Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og samgönguráð

Ár 2011, þriðjudaginn 7. desember kl. 14.00 var haldinn 95. fundur umhverfis- og samgönguráðs í Hofi í Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Gísli Marteinn Baldursson, Árni Helgason og Þorleifur Gunnlaugsson. Enn fremur sátu fundinn Örn Sigurðsson, Stefán Agnar Finnsson, Pálmi F. Randversson, Hrönn Hrafnsdóttir, Kolbrún Jónatansdóttir og Þórólfur Jónsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Fundargerðir.
Lagðar fram eftirtaldar fundargerðir:
a. 292. fundargerð stjórnar Sorpu bs.
b. 164. Fundargerð stjórnar Strætó bs.
c. Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs 2. nóvember 2011.

2. Reykjanesfólkvangur.
Sverrir Bollason kom á fundinn og kynnti á stöðu mála hjá stjórn Reykjanesfólkvangs.

- Kl. 14.45 tók Margrét Vilhjálmsdóttir sæti á fundinum.

3. Samanburður á gjaldskrá fyrir bílastæði.
Kolbrún Jónatansdóttir kynnti samanburð á gjaldtöku vegna bílastæða og bílastæðahúsa við Norðurlöndin og samanburð á gjaldtöku vegna stöðubrota.

4. Heimild til að flytja á brott ökutæki.
Lögð fram tillaga Bílastæðasjóðs, dags. 6. desember 2011, um að sótt verði um heimild ráðherra til að mega fjarlægja ökutæki, sem lagt hefur verið ólöglega.
Ráðið samþykkti einróma að leggja til við borgarráð að tillagan verði samþykkt.

5. Jólaopnun gatna fyrir gangandi.
Lagt fram minnisblað og tillaga Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 7. des. að fyrirkomulagi og tímasetningum á jólaopnun fyrir gangandi í Miðborginni.
Ráðið samþykkti tillöguna einróma.

6. Borgartún – stöðubann.
Lögð fram tillaga Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 1. desember 2011 að stöðubanni í Borgartúni milli Skúlatúns og Höfðatúns.
Ráðið samþykkti tillöguna einróma.

7. Arnarhóll – sleðabrekka.
Lögð fram tillaga Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 1. desember 2011 um heimild til uppsetningar á öryggisvörn við brekkurætur sleðabrekku við Arnarhól.
Ráðið samþykkti tillöguna einróma.

8. Suðurgata – umferð.
Lögð fram tillaga Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 1. desember 2011 að umferðarmerkingum í Suðurgötu.
Ráðið samþykkti tillöguna með fyrirvara um samþykki lögreglunnar.

9. Heiðmörk – þjónustusamningur.
Lagður fram til kynningar samningur við Skógræktarfélag Reykjavíkur um þjónustu í Heiðmörk ásamt minnisblaði, dags. 30. nóvember 2011.
Ráðið gerði ekki athugasemdir og vísaði málinu til borgarráðs.

10. Klipping trjáa í Öskjuhlíð.
Lagt fram á ný bréf Isavia dags. 20. september 2011 og ný gögn málsins kynnt.
Samþykkt var að afla umsagnar Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Afgreiðslu frestað.

11. Hundagerði.
Lagðar fram umsagnir og tillögur hverfaráða.
Samþykkt var að vísa málinu til heilbrigðisnefndar og hundaeftirlits í samráði við garðyrkjustjóra.

12. Yfirlit um innkaup
Lagt fram bréf Innkaupaskrifstofu dags. 1. desember 2011.

13. Tillaga um sorphirðu í Reykjavík.
Lagt fram á ný bréf Sigurðar Hr. Sigurðarsonar dags. 2. nóvember 2011 ásamt fylgiskjölum auk umsagnar Umhverfis- og samgöngusviðs.
Lögð fram umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 30. nóv. 2011.
Ráðið tók undir umsögn sviðsins.
Fulltrúi VG lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi VG hneigist til að vera sammála umsögn skrifstofustjóra Skrifstofu neyslu og úrgangs. Hinsvegar er margt athyglisvert í tillögu Sigurðar Hr. Sigurðssonar og nú þegar fyrir dyrum standa grundvallarbreytingar á úrlausnum í úrgangsmálum Reykvíkinga væri upplagt að umrædd tillaga færi með öðrum, í íbúakosningu að undangenginni góðri kynningu.

14. Tónlistarviðburður á Klambratúni.
Lögð fram umsókn Kára Sturlusonar dags. 10. ágúst s.l., umsögn Höfuðborgarstofu dags. 7. september 2011 og bréf Menningar- og ferðamálasviðs dags. 15. nóvember 2011.
Samþykkt var að óska eftir frekari upplýsingum frá málshefjanda og afla umsagna hverfisráða Miðborgar og Hlíða.

Fundi slitið kl. 16.50

Karl Sigurðsson

Kristín Soffía Jónsdóttir Hjálmar Sveinsson
Margrét Vilhjálmsdóttir Gísli Marteinn Baldursson
Árni Helgason Þorleifur Gunnlaugsson