No translated content text
Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- og samgönguráð
Ár 2011, þriðjudaginn 26. apríl kl. 14.00 var haldinn 80. fundur umhverfis- og samgönguráðs á 7. hæð í Hofi í Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Karl Sigurðsson formaður, Kristín Soffía Jónsdóttir, Páll Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Árni Helgason, Hildur Sverrisdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson. Einnig sátu fundinn Örn Sigurðsson, Stefán A. Finnsson, Ellý K. Guðmundsdóttir, Kolbrún Jónatansdóttir, Guðmundur B. Friðriksson, Einar Kristjánsson, Gunnar Hersveinn, Pálmi F. Randversson og Þórólfur Jónsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Rekstrarniðurstaða Umhverfis- og samgöngusviðs 2010.
Kynnt niðurstaða rekstrar ársins 2010.
2. Vatnsmýrin – kortlagning á mögulegum mengunarstöðum.
Kynntar fyrstu niðurstöður af kortlagningu mengunarstaða í Vatnsmýrinni.
- Rósa Magnúsdóttir kom á fundinn.
3. Samþykkt um meðhöndlun úrgangs.
Lagt fram bréf Umhverfisráðuneytisins dags. 11. apríl 2011.
4. Sorpmál. Kynnt staða mála.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi VG lítur svo á að í raun sé verið að fresta gildistöku 15 metra reglunnar og tíminn verði notaður til að leiðbeina íbúum og meta þörf á undanþágum. Tillögur um endanlega útfærslu verða þá væntanlega lagðar fyrir fund ráðsins í maí.
Fulltrúar Sjálfstæðismann lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og samgönguráði fagna því að tekin hefur verið ákvörðun um að fresta öllum viðurlögum vegna svokallaðar 15 metra reglu sem átti að leggja á borgarbúa þann 1. maí næstkomandi. Það er mikilvægt að þessi breyting verði vel kynnt og íbúum gerð grein fyrir að búið sé að fresta allri gjaldtöku og þjónustuskerðingu vegna reglunnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna því að í staðinn eigi á næstu vikum að halda vel utan um þær athugasemdir sem berast vegna framkvæmdar reglunnar og að unnið sé vel úr þeim ábendingum sem munu koma fram áður en frekari ákvarðanir eru teknar varðandi framhald málsins.
Fulltrúar Samfylkingar og Bestaflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingar og Besta flokks árétta að þó 15 metra þjónusta taki gildi 1. maí verður viðbótarþjónustugjald fyrir að sækja tunnur lengra en 15 metra ekki innheimt í maí. Allar tunnur verða tæmdar í maímánuði á meðan íbúar læra á 15 metra þjónustuna. Íbúum verður einnig kynnt hvernig þeir geta brugðist við ef sorptunnur þeirra reynast vera utan 15 metranna. Maímánuður verður einnig notaður til að skoða hvort og þá í hvaða tilfellum verði veittar undanþágur frá 15 metra þjónustunni.
- Guðmundur B. Friðriksson kom á fundinn
5. Leiksvæði, torg og opin svæði.
Lögð fram tillaga um átaksverkefni 2011 til kynningar.
- Ámundi Brynjólfsson kom á fundinn.
6. Loftslagssáttmáli sveitarfélaga – orkuaðgerðaráætlun. Kynning.
- Eygerður Margrétardóttir kom á fundinn.
7. Umhverfi og útvist. Kynnt drög að áætlun 2011
8. Reglur og samþykktarferli vegna mannvirkjagerðar.
Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 17. mars 2011.
Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar Umhverfis- og samgöngusviðs.
9. Bílastæði við Ármúla/Hallarmúla.
Lagt fram bréf skólastjóra Fullorðinsfræðslunnar, dags. 10. apríl 2011.
Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar Umhverfis- og samgöngusviðs.
10. Strætó og BSÍ - Kynning.
Samþykkt að óska eftir umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs á hugmyndum Strætó.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúi VG í umhverfis- og samgönguráði leggur til að fyrirhugaðar leiðarkerfisbreytingar Strætó bs. verði sendar hverfisráðum sem þær varða og Hollvinasamtökum strætó, til umsagnar.
Afgreiðslu frestað.
- Páll Hjaltason fór af fundi kl. 17.06
11. Aðstaða rekstraraðila á lóð Hörpunnar.
Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 17. mars 2011.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti eftirfarandi:
Umhverfis- og samgönguráð leggur áherslu á að fjölga ekki bílastæðum í miðborginni umfram það sem þegar hefur verið samþykkt. Þetta kemur skýrt fram í samþykktri starfsáætlun. Ráðið hvetur rekstraraðila Hörpunnar til að koma á virkri samgöngustefnu sem hvetur starfsmenn hússins til að nota vistvæna samgöngumáta. Ráðið bendir jafnframt á að 830 bílastæði eru í bílastæðahúsum og á bílastæðaplönum í næsta nágrenni Hörpunnar. Umhverfis- og samgönguráð tekur annars ekki skipulagslega afstöðu til bráðabirgðafyllingarinnar sem slíkrar.
12. Gangbrautarljós á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravelli.
Lögð fram tillaga Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 20. apríl 2011.
Samþykkt að vísa tillögunni til umsagnar hverfisráðs Vesturbæjar.
13. Erindi frá Hverfisráðs Hlíða.
Lögð fram bréf Hverfisráðs Hlíða dags. 20. apríl 2011:
a. Lækkun hámarkshraða á Miklubraut.
b. Skipting hverfapotta.
14. Reykjavíkurráð ungmenna.
Lögð fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 19. apríl 2011:
a. Breyting á gjaldskrá Strætó til hagsbóta fyrir ungt fólk – tillaga.
b. Breytt leiðakerfi Strætó – tillaga.
Frestað.
15. Opnun Laugavegs fyrir gangandi umferð.
Lögð fram tillaga Umhverfis- og samgöngusviðs.
Samþykkt að vísa tillögunni til kynningar í skipulagsráði, hverfisráði Miðborgar og samtökunum Miðborgin okkar.
Einnig var Umhverfis- og samgöngusviði falið að kynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum.
16. Vatnsberinn í Austurstræti.
Kynnt tillaga um staðsetningu.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti eftirfarandi:
Umhverfis- og samgönguráð fagnar tillögum um að loka Austurstræti á annan hátt en með hefðbundnum hætti og telur að slíkar lausnir munu á einfaldan og sjónrænan hátt hjálpa til með að skapa nýja stemningu í Austurstræti sem göngugötu. Ráðið telur að hvað sem verður valið til að sinna því hlutverki að þá sé æskilegt að alltaf verði útbúinn einhvers konar pallur í kring sem hægt verði að nýta til að sitja og skapa torgar stemningu.”
17. Tvístefna í Tryggvagötu.
Kristín Soffía Jónsdóttir kynnti tillögu sína um að breyta akstursstefnum í Tryggvagötu milli Lækjargötu og Pósthússtrætis þannig að ekið verði í báðar áttir.
Frestað.
Fundi slitið kl. 18.14
Karl Sigurðsson
Kristín Soffía Jónsdóttir Hjálmar Sveinsson
Árni Helgason Hildur Sverrisdóttir
Þorleifur Gunnlaugsson