Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- samgönguráð
Ár 2011, fimmtudaginn 15. desember kl. 10.15 var haldinn 96. fundur umhverfis- og samgönguráðs í Hofi í Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Margrét Kristín Blöndal, Gísli Marteinn Baldursson, Hildur Sverrisdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson. Enn fremur sátu fundinn Bjarni Hjarðar, Örn Sigurðsson, Ólafur Bjarnason, Hrönn Hrafnsdóttir, Þórólfur Jónsson og Gunnar Hersveinn sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Biðskylda við Kleppsveg.
Lögð fram tillaga Umhverfis- og samgöngusvið dags. 13. desember 2011.
Ólafur Bjarnason kynnti.
Afgreiðslu frestað.
2. Stöðubann við Engjaveg
Lögð fram tillaga Umhverfis- og samgöngusviðs um stöðubann við Engjaveg.
Ráðið samþykkt tillöguna einróma.
3. Lögð fram til kynningar 293. fundargerð stjórnar Sorpu bs.
Bjarni G. P. Hjarðar kynnti.
- Hildur Sverrisdóttir kom á fundinn 10.30
4. Klipping trjáa í Öskjuhlíð.
Lagt fram til kynningar á ný bréf Isavia dags. 20. september 2011 ásamt áður framlögðum gögnum málsins og umsögn Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Fulltrúar Æ, S, D lögðu fram eftirfarandi bókun:
Eftir að hafa farið yfir þau gögn sem borist hafa geta fulltrúar DÆS í umhverfis- og samgönguráði ekki orðið við beiðni Isavia um fellingu trjáa í Öskjuhlíð.
Fulltrúi VG lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi VG situr hjá við afgreiðsluna. Hann fór fram á frestun á málinu þar sem ný gögn komu inn á fund sem ekki hefur gefist tími til að gaumgæfa en ekki var orðið við þeirri beiðni.
Fulltrúar Æ, S, D lögðu fram eftirfarandi bókun:
Erindi Isavia hefur ítrekað komið inn á borð Umhverfis- og samgönguráðs síðan það barst þann 20. september 2012. Rétt er að umsögn Skógræktarfélags Reykjavíkur barst ekki fyrr en við upphaf fundar, en í ljósi þess hve málið hefur verið rætt ítarlega og þar sem umsögnin rennir eingöngu frekari stoðum undir afstöðu fulltrúa S, Æ og D var ekki fallist á frestun.
5. Snjóframleiðsla í Ártúnsbrekku.
Lagt fram til kynningar minnisblað framkvæmdastjóra Skíðasvæða Höfuðborgarsvæðisins, umsögn Veiðimálastofnunar og tölvupóstur.
Þórólfur Jónsson kynnti.
Ráðið lagði fram eftirfarandi bókun:
Umhverfis- og samgönguráð fagnar tillögum um að nýta betur skíðaaðstöðu í Ártúnsbrekku um leið og ráðið leggur ríka áherslu á að vatnstaka úr ánni hafi engin náttúruspjöll í för með sér. Minnt er á að loka þarf bílastæðum neðan við Toppstöðina.
6. Tónlistarviðburður á Klambratúni.
Lögð fram til kynningar á ný umsókn Kára Sturlusonar dags. 10. ágúst s.l., umsögn Höfuðborgarstofu dags. 7. september 2011 og bréf Menningar- og ferðamálasviðs dags. 15. nóvember 2011.
Afgreiðslu frestað.
7. Atvinnustefna Reykjavíkur – Skapandi borg.
Lögð fram til kynningar drög að atvinnustefnu Reykjavíkur og bréf Borgarstjórans í Reykjavík, dags. 2. desember 2011 með ósk um umsögn ráðsins.
Afgreiðslu frestað.
Fundi slitið kl. 11.47
Karl Sigurðsson
Kristín Soffía Jónsdóttir Gísli Marteinn Baldursson
Hildur Sverrisdóttir Þorleifur Gunnlaugsson
Margrét Kristín Blöndal