Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og samgönguráð

Ár 2011, þriðjudaginn 11. janúar kl. 14.00 var haldinn 71. fundur umhverfis- og samgönguráðs á 7. hæð í Hofi að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Gísli Marteinn Baldursson, Hildur Sverrisdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson. Enn fremur sátu fundinn Ólafur Bjarnason, Kolbrún Jónatansdóttir, Stefán Agnar Finnsson, Gunnar Hersveinn, Eygerður Margrétardóttir, Ellý K. Guðmundsdóttir og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Kynningarmál vegna breyttrar sorphirðu.
Gerð var grein fyrir kynningarmálum vegna breyttrar sorphirðu í borginni.
Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri og Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri, kom á fundinn.

2. Framtíðarstefna í úrgangsmálum.
Lagt fram til kynningar bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 16. desember 2010.
Fulltrúi Vinstri grænna vísar til bókunar sinnar á fundi 16. nóvember s.l.

3. Hverfisgata – hjólastígur.
Kynnt reynsla af tilraun með hjólastíg á Hverfisgötu.
Hans Heiðar Tryggvason kom á fundinn.

4. Reglur um stæði ökutækja í Reykjavík.
Lagðar fram á ný tillögur að reglum um stæði ökutækja í Reykjavík.
Samþykkt að senda tillögurnar til umsagnar Skipulags- og byggingaráðs.

5. Hækkun gjaldskrár í bílastæðahúsum.
Lagt fram til kynningar bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 16. desember 2010.

6. Fjárframlög til Strætó bs.
Lagt fram til kynningar bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 16. desember 2010.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar D-lista í umhverfis- og samgönguráð lýsa yfir miklum vonbrigðum með fyrirhugaðan niðurskurð á framlögum til Strætó bs. Þegar kreppir að í efnahagslífi landsins munu margir kjósa að spara í samgöngum, en um 15#PR af útgjöldum heimilanna í borginni fara í rekstur og kaup á bílum. Strætó gegnir því mikilvægu og vaxandi hlutverki, eins og sést á nýjum tölum um farþegafjölgun. Á slíkum tímum er óheillavænlegt að skera framlög til Strætó bs. niður, og skorar umhverfis- og samgönguráð á borgarráð að snúa þeirri ákvörðun við fyrir síðari umræðu fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar. Borgin getur bæði gert það í félagi við hin sveitarfélögin sem standa að Strætó bs, eða ein og sér með því að þétta leiðarkerfið innan Reykjavíkur.

Fulltrúar Besta flokksins, Samfylkingar og Vinstri grænna lögðu fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Besta Flokks, Vinstri grænna og Samfylkingar í umhverfis- og samgönguráði gagnrýna niðurskurð fjárveitinga til Strætó á árinu 2011. Slíkur niðurskurður leiðir til skerðingar á þjónustu. Það samræmist ekki samþykktri stefnu um að efla almenningssamgöngur í borginni. Það skýtur líka skökku við að slíkar ákvarðanir séu teknar án þess að umhverfis- og samgönguráð, sem fer með stefnumörkun í málaflokknum, hafi eitthvað um það að segja.

7. Erindi íbúa vegna fyrirhugaðs skipulags Landspítalalóðar.
Lagt fram bréf með undirskriftum íbúa dags. 30. nóvember 2010.
Frestað.

8. Lokun gatna við Verbúðir við Geirsgötu.
Lagt fram erindi Faxaflóahafna dags. 1. desember 2010 þar sem lagt er til lokun gatnanna milli verbúðanna og einnig Suðurbugt frá Geirsgötu 11 að Ægisgarði.
Erindið var samþykkt einróma með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra.

9. Bústaðavegur – Reykjanesbraut, vinstri beygju bann.
Kynnt niðurstaða tilraunalokunar til vinstri af Bústaðavegi á Reykjanesbraut.
Frestað.

10. Meðalferðatími í Reykjavík á annatíma 2010.
Kynning.
Frestað.

11. Leiðakerfi Strætó bs. – Breyting.
Kynnt var tillaga um að leggja niður leið 16 innan Reykjavíkur en auka þess í stað þjónustu á leiðum 17 og 19, þannig að ekið verði lengur að kvöldi til en nú er.
Frestað.

12. Bílastæði fyrir sendiherra ES.
Lagt fram á ný bréf Evrópusambandsins dags. 17. nóvember 2010.
Umhverfis- og samgöngusviði falið að ræða málið við fulltrúa sendinefndarinnar.
Frestað.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 17.20

Karl Sigurðsson
Kristín Soffía Jónsdóttir Hjálmar Sveinsson
Gísli Marteinn Baldursson Hildur Sverrisdóttir
Þorleifur Gunnlaugsson