No translated content text
Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- og samgönguráð
Ár 2011, þriðjudaginn 8. febrúar kl. 14.00 var haldinn 74. fundur umhverfis- og samgönguráðs á 7. hæð í Hofi í Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir, Hjálmar Sveinsson, Gísli Marteinn Baldursson, Hildur Sverrisdóttir og Claudia Overesch. Enn fremur sátu fundinn Ólafur Bjarnason, Stefán A. Finnsson, Gunnar Hersveinn, Eygerður Margrétardóttir, Þórólfur Jónsson, Guðmundur B. Friðriksson og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist.:
1. Fundargerðir.
Lögð fram 282. fundargerð stjórnar Sorpu bs.
Formanni falið að ræða við stjórnarformann Sorpu í tilefni að lið nr. 3 í fundargerðinni um tímabundna móttöku sorps frá Ísafjarðarbæ.
2. Sorpa bs. – Fimm ára rekstraráætlun 2012 – 2016.
Lagt fram á ný bréf Sorpu bs. dags. 20. desember 2010 þar sem með fylgdi fimm ára rekstraráætlun Sorpu bs., sem samþykkt var í stjórn þess 22. nóvember 2010.
Guðmundur B. Friðriksson fór yfir áætlunina.
Samþykkt var einróma að vísa áætluninni til umsagnar Umhverfis- og samgöngusviðs og fjármálastjóra borgarinnar.
3. Hverfisráð Kjalarness – ályktun.
Lögð fram ályktun hverfisráðs Kjalarness 20. desember 2010.
Ráðið samþykkti að mæla með staðfestingu þeirrar ákvörðunar stjórnar Sorpu bs. um lokun endurvinnslustöðvar á Kjalarnesi. Fulltrúi VG sat hjá.
Claudia Overesch vék af fundi kl. 14.55.
Þorleifur Gunnlaugsson kom á fundinn kl. 14.55.
4. Afmælisdgskrá Grasagarðsins.
Eva Þorvaldsdóttir, forstöðumaður Grasagarðsins kom á fundinn og kynnti fyrirhugaða afmælisdagskrá.
5. Snjómokstur á göngu – og hjólstígum borgarinnar.
Ráðið samþykkti einróma svohljóðandi bókun:
Umhverfis - og samgönguráð áréttar bókun fyrra ráðs frá 9. mars 2010 þar sem skýrt er tekið fram að gangandi og hjólandi skuli ekki mæta afgangi við snjómokstur, heldur skuli þeir fá að minnsta kosti jafn góða þjónustu og akandi umferð - sérstaklega í íbúðargötum. Fjöldi fólks treystir á að komast á milli staða fyrir eigin afli og beinir umhverfis- og samgönguráð því til umhverfis- og samgöngusviðs að fylgja skýrri forgangsröðun eftir með góðu eftirliti og bregðast við ef þjónustan þykir ekki fullnægjandi.
Fulltrúi VG lagði fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi VG í umhverfis- og samgönguráði áréttar þá skoðun að hér er um mannréttindamál að ræða og að það er ólýðandi að gangstéttar séu ófærar fyrir hreyfihamlaða og fólk með barnavagna.
6. Sniðtalningar 2010.
Björg Helgadóttir, samgönguskrifstofu, kom á fundinn og kynnti skýrslu Umhverfis- og samgöngusviðs, desember 2010.
7. Deiliskipulag Heiðmerkur.
Björn Axelsson, skipulags- og byggingasviði, kom á fundinn og kynnti framkomnar athugasemdir við auglýst deiliskipulag og viðbrögð við athugsemdunum.
Ráðið samþykkti einróma að óska eftir umsögn samgöngustjóra um fyrirhugaðar bímabundnar lokanir fyrir bílaumferð um Hjallabraut inn í Heiðmörk.
8. Bílastæði fyrir sendiherra ES.
Lagt fram á ný bréf Evrópusambandsins dags. 17. nóvember 2010.
Ráðið samþykkti einróma svohljóðandi bókun:
Sendiráð Evrópusambandsins hefur skað sérstaklega eftir því að sérmerkt bílastæði fyrir sendiráðið verði í Aðalstræti. Reykjavíkurborg hefur haft það sem viðmiðunarreglu að úthluta hverju sendiráði tveimur sérmerktum bílastæðum þar sem því verður við komið með tilliti til aðstæðna á hverjum stað. Annað stæðanna má vera við bústað sendiherra þar sem því verður við komið. Þessar reglur voru settar í árslok 2004 með gildistíma til febrúar 2009. Reglurnar eru nú í endurskoðun. Reykjavíkurborg telur sér ekki fært að verða við óskum um sérmerkt bílastæði í Aðalstræti en ítrekar boð um stæði í Mjóstræti eða í bílastæðahúsi við Vesturgötu. Á næstu vikum verður auglýst samkeppni um skipulag við Ingólfstorg og þar með Aðalstræti, sem munu leiða til breytinga á götunni. Æskilegt er að samráð sé haft við Reykjavíkurborg um staðsetningu sendiráðs ef óskir eru um sérmerkt bílastæði.
9. Erindi íbúa vegna fyrirhugaðs skipulags Landspítalalóðar.
Lagt fram á ný bréf með undirskriftum íbúa dags. 30. nóvember 2010.
Frestað.
10. Samgöngustefna Reykjavíkurborgar.
Frestað.
11. Veggjald, ályktunartillaga.
Lagt fram á ný bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 19. janúar 2011.
Ráðið samþykkti einróma að vísa erindinu til umsagnar Umhverfis- og samgöngusviðs með tilliti til umræðna á fundinum.
12. 30 km. götur.
Lögð fram tillaga Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 28. janúar 2011 um 30 km. hámarkshraða á tilteknum götum borgarinnar.
Tillagan var samþykkt einróma.
13. Tillaga um ljósabeygju við Birkimel.
Lögð fram tillaga hverfisráðs Vesturbæjar dags. 27. janúar 2011.
Ráðið samþykkti einróma að vísa tillögunni til umsagnar Umhverfis- og samgöngusviðs og Strætó bs.
Fundi slitið kl. 17.05.
Karl Sigurðsson
Kristín Soffía Jónsdóttir Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir
Hjálmar Sveinsson Gísli Marteinn Baldursson
Hildur Sverrisdóttir Þorleifur Gunnlaugsson