við innkaupadeild í febrúar 2015.

24. Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup Mál nr. US130118

Lagt fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í desember 2014. 

25. Aðgerðir gegn heimilisofbeldi gagnvart fötluðu, skýrsla starfshóps (USK2015020066) Mál nr. US150054

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 24. febrúar 2015 vegna samþykktar borgarráðs frá 19. febrúar 2015 um að vísa skýrslu starfshóps dags. 16. febrúar 2015 um aðgerðir gegn heimilisofbeldi gagnvart fötluðu fólki til umfjöllunar og umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs.

Vísað til umsagnar umhverfis – og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra. 

26. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna ástand vega, (USK2015020053) Mál nr. US150046

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 18. febrúar 2015 lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram eftirfarandi fyrirspurn.

"Gatnakerfi borgarinnar er mjög illa farið. Víða eru djúpar holur í malbiki sem skapa hættur í umferðinni og valda ökumönnum fjárhagslegu tjóni. Ljóst er að staðan er verri en nokkur dæmi eru um og ekki verður hjá því komist að grípa til aðgerða án tafar enda virðist ástandið versna dag frá degi. Hvernig verður brugðist við?" 

Frestað

27. Betri Reykjavík, fjölga bekkjum í borginni (USK2015020074) Mál nr. US150056

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram önnur efsta hugmynd febrúarmánaðar úr flokknum umhverfismál "fjölga bekkjum í borginni" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 27. febrúar 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum. 

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs,  framkvæmda og viðhalds.

28. Betri Reykjavík, nýta auða svæðið á milli grafarvogs og vesturlandsvegar (USK2015020076) Mál nr. US150058

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram fjórða efsta hugmynd febrúarmánaðar úr flokknum umhverfismál "nýta auða svæðið á milli grafarvogs og vesturlandsvegar" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 27. febrúar 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum. 

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, umhverfisgæða. 

29. Betri Reykjavík, fleiri ruslafötur í miðbænum og helst í öll strætóskýli (USK2015020077) Mál nr. US150059

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram fimmta efsta hugmynd febrúarmánaðar úr flokknum umhverfismál "fleiri ruslafötur í miðbænum og helst í öll strætóskýli" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 27. febrúar 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum. 

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, umhverfisgæða. 

30. Betri Reykjavík, miðborgin fyrir fólkið (USK2015020078) Mál nr. US150060

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd febrúarmánaðar úr flokknum skipulag "miðborgin fyrir fólkið" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 27. febrúar 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum. 

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa. 

31. Betri Reykjavík, fjarlægja/færa staura frá Heilsustígum ehf frá sleðabrekku (USK2015020079) Mál nr. US150061

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd febrúarmánaðar úr flokknum framkvæmdir "fjarlægja/færa staura frá Heilsustígum ehf frá sleðabrekku" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 27. febrúar 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum. 

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs,  framkvæmda og viðhalds.

32. Betri Reykjavík, öryggisbelti í strætisvagna innanbæjar (USK2015020080) Mál nr. US150062

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd febrúarmánaðar úr flokknum ýmislegt "öryggisbelti í strætisvagna innanbæjar" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 27. febrúar 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum. 

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur.

33. Betri Reykjavík, körfuboltavöll í Úlfarsárdal (USK2015010004) Mál nr. US150064

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd desembermánaðar úr flokknum íþróttir "körfuboltavöll í Úlfarsárdal" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. desember 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. 

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs,  framkvæmda og viðhalds.

34. Betri Reykjavík, leikvöll í Laugardalinn (USK2015010003) Mál nr. US150065

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd desembermánaðar úr flokknum ýmislegt "leikvöll í Laugardalinn" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. desember 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. 

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs,  framkvæmda og viðhalds.

35. Betri Reykjavík, bæta gler og ál gámum við hjá grenndargámum (USK2015020073) Mál nr. US150055

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd febrúarmánaðar úr flokknum umhverfismál "bæta gler og ál gámum við hjá grenndargámum" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 27. febrúar 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum. 

Frestað.

36. Betri Reykjavík, Reykjavik úr bíla-borg í manna-borg (USK2015020075) Mál nr. US150057

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram þriðja efsta hugmynd febrúarmánaðar úr flokknum samgöngur "Reykjavik úr bíla-borg í manna-borg" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 27. febrúar 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum. 

Frestað.

37. Gunnarsbraut 30, kæra 14/2015, umsögn (01.247.1) Mál nr. SN150110

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 19. febrúar 2015 ásamt kæru þar sem kærð er synjun umsóknar um leyfi fyrir viðbyggingu, byggingu tvennra svala á suðvesturhlið, breyta innra skipulagi og breyta í tvíbýlishús, fjölbýlishúsi á lóð nr. 30 við Gunnarsbraut. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 24. febrúar 2015.

38. Reitur 1.172.2, Laugavegur 34A og 36, Grettisgata 17, kæra 49/2014, umsögn, úrskurður (01.172.2) Mál nr. SN140300

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 10. júní 2014 ásamt kæru dags. 5. júní 2014 þar sem kærð er deiliskipulagsbreyting vegna lóðar að Grettisgötu 17 og að Laugavegi 34A og 36. Einnig lagt fram  bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 19. júní 2014 ásamt viðbótarkröfum kærenda, dags. 19. júní 2014. Krafist er bráðabirgðaúrskurðar um stöðvun framkvæmda. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 20. júní 2014.  Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 25. febrúar 2015. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá nefndinni.

39. Kjalarnes, Móavík, kæra, umsögn, úrskurður Mál nr. SN110430

Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 27. september 2011 ásamt kæru, dags. 12. september 2011 þar sem kærð er synjun skipulagsráðs þ. 27. ágúst 2011  á beiðni um skiptingu á landi Móavíkur á Kjalarnesi. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 18. október 2011. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 27. febrúar 2015. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu á ákvörðun borgarráðs.

40. Þórsgata 13, kæra 76/2014, umsögn, úrskurður (01.181.1) Mál nr. SN140386

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 18. júlí 2014 ásamt kæru dags. 11. júlí 2014 þar sem kærð er synjun borgarráðs 3. júlí s.l. á beiðni um breytingu deiliskipulags vegna Þórsgötu 13. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. september 2014. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 5. mars 2015. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun borgarráðs frá 3. júlí 2014 um að synja umsókn um breytingu á deiliskipulagi Þórsgötureits vegna lóðarinnar nr. 13 við Þórsgötu.

41. Brautarholt 7, breyting á deiliskipulagi (01.242.0) Mál nr. SN150012

Arkþing ehf, Bolholti 8, 105 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 19. febrúar 2015 um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar að Brautarholti 7.

42. Hamrahlíð 2, Hlíðaskóli, breyting á deiliskipulagi (01.730.0) Mál nr. SN150108

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. mars 2015 um samþykkt borgarráðs s.d.  um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2 við Hamrahlíð, Hlíðaskóli.

43. Hlíðarendi, breyting á skilmálum deiliskipulags (01.62) Mál nr. SN150032

Valsmenn hf., Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík

ALARK arkitektar ehf, Dalvegi 18, 201 Kópavogur

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 19. febrúar 2015 um samþykkt borgarstjórnar dags. 17. febrúar á auglýsingu um samþykkt á breytingu skilmála í deiliskipulagi Hlíðarenda.

44. Holtavegur 23, Langholtsskóli, breyting á deiliskipulagi (01.430.1) Mál nr. SN150066

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 19. febrúar 2015 um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóðar Langholtsskóla við Holtaveg 23 vegna færanlegra kennslustofa.

45. Sólvallagata 67 Vesturbæjarskóli, breyting á deiliskipulagi (01.138.2) Mál nr. SN150097

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 26. febrúar 2015 um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóðar Vesturbæjarskóla að Sólvallagötu 67.

46. Suðurlandsbraut 75, Steinahlíð, breyting á deiliskipulagi (01.470) Mál nr. SN150068

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 26. febrúar 2015 um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Vogahverfis vegna lóðarinnar nr. 75 við Suðurlandsbraut, Steinahlíð.

47. Úlfarsbraut 122-124, breyting á deiliskipulagi (05.055.7) Mál nr. SN150065

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 19. febrúar 2015 um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 122 - 124 vi ð Úlfarsbraut.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 15:15

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð

Hjálmar Sveinsson 

Magnea Guðmundsdóttir Kristín Soffía Jónsdóttir

Gísli Garðarsson Júlíus Vífill Ingvarsson 

Áslaug Friðriksdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2015, þriðjudaginn 10. mars kl. 10:36 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 818. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Jón Hafberg Björnsson, Eva Geirsdóttir, Björn Kristleifsson, Björn Stefán Hallsson, Erna Hrönn Geirsdóttir, Skúli Þorkelsson og Óskar Torfi Þorvaldsson

Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Álfheimar 31 (01.435.014) 105304 Mál nr. BN048080

E 18 ehf, Logafold 32, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi þannig að vinnustofa 0001 stækkar á kostnað sameignar í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 31 .

Erindi fylgir samþykki sumra meðeigenda vegna breytts fyrirkomulags í kjallara áritað á uppdrátt.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Ármúli 11 (01.263.002) 103519 Mál nr. BN048973

Baldurshagi ehf., Fosshálsi 27, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stúka niður vörugeymslu í kjallara 0001 í minni einingar og lager í húsinu á lóð nr. 11 við Ármúla. 

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

3. Bankastræti 7 (01.170.007) 101325 Mál nr. BN048862

Farfuglar ses., Borgartúni 6, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir flóttaleið yfir á þak Ingólfstrætis 2A frá farfuglaheimili í húsi á lóð nr. 7 við Bankastræti.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Milli funda.

4. Bárugata 30 (01.135.219) 100468 Mál nr. BN048813

María Elísabet Pallé, Bárugata 30, 101 Reykjavík

Ásgeir Westergren, Bárugata 30, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja hæð ofaná og klæða með bárujárni einbýlishús á lóð nr. 30 við Bárugötu.

Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 16. febrúar 2015 og fsp. BN048834 dags. 17. febrúar 2015..

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Bergstaðastræti 13 (01.180.309) 101720 Mál nr. BN048932

Dóróthea Magnúsdóttir, Óðinsgata 8, 101 Reykjavík

Hár og heilsa ehf., Bergstaðastræti 13, 101 Reykjavík

Hugrún Stefánsdóttir, Breiðagerði 4, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta íbúðarhúsnæði rými 0101 sem áður var atvinnuhúsnæði í hárgreiðslustofu í húsinu á lóð nr. 13 við Bergstaðastræti. 

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. mars 2015 fylgir erindinu.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

6. Brúarvogur 1-3 (01.427.201) 212207 Mál nr. BN048779

Reginn atvinnuhúsnæði ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að færa inngöngudyr skrifstofu og breyta notkun á bílaleigu 0202 í húsi á lóð nr. 1-3 við Brúarvog.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Bæjarflöt 17 (02.576.202) 179497 Mál nr. BN048963

Kór ehf, Auðnukór 6, 203 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta lítillega flóttaleiðum bætt við á 2. hæð milli rýma 0201,0202,0203 og lítilsháttar breyting á innra skipulagi í húsinu Bæjarflöt 17/Gylfaflöt 11  á lóð nr. 17 við Bæjarflött.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

8. Einarsnes 36 (01.672.001) 106792 Mál nr. BN048966

Skerjaver, Einarsnesi 36, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta verslun á 1. hæð í mhl. 01 í kaffihús í flokki II, gestir ?,  koma fyrir nýjum gluggum á vesturhlið og setja nýja skábraut á lóð nr. 36 við Einarsnes.

Samþykki meðlóðarhafa á teikningu. Samþykki meðlóðarhafa meðtölvupósti dags. 2. mars 2015 fylgir erindinu.

Fyrirspurn BN048760 dags. 10. febrúar 2015 fylgir. 

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Einholt 2 (01.244.101) 103179 Mál nr. BN048749

Stay ehf, Einholti 2, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta gistiheimili í flokki II með níu gistirýmum sem verður rekið í tengslum við gistiheimili sem fyrir er á lóð (í mhl. 01) og til að byggja svalir á suðurgafl 3. hæðar og á austurhlið 2. og 3. hæð húss á lóð nr. 2 við Einholt.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. mars 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. mars 2015.

Jafnframt er erindi BN048198 dregið til baka.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og leiðbeininga í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. mars 2015.

10. Eldshöfði 9 (04.035.205) 110531 Mál nr. BN048836

Elliðaárvogur ehf., Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fjölga eignum, byggja skábraut og koma fyrir nýjum innkeyrsluhurðum fyrir miðjurými í húsi á lóð nr. 9 við Eldshöfða.

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 6 mars 2015 fylgir.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

11. Faxafen 10 (01.466.101) 195609 Mál nr. BN048062

Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á 1. hæð í  húsinu á lóð nr. 10 við Faxafen.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

12. Fákafen 11 (01.463.402) 105679 Mál nr. BN048803

Húsfélagið Fákafeni 11, Fákafeni 11, 108 Reykjavík

ÞEJ fasteignir ehf, Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík

Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum og fjölgun eigna í húsi á lóð nr. 11 við Fákafen.

Meðfylgjandi er tölvupóstur dags. 12. október 2012, bréf hönnuðar dags. 27. janúar 2015, og annað dags. 13. febrúar 2015 og enn annað dags. 26.2. 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Fákafen 11 (01.463.402) 105679 Mál nr. BN048804

Fákafen ehf., Fákafeni 11, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir gististað í flokki II, tegund c - gistiskáli - tímabundið á sumrin þar sem tónlistarskóli og salur er á veturna í rými 0201 sbr. fyrirspurn BN048227 sem fékk jákvæða umsögn 30. september 2014 í húsi á lóð nr. 11 við Fákafen.

Meðfylgjandi er bréf hönnuðar dags. 27. janúar 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

14. Fiskakvísl 10-16 (04.236.102) 110931 Mál nr. BN048717

Erna Eiríksdóttir, Fiskakvísl 12, 110 Reykjavík

Jón Örn Jakobsson, Fiskakvísl 12, 110 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum kjöllurum í raðhúsi á lóð nr. 10-16 við Fiskakvísl.

Stækkun:  Hús nr. 10, 104,4 ferm., nr. 12, 101,7 ferm., nr. 14, 101,7 ferm., nr. 16, 104,4 ferm.

Stækkun samtals:  412,2 ferm., 1.028,1 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Er til umfjöllunar.

15. Fiskislóð 10 (01.115.230) 188006 Mál nr. BN048940

Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja nýtt stigahús með lyftu fyrir hreyfihamlaða og sameiginlega  innbyggða kalda sorpgeymslu  í staðin fyrir flóttastiga, stigahús verður  aðalinngangur fyrir 2. hæð, færa bílastæði fyrir hreyfihamlaða á baklóð fært að stigahúsinu og breyta smávægilega á 1.hæð í húsinu á lóð nr. 10 við Fiskislóð. 

Bréf frá hönnuði þar sem hann gerir grein fyrir breytingum og sækir um fá leyfi frá byggingareglugerð 112/2012 6.4.12 gr. 7 dags. 19. febrúar 2015

Tölvupóstur frá hönnuði með samþykkt frá faxaflóahöfnum dags. 26. febrúar 2015 fylgir. Greinagerð brunahönnuðar dags. 5. feb. 2015 fylgir.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. mars 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. mars 2015.

Stækkun húss:  76,8 ferm., 267,5 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 6. mars 2015.

16. Fossaleynir 14 (02.467.303) 180149 Mál nr. BN048956

Íslenska Kristsk fast.félag ehf, Fossaleyni 14, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi ? þannig að reyklosunargluggi er færður í húsinu á lóð nr. 14 við Fossaleynir.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

17. Fossháls 27 (04.304.301) 111020 Mál nr. BN048985

Kjötsmiðjan ehf, Fosshálsi 27-29, 110 Reykjavík

Sigurður V Gunnarsson, Óttuhæð 7, 210 Garðabær

Sótt er um stöðuleyfi fyrir 5 stk. 20 feta frystigáma á lóð nr. 27 við Fossháls.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

18. Frakkastígur 26A (01.182.317) 215204 Mál nr. BN048943

Hrefna Björk Sverrisdóttir, Frakkastígur 26a, 101 Reykjavík

Taste ehf., Frakkastíg 26a, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka kvisti, stækka bíslag til norðurs, stækka glugga, einangra og klæða að utan með borðaklæðningu, breyta innra skipulagi og innrétta veitingahús í flokki II fyrir 48 gesti í húsi á lóð nr. 26A við Frakkastíg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. mars 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. mars 2015, umsögn Minjastofnunar Íslands fylgir.

Stækkun:  3,5 ferm., 21,8 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Höfundur hafi samband við embætti byggingarfulltrúa.

19. Frakkastígur 8 (01.172.109) 101446 Mál nr. BN048776

Blómaþing ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja 3. áfanga Frakkastígsreits, að byggja nýbyggingu á Laugavegi 41B sem í verður sameiginlegt stiga- og lyftuhús, rífa stigahús á bakhlið Laugavegs 43, stækka til norðurs og hækka þak á norðurhlið, setja kvisti á Laugaveg 45, tengja efri hæðir Laugavegs 43 og 45 við nýbyggingu og innrétta skrifstofur á efri hæðum og verslanir á jarðhæðum á lóð nr. 8 við Frakkastíg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. mars 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. mars 2015 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 5. mars 2015.

Samtals 3. áfangi:   1.429,1 ferm., 4.426,8 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og til kynningar í umhverfis- og skipulagsráði.

20. Friggjarbrunnur 14-16 (05.053.703) 205897 Mál nr. BN048890

Dalhús ehf., Ögurhvarf 6, 203 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN045282, íbúðum er fjölgað um eina og einu bílastæði bætt við á lóð fjölbýlishúss á lóð nr. 14-16 við Friggjarbrunn.

Stækkun:  8,8 ferm.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. mars 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. mars 2015.

Gjald kr. 9.823

Synjað.

Með vísa til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 6. mars 2015.

21. Grensásvegur  3-7 (01.461.001) 105664 Mál nr. BN048475

BK ehf, Grensásvegi 5, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN045602 vegna athugasemda frá SHS þar sem kemur fram lagfæring á brunahólfun í rými 0101 í húsinu á lóð nr. 5 við Grensásveg. 

Bréf frá hönnuði dags. 28. októ. 2014 fylgir.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Lagfæra skráningu.

22. Guðrúnargata 8 (01.247.704) 103400 Mál nr. BN048976

Sigrún Svava Aradóttir, Guðrúnargata 8, 105 Reykjavík

Daði Róbertsson, Hrannarbyggð 3, 625 Ólafsfjörður

Sótt er um leyfi til að setja svalir á íbúð 0201 á austur gafli, stækka svalir  á íbúð 0101 á austurgafl og fyrir áður gerðri tvöfaldri hurð á suðurgafli  og loka hurð á vesturhlið bílskúrs mhl. 02 á lóð nr. 8 við Guðrúnargötu.

Samþykki  meðlóðarhafa dags. 3 mars. 2015 fylgir.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað til uppdráttar nr. A1 dags. 3. mars 2015.

23. Guðrúnartún 8 (01.216.303) 102760 Mál nr. BN048869

Þórsgarður hf., Kirkjutorgi 6, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, koma fyrir móttöku og útbúa reyklosun úr kjallara hússins á lóð nr. 8 við Guðrúnartún. 

Bréf hönnuðar til Umhverfis og heilbrigðisstofu dags. 4. mars. 2015 fylgir erindinu.

Gjald kr. 9.823 + 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

24. Haukdælabraut 60 (05.114.704) 214806 Mál nr. BN048965

Þorbergur Dagbjartsson, Hamratangi 12, 270 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishúsi með flötu þaki  á lóð nr. 60 við Haukdælabraut.

Stærð hús:  1. hæð  138,1 ferm.  2. hæð 112,1 ferm.  bílgeymsla 36,5 ferm. Samtals 286,7 ferm., 968,8 rúmm. 

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

25. Hléskógar 16 (04.941.406) 112955 Mál nr. BN048837

Garðar Eggertsson, Víðihvammur 30, 200 Kópavogur

Bjarki Viðar Garðarsson, Hong Kong, Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum þar sem kemur fram stækkun á kjallara þar sem tekið er í notkun óútgrafið rými, koma fyrir gluggum og byggja viðbyggingu á suðvesturhlið á húsi á lóð nr. 16 við Hléskóga.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. febrúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. febrúar 2015.

Stækkun:  128,7 ferm., 339,2 rúmm. 

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Fara þarf fram vettvangsskoðun til samræmis við reyndarteikningar.

26. Hlíðarendi 1-7 (01.629.502) 220839 Mál nr. BN048979

Valsmenn hf., Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja fjölbýlishús á Hlíðarenda

Ath. hér vantar frekari innskráningu.

Frestað.

Erindið móttekið og er til umfjöllunar byggingarfulltrúa.

27. Hrísateigur 14 (01.360.204) 104519 Mál nr. BN048858

Norðurey ehf., Fjarðarási 10, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa mhl. 02 og byggja steinsteypta tveggja hæða viðbyggingu og innrétta gististað í flokki ? teg. hótel fyrir ?? gesti í húsi á lóð nr. 14 við Hrísateig.

Niðurrif:  41,4 ferm., 103,5 rúmm.

Stækkun:  300,6 ferm., 954,5 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Hrísateigur 43 (01.346.013) 104066 Mál nr. BN048977

Sigrún Drífa Jónsdóttir, Hrísateigur 43, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum vegna eignaskiptayfirlýsingar fyrir útihurð og geymsla 0004 hefur verið stúkuð af í húsi á lóð nr. 43 við Hrísateig. 

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

29. Ingólfsstræti 2A (01.170.005) 101323 Mál nr. BN047807

Fjélagið - eignarhaldsfélag hf., Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja veislustofu með þaksvölum við núverandi 3. hæð, koma fyrir útibekkjum og og gróðurbelti, framlengja lyftu og flóttaleið frá Bankastræti 7 á þaksvölum,  Gamla Bíós, sbr. erindi BN046942, samþ. 20.5. 2014, á lóð nr. 2a við Ingólfsstræti.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 2. júní 2014, eldvarnaskýrsla dags. í júní 2014, hljóðvistarskýrsla dags. 22. október 2014 og yfirlýsingu dags. 10. nóvember 2014  um að sótt verði um veitingaleyfi á svölunum frá kl. 11:00 til 23:00 daglega. 

Erindi var grenndarkynnt frá 26. júní til og með 24. júlí 2014. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jóhann Friðrik Haraldsson dags. 22. júlí 2014, Mörkin lögmannsstofa f.h. 101 hótels ehf. og IJG eigna ehf. dags. 23. júlí 2014. 

Einnig er lagt fram minnisblað arkitektur.is dags. 29. september 2014, bréf Steindórs Sigurgeirssonar f.h. félagið-eignarhaldsfélag og húseigenda Gamla Bíós dags. 22. ágúst 2014 og  umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. ágúst 2014.

Stærðir stækkun brúttó: 66,6 ferm., 220,0 rúmm.

Gjald kr. 9.500 + 9.500

Frestað.

Umsögn þarf frá Minjastofnun Íslands.

30. Kirkjuteigur 21 (01.361.109) 104575 Mál nr. BN048175

Ásvellir ehf, Seljugerði 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja við og breyta núverandi atvinnu-  og íbúðarhúsi í fjölbýli með þremur íbúðum, sbr. fyrirspurn BN036913 dags. 2. október 2007, í húsi á lóð nr. 21 við Kirkjuteig.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. september 2014 fylgir erindinu og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. september 2014 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. september 2014.

Stærðir stækkun: 201 ferm., 582,9 rúmm.

Samtals eftir stækkun: 704,1 ferm., 1.71,5 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Lagfæra skráningu.

31. Laufásvegur 59 (01.197.013) 102701 Mál nr. BN048899

Grétar Hannesson, Mánagata 21, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa eldri viðbyggingar til norðurs og vesturs, lækka gólf í kjallara, byggja anddyri til vesturs, bogadregna viðbyggingu úr stofu til suðurs og borðstofu til austurs, breyta innra skipulagi og gera svalir ofan á öllum viðbyggingum á einbýlishúsi á lóð nr. 59 við Laufásveg.

Rif eldri viðbygginga:  4,5 ferm., 11 rúmm.

Nýjar viðbyggingar:  95,7 ferm., 258,4 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Grenndarkynningu ólokið.

32. Laugavegur 1 (01.171.016) 101361 Mál nr. BN048918

Eignarhaldsfélagið Arctic ehf, Suðurhrauni 12c, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að byggja hæð ofan á bakhús sem er mhl. 04,  og til að fjölga gistirýmum úr 4 í 8 í gististað í fl. IV, tegund b og á lóð nr. 1 við Laugaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. mars 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. mars 2015.

Stækkun 109,5 ferm., 262 rúmm.

Samtals eftir stækkun 451,6 ferm., 1.382 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Laugavegur 20B (01.171.504) 101420 Mál nr. BN048951

Stórval ehf, Skútuvogi 1e, 104 Reykjavík

Sir Drinkalot ehf., Fálkagötu 5, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fjölga gestum í 80 í veitingastað á 1. hæð í húsi á lóð nr. 20B við Laugaveg.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Laugavegur 24 (01.172.203) 101458 Mál nr. BN048944

Gastropub ehf., Laugavegi 24, 101 Reykjavík

B. Baldursson slf., Kjalarvogi 10, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað fyrir 55 gesti  í flokki III  í rými 0102 í húsinu á lóð nr. 24 við Laugaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. mars 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa 6. mars 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

35. Laugavegur 34A (01.172.216) 101471 Mál nr. BN048783

Lantan ehf., Borgartúni 27, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurinnrétta framhús við Laugaveg, til að rífa einnar hæðar áfasta bakbyggingu og byggja fimm hæða steinsteypta byggingu með tengingu á efri hæðum yfir í bakhús á lóð nr. 36 innrétta sem hluta hótels á lóð nr. 34A við Laugaveg.

Erindi fylgir greinargerð hönnunarstjóra um ábyrgðarsvið hönnuða ódagsett og óundirrituð og varmatapsútreikningur dags. 9. febrúar 2015.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. febrúar 2015 fylgir erindinu. Leita þarf umsagnar Minjastofnunar. Jafnframt er erindi BN047744 dregið til baka.

Stækkun:  726,4 ferm., 2.312,9 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

36. Laugavegur 36 (01.172.218) 101473 Mál nr. BN048782

Lantan ehf., Borgartúni 27, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurinnrétta húsið á Laugavegi 36 og byggja 3-4 hæða steinsteypta bakbyggingu og innrétta hótel sem tengist bakhúsi á lóð nr. 34A á efri hæðum og innrétta hótel á lóð nr. 36 við Laugaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. febrúar 2015 fylgir erindinu. Leita þarf umsagnar Minjastofnunar.

Stækkun:  880,9 ferm., 2.648,4 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

37. Laugavegur 70 (01.174.204) 101607 Mál nr. BN048974

Fring ehf., Ármúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurbyggja og lyfta húsi, byggja nýja jarðhæð úr steinsteypu og byggja viðbyggingu á þremur hæðum sunnan og austan húss og til að innrétta verslun á jarðhæð og níu hótelherbergi og tvær íbúðir í húsi á lóð nr. 70 við Laugaveg.

Umsögn Minjastofnunar Íslands fylgir erindinu.

Stækkun:  296,5 ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

38. Laugavegur 96 (01.174.308) 101643 Mál nr. BN048917

Neva ehf., Gunnarsbraut 46, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta verslun á neðra gólfi og veitingahús í flokki II fyrir 50 gesti í húsi á lóð nr. 96 við Laugaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. mars 2015 fylgir erindinu með umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. mars 2015. 

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Leifsgata 28 (01.195.303) 102617 Mál nr. BN048968

Skarphéðinn Sigtryggsson, Eikarlundur 20, 600 Akureyri

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN047701 þannig að komið er fyrir hurð á íbúð 0101 út í garð á húsinu  á lóð nr. 28 við Leifsgötu.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

40. Lindargata 34-36 (01.152.413) 101059 Mál nr. BN048898

Rent-leigumiðlun ehf., Lambastekk 3, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjögurra hæða gistiheimili með 20 íbúðareiningum á lóð nr. 34-36 við Lindargötu.

Stærð:  1. hæð 182,2 ferm., 2. og 3. hæð 200 ferm., 4. hæð 189,3 ferm.

Samtals 771,5 ferm., 2.225,9 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

41. Lækjargata 6B (01.140.509) 100869 Mál nr. BN047983

Reykjavík Rent ehf, Hverfisgötu 105, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 1. 2. og 3 hæð, fjarlægð eru eldhús, borðstofa og dagstofa og innréttuð herbergi í gistiheimili á lóð nr. 6B við Lækjargötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. október 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. október 2014.

Gjald kr. 9.500 + 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

42. Mjölnisholt 12-14 (01.241.104) 211626 Mál nr. BN048942

Mjölnisholt ehf, Ögurhvarf 6, 201 Kópavogur

Sótt er leyfi til breytinga innanhúss, sbr. erindi BN047421,  sem felast í að fækka herbergjum sem uppfylla kröfur fatlaðra úr 17 í 9 herbergi sbr. gr. 6.8.3. Samtals eru 82 herbergi í hótelinu, breyta tækjabúnaði í eldhúsi og endurskoða stigleiðslur í hóteli á lóð nr. 12-14 við Mjölnisholt.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

43. Njálsgata 18 (01.182.226) 101878 Mál nr. BN048945

Antonio Paulino Alvarez, Bjarnarstígur 1, 101 Reykjavík

Peter Gill, Bandaríkin, Sótt er um leyfi til að færa til vesturs um tvo metra, byggja viðbyggingu að Njálsgötu 20, hækka um eina hæð, byggja kvisti, endurbyggja og minnka bílskúr og innrétta tvær íbúðir í húsi á lóð nr. 18 við Njálsgötu.

Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 18. nóvember 2014.

Stærð verður:  237,1 ferm., 680,6 rúmm.

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

44. Nóatún 17 (01.235.201) 102967 Mál nr. BN048902

Festi fasteignir ehf., Skarfagörðum 2, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í verslun á 1. hæð, rými 0101 í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 17 við Nóatún.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

45. Nönnugata 8 (01.186.103) 102224 Mál nr. BN048948

Sölvi H Blöndal, Nönnugata 8, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu yfir svalir á 4. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 8A við Nönnugötu.

Samþykki meðeigenda fylgir með á teikningu.

Stækkun:  6 ferm., 16,5 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

46. Skúlagata 14-16 (01.152.301) 101036 Mál nr. BN048937

Skuggi 3 ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur

Sótt er um aðskilið byggingarleyfi fyrir matshluta 15, fyrir frágang frá byggingarstigi 5 upp á byggingarstig 6 fyrir 3. áfanga fjölbýlishúss á Vatnsstíg 20/22 á lóð nr. 14-16 við Skúlagötu. Sjá einnig BN033769.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

47. Sólheimar 25 (01.433.501) 105281 Mál nr. BN048981

Laufléttir sf., Strandvegi 19, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að breyta tannlæknastofu í rými 0104 í íbúð í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 25 við Sólheima.

Jákvæð fyrirspurn BN046561 dags. 8. okt. 2013 fylgir.

 Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

48. Sólheimar 27 (01.433.502) 105282 Mál nr. BN048947

Sólheimar 27,húsfélag, Sólheimum 27, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja sorpskýli, mhl. 02, úr heitsinkuðu stáli á steyptum undirstöðum, klætt með timbri og pappa á þaki við fjölbýlishús á lóð nr. 27 við Sólheima.

Meðfylgjandi er greinargerð hönnunarstjóra um ábyrgðarsvið hönnuða dags. 23. febrúar 2015.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 6. mars 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. mars 2015.

Stærð, B-rými:  22,2 ferm., 55,5 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Með vísan til leiðbeininga í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. mars 2015.

49. Spöngin 25-27 (00.000.000) 177193 Mál nr. BN048983

Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurnýja ónýta utanhúss klæðningu og klæða á ný þannig að efrihluti hússins verður klæddur með lóðréttum lerki viðarborðum festar á ? og neðri hlutinn verður klæddur með gráum steinflísum festar á ? á húsið á lóð nr. 25-27 við Spöngina.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

50. Stafnasel 3 (04.924.203) 112664 Mál nr. BN048946

Hörður Kristinsson, Stafnasel 3, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að sameina geymslu og herbergi í eitt herbergi og útbúa nýja geymslu í bílageymslunni í hús á lóð nr. 3 við Stafnasel.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

51. Stakkholt 2-4 (01.241.103) 103018 Mál nr. BN048984

Arcus ehf, Fossaleyni 16, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu fjölbýlishúsi, sjá BN045197, m. a. er gluggum bætt við í kjallara, innra skipulagi íbúða er breytt og herbergjum fjölgað í mhl. 06 á lóð nr. 2-4 við Stakkholt.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

52. Tryggvagata 13 (01.117.407) 222370 Mál nr. BN048982

T13 ehf., Bolholti 8, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja úr steinsteypu, 40 íbúða, 6 hæða fjölbýlishús með bílakjallara og verslun og þjónusturými á 1. hæð á lóð nr 13 við Tryggvagötu.

Stærðir xxxxxxxxxxxxxxxx

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Kynna fyrir Umhverfis- og skipulagsráði.

53. Unnarstígur 2 (01.137.009) 100641 Mál nr. BN048819

FÓ eignarhald ehf., Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að dýpka gólf í kjallara og drena í kringum húsið á lóð nr. 2 við Unnarstíg.

Umsögn burðarvirkishönnuðar fylgir dags. 13. febrúar 2015 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 23. febrúar 2015. Samþykki meðlóðarhafa á teikningu A3 fylgir .

Stækkun: 41,5 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

54. Vallá 125762 (00.078.000) 125762 Mál nr. BN048831

Stjörnuegg hf., Vallá, 116 Reykjavík

Sótt er um samþykki á breytingum á nýsamþykktu erindi, BN048363, dags. 13.1. 2015, sem felast í að húsið verði staðsteypt í nálægð við núverandi eggjahús og að hús verði minnkað um 141 ferm., millibyggingu breytt og útbyggingu bætt við á gaflvegg á eggjahúsi á Vallá á Kjalarnesi, landnúmer 125762.

Stærðir eftir breytingu: 1.888,6 ferm., 9.035,9 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

55. Vesturberg 76 (04.662.801) 112055 Mál nr. BN048978

Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu út í núverandi  port fyrir móttöku, tæknirými og skrifstofu byggt úr timbri einangrað og klædda með trapisu- klæðningu við húsið á lóð nr. 76 Vesturberg.

Stækkun: 64,5 ferm., 203,2 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

56. Víðimelur 63 (01.524.106) 106021 Mál nr. BN048879

V63 ehf., Víðimel 63, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að hækka ris, byggja kvisti, koma fyrir nýjum stiga milli hæða, stækka svalir og breikka inngangströppur og útbúa nýjan inngang fyrir íbúðir 0101 og 0201 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 63 við Víðmel.

Jákvæðar fyrirspurnir BN048310 dags. 14. október 2014 og BN048437 28. október 2014 fylgja erindinu. Samþykki meðlóðarhafa á A4 teikningum dags. 15.jan. 2015 fylgir erindinu. Samþykki meðlóðarhafa á A4 teikningum dags. 15 jan. 2015 fylgir erindinu.

Stækkun:  97,0 ferm., 276,0 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til  skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta nr. 10-01, 10-02 og 10-03 dags. 15. janúar 2015.

57. Þrastargata 1 (01.553.126) 222953 Mál nr. BN048914

Guðmundur Björn Lýðsson, Funalind 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að flytja friðað einbýlishús úr timbri af lóð nr. 28 við Barónsstíg,  koma því fyrir á á steyptum kjallara og byggja steinsteypta viðbyggingu á vesturgafl á lóð nr. 1 við Þrastargötu.

Erindi fylgir umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. október 2014 og Minjastofnunar Íslands dags. 4. febrúar 2015.

Stærð:  116,1 ferm., 330,1 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Ýmis mál

58. Hverfisgata 40 (01.172.001) 101425 Mál nr. BN048996

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans til að sameina og breyta mörkum nokkurra lóða eða eins og sýnt er meðfylgjandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dags. 03. 03. 2015, þetta eru lóðirnar Hverfisgata 40, Hverfisgata 42, Hverfisgata 44, Klapparstígur 29A, Laugavegur 25A, Laugavegur 27A og Laugavegur 27B.

Lóðin Hverfisgata 40 (staðgr. 1.172.001, landnr. 101425), er talin 337,3 m², lóðin reynist 343 m², teknir eru  75 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 218177), bætt er 24 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177),  bætt er 336 m² við lóðina frá Hverfisgötu 42, bætt er 250 m² við lóðina frá Laugavegi 27A, bætt er 46 m² við lóðina frá Laugavegi 27B, bætt er 375 m²við lóðina frá Klapparstíg 29A, lóðin verður 1299 m² og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa.                     Hverfisgata 44 (staðgr. 1.172.003, landnr. 101427), lóðin er talin 284,1 m², lóðin reynist  288 m², bætt er 38 m² við lóðina frá Hverfisgötu 42, bætt er 302 m² við lóðina frá Laugavegi 27B,  lóðin verður 628 m², og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa. Laugavegur 25A (staðgr. 1.172.019, landnr. 222040), lóðin er 45 m² og verður óbreytt. Hverfisgata 42 (staðgr. 1.172.002, landnr. 101426), lóðin er 374 m², teknir eru  336 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, teknir eru 38 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 44, lóðin verður 0 m², og verður afmáð og tekin úr skrám. Klapparstígur 29A (staðgr. 1.172.018, landnr. 217360), lóðin er 375 m², teknir eru  375 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður m²,

og verður afmáð og tekin úr skrám. Laugavegur 27A (staðgr. 1.172.011, landnr. 101433), lóðin er talin 252,0 m², lóðin reynist  249 m², teknir eru  249 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður 0 m² og verður afmáð og tekin úr skrám.

Laugavegur 27B (staðgr. 1.172.010, landnr. 101432), lóðin er talin 352,7m²,

lóðin reynist  349 m², teknir eru  46 m²  af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, teknir eru  303 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 44, lóðin verður 0 m², og verður afmáð og  tekin úr skrám. Óútvísað borgarland (landnr. 218177), lagt er 75 m² við borgarlandið frá Hverfisgötu 40, teknir eru 24 m²  af borgarlandinu og lagt við Hverfisgötu 40, óútvísaða borgarlandið stækkar því um 51 m².

Sbr. deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 22. 05. 2013, samþykkt í borgarráði þann 30. 05. 2013 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 18. 06. 2013 um gildistöku.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

59. Hverfisgata 42 (01.172.002) 101426 Mál nr. BN048997

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans til að sameina og breyta mörkum nokkurra lóða eða eins og sýnt er meðfylgjandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dags. 03. 03. 2015, þetta eru lóðirnar Hverfisgata 40, Hverfisgata 42, Hverfisgata 44, Klapparstígur 29A, Laugavegur 25A, Laugavegur 27A og Laugavegur 27B.

Lóðin Hverfisgata 40 (staðgr. 1.172.001, landnr. 101425), er talin 337,3 m², lóðin reynist 343 m², teknir eru  75 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 218177), bætt er 24 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177),  bætt er 336 m² við lóðina frá Hverfisgötu 42, bætt er 250 m² við lóðina frá Laugavegi 27A, bætt er 46 m² við lóðina frá Laugavegi 27B, bætt er 375 m²við lóðina frá Klapparstíg 29A, lóðin verður 1299 m² og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa.                     Hverfisgata 44 (staðgr. 1.172.003, landnr. 101427), lóðin er talin 284,1 m², lóðin reynist  288 m², bætt er 38 m² við lóðina frá Hverfisgötu 42, bætt er 302 m² við lóðina frá Laugavegi 27B,  lóðin verður 628 m², og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa. Laugavegur 25A (staðgr. 1.172.019, landnr. 222040), lóðin er 45 m² og verður óbreytt. Hverfisgata 42 (staðgr. 1.172.002, landnr. 101426), lóðin er 374 m², teknir eru  336 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, teknir eru 38 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 44, lóðin verður 0 m², og verður afmáð og tekin úr skrám. Klapparstígur 29A (staðgr. 1.172.018, landnr. 217360), lóðin er 375 m², teknir eru  375 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður m²,

og verður afmáð og tekin úr skrám. Laugavegur 27A (staðgr. 1.172.011, landnr. 101433), lóðin er talin 252,0 m², lóðin reynist  249 m², teknir eru  249 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður 0 m² og verður afmáð og tekin úr skrám.

Laugavegur 27B (staðgr. 1.172.010, landnr. 101432), lóðin er talin 352,7m²,

lóðin reynist  349 m², teknir eru  46 m²  af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, teknir eru  303 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 44, lóðin verður 0 m², og verður afmáð og  tekin úr skrám. Óútvísað borgarland (landnr. 218177), lagt er 75 m² við borgarlandið frá Hverfisgötu 40, teknir eru 24 m²  af borgarlandinu og lagt við Hverfisgötu 40, óútvísaða borgarlandið stækkar því um 51 m².

Sbr. deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 22. 05. 2013, samþykkt í borgarráði þann 30. 05. 2013 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 18. 06. 2013 um gildistöku.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

60. Hverfisgata 44 (01.172.003) 101427 Mál nr. BN048999

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans til að sameina og breyta mörkum nokkurra lóða eða eins og sýnt er meðfylgjandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dags. 03. 03. 2015, þetta eru lóðirnar Hverfisgata 40, Hverfisgata 42, Hverfisgata 44, Klapparstígur 29A, Laugavegur 25A, Laugavegur 27A og Laugavegur 27B.

Lóðin Hverfisgata 40 (staðgr. 1.172.001, landnr. 101425), er talin 337,3 m², lóðin reynist 343 m², teknir eru  75 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 218177), bætt er 24 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177),  bætt er 336 m² við lóðina frá Hverfisgötu 42, bætt er 250 m² við lóðina frá Laugavegi 27A, bætt er 46 m² við lóðina frá Laugavegi 27B, bætt er 375 m²við lóðina frá Klapparstíg 29A, lóðin verður 1299 m² og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa.                     Hverfisgata 44 (staðgr. 1.172.003, landnr. 101427), lóðin er talin 284,1 m², lóðin reynist  288 m², bætt er 38 m² við lóðina frá Hverfisgötu 42, bætt er 302 m² við lóðina frá Laugavegi 27B,  lóðin verður 628 m², og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa. Laugavegur 25A (staðgr. 1.172.019, landnr. 222040), lóðin er 45 m² og verður óbreytt. Hverfisgata 42 (staðgr. 1.172.002, landnr. 101426), lóðin er 374 m², teknir eru  336 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, teknir eru 38 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 44, lóðin verður 0 m², og verður afmáð og tekin úr skrám. Klapparstígur 29A (staðgr. 1.172.018, landnr. 217360), lóðin er 375 m², teknir eru  375 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður m²,

og verður afmáð og tekin úr skrám. Laugavegur 27A (staðgr. 1.172.011, landnr. 101433), lóðin er talin 252,0 m², lóðin reynist  249 m², teknir eru  249 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður 0 m² og verður afmáð og tekin úr skrám.

Laugavegur 27B (staðgr. 1.172.010, landnr. 101432), lóðin er talin 352,7m²,

lóðin reynist  349 m², teknir eru  46 m²  af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, teknir eru  303 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 44, lóðin verður 0 m², og verður afmáð og  tekin úr skrám. Óútvísað borgarland (landnr. 218177), lagt er 75 m² við borgarlandið frá Hverfisgötu 40, teknir eru 24 m²  af borgarlandinu og lagt við Hverfisgötu 40, óútvísaða borgarlandið stækkar því um 51 m².

Sbr. deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 22. 05. 2013, samþykkt í borgarráði þann 30. 05. 2013 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 18. 06. 2013 um gildistöku.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

61. Klapparstígur 29A (01.172.018) 217360 Mál nr. BN049000

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans til að sameina og breyta mörkum nokkurra lóða eða eins og sýnt er meðfylgjandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dags. 03. 03. 2015, þetta eru lóðirnar Hverfisgata 40, Hverfisgata 42, Hverfisgata 44, Klapparstígur 29A, Laugavegur 25A, Laugavegur 27A og Laugavegur 27B.

Lóðin Hverfisgata 40 (staðgr. 1.172.001, landnr. 101425), er talin 337,3 m², lóðin reynist 343 m², teknir eru  75 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 218177), bætt er 24 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177),  bætt er 336 m² við lóðina frá Hverfisgötu 42, bætt er 250 m² við lóðina frá Laugavegi 27A, bætt er 46 m² við lóðina frá Laugavegi 27B, bætt er 375 m²við lóðina frá Klapparstíg 29A, lóðin verður 1299 m² og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa.                     Hverfisgata 44 (staðgr. 1.172.003, landnr. 101427), lóðin er talin 284,1 m², lóðin reynist  288 m², bætt er 38 m² við lóðina frá Hverfisgötu 42, bætt er 302 m² við lóðina frá Laugavegi 27B,  lóðin verður 628 m², og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa. Laugavegur 25A (staðgr. 1.172.019, landnr. 222040), lóðin er 45 m² og verður óbreytt. Hverfisgata 42 (staðgr. 1.172.002, landnr. 101426), lóðin er 374 m², teknir eru  336 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, teknir eru 38 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 44, lóðin verður 0 m², og verður afmáð og tekin úr skrám. Klapparstígur 29A (staðgr. 1.172.018, landnr. 217360), lóðin er 375 m², teknir eru  375 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður m²,

og verður afmáð og tekin úr skrám. Laugavegur 27A (staðgr. 1.172.011, landnr. 101433), lóðin er talin 252,0 m², lóðin reynist  249 m², teknir eru  249 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður 0 m² og verður afmáð og tekin úr skrám.

Laugavegur 27B (staðgr. 1.172.010, landnr. 101432), lóðin er talin 352,7m²,

lóðin reynist  349 m², teknir eru  46 m²  af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, teknir eru  303 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 44, lóðin verður 0 m², og verður afmáð og  tekin úr skrám. Óútvísað borgarland (landnr. 218177), lagt er 75 m² við borgarlandið frá Hverfisgötu 40, teknir eru 24 m²  af borgarlandinu og lagt við Hverfisgötu 40, óútvísaða borgarlandið stækkar því um 51 m².

Sbr. deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 22. 05. 2013, samþykkt í borgarráði þann 30. 05. 2013 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 18. 06. 2013 um gildistöku.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

62. Laugavegur 25A (01.172.019) 222040 Mál nr. BN049001

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans til að sameina og breyta mörkum nokkurra lóða eða eins og sýnt er meðfylgjandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dags. 03. 03. 2015, þetta eru lóðirnar Hverfisgata 40, Hverfisgata 42, Hverfisgata 44, Klapparstígur 29A, Laugavegur 25A, Laugavegur 27A og Laugavegur 27B.

Lóðin Hverfisgata 40 (staðgr. 1.172.001, landnr. 101425), er talin 337,3 m², lóðin reynist 343 m², teknir eru  75 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 218177), bætt er 24 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177),  bætt er 336 m² við lóðina frá Hverfisgötu 42, bætt er 250 m² við lóðina frá Laugavegi 27A, bætt er 46 m² við lóðina frá Laugavegi 27B, bætt er 375 m²við lóðina frá Klapparstíg 29A, lóðin verður 1299 m² og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa.                     Hverfisgata 44 (staðgr. 1.172.003, landnr. 101427), lóðin er talin 284,1 m², lóðin reynist  288 m², bætt er 38 m² við lóðina frá Hverfisgötu 42, bætt er 302 m² við lóðina frá Laugavegi 27B,  lóðin verður 628 m², og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa. Laugavegur 25A (staðgr. 1.172.019, landnr. 222040), lóðin er 45 m² og verður óbreytt. Hverfisgata 42 (staðgr. 1.172.002, landnr. 101426), lóðin er 374 m², teknir eru  336 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, teknir eru 38 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 44, lóðin verður 0 m², og verður afmáð og tekin úr skrám. Klapparstígur 29A (staðgr. 1.172.018, landnr. 217360), lóðin er 375 m², teknir eru  375 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður m²,

og verður afmáð og tekin úr skrám. Laugavegur 27A (staðgr. 1.172.011, landnr. 101433), lóðin er talin 252,0 m², lóðin reynist  249 m², teknir eru  249 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður 0 m² og verður afmáð og tekin úr skrám.

Laugavegur 27B (staðgr. 1.172.010, landnr. 101432), lóðin er talin 352,7m²,

lóðin reynist  349 m², teknir eru  46 m²  af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, teknir eru  303 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 44, lóðin verður 0 m², og verður afmáð og  tekin úr skrám. Óútvísað borgarland (landnr. 218177), lagt er 75 m² við borgarlandið frá Hverfisgötu 40, teknir eru 24 m²  af borgarlandinu og lagt við Hverfisgötu 40, óútvísaða borgarlandið stækkar því um 51 m².

Sbr. deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 22. 05. 2013, samþykkt í borgarráði þann 30. 05. 2013 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 18. 06. 2013 um gildistöku.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

63. Laugavegur 27A (01.172.011) 101433 Mál nr. BN049002

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans til að sameina og breyta mörkum nokkurra lóða eða eins og sýnt er meðfylgjandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dags. 03. 03. 2015, þetta eru lóðirnar Hverfisgata 40, Hverfisgata 42, Hverfisgata 44, Klapparstígur 29A, Laugavegur 25A, Laugavegur 27A og Laugavegur 27B.

Lóðin Hverfisgata 40 (staðgr. 1.172.001, landnr. 101425), er talin 337,3 m², lóðin reynist 343 m², teknir eru  75 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 218177), bætt er 24 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177),  bætt er 336 m² við lóðina frá Hverfisgötu 42, bætt er 250 m² við lóðina frá Laugavegi 27A, bætt er 46 m² við lóðina frá Laugavegi 27B, bætt er 375 m²við lóðina frá Klapparstíg 29A, lóðin verður 1299 m² og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa.                     Hverfisgata 44 (staðgr. 1.172.003, landnr. 101427), lóðin er talin 284,1 m², lóðin reynist  288 m², bætt er 38 m² við lóðina frá Hverfisgötu 42, bætt er 302 m² við lóðina frá Laugavegi 27B,  lóðin verður 628 m², og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa. Laugavegur 25A (staðgr. 1.172.019, landnr. 222040), lóðin er 45 m² og verður óbreytt. Hverfisgata 42 (staðgr. 1.172.002, landnr. 101426), lóðin er 374 m², teknir eru  336 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, teknir eru 38 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 44, lóðin verður 0 m², og verður afmáð og tekin úr skrám. Klapparstígur 29A (staðgr. 1.172.018, landnr. 217360), lóðin er 375 m², teknir eru  375 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður m²,

og verður afmáð og tekin úr skrám. Laugavegur 27A (staðgr. 1.172.011, landnr. 101433), lóðin er talin 252,0 m², lóðin reynist  249 m², teknir eru  249 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður 0 m² og verður afmáð og tekin úr skrám.

Laugavegur 27B (staðgr. 1.172.010, landnr. 101432), lóðin er talin 352,7m²,

lóðin reynist  349 m², teknir eru  46 m²  af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, teknir eru  303 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 44, lóðin verður 0 m², og verður afmáð og  tekin úr skrám. Óútvísað borgarland (landnr. 218177), lagt er 75 m² við borgarlandið frá Hverfisgötu 40, teknir eru 24 m²  af borgarlandinu og lagt við Hverfisgötu 40, óútvísaða borgarlandið stækkar því um 51 m².

Sbr. deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 22. 05. 2013, samþykkt í borgarráði þann 30. 05. 2013 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 18. 06. 2013 um gildistöku.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

64. Laugavegur 27B (01.172.010) 101432 Mál nr. BN049003

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans til að sameina og breyta mörkum nokkurra lóða eða eins og sýnt er meðfylgjandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dags. 03. 03. 2015, þetta eru lóðirnar Hverfisgata 40, Hverfisgata 42, Hverfisgata 44, Klapparstígur 29A, Laugavegur 25A, Laugavegur 27A og Laugavegur 27B.

Lóðin Hverfisgata 40 (staðgr. 1.172.001, landnr. 101425), er talin 337,3 m², lóðin reynist 343 m², teknir eru  75 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 218177), bætt er 24 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177),  bætt er 336 m² við lóðina frá Hverfisgötu 42, bætt er 250 m² við lóðina frá Laugavegi 27A, bætt er 46 m² við lóðina frá Laugavegi 27B, bætt er 375 m²við lóðina frá Klapparstíg 29A, lóðin verður 1299 m² og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa.                     Hverfisgata 44 (staðgr. 1.172.003, landnr. 101427), lóðin er talin 284,1 m², lóðin reynist  288 m², bætt er 38 m² við lóðina frá Hverfisgötu 42, bætt er 302 m² við lóðina frá Laugavegi 27B,  lóðin verður 628 m², og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa. Laugavegur 25A (staðgr. 1.172.019, landnr. 222040), lóðin er 45 m² og verður óbreytt. Hverfisgata 42 (staðgr. 1.172.002, landnr. 101426), lóðin er 374 m², teknir eru  336 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, teknir eru 38 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 44, lóðin verður 0 m², og verður afmáð og tekin úr skrám. Klapparstígur 29A (staðgr. 1.172.018, landnr. 217360), lóðin er 375 m², teknir eru  375 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður m²,

og verður afmáð og tekin úr skrám. Laugavegur 27A (staðgr. 1.172.011, landnr. 101433), lóðin er talin 252,0 m², lóðin reynist  249 m², teknir eru  249 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, lóðin verður 0 m² og verður afmáð og tekin úr skrám.

Laugavegur 27B (staðgr. 1.172.010, landnr. 101432), lóðin er talin 352,7m²,

lóðin reynist  349 m², teknir eru  46 m²  af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 40, teknir eru  303 m² af lóðinni og lagt við Hverfisgötu 44, lóðin verður 0 m², og verður afmáð og  tekin úr skrám. Óútvísað borgarland (landnr. 218177), lagt er 75 m² við borgarlandið frá Hverfisgötu 40, teknir eru 24 m²  af borgarlandinu og lagt við Hverfisgötu 40, óútvísaða borgarlandið stækkar því um 51 m².

Sbr. deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 22. 05. 2013, samþykkt í borgarráði þann 30. 05. 2013 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 18. 06. 2013 um gildistöku.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

65. Laugavegur 70 (01.174.204) 101607 Mál nr. BN048992

Fring ehf., Ármúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að sameina lóðirnar Laugaveg 70 og Laugaveg 70B.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Fyrirspurnir

66. Ásvegur 11 (01.353.121) 104239 Mál nr. BN048958

Auður Jóna Erlingsdóttir, Aratún 42, 210 Garðabær

Spurt er hvort samþykkja megi íbúð á neðri hæð íbúðarhúss á lóð nr. 11 við Ásveg.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og með vísan til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

67. Baldursgata 30 (01.186.212) 102241 Mál nr. BN048921

Auður Gná Ingvarsdóttir, Mímisvegur 2, 101 Reykjavík

Spurt er hvort lengja megi svalir fram yfir stóran stofuglugga og síkka hann niður að svalagólfi í íbúð á 3. hæð í húsi á lóð nr. 30 við Baldursgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. mars 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. mars 2015.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 5. mars 2015.

68. Fossaleynir 8 (02.467.201) 178762 Mál nr. BN048972

Áltak ehf, Fossaleyni 8, 112 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja 660 ferm. hús á lóð nr. 8 við Fossaleynir.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

69. Freyjugata 15 (01.186.320) 102273 Mál nr. BN048952

María Sjöfn Dupuis Davíðsdóttir, Freyjugata 15, 101 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að loka undirgöng sem tilheyra húsinu og bæta við íbúð 0103 í húsinu á lóð nr. 15 við Freyjugötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. mars 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. mars 2015.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 5. mars 2015.

70. Holtavegur 8-10 (01.408.101) 104960 Mál nr. BN048960

Reitir II ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Spurt er hvort breyta megi rými 0201 og innrétta þar líkamsræktarstöð á 2. hæð í húsi á lóð nr. 8-10 við Holtaveg.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum m.a. burðarþol enda verði sótt um byggingarleyfi. 

71. Hólmsheiðarvegur 141 (05.185.102) 220239 Mál nr. BN048905

Fisfélag Reykjavíkur, Pósthólf 8702, 128 Reykjavík

Spurt er hvort flytja megi þrjú flugskýli frá aflögðu athafnasvæði Fisfélags Reykjavíkur að nýju svæði félagsins á lóð nr. 141 við Hólmsheiðarveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. mars 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. mars 2015.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 6. mars 2015.

72. Hverafold 78 (02.862.501) 110237 Mál nr. BN048955

Ásdís Margrét Finnbogadóttir, Hverafold 78, 112 Reykjavík

Magnús Magnússon, Hverafold 78, 112 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja anddyri milli einbýlishús og bílskúrs á lóð nr. 78 við Hverafold.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

73. Hverfisgata 76 (01.173.009) 101500 Mál nr. BN048970

Sonja Margrét Magnúsdóttir, Hverfisgata 106a, 101 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að opna verslun og kaffihús í flokki II í rými á 1 hæð í húsinu á lóð nr. 76 við Hverfisgötu.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

74. Kambavað 1-3 (04.733.604) 198738 Mál nr. BN048839

Kambavað 1,húsfélag, Kambavaði 1, 110 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að breyta innkeyrslu í bílgeymslu eins og sýnt er á meðfylgjandi uppdráttum af fjölbýlishúsi á lóð nr. 1-3 við Kambavað.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. mars 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. mars 2015 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 10. september 2015.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi samanber umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 3. mars 2015 og umsagnar Minjastofnunar Íslands dags. 10. september 2015.

75. Kárastígur 11 (01.182.302) 101899 Mál nr. BN048969

Vilhelm Anton Jónsson, Skólavörðustígur 25, 101 Reykjavík

Þórdís Jónsdóttir, Kárastígur 11, 101 Reykjavík

Fríða Torfadóttir, Kárastígur 11, 101 Reykjavík

Valdimar Guðnason, Espigerði 2, 108 Reykjavík

Helga Sveinsdóttir, Espigerði 2, 108 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja íbúðarhúsnæði sem verður 60 til 80 ferm á lóð nr. 11 við Kárastíg.

Skissa og ljósmynd fylgir

Nei.

Samræmist ekki deiliskipulagi.

76. Rauðagerði 29 (01.821.301) 108306 Mál nr. BN048954

Gunnar Örn Harðarson, Rauðagerði 29, 108 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að skipta í tvær eignir einbýlishúsi á lóð nr. 29 við Rauðagerði.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. mars 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. mars 2015.

Nei.

Samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. mars 2015.

77. Ránargata 18 (01.135.105) 100442 Mál nr. BN048875

Mandat slf., Ránargötu 18, 101 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að byggja við eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningum skrifstofuhús á lóð nr. 18 við Ránargötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. mars 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. mars 2015.

Nei.

Samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. mars 2015.

78. Skipholt 19 (01.242.213) 103039 Mál nr. BN048959

Leslie Andres Bocanegra Delgado, Bakkabraut 5e, 200 Kópavogur

Spurt er hvort innrétta megi samkomusal með hliðarrýmum í kjallara húss á lóð nr. 19 við Skipholt.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

79. Skólastræti 3 (01.170.202) 101330 Mál nr. BN048908

Óttar Magnús G Yngvason, Birkigrund 23, 200 Kópavogur

Spurt er um leyfi til að endurbyggja og stækka bakhús á lóð nr. 3B við Skólastræti samanber fyrirspurn BN048659.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. mars 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. mars 2015.

Nei.Samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. mars 2015.

80. Tjarnargata 12 (01.141.306) 100909 Mál nr. BN048953

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að hækka framhúsið um eina hæð á húsinu á lóð nr. 12 Tjarnargötu.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

81. Tómasarhagi 49 (01.545.201) 106485 Mál nr. BN048911

Linda Rós Pálsdóttir, Tómasarhagi 49, 107 Reykjavík

Dagur Gunnarsson, Tómasarhagi 49, 107 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að setja kvist á norður gafl og vestur hlið á rishæð hússins á lóð nr. 49 við Tómasarhaga.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. mars 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. mars 2015.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 5. Mars 2015.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 14:45

Björn Stefán Hallsson

Erna Hrönn Geirsdóttir

Björn Kristleifsson

Jón Hafberg Björnsson

Óskar Torfi Þorvaldsson

Skúli Þorkelsson

Eva Geirsdóttir