No translated content text
Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- og samgönguráð
Ár 2010, fimmtudaginn 2. desember kl. 10.30 var haldinn 68. fundur umhverfis- og samgönguráðs á 7. hæð í Hofi að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Kristín Soffía Jónsdóttir, Ólafur Jónsson, Gísli Marteinn Baldursson, Hildur Sverrisdóttir og Garðar Mýrdal. Enn fremur sátu fundinn Árný Sigurðardóttir, Rósa Magnúsdóttir, Óskar Í. Sigurðsson, Ellý K. Guðmundsdóttir og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
Tekin voru fyrir málefni heilbrigðisnefndar.
1. Strandsjór – skýrsla.
Kristín Lóa Ólafsdóttir, heilbrigðisfullrúi, kynnti niðurstöður vöktunar á strandsjó í Reykjavík árið 2009 og 2010.
2. Umsókn um undanþágu frá 19. gr. reglug. nr. 941/2002 um hollustuhætti fyrir heimsóknir hunda á hjúkrunarheimilið Eir.
Lagt fram bréf Birnu Kr. Svavarsdóttur hjúkrunarforstjóra Eirar, dags. 30. september 2010 og tillaga að bókun Umhverfis- og samgönguráðs. Tillaga að bókun var samþykkt enróma.
3. Umsókn um undanþágu frá 19. gr. reglug. nr. 941/2002 um hollustuhætti fyrir heimsóknir hunda á hjúkrunarheimilið Mörk.
Lagt fram bréf Guðbjargar R. Guðmundsdóttur samskiptafulltrúa Markar dags. 30. nóvember 2010 og tillaga að bókun Umhverfis- og samgönguráðs.
Tillaga að bókun var samþykkt einróma.
Páll Hjaltason kom á fundinn kl. 11.30
4. Starfsleyfisskilyrði fyrir matvælamarkaði.
Lögð fram tillaga að starfsleyfisskilyrðum fyrir Korputorg og Kolaport til samþykktar.
Tillagan var samþykkt einróma.
Hjálmar Sveinsson kom á fundinn kl. 11.55
5. Framsal eftirlits.
Lögð fram til kynningar bréf Umhverfisstofnunar dags. 27. október 2010 og 24. nóvember 2010. Framkvæmdastjóra heilbrigðiseftirlits var falið að svara erindinu.
6. Beiðni um frestun á útgáfu starfsleyfisskilyrða fyrir Ölgerðina Egill Skallagrímsson hf.
Lagt fram minnisblað Ólafs Jónssonar, ódagsett.
7. Gjaldskrár Heilbrigðieftirlits og hundaeftirlits Reykjavíkur.
Lögð fram tillaga að hækkun gjaldskráa.
Tillaga að hækkun gjaldskrár fyrir mengunar- og heilbrigðiseftirlit í Reykjavík ásamt fylgiskjali var samþykkt með 4 atkvæðum.
Tillaga að hækkun gjaldskrár fyrir hundahald í Reykjavík var samþykkt með 5 atkvæðum.
Hildur Sverrisdóttir vék af fundi kl. 14.30
Garðar Mýrdal vék af fundi kl. 14.33
8. Gjaldskrá Sorphirðu Reykjavíkur og samþykkt um sorphirðu.
Lögð fram tillaga að breytingum á gjaldskrá og tillaga um breytingu á samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Reykjavík.
Tillaga að breytingum á gjaldskrá fyrir sorphirðu í Reykjavík var samþykkt með breytingum vegna 20 daga losunartíðni og skrefagjalds með 4 atkvæðum.
Tillaga um breytingar á samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Reykjavík var frestað.
9. Samþykkt hundaleyfi.
Lagður fram listi um samþykkt hundaleyfi dags. 2. desember 2010.
10. Samþykkt starfsleyfi og tóbakssöluleyfi.
Lagðir fram listar um veitt starfsleyfi, umsagnir til lögreglustjóra um rekstrarleyfi og útgefin tóbakssöluleyfi dags. 2. desember 2010.
Fleira gerðist ekki
Fundi slitið kl. 14.35.
Kristín Soffía Jónsdóttir
Ólafur Jónsson Gísli Marteinn Baldursson
Páll Hjaltason