Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2013, miðvikudaginn 19. júní 2013 kl. 09:10, var haldinn 23. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Diljá Ámundadóttir, Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og
Gísli Marteinn Baldursson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Stefán Finnsson, Björgvin Rafn Sigurðarson, Marta Grettisdóttir og Helena Stefánsdóttir.
Fundarritari var Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 14. júní 2013.

2. Úlfarsbraut 122-124, breyting á deiliskipulagi (05.055.7) Mál nr. SN130298
.
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 122-124 við Úlfarsbraut. Í breytingunni felst að gerður er nýr byggingarreitur til bráðabirgða fyrir tvær færanlegar kennslustofur, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. júní 2013.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um umhverfis- og skipulagsráð.
Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.
Jafnframt var samþykkt að upplýsa Hverfisráð Grafarholts og Úlfarsárdals og Íbúasamtök Úlfarsárdals, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur er hvatt til að upplýsa foreldra barna Dalskóla um tillöguna

Hildur Sverrisdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:23

(E) Umhverfis- og samgöngumál

3. Brautarholtsstígur, Mál nr. US130167

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 10. júní 2013 að lagningu stígs meðfram Brautarholtsvegi, frá Brautarholtsvegi 39 að Grundarhverfi.
Samþykkt.

4. Rauðalækur, Lokun fyrir gegnumakstri eða hægaksturs/vistgata. Mál nr. US130035

Lögð fram tillaga verkfræðistofunnar Hnit dags. 16. maí 2013 varðandi breytingu á lokun Rauðalækjar.
Vísað til kynningar í Hverfisráði Laugardals.
Jafnframt er óskað eftir að hverfisráðið kynni framlagða tillögu fyrir íbúum Rauðalækjar.
5. Aðgerðaáætlun vegna hávaða, tillaga Mál nr. US130174
Umhverfis- og samgöngusvið Reyk, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Lagt fram bréf yfirverkfræðings umhverfis- og skipulagssviðs dags. 14. júní 2013 varðandi tillögu að aðgerðaráætlun í samræmi við reglugerð nr. 1000/2005 um kortlagningu hávaða og aðgerðaráætlanir.
Bergþóra Kristinsdóttir og Ólafur Daníelsson frá verkfræðistofunni Eflu kynntu.

Frestað.

(B) Byggingarmál

6. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 735 frá 18. júní 2013.

(D) Ýmis mál

7. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040, verkefnislýsing skipulagsgerðar og umhverfismats Mál nr. SN130293
Samtök sveitarfél höfuðborgarsv, Hamraborg 9, 200 Kópavogur

Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 11. júní 2013 ásamt erindi svæðisskipulagsstjóra SSH, dags. 5. júní 2013, varðandi verkefnislýsingu skipulagsgerðar og umhverfismats fyrir svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040. Erindið er f.h. borgarráðs sent umhverfis- og skipulagsráði til umsagnar.
Hrafnkell Proppe svæðisskipulagsstjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu kynnti.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, verkefnisstjóra svæðisskipulags.

8. Kjalarnes, Vallá, hænsnahús Mál nr. SN130302

Lagt fram bréf Lögmanna Lækjargötu ehf. dags. 17. maí 2013 varðandi leyfi til byggingar hænsnahúss í landi Vallá á Kjalarnesi samkvæmt ákvæði til bráðabirgða 1 við skipulagslög nr. 123/2010.
Samþykkt að óska eftir meðmælum Skipulagsstofnunnar fyrir framkvæmdinni í samræmi við 1. tl. ákvæðis til bráðabirgða í skipulagslögum nr. 123/2010.

Björn Ingi Edvardsson sat fundinn undir þessum lið.

9. Endurgerð og viðhald gatna og opinna svæða 2013, kynning Mál nr. US130168
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 12. júní 2013 varðandi framkvæmdir vegna #GLEndurgerðar og viðhalds gatna og opinna svæða 2013#GL.

Hjálmar Sveinsson vék af fundi kl 12:05

Theodór Guðfinnsson deildarstjóri framkvæmda og viðhalds kynnti.

Júlíus Vífill Ingvarsson vék af fundi kl. 12:10

10. Endurbætur og viðhald fasteigna 2013, kynning Mál nr. US130169
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 12. júní 2013 varðandi framkvæmdir vegna verkefna við #GLEndurbætur og meiriháttar viðhald fasteigna 2013#GL.
Þorkell Jónsson deildarstjóri framkvæmda og viðhalds kynnti

11. Borgartún endurgerð, kynning Mál nr. US130171

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 12. júní 2013 varðandi framkvæmdir við göngu- og hjólastíga í Borgartúni.
Auður Ólafsdóttir verkfræðingur kynnti.

12. Tjaldmiðstöð í Laugardal, kynning Mál nr. US130172

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 12. júní 2013 varðandi framkvæmdir í Laugardal við nýtt þjónustuhús og viðbyggingu við þjónustumiðstöð.
Þorkell Jónsson deildarstjóri framkvæmda og viðhalds kynnti

13. Umhverfis- og skipulagssvið, Þriggja mánaða uppgjör Mál nr. US130175

Lagt fram þriggja mánaða uppgjöri umhverfis- og skipulagssviðs.
Hreinn Ólafsson fjármálastjóri umhverfis- og skipulagssviðs sat fundinn undir þessum lið. .

14. Hólmsheiði, jarðvegsfylling, kæra 2 vegna framkvæmdaleyfis, umsögn (05.8) Mál nr. SN110388
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík

Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 18. september 2011 þar sem kærð er ákvörðun skipulagsráðs frá 17. ágúst 2011 vegna framkvæmdaleyfis til jarðvegslosunar á Hólmsheiði. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 11. júní 2013.
Umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 11. júní 2013 samþykkt.

15. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 Mál nr. SN110200
Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 5. júní 2013 vegna samþykktar borgarstjórnar á fyrirliggjandi tillögu að aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 (apríl 2013, með framlögðum breytingu og lagfæringum) sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, ásamt umhverfisskýrslu sbr. 7. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Samþykkt var að senda tillöguna, ásamt umhverfisskýrslu, til athugunar hjá skipulagsstofnun og í kjölfar í auglýsingu.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:45.
Fundargerðin lesin yfir og undirrituð

Páll Hjalti Hjaltason
Diljá Ámundadóttir Karl Sigurðsson
Kristín Soffía Jónsdóttir Sóley Tómasdóttir
Gísli Marteinn Baldursson Hildur Sverrisdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2013, þriðjudaginn 18. júní kl. 12:20 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 735. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Harri Ormarsson, Eva Geirsdóttir, Sigurður Pálmi Ásbergsson, Bjarni Þór Jónsson og Björn Kristleifsson

Fundarritari var Harri Ormarsson

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Aðalstræti 7 (01.140.415) 100856 Mál nr. BN046079
Aðalstræti 7 sf, Borgartúni 31, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að loka húsasundi með timburgrindverki á lóðinni nr. 7 við Aðalstræti.
Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 6. júní 2013 fylgir erindinu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. júní 2013.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Arnarbakki 2-6 (04.632.001) 111858 Mál nr. BN046054
Páll Skúli H Ásgeirsson, Freyjugata 11a, 101 Reykjavík
KJ ehf., Pósthólf 73, 602 Akureyri
Sótt er um leyfi til þess að innrétta húðflúrstofu í rými 0108 (áður hluti af rými 0103) en verslun í rými 0103 í húsinu nr. 2 (matshl. 01) á lóðinni nr. 2-6 við Arnarbakka.
Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

3. Arnarholt (32.161.101) 221217 Mál nr. BN046140
Fylkir ehf, Dugguvogi 4, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjölga íbúðum úr fjórum og fjórtán einstaklingsherbergjum í ellefu íbúðir í fyrrverandi starfsmannahúsi, matshluta 04, einnig er sótt um leyfi til að byggja sorpskýli og barnavagna- og reiðhjólageymslur á lóð í Arnarholti á Kjalarnesi.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Austurstræti 17 (01.140.308) 100841 Mál nr. BN046115
Eik fasteignafélag hf., Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN045886 þannig að komið er fyrir háfi, ofni og helluborði í skyndibitastað sem staðsettur er í verslun 10-11 í húsinu á lóð nr. 17 við Austurstræti.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

5. Bergstaðastræti 28 (01.184.315) 102054 Mál nr. BN045896
Katrín Rós Gýmisdóttir, Selbrekka 30, 200 Kópavogur
Helgi Guðmundsson, Funalind 11, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi fyrir nýjum svölum með tröppum út í garð, og leyfi fyrir reyndarteikningum fyrir innri breytingum á kjallara, 1. hæð, 2 hæð og risi , svo og að gera húsið að einbýlishúsi á lóð nr. 28 við Bergstaðastræti.
Bréf frá hönnuði dags. 24. maí 2013, samþykki eigenda aðliggjandi lóða og umsögn frá Minjasafni Reykjavíkur dags. 31 maí 2013 og Minjastofnun Íslands dags. 31. maí 2013 fylgir.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Grenndarkynningu ólokið.

6. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN046149
HTO ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður samþykktu erindi BN045590 þannig að rými 0903 sýningarsalur verður gert að skrifstofu og hætt verður við hurð sem átti að snúa inn í matsal frá því rými í Höfðatúni 2 á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

7. Búðavað 1-3 (04.791.801) 209896 Mál nr. BN046157
Þórunn Birna Guðmundsdóttir, Flókagata 25, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við báðar íbúðir mhl. 01 og 02 þannig að anddyrið stækkar, setja glugga á austurhlið og breyta innra fyrirkomulagi í mhl. 01 í parhúsinu á lóð nr. 1-3 við Búðavað.
Stækkun: mhl. 01 stækkar um 9,8 ferm., XXXrúmm.
mhl. 02 stækkar um 9,8 ferm., XXX rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

8. Faxafen 12 (01.466.102) 195610 Mál nr. BN046160
CFR ehf, Skeifunni 8, 108 Reykjavík
Castillo ehf., Bíldshöfða 14, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta líkamsræktarstöð í eignarhluta 0001 og 0002 þannig að þeir verða nýttir undir starfsemina í húsinu á lóð nr. 12 við Faxafen.
Umsögn brunahönnuðar dags. júní 2013 og bréf frá umsækjanda dags. 11. júní 2013.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Grandagarður 15-37 (01.115.001) 100045 Mál nr. BN046041
Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Corvino ehf., Laugavegi 42b, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II í verbúð nr.23 á lóð nr. 15-37 við Grandagarð.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. júní 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. júní 2013.
Stækkun xx ferm. (milliloft)
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10. Grandagarður 16 (01.114.301) 100040 Mál nr. BN046022
Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í skrifstofurými 1. og 2. hæðar og koma fyrir lyftu á milli hæða svo og að koma fyrir svölum og skyggni á húsið á lóð nr. 16 við Grandagarð.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 3. júní 2013 fylgir.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 31. maí 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. maí 2013.
Gjald kr. 9.000 + 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

11. Grensásvegur 24 (01.801.214) 107635 Mál nr. BN046049
Samasem ehf, Grensásvegi 22-24, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta notkun íbúðar 0201 og verslunar 0101 í gistiheimili í flokki II með sjö herbergjum, jafnframt er erindi BN045991 dregið til baka, einnig er sótt um að breyta glugga og hurðum á vesturhlið húss á lóð nr. 24 við Grensásveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. júní 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. júní 2013.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. júní 2013.

12. Heiðargerði 16 (01.802.003) 107640 Mál nr. BN046042
Hermann Þór Baldursson, Heiðargerði 16, 108 Reykjavík
Harpa Ingvadóttir, Heiðargerði 16, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja einnar hæðar, léttbyggða viðbyggingu við eldri viðbyggingu á suðurhlið, klæða með liggjandi lerkiborðum, breyta innra skipulagi og sótt er um samþykki fyrir áður gerðri bárujárnsklæðningu á einbýlishúsi á lóð nr. 16 við Heiðargerði.
Erindi fylgir samþykki lóðarhafa Heiðargerðis 14 áritað á uppdrátt.
Stækkun: 6,9 ferm., 47,1 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

13. Hesthamrar 11 (02.297.403) 109133 Mál nr. BN045989
Magnús Rúnar Magnússon, Hesthamrar 11, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri tengibyggingu á milli íbúðarhúss og bílageymslu og setlaug á lóð nr. 11 við Hesthamra.
Stækkun tengibyggingar: 10,1 ferm., 25,3 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

14. Hringbraut 92 (01.139.210) 100775 Mál nr. BN045792
Hanna Óladóttir, Reynimelur 45, 107 Reykjavík
Haraldur Bernharðsson, Reynimelur 45, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skrá sem eina íbúð, rífa stiga við suðurhlið og byggja nýjan ásamt nýrri útihurð við austurhlið íbúðarhússins á lóðinni nr. 92 við Hringbraut.
Umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 26. apríl 2013 fylgir erindinu ásamt útskirft úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. júní 2013. Erindið var grenndarkynnt frá 10. maí til og með 10. júní 2013. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að þinglýst verði yfirlýsingu um samruna eigna eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

15. Höfðabakki 9 (04.075.001) 110681 Mál nr. BN046046
Reitir II ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Reitir fasteignafélag hf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að loka opi í gólfi 2. hæðar fyrir ofan stigaskála 1. hæðar í húsi mhl. 07 á lóð nr. 9 við Höfðabakka.
Stækkun vegna lokun ops: 25.35 ferm.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

16. Kambsvegur 22 (01.354.108) 104276 Mál nr. BN045800
Drífa Ísleifsdóttir, Kambsvegur 22, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvo kvisti og breyta innra skipulagi í þakhæð fjölbýlishúss á lóð nr. 22 við Kambsveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. júní 2013 fylgir erindinu. Erindið var grenndarkynnt frá 10. maí til og með 10. júní 2013. Engar athugasemdir bárust.Stækkun: 27,5 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 2.475
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

17. Kvistaland 18-24 (01.863.001) 108802 Mál nr. BN046138
Pálmi Kristinsson, Kvistaland 18, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka geymslu inn í bílskúr, breikka bílskúrshurð, síkka glugga og klæða þakkant með málmi og timbri á húsinu nr. 18 á lóð nr. 18 til 24 við Kvistaland.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

18. Laugateigur 46 (01.365.202) 104684 Mál nr. BN046150
Heiðlóa Ásvaldsdóttir, Laugateigur 46, 105 Reykjavík
Sigþór Hjartarson, Laugateigur 46, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera við þak, breyta og stækka kvist á suðurhlið og byggja svalir við hann, sbr. fyrirspurn BN045904 dags. 30.4. 2013, á tvíbýlishúsi á lóð nr 46 við Laugateig.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Laugateigur 48 (01.365.203) 104685 Mál nr. BN046151
Elísabet Magnúsdóttir, Laugateigur 48, 105 Reykjavík
Jón Ágúst Eiríksson, Laugateigur 48, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera við þak, breyta og stækka kvist á suðurhlið og byggja svalir við hann, sbr. fyrirspurn BN045904 dags. 30.4. 2013, á tvíbýlishúsi á lóð nr 48 við Laugateig.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Laugav 22/Klappars 33 (00.000.000) 101456 Mál nr. BN045549
X-Strengur ehf., Laugavegi 22, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að skipta skemmtistað í flokki III í tvær rekstrareiningar þannig að fyrsta hæð verði aðskilin rekstrarlega frá annarri og þriðju hæð. Jafnframt er sótt um leyfi til að breyta eldvörnum í húsinu nr. 22 við Laugaveg á lóðinni Laugav 22/Klappars 33.
Umboð eiganda (á teikn.) fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

21. Laugavegur 105 (01.240.005) 102974 Mál nr. BN046078
Hostel LV 105 hf., Hafraþingi 5, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í nýsamþykktu veitingahúsi, fjarlægja eldhús og stiga niður í kjallara í húsi á lóð nr. 105 við Laugaveg.
Sjá erindi BN045591. Um er að ræða veitingahús í flokki 2.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

22. Laugavegur 31 (01.172.007) 101429 Mál nr. BN045853
Pétur Kristinn Arason, Vatnsstígur 3, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta eignarhaldi þannig að eignarhluti 0001 sem er hluti af skrifstofurými 0101 verði séreign (vinnustofuverslun) í kjallara Vatnsstígs 3 sem er mhl. 02 á lóð nr. 31 við Laugaveg.
Erindi fylgir samþykki sumra meðeigenda dags. 27. apríl 2013.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Lindargata 57-66 (01.152.301) 101114 Mál nr. BN046010
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir stjórnstöð fyrir snjóbræðslu fyrir hluta Hverfisgötu á einu bílastæði á 2. hæð bílgeymslu á lóð nr. 57-66 við Lindargötu.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

24. Malarhöfði 8 (04.055.502) 110558 Mál nr. BN046152
Malarhús ehf., Malarhöfða 8, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að færa til svalir, breikka og lengja þær og fella niður brunakröfur í herbergi sem áður var flóttarými í húsvarðaríbúð á 2. hæð í húsinu á lóð nr. 8 við Malarhöfða.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Nesvegur 44 (01.517.118) 105917 Mál nr. BN046165
Haukur Ingi Guðnason, Marargata 2, 101 Reykjavík
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Marargata 2, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á innra fyrirkomulagi og leyfi til þess að síkka glugga og byggja svalir á austurhlið hússins á lóðinni nr. 44 við Nesveg.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

26. Nýlendugata 14 (01.131.108) 100166 Mál nr. BN046013
M 14 ehf, Nýlendugötu 14, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í vestari hluta jarðhæðar, vinnustofum verður breytt í bar og og setustofu gesta veitingahússins á lóð nr. 14 við Nýlendugötu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldarnaeftirlits á umsóknarblaði.

27. Sigtún 38 (01.366.001) 104706 Mál nr. BN046015
Húseignarfélagið Sigtún 38 ehf, Sigtúni 38, 105 Reykjavík
Íslandshótel hf., Pósthólf 5370, 125 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fella út af teikningum áður samþykkta stækkun á sal sjá erindi BN037136, sem ekki hefur verið byggð við Grand Hótel á lóð nr. 38 við Sigtún.
Minnkun frá síðustu samþykktum teikningum 101,7 ferm., 615,8 rúmm.
Stærðir nú samtals: 18.235,3 ferm., 72.405,3
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

28. Sjafnarbrunnur 4-10 (05.053.804) 205765 Mál nr. BN045995
Vilhjálmur Baldursson, Sjafnarbrunnur 6, 113 Reykjavík
Sigurbjörg S Haraldsdóttir, Sjafnarbrunnur 6, 113 Reykjavík
Lilja Unnarsdóttir, Sjafnarbrunnur 10, 113 Reykjavík
Guðmundur Arnar Ástvaldsson, Sjafnarbrunnur 10, 113 Reykjavík
Þórhalla Huld Baldursdóttir, Sjafnarbrunnur 8, 113 Reykjavík
Jóhann Arnór Hallgrímsson, Sjafnarbrunnur 8, 113 Reykjavík
Guðrún Elva Guðmundsdóttir, Sjafnarbrunnur 4, 113 Reykjavík
Jökull Sigurðsson, Sjafnarbrunnur 4, 113 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningu, þar sem gerð er grein fyrir minni háttar breytingum á innra skipulagi og útliti sem orðið hafa á byggingartíma raðhúss á lóð nr. 4-10 við Sjafnarbrunn.
Sjá erindi BN037030, BN037483 og BN039097
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

29. Skólavörðustígur 3 (01.171.302) 101402 Mál nr. BN046045
Centrum fjárfestingar slhf., Klapparstíg 29, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og færa eldhús í íbúð á 3. hæð íbúðar- og atvinnuhússins Skólavörðustígur 3 á lóðinni nr. 4 við Laugaveg.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

30. Sóltún 1 (01.230.003) 208475 Mál nr. BN046155
Mánatún slhf., Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki á breytingum á erindi BN045300 sem felur í sér frest frá nýrri byggingarreglugerð 112/2012 og samþykki á takmörkuðu byggingarleyfi fyrir jarðvinnu, aðstöðusköpun, sökkla, grunnlagnir og uppsteypu kjallara, helstu breytingar nú eru lækkaðar salarhæðir, breyting á utanhússklæðningu og útlitsbreytingar samfara þeim í fjölbýlishúsi á lóð nr. 7-17 við Mánatún 1-17/Sóltún 1-3.
Stærðir stækkun: 68,8 ferm. brúttó, minnkun 1.361,0 rúmm. brúttó.
Stærðir eftir breytingar, 14.411,3 ferm. brúttó. 46.554,0 rúmm. brúttó.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

31. Suðurhólar 25 (04.645.701) 111966 Mál nr. BN046166
Þröstur Magnússon, Logafold 141, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að flytja leikskóla að Hömluholti í Eyja- og Miklaholtshreppi af lóðinni nr. 25 við Suðurhóla.
Gjald kr. 9.000
Frestað.Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

32. Suðurlandsbraut 12 (01.263.004) 103521 Mál nr. BN046162
Reykjavík Lights Hotel ehf., Mánalind 5, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta bílastæðum þannig að bílastæðum verður fækkað um 12 og komið er fyrir aðstöðu fyrir rútur, leigubíla, tvö stæði fyrir fatlaða fyrir Reykjavík Lights Hotel á lóð nr. 12 við Suðurlandsbraut.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Suðurlandsbraut 2 (01.261.101) 103505 Mál nr. BN045984
Alefli ehf., Völuteigi 11, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að innrétta tölvuverslun og verkstæði í mhl 03, komið verður fyrir nýjum stiga og vörulyftu og jafnframt er sótt um leyfi til þess að endurnýja glugga og hurðir í húsinu á lóð nr. 2 við Suðurlandsbraut.
Umsögn burðarvirkshönnuðar dags. 22. maí 2013 fylgir.
Gjald kr. 9.000 + 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

34. Suðurlandsbraut 2 (01.261.101) 103505 Mál nr. BN046161
Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera grasmanir, færa skilti, setja upp vegvísa og breyta bílastæðum á lóð nr. 2 við Suðurlandsbraut.
Bréf frá hönnuði dags. 11. júní 2013 fylgir.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

35. Sörlaskjól 26 (01.532.014) 106172 Mál nr. BN045694
Karl Már Einarsson, Sörlaskjól 26, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að færa eldhús og baðherbergi og breyta burðarvegg í íbúð 0101 á fyrstu hæð hússins á lóðinni nr. 28 við Sörlaskjól..
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 6. júní 2013 fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

36. Tryggvagata 16 (01.132.104) 100213 Mál nr. BN045605
Kápan ehf, Baughúsum 33, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta þaki, setja kvisti með skúrþaki á báðar hliðar, svalir á suðurhlið og innrétta íbúðir á 4. og 5. hæð íbúðar- og atvinnuhúss á lóð nr. 16 við Tryggvagötu.
Erindi fylgir þinglýst eignaskiptayfirlýsing dags. 15. september 2005 og samkomulag eigenda Tryggvagötu 16 (ekki þinglýst), dags. 7. desember 2004 og fsp. dags. 20. nóvember 2012 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. mars 2013 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. mars 2013. Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 23. maí og bréf hönnuðar dags. 24. maí 2013 fylgja erindinu.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 9.000 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

37. Vagnhöfði 7 (04.062.304) 110633 Mál nr. BN046163
Íslandsbanki hf., Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta eigninni 02-0101 í sex eignir og að gera 14 bílastæði og aðstöðu fyrir sorp á norðanverðum hluta hússins á lóð nr. 7 við Vagnhöfða.
Neikvæð fyrirspurn BN039303 dags. 13. jan. 2009 fylgir.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

38. Vatnagarðar 20 (01.338.903) 103921 Mál nr. BN046077
IÐAN-Fræðslusetur ehf., Skúlatúni 2, 105 Reykjavík
ÞEJ fasteignir ehf, Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka 2. hæð, koma fyrir á þeirri hæð skrifstofum, fundarherbergi, setustofu og eldhúsi fyrir kynningar og á 1. hæð að innrétta kennslurými, koma fyrir matsal nemenda, innkeyrsluhurð að vestanverðu er lokað og komið fyrir nýjum inngangi inn í húsið á lóð nr. 20 við Vatnagarða.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. júní 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. júní 2013.
Stækkun 2. hæðar er: 139,8 ferm
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 14. júní 2013.

39. Veghúsastígur 9 (01.152.418) 101063 Mál nr. BN044391
RR hótel ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta gistiheimili með einni íbúð á hverri hæð með samtals 17 gistirúmum í þriggja hæða íbúðarhúsi á lóð nr. 9 við Veghúsastíg.
Erindi fylgir jákv. fsp. BN044187 dags. 6. mars 2012. Meðfylgjandi er minnisblað eldvarnahönnuðar dags. 16.4. 2012,
Stærðir: Kjallari, 74,1 ferm., 1. hæð, 112 ferm., 2. hæð, 106,6 ferm., ris, 92,4 ferm., samtals, 385,1 ferm., 1.026,8 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

40. Vesturbrún 22 (01.382.104) 104817 Mál nr. BN046164
Þóra Hallgrímsson, Vesturbrún 22, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja úr timbri og gleri með koparklæddu timburþaki óeinangraðan og óupphitaðan blómaskála á þaki bílskúrs við einbýlishús á lóð nr. 22 við Vesturbrún.
Stærðir stækkun: 14,4 ferm., 37,3 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta nr. 101, 103, 105 og 106 dags. 11. júní 2013.

Fyrirspurnir

41. Baldursgata 30 (01.186.212) 102241 Mál nr. BN046058
Hjól atvinnulífsins ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík
Spurt hvort leyfi fengist til að breyta atvinnuhúsnæði á jarðhæð, rými 0101 í íbúð eða að innrétta íbúðir til útleigu fyrir ferðarmenn í húsinu á lóð nr. 30 við Baldursgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. júní 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. júní 2013.
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. júní 2013.

42. Baldursgata 4 (01.185.315) 102182 Mál nr. BN046144
Sveinn Rúnar Benediktsson, Baldursgata 4, 101 Reykjavík
Spurt er hvort samþykki fengist fyrir ósamþykktri íbúð í kjallara hússins á lóðinni nr. 4 við Baldursgötu.
Erindi fylgir teikning dags. 9. mars 1923 og bréf byggingarnefndar Reykjavíkur daga. 16. mars 1923.
Frestað.
Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

43. Barmahlíð 18 (01.702.105) 107025 Mál nr. BN046143
Halldór Gústafsson, Barmahlíð 18, 105 Reykjavík
Stefán Sigurðsson, Hjarðarhagi 17, 107 Reykjavík
Spurt er hvort samþykki fengist fyrir áður gerðri íbúð í kjallara hússins á lóðinni nr. 18 við Barmahlíð.
Bent er á að í kjallara Barmahlíðar 20 (í sama húsi) er sams konar íbúð
Nei.
Samræmist ekki byggingarreglugerð.

44. Flókagata 1 (01.243.605) 103163 Mál nr. BN046169
Northern Nights ehf., Flókagötu 1, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að reisa sóltjald á lóð og koma fyrir nýrri aðkomu að lóðinni nr. 1 við Flókagötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Óleyfisframkvæmdir skulu fjarlægðar án tafar.

45. Friggjarbrunnur 55-57 (02.693.105) 205838 Mál nr. BN046145
Skyggnisbraut 8-12 ehf., Ármúla 20, 108 Reykjavík
Spurt er hvort veitt yrði undanþága frá grein 6.1.3 í byggingarreglugerð vegna hússins á lóðinni nr. 55-57 við Friggjarbrunn.
Nei.
Samræmist ekki byggingarreglugerð.

46. Haukdælabraut 98 (05.114.103) 214818 Mál nr. BN046154
Þórður Antonsson, Gvendargeisli 38, 113 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja hús með valmaþaki á lóðinni nr. 98 við Haukdælabraut.
Bréf hönnuðar dags. í júní 2013 ásamt fylgir erindinu ásamt uppdráttum af fyrirhuguðu húsi.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

47. Hverfisgata 101A (01.154.408) 101136 Mál nr. BN046063
Parbatie Sahadeo, Hverfisgata 101a, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að koma fyrir svölum á norðurhlið á 1. hæð hússins á lóð nr. 101A við Hverfisgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. júní 2013 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

48. Hverfisgata 103 (01.154.407) 101135 Mál nr. BN045967
Sigurður Andrésson, Ásland 3, 270 Mosfellsbær
Spurt er hvort leyft yrði að byggja hótelbyggingu sem er tvöfaldur kjallari og fjórar hæðir með 100 herbergjum og aðstöðu fyrir 198 næturgesti á lóðinni nr. 103 við Hverfisgötu.
Stærð byggingarinnar er 1025 fermetrar fyrir utan kjallara.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. júní 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. júní 2013.
Frestað.
Ekki er gerð athugasemd við að unnin verði tillaga að breytingu á deiliskipulagi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 14. júní 2013.

49. Kirkjuteigur 9 (01.360.509) 104543 Mál nr. BN046147
Mansoor Ahmad Malik, Bárugata 22, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að nýta sem bæna- og samkomustað kjallaraíbúð hússins nr. 9 við Kirkjuteig.
Húsið er allt í eigu sama aðila.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

50. Langholtsvegur 67 (01.357.202) 104428 Mál nr. BN046159
Júlíus Baldvin Helgason, Langholtsvegur 67, 104 Reykjavík
Helgi Hafliðason, Stuðlasel 44, 109 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja viðbyggingu að austurhlið hússins nr. 67 við Langholtsveg.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

51. Laufásvegur 10 (01.183.401) 101961 Mál nr. BN046146
Ólafur Gunnar Jónsson, Laufásvegur 10, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja kvist og svalir á vesturhlið (bakhlið) hússins á lóðinni nr. 10 við Laufásveg.
Erindi svipaðs efnis var samþykkt 9. apríl 1987 en komst ekki í framkvæmd.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

52. Laugavegur 84 (01.174.302) 101638 Mál nr. BN046158
Haraldur Ingvarsson, Vitastígur 3, 220 Hafnarfjörður
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta kaffihús í flokki I á fyrstu hæð hússins nr. 84 við Laugaveg.
Í húsnæðinu er nú rekin veitingaverslun
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi samanber athugasemda á fyrirspurnarblaði.

53. Skipholt 15 (01.242.211) 103037 Mál nr. BN046111
105 fasteignir ehf., Ármúla 23, 108 Reykjavík
Spurt er hvort breyta megi skrifstofuhúsnæði í íbúðarhúsnæði í bakhúsi á lóð nr. 15 við Skipholt.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. júní 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júní 2013.
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 6. júní 2013.

54. Vest.6-10A/Tryggv.18 (01.132.113) 216605 Mál nr. BN046116
Kirkjuhvoll sf, Kirkjutorgi 4, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að opna veitingastað í flokki ? í kjallara á húsnæðinu í lóð nr. 6-10 við Vesturgötu.
{Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. júní 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. júní 2013.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 14. Júní 2013.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 14:45.
Bjarni Þór Jónsson
Harri Ormarsson
Björn Krisleifsson
Sigurður Pálmi Ásbergsson
Eva Geirsdóttir