Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2014, miðvikudaginn 22. október, kl. 09:06, var haldinn 83. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Áslaug María Friðriksdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Svafar Helgason árheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Stefán Finnsson, Björgvin Rafn Sigurðarson og Marta Grettisdóttir.

Fundarritari var Örn Sigurðsson

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 17. október 2014.

(B) Byggingarmál

2. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423

Fylgiskjöl með fundargerð þessari eru nr. 798 frá 21. október 2014. 

(E) Umhverfis- og samgöngumál

3. Miðborgin, sleppistæði fyrir rútur Mál nr. US140187

Farið yfir merkingar á sleppistæðum fyrir rútur í miðborg Reykjavíkur. 

Umhverfis- og skipulagssviði er falið að vinna tillögu að frekari merkingum og kynningum á sleppistæðum í miðborg Reykjavíkur. 

Gísli Garðarsson tekur sæti á fundinum kl. 9:24. 

(C) Fyrirspurnir

4. Blikastaðavegur 2-8, (fsp) sjálfafgreiðslu eldsneytisstöð (02.4) Mál nr. SN140501

Korputorg ehf., Smáratorgi 3, 201 Kópavogur

Arkís arkitektar ehf., Höfðatúni 2, 105 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Korputorgs ehf. dags. 26. september 2014 varðandi sjálfafgreiðslu eldsneytisstöð á lóðinni nr. 2-8 við Blikastaðaveg, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 15. september 2014. Einnig er lagt fram bréf Davíðs Freys Albertssonar f.h. Korputorgs ehf. dags. 25. september 2014 ásamt viðauka og yfirlýsingu ódags. Jafnframt er lögð fram greinargerð Arkís arkitekta ehf. dags. 9. október 2014.

Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Áslaug María Friðriksdóttir og Herdís Anna Þorvaldsdóttir og fulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallavina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir tóku jákvætt í fyrirspurnina.  Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Gísli Garðarsson greiddi atkvæði gegn afgreiðslunni. 

(D) Ýmis mál

5. Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup Mál nr. US130118

Lagt fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í ágúst 2014.

6. Umhverfis- og skipulagssvið, mánaðaruppgjör janúar til mars 2014 Mál nr. US130185

Kynnt uppgjör umhverfis- og skipulagssviðs ES og RK fyrir janúar til ágúst  2014.

7. Betri Reykjavík, ókeypis í strætó! Eða allavega ódýrara! Mál nr. US140178

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram þriðja efsta hugmynd septembermánaðar úr flokknum samgöngur "ókeypis í strætó! Eða allavega ódýrara!" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. september 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur.  

8. Betri Reykjavík, bekki á gangstéttir og við göngustíga þar sem við á Mál nr. US140184

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf skrifsstofu borgarstjórnar dags. 5. nóvember 2012 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs um efstu hugmynd októbermánaðar frá samráðsvefnum Betri Reykjavík úr flokknum framkvæmdir, bekkir á gangstéttir og við göngustíga þar sem við á.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, framkvæmdir.  

9. Betri Reykjavík, umhirða trjágróðurs við gangstéttir og stíga Mál nr. US140175

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd septembermánaðar úr flokknum umhverfismál "umhirða trjágróðurs við gangstéttir og stíga" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. september 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, umhverfisgæða. 

10. Betri Reykjavík, tímatöflu Strætó á google transit Mál nr. US140176

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram fjórða efsta hugmynd septembermánaðar úr flokknum samgöngur "tímatöflu Strætó á google transit" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. september 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur.  

11. Betri Reykjavík, byggingabann á Öskjuhlíð Mál nr. US140177

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd septembermánaðar úr flokknum skipulag "byggingabann á Öskjuhlíð" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. september 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúi. 

12. Háskóli Íslands, hugmyndasamkeppni Mál nr. SN140070

Lagt fram minnisblað umhverfi- og skipulagssviðs, skrifstofu skipulags,byggingar og borgarhönnunar um skipulag Háskólasvæðisins dags. 21. október 2014. 

Kynntar niðurstöður úr hugmyndasamkeppni um skipulag Háskólasvæðisins 

Kynnt. 

Nikulás Úlfar Másson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

13. Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins, verklok niðurstöður, vaxtarsamningur höfuðborgarsvæðisins Mál nr. US140186

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. september 2014 vegna samþykktar borgarráðs frá 18. september 2014 um að vísa samantektar- og undirskýrslum „Skólar í fremstu röð“, til umfjöllunar skóla- og frístundaráðs. Undirskýrslu um háskólaborgina til umfjöllunar hjá stjórnkerfis- og lýðræðisráði, umhverfis- og skipulagsráði og skrifstofu eigna og atvinnuþróunar. Undirskýrslu um endurmenntun á vinnumarkaði til umfjöllunar mannauðsskrifstofu. Undirskýrslu um menningarverkefni og samstarf við menntakerfið til umfjöllunar menningar- og ferðamálaráðs. 

Borgarráð samþykkti einnig að vísa samantektar- og undirskýrslum „Vaxtarsamningur höfuðborgarsvæðisins“ til umfjöllunar umhverfis- og skipulagsráðs, fjármálaskrifstofu og skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar. Undirskýrslum um framtíð og fjárfestingaþörf í ferðaþjónustu og um skapandi greinar og græna hagkerfið til umfjöllunar menningar- og ferðamálaráðs.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra. 

14. Hæg breytileg átt, Kynning Mál nr. US140188

Kynning á framtíðarhugmyndum verkefnisins "hæg breytileg átt"

Jón Davíð Ásgeirsson, Björn Teitsson og Guðni Valberg fulltrúar Trípólí arkitekta kynna. 

15. Vesturhús 1, kæra 11/2014, umsögn, afturköllun (02.848.0) Mál nr. SN140067

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 18. febrúar 2014 ásamt kæru dags. 17. febrúar 2014 þar sem kærðar eru framkvæmdir vegna hækkunar og klæðningu á þaki á húsi á lóð nr. 1 við Vesturhús. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 20. febrúar 2014. Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 8. október 2014 ásamt staðfestingu kæranda á afturköllun kærunnar dags. s.d.

16. Hringbraut 79, kæra 110/2014 (01.524) Mál nr. SN140544

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 14. október 2014 ásamt kæru, dags. 13. október 2014 þar sem kærð er samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. ágúst 2014 á byggingarleyfisumsókn fyrir Hringbraut 79.

Vísað til skrifstofu sviðsstjóra. 

17. Brautarholt 10-14/Skipholt 11-13, kæra 95/2014, umsögn, úrskurður (01.242.3) Mál nr. SN140451

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 27. ágúst 2014 ásamt kæru, dags. s.d. þar sem kærð er ákvörðun Reykjavíkurborgar dags. 28. júlí 2014 um útgáfu byggingarleyfis fyrir Brautarholt 10-14/Skipholt. Gerð er krafa um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs sviðsstjóra, dags. 7. október 2014. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 16. október 2014. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu á útgáfu byggingarleyfisins.

18. Grettisgata 62 og Barónsstígur 20A, breyting á deiliskipulagi (01.190.1) Mál nr. SN140230

RFL ehf., Ármúla 7, 108 Reykjavík

Gunnlaugur Björn Jónsson, Aðalstræti 77a, 450 Patreksfjörður

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9. október 2014 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á deiliskipulagi á Njálsgötureit 1.190.1.

19. Kjalarnes, Vallá, deiliskipulag Mál nr. SN130279

Stjörnuegg hf., Vallá, 116 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9. október 2014 vegna samþykktar borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi fyrir jörðina Vallá á Kjalarnesi.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 11:05

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð 

Hjálmar Sveinsson 

Magnea Guðmundsdóttir Kristín Soffía Jónsdóttir

Gísli Garðarsson Herdís Anna Þorvaldsdóttir 

Áslaug Friðriksdóttir Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir 

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2014, þriðjudaginn 21. október kl. 10:10 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 799. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Karólína Gunnarsdóttir, Björgvin Rafn Sigurðarson, Eva Geirsdóttir, Björn Kristleifsson, Björn Stefán Hallsson, Sigrún Reynisdóttir og Óskar Torfi Þorvaldsson

Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Aðalstræti 6 (01.136.502) 100592 Mál nr. BN048421

Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um um takmarkað byggingarleyfi að Aðalstræti 6, sbr. BN048229, til að setja upp verkpalla og niðurrif á efstu hæð til undirbúnings endurbyggingar.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

2. Austurstræti 16 (01.140.501) 100861 Mál nr. BN048406

Almenna byggingafélagið ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um samþykki á þegar framkvæmdum breytingum á 1. hæð og í kjallara sbr. BN047201 sem tengjast hóteli á lóð nr. 16 við Austurstræti.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

3. Ánanaust 8 (01.089.809) 172490 Mál nr. BN048341

SORPA bs., Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja úr límtré, klæddu með einangruðum stálsamlokueiningum og á steyptum undirstöðum hús fyrir móttöku á skilaumbúðum til endurvinnslu, mhl. 02, á lóð nr. 8 við Ánanaust.

Skv. deiliskipulagi samþykktu 9. apríl 2014.

Stærðir 126,4 ferm., 480,3 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

4. Bergstaðastræti 10 (01.180.209) 101697 Mál nr. BN048283

Eignarhaldsfélagið Bakkavör ehf, Bakkabraut 5c, 200 Kópavogur

Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum, sbr. erindi BN036553 samþ. 9. október 2007, af íbúðum í húsi á lóð nr. 10 við Bergstaðastræti.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Bollagata 7 (01.247.709) 103405 Mál nr. BN048404

Davíð Kristófer Young, Bollagata 7, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að gera dyraop út á pall þar sem jarðvegsyfirborð hefur verið lækkað, sbr. fyrirspurn BN048050, við kjallaraíbúð á lóð nr. 7 við Bollagötu.

Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda á teikningu.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

6. Borgartún 6 (01.220.002) 102778 Mál nr. BN048394

JHC ehf., Másstöðum 2, 301 Akranes

Sótt er um leyfi til að innrétta leikjamiðstöð í vesturenda kjallara húss á lóð nr. 6 við Borgartún.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Borgartún 8-16A (01.220.107) 199350 Mál nr. BN047805

Höfðatorg ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

HTO ehf., Katrínartúni 2, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja 6. áfanga Höfðatorgs, bílakjallara BK5 á þremur hæðum með 235 stæðum, í horni við Skúlagötu/Skúlatún kringum byggingareit S1 á lóð nr. 8-16 við Borgartún.

Stækkun:  8.516,7 ferm., 31.166,2 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

8. Brautarholt 2 (01.241.201) 103019 Mál nr. BN048262

Kaffismiðja Íslands ehf., Kárastíg 1, 101 Reykjavík

Centrum fjárfestingar slhf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri stækkun á anddyri og leyfi til að innrétta kaffihús í flokki II fyrir 62 gesti í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 2 við Brautarholt.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagfulltrúa frá 10. október 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. dags. 9. október 2014.

Áður gerð stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Bæjarflöt 10 (02.575.803) 178967 Mál nr. BN048390

Goð ehf, Bæjarflöt 10, 112 Reykjavík

Sótt er um samþykki á þegar byggðu, stækkuðu millilofti í iðnaðarhúsi  á lóð nr. 10 við Bæjarflöt.

Stækkun: xx ferm.

Stærð eftir stækkun samt. ferm. og rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10. Flugvöllur 106748 (01.66-.-99) 106748 Mál nr. BN048295

Isavia ohf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir tímabundnu stöðuleyfi fyrir kennslugám fyrir fræðslusetur/skóla sem er við norðurenda byggingar  nr. 347 við Reykjavíkurflugvöll nr. 106748.

Stærðir. XX ferm., XX rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

11. Frakkastígur 24 (01.182.311) 101908 Mál nr. BN047806

Margrét Þorsteinsdóttir, Frakkastígur 24, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja timbursvalir við efri hæð og sólstofu á neðri hæð ásamt því að breyta gluggum á einbýlishúsi á lóð nr. 24 við Frakkastíg.

Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa áritað á uppdrátt og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 25. júní 2014.

Stækkun:  12 ferm., 30,9 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Vísað til leiðbeininga í umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 25. júní 2014.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Skilyrt er að lóðarskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

12. Frakkastígur 8 (01.172.109) 101446 Mál nr. BN047643

Blómaþing ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja 1. og  2. áfanga nýbygginga á Frakkastígsreit, Hverfisgötu 58-60, mhl. 02, steinsteypt fimm hæða fjölbýlishús á kjallara með fimmtán íbúðum á efri hæðum, verslun og þjónustu og bílgeymslu á jarðhæð og kjallara og mhl. 03, Laugavegur 41A, fjögurra hæða fjölbýlishús með átta íbúðum á sameinaðri lóð nr. 8 við Frakkastíg.

Meðfylgjandi er greinargerð um algilda hönnun dags. 5. maí 2014, orkurammi dags. 1. maí 2014, umsögn Minjastofnunar dags. 8. maí 2013 og 7. júlí 2014, greinargerð hönnuðar um skipulagsskilmála dags. 20. og 27. maí 2014 og bílastæðabókhald, ódagsett.

Stærð mhl.02:  3.017,6 ferm., 9.516,6 rúmm.

Stærð mhl.03:  986,5 ferm., 3.093,1 rúmm.

Samtals:  4.004,1 ferm., 12.609,7 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Gerð lóðabreytingar er ólokið.

13. Friggjarbrunnur 55-57 (02.693.105) 205838 Mál nr. BN048412

RED I hf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt fjölbýlishús, 2. áfanga sjá erindi BN047030, þrjár hæðir og kjallara með 9 íbúðum á lóð nr. 55-57 við Friggjarbrunn.

Stærð:  Kjallari xx ferm., 1. hæð xx ferm., 2. hæð xx ferm., 3. hæð xx ferm.

Samtals 2. áfangi:  1.071,7 ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

14. Gilsárstekkur 8 (04.612.004) 111763 Mál nr. BN048411

Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að breyta tvíbýlishúsi í skrifstofuhúsnæði, breyta innra fyrirkomulagi og breyta bílgeymslu í móttökuherbergi í einbýlishúsi á lóð nr. 8 við Gilsárstekk.

Gjald kr. 9.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Þinglýsa þarf kvöð um breytingu á starfsemi  falli núverandi starfsemi niður fyrir útgáfu byggingarleyfis.

Þinglýsa skal yfirlýsingu um samruna eigna fyrir útgáfu byggingarleyfis.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

15. Grandavegur 42 (01.520.401) 216910 Mál nr. BN048375

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta merkingum bílastæða í bílageymslu, sjá erindi BN046483,  á lóð nr. 42 við Grandaveg.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

16. Grettisgata 52 (01.190.108) 102383 Mál nr. BN047882

Brynjar Harðarson, Stigahlíð 78, 105 Reykjavík

SV 50 ehf., Pósthólf 8741, 128 Reykjavík

Sótt er um samþykki á áður gerðri ósamþykktri íbúð í kjallara, 0001, í húsi á lóð nr. 52 við Grettisgötu.

Erindi fylgir samþykki meðeigenda á teikningum, þinglýst afsal dags. 5. maí 1997 og virðingargjörð dags. 18. nóvember 1976.

Gjald kr. 9.500 + 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

17. Hraunbær  62-100 (04.335.201) 111079 Mál nr. BN048408

Jón Gunnar Borgþórsson, Úthlíð 13, 105 Reykjavík

Sótt er um samþykki á ósamþykktri íbúð 0001 í kjallara fjölbýlishúss nr. 78 á lóð nr. 62 - 100 við Hraunbæ.

Gjald kr 9.500

Synjað.

Samræmist ekki ákvæðum byggingarreglugerðar um íbúðir.

18. Kirkjustétt 2-6 (04.132.201) 188525 Mál nr. BN048369

Festi fasteignir ehf., Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík

BS-eignir ehf., Kirkjustétt 2-6, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innanhúss, þar sem eldunartæki eru fjarlægð og tæki til súkkulaðiframleiðslu sett í staðinn og útidyrarennihurð skipt út fyrir tvöfalda lamahurð í húsi á lóð nr. 2-6 við Kirkjustétt.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

19. Klapparstígur 38 (01.171.505) 101421 Mál nr. BN048409

Reykjavík Rent ehf, Hverfisgötu 105, 105 Reykjavík

Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum innanhúss, sem felast í að færa stiga úr sal inn í glerskála og einnig er sótt um leyfi til að innrétta bar í veitingatjaldi við hús á lóð nr. 38 við Klapparstíg.

Gjald kr. 9.599

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Klettagarðar 15 (01.325.001) 179208 Mál nr. BN048294

Eimskip Ísland ehf., Korngörðum 2, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja þar sem áður var skyggni viðbyggingu við suðurhlið koma fyrir skyggni við norðurhlið og fella niður anddyri inn í grófvörugeymslu og stiga við hliðina á anddyri sem ekki hafa verið framkvæmdir í húsinu á lóð nr. 15 við Klettagarða.

Stækkun A rýmis er:  478,6 ferm., 2188,9 rúmm.

Stækkun B rýmis : 303,0 ferm., XX rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

21. Klettháls 15 (04.346.801) 188544 Mál nr. BN048410

Orkuveita Reykjav - Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að reisa 500 KVA dreifistöð úr áli og timbri með olíufylltum spenni og lekaþró á lóð nr. 15 við Klettháls.

Stærðir: 3,2 ferm., 8,2 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Gerð lóðar er ólokið.

22. Kringlan  4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN048403

Reitir VII ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir aðstöðu fyrir verkun og grillaðstöðu á kjúklingi í eldhúsi á 1. hæð, einingu 151, ásamt tilheyrandi útblæstri og að koma fyrir loftræstum gasskáp fyrir utan eldhús Hagkaupa í verslanamiðstöðinni Kringlunni á lóð nr. 4-12 við Kringluna.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Lambhagavegur 23 (02.684.101) 189563 Mál nr. BN048277

Hafberg Þórisson, Lambhagavegur 23, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja við til vesturs, byggja opið rými við suðurhlið og klæða að utan húsið með steinklæðningu á lóð nr. 23 við Lambhagaveg. 

Stækkun húss með skiptiklefa og kjallara: 77,7 ferm., 275,2 rúmm. 

Stærði opið skýli B-rými: 66 ferm., XX rúmm.

Gjald kr. 9.500

Stækkun húss með skiptiklefa og kjallara: 77,7 ferm., 275,2 rúmm. Stærði opið skýli B-rými: 66 ferm., XX rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Lækjargata 5 (01.180.001) 101665 Mál nr. BN048358

Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík

Sótt er um samþykki á breytingum innanhúss sbr. erindi BN047781, þar sem aðstaða bókavarðar á 1. hæð breytist í geymslu í Íþöku, bókhlöðu M.R. á lóð nr. 5 við Lækjargötu.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

25. Marargata 2 (01.137.105) 100652 Mál nr. BN048259

Gleði ehf, Nesbala 122, 170 Seltjarnarnes

Sótt er um leyfi til byggja steyptar svalir á 2. hæð sem samsvara nálægum tröppum og handriði  í húsi á lóð nr. 2 við Marargötu.

Samþykki meðeigenda fylgir dags. 15.september 2014.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Grenndarkynningu ólokið.

26. Mýrargata 26 (01.115.303) 100059 Mál nr. BN048399

Byggakur ehf., Klettatröð 1, 235 Keflavíkurflugvöllu

Sótt er um minni háttar breytingar innanhúss í kjallara og á 1. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 26 við Mýrargötu.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

27. Naustabryggja 31-33 (04.023.202) 186176 Mál nr. BN048398

Arcus ehf, Fossaleyni 16, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt fjölbýlishús, Tangabryggju 12, fjórar hæðir og kjallara með 32 íbúðum, sem verður mhl. 04 á lóð nr. 31-33 við Naustabryggju.

Stærð:  Kjallari 485,6 ferm., 1. hæð 732,5 ferm., 2. og 3. hæð 713 ferm. og 4. hæð 665 ferm.

Samtals:  3.309,1 ferm., 10.124,6 rúmm.

B-rými 115,6 ferm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

28. Naustabryggja 31-33 (04.023.202) 186176 Mál nr. BN048397

Arcus ehf, Fossaleyni 16, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt fjölbýlishús, Básbryggju 31-33, fjórar hæðir og kjallara með 30 íbúðum, sem verður mhl. 05 á lóð nr. 31-33 við Naustabryggju.

Stærð:  Kjallari 588,6 ferm., 1. hæð 744 ferm., 2. og 3. hæð 736,8 ferm. og 4. hæð 833,4 ferm.

Samtals:  3.639,6 ferm., 10.552 rúmm.

B-rými 84,6 ferm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

29. Nesvegur 48 (01.517.120) 105919 Mál nr. BN048116

Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Nesvegur 48, 107 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi og austurhlið, sjá erindi BN043391, einbýlishúss á lóð nr. 48 við Nesveg.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

30. Nönnugata 8 (01.186.103) 102224 Mál nr. BN048339

Sölvi H Blöndal, Nönnugata 8, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja yfir hluta svala á 4. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 8 við Nönnugötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 17. október 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. október 2014.

Samþykki meðeigenda fylgir áritað á teikningu.

Stækkun:  6 ferm., 16,5 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Synjað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 17. október 2014.

31. Óðinsgata 1 (01.181.003) 101727 Mál nr. BN048347

Þuríður Ottesen, Óðinsgata 1, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu á bakhlið, hækka þak, byggja svalir og innrétta íbúðarherbergi í risi íbúðar- og atvinnuhúss á lóð nr. 1 við Óðinsgötu.

Erindi fylgir samþykki meðeigenda áritað á uppdrátt dags. 10. og 13. október, umsögn Minjastofnunar Íslands og Borgarsögusafns dags. 16. september 2014.

Stækkun:  47,2 ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

32. Pósthússtræti 11 (01.140.514) 100873 Mál nr. BN048350

Hótel Borg ehf., Borgartúni 27, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til lítils háttar breytinga á nýsamþykktu erindi, sjá BN046537, m. a. er þak viðbyggingar lækkað lítillega og loftræsirörum fjölgað í þrjú  í hóteli á lóð nr. 11 við Pósthússtræti.

Minnkun:  6,1 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

33. Rauðarárstígur 41 (01.244.201) 103185 Mál nr. BN048396

Íslandshótel hf., Pósthólf 5370, 125 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta fimm hótelherbergi þar sem áður var verslun á jarðhæð húss á lóð nr. 41 við Rauðarárstíg.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

34. Saltvík 125744 (00.064.000) 125744 Mál nr. BN048364

Stjörnugrís hf., Vallá, 116 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048095, að breyta byggingarefni úr steinsteypu í timbur og stækka frystigeymslu frá því sem áður var samþykkt á lóðinni Saltvík 125744.

Erindi fylgir jákvæð umsögn Matvælastofnunar dags. 17. október 2014.

Stækkun:  26,5 ferm., 216,7 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

35. Skógarás 21 (04.386.502) 111537 Mál nr. BN048393

Skeiðarvogur ehf, Móvaði 41, 110 Reykjavík

Sótt er um samþykki á stækkun svala í suður átt, sbr. erindi BN039376 dags. 27. janúar 2009, á efri hæð húss á lóð nr. 21 við Skógarás.

Stækkun svalir, B-rými- 22,5 ferm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstýru.

36. Skógarvegur 12-14 (01.794.101) 213552 Mál nr. BN048405

Eykt ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjölbýlishús með 33 íbúðum á þremur til fjórum hæðum og bílakjallara fyrir 33 bíla, einangrað að utan og klætt, málmklæðningu, flísum og timbri,  á lóð nr. 12-14 við Skógarveg.

Erindi fylgir útreikningur á varmatapi og greinargerð hönnunarstjóra um ábyrgðarsvið hönnuða dags. 14. október 2014.

Stærð:  Kjallari 1.550,2 ferm., 1. hæð 962,8 ferm., 2. og 3. hæð 991,4 ferm., 4. hæð 654,1 ferm.

Samtals:  5.169,9 ferm., 16.013 rúmm.

B-rými 339,4 ferm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

37. Skúlagata 14-16 (01.152.310) 101036 Mál nr. BN048382

Skuggi 3 ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja léttbyggðan loftræsiklefa ofan á lægri hluta þaks  sem loftinntak á móti útblæstri úr loftræstum rýmum í fjölbýlishúsinu Lindargötu 39, mhl. 14, á lóð nr. 14-16 við Skúlagötu.

Stækkun:  XX ferm., XX rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

38. Sóleyjarimi 13 (02.536.104) 199445 Mál nr. BN048427

Frjálsi hf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi til að afgirða lóð með öryggisgirðingu, uppsetningu vinnubúða og jarðvegsframkvæmdir á lóð að Sóleyjarima 13, sbr. byggingarleyfisumsókn nr. BN046904.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. 

39. Starmýri 2C (01.283.001) 103700 Mál nr. BN048388

Mýr-Inn ehf., Starmýri 2c, 108 Reykjavík

Vatnsás ehf., Hólmgarði 45, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta rými fyrir verslun og þjónustu í gistirými í flokki 2, engar breytingar eru gerðar frá samþykktum teikningum frá 2002 nema nafnabreytingar í íbúð í norðurenda húss nr 2c á lóð nr. 2 við Starmýri.

Erindi fylgir jákvæð fyrirspurn BN048133 dags. 2. september 2014.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

40. Thorsvegur 1 (02.3--.-99) 109211 Mál nr. BN047307

Litli bóndabærinn ehf, Laugavegi 50, 101 Reykjavík

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir bökunareldhúsi á 1. hæð til  að koma fyrir fellistiga við norðurhlið á húsi Korpúlfsstaða á lóð nr. 1 við Thorsveg. 

Umsögn Minjastofnun Íslands 16. júlí 2014 og Borgarsögusafns fylgja erindi.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

41. Úlfarsbraut 96 (02.698.605) 205748 Mál nr. BN048395

Integrum ehf., Jónsgeisla 35, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi votrýma, sjá erindi BN035376,  á 1. 2. og 3. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 96 við Úlfarsbraut.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

42. Veghúsastígur 1 (01.152.421) 101066 Mál nr. BN048208

Ottó ehf, Klettagörðum 23, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa húsið á lóð nr. 1 við Veghúsastíg.

Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 20. maí 2014.

Lagt er fram minnisblað Verkþjónustu Hjalta slf. dags. 25. september 2014.

Niðurrif mhl. 02:  Fastanr 200-3277 merkt 0001 íbúð 40,6 ferm., fastanr. 200-3278 merkt 0101 íbúð, fastanr. 200-3279 merkt 0201 íbúð og fastanr. 200-3280 merkt 0301 íbúð.

Gjald kr. 9.500

Synjað.

Með vísan til athugasemda á umsóknarblaði og minnisblaðs Verkþjónustu Hjalta slf. dags. 25. september 2014.

Ýmis mál

43. Barónsstígur 45A (01.193.004) 102530 Mál nr. BN048431

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum lóðarinnar Barónsstígur 45A, eða eins og sýnt er á meðfylgjandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dagsettum 14. 10. 2014.

Í fasteignaskrá er lóðin Barónsstígur 45A (staðgr. 1.193.004, landnr.102530) talin 5250 m², lóðin reynist 2959 m² skv. tillögu mælingadeildar frá 1998, bætt er 354 m² við lóðina frá Snorrabraut 56-56B (staðgr. 1.193.2, landnr. 104534), bætt er 170 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), leiðrétt er um 1 m² vegna fermetrabrota, lóðin Barónsstígur 45A (staðgr.1.193.004, landnr.102530) verður 3484 m².

Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 09. 04. 2003 í borgarráði11. 04. 2003 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda 10. 06. 2003. Sjá deiliskipulag samþykkt í borgarráði þann 20. 02. 2014 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 02. 06. 2014.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

44. Bauganes 22 (01.674.202) 106861 Mál nr. BN048417

Arnar Már Kristinsson, Einimelur 13, 107 Reykjavík

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að gefa úr lóðarblað fyrir lóðina Bauganes 22, staðgreinir 1.674.202, landnr. 106861.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

45. Grandagarður 20 (01.112.501) 100033 Mál nr. BN048415

Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Varðar endurútgáfu mæliblaðs fyrir lóðina nr. 20 við Grandagarð.

Hjálagt er nýtt mæliblað fyrir lóðina nr. 20 við Grandagarð. Mæliblaðið er í samræmi við nýtt deiliskipulag lóðarinnar sem samþykkt var á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 28. september 2014. Orkuveita Reykjavíkur hefur rýnt mæliblaðið og gefið sitt samþykki.

Óskað er eftir að gengið verði frá skráningu lóðarinnar í samræmi við nýtt mæliblað.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

46. Grandagarður 8 (01.115.101) 100046 Mál nr. BN048416

Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Hjálagt er nýtt mæliblað fyrir lóðina nr. 8 við Grandagarð.

Um er að ræða nýtt mæliblað fyrir lóðina en líklega hefur aldrei verið gefið út mæliblað fyrir lóðina en samkvæmt gömlum uppdrætti ódagsettur var lóðin skilgreint 2.726,77 fm, og skráð í þjóðskrá 2.727 fm. Nú er gefið út nýtt mæliblað sem er í samræmi við skipulag svæðisins og tilfærslu hafnarmarka eftir sölu lands til Reykjavíkurborgar á Mýrargötusvæðinu. Skv. nýju mæliblaði er lóðin nú 3.410 fm, stækkun lóðarinnar er að mestu leyti til vesturs en einnig er stækkun meðfram Grandagarði og við enda hússins til austurs.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

47. Klettháls 15 (04.346.801) 188544 Mál nr. BN048425

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans til að stofna lóðina Klettháls 15A (staðgreinanúmer 4.346.802). Sjá meðfylgjandi mæliblað dagsett 11.9.2002. Stærð lóðarinnar er 36 m2.  

Einnig er óskað eftir leiðréttingu á stærð  lóðarinnar Klettháls 15 ( landnúmer 188544 og staðgreinanúmer 4.346.801) í fasteignaskrá. Hún er skráð 4000 m2 en er 3986 m2. 

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

48. Klettháls 15A Mál nr. BN048426

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans til að stofna lóðina Klettháls 15A (staðgreinanúmer 4.346.802). Sjá meðfylgjandi mæliblað dagsett 11.9.2002. Stærð lóðarinnar er 36 m2.  

Einnig er óskað eftir leiðréttingu á stærð  lóðarinnar Klettháls 15 ( landnúmer 188544 og staðgreinanúmer 4.346.801) í fasteignaskrá. Hún er skráð 4000 m2 en er 3986 m2. 

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

49. Norðurgarður 1 (01.112.-95) 100030 Mál nr. BN048414

Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Varðar endurútgáfu mæliblaðs fyrir lóðina nr. 1 við Norðurgarð.

Hjálagt er nýtt mæliblað fyrir lóðina nr. 1 við Norðurgarð. Mæliblaðið er í samræmi við nýtt deiliskipulag lóðarinnar sem samþykkt var á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 28. september 2014. Orkuveita Reykjavíkur hefur rýnt mæliblaðið og gefið sitt samþykki.

Óskað er eftir að gengið verði frá skráningu lóðarinnar í samræmi við nýtt mæliblað.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

50. Snorrabraut 56 (01.193.204) 102534 Mál nr. BN048430

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum lóðarinnar Snorrabraut 56-56B, eða eins og sýnt er á meðfylgjandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dagsettum 14. 10. 2014.

Lóðin Snorrabraut 56-56B (staðgr. 1.193.204, landnr. 102534),

er 3709 m², teknir eru  354 m² af lóðinni og bætt við Barónsstíg 45A (staðgr. 1.193.004, landnr. 102530), teknir eru 14 m² af lóðinni og bætt við Snorrabraut 58 (staðgr. 1.193.204, landnr. 102535), bætt er 220 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin Snorrabraut 56-56B (staðgr. 1.193.204, landnr. 102534) verður 3561 m².

Sjá deiliskipulag samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd þann 09. 04. 2003, samþykkt í borgarráði þann 11. 04. 2003 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 10. 06. 2003.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Fyrirspurnir

51. Engjasel 71-87 (04.947.003) 113054 Mál nr. BN048400

Kristján Bjarnason, Víðimelur 55, 107 Reykjavík

Spurt er hvort eitthvað sé því til fyrirstöðu að setja dyr út í garð frá íbúðum í kjallara húss nr. 85 og 87 á lóð nr. 71 -87 við Engjasel.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi sem samþykki meðeigenda fylgir.

52. Faxaskjól 22 (01.532.114) 106191 Mál nr. BN048323

Matthías Ásgeirsson, Skildinganes 20, 101 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að byggja kvist eins og sýnt er á meðfylgjandi skissu af einbýlishúsi á lóð nr. 22 við Faxaskjól.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 17. október 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. október 2014.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

Með vísan til umsagnar og leiðbeiningar skipulagsfulltrúa dags. 14. október 2014.

53. Hverfisgata 113-115 (01.222.001) 102836 Mál nr. BN048371

Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík

Spurt er hvort meðfylgjandi meðfylgjandi tillaga geti verið grunnur að frekari útfærslu klæðningar á húsi á lóð nr. 113-115 við Hverfisgötu.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum með vísan til niðurstöðu í umsögn Minjastofnunar varðandi deiliatriði. 

Sækja skal um byggingarleyfi.

54. Kambavað 1-3 (04.733.604) 198738 Mál nr. BN048407

Kambavað 1,húsfélag, Kambavaði 1, 110 Reykjavík

a2f arkitektar ehf., Laugavegi 26, 101 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að breyta og færa innkeyrslu eins og sýnt er á meðfylgjandi skissu af fjölbýlishúsi á lóð nr. 1-3 við Kambavað.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

55. Menntasveigur 15 (01.778.101) 218666 Mál nr. BN048389

Magnús Albert Jensson, Langagerði 88, 108 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að byggja fyrri áfanga ásatrúarhofs, blótrými ásamt stoðrýmum á lóð nr. 15 við Menntasveig.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

56. Miðstræti 5 (01.183.203) 101944 Mál nr. BN048401

Stáss Design ehf., Nýlendugötu 14, 101 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að lækka gólf og breyta iðnaðarhúsnæði, rými 0001, í íbúð í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 5 við Miðstræti.

Nei.

Samræmist ekki ákvæðum byggingarreglugerðar.

57. Nökkvavogur 18 (01.441.009) 105415 Mál nr. BN048362

Ragnheiður Björk Viðarsdóttir, Nökkvavogur 18, 104 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að hækka um ca. 85 cm. og byggja mænisþak á bílskúr á lóð nr. 18 við Nökkvavog.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 17. október 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagfulltrúa dags. 15. október 2014.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi sem samþykki meðeigenda á lóð  fylgir.

58. Ránargata 9A (01.136.204) 100540 Mál nr. BN048324

Sólveig Guðmundsdóttir Karlsson, Ránargata 9a, 101 Reykjavík

Spurt er hvort samþykki fáist fyrir þegar innréttaðri íbúð á 1. hæð sem hluta af gistiheimili í öllu húsinu ásamt skúr á baklóð.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 17. október 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. október 2014.

Frestað.

Milli funda.

59. Traðarland 10-16 (01.871.502) 108830 Mál nr. BN048402

Þórir Jensen, Traðarland 10, 108 Reykjavík

Helga Valsdóttir, Traðarland 10, 108 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að byggja girðingar á lóðamörkum eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningum af einbýlishúsi nr. 10 á lóð nr. 10-16 við Traðarland.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði. 

Sækja skal um byggingarleyfi.

60. Ægisíða 123 (01.532.004) 106162 Mál nr. BN048432

Valgeir Gunnlaugsson, Vallarbraut 19, 170 Seltjarnarnes

Spurt er hvort innrétta megi veitingaverslun í flokki II með þjónustu í sal og pizzu-eldhúsi í atvinnuhúsnæði, sem áður var sjoppa á jarðhæð í húsi á lóð nr. 123 við Ægisíðu.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 12:08

Björn Stefán Hallsson

Björn Kristleifsson

Sigrún Reynisdóttir

Björgvin Rafn Sigurðarson

Óskar Torfi Þorvaldsson

Karólína Gunnarsdóttir

Eva Geirsdóttir