Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og samgönguráð

Ár 2010, þriðjudaginn 7. desember kl. 9.30 var haldinn 69. fundur umhverfis- og samgönguráðs á 7. hæð í Hofi að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Gísli Marteinn Baldursson og Þorleifur Gunnlaugsson. Enn fremur sátu fundinn Ólafur Bjarnason, Stefán Agnar Finnson, Kolbrún Jónatansdóttir, Einar Kristjánsson, Eygerður Margrétardóttir, Gunnar Hersveinn, Ellý K. Guðmundsdóttir og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Stofnfjárfestingar 2011.
Lögð fram á ný til kynningar drög að áætlun ársins 2011.
Lagt fram yfirlit um malbikunarframkvæmdir ársins 2010 og áætlun 2011.
Sighvatur Arnarson og Guðbjartur Sigfússon, Framkvæmda- og eignasviði, komu á fundinn.
Umhverfis- og samgönguráð sameinaðist um svohljóðandi bókanir:
a. Bókun vegna viðhalds göngustíga.
Umhverfis- og samgönguráð leggur áherslu á að við endurnýjun og viðhald göngustíga verði alltaf hugað að því bæta aðstöðu hjólandi með því að breikka stíginn eða með öðrum aðgerðum ef ekki er svigrúm til breikkunar.
b. Bókun vegna áætlunar um stofnfjárfestingar 2011.
Umhverfis- og samgönguráð beinir því til Framkvæmda- og eignasviðs að þeim 30 milljónum sem ráðgert er að flytja frá liðunum #GLHáskólinn í Reykjavík, gatnaframkvæmdir#GL og #GLHáskólinn í Reykjavík, framkv. á lóð#GL í drögum að Stofnfjárfestingum 2011 verði forgangsaraðað í liðinn #GLGöngu- og hjólastígar. Hjólreiðaáætlun o.fl.
c. Bókun um notkun nagladekkja í borginni.
Umhverfis- og samgönguráð telur nauðsynlegt að skoðað verði hvort setja eigi gjald á notkun nagladekkja í borginni. Sérfræðingar á framkvæmda- og eignasviði borgarinnar áætla að borgarbúar þurfi að greiða 150 til 200 milljónir króna á ári vegna þess mikla skaða sem negladekk valda á götum borgarinnar. Þessi kostnaður er lagður ár eftir ár á alla borgarbúa, líka þá sem nota ekki nagladekk undir bíla sína og þá sem kjósa bíllausan lífsstíl og nota almenningssamgöngur eða fara gangandi og hjólandi um borgina. Háar kostnaðartölur segja þó ekki nema hálfa söguna því nagladekkin eru ein helsta uppspretta svifryks- og hávaðamengunar í borginni. Sú mengun hefur skaðleg áhrif á heilsu allra borgarbúa. Það fyrirkomulag að hafa notkun nagladekkja gjaldfrjálsa stríðir gegn þeirri grunnreglu sjálfbærrar þróunar að þeir sem valda mengun borgi fyrir hana. Á fundinum kom einnig fram hjá sérfræðingum sviðsins að nagladekk eru óþörf í borgarumferðinni.

- Páll Hjaltason kom á fundinn kl. 10.55

2. Fundargerðir.
Lagðar fram til kynningar eftirtaldar fundargerðir:
a. 150. fundargerð stjórnar Strætó bs.
Reynir Jónasson, Strætó bs. kom á fundinn. Lagt var fram bréf Strætó bs. dags. 3. desember 2010 með ósk um fjárveitingu vegna breytinga á leið 28.
Svohljóðandi umsögn var samþykkt einróma:
Umhverfis- og samgönguráð Reykjavíkur álítur að fé það sem lagt er til að sett verði í að endurbæta leið 28 myndi nýtast betur í að þétta leiðarkerfið innan borgarinnar sjálfar. Farþegatölur Strætó bs. sýna að íbúar í miðbæ og vesturbæ Reykjavíkur eru helstu notendur kerfisins og telur ráðið færi á að þétta miðjuna og auka tíðni, eins og sérfræðingar Strætó bs. hafa mælt með. Nefna má leið 13 sem dæmi um leið sem mætti bæta fyrir svipaðan kostnað en með mun meiri þjónustuaukningu fyrir borgarbúa.

- Hildur Sverrisdóttir kom á fundinn kl. 11.15.

Svohljóðandi bókun var samþykkt einróma:
Umhverfis- og samgönguráð lýsir yfir miklum vonbrigðum með fyrirhugaðan niðurskurð á framlögum til Strætó bs. Þegar kreppir að í efnahagslífi landsins munu margir kjósa að spara í samgöngum, en um 15#PR af útgjöldum heimilanna í borginni fara í rekstur og kaup á bílum. Strætó gegnir því mikilvægu og vaxandi hlutverki, eins og sést á nýjum tölum um farþegafjölgun. Á slíkum tímum er óheillavænlegt að skera framlög til Strætó bs. niður, og skorar umhverfis- og samgönguráð á borgarráð að snúa þeirri ákvörðun við fyrir síðari umræðu fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar. Borgin getur bæði gert það í félagi við hin sveitarfélögin sem standa að Strætó bs, eða ein og sér með því að þétta leiðarkerfið innan Reykjavíkur.#GL

b. 280. Fundargerð stjórnar Sorpu bs.

3. Leiðakerfi Strætó – breytingar.
Einar Kristjánsson, Strætó bs. kynnti fyrirhugaðar breytingar á leiðakerfi Strætó bs.

4. Rekstraráætlun Sorpu bs. 2010.
Lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjórnar dags. 16. nóvember s.l.
Umhverfis- og samgönguráð óskar eftir umsögn hverfisráðs Kjalarness um lokun endurvinnslustöðvar á Kjalarnesi.
Frestað.

5. Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Reykjavík – breyting.
Lögð fram tillaga um breytingu á samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Reykjavík vegna breyttrar sorphirðutíðni og skrefagjalds. Tillagan var samþykkt einróma.

6. Tillaga að hækkun gjaldskrár fyrir langtímanotendur í bílastæðahúsum.
Lögð fram tillaga Bílastæðasjóðs dags. 2. desember 2010 um hækkun gjaldskrár fyrir langtímanotendur í tilteknum bílastæðahúsum. Tillagan var samþykkt einróma.

7. Suðurgata – einstefna.
Lagt fram bréf Kristjáns Garðarssonar dags. 26. október 2010.
Frestað.

8. Reglur um stæði ökutækja í Reykjavík.
Lagðar fram tillögur að reglum um stæði ökutækja í Reykjavík.
Frestað.

9. Hönnun fyrir hjól – leiðbeiningar.
Kynning á leiðbeiningum um hönnun hjólastíga.
Frestað.

10. Bílastæði fyrir sendiherra ES.
Lagt fram bréf Evrópusambandsins dags. 17. nóvember 2010.
Frestað.

11. Yfirlit um innkaup.
Lagt fram til kynningar yfirlit um innkaup skv. 2. mgr. 27. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar

Fundi slitið kl. 12.43

Karl Sigurðsson
Kristín Soffía Jónsdóttir Hjálmar Sveinsson
Gísli Marteinn Baldursson Þorleifur Gunnlaugsson
Páll Hjaltason Hildur Sverrisdóttir