No translated content text
Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- og samgönguráð
Ár 2011, þriðjudaginn 8. nóvember kl. 14.12 var haldinn 92. fundur umhverfis- og samgönguráðs í Hofi, Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Hildur Sverrisdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson. Enn fremur sátu fundinn Ólafur Bjarnason, Kolbrún Jónatansdóttir, Guðmundur B. Friðriksson, Eygerður Margrétardóttir (frá 15:40), Þórólfur Jónsson, Örn Sigurðsson og Gunnar Hersveinn sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Fundargerðir.
Lagðar fram eftirtaldar fundargerðir:
a. 162. fundargerð stjórnar Strætó bs.
Lögð fram svohljóðandi bókun frá ráðinu:
Umhverfis- og samgönguráð fagnar því að æ fleiri Reykvíkingar nota strætó. Strætófarþegum í október hefur fjölgað um 41#PR frá árinu 2005. Nú í október fóru í fyrsta sinn 900 000 farþegar með strætó. Á milli ára hefur ferþegum fjölgað um rúmlega 10#PR á virkum dögum og 9#PR um helgar. Umhverfis- og samgönguráð telur víst að þessi þróun muni halda áfram og að þeim sem vilja nota strætó muni stöðugt fjölga næstu misserin. Nauðsynlegt er að strætó verði gert kleift að bregðast við með því að stórefla þjónustu sína.
b. Fundargerðir Reykjanesfólkvangs 21. september og 8. október 2011.
2. Fyrirspurnir vegna fjárhagsáætlunar.
Lögð fram á ný svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa VG:
1. Má ætla að fjárhagsáætlun Umhverfis- og samgöngusviðs fyrir árið 2012 hafi í för með sér fækkun á fastráðnu starfsfólki sviðsins og ef svo er, hversu mikið og um hvaða störf væri að ræða?
2. Má ætla að fjárhagsáætlun Umhverfis- og samgöngusviðs fyrri árið 2012 hafi í för með sér fækkun á lausráðnu starfsfólki og sumarstarfsmönnum og ef svo er, hversu mikið og um hvaða störf væri að ræða?
Lagt fram skriflegt svar:
1. Nei.
2. Áætlað er að sumarstarfsmönnum verkbækistöðva garðyrkjudeildar fækki um 26 sem samsvarar 5,4 stöðugildum.
3. Leiðakerfi Strætó bs.
a. Lagt fram á ný bréf Strætó bs. dags. 14. september 2011.
Einar Kristjánsson kynnti.
Lögð fram svohljóðandi tillaga frá fulltrúa VG:
Lagt er til að erindi Strætó bs frá 17. október sl fari til umsagnir hverfisráða nú þegar.
Tillagan var felld 6:1.
Lögð fram svohljóðandi bókun frá fulltrúa VG:
Erindi Strætó bs. frá 17 október sl. fjallar um vinnu við leiðarkerfisbreytingar fyrir árið 2012. Í því er óskað eftir því að umhverfis- og samgönguráð afgreiði það og sendi til afgreiðslu hjá hverfisráðum borgarinnar. Hverfisráðin geti síðan pantað fulltrúa Strætó bs. til fundar til umræðu um leiðarkerfið. Að mati fulltrúa VG í umhverfis- og samgönguráði er þetta sjálfsögð málsmeðferð. Athygli er vakin á því að þó svo að hafin sé vinna við fjárhagsáætlun þá lýkur henni ekki fyrr en um mánaðarmót og eru því um þrjár vikur til stefnu. Enn fremur ber að hafa það í huga að samkvæmt erindi Strætó bs. er gefin tími til febrúar til að skila inn tillögum vegna sumarkerfisins og apríl/maí vegna vetrarkerfisins og alltaf er möguleiki á aukafjárveitingum. Úr því að meirihluti umhverfis og samgönguráðs hafnar tillögu um að senda erindi Strætó bs. til hverfisráða er vakin athygli á því að það er aðgengilegt á skjalavef borgarinnar sem vistaður er í Höfðatorgi.
Lögð fram svohljóðandi bókun frá fulltrúum D, S og Æ um tillöguna:
Ef tillögur Strætó að leiðarkerfisbreytingum eiga að ná inn í fjárhagsáætlun ársins 2012 þarf að afgreiða erindið á þessum fundi. Ef bíða á eftir því að öll hverfaráð Reykjavíkur veiti umsögn um málið, er ljóst að það myndi tefjast fram yfir framlagningu fjárhagsáætlunar. Tillögur strætó eru það að auki byggðar á nákvæmum gögnum um strætókerfið og eru í öllum tilfellum tímaaukningar, aukin tíðni og lenging vetraraksturs, sem veitir betri þjónustu en sumarakstur. Órökrétt er að álykta að hverfaráðin muni setja sig harkalega upp á móti slíku. Áfram verða erindi sem varða breytingar á akstursleiðum innan einstakra hverfa send til ráðanna til umsagnar.
Lögð fram svohljóðandi bókun frá fulltrúa D-list vegna leiðakerfis:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og samgönguráði beina því til borgarráðs að lengja á ný akstur stofnleiða eftir kl. 22:30 á kvöldin. Borgarstjóri, fulltrúi borgarinnar í stjórn Strætó, formaður umhverfisráðs og ýmsir fleiri fulltrúar meirihlutans hafa lofað því að sá niðurskurður væri tímabundinn og sumir jafnvel sagt opinberlega að hann yrði dreginn til baka sumarið eða haustið 2011. Ekkert hefur bólað á efndum. Nú er því beint til borgarráðs að gera löngu tímabæra bragarbót, viðurkenna mistök og lengja kvöldakstur stofnleiða um klukkustund.
Lögð fram svohljóðandi bókun frá ráðinu:
Samkvæmt talningum í október 2011 hefur farþegum í leiðarkerfi Strætó fjölgað enn eitt árið. Þetta er mikið fagnaðarefni en oft fylgir böggull skammrifi og er Strætó nú í þeirri aðstöðu að sumir vagnar eru yfirfullir og farþegar verða eftir á biðstöðvum. Nauðsynlegt er að Strætó veiti góða þjónustu þannig að þeir sem ákveðið hafa að treysta á hana glati ekki því trausti og hverfi aftur inn í bílana, því þá gæti reynst næsta ómögulegt að ná þeim til baka. Þær leiðir sem helst hafa þurft að skilja eftir farþega eru leiðir 1, 6 og 13. Samkvæmt fjárhagsáætlun Strætó er gert ráð fyrir því að auka tíðni á háannatíma á leiðum 1 og 6 og má því ætla að vandamálið leysist á þeim leiðum. Í meðfylgjandi bréfi frá Strætó er óskað eftir fjármagni til að auka megi tíðni á leið 13 til að koma til móts við þann fjölda farþega sem vilja nýta sér leiðina. Umhverfis- og samgönguráð tekur heilshugar undir þessa ósk Strætó og leggur til að við þessu verði orðið enda er tækifærið til að fjölga farþegum og bæta þjónustu Strætó einstakt.
4. Leiksvæðastefna – talningar á notkun.
Kynning. Hildur Björk Svavarsdóttir, Karen Pálsdóttir og Margrét Sigurðardóttir kynntu.
5. Tillaga um breytingu gjaldsvæða í miðborginni.
Lagðar fram tillögur Bílastæðasjóðs dags. 31. október 2011 um breytingu gjaldsvæða í miðborginni.
Kolbrún Jónatansdóttir kynnti.
Tillagan var einróma samþykkt.
6. Leigusamningur vegna bifreiðastæða í Reykjavík.
Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 27. október 2011 og leigusamningur til kynningar.
Örn Sigurðsson kynnti.
7. Útgáfa íbúakorta í bílastæði í miðborginni og stærðartakmarkandi reglur.
Lögð fram greinargerð Bílastæðasjóðs dags.
Kolbrún Jónatansdóttir kynnti.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við meðferð málsins.
8. Vatnasvæðanefnd – tilnefning fulltrúa.
Lagt fram á ný bréf Umhverfisstofnunar dags. 18. október 2011.
Örn Sigurðsson kynnti.
Ráðið samþykkti að tilnefna Eygerði Margrétardóttur framkvæmdastýru Staðardagskrár 21.
9. Betri Reykjavík.
Lagðar fram eftirfarandi tillögur, sem fram komu á vefnum „Betri Reykjavík“:
a. Ókeypis grænar endurvinnslutunnur í öll hús í Reykjavík.
b. Fleiri greiðslumöguleikar í Strætó.
Gunnar Hersveinn kynnti.
Tillögunum var vísað til meðferðar hjá umhverfis- og samgöngusviði.
10. Áætlun um vernd og orkunýtingu landssvæða.
Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavik dags. 26. ágúst 2011 ásamt drögum að umsögn um áætlunina.
Svanfríður Jónasdóttir kynnti.
Svohljóðandi bókun var samþykkt einróma:
Umhverfis- og samgönguráð hefur kynnt sér drög að umsögn umhverfis- og samgöngusviðs um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Ráðið óskar eftir frekari fresti til að fjalla um málið og áskilur sér rétt til að koma að frekari athugasemdum síðar.
11. Tillaga um sorphirðu í Reykjavík.
Lagt fram bréf Sigurðar Hr. Sigurðarsonar dags. 2. nóvember 2011 ásamt fylgiskjölum.
Tillögunni var vísað til meðferðar hjá umhverfis- og samgöngusviði.
12. Samgönguáætlun 2011-2022.
Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 30 september s.l. ásamt drögum að umsögn um samgönguáætlun.
Ólafur Bjarnason kynnti.
Svohljóðandi bókun var samþykkt einróma:
Umhverfis- og samgönguráð hefur kynnt sér drög að umsögn umhverfis- og samgöngusviðs um umhverfismat samgönguáætlunar 2011-2022. Ráðið óskar eftir frekari fresti til að fjalla um málið og áskilur sér rétt til að koma að frekari athugasemdum síðar.
13. Brettavöllur í Laugardal – breyting á deiliskipulagi.
Kynning.
Frestað
14. Uppgræðsla í beitarhólfi á Mosfellsheiði.
Lagt fram bréf Landgræðslunnar dags. 26. október 2011 með beiðni um fjárframlag árið 2012.
Ráðið samþykkti einróma að hafna þessari beiðni.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 18:06
Karl Sigurðsson
Kristín Soffía Jónsdóttir Hjálmar Sveinsson
Margrét Vilhjálmsdóttir Gísli Marteinn Baldursson
Hildur Sverrisdóttir Þorleifur Gunnlaugsson.