No translated content text
Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- og samgönguráð
Ár 2011, þriðjudaginn 25 janúar kl. 14.00 var haldinn 73. fundur umhverfis- og samgönguráðs á 7. hæð í Hofi í Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir, Hjálmar Sveinsson, Gísli Marteinn Baldursson, Hildur Sverrisdóttir og Claudia Overesch. Enn fremur sátu fundinn Ólafur Bjarnason, Stefán A. Finnsson, Kolbrún Jónatansdóttir, Gunnar Hersveinn, Ellý K. Guðmundsdóttir, Eygerður Margrétardóttir, Einar Kristjánsson, Pálmi F. Randversson og Þórólfur Jónsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Göngugötur í miðborginni.
Lagðar fram tillögur um að Austurstræti verði gerð að göngugötu, Lækjargata að hluta, gerð göngustígs um Pósthússtræti að Hörpu og lokun ýmissa gatna um sumartíma fyrir bílaumferð. Kynntar hugmyndir að frumhönnun og tímaáætlun framkvæmda í Austurstræti.
Eftirfarandi tillögur voru lagðar fram:
a) Lagt er til að Austurstræti verði gert að göngugötu frá Lækjargötu út að Pósthússtræti. Endanleg útfærsla unnin í samráði við umhverfis- og samgönguráð og hagsmunaaðila.
b) Umhverfis og samgönguráð leggur til að Umhverfis og samöngusvið vinni mismunandi útfærslur á því hvernig breyta megi Lækjargötu í sameiginlegu rými mismunandi ferðamáta, sbr. tillögu sem samþykkt var 31. ágúst 2010. Mismunandi útfærslur verði unnar í samráði við Strætó bs. og Framkvæmda- og eignasvið og lagðar fyrir umhverfis og samgönguráði.
c) Lagt er til að Pósthússtræti verði skilgreint sem aðkomuleið gangandi og hjólandi að Hörpunni og að lega Pósthússtrætis stígsins, frá Tryggvagötu að Hörpunni, verði fest í skipulagi í samráði við umhverfis- og samgönguráð og skipulagsráð.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti tillögur a), b) og c) einróma.
d) Umhverfis og samgönguráð leggur til að Umhverfis- og samgöngusvið skoði það að Laugavegur frá Klapparstíg að Bankastræti, Bankastræti og Skólavörðustígur frá Bergstaðastræti að Bankastræti verði breytt í göngugötur að hluta til eða í heild á tímabilinu frá 15. Maí til 1. September 2011, hvort sem væru allan tímann eða hluta hans. Útfærsla verði unnin í góðu samráði við verslunar, þjónustuaðila og íbúa í nánasta nágrenni sem og umhverfis og samgönguráð.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti tillögu d) með 5 atkvæðum.
Fulltrúar Sjálfstæðismanna í umhverfis- og samgönguráði lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar D lista fagna því að skoðað verði hvernig auka má göngurými í miðbæ Reykjavíkur. Mikilvægt er hinsvegar að slíkt sé gert í vel ígrunduðum skrefum og í sátt við gesti og gangandi jafnt sem kaupmenn og þjónustuaðila á umræddum götum. Í umhverfis- og samgönguráði hefur verið góð samstaða um göngugötu í Austurstræti, aukin forgang gangandi í Lækjargötu og fleiri mál sem auka rétt og rými gangandi í miðbænum. Fulltrúar D lista hafa hinsvegar efasemdir um að sátt skapist um jafn víðtækar breytingar á umferð í miðbænum fyrir sumarið, og lagt er til í þessari tillögu. Hér þarf að fara hægar í sakirnar og taka smærri skref í góðu samráði allra aðila.
e) Lagt er til að bílastæðin norðan Tryggvagötu fyrir framan Tollhúsið, verði færð suður yfir götuna og gangstéttin breikkuð norðanmegin, þar sem sólar nýtur. Sú gangstétt yrði um leið tengd við gönguleiðina að Hörpunni.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti að vísa tillögu e) til Umhverfis- og samgöngusviðs til skoðunar og kostnaðargreiningar.
Kristín Einarsdóttir og Ámundi Brynjólfsson komu á fundinn.
2. Meðalferðatími í Reykjavík á annatíma 2010.
Kynning.
Björg Helgadóttir kom á fundinn.
3. Aspir í miðborginni og ástandsúttekt götutrjáa.
Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 19. janúar 2011 og kynnt fyrirhuguð ástandsúttekt á götutrjám í miðborginni.
Vísað til Umhverfis- og samgöngusviðs.
4. Hundagerði á Klambratúni.
Lögð fram tillaga um gerð hundagerðis á Klambratúni.
Samþykkt að vísa tillögunni til umsagnar hverfisráðs Hlíða og til Hundaræktarfélags Íslands.
5. Geirsnef – aðgengi bílaumferðar.
Lögð fram tillaga um að loka báðum vegafleggjurum inn á Geirsnefið fyrir bílaumferð rétt innan við hundagerðið.
Vísað til Umhverfis- og samgöngusviðs að meta þörf á frekari bílastæðum. Vísað til umsagnar Hundaræktarfélags Íslands.
6. Gönguljósin í borginni.
Lagt fram svar Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 19.01.2011 við fyrirspurn um gönguljós í borginni.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og samgönguráði lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Lagt er til að gangandi vegfarendum verði gefinn rýmri tími til að komast yfir
umferðargötur á „grænum karli“. Staðfest er að gangandi vegfarandi á góðum gönguhraða (4,3 km/klst) kemst aðeins 60#PR leiðar sinnar yfir götu, áður en „græni karlinn“ fer að blikka eða „rauður karl“ birtist. Börn, eldra fólk og fólk sem á erfitt með gang kemst enn styttra og er í sumum tilvikum ekki komið yfir, þegar bílaumferðin hefur fengið grænt ljós. Það er einkennilegt borgarskipulag sem gerir ekki ráð fyrir því að allir fótgangandi komist örugglega leiðar sinnar um borgina. Óskað er eftir því að samgönguskrifstofa útfæri tillöguna nánar og leggi fyrir umhverfis- og samgönguráð sem fyrst.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti tillöguna einróma.
7. Hverfisráð Hlíða.
Lagt fram bréf Hverfisráðsins dags. 22. desember 2010 með 2 erindum um samgöngumál í hverfinu.
Lagt fram svar Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 21.01.2011.
Umhverfis- og samgönguráð tók undir svar Umhverfis- og samgöngusviðs.
Claudia Overesch fór af fundi kl. 17.00
8. Hjólastígar 2011.
Kynning á mögulegum framkvæmdum.
9. Bústaðavegur – Reykjanesbraut, vinstri beygju bann.
Kynnt niðurstaða tilraunalokunar til vinstri af Bústaðavegi á Reykjanesbraut.
Lagt fram bréf hverfisráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis dags. 10. janúar 2011.
Lögð fram samantekt Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 15.12.2010.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti að óska eftir umsögnum hverfisráða Háaleitis- og Bústaðahverfis og Breiðholts með hliðsjón af samantekt Umhverfis- og samgöngusviðs. Ennfremur samþykkt að óska eftir umsögn Strætó bs.
10. Bílastæði fyrir sendiherra ES.
Lagt fram á ný bréf Evrópusambandsins dags. 17. nóvember 2010.
Lagt fram tillaga Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 25.01.2011.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti tillögu Umhverfis- og samgöngusviðs.
11. Erindi íbúa vegna fyrirhugaðs skipulags Landspítalalóðar.
Lagt fram á ný bréf með undirskriftum íbúa dags. 30. nóvember 2010.
Afgreiðslu frestað þar til kynning hefur farið fram á skipulagstillögum svæðisins.
12. Veggjald, ályktunartillaga.
Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 19. janúar 2011.
Frestað.
13. Sorpa bs. – Fimm ára rekstraráætlun 2012 – 2016.
Lagt fram bréf Sorpu bs. dags. 20. desember 2010 þar sem með fylgdi fimm ára rekstraráætlun Sorpu bs., sem samþykkt var í stjórn þess 22. nóvember 2010.
Frestað.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 18.06
Karl Sigurðsson
Kristín Soffía Jónsdóttir Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir
Hjálmar Sveinsson Gísli Marteinn Baldursson
Hildur Sverrisdóttir