Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

STJÓRN SKIPULAGSSJÓÐS


Ár 2007, mánudaginn 24. september, var haldinn 93. fundur stjórnar Skipulagssjóðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 16.00. Viðstaddir voru Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Dagur B. Eggertsson og Óskar Bergsson. Jafnframt sátu fundinn Kristín Einarsdóttir og Sigurður Snævarr, sem ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:


1. Kristín Einarsdóttir framkvæmdastjóri kynnti samkomulag um kaup Skipulagssjóðs á gróðri á landspildu við Rauðavatn. Um er að ræða 1.600 fermetra og kaupverð 1.600.000,- kr.
Samþykkt.

2. Kynnt samkomulag við eigendur að Brunnstíg 5 vegna skerðingar á lóð sem hlýst af framlengingu á Bræðraborgarstíg að Mýrargötu. Samkomulagið felur í sér bætur upp á 5.500.000,- kr.
Samþykkt.

3. Kynnt samkomulag við eigendur hússins Öxl við Vatnsveituveg um að Skipulagssjóður kaupi húsið á 11.000.000,- kr. Húsið er keypt til niðurrifs en það er á útivistarsvæði í Elliðaárdal.
Samþykkt.

4. Gerð grein fyrir viðræðum við eigendur lóðanna að Lindargötu 28, 30 og 32 um kaup þeirra á húsinu að Veghúsastíg 9a.
Afgreiðslu frestað.

5. Eigendur ríflega 10 hektara lands á Kjalarnesi hafa boðið Skipulagssjóði landið til kaups.
Framkvæmdastjóra falið að taka upp viðræður við eigendur.

6. Farið yfir stöðu mála á lóðinni að Lindargötu 36.
Afgreiðslu frestað.

7. Lagt fram 6 mánaðauppgjör Skipulagssjóðs.

8. Kristín Einarsdóttir gerði grein fyrir stöðu viðræðna við Samson Properties f.h. félaga í þeirra eigu um kaup á eignum Skipulagssjóðs á Barónsreit, Landsbankareit og Frakkastígsreit.

9. Lagt fram kauptilboð í allan eignarhlut Skipulagssjóðs að Laugavegi 67.
Hafnað.


Fundi slitið kl. 16.45


Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Dagur B. Eggertsson Óskar Bergsson