Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og samgönguráð

Ár 2010, þriðjudaginn 21. desember kl. 14.30 var haldinn 70. fundur umhverfis- og samgönguráðs á 7. hæð í Hofi að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Karl Sigurðsson, Óttarr Proppé, Hjálmar Sveinsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Hildur Sverrisdóttir og Hermann Valsson. Enn fremur sátu fundinn Ólafur Bjarnason, Stefán Agnar Finnsson, Eygerður Margrétardóttir, Kolbrún Jónatansdóttir, Pálmi F. Randversson, Ellý K. Guðmundsdóttir og Þórólfur Jónsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Slys á Snorrabraut.
Farið yfir aðstæður á slysstað á Snorrabraut vegna slyss sem varð fyrir skemmstu.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti að óska eftir því að samgönguskrifstofa taki saman upplýsingar um gönguljósin í borginni. Upplýst verði hversu lengi „græni karlinn“ logar, hvaða forsendur liggja að baki lengd tímans, hversu lengi fólk getur þurft að bíða, hversu víða eru þrepaskipt gönguljós og hver hámarksbiðtíminn getur verið á þeim ljósum.

2. Kosning varafulltrúa í Umhverfis- og samgönguráð.
Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 14. desember 2010.

3. Hönnun fyrir hjól – leiðbeiningar.
Kynntar leiðbeiningar um hönnun hjólastíga.

Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir hjá Eflu kom á fundinn.

4. Suðurgata – einstefna.
Lagt fram bréf Kristjáns Garðarssonar dags. 26. október 2010.
Umhverfis- og samgöngusviði falið að svara bréfinu í samræmi við umræður á fundinum.

5. Kalkofnsvegur við Hörputorg.
Kynnt hönnun götu og torgs við Kalkofnsveg.

Dagný Bjarnadóttir og Þráinn Hauksson hjá Landslagi komu á fundinn.

6. Reglur um stæði ökutækja í Reykjavík.
Lagðar fram tillögur að reglum um stæði ökutækja í Reykjavík.
Frestað.

7. Bílastæði fyrir sendiherra ES.
Lagt fram bréf Evrópusambandsins dags. 17. nóvember 2010.
Frestað.

8. Bústaðavegur – Reykjanesbraut, vinstri beygju bann.
Kynnt niðurstaða tilraunalokunar til vinstri af Bústaðavegi á Reykjanesbraut.
Frestað.

9. Hverfisgata – hjólastígur.
Kynnt reynsla af tilraun með hjólastíg á Hverfisgötu.
Frestað.

10. Meðalferðatími í Reykjavík á annatíma 2010.
Kynning.
Frestað.

Hjálmar Sveinsson fór af fundi kl. 16.53

11. Fundargerðir.
Lagðar fram til kynningar eftirtaldar fundargerðir:
a. 281. fundargerð stjórnar Sorpu bs.
b. 151. fundargerð stjórnar Strætó bs.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 17.02

Karl Sigurðsson
Kristín Soffía Jónsdóttir Óttarr Proppé
Gísli Marteinn Baldursson Hermann Valsson
Hildur Sverrisdóttir