Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og samgönguráð

Ár 2010, þriðjudaginn 23. nóvember kl. 13.30 var haldinn 67. fundur umhverfis- og samgönguráðs á 7. hæð í Hofi að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Páll Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir. Enn fremur sátu fundinn, Gunnar Hersveinn, Kolbrún Jónatansdóttir, Stefán Agnar Finnsson, Eygerður Margrétardóttir, Guðmundur B. Friðriksson, Ellý K. Guðmundsdóttir og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Stofnfjárfestingar 2011.
Lögð fram til kynningar drög að áætlun ársins 2011.
Ámundi Brynjólfssin, Framkvæmda- og eignasviði, kom á fundinn.
Umhverfis- og samgönguráð sameinaðist um svohljóðandi bókun:
Umhverfis og samgönguráð ítrekar að allar framkvæmdir borgarinnar sem varða umhverfis og/eða samgöngumál skulu bornar undir ráðið áður en framkvæmdir hefjast. Ráðið vill fá að sjá frumhönnun framkvæmda, stórra sem smárra, svo tryggja megi sátt um hana og að sjónarmið ráðsins skili sér inn í hönnunarferlið.

2. Vegrið á Miklubraut.
Lagt fram bréf Vegagerðar ríkisins dags. 19. nóvember 2010.
Jónas Snæbjörnsson, svæðisstjóri Vegagerðar ríkisins kom á fundinn.
Umhverfis- og samgönguráð sameinaðist um svohljóðandi bókun:
Umhverfis og samgönguráð Reykjavíkur lýsir yfir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun Vegagerðarinnar að setja upp vegrið á Miklubrautinni, þrátt fyrir eindregna andstöðu borgaryfirvalda. Reykjavíkurborg hafði með skýrum hætti komið þeim skilaboðum til Vegagerðarinnar að rót vandans á svæðinu, og orsök slysa, væri hraðakstur og hafði Vegagerðin tekið undir það sjónarmið. Mikilvægast væri því að lækka umferðahraða götunnar, en ekki að gera götuna hæfa fyrir ofsaakstur, sem gerir borgarumhverfið hættulegt og ómanneskjulegt. Hraðann má t.d. lækka með því að setja upp umferðamyndavélar og breyta hönnun götunnar. Umhverfis - og samgönguráð leggur til að Reykjavíkurborg og Vegagerðin taki höndum saman um að lækka hraðann í götunni, hanna hana fallega og þróa í átt að borgargötu fremur en hraðbraut inni í miðri borg. Skorað er á Vegagerðina að lækka umferðahraðann í götunni, bæði löggiltan hámarkshraða og raunverulegan hraða, með því að setja upp hraðamyndavélar.“

3. Lagðar fram til kynningar eftirtaldar fundargerðir:
a. 149. fundargerð stjórnar Strætó bs.
b. 279. Fundargerð stjórnar Sorpu bs.
Lagt fram minnisblað Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 22. nóvember 2010.

4. Lokun Rauðalækjar.
Lagt fram bréf hverfisráðs Laugardals dags. 5. nóvemer sl. og tillaga Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 19. nóvember 2010 um lokun Rauðalækjar og kynningu fyrir íbúum hverfisins með fresti til athugasemda.
Tillagan var samþykkt einróma.


5. Austurbær – stæði fyrir fatlaða.
Lögð fram tillaga Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 5. nóvember 2010 um að verða við beiðni forráðamanns Austurbæjar um að koma fyrir stæði fyrir fatlaða við SV-útgang hússins.
Tillagan var samþykkt einróma.

6. Ferðavenjur og viðhorf til gjaldskyldra svæða.
Kolbrún Jónatansdóttir og Eygerður Margrétardóttir kynntu niðurstaða könnunarinnar.

7. Tillaga að hækkun gjaldskrár fyrir langtímanotendur í bílastæðahúsum.
Lögð fram tillaga Bílastæðasjóðs dags. 19. nóvember 2010 um hækkun gjaldskrár fyrir langtímanotendur í tilteknum bílastæðahúsum.
Frestað.

- Páll Hjaltason vék af fundi kl. 16.55

8. Losun gróðurhúsaloftegunda í Reykjavík 2009.
Lögð fram skýrsla Mannvits, nóvember 2010 um losun gróðurhúsalofttegunda í Reykjavík árið 2009.
Eygerður Margrétardóttir kynni niðurstöður skýrslunnar.

Fundi slitið kl. 17.10

Karl Sigurðsson
Kristín Soffía Jónsdóttir Hjálmar Sveinsson
Gísli Marteinn Baldursson Hildur Sverrisdóttir