Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og samgönguráð

Ár 2011, þriðjudaginn 25. október kl. 14.00 var haldinn 91. fundur umhverfis- og samgönguráðs í Hofi, Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Hildur Sverrisdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson. Enn fremur sátu fundinn Ólafur Bjarnason, Kolbrún Jónatansdóttir, Guðmundur B. Friðriksson, Árný Sigurðardóttir, Ellý K. Guðmundsdóttir og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram eftirtaldar fundargerðir:
a. 290. fundargerð stjórnar Sorpu bs.
b. 161. fundargerð stjórnar Strætó bs.
Björn Halldórsson og Bjarni Hjarðar, Sorpu bs. komu á fundinn og kynntu forsendur fjárhagsáætlunar Sorpu bs. fyrir árið 2012.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúum Sjálfstæðisflokksins hefur borist til eyrna að eignarhald á Metan hf hafi verið í uppnámi undanfarnar vikur og mánuði. Metan hf er mikilvægt fyrirtæki sem er að mestu í eigu borgarinnar, og vekur því furðu að umhverfis- og samgönguráð skuli ekkert hafa verið upplýst um þessar væringar. Óskað er eftir því að kynning á stöðu mála fari fram á næsta fundi ráðsins, svo til þess kjörnir fulltrúar geti mótað stefnu borgarinnar í málefnum Metans og innleiðingu þess orkugjafa í borginni sem hefur gengið furðulega hægt.

2. Starfs- og fjárhagsáætlun 2012.
Lagt fram á ný bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 20. september 2011, drög að megináherslum og breytingum fyrir árið 2011 og drög að fjárhagsáætlun Umhverfis- og samgöngusviðs fyrir árið 2012.
Starfsáætlun var samþykkt með 4 atkvæðum.
Fulltrúi VG lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:
1. Má ætla að fjárhagsáætlun Umhverfis- og samgöngusviðs fyrri árið 2012 hafi í för með sér fækkun á fastráðnu starfsfólki sviðsins og ef svo er, hversu mikið og um hvaða störf væri að ræða?
2. Má ætla að fjárhagsáætlun Umhverfis- og samgöngusviðs fyrri árið 2012 hafi í för með sér fækkun á lausráðnu starfsfólki og sumarstarfsmönnum og ef svo er, hversu mikið og um hvaða störf væri að ræða?
Fulltrúi VG lagði fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi VG í umhverfis- og samgönguráði þakkar sviðsstjóra og starfsfólki Umhverfis- og samgöngusviðs fyrir mikið og erfitt starf við gerð fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar fyrir árið 2012. Í þeim tillögum sem hér liggja frammi er gert ráð fyrir talsverðum niðurskurði og er þetta þá fjórða árið í röð sem skorið er niður á málaflokkinn. Það má því segja að verið að skera inn í bein, með auknu álagi á starfsfólk. Það er bagalegt að nú sem og á síðustu árum hefur skort yfirsýn meðal fulltrúa í fagráðum um heildarmynd fjárhagsáætlunar. Þetta heftir það sem mestu máli skiptir, umræðu um forgangsröðun á milli sviða. Sú staðreynd að ekki stendur til að bjóða yngst aldurhópnum störf við Vinnuskóla Reykjavíkur og fækkun sumarstarfa er til marks um það að meirihlutinn í borgarstjórn er ekki tilbúinn til að fara rótækar leiðir til að forgagnsraða í þágu barna og ungmenna. Umhverfis- og samgönguráð hefur lengi verið samstíga í mikilvægum málum og ríkt hefur sátt um Sorphirðu Reykjavíkur og starfsemi SORPU bs. Meirihluti ráðsins hefur gert atlögu að þessari sátt með tillögum um útboð á stórum hluta Sorphirðunnar og einkavæðingu á stórum hluta þess sem SORPA bs hefur tekið á móti. Fulltrúi VG harmar það ef fjárhagsáætlanir næstu ára endurspegla útvistun og einkavæðingu á jafn mikilvægri grunnþjónustu og úrlausnir í sorp og endurvinnslumálum eru.

3. Laun nemenda Vinnuskólans.
Lagt fram bréf skólastjóra Vinnuskólans dags. 14. október 2011 með tillögu um 5#PR launahækkun til nemenda Vinnuskólans.
Fulltrúi VG lagði fram svohljóðandi tillögu:
Fulltrúi VG í umhverfis- og samgönguráði leggur til að umrædd tillaga verði send til umsagnar Starfsmannafélags Reykjavíkur.
Tillagan var felld með 4 atkvæðum gegn 1.
Fulltrúi VG lagði fram svohljóðandi tillögu:
Fulltrúi VG í umhverfis- og samgönguráði leggur til að Laun nemenda í Vinnuskóla Reykjavíkur sem staðið hafa í stað síða sumarið 2008 hækki um 8,3#PR í samræmi við launahækkanir á almennum vinnumarkaði. Jafnframt verði laun hækkuð í samræmi við hækkun lægstu launa 1. júní sl og 1. mars nk.
Tillagan var felld með 4 atkvæðum gegn 1.
Fullrúi VG lagð fram svohljóðandi bókun:
Í rökstuðningi skólastjóra Vinnuskóla Reykjavíkur segir að laun nemenda hafi að jafnaði verið hækkuð í samræmi við launahækkanir í kjarasamningum. Tillaga VG var í þeim anda en tillaga meirihlutans felur í sér launalækkun ef miðað er við nýlega samninga. Nemendur vinnuskólans hafa lagt mikilvægt framlag til umhirðu og fegrunar borgarinnar og sjálfsagt hefur verið talið að greiða fyrir það. Þeir hafa hinsvegar ekki átt sér sín samtök eða talsmenn og því var lagt til að tillaga meirihlutans færi til umsagnar Starfsmannafélags Reykjavíkur. Því hefur verið hafnað og þá er boltinn væntanlega hjá nemendunum sjálfum.
Tillaga skólastjóra Vinnuskólans dags. 14. október 2011 var samþykkt með 6 atkvæðum gegn 1 og vísað til afgreiðslu borgarráðs.

4. Leiðakerfi Strætó bs.
Lagt fram bréf Strætó bs. dags. 14. september 2011.
Frestað.

5. Tillaga um breytingu gjaldsvæðis við Túngötu.
Lagt fram bréf Bílastæðasjóðs dags. 17. október 2011.
Tillagan samþykkt einróma með þeirri breytingu, að öll bílastæðin verði í gjaldflokki II.

6. Klipping trjáa í Öskjuhlíð.
Lagt fram á ný bréf Isavia dags. 20. september 2011.
Jón Baldvin Pálsson, flugvallastjóri Reykjavíkurflugvallar og Snæbjörn Guðmundsson, Isavia, komu á fundinn.

7. Almenningssamgöngur
Kynnt skýrsla verkefnahóps SSH um almenningssamgöngur og vistvænar samgöngur.
Ellý K. Guðmundsdóttir, borgarritari, kynnti.

8. Göngu- og hjólreiðastígar – öryggismál.
Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundaráðs dags. 26. september 2011. Erindinu var vísað til meðferðar Umhverfis- og samgöngusviðs.

9. Vatnasvæðanefnd – tilnefning fulltrúa.
Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dags. 18. október 2011.
Frestað.

10. Hjálmar Sveinsson vakti athygli ráðsins á veitingu verðlauna vegna torgs við tónlistarhúsið Hörpu.

Ellý K. Guðmndsóttir, sem látið hefur af störfum sem sviðstýra Umhverfis- og samgöngusviðs, þakkaði ráðinu gott samstarf undanfarin ár.

Fundi slitið kl. 16.55

Karl Sigurðsson
Kristín Soffía Jónsdóttir Hjálmar Sveinsson
Margrét Vilhjálmsdóttir Gísli Marteinn Baldursson
Hildur Sverrisdóttir Þorleifur Gunnlaugsson.