Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- og samgönguráð
Ár 2011, þriðjudaginn 22. febrúar kl. 14.00 var haldinn 75. fundur umhverfis- og samgönguráðs á 7. hæð í Hofi í Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir, Kjartan R. Árnason, Gísli Marteinn Baldursson, Hildur Sverrisdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson. Enn fremur sátu fundinn Einar Kristjánsson, Eygerður Margrétardóttir, Gunnar Hersveinn, Stefán Agnar Finnson, Ólafur Bjarnason, Guðmundur B. Friðriksson, Ellý K. Guðmundsdóttir og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Sorpa bs. – Fimm ára rekstraráætlun 2012 – 2016.
Lagt fram á ný bréf Sorpu bs. dags. 20. desember 2010 þar sem með fylgdi fimm ára rekstraráætlun Sorpu bs., sem samþykkt var í stjórn þess 22. nóvember 2010 og sameiginleg umsögn fjármálastjóra borgarinnar og Umhverfis-og samgönguráðs.
Frestað.
Fulltrúi Vinstri Grænna lagði fram svohljóðandi tillögu:
Fulltrúi VG í umhverfis og samgönguráði leggur til að stjórnarformanni og framkvæmdastjóra Sorpu bs verði boðið á næsta fund ráðsins til útskýra 5.ára áætlun byggðarsamlagsins og svara gagnrýni Umhverfisog samgöngusviðs og Fjármálaskrifstofu á hana.
Tillagan var samþykkt einróma.
2. Fundargerðir.
Lögð fram 152. fundargerð stjórnar Strætó bs. og svör Strætó bs. við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks um erindi til stjórnar er varða gjaldskrárbreytingar og þjónustuskerðingar.
3. Kaup á strætisvögnum.
Lagt fram bréf Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 17. febrúar 2011 þar sem fram kom tillaga sviðsins um að Reykjavíkurborg kaupi allt 15 metan strætisvagna og endurleigi Strætó bs.
Frestað.
4. Austurstræti – göngugata.
Kynnt tilhögun framkvæmda. Kristín Einarsdóttir og Ámundi Brynjólfsson, Framkvæmda- og eignasvið komu á fundinn og kynntu tillögur um framkvæmdir vegna lokunar Austurstrætis fyrir bílaumferð.
5. 111 Reykjavík - göngustígur.
Fulltrúar „Skyggni Frábært“ komu á fundinn og kynntu hugmyndir um endurgerð göngustígsins „Fellagjá“.
6. Vísindagarðar – gatnaskipulag.
Margrét Leifsdóttir kom á fundinn og kynnti deiliskipulagstillögur um gatnaskipulag við Vísindagarða Háskóla Íslands.
7. Kynning á greiningu á kostnaði við nokkrar leiðir til söfnunar á endurvinnsluefnum.
Lögð fram greinargerð Umhverfis- og samgöngusviðs. Guðmundur B. Friðriksson kynnti greinargerðina.
Frestað.
- Þorleifur Gunnlaugsson vék af fundi kl. 17.55.
8. Grænn apríl. Ellý K. Guðmundsdóttir kynnti á fyrirhugaða dagskrá.
9. Miklabraut – umferðarhraði.
Frestað.
10. Heiðmörk – deiliskipulag.
Lögð fram umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 14. febrúar 2011.
Frestað.
Fundi slitið kl. 18.07
Karl Sigurðsson
Kristín Soffía Jónsdóttir Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir
Kjartan R. Árnason Gísli Marteinn Baldursson
Hildur Sverrisdóttir