Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2014, miðvikudaginn  12. nóvember kl. 10:37, var haldinn 86. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Torfi Hjartarson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Áslaug Friðriksdóttir,  Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Sigurborg Ó Haraldsdóttir  árheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Örn Sigurðsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Stefán Agnar Finnsson, Magnús Ingi Erlingsson og Marta Grettisdóttir.

Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.

Þetta gerðist:

(E) Umhverfis- og samgöngumál

1. Sorpa, rekstraráætlun 2015-2019 Mál nr. US140192

Lögð fram rekstraráætlun Sorpu 2015-2019 sem samþykkt var af stjórn Sorpu þann 10. október 2014. 

Björn H. Halldórsson framkvæmdastjóri kynnir. 

Guðmundur B. Friðriksson skrifstofustjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

2. Grensásvegur suður, þrenging götu og hjólastígur Mál nr. US140180

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 12. nóvember 2014 ásamt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs að þrengingu á götu og gerð hjólastígs á  Grensásvegi sunnan Miklubrautar samkv uppdrætti Eflu dags . í apríl 2014. Einnig er lögð fram greinargerð umhverfis og skipulagssviðs dags. 7. júní 2012. Jafnframt er lögð fram til kynningar tillaga teiknistofunnar Storð ehf. að gróðursetningu  vegna þrengingar á götu og hjólastíga dags. 7. nóvember 2014. 

Frestað

(A) Skipulagsmál

3. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 7. nóvember 2014.

4. Tryggvagata 13, breyting á deiliskipulagi (01.117.4) Mál nr. SN140562

Arkþing ehf, Bolholti 8, 105 Reykjavík

Á fundi skipulagsfulltrúa 24. október 2014 var lögð fram umsókn T13 ehf. dags. 24. október 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 13. við Tryggvagötu. Í breytingunni felst að heimilt er að fara út fyrir byggingarreit með svalir/útsýnisglugga, kvöð er felld niður um inndregna 1. hæð/jarðhæð að norðaustanverðu o.fl., samkvæmt uppdr. Arkþings ehf. dags. 23. október 2014. 

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Áslaug María Friðriksdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins. 

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

5. Borgartún 18-24, Nóatún 2-4, lýsing (01.221.0) Mál nr. SN140313

Kynnt drög að lýsingu  skipulagsfulltrúa dags. 13. ágúst 2014 vegna deiliskipulags fyrir lóðirnar nr. 18-24 við Borgartún og 2-4 við Nóatún.

Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr.  40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar og Hverfisráðs Laugardals.

Jafnframt var samþykkt að senda tilkynningu til íbúa í næsta nágrenni. 

Lýsingin verður aðgengileg á vef umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur.

Vísað til borgarráðs.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

6. Friggjarbrunnur 18, breyting á deiliskipulagi (05.053.5) Mál nr. SN140353

111 ehf, Vesturlbr Fífilbrekku, 113 Reykjavík

Mansard - Teiknistofa ehf, Hraunbrún 30, 220 Hafnarfjörður

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn 111 ehf. dags. 3. júlí 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 18 við Friggjarbrunn. Í breytingunni felst að fjölga íbúðum úr fimm í sjö, samkvæmt uppdr. Mansard - Teiknistofu ehf. dags. 3. júlí 2014. Einnig er lögð fram greinargerð Mansard - Teiknistofu dags. 3. maí 2014. Tillagan var auglýst frá 17. september til og með 29. október 2014. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Arinbjörn Marinósson dags. 23. september 2014. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. nóvember 2014.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 7. nóvember 2014.

Vísað til borgarráðs.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

7. Gufunes, breyting á deiliskipulagi (02.2) Mál nr. SN140491

Fjörefli ehf., Hlíðasmára 1, 201 Kópavogur

Landark ehf, Stórhöfða 17, 110 Reykjavík

Lögð fram umsókn Fjöreflis ehf. dags. 17. september 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Gufuness. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit fyrir aðstöðuhús, gera bráðabirgðabyggingareit fyrir móttökuhús, breyting á afmörkun afnotareits skemmtigarðs, færslu á aðkomuveg ásamt breytingu og fækkun á bílastæðum, samkvæmt uppdr. Landarks ehf. dags. 15. september 2014. Einnig er lagt fram bréf Landarks ehf. dags. 15. júlí 2014 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 29. október 2014.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

8. Kambavað 5, breyting á deiliskipulagi (04.733.6) Mál nr. SN140185

Eignasjóður Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Eignasjóðs Reykjavíkurborgar dags. 9. apríl 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholt vegna lóðarinnar nr. 5 við Kambavað. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit og breyting á fyrirkomulagi bílastæða, samkvæmt lagf. uppdr. Ask arkitekta ehf. dags. 29. apríl 2014. Tillagan var auglýst frá 28. maí til og með 9. júlí 2014 og 18. september til og með 30. október 2014. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: 111 Íbúar Helluvaðs, Hestavaðs, Kambavaðs og Kólguvaðs dags. 2. júlí 2014 og Guðný B. Björnsdóttir og David Pitchell dags. 8. júlí 2014. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. ágúst 2014, umsögn Borgarminjasögusafns Reykjavíkur dags. 21. ágúst 2014 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 28. ágúst 2014 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. nóvember 2014. 

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 6. nóvember 2014.

Vísað til borgarráðs.

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

9. Skógarvegur 12-14, breyting á deiliskipulagi (01.794.1) Mál nr. SN140579

Varmárbyggð ehf, Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Teiknistofan Arkitektar ehf, Brautarholti 6, 105 Reykjavík

Lögð fram umsókn Varmárbyggðar ehf. dags. 30. október 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Sléttuvegar sunnan vegna lóðarinnar nr. 12-14 við Skógarveg. Í breytingunni felst hækkun á nýtingarhlutfalli vegna B-rýma, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar arkitektar ehf. dags. 26. júní 2014. 

Samþykkt með vísan til 2. mgr. 12. gr. samþykktar um umhverfis- og skipulagsráð. 

Samþykkt að falla frá frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Júlíus Vífill Ingvarsson víkur af fundi kl. 13:05 

Herdís Anna Þorvaldsdóttir tekur sæti á fundinum á sama tíma. 

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.  

10. Óðinsgata 1, breyting á deiliskipulagi (12.768) Mál nr. SN140591

Þuríður Ottesen, Óðinsgata 1, 101 Reykjavík

Lögð fram umsókn Þuríðar Ottesen dags. 10. nóvember 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.181.0 vegna lóðarinnar nr. 1 við Óðinsgötu. Í breytingunni felst að byggingarmagnstölur eru leiðréttar, samkæmt uppdrætti Kj hönnunar dags. 10. nóvember 2014. 

Samþykkt með vísan til 2. mgr. 12. gr. samþykktar um umhverfis- og skipulagsráð. 

Samþykkt að falla frá frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið 

11. Elliðaárvogur - Ártúnshöfði, hugmyndasamkeppni um rammaskipulag (04.0) Mál nr. SN140585

Lögð fram drög forsögn að samkeppnislýsinu vegna rammaskipulags dags. 5. nóvember 2014 Ártúnshöfða á svæði sem afmarkast af Miklubraut til suðurs, Elliðaárvogi til vesturs, Grafarvogi til norðurs og Gullinbrú til austurs.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að auglýsta  forval vegna hugmyndasamkeppni um rammaskipulag Elliðaárvogs-Ártúnshöfða

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið 

(B) Byggingarmál

12. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423

Fylgiskjöl með fundargerð þessari eru nr. 802 frá 11. nóvember 2014. 

13. Fiskislóð 43, Gistihús fl.3 (01.086.603) Mál nr. BN047271

Miðfell ehf., Borgartúni 24, 105 Reykjavík

Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. mars 2014 þar sem sótt er um leyfi til að breyta skrifstofubyggingu í gistihús (gististað) í flokki III á lóð nr. 43 við Fiskislóð. Einnig er lagt fram bréf LEX dags. 2. apríl 2014, tölvupóstur Guðjóns Ármannssonar hrl. f.h. Miðfells ehf. dags. 8. maí 2014 og bréf Faxaflóahafna dags. 27. júní 2014. Jafnframt eru lögð fram bréf Lex lögmannsstofu dags. 2. apríl, og 20. október 2014 og bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 23. apríl 2014. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 23. október 2014. 

Stærðir: 2272,3 ferm., 7697,6 rúmm. Lóðarstærð 3687 ferm. nýtingarhlutfall 0,6. Gjald kr. 9.500

Umhverfis-og skipulagsráð fellst ekki á að breyta skrifstofubyggingu í gistihús í flokki III með vísan til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra dags. 23. október 2014. 

Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Herdís Anna Þorvaldsdóttir og Áslaug María Friðriksdóttir og fulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallavina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

(D) Ýmis mál

14. Torg í biðstöðu, kynning Mál nr. US140190

Kynnt staða verkefnisins Torg í biðstöðu og hvað má gera betur næsta sumar.  

Kynnt. 

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

15. Betri Reykjavík, tímatöflu Strætó á google transit Mál nr. US140176

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram fjórða efsta hugmynd septembermánaðar úr flokknum samgöngur "tímatöflu Strætó á google transit" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. september 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. 

Vísað til meðferðar Strætó bs. 

16. Betri Reykjavík, ókeypis í strætó! Eða allavega ódýrara! Mál nr. US140178

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram þriðja efsta hugmynd septembermánaðar úr flokknum samgöngur "ókeypis í strætó! Eða allavega ódýrara!" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. september 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum 

Vísað til meðferðar Strætó bs. 

17. Hverfisgata 78, kæra 105/2014, umsögn (01.173) Mál nr. SN140524

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 6. október 2014, ásamt kæru, dags. 2. október 2014, þar sem kærð er ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. ágúst 2014 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.173.0 vegna Hverfisgötu 78. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 3. nóvember 2014.

18. Hólmgarður 19, kæra 67/2013, umsögn (01.818.1) Mál nr. SN140439

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 15. júlí 2013 ásamt kæru, dags. 11. júlí 2013 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa að leyfa annað þakefni en samþykktar teikningar heimili á hús nr. 19 við Hólmgarð. Lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 7. nóvember 2014.

19. Þórunnartún 4, kærur 113,114,115/2014, umsögn (01.220.0) Mál nr. SN140551

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 21. október 2014 ásamt kæru 113/2014, 114/2014 og 115/2014, dags. 20. og 22 s.m. þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkur frá 30. september 2014 um veitingu byggingaleyfis til Þórunnartúns 4 slf. og á ákvörðun borgarráðs frá 3. júlí sl. um samþykki á breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits 1.220.0 vegna Þórunnartúns 4.  Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 5. nóvember 2014.

20. Austurhöfn, kæra 69/2014, umsögn, úrskurður (01.11) Mál nr. SN140378

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 9. júlí 2014 ásamt kæru nr. 69/2014 dags. 3. júlí 2014 þar sem kærð er samþykkt borgarráðs dags. 5. júní 2014 að breyta deiliskipulagi fyrir Austurhöfn. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. ágúst 2014. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 31. október 2014. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

21. Njálsgata 33B, kæra 84/2013, úrskurður (01.190.0) Mál nr. SN130422

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 29. ágúst 2013 ásamt kæru Guðmundar Jóns Albertssonar dags. 22. ágúst 2013 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi vegna lóðar nr. 33B við Njálsgötu. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 7. nóvember 2014. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

22. Kynjuð fjárhagsáætlun, fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Mál nr. US140209

Lögð fram fyrirspurn  fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Áslaugar Friðriksdóttur og Herdísar Þorvaldsdóttur til umhverfis- og skipulagssviðs:

"Óskað er eftir samantekt á verkefnum umhverfis- og skipulagssviðs vegna kynjaðrar fjárhagsáætlunar á síðasta kjörtímabili, hvað áhersla var lögð á hverju ári fyrir sig og til hvaða breytinga leiddu verkefnin. Hvernig hefur sú þekking sem verkefnin skiluðu áhrif á stjórnsýslu, verklag eða annað hjá sviðinu."

Frestað. 

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 14:30.

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð 

Hjálmar Sveinsson 

                             Magnea Guðmundsdóttir Kristín Soffía Jónsdóttir

                             Torfi Hjartarson Herdís Anna Þorvaldsdóttir 

                            Áslaug Friðriksdóttir Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir 

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2014, þriðjudaginn 11. nóvember kl. 10:20 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 802. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Skúli Þorkelsson, Jón Hafberg Björnsson, Eva Geirsdóttir, Björn Kristleifsson, Sigrún Reynisdóttir, Erna Hrönn Geirsdóttir og Bjarni Þór Jónsson.

Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Austurstræti 16 (01.140.501) 100861 Mál nr. BN048497

Almenna byggingafélagið ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um samþykki á uppfærðum brunavarnauppdráttum sbr. erindi BN047201 í hóteli á lóð nr. 16 við Austurstræti.

Meðfylgjandi er brunahönnunarskýrsla dags. nóvember 2014.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Austurstræti 8-10 (01.140.404) 100847 Mál nr. BN048441

Reitir III ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að skipta í tvo veitingastaði, annan í flokk II, hinn í flokk III, veitingahúsi á jarðhæð verslunar- og skrifstofuhúss á lóð nr. 8-10 við Austurstræti.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

3. Álfab. 12-16/Þönglab. (04.603.503) 111722 Mál nr. BN048447

Faxar ehf., Síðumúla 20, 108 Reykjavík

S&L ehf., Iðufelli 12, 111 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta nýsamþykktu erindi, sjá BN048272, þannig að í stað kassa fyrir loftræsingu kemur gasgeymsla á gaflvegg í atvinnuhúsinu Þönglabakka 6 á lóðinni Álfab.  12-16/Þönglab.

Erindi fylgir umsögn um loftræsikerfi dags. 22. október 2014 og samþykki meðeigenda.

Gjald 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

4. Álftaland 7 (01.847.505) 108740 Mál nr. BN048451

Álftaland 7,húsfélag, Álftalandi 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir svalalokun á tvennum svölum á suðurhlið íbúða 0101 og 0201, sbr. erindi BN048246 sem samþykkt var 7. október 2014, á fjölbýlishúsi á lóð nr. 7 við Álftaland.

Stærðir 5,7 ferm. x 2 = samtals 11,4 ferm., 30,8 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

5. Ármúli 23 (01.264.203) 103538 Mál nr. BN048306

Klifurfélag Reykjavíkur, Ármúla 23, 108 Reykjavík

Skák ehf, Lyngbarði 3, 220 Hafnarfjörður

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN047319 þannig að hætt er við að setja götustólpa framan við inngang og til að minnka setsvæði undir millipalli í húsi á lóð nr. 23 Ármúla

Samþykki sumra fylgir dags. 7. október 2014 .

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

6. Ásvallagata 58 (01.139.011) 100744 Mál nr. BN047880

Hildur Hrefna Kvaran, Ásvallagata 58, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að loka inndregnum svölum þannig að hjónaherbergi stækkar og til að gera franskrar svalir á tvö svefnherbergi á suðurhlið húss á lóð nr. 58 við Ásvallagötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. september 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. september 2014.

Fyrirspurn BN041786 dags. 20. júlí 2010 fylgir einnig sem og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 15 september 2014.

Stækkun:  14,2 ferm., 34,9 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Bergstaðastræti 10 (01.180.209) 101697 Mál nr. BN048283

Eignarhaldsfélagið Bakkavör ehf, Bakkabraut 5c, 200 Kópavogur

Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum á íbúðum í húsi á lóð nr. 10 við Bergstaðastræti.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.    

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

8. Birkimelur 3 (01.550.102) 106506 Mál nr. BN048489

Blómatorgið ehf, Hringbraut 33, 107 Reykjavík

Sigurður Þórir Sigurðsson, Stakkhamrar 19, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja úr timbri á steyptum undirstöðum átthyrnda verslun, mhl. 01, og fjarlægja jafnframt núverandi verslun, mhl. 07 og 08, sem byggð var 1949 og 1955 á lóð nr. 3 við Birkimel.

Stærðir nýbygging; 76,4 ferm., 264,5 rúmm.

Stærðir niðurrif 46 ferm., 115 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Bíldshöfði 8 (04.064.001) 110667 Mál nr. BN046281

Brimborg ehf., Bíldshöfða 6, 110 Reykjavík

Vegna athugasemda við úttekt á erindi BN032584 er sótt um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi í húsinu á lóðinni nr. 8 við Bíldshöfða.

Stigum á aðra hæð og björgunaropi hefur verið breytt, brunaslöngur færðar inn á uppdrátt og gólfniðurföll fjarlægð í húsi á lóð nr 8 við Bíldshöfða.

Bréf hönnuðar dags. 2. júlí 2013 fylgir erindinu.

Gjald kr. 9.000 + 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

10. Borgartún  35 (01.219.102) 186012 Mál nr. BN048494

Hlutdeild,deild vinnudeilusjóðs, Borgartúni 35, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fjölga eignarhlutum á 5. hæð úr einum í tvo eignarhluta og að geymsla í kjallara rými 0009 tilheyrir eignahulta 0505 í húsinu nr. 35 á lóð nr. 35 til 37 við Borgatúni.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

11. Borgartún 18 (01.221.001) 102796 Mál nr. BN047980

Arion banki hf., Borgartúni 19, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir þriggja flata ljósaskilti úr plexigleri og áli og staðsett í norðvesturhorni lóðar nr. 18 við Borgartún.

Umsögn Samgöngustjóra dags. 6. nóvember 2014 fylgir erindinu.

Gjald kr. 9.500

Synjað.

Með vísan til umsagnar samgöngustjóra dags. 6. nóvember 2014 og kvöð OR á lóð nr. 18 við Borgartún.

12. Borgartún 8-16A (01.220.107) 199350 Mál nr. BN047805

Höfðatorg ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

HTO ehf., Katrínartúni 2, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja 6. áfanga Höfðatorgs, bílakjallara BK5 á þremur hæðum með 235 stæðum, í horni við Skúlagötu/Skúlatún kringum byggingareit S1 á lóð nr. 8-16 við Borgartún.

Stækkun:  8.516,7 ferm., 31.166,2 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

 Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

13. Borgartún 8-16A (01.220.107) 199350 Mál nr. BN048514

HTO ehf., Katrínartúni 2, 105 Reykjavík

Höfðatorg ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu og aðstöðusköpun samhliða samþykkt á BN047805; bílakjallara við Höfðatorg á lóð að Borgartúni 8-16.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

 Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

14. Búðagerði 9 (01.814.009) 107921 Mál nr. BN048487

Helga Jóhanna Úlfarsdóttir, Búðagerði 9, 108 Reykjavík

Haraldur Þór Jónsson, Búðagerði 9, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á núverandi skipulagi á 2. og rishæð í húsinu á lóð nr. 9 við Búðagerði. 

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Frakkastígur 8 (01.172.109) 101446 Mál nr. BN047643

Blómaþing ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja 1. og  2. áfanga nýbygginga á Frakkastígsreit, Hverfisgötu 58-60, mhl. 02, steinsteypt fimm hæða fjölbýlishús á kjallara með fimmtán íbúðum á efri hæðum, verslun og þjónustu og bílgeymslu á jarðhæð og kjallara og mhl. 03, Laugavegur 41A, fjögurra hæða fjölbýlishús með átta íbúðum á sameinaðri lóð nr. 8 við Frakkastíg.

Meðfylgjandi er greinargerð um algilda hönnun dags. 5. maí 2014, orkurammi dags. 1. maí 2014, umsögn Minjastofnunar dags. 8. maí 2013 og 7. júlí 2014, greinargerð hönnuðar um skipulagsskilmála dags. 20. og 27. maí 2014 og bílastæðabókhald, ódagsett.

Stærð mhl.02:  3.017,6 ferm., 9.516,6 rúmm.

Stærð mhl.03:  986,5 ferm., 3.093,1 rúmm.

Samtals:  4.004,1 ferm., 12.609,7 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16. Framnesvegur 30 (01.133.245) 100274 Mál nr. BN048418

Jóna Björgvinsdóttir, Smáragata 5, 900 Vestmannaeyjar

Sótt er um leyfi til að setja þakglugga á salerni á 3. hæð í húsi nr. 30 á lóð nr. 28-30 við Framnesveg.

Samþykki meðeigenda fylgir erindi.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

17. Friggjarbrunnur 10-12 (05.055.105) 205896 Mál nr. BN047893

HB eignir ehf., Kárastíg 12, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta ytra byrði  úr múrkerfi á timburgrind í álplötuklæðningu á álgrind og bæta við gluggum á gafla, sbr. erindi BN035242, tvíbýlishúss á lóð nr. 10-12 við Friggjarbrunn.

Meðfylgjandi er eldvarnarskýrsla dags. 12. ágúst 2014.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

18. Friggjarbrunnur 17-19 (02.693.504) 205773 Mál nr. BN048468

Sveinn Óskar Þorsteinsson, Brúnastaðir 59, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta nýsamþykktu erindi, BN048225, breytt er innra skipulagi í kjallara parhúss á lóð nr. 17-19 við Friggjarbrunn.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

19. Friggjarbrunnur 42-44 (05.053.201) 205962 Mál nr. BN048498

Bygg Ben ehf., Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjölbýlishús, þrjár til fimm hæðir með 52 íbúðum á bílakjallara fyrir 53 bíla á lóð nr. 42-44 við Friggjarbrunn.

Stærð A-rými:  6.096,6 ferm., 19.342,5 rúmm.

B-rými:  1.915,2 ferm., xx rumm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Friggjarbrunnur 55-57 (02.693.105) 205838 Mál nr. BN048412

RED I hf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt fjölbýlishús, 2. áfanga og í framhaldi af erindi BN047030, þrjár hæðir og kjallara með 9 íbúðum á lóð nr. 55-57 við Friggjarbrunn.

Stærð 2 áfangi:  1.701 ferm., 2.807,5 rúmm.

Friggjarbrunnur 55-57 verður samtals:  7.369,1 ferm., 20.838,4 rúmm.

Gjald kr. 9.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins. Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.  Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

21. Grandagarður 20 (01.112.501) 100033 Mál nr. BN048485

HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður framkvæmdu niðurrifi á tveimur tönkum, mhl. ?? og mhl. ?? á lóð nr. 20 við Grandagarð. 

Niðurrif stærðir:  Mhl. ?? XX ferm. , XX rúmm.  Mhl. ?? XX ferm., XX rúmm. 

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Grandavegur 42 (01.520.401) 216910 Mál nr. BN048503

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Sótt er um útvíkkun á takmörkuðu byggingarleyfi að Grandavegi 42, sbr. mál nr. BN046483, fyrir uppsteypu að plötu yfir kjallara. 

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

23. Grenimelur 30 (01.540.216) 106285 Mál nr. BN048493

Marías Hafsteinn Guðmundsson, Grenimelur 30, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja þakglugga yfir stigagang, sbr. fyrirspurn SN140575 sem var afgreidd jákvætt 29. október 2014, á fjölbýlishúsi á lóð nr. 30 við Grenimel.

Meðfylgjandi er umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. október 2014.

Stækkun:  0,3 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Grundarstígur 10 (01.183.308) 101960 Mál nr. BN048465

1904 ehf., Þingholtsstræti 16, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta skilgreiningu veitingarstaðar úr flokk I í flokk II veitingastaður með vínveitingaleyfi fyrir 45 gesti í húsinu á lóð nr. 10 við Grundarstíg. 

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. nóvember 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. ágúst 2014.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Til reynslu í eitt ár samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. ágúst 2014.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

25. Guðríðarstígur 6-8 (04.121.401) 188025 Mál nr. BN048490

RA 5 ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi innréttinga á 3. hæð og bæta við gluggum og loftræsiopi á norð-austur gafli húss á lóð nr. 6-8 við Guðríðarstíg.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 2. nóvember 2014.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. 

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

26. Guðrúnargata 1 (01.247.406) 103377 Mál nr. BN048370

Sara Pétursdóttir, Guðrúnargata 1, 105 Reykjavík

Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum og teikningum vegna eignaskiptasamnings á íbúðarhúsi á lóð nr. 1 við Guðrúnargötu.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

27. Hringbraut 121 (01.520.202) 105922 Mál nr. BN048003

JL Holding ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta skrifstofurými á 4. og 5. hæð í gististað í flokki II, tegund gistiskáli, að hámarki fyrir 201 gistirými í  51 herbergjum, komið verður fyrir stiga- lyftu á milli 4. og 5.hæðar og að staðsetja tvo flóttastiga úr stáli við suðurhlið hússins á lóð nr. 121 við Hringbraut. 

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. ágúst 2014 fylgir erindinu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. ágúst 2014 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. ágúst 2014.

Samþykki meðeigenda fylgir dags. 17. júlí 2014 og kaupsamningur og afsal dags. 14. júní 2014, bréf frá hönnuði dags. 27. okt. 2014 fylgja erindinu.

Gjald kr. 9.500 + 9.500 + 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Hringbraut Landsp. (01.198.901) 102752 Mál nr. BN048492

Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja skrifstofurými til bráðabirgða, mhl. 42, úr gámaeiningum á þrem hæðum með valmaþaki við norðurhlið tengibyggingar milli E og G álmu Landspítalans á lóð nr. 36 við Eiríksgötu.

Stærðir: 481,3 ferm., 1.523 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

29. Ingólfsstræti 2A (01.170.005) 101323 Mál nr. BN047807

Fjélagið - eignarhaldsfélag hf., Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja veislustofu með þaksvölum við núverandi 3. hæð, koma fyrir útibekkjum og og gróðurbelti, framlengja lyftu og flóttaleið frá Bankastræti 7 á þaksvölum,  Gamla Bíós, sbr. erindi BN046942, samþ. 20.5. 2014, á lóð nr. 2a við Ingólfsstræti.

Erindi var grenndarkynnt frá 26. júní til og með 24. júlí 2014. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jóhann Friðrik Haraldsson dags. 22. júlí 2014, Mörkin lögmannsstofa f.h. 101 hótels ehf. og IJG eigna ehf. dags. 23. júlí 2014. 

Einnig er lagt fram minnisblað arkitektur.is dags. 29. september 2014 og bréf Steindórs Sigurgeirssonar f.h. félagið-eignarhaldsfélag og húseigenda Gamla Bíós dags. 22. ágúst 2014. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. ágúst 2014.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 2. júní 2014 og eldvarnaskýrsla dags. í júní 2014 og hljóðvistarskýrsla dags. 22.10. 2014.

Stærðir stækkun brúttó: 66,6 ferm., 220,0 rúmm.

Gjald kr. 9.500 + 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Jónsgeisli 89 (04.113.305) 189864 Mál nr. BN048500

Borgarás ehf, Miðhúsum 20, 112 Reykjavík

Sótt er um stöðuleyfi í eitt ár fyrir tvo gáma þar sem hús er enn í byggingu á lóð nr. 89 við Jónsgeisla.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Skoðist á staðnum.

31. Karfavogur 54 (01.444.006) 105520 Mál nr. BN048448

Ragnheiður Stefánsdóttir, Karfavogur 54, 104 Reykjavík

María Helgadóttir, Logafold 56, 112 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri breytingu þar sem útidyr eru færðar fram í einbýlishúsi á lóð nr. 54 við Karfavog.

Stækkun:  2 ferm., 5,6 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Synjað.

Samræmist ekki ákvæðum byggingarreglugerðar sbr. gr. 6.4.7.

32. Klettagarðar 11 (01.330.601) 172573 Mál nr. BN048260

E.T. ehf, Klettagörðum 11, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja einnar hæðar viðbyggingu til suðurs úr forsteyptum einingum við húsið á lóð nr. 11 við Klettagarða.

Samþykki eigenda ódags. Bréf frá hönnuði dags. 7. nóvember 2014 fylgir erindi. 

Stækkun:  137,3 ferm., 461,3 rúmm. 

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Kringlan  4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN048496

Reitir VII ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir hraðbönkum í afgreiðslusal  Arionbanka á 2. hæð, einingu 216, í Kringlunni á lóð nr. 4-12 við Kringluna.

Meðfylgjandi er umsögn eldvarnahönnuðar dags. 4. nóvember 2014.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

34. Kvistaland 12 (01.863.102) 108804 Mál nr. BN048483

Högni Stefán Þorgeirsson, Kvistaland 12, 108 Reykjavík

Guðríður Svana Bjarnadóttir, Kvistaland 12, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu til suðurs  við einbýlishús nr. 12 á lóð nr. 10-16 við Kvistaland.

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

35. Laufásvegur 2 (01.183.005) 101917 Mál nr. BN048361

Flying Viking ehf, Krókhálsi 5A, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta skráningu húss úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði á lóð nr. 2 við Laufásveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. október 2014 fylgir erindinu.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

36. Lautarvegur 30 (01.794.606) 213581 Mál nr. BN048450

Ragnar Þór Hannesson, Geitland 2, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að opna milli bílskúrs og anddyris í einbýlishúsi á lóð nr. 30 við Lautarveg.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

37. Marargata 2 (01.137.105) 100652 Mál nr. BN048259

Gleði ehf., Marargötu 2, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til byggja steyptar svalir á 2. hæð sem samsvara nálægum tröppum og handriði  í húsi á lóð nr. 2 við Marargötu.

Samþykki meðeigenda fylgir dags. 15.september 2014.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Grenndarkynningu ólokið.

38. Melgerði 9 (01.815.308) 108004 Mál nr. BN048504

Georg Bergþór Friðriksson, Melgerði 9, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja nýtt anddyri úr timbri, steypa nýjar tröppur og stækka svalir á 2. hæð íbúðarhússins á lóð nr. 9 við Melgerði.

Stærðir, stækkun; 6,2 ferm., 15,9 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Melhagi 6 (01.542.021) 106375 Mál nr. BN048501

Jónas Haukur Einarsson, Framnesvegur 2, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka gat í vegg milli forstofu og dagstofu á 1. hæð í húsi á lóð nr. 6 við Melhaga.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

40. Mýrargata  2-8 (01.116.401) 100072 Mál nr. BN048502

Slippurinn, fasteignafélag ehf., Stórhöfða 25, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss, sjá erindi BN047649, sem felast í að starfsmannaaðstaða er flutt yfir í nr. 12 við Mýrargötu, byggðar eru nýjar tröppur og komið er fyrir undirbúningseldhúsi í kjallara, á 1. hæð er ný hurð sett á stigahús, móttaka færð og komið er fyrir tækifærisbar í hóteli á lóð nr. 2-8 við Mýrargötu.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

41. Neshagi 4 (01.542.218) 106395 Mál nr. BN048256

Margrét Ásgeirsdóttir, Neshagi 4, 107 Reykjavík

Halldór Ásgeirsson, Neshagi 4, 107 Reykjavík

Guðmundur Steinn Gunnarsson, Neshagi 4, 107 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi, til að koma fyrir hurð út á niðurgrafinn pall og  stækka baðherbergi  í húsi á lóð nr. 4 við Neshaga. 

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.    

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

42. Nökkvavogur 4 (01.441.002) 105408 Mál nr. BN048456

Snorri Petersen, Nökkvavogur 4, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja bílskúr við fjölbýlishús á lóð nr. 4 við Nökkvavog.

Stærð:  35 ferm., 105 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vantar samþykki meðeigenda.

43. Óðinsgata 1 (01.181.003) 101727 Mál nr. BN048347

Þuríður Ottesen, Óðinsgata 1, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu á bakhlið, hækka þak, byggja svalir og innrétta íbúðarherbergi í risi íbúðar- og atvinnuhúss á lóð nr. 1 við Óðinsgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. nóvember 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. nóvember 2014.

Erindi fylgir samþykki meðeigenda áritað á uppdrátt dags. 10. og 13. október, umsögn Minjastofnunar Íslands og Borgarsögusafns dags. 16. september 2014.

Stækkun:  47,2 ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

44. Rauðagerði 39 (01.821.307) 108312 Mál nr. BN048477

Úlfar Ægir Þórðarson, Rauðagerði 39, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum þar sem gerð er grein fyrir óútgröfnu rými og notkun á því í einbýlishúsi á lóð nr. 39 við Rauðagerði.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. nóvember 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. nóvember 2014.

Stækkun XX ferm og XX rúmm. 

Gjald kr. 9.500

Synjað.

Samræmist ekki deiliskipulagi samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. nóvember 2014.

45. Skúlagata 14-16 (01.152.301) 101036 Mál nr. BN048499

Skuggi 3 ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að koma fyrir tveimur þakgluggum yfir íbúð 1101 og og breyta innra fyrirkomulagi hennar í mhl. 14 í húsi Lindargötu 39 á lóð nr.  14-16 við Skúlagötu. Sbr. BN048445

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vantar samþykki meðeigenda.

46. Smiðshöfði 1 (04.061.101) 110602 Mál nr. BN047795

Pökkun og flutningar ehf, Smiðshöfða 1, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta húsvarðaríbúð á 2. hæð  (sjá BN029012 sem  samþykkt var 4. maí 2004) og koma fyrir svölum á milli mhl. 02 og 01 og flóttasvölum á austurgafl  á atvinnuhúsi á lóð nr. 1 við Smiðshöfða.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. júní 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. júní 2014. Einnig fylgir tölvupóstur frá hönnuði  dags. 19. september þar sem gerð er grein fyrir svölum og aftur þar sem hún gerir grein fyrir flóttasvölum.

Gjald kr. 9.500 + 9.500

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa vegna umsóknar um tvennar svalir.

47. Stangarholt 34 (01.246.207) 103314 Mál nr. BN048464

Helga Dögg Flosadóttir, Stangarholt 34, 105 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 34 við Stangarholt.

Samþykki meðeigenda fylgir með á teikningu.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.    

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

48. Starmýri 2C (01.283.001) 103700 Mál nr. BN048388

Mýr-Inn ehf., Starmýri 2c, 108 Reykjavík

Vatnsás ehf., Hólmgarði 45, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta gistirými í flokki 2 í verslunarrými á jarðhæð í norðurenda húss nr 2c á lóð nr. 2 við Starmýri.

Erindi fylgir jákvæð fyrirspurn BN048133 dags. 2. september 2014. Einnig tölvupóstur umsækjanda dags. 29. október 2014 og mótmæli eigenda Starmýri 2c efri hæðar dags. 10. nóvember 2014 fylgja erindinu.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og mótmælum eigenda Starmýri 2c vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

49. Thorsvegur 1 (02.3--.-99) 109211 Mál nr. BN047307

Litli bóndabærinn ehf, Laugavegi 50, 101 Reykjavík

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir bökunareldhúsi á 1. hæð og til að koma fyrir fellistiga við norðurhlið á húsi Korpúlfsstaða á lóð nr. 1 við Thorsveg. 

Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 16. júlí 2014 og Borgarsögusafns fylgja erindi.

Gjald kr. 9.500 + 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

50. Tryggvagata 19 (01.118.301) 100095 Mál nr. BN048223

Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta nýsamþykktu erindi, sjá BN045618, þannig að hætt verður við að byggja akstursbraut upp á 2. hæð og þak hellulagt á verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 19 við Tryggvagötu.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

51. Urðarstígur 14 (01.186.403) 102278 Mál nr. BN048509

Sigurrós Hermannsdóttir, Urðarstígur 14, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi einbýlishúss á lóð nr. 14 við Urðarstíg.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

52. Þórsgata 18 (01.186.303) 102259 Mál nr. BN048458

Haraldur Hrafnsson, Aragata 10, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að skrá sem "ósamþykkta íbúð" kjallararými í parhúsi á lóð nr. 18 við Þórsgötu.

Erindi fylgir íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 2. júní 2014.

Einnig fylgja fyrirspurnir BN037168 dags. 6. nóvember 2007 og BN047142 dags. 4. febrúar 2014, sem báðar fengu neikvæða afgreiðslu.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Fyrirspurnir

53. Bíldshöfði 9A (04.062.002) 176037 Mál nr. BN047472

DAP ehf, Litlu-Tungu, 270 Mosfellsbær

Spurt er hvort leyfi fengist til að reisa húsnæði fyrir verslunar og þjónustustarf á jarðhæð og fyrir rekstur gistiskála/gistiheimil á efri hæðum á lóð nr. 9A við Bilshöfða .

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. nóvember 2014 fylgir erindinu. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt tölvupósti Dap ehf. f.h. lóðarhafa dags. 3. nóvember 2014 þar sem fyrirspurnin er dregin til baka.

Erindi dregið til baka, sbr. tölvupóst Dap ehf. dags. 3. nóvember 2014.

54. Frakkastígur 26A (01.182.317) 215204 Mál nr. BN048482

Hrefna Björk Sverrisdóttir, Frakkastígur 26a, 101 Reykjavík

Spurt er hvort stækka megi og fjölga gluggum, byggja megi kvisti á austur- og norður þakfleti og svalir á suðurhlið húss á lóð nr. 26A við Frakkastíg.

Frestað.

Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

55. Grjótháls 10 (04.300.101) 217427 Mál nr. BN048327

Bón og þvottastöðin ehf., Grjóthálsi 10, 110 Reykjavík

Spurt er hvort leyfð yrðu afnot af borgarlandi eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningum af lóð nr. 10 við Grjótháls.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. nóvember 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. nóvember 2014.

Nei.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 7. nóvember 2014.

56. Laugavegur 176 (01.251.101) 103435 Mál nr. BN048413

Saga Film ehf., Pósthólf 5490, 125 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að innrétta fjölnýtisal í fyrrum "sjónvarpssal" á jarðhæð verslunar- og skrifstofuhúss á lóð nr. 176 við Laugaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. nóvember 2014 fylgir erindinu.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

57. Lautarvegur 12 (01.794.105) 213563 Mál nr. BN048392

Jónas Ólafsson, Bjarmaland 10, 108 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að byggja þriggja hæða fjölbýlishús með kjallara og tvöföldum bílskúr á lóð nr. 12 við Lautarveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. nóvember 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. nóvember 2014.

Nei.

Samræmist ekki deiliskipulagi sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. nóvember 2014.

58. Rauðalækur 40 (01.344.105) 104029 Mál nr. BN048486

Páll Magnússon, Rauðalækur 40, 105 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að setja svalalokun á 2. hæð í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 40 við Rauðalæk.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

59. Ránargata 9A (01.136.204) 100540 Mál nr. BN048324

Sólveig Guðmundsdóttir Karlsson, Ránargata 9a, 101 Reykjavík

Spurt er hvort samþykki fáist fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi þar sem m. a. er gerð grein fyrir íbúð á 1. hæð og í risi og til að reka sem einhvers konar gistiheimili í fjölbýlishúsi á lóð nr. 9A við Ránargötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 17. október 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. október 2014.

Frestað.

Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 12:21.

Bjarni Þór Jónsson

Björn Kristleifsson

Sigrún Reynisdóttir

Erna Hrönn Geirsdóttir

Jón Hafberg Björnsson

Skúli Þorkelsson

Eva Geirsdóttir