No translated content text
Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2013, miðvikudaginn 12. Júní 2013 kl. 09.15, var haldinn 22. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Margrét Kristín Blöndal,
Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson
og Marta Guðjónsdóttir.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Stefán Finnsson og Marta Grettisdóttir. Fundarritari var Örn Sigurðsson
Þetta gerðist:
(E) Umhverfis- og samgöngumál
1. Sorpa bs., fundargerðir Mál nr. US130002
Lögð fram fundargerð Sorpu bs. nr. 320 frá 3. júní 2013.
Björn Halldórsson kynnti.
Hildur Sverrisdóttir tók sæti á fundinum kl. 09:40
2. Fjarðarsel 2-18, áskorun vegna bílastæða Mál nr. US130154
Sindri Sveinsson, Fjarðarsel 16, 109 Reykjavík
Páll Þór Kristjánsson, Fjarðarsel 18, 109 Reykjavík
Lagt fram erindi Sindra Sveinssonar og Páls Þórs Kristjánssonar f.h. húsfélagsins Fjarðarseli 2-18 þar sem skorað er á Reykjavíkurborg að banna bifreiðastöður við Flúðasel. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 4. júní 2013.
Samþykkt með fyrirvara um samþykkt lögreglustjóra Höfuðborgarsvæðisins.
Jafnframt var samþykkt að upplýsa íbúa með fréttatilkynningu í Hverfisblaði Breiðholts með eðlilegum fyrirvara.
3. Orrahólar, stöðubann Mál nr. US130158
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 10. júní 2013 þar sem lagt er til að stöðubann verði við vesturkant Orrahóla frá Krummahólum að bílastæði í suðurenda götunnar og við austurkant frá innkeyrslu að Orrahólum 7 að Norðurhólum.
Samþykkt með fyrirvara um samþykkt lögreglustjóra Höfuðborgarsvæðisins.
Jafnframt var samþykkt að upplýsa íbúa með fréttatilkynningu í Hverfisblaði Breiðholts með eðlilegum fyrirvara.
4. Njarðargata, stöðubann Mál nr. US130164
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 4. júní 2013 þar sem lagt er til að bannað verði að leggja bílum við suðurkant Njarðargötu frá Þórsgötu að Eiríksgötu.
Samþykkt með fyrirvara um samþykkt lögreglustjóra Höfuðborgarsvæðisins.
Jafnframt var samþykkt að upplýsa íbúa með fréttatilkynningu í Hverfisblaði Miðborgar með eðlilegum fyrirvara.
5. Bergstaðastræti, einstefna Mál nr. US130165
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 10. júní 2013 þar sem lagt er til að einstefna verði á Bergstaðastræti til norðurs frá Skólavörðustíg að Laugavegi.
Samþykkt með fyrirvara um samþykkt lögreglustjóra Höfuðborgarsvæðisins.
Jafnframt var samþykkt að upplýsa íbúa með fréttatilkynningu í Hverfisblaði Miðborgar með eðlilegum fyrirvara.
6. Suðurgata, tillaga umhverfis- og skipulagsráðs v/ Suðurgötu Mál nr. US130166
Lögð fram tillaga Umhverfis- og skipulagsráðs að að girðing á miðeyju á Suðurgötu verði fjarlægð frá Melatorgi að Hjarðarhaga.
Tillögunni vísað til skoðunar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur.
7. Rofabær 34, Árbæjarskóli, endurbætur á lóð Mál nr. US130162
Lagt fram bréf Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholt dags. 29. maí 2013 vegna svohljóðandi bókunar hverfisráðs Árbæjar 27. maí 2013. #GLHverfisráð Árbæjar beinir því til borgaryfirvalda að á þessu ári verði hafinn undirbúningur að endurbótum á lóð Árbæjarskóla en eins og segir í ástandskýrslu- lóðar frá árinu 2007 að #GLLóðin sé í sæmilegu ástandi, en heilmikilla endurbóta er þörf#GL og hefur ástandið versnað mikið frá því að skýrslan var gerð. Fulltrúar foreldraráðs Árbæjarskóla og Íbúasamtök Árbæjar, Ártúnsholts og Seláss hafa óskað eftir liðsinni hverfisráðsins við að vekja athygli á mjög slæmu ástandi skólalóðar þessa stærsta grunnskóla borgarinnar og eftir vettvangsferð í lok fundar ráðsins vill ráðið ítreka enn frekar mikilvægi þess að nú þegar verði hafin undirbúningur að endurgerð lóðarinnar.#GL
Vísað til meðferðar skrifstofustjóra framkvæmda og viðhalds mannvirkja.
8. Veggjakrot, kynning Mál nr. US130160
Kynning á veggjakroti í borginni
Guðmundur V. Óskarsson verkefnisstjóri kynnti.
(A) Skipulagsmál
9. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 7. júní 2013.
10. Gamla höfnin - Vesturbugt, breyting á deiliskipulagi (01.0) Mál nr. SN120436
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju lýsing vegna deiliskipulags Vesturbugtar dags. 1. október 2012. Skipulag Vesturbugtar afmarkast af Ánanaustum í vestri og að Slippnum í austri. Einnig eru kynnt drög að deiliskipulagi svæðisins samkvæmt upprætti ALARK arkitekta ehf. dags. 6. maí 2013. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt til og með 30. maí 2013. Eftirtaldir aðilar sendu ábendingar og athugasemdir: Sigurður Bjarnason og Ragnheiður Guðjónsdóttir dags. 20. maí 2013, Birgir Þ. Jóhannesson, dags. 27. maí 2013, Slippurinn fasteignafélag dags. 29. maí 2013, Seltjarnarnesbær dags. 30. maí 2013 og Olíudreifing, Gestur Guðjónsson dags. 30. maí 2013, Nótt Thorberg, dags. 30. maí 2013, Samskip Ingi Þór Hermannsson, dags. 30. maí 2013, Sigurjón H. Ingólfsson, dags. 30. maí 2013, Sæmundur Benediktsson og Margrét Jónsdóttir dags. 30. maí 2013, Skúli Magnússon dags. 1. júní 2013 og Vegagerðin dags. 3. júní 2013.
Samantekt athugasemda og ábendinga sem bárust við hagsmunaaðilakynningu kynnt.
Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.
11. Reitur 1.13, Nýlendureitur, breyting á deiliskipulagi (01.13) Mál nr. SN130122
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits, reitur 1.13. Í breytingunni felst breyting á afmörkun o.fl., samkvæmt drögum að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs dags. apríl 2013. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt til og með 30. maí 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir og ábendingar: Arnheiður Anna dags. 14. maí 2013, Birgir Þ. Jóhannsson dags. 27. og 28. maí 2013, Guðlaug Hildur Birgisdóttir dags. 27. maí 2013, Ylfa Ýr Steinsdóttir f.h. húsfélagsins að Nýlendugötu 24B dags. 29. maí 2013, Slippurinn fasteignafélag dags. 29. maí 2013, Sæmundur Benediktsson og Margrét Jónsdóttir dags. 30. maí 2013, Seltjarnarnesbær dags. 30. maí 2013, Grétar Guðmundsson dags. 30. maí 2013, Bragi Þorgrímur Ólafsson dags. 31. maí 2013 og Skúli Magnússon dags. 1. júní 2013. Að loknu athugasemdarfresti barst athugasemd/ábending frá Daða Guðbjörnssyni dags. 9. júní 2013.
Samantekt athugasemda og ábendinga sem bárust við hagsmunaaðilakynningu kynnt.
Margrét Þormar verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Ólöf Örvarsdóttir sviðsstjóri vék af fundi við umfjöllun um þetta mál.
12. Reitur 1.132.0, Norðurstígsreitur, breyting á deiliskipulagi (01.132.0) Mál nr. SN130211
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi endurskoðun deiliskipulags Norðurstígsreits vegna lóðanna að Vesturgötu 24, Nýlendugötu 5a, 7 og 9 (Hlíðarhús), Tryggvagötu 4-6 og Norðurstíg 5, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 18. apríl 2013. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt til og með 14. maí 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir og ábendingar: Húsfélagið Tryggvagötu 8 dags. 14. maí 2013 og Elín Petersdóttir dags. 14. maí 2013,
Samantekt athugasemda og ábendinga sem bárust við hagsmunaaðilakynningu kynnt.
Margrét Þormar verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Marta Guðjónsdóttir vék af fundi við umfjöllun málsins.
13. Lindargata 28-32, breyting á deiliskipulagi (01.152.4) Mál nr. SN130189
L28 ehf., Borgartúni 28, 105 Reykjavík
Vinnustofan Þverá ehf, Laufásvegi 36, 101 Reykjavík
Lagt fram erindi L28 ehf. dags. 9. apríl 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðanna nr. 28, 30 og 32 við Lindargötu. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit og niðurfellingu bílastæða, samkvæmt uppdr. Vinnustofunnar Þverá dags. 5. apríl 2013. Einnig er lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 17. apríl 2013.
Frestað.
Margrét Þormar og Valný Aðalsteinsdóttir verkefnisstjórar sátu fundinn undir þessum lið.
14. Reykjavíkurflugvöllur, flugstjórnarmiðstöð, breyting á deiliskipulagi (01.6) Mál nr. SN130102
Isavia ohf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík
Lagt fram erindi Isavia ohl. dags. 19. febrúar 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar. Í breytingunni felst stækkun á Flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta dags. 16. apríl 2013. Einnig er lagt fram bréf Isavia dags. 8. maí 2013.
Frestað.
(B) Byggingarmál
15. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 734 frá 11. júní 2013.
(C) Fyrirspurnir
16. Fossaleynir 19-23, (fsp) breyting á deiliskipulagi (02.468.1) Mál nr. SN130260
Dalsnes ehf, Fossaleyni 21, 112 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Dalsness ehf. dags. 24. maí 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóða nr. 19-23 við Fossaleyni, varðandi aukningu á byggingarmagni á lóðinni nr. 19-23 við Fossaleyni, samkvæmt uppdr. Arkþings dags. maí 2013.
Með vísan til bókunar skipulagsráðs frá 27.júní 2012 er nú fallist á fyrirspurnina, þ.m. að nýjar byggingar verði hærri en þær sem fyrir eru á lóðinni í samræmi við fyrirspurnartillögu.
(D) Ýmis mál
17. Sundlaugar í Reykjavík, skýrsla starfshóps Mál nr. US130048
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarráðs ásamt skýrslu stafshóps um framtíðarsýn fyrir sundlaugarnar í Reykjavík til 20. ára. Óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagsráðs. Einnig er lögð fram umsögn heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 8. apríl 2013.
Umsögn heilbrigðiseftirlits dags. 8. apríl 2013 samþykkt
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífil Ingvarsson, Marta Guðjónsdóttir og Hildur Sverrisdóttir óskuðu bókað:
Þrátt fyrir að ýmislegt gott sé í skýrslunni benda fulltrúar Sjálfstæðisflokksins á að ýmislegt kemur fram í henni sem ekki er hægt að fallast á og þarfnast frekari skoðunar en í því sambandi má sérstaklega nefna fjárfestingaráætlun sem gerir ráð fyrir ný framkvæmdum sem hefði verið eðlilegra að forgangsraða öðruvísi.
18. Biðsvæði 2013, Kynning Mál nr. US130161
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Kynning á verkefninu Biðsvæði 2013.
Hans Heiðar Tryggvason kynnti.
19. Fegrunarnefnd, skipan í fulltrúa 2013 Mál nr. SN130283
Skipan fulltrúa í vinnuhóp sem gerir tillögu að viðurkenningum fyrir lóðir fjölbýlishúsa og fyrirtækja/stofnana og vegna endurbóta á eldri húsum árið 2013.
Tilnefning umhverfis- og skipulagssviðs samþykkt.
20. Betri Reykjavik, almenningssalerni í miðbænum Mál nr. US130141
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd aprílmánaðar 2013 í flokknum Skipulag frá samráðsvefnum Betri Reykjavík 30. apríl 2013 #GLAlmenningssalerni í miðbænum#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 3. júní 2013.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 3. júní 2013 samþykkt.
21. Betri Reykjavík, fleiri ruslatunnur við göngustíga fyrir hundafólk Mál nr. US130142
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram önnur efsta hugmynd aprílmánaðar á samráðsvefnum Betri Reykjavík 30. apríl 2013 og jafnframt efsta hugmynd í málaflokknum Umhverfismál #GLFleiri ruslatunnur við göngustíga fyrir hundafólk#GLásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.
22. Betri Reykjavík, rafræn kosning um staðsetningu Landspítalans við Hringbraut Mál nr. US130148
Lögð fram hugmynd úr flokknum stjórnsýsla frá samráðsvefnum Betri Reykjavík #GLRafræn kosning um staðsetningu Landspítalans við Hringbraut#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Tillagan felld með 6 atkvæðum
23. Hólmsheiði, fangelsislóð, framkvæmdaleyfi (05.8) Mál nr. SN130109
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Lagt fram erindi Orkuveitu Reykjavíkur dags. 21. febrúar 2013 um framkvæmdaleyfi vegna lagningar á vatnsveitu- og hitaveitulögnum frá Almannadal og Reynisvatnsheiði auk háspennustrengs að fangelsi Hólmsheiði, samkvæmt uppdr. Verkís hf. dags. 4. febrúar 2013. Einnig er lögð fram greinargerð Minjasafns Reykjavíkur dags. apríl 2013 varðandi skráningu menningarminja á lóð fangelsis og aðveitu, bréf Minjastofnunar Íslands dags. 21. maí 2013 og bréf skipulagsstofnunar dags. 30. maí 2013. Einnig er lagður fram tölvupóstur Orkuveitu Reykjavíkur dags. 5. júní 2013 ásamt skýringaruppdrætti varðandi breytta legu lagna OR á þann veg að fyllt verður legu lagna Mílu þar sem þær víkja frá legu Hellisheiðaræðar sem leið liggur að fangelsinu.
Samþykkt með vísan til d-liðar 12. greinar samþykktar um umhverfis-og skipulagsráð.
24. Hólmsheiði, fangelsislóð, framkvæmdaleyfi (05.8) Mál nr. SN130255
Míla ehf., Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík
Lögð fram tillaga Mílu ehf. dags. 7. mars 2013 varðandi lagningu ljósleiðara út fyrir lóð fangelsisins á Hólmsheiði.
Samþykkt með vísan til d-liðar 12. greinar samþykktar um umhverfis-og skipulagsráð.
25. Umhverfis- og skipulagssvið, heildaryfirlit Mál nr. US130118
Lagt fram heildaryfirlit umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í apríl 2013.
26. Einholt-Þverholt, deiliskipulag (01.244.3) Mál nr. SN130238
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 31. maí 2013 vegna samþykktar borgarráðs 30. maí 2013 um kynningu á lýsingu, dags. í maí 2013, vegna deiliskipulags á reitnum Einholt-Þverholt, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs 22. maí 2013.
27. 1.172.0 Brynjureitur, breytt deiliskipulag (01.172.0) Mál nr. SN120140
Laugavegsreitir ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 31. maí 2013 vegna samþykktar borgarráðs 30. maí 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.0, Brynjureits, sem afmarkast af Laugavegi, Klapparstíg, Hverfisgötu og Vatnsstíg, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs 22. maí 2013.
28. Hólmsheiði, Hesthúsabyggð - Almannadalur, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN130205
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 31. maí 2013 vegna samþykktar borgarráðs 30. maí 2013 um auglýsingu á tillögu að breytingu á skilmálum deiliskipulags Hólmsheiði, hesthúsabyggðar í Almannadal, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs 15. maí 2013.
29. Hverfisgata 19, breyting á deiliskipulagi (01.151.4) Mál nr. SN130153
Framkvæmdasýsla ríkisins, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Teiknistofa Garðars Halld ehf, Borgartúni 20, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 31. maí 2013 vegna samþykktar borgarráðs 30. maí 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.151.4, Þjóðleikhúsreits, vegna lóðarinnar nr. 19 við Hringbraut, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs 15. maí 2013.
30. Hverfisgata 59, 61 og Frakkastígur 6B, breyting á deiliskipulagi (01.152.5) Mál nr. SN130235
Hverfill ehf., Helluvaði 1, 110 Reykjavík
Plúsarkitektar ehf, Laugavegi 59, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 31. maí 2013 vegna samþykktar borgarráðs 30. maí 2013 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi reits 1.152.5 vegna lóðanna nr. 59 og 61 við Hverfisgötu og 6b við rakkastíg, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 15. maí 2013.
31. Njarðargata 25, breyting á deiliskipulagi (01.186.5) Mál nr. SN130146
Haukur Dór Sturluson, Njarðargata 25, 101 Reykjavík
Magnús Albert Jensson, Langagerði 88, 108 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 31. maí 2013 vegna samþykktar borgarráðs 30. maí 2013 um breytingu á deiliskipulagi 1.185.6 vegna lóðar. nr. 25 við Njarðargötu, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs 15. maí 2013.
32. Frakkastígsreitur 1.172.1, breyting á deiliskipulagi (01.172.1) Mál nr. SN130216
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. júní 2013 vegna samþykktar borgarráðs 6. júní 2013 um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi á hluta Frakkastígsreits, reit 1.172.1, sem afmarkast af Frakkastíg, Laugavegi og Hverfisgötu, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs 29. maí 2013.
33 Álfheimar 49, OLÍS, breyting á deiliskipulagi (01.438.0) Mál nr. SN130247
Olíuverzlun Íslands hf., Höfðatúni 2, 105 Reykjavík
ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra 7. júní 2013 vegna samþykktar borgarráðs 6. júní 2013 um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi lóðar nr. 49. við Álfheima, Olís, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs 29. maí 2013.
34. Húsahverfi svæði C, breyting á skilmálum vegna húsagerðar E8 og E9 (02.84) Mál nr. SN120562
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. júní 2013 vegna samþykktar borgarráðs 6. júní 2013 um auglýsingu á breyttum skilmálum deiliskipulags Húsahverfis Grafarvogi III, svæði C, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs 29. maí 2013.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 14.15.
Fundargerðin lesin yfir og undirrituð
Páll Hjalti Hjaltason
Hjálmar Sveinsson Margrét Krisín Blöndal
Karl Sigurðsson Kristín Soffía Jónsdóttir
Sóley Tómasdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Marta Guðjónsdóttir Hildur Sverrisdóttir
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2013, þriðjudaginn 11. júní kl. 10:10 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 734. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Harri Ormarsson, Eva Geirsdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Sigurður Pálmi Ásbergsson, Óskar Torfi Þorvaldsson, Bjarni Þór Jónsson og Björn Kristleifsson
Fundarritari var Harri Ormarsson
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Arnarbakki 2-6 (04.632.001) 111858 Mál nr. BN046054
KJ ehf., Pósthólf 73, 602 Akureyri
Páll Skúli H Ásgeirsson, Freyjugata 11a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að fjölga eignarhlutum og innrétta húðflúrstofu í rými 0108 (áður hluti af rými 0103) en verslun í rými 0103 í húsinu nr. 2 (matshl. 01) á lóðinni nr. 2-6 við Arnarbakka.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vantar samþykki meðeigenda.
2. Austurstræti 17 (01.140.308) 100841 Mál nr. BN046115
Eik fasteignafélag hf., Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN045886 þannig að komið er fyrir háfi, ofni og helluborði í skyndibitastað sem staðsettur er í verslun 10-11 í húsinu á lóð nr. 17 við Austurstræti.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
3. Álfsnes 125650 (00.010.000) 125650 Mál nr. BN046125
SORPA bs., Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að flytja vakthús frá sorpstöð Suðurlands í heilu lagi og staðsetja við vigt á urðunarstað Sorpu í Álfsnesi til notkunar sem vigtarhús á lóð landnr. 125650 við urðunarstað Sorpu við Álfsnes.
Stærðir: Vigtarhús 42,6 ferm., 132,8 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
4. Ármúli 1 (01.261.401) 103510 Mál nr. BN045986
Á1 ehf., Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að færa út inndregna neðri hæð austan við stigahús, breyta innra skipulagi hæða og koma fyrir mötuneyti í kjallara sem mun þjónusta skrifstofuhæðir hússins á lóð nr. 1 við Ármúla.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 6. apríl 2013 og bréf frá hönnuði dags. 28. maí 2013 fylgja erindi ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. júní 2013 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. júní 2013.
Stækkun: 89,3 ferm., 375,1 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 4. júní 2013.
5. Bergstaðastræti 28A (01.184.316) 102055 Mál nr. BN045111
Sigríður Halldórsdóttir, Bergstaðastræti 28a, 101 Reykjavík
Sótt er leyfi fyrir áður gerðri íbúð þar sem fyrir 1999 var hárgreiðslu- og snyrtistofa á fyrstu hæð í húsi á lóð nr. 28A við Bergstaðastræti.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
6. Brúnavegur 13 (01.351.001) 104174 Mál nr. BN046133
Fulltrúaráð Sjómannadagsins, Laugarási Hrafnistu, 104 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum þar sem geymsluhurð er færð út á gang, brunakröfur á geymslu eru teknar út og hætt verður við glugga á norðurhlið vegna lokaúttektar á erindi BN044232 í DAS Hrafnista íbúðarhúsi nr. 9 á lóð nr. 13 við Brúnaveg.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
7. Eiríksgata 6 (01.194.303) 102553 Mál nr. BN046124
Rúnar V Sigurðsson, Eiríksgata 6, 101 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á leyfi fyrir áður gerðum breytingum (samanber erindi BN043485) á húsi og garðskála á lóð nr. 6 við Eiríksgötu.
Erindi fylgir samþykki eiganda Eiríksgötu 8 ódagsett.
Stærð: Áður gerður garðskáli 15,7 ferm., 41,6 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
8. Engjateigur 9 (01.366.502) 104711 Mál nr. BN046016
Verkfræðingafélag Íslands, Engjateigi 9, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum í kjallara þar sem samkomusalur fyrir 105 gesti er innréttaður, komið fyrir móttökueldhúsi og snyrtingum fjölgað í Verkfræðingahúsi á lóð nr. 9 við Engjateig.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags 13. maí 2013.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
9. Grandagarður 15-37 (01.115.001) 100045 Mál nr. BN046041
Corvino ehf., Laugavegi 42b, 101 Reykjavík
Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II í verbúð nr. 23 á lóð nr. 15-37 við Grandagarð.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. júní 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. júní 2013.
Stækkun xx ferm. (milliloft)
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
10. Grandagarður 16 (01.114.301) 100040 Mál nr. BN046022
Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í skrifstofurými 1. og 2. hæðar og koma fyrir lyftu á milli hæða svo og að koma fyrir svölum og skyggni á húsið á lóð nr. 16 við Grandagarð.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 3. júní 2013 fylgir.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 31. maí 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. maí 2013.
Gjald kr. 9.000 + 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
11. Grundarstígur 10 (01.183.308) 101960 Mál nr. BN046128
1904 ehf., Þingholtsstræti 16, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta stefnu ÚT-ljóss í kjallara Hannesarholts á lóð nr. 10 við Grundarstíg.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
12. Guðrúnartún 1 (01.216.101) 186531 Mál nr. BN046048
Húsfélagið Sætúni 1, Sætúni 1, 105 Reykjavík
Efling stéttarfélag, Sætúni 1, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka húsið til vesturs, byggja ofan á norðurhúsið og breikka tengibyggingu milli norður- og suðurhúss á lóð nr. 1 við Guðrúnartún.
Umsögn burðarvirkshönnuðar dags. 30.maí. 2013 fylgir.
Stækkun: 1672,1 ferm., 9762,4 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.
13. Hallveigarstígur 10 (01.180.207) 101695 Mál nr. BN046112
Sverrir Ágústsson, Kúrland 15, 108 Reykjavík
Sigmar Ármannsson, Miðleiti 12, 103 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum sbr. BN029048 og BN038735 þar sem koma fram ýmsar breytingar vegna eignaskipatyfirlýsingar á húsnæðinu á lóð nr. 10A við Hallveigarstíg.
Tölvupóstur frá eiganda dags 18. apríl 2013 fylgir.
9.000
Frestað.
Vantar samþykki meðeigenda.
14. Heiðargerði 16 (01.802.003) 107640 Mál nr. BN046042
Harpa Ingvadóttir, Heiðargerði 16, 108 Reykjavík
Hermann Þór Baldursson, Heiðargerði 16, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja einnar hæðar, léttbyggða viðbyggingu við eldri viðbyggingu á suðurhlið, klæða með liggjandi lerkiborðum, breyta innra skipulagi og sótt er um samþykki fyrir áður gerðri bárujárnsklæðningu á einbýlishúsi á lóð nr. 16 við Heiðargerði.
Erindi fylgir samþykki lóðarhafa Heiðargerðis 14 áritað á uppdrátt.
Stækkun: 6,9 ferm., 47,1 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
15. Hofsvallagata - sundlaug Mál nr. BN046148
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir aðstöðusköpun og jarðvinnu vegna breytinga á lóðinni við Hofsvallagötu- sundlaug vegna erindis BN045159 með síðari breytingum BN046084.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
16. Holtsgata 24 (01.134.320) 100369 Mál nr. BN046131
Kristinn Rúnar Þórisson, Holtsgata 24, 101 Reykjavík
Katrín Bára Elvarsdóttir, Holtsgata 24, 101 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á erindi BN043534 sem fjallar um að byggja tvo kvisti á bakhlið og innrétta þar vinnuherbergi í fjölbýlishúsi á lóð nr. 24 við Holtsgötu.
Erindið var samþykkt 22.11. 2011 og var grenndarkynnt þá. Engar athugasemdir bárust. Samþykki meðeigenda fylgdi með.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdráttar ónúmeraðan dags. 5. júní 2013.
17. Hringbraut 73 (01.540.003) 106220 Mál nr. BN046086
Brynja Sif Björnsdóttir, Hringbraut 73, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að koma fyrir skolvaski og breyta í votrými kjallarageymslu hússins á lóðinni nr. 73 við Hringbraut.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
18. Hverfisgata 54 (01.172.102) 101440 Mál nr. BN045532
Eignarhaldsfélagið Landey ehf., Hátúni 2B, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að loka sal og breyta flóttaleiðum á 1. og 2 hæð frá Hverfisgötu nr. 56 inn í húsi á lóð nr. 54 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
19. Hverfisgata 56 (01.172.103) 101441 Mál nr. BN045875
Austur-Indíafélagið ehf, Hverfisgötu 56, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og stækka veitingahús inn í fyrrum kvikmyndahús á jarðhæð hús á lóð nr. 56 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
20. Hverfisgata 98 (01.174.101) 101579 Mál nr. BN046047
Fish Spa Iceland ehf., Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík
Sólland ehf, Hrauntungu 9, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að staðsetja snyrtistofu í rými 0101 í húsinu á lóð nr. 98 við Hverfisgötu.
Bréf frá hönnuði dags. 21. maí 2013 og aftur 4. júní 2013 fylgir.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
21. Hörpugata 14 (01.635.706) 106697 Mál nr. BN045635
Freyja Hreinsdóttir, Hörpugata 14, 101 Reykjavík
Gísli Másson, Hörpugata 14, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við til vesturs anddyri og stigahús ásamt samþykki á áður gerðum og fyrirhuguðum breytingum innanhúss og á geymsluskúr á lóð við parhúsið á lóð nr. 14 við Hörpugötu.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 15.2. 2013 ásamt úrskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. maí 2013. Erindið var grenndarkynnt frá 2. apríl 2013 til og með 1. maí 2013. Engar athugasemdir bárust.
Stærðir stækkun: 30,5 ferm., 74,9 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 9.000 + 6.741
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
22. Kringlan 4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN045817
Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi einingar S-271 og skipta henni í tvær einingar, S-271-1 og S-271-2 með sameiginlegri snyrtingu og aðstöðu starfsfólks í einingu S-271-2 á annarri hæð í Kringlunni á lóð nr. 4-12 við Kringluna.
Erindi fylgir bréf frá Verkís dags. í maí 2013.
Gjald kr. 9.000 + 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
23. Laufásvegur 2 (01.183.005) 101917 Mál nr. BN046127
Flying Viking ehf, Krókhálsi 5A, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta gististað í flokki I, tegund heimagisting, fyrir 20 gesti, fimm herbergi á 1. hæð og tvö studioherbergi í kjallara með sérinngangi, heimili leigusala er á 2. hæð hússins á lóð nr. 2 við Laufásveg.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
24. Laugavegur 18B (01.171.502) 101418 Mál nr. BN046120
Around Iceland ehf, Austurströnd 3, 170 Seltjarnarnes
Laugaverk ehf, Tjarnastíg 20, 170 Seltjarnarnes
Sótt er um leyfi til þess að innrétta verslun, sýningarsvæði og kaffihús í flokki II (tegund e) á fyrstu hæð hússins á lóðinni nr. 18B við Laugaveg.
Hámarksfjöldi gesta kaffihússins er 50 manns.
Jafnframt er erindi BN046005 dregið til baka.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. apríl 2013 fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
25. Lóuhólar 2-6 (04.642.701) 111914 Mál nr. BN046080
Reginn A3 ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að innrétta fiskbúð með matreiðslu og flökunarrými, komið verður fyrir nýjum útidyrum inn í vinnslusal á suðurhlið í mhl.01 í rými 0108 verslunarhúsinu á nr. 2-4 á lóð 2-6 við Lóuhóla.
Bréf frá umsækjanda ódags. og aftur 6. júní 2013 fylgir.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
26. Mjölnisholt 12-14 (01.241.104) 211626 Mál nr. BN046044
Mjölnisholt ehf, Ögurhvarf 6, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss og til stækkunar á hóteli á lóð nr. 12-14 við Mjölnisholt.
Meðfylgjandi er yfirlýsing burðarvirkishönnuðar dags. 15.5. 2013, varmatapsútreikningar dags. 15.5. 2013, eldvarnaskýrsla dags. 23.5. 2013, ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. júní 2013.
Stærðir - stækkun: 1.485,1 ferm., 4.493,2 rúmm.
Samtals eftir stækkun: 6.834,9 ferm., 23.901,1 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Synjað.
Með vísan til útskriftar úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. júní 2013.
Samræmist ekki deiliskipulagi.
27. Mýrargata 2-8 (01.116.401) 100072 Mál nr. BN045948
Slippurinn, fasteignafélag ehf., Stórhöfða 25, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN044340 þar sem búningsklefi starfsmanna er fluttur í kjallara, undirbúningseldhúsi komið fyrir og á 1. hæð er eldhúsi breytt, bætt við björgunaropi og geymslu við bar er tvískipt í Marina hótel á lóð nr. 2-8 við Mýrargötu.
Skýrsla brunahönnuðar dags. 30. apríl. 2013 fylgir.
Gjald kr. 9.000 + 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
28. Njálsgata 13A (01.182.132) 101846 Mál nr. BN045802
Hildur Atladóttir, Njálsgata 13a, 101 Reykjavík
Jón Hrafn Björnsson, Njálsgata 13a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa inngang á gafli og byggja viðbyggingu með svölum á bakhlið einbýlishúss á lóð nr. 13A við Njálsgötu.
Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar dags. 17. maí 2013 og Minjasafns Reykjavíkur dags. 31. maí 2013.
Niðurrif: 6,4 ferm., 34,4 rúmm.
Viðbygging: 14,1 ferm., 69,1 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
29. Norðurgarður 1 (01.112.-95) 100030 Mál nr. BN046153
HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík
Óskað er eftir takmörkuðu byggingarleyfi sem fælist í heimild til að rjúfa þakið á núverandi fiskvinnslu félagsins v. viðbyggingar við skrifstofuhúss sbr. erindi BN045980, samþykkt 21. maí 2013.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
30. Nýlendugata 14 (01.131.108) 100166 Mál nr. BN046013
M 14 ehf, Nýlendugötu 14, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í vestari hluta jarðhæðar, vinnustofum verður breytt í bar og setustofu gesta veitingahússins á lóð nr. 14 við Nýlendugötu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
31. Pósthússtræti 9 (01.140.515) 100874 Mál nr. BN046067
VH fjárfesting ehf., Pósthússtræti 9, 101 Reykjavík
Hótel Borg ehf, Borgartúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta barafstöðu og afgreiðslu á mat á 1. hæð og fella burtu hluta af léttum vegg í kjallara í veitingahúsi á lóð nr. 9 við Pósthússtræti.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
32. Síðumúli 16-18 (01.293.103) 103805 Mál nr. BN046085
Fastus ehf., Síðumúla 16, 108 Reykjavík
Aðalkot ehf, Síðumúla 16, 105 Reykjavík
Sótt er um stöðuleyfi fyrir tvo gáma sem skipt er út allt árið á nr. 18, og eru fyrir vörur sem eru að koma í hús og fyrir einn gám á nr. 16 sem er sýningarrými, allir á lóð nr. 16-18 við Síðumúla.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
33. Skógarhlíð 10 (01.703.401) 107073 Mál nr. BN046126
Landleiðir ehf, Akralind 4, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN045524 þannig að flutt er til móttaka, starfsmannaaðstaða og salernisaðstaðan í gistiheimilinu í húsinu á lóð nr. 10 við Skógarhlíð.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
34. Skólavörðustígur 42 (01.181.417) 210269 Mál nr. BN044933
R. Guðmundsson ehf, Pósthólf 1143, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta gestamóttöku með morgunverðareldhúsi og gerð grein fyrir ýmsum breytingum á kjallara v/lokaúttektar á erindi BN041529 í gistiheimili á lóð nr. 42 við Skólavörðustíg.
Gjald kr. 8.500 + 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
35. Sogavegur 216 (01.837.009) 108646 Mál nr. BN046087
Kári Pálsson, Sogavegur 216, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir bílskúr anddyri og svölum við húsið á lóð nr. 216 við Sogaveg.
Stækkun: XXX ferm., XXX rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
36. Stigahlíð 68A (01.733.510) 211661 Mál nr. BN046121
Jóhann Tómas Sigurðsson, Stigahlíð 68a, 105 Reykjavík
Jóhanna Jakobsdóttir, Stigahlíð 68a, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, steypa stiga milli hæða, innrétta herbergi í hluta bílgeymslu og koma fyrir setlaug á svölum í einbýlishúsi á lóð nr. 68A við Stigahlíð.
Breyting á erindi BN036202 samþ. 11. júlí 2007.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
37. Suðurlandsbraut 12 (01.263.004) 103521 Mál nr. BN046089
Reykjavík Lights Hotel ehf., Mánalind 5, 201 Kópavogur
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum sbr. BN45290 þar sem kemur fram ný uppröðun í eldhúsi, bar, hurðum breytt og brunahurð fyrir lyftuopum breytt í brunafellitjald í húsi á lóð nr. 12 við Suðurlandsbraut.
GJald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.
38. Sæmundargata 2 (01.603.201) 106638 Mál nr. BN046134
Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík
Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til smávægilegra tilfæringa innandyra ásamt nýrri útidyrahurð og útskotsglugga á Háskólatorgi á lóð nr. 4 við Sæmundargötu.
Stærðir stækkun: 119,5 ferm., 562,8 rúmm.
Stærðir samtals: 6.637,7 ferm., 31.503,5 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
39. Thorsvegur 1 (02.3--.-99) 109211 Mál nr. BN046130
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Litli bóndabærinn ehf, Laugavegi 50, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta kaffihús í flokki I á 1. hæð herbergisrými 12.28 í húsi Korpúlfsstaðir á lóð nr. 1 við Thorsveg.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
40. Úlfarsbraut 76 (02.698.504) 205740 Mál nr. BN046025
Bygg Ben ehf, Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík
Benedikt G Jósepsson, Vesturlbr Fífilbrekka, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 76 við Úlfarsbraut.
1. hæð íbúð: 122,3 ferm., 2. hæð íbúð 115,,4 ferm., bílgeymsla 50,6 ferm.
Samtals: 288,3 ferm., 1.074,4 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.
41. Vesturgata 26C (01.132.006) 100196 Mál nr. BN046017
Haukur Ingi Jónsson, Vesturgata 26c, 101 Reykjavík
Hafdís Þorleifsdóttir, Vesturgata 26c, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum sbr. BN037003 þar sem koma fram innri breytingar í kjallara rými og á 2. hæð hússins nr. 26C á lóð nr. 26 við Vesturgötu.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
42. Víðimelur 62 (01.524.003) 106000 Mál nr. BN045958
Ari Ingimundarson, Víðimelur 62, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka ris, byggja tvo kvisti og svalir á fjölbýlishús á lóð nr. 62 við Víðimel.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta nr. L101, og A101 dags. 23. apríl 2013.
Ýmis mál
43. Meistari - pípulagningameistari Mál nr. BN046142
Karvel Lindberg Karvelsson, Skarðsbraut 2, 300 Akranes
Ofanritaður sækir um staðbundin réttindi sem pípulagningameistari í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur. Málinu fylgir afrit af meistarabréfi dags. 15. janúar 1979, afrit af sveinsbréfi dags. 23. nóvember 1974, sýnishorn af verkum frá byggingarfulltrúanum á Akranesi og vottun á starfssemi frá byggingar- og skipulagsfulltrúa Akranes dags. 7. mái 2013.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Sbr. ákvæðum 7. mgr. gr. 4.10.1 í Byggingarreglugerð nr. 112/2012.
44. Sóleyjarimi 4 (02.534.502) 192053 Mál nr. BN046135
Isavia ohf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að sameina lóðirnar
Sóleyjarimi 4 (staðgr. 2.534.502, landnr. 192053) og Sóleyjarimi 6 (staðgr. 2.534.501, landnr. 192054) í eina lóð nefnda Sóleyjarimi 4 (staðgr. 2.534.502, landnr. 192053): eða eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti Landupplýsinga-deildar dagsettum 28.05.2013.
Lóðin Sóleyjarimi 4 (staðgr. 2.534.502, landnr. 192053) er 1800 m², af lóðinni eru teknir 1800 m² og lagðir við Sóleyjarima 6, lóðin Sóleyjarimi 4 (staðgr. 2.534.502, landnr. 192053) verður 0 m² og hverfur og verður afmáð úr skrám. Lóðin Sóleyjarimi 6 (staðgr. 2.534.501, landnr. 192054) er 3900 m², við lóðina er bætt 1800 m² frá Sóleyjarima 4, lóðin Sóleyjarimi 6 (staðgr. 2.534.501, landnr. 192054) verður 5700 m².
Sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 13. 02. 2013 og auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda, dags. 29. 04. 2013.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
45. Sóleyjarimi 6 (02.534.501) 192054 Mál nr. BN046136
Isavia ohf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að sameina lóðirnar
Sóleyjarimi 4 (staðgr. 2.534.502, landnr. 192053) og Sóleyjarimi 6 (staðgr. 2.534.501, landnr. 192054) í eina lóð nefnda Sóleyjarimi 4 (staðgr. 2.534.502, landnr. 192053): eða eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti Landupplýsinga-deildar dagsettum 28.05.2013.
Lóðin Sóleyjarimi 4 (staðgr. 2.534.502, landnr. 192053) er 1800 m², af lóðinni eru teknir 1800 m² og lagðir við Sóleyjarima 6, lóðin Sóleyjarimi 4 (staðgr. 2.534.502, landnr. 192053) verður 0 m² og hverfur og verður afmáð úr skrám. Lóðin Sóleyjarimi 6 (staðgr. 2.534.501, landnr. 192054) er 3900 m², við lóðina er bætt 1800 m² frá Sóleyjarima 4, lóðin Sóleyjarimi 6 (staðgr. 2.534.501, landnr. 192054) verður 5700 m².
Sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 13. 02. 2013 og auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda, dags. 29. 04. 2013.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Fyrirspurnir
46. Bárugata 8 (01.136.218) 100554 Mál nr. BN046129
Kristín Sigurðsson, Belgía, Spurt er hvort leyfi fengist til að breyta bílskúr í geymslu og tómstundarrými með snyrtingu á lóð nr. 8 við Bárugötu.
Nei.
Samræmist ekki skipulagi.
47. Básendi 2 (01.824.010) 108382 Mál nr. BN046035
Kambiz Vejdanpak, Básendi 2, 108 Reykjavík
Spurt er hvort hækka megi þak og byggja svalir á miðju þaki til samræmis við Básenda 4 á húsi á lóð nr. 2 við Básenda.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. júní 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. júní 2013.
Nei.
Samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. júní 2013.
48. Freyjugata 1 (01.184.215) 102037 Mál nr. BN046132
Freyjugata 1,húsfélag, Hörgshlíð 28, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta þakformi og útbúa íbúð eða íbúðir á þakhæð (4.hæð) hússins nr. 1 við Freyjugötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
49. Katrínartún 9 (01.223.010) 102885 Mál nr. BN045951
Sturla Míó Þórisson, Katrínartún 9, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að lyfta þaki, breyta innra skipulagi 1. hæðar, lækka land við suðurhlið og breyta gluggum og hurðum á einbýlishúsi á lóð nr. 9 við Katrínartún.
Erindi fylgir greinargerð hönnuðar dags. 30. apríl 2013 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. júní 2013 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júní 2013.
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 7. júní 2013.
50. Lindargata 14 (01.151.503) 101008 Mál nr. BN046036
Plúsarkitektar ehf, Laugavegi 59, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta 1. hæð hússins sem í dag er skráð sem iðnaðarhúsnæði í íbúð í húsinu á lóð nr. 14 við Lindargötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. júní 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júní 2013.
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 7. júní 2013.
51. Miklabraut 68 (01.710.001) 107116 Mál nr. BN046033
Kristján Bjarnason, Víðimelur 55, 107 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að koma fyrir fjórum bílastæðum sem ekið er í frá Lönguhlíð og munu nýtast fyrir atvinnustarfsemi í húsi á daginn en á kvöldin fyrir íbúa hússins á lóðinni nr. 68 við Miklabraut.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. júní 2013 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi samanber útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. júní 2013.
52. Njálsgata 26 (01.190.201) 102404 Mál nr. BN046141
Guðrún María Finnbogadóttir, Bretland, Spurt er hvort leyft yrði að sameina íbúðir 0201 og 0202 í eina íbúð á rishæð matshluta 01 á lóðinni nr. 26 við Njálsgötu.
Íbúðirnar eru nú skráðar sem ósamþykktar íbúðir.
Afsalsbréf dags. 9. október 1953 (íb. 0201) og 14. nóvember 1956 (íb. 0202) fylgja erindinu. Skoðunarskýrsla byggingarfulltrúa dags. 7. júní 2013 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
53. Samtún 38 (01.221.410) 102826 Mál nr. BN046119
Daði Þór Veigarsson, Samtún 38, 105 Reykjavík
Spurt er hvort byggja megi bílskúr sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. mars 2007 við íbúðarhús á lóð nr. 38 við Samtún.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
54. Skipholt 15 (01.242.211) 103037 Mál nr. BN046111
105 fasteignir ehf., Ármúla 23, 108 Reykjavík
Spurt er hvort breyta megi skrifstofuhúsnæði í íbúðarhúsnæði í bakhúsi á lóð nr. 15 við Skipholt.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
55. Snorrabraut 27-29 (01.240.011) 102978 Mál nr. BN046139
Zoran Kokotovic, Digranesvegur 26, 200 Kópavogur
Spurt er hvort innrétta megi veitingastað fyrir 30 gesti í flokki I á 1. hæð í húsi á lóð nr. 27 við Snorrabraut.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
56. Sólvallagata 80-84 (01.133.401) 100279 Mál nr. BN046123
Tannhjól ehf, Gilsbúð 3, 210 Garðabær
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta tannlæknastofu í rými 0114 á fyrstu hæð atvinnu- og íbúðarhússins nr. 84 við Sólvallagötu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
57. Stuðlasel 25 (04.923.403) 112624 Mál nr. BN046037
Ólafur Jónsson, Stuðlasel 25, 109 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja sólskála sem verður 3,150 X 6,8 metrar ofan á suð-vestur svalir hússins á lóð nr. 25 við Stuðlasel.
Teikningar af sólskála fylgja ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. júní 2013 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júní 2013.
Neikvætt
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 6. júní 2013.
58. Vest.6-10A/Tryggv.18 (01.132.113) 216605 Mál nr. BN046116
Kirkjuhvoll sf, Kirkjutorgi 4, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að opna veitingastað í flokki ? í kjallara á húsnæðinu í lóð nr. 6-10 við Vesturgötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12.20.
Bjarni Þór Jónsson Björn Kristleifsson
Harri Ormarsson Jón Hafberg Björnsson
Sigurður Pálmi Ásbergsson Óskar Torfi Þorvaldsson
Eva Geirsdóttir