Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2018, miðvikudaginn 9.maí kl. 9:09, var haldinn 230. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Kerhólum.Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Magnús Sveinn Helgason, Heiða Björg Hilmisdóttir, Sigurborg Ó Haraldsdóttir, Halldór Halldórsson og Herdís Anna Þorvaldsdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Þorsteinn Hermannsson, Hrefna Þórsdóttir og Marta Grettisdóttir. Starfsfólk skipulagsfulltrúa hjá umhverfis- og skipulagssviði sitja fundinn, eftir atvikum undir liðum 1-13. Verkefnisstjóri borgarhönnunar  hjá umhverfis- og skipulagssviði situr fundinn undir lið nr. 17. Fundarritari er Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1.    Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerðir         Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags.4. maí 2018.

2.    Skerjafjörður Þ5, forsögn fyrir rammaskipulag         Mál nr. SN170833

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju forsögn fyrir rammaskipulag fyrir þróunarsvæði 5 Nýja Skerjafjörð dags. í nóvember 2017. Kynning stóð til og með 18. desember 2017. Eftirtaldir aðila sendu inn umsagnir/ábendingar/athugasemdir: Vegagerðin dags. 11. desember 2017, Veðurstofa Íslands dags. 12. desember 2017, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 14. desember 2017, Veitur dags. 18. desember 2017, Samgöngustofa dags. 21. desember 2017, Isavia dags. 21. desember 2017, Kópavogsbær dags. 21. desember 2017, Minjastofnun Íslands dags. 10. janúar 2018, Umhverfisstofnun dags. 12. janúar 2018 og Prýðifélagið Skjöldur, íbúasamtök Skerjafjarðar sunnan flugvallar, dags. 13. janúar 2018.

Margrét Leifsdóttir verkefnisstjóri og og fulltrúi Ask arkitekta Páll Gunnlaugsson kynna. 

Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið. 

3.    Kringlureitur, rammaskipulag     (01.721)    Mál nr. SN180331

Kynnt drög Kanon arkitekta að tillögu rammaskipulags Kringlusvæðis, dags. 9. maí 2018, unnin á grunni verðlaunatillögu Kanon arkitekta um skipulag svæðisins. Einnig er kynnt greinargerð Kanon dags. 9. maí 2018.

Í rammaskipulagsdrögunum er sett fram stefnumörkun á grunni Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 og áætlun um áfangaskipta þróun og uppbyggingu svæðisins.

Fulltrúi Kanon Halldóra Bragadóttir kynnti. 

-    Kl. 10:18 tekur Ingvar Jónsson sæti á fundinum. 

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri,Helgi B. Thóroddsen og Birkir Einarsson, fulltrúi Reita Friðjón Sigurðsson og fulltrúi VSÓ Samúel Torfi Pétursson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

4.    Hallveigarstígur 1, breyting á deiliskipulagi     (01.171.2)    Mál nr. SN180289

PARAS ehf., Súlunesi 14, 210 Garðabær

Lögð fram umsókn PARAS ehf. dags. 18. apríl 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.2, Laugavegs- og Skólavörðustígsreits, vegna lóðarinnar nr. 1 við Hallveigarstíg. Í breytingunni felst að grafið er út á svæði á norðurhlið byggingar sem verður með sama gólfkóta og kjallari. Svæðið verður útisvæði og hugsað sem setsvæði fyrir veitingaaðstöðu og sem aðgengi að utan og beint niður í kjallara og  gert er ráð fyrir tröppu vestanmegin frá, samkvæmt uppdr. A arkitekta dags. 18. apríl 2018. Einnig er lagt fram samþykki meðlóðarhafa ódags.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

5.    Bauganes 19A, breyting á deiliskipulagi     (01.672.1)    Mál nr. SN170924

Eiríkur Atli Briem, Faxaskjól 18, 107 Reykjavík

VA arkitektar ehf, Borgartúni 6, 105 Reykjavík

Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Ólafs Óskars Axelssonar mótt. 14. desember 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi Einarsness vegna lóðar nr. 19A við Bauganes. Í breytingunni felst lítilsháttar breyting á byggingarreit, hækkun á nýtingarhlutfalli úr 0.50 í 0.52 og breytingu á leyfilegri hámarkshæð úr 7.2 í 7.5, samkvæmt uppdr. VA arkitekta ehf. dags. 14. desember 2017. Tillagan var grenndarkynnt frá 15. febrúar til og með 15. mars 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Álfrún G. Guðrúnardóttir, Kjartan Ólafsson, Ástríður Helga Ingólfsdóttir, Kristján Valsson, Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir og Ásgeir Thoroddsen dags. 14. mars 2018. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. apríl 2018.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 26. apríl 2018.

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

6.    Bólstaðarhlíð 47, Háteigsskóli, breyting á deiliskipulagi     (01.271.2)    Mál nr. SN180314

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 26. apríl 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 47 við Bólstaðarhlíð, Háteigsskóli. Í breytingunni felst að koma fyrir byggingarreit fyrir tvær færanlegar kennslustofur á suðausturhluta lóðarinnar. Auk þess er lóðarmörkum að Stakkahlíð 1 breytt í samræmi við gildandi deiliskipulag á þeirri lóð, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 26. apríl 2018. 

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

7.    Kennaraháskóli Íslands, reitur 1.254, breyting á deiliskipulagi     (01.254)    Mál nr. SN170874

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 26. apríl 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kennaraháskóla Íslands. Í breytingunni felst að afmarkaður er byggingarreitur fyrir færanlega stofu sunnan við íþróttahús Kennaraháskóla Íslands, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 26. apríl 2018.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

8.    Blikastaðavegur 2-8, breyting á deiliskipulagi     (02.4)    Mál nr. SN180312

Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík

Korputorg ehf., Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík

Lögð fram umsókn Arkís arkitekta ehf. f.h. Korputorgs ehf. dags. 26. apríl 2018 ásamt bréfi dags. 26. apríl 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 2-8 við Blikastaðaveg. Í breytingunni felst að auka byggingarmagn á lóðinni, stækka byggingarreiti, færa þá til og breyta stærðarsamsetningu þeirra, leyfa byggingarmagni að færast milli byggingarreita ásamt því að hluti ytri byggingarreits er skilgreindur sem byggingarreitur, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 26. apríl 2018.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

9.    Bæjarflöt 19, breyting á deiliskipulagi     (02.578.4)    Mál nr. SN180270

Þvergil ehf., Gissurargötu 5, 113 Reykjavík

Arkþing ehf., Bolholti 8, 105 Reykjavík

Lögð fram umsókn Sigurðar Hallgrímssonar ehf. dags. 11. apríl 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Gylfaflatar suður vegna lóðarinnar nr. 19 við Bæjarflöt. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit til austurs, samkvæmt uppdr. Arkþings ehf. dags. 11. apríl 2018. 

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Dagný Harðardóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

(B) Byggingarmál

10.    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 971 frá  2. maí 2018 og fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 972 frá 8. maí 2018.

11.    Sörlaskjól 66, Nýr bílskúr,viðbygging ofl.     (01.531.025)    Mál nr. BN054031

Fjalar Sigurðarson, Sörlaskjól 66, 107 Reykjavík

Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. febrúar 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða viðbyggingu sem hýsa mun bílgeymslu og íverurými, fjarlægja álklæðningu utanhúss á kjallara og 1. hæð í húsi á lóð nr. 66 við Sörlaskjól. Tillagan var grenndarkynnt frá 2. mars 2018 til og með 30. mars 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Halldór Bachmann og Hanna Guðbjörg Birgisdóttir dags. 23. febrúar 2018, Ellen Dröfn Gunnarsdóttir, Margrét Hermanns Auðardóttir og Vésteinn Ingibergsson dags 30. mars 2018 og Ingibjörg Hilmarsdóttir dags. 3. apríl 2018.  Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. maí 2018. 

Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26.10.2017 við fyrirspurn SN170727. Stækkun:  46,3 ferm., 165,2 rúmm. 

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. maí 2018 samþykkt. 

Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa. 

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

(C) Fyrirspurnir

12.    Gamla höfnin, Miðbakki, (fsp) uppbygging     (01.118)    Mál nr. SN180190

Geirsgata 11 ehf., Fiskislóð 14, 101 Reykjavík

PKdM Arkitektar ehf., Brautarholti 4, 105 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn PKdM Arkitekta ehf. dags. 13. mars 2018 ásamt drögum að greinargerð dags. 13. mars 2018 varðandi uppbyggingu svæðisins Miðbakka við Gömlu höfnina, samkvæmt tillögu PKdM Arkitekta ehf. dags. í mars 2018. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. maí 2018.

Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 7. maí 2018. 

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið. 

13.    Öldugata 44 og Brekkustígur 9, (fsp) sameining lóða, uppbygging         Mál nr. SN180258

Ö44 ehf, Pósthólf 17, 121 Reykjavík

Kanon arkitektar ehf, Laugavegi 26, 101 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn H44 ehf. mótt. 27. mars 2018 ásamt greinargerð dags. 26. mars 2018 varðandi sameiningu lóðanna nr. 44 við Öldugötu og 9 við Brekkustíg ásamt uppbyggingu á lóðunum, samkvæmt uppdr. Kanon arkitekta ehf. dags. 26. mars 2018. Einnig er lögð fram umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 2. júní 2017 og umsagnir Minjastofnunar Íslands dags. 6. febrúar 2017, 13. febrúar 2017 og 29. júní 2017. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. maí 2018.

Jákvætt með þeim leiðbeiningum og skilyrðum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. maí 2018.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið. 

(E) Umhverfis- og samgöngumál

14.    SORPA bs., fundargerð         Mál nr. US130002

Lögð fram fundargerð SORPU bs. nr. 390 frá 4. maí 2018. 

15.    Bústaðavegur milli Kringlumýrarbrautar og Veðurstofuvegar, hjólastígur  (USK2018050002)         Mál nr. US180075

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 4. maí 2018 þar sem óskað er heimildar til verkhönnunar og gerðar útboðsgagna fyrir hjólastíg á Bústaðavegi milli Kringlumýrarbrautar og Veðurstofuvegar.

Samþykkt. 

16.    Stallasel 5, 7, 9 og 11, gestabílastæði  (USK2016050054)         Mál nr. US180125

Gunnar Indriðason, Stallasel 11, 109 Reykjavík

Lagt fram bréf Gunnars Indriðasonar lóðarhafa Stallaseli 11 dags. 25. apríl 2018 varðandi gestabílastæði í botnlaga götunnar Stallasel 5, 7, 9 og 11.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. 

17.    Skilti,          Mál nr. US180126

Lögð fram beiðni frá Samtökum hvalaskoðunarfyrirtækja til að fá að staðsetja 3 fræðsluskilti við N-strandlengjuna sem segja frá þeim hvölum sem finnast við Faxaflóa. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, borgarhönnun dags. 8. maí 2018.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, borgarhönnun dags. 8. maí 2018 samþykkt.

Edda Ívarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

(D) Ýmis mál

18.    Strætó,          Mál nr. US180127

Lagt fram bréf hverfisráðs Hlíða dags. 23. mars 2018  varðandi akstur Strætó um hverfið. Einnig lögð fram hugmynd um hringakstur Strætó ásamt sameiginleg bókun hverfisráða í Háaleiti/Bústöðum, Laugardal og Hlíðum. 

Vísað til umsagnar hjá Strætó b/s. 

19.    Betri Reykjavík, betri ruslatunnur fyrir dósasafnara  (USK2018040064)         Mál nr. US180124

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið "betri ruslatunnur fyrir dósasafnara" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. apríl 2018. Erindið var efsta hugmynd aprílmánaðar í málaflokknum umhverfismál. 

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.  

20.    Betri Reykjavík, sparkvöll við Vogaskóla  (USK2018040062)         Mál nr. US180122

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið "sparkvöll við Vogaskóla" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. apríl 2018. Erindið var fimmta efsta hugmynd aprílmánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum framkvæmdir. 

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

21.    Betri Reykjavík, ný leiktæki við Rimaskóla  (USK2018040061)         Mál nr. US180121

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið "ný leiktæki við Rimaskóla" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. apríl 2018. Erindið var fjórða efsta hugmynd aprílmánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum framkvæmdir.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

22.    Betri Reykjavík, endurnýja körfuboltavöll við leikskólann Skógarborg  (USK2018040058)         Mál nr. US180118

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið "endurnýja körfuboltavöll við leikskólann Skógarborg" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. apríl 2018. Erindið var efsta hugmynd aprílmánaðar á samráðsvefnum og jafnframt efst í málaflokknum framkvæmdir. 

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

23.    Betri Reykjavík, undirgöng fyrir gangandi og hjólandi undir Kringlumýrarbraut  (USK2018040060)         Mál nr. US180120

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið "undirgöng fyrir gangandi og hjólandi undir Kringlumýrarbraut" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. apríl 2018. Erindið var þriðja efsta hugmynd aprílmánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum skipulagsmál. 

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra. 

24.    Betri Reykjavík, fótabað í Laugardalinn  (USK2018040059)         Mál nr. US180119

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið "fótabað í Laugardalinn" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. apríl 2018. Erindið var næst efsta hugmynd aprílmánaðar á samráðsvefnum og efst í málaflokknum skipulagsmál. 

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.

25.    Betri Reykjavík, hringtorg við gatnamótin Þúsöld/Vínlandsleið  (USK2018040063)         Mál nr. US180123

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindið "hringtorg við gatnamótin Þúsöld/Vínlandsleið" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. apríl 2018. Erindið var efsta hugmynd aprílmánaðar í málaflokknum samgöngumál. 

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra.

26.    Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, stórbílastæði við Seljabraut - R18040035  (USK2016060066)         Mál nr. US180071

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 5. apríl 2018 vegna samþykktar borgarráðs s.d. um að vísa svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs "Lagt er til að stórbílastæði við Seljabraut verði lagt niður þar sem íbúar hafa ítrekað kvartað yfir ónæði og óþrifum vegna þess. Um leið verði því breytt í almennt bifreiðastæði fyrir íbúa enda er mikill skortur á bílastæðum í hverfinu. Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 4. maí 2018. 

27.    Sogavegur 73-75, kæra 67/2018     (01.811)    Mál nr. SN180337

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 3. maí 2018 ásamt kæru dags. 30. apríl 2018 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 19. september 2018 að gefa út byggingarleyfi fyrir Sogaveg 73-75. Jafnframt er gerð krafa um stöðvun framkvæmda. 

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra.

28.    Eikjuvogur 27, kæra 66/2018     (01.470.5)    Mál nr. SN180329

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 2. maí 2018 ásamt kæru dags. 30. apríl 2018 þar sem kærð er samþykkt byggingaráform á lóð nr. 27 við Eikjuvog. Jafnframt er gerð krafa um stöðvun framkvæmda.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra.

29.    Eikjuvogur 27, kæra 54/2018, umsögn     (01.470.5)    Mál nr. SN180276

Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 13. apríl 2018 ásamt kæru dags. 11. apríl 2018 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 27 við Eikjuvog. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 23. apríl 2018 um stöðvun framkvæmda. Jafnframt er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 25. apríl 2018 og bráðabirgðaúrskurður umhverfis- og auðlindamála frá 2. maí 2018. Úrskurðarorð: Kröfu kæranda um frestun réttaráhrifa hinnar kærðu deiliskipulagsákvörðunar er hafnað.

30.    Sjafnargata 3, kæra 80/2015, umsögn     (01.196)    Mál nr. SN150580

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 28. september 2015 ásamt kæru þar sem kærð synjun á útgáfu byggingarleyfis fyrir lóð nr. 3 við Sjafnargötu. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 7. desember 2015. Jafnframt er lagður fram úrskurður umhverfis- og auðlindamála frá 1. febrúar 2015. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 25. ágúst 2015 um að synja umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við húsið að Sjafnargötu 3 í Reykjavík.

31.    Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Hraunbær-Bæjarháls, breyting á aðalskipulagi, breytt landnotkun og fjölgun íbúða         Mál nr. SN160849

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 27. apríl 2018 vegna samþykktar borgarráðs 26. apríl 2018 á breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 varðandi landnotkun og fjölgun íbúða við Hraunbæ-Bæjarháls.

32.    Bryggjuhverfi vestur, svæði 4, nýtt deiliskipulag     (04.0)    Mál nr. SN170087

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 27. apríl 2018 vegna samþykktar borgarráðs 26. apríl 2018 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir bryggjuhverfi vestur, svæði 4.

33.    Fálkagata 10, breyting á deiliskipulagi     (01.553.1)    Mál nr. SN180273

Landslagnir ehf., Lautarvegi 30, 103 Reykjavík

Zeppelin ehf, Skeifunni 19, 108 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 27. apríl 2018 vegna samþykktar borgarráðs 26. apríl 2018 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Fálkagötureits vegna lóðar nr. 10 við Fálkagötu.

34.    Framnesvegur 38, breyting á deiliskipulagi     (01.133.4)    Mál nr. SN170920

Ásgeir Baldursson, Framnesvegur 38, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 27. apríl 2018 vegna samþykktar borgarráðs 26. apríl 2018 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Sólvallagötureits vegna lóðar nr. 38 við Framnesveg.

35.    Háskólinn í Reykjavík, breyting á deiliskipulagi     (01.751)    Mál nr. SN180215

Háskólinn í Reykjavík ehf., Menntavegi 1, 101 Reykjavík

Hákon Örn Arnþórsson, Hamravík 22, 112 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 27. apríl 2018 vegna samþykktar borgarráðs 26. apríl 2018 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Háskólans Í Reykjavík.

36.    Hraunbær-Bæjarháls, nýtt deiliskipulag         Mál nr. SN160847

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 27. apríl 2018 vegna samþykktar borgarráðs 26. apríl 2018 á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Hraunbæ-Bæjarháls við Tunguháls.

37.    Reitur 1.174.3, Grettisgata frá Barónsstíg að Snorrabraut, breyting á skilmálum deiliskipulags     (01.174.3)    Mál nr. SN180226

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 27. apríl 2018 vegna samþykktar borgarráðs 26. apríl 2018 á auglýsingu á tillögu að breytingu á skilmálum reits 1.174.3, Grettisgata frá Barónsstíg að Snorrabraut.

38.    Húsverndarsjóður Reykjavíkur 2018, úthlutun styrkja 2018         Mál nr. US180003

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 27. apríl 2018 um samþykki borgarráðs dags. 26. apríl 2018 vegna úthlutunar styrkja úr Húsverndarsjóði 2018.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 11:55.

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð 

Hjálmar Sveinsson 

Magnea Guðmundsdóttir    Heiða Björg Hilmisdóttir 

Magnús Sveinn Helgason    Sigurborg Ósk Haraldsdóttir

Halldór Halldórsson    Herdís Anna Þorvaldsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2018, miðvikudaginn 2. maí kl. 13:13 eftir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 971. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Nikulás Úlfar Másson, Olga Hrund Sverrisdóttir, Erna Hrönn Geirsdóttir, Óskar Torfi Þorvaldsson, Sigríður Maack, Sigrún Reynisdóttir og Jón Hafberg Björnsson.

Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1.    Arnarhlíð 1     (01.629.803) 220841    Mál nr. BN054500

B reitur hf., Laufásvegi Hlíðarendi, 101 Reykjavík

Knattspyrnufélagið Valur, Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050613 þannig að útbúnir eru tveir nýir flóttagangar frá atvinnurýmum á 1. hæð í húsi á lóð nr. 1 við Arnarhlíð.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. 

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

2.    Ármúli 1A     (01.261.402) 103511    Mál nr. BN053722

Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa þakhýsi og endurbyggja  í sömu mynd og stærð, breyta gluggasetningu á 1. hæð þannig að gler frontur verður breytt þannig að opnalegum fögum er fjölgað og gaflar og steinkantur á framhúsi eru síðan klæddir með litaðri málmklæðningu  á húsið á lóð nr. 1A við Ármúla.

Bréf frá hönnuði dags. 16. október 2017 fylgir.

Bréf frá hönnuði þar sem hann breytir umsögn og óskar eftir að hætt við að leggja inn skráningartöflu. dags. 27. mars. 2018.

Niðurrif er: XX ferm. XX rúmm.

Endurbygging er: XX ferm., XX rúmm.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. janúar 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. janúar 2018 og umsögn Minjastofnunar dags. 9. janúar 2018.

Gjald kr. 11.000 + 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

3.    Ásendi 17     (01.824.107) 108397    Mál nr. BN052289

Khai Van Nguyen, Ásendi 17, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir hurð út úr kjallara á suðurhlið ásamt því að gerð er grein fyrir áður gerðri stækkun kjallara einbýlishúss á lóð nr. 17 við Ásenda.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 17. febrúar 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. febrúar 2017 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 9. mars 2017.

Stækkun:  165,5 ferm., 166,6 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar.

Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrðaraðilar. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

4.    Bankastræti 14-14B     (01.171.202) 101383    Mál nr. BN054537

B14 ehf, Bankastræti 14, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II, fyrir 80 gesti á 2. hæð í húsi á lóð nr. 14-14B við Bankastræti.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

5.    Barónsstígur 32A     (01.192.101) 102528    Mál nr. BN054540

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja milliloft, breyta innra skipulagi og koma fyrir nýjum gluggum á félagsmiðstöð Austurbæjarskóla á lóð nr. 32A við Barónsstíg.

Milliloft:  105,5 ferm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

6.    Borgartún 8-16A     (01.220.107) 199350    Mál nr. BN054380

Höfðaíbúðir ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta skilgreiningu á íbúðum á 1. - 8. hæð, 38 íbúðir, sem gististað í flokki II, teg. íbúð, í fjölbýlishúsi á lóð nr. 8-16A við Borgartún.

Erindi fylgir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 16. apríl 2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Með vísan til athugasemda í umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 16. apríl 2018.

7.    Brekkugerði 10     (01.804.407) 107755    Mál nr. BN054544

Bogi Þór Siguroddsson, Brekkugerði 10, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053200, en um er að ræða að grafið verður út rými undir bílskúr og innréttað tómstundarými og tæknirými í húsi á lóð nr. 10 við Brekkugerði.

Stækkun:  18,2 ferm., 40,2 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

8.    Dalbraut 1     (01.350.006) 104124    Mál nr. BN053156

D.P veitingar ehf., Álfheimum 7, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokk 2, tegund A í rými á 1. hæð sem áður var bakarí/kaffihús og koma fyrir loftstokki upp með norðurhlið á húsi lóð nr. 1 við Dalbraut.

Samþykki meðeigenda ódagsett og bréf frá hönnuði þar sem hann gerir grein fyrir loftræstikerfi dags. 12. september 2017.

Gjald kr. 11.000 + 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

9.    Drápuhlíð 36     (01.713.006) 107217    Mál nr. BN052838

Helga Benediktsdóttir, Drápuhlíð 36, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteyptan bílskúr við austurhlið lóðar að lóðarmörkum nr. 38  á lóð fjölbýlishúss nr. 36 við Drápuhlíð.

Bréf frá hönnuði dags. 9. maí 2017, Eignaskiptayfirlýsing dags. 20 nóv. 2011 og bréf hönnuðar dags. 31. maí með samþykki sumra dags. 26.maí 2017 fylgir.

Útskrift úr gerðabók umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. september 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. september 2017.

Einnig bréf frá Local lögmönnum dags. 14. desember 2017 og svarbréf skrifstofu sviðsstjóra dags. 26. apríl 2018.

Erindi var grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum að Drápuhlíð 34,35,36,37,38 og Blönduhlið 25 og 27 frá 30. júní 2017 til og með 28. júlí 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Hildur Sólveig Pétursdóttir hrl. f.h. Ásgerðar Vigfúsdóttur, dags. 17. júlí 2017 og Steinar Jens Friðgeirsson, dags. 28. júlí 2017.

Stærð bílskúr:  28,0 ferm., 85,4 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

10.    Dugguvogur 8-10     (01.454.002) 105618    Mál nr. BN054409

Geir Flóvent Jónsson, Sólheimar 23, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum íbúðum og vinnustofum í húsi á lóð nr. 10 við Dugguvog.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. apríl 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. apríl 2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Á milli funda.

11.    Döllugata 8     (05.113.708) 214847    Mál nr. BN054470

Einar Freyr Einarsson, Tröllakór 4, 203 Kópavogur

Ingigerður Karlsdóttir, Tröllakór 4, 203 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 8 við Döllugötu.

Orkurammi dags. 16. mars. 2018 fylgir.

Stærð A-rými: 333,2 ferm., 1.170,3 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

12.    Efstaleiti 11     (01.745.301) 224637    Mál nr. BN054597

Skuggi 4 ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir uppsteypu að plötu yfir kjallara og lagnir í grunn fyrir fjölbýlishús á lóð nr. 11 við Efstaleiti, (áður Efstaleiti 4) mhl. 01 sbr. BN053226.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

13.    Efstaleiti 11     (01.745.301) 224637    Mál nr. BN054599

Skuggi 4 ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir uppsteypu að plötu yfir kjallara og lagnir í grunn fyrir fjölbýlishús á lóð nr. 11 við Efstaleiti, (áður Efstaleiti 4) mhl. 02 sbr. BN053223.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

14.    Elliðabraut 4-6     (04.772.301) 195949    Mál nr. BN054252

Þingvangur ehf., Bergstaðastræti 73, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja fjögur sambyggð fjölbýlishús með inngörðum, 83 íbúðir á fjórum hæðum og sameiginlegum bílakjallara á lóð nr. 4-6 við Elliðabraut.

Erindi fylgir greinargerð um hljóðvist dags. 20. febrúar 2018, greinargerð um ábyrgðarsvið hönnuða dags. 20. febrúar og greinargerð um brunahönnun dags. 20. febrúar 2018.

Erindi fylgir umsögn umhverfis- og úrgangsstjórnunar dags. 28. apríl 2018.

Stærð, A-rými:  9.331,2 ferm., 29.036,3 rúmm.

B-rými:  1.324,0 ferm., 4.170,8 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

15.    Elliðabraut 12     (04.772.701)     Mál nr. BN054578

Mótx ehf., Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja þrjú fjölbýlishús, fjórar hæðir með 53 íbúðum á bílakjallara fyrir 39 bíla á lóð nr. 12 við Elliðabraut (verðandi nr. 18).

Erindi fylgir greinargerð um brunahönnun frá Eflu dags. 23.04.2018 og greinargerð um hljóðvist dags. 23.04.2018.

Stærð mhl. 04, A-rými:  2.181,9 ferm., 6.863,6 rúmm.

B-rými:  237,0 ferm., 693,5 rúmm.

Mhl. 05, A-rými:  2.232,2 ferm., 6.982,3 rúmm.

B-rými:  237,0 ferm.,  693,5 rúmm.

Mhl. 06, A-rými:  2.181,9 ferm., 6.863,6 rúmm.

B-rými:  237,0 ferm., 693,5 rúmm.

Mhl. 07, bílgeymsla, A-rými:  1.085,1 ferm., 3.331,2 rúmm.

Samtals A-rými:  7.681,1 ferm., 24.040,7 rúmm.

B-rými:  711 ferm., 2.080,5 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

16.    Eskihlíð 10-10A     (01.700.203) 106942    Mál nr. BN054520

Eskihlíð 10,húsfélag, Eskihlíð 10, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fjölga innkeyrslum á bílstæði, koma fyrir hleðslustöðvum fyrir rafmagnsbíla, leggja nýja skólpheimlögn að lóðamörkum og lagfæra aðkomu að reiðhjólageymslu fyrir hjólastóla að kjallaraíbúð á lóð nr. 10- 10A  við Eskihlíð. 

Bréf frá umsækjanda dags. 15. apríl 2018 fylgir. 

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

17.    Fiskislóð 43     (01.086.603) 209699    Mál nr. BN054620

F43 ehf., Borgartúni 24, 105 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu á lóð nr. 43 við Fiskislóð sbr. BN054300.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

18.    Flugvöllur     (01.68-.-99) 106930    Mál nr. BN054461

Flugfélagið Ernir ehf., Víðigrund 7, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja skrifstofu- og lagerhúsnæði úr gámaeiningum við suðurhlið flugskýlis nr. 6 á lóð nr. 58 við Nauthólsveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. apríl 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. apríl 2018.

Stærðir: x ferm., x rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 25. apríl 2018.

19.    Frakkastígur 8     (01.172.109) 101446    Mál nr. BN054573

Blómaþing ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN047643, um er að ræða ýmsar breytingar á innra skipulagi, gestafjöldi veitingastaðar í Frakkastíg 8A aukinn úr 80 í 120 og hljóðgildrur í gluggum að Hverfisgötu felldar út v/lokaúttektar í mhl. 01 og 02 á lóð nr. 8 við Frakkastíg.

Erindi fylgir minnisblað frá hönnuði um breytingar dags. 24. apríl 2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

20.    Framnesvegur 12     (01.133.228) 100257    Mál nr. BN054432

Fasteignafélagið Hosiló ehf, Smáratorgi 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að skipta úr tveimur íbúðum í þrjár,  byggja björgunarsvalir á bakhlið og til að byggja geymslu fyrir hjól og vagna á bak við hús á lóð nr. 12 við Framnesveg.

Stækkun:  10,1 ferm., 29,3 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Lagfæra skráningu.

21.    Grandagarður 5     (01.115.203) 100050    Mál nr. BN054214

Kría Hjól ehf, Grandagarði 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II, teg. A fyrir 80 gesti á fyrstu og annarri hæð og koma fyrir flóttastiga á norðurhlið húss á lóð nr. 5 við Grandagarð.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. mars 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. febrúar 2018.

Samþykki eiganda á nr. 3 og 7 ódags.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

22.    Grandagarður 14     (01.114.501) 100041    Mál nr. BN054216

Grandagarður 14 ehf., Öldugötu 4, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja bryggju við suðurhlið, breyta innra fyrirkomulagi og gluggum jarðhæðar og gera veitingastað í flokki ll - tegund a fyrir 80 gesti á 1. hæð í húsi á lóð nr. 14 við Grandagarð.

Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 16. febrúar og 26. mars 2018, bréf Faxaflóahafna dags. 15. mars 2018, útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. apríl 2018 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. apríl 2018.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

23.    Grundarland 2-8     (01.855.101) 108783    Mál nr. BN054546

Árni Örn Stefánsson, Grundarland 2, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir stálbita yfir eldhúsi og breyta innra skipulagi í einbýlishúsi nr. 2 á lóð nr. 2-8 við Grundarland.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

24.    Gufunes     (02.2--.-86) 108942    Mál nr. BN054539

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir stöðuleyfi sex samsettum gámum til árs fyrir starfsmannaaðstöðu og verður gámunum komið fyrir á grassvæði  á lóð í Gufunesi með lóðarnúmer 108942.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

25.    Haukahlíð 1     (01.629.102) 221262    Mál nr. BN054466

Hlíðarfótur ehf., Síðumúla 28, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja mhl. 07, tvö stigahús á 3-5 hæðum með 33 íbúðum, steinsteypt, einangruð að utan og klædd múrkerfi og málmklæðningu á lóð nr. 7 við Haukahlíð.

Erindi fylgir brunahönnun frá Mannvit dags. 23. apríl 2018 og greinargerð um hljóðvist dags. 27. mars 2018.

Stærð mhl. 07, A-rými:  3.376,4 ferm., 10.533 rúmm.

Gjald kr. 11.000 

Frestað.

Vísað til athugasemda.

26.    Háaleitisbraut 68     (01.727.301) 107329    Mál nr. BN054414

Faxar ehf., Síðumúla 20, 108 Reykjavík

Íshamrar ehf., Nóatúni 17, 105 Reykjavík

Sótt er um breytingu á erindi BN052806 sem felst í því að færa lyftu lítillega og breyta staðsetningu á reyk- og brunatjaldi við lyftu í húsi á lóð nr. 68 við Háaleitisbraut.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

27.    Heiðargerði 29     (01.801.106) 107614    Mál nr. BN054547

Kamma Jónsdóttir, Heiðargerði 29, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja yfir svalir á 2. hæð og til að klæða með litaðri stál- eða álklæðningu einbýlishús á lóð nr. 29 við Heiðargerði.

Stækkun:  12,3 ferm., 31,9 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

28.    Jónsgeisli 27     (04.113.509) 189825    Mál nr. BN054517

Magnús Hafliðason, Jónsgeisli 27, 113 Reykjavík

Marit Davíðsdóttir, Jónsgeisli 27, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypta, óeinangraða útigeymslu sem á að vera opin að hluta, koma fyrir steyptum 90 cm háum vegg við verönd sem kemur ofan á útigeymslu, koma fyrir heitum potti norðausturhorni lóðar og gerð grein fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi í húsi á lóð nr. 27 við Jónsgeisla.

Stærð útigeymslu sem er B rými : XX ferm., XX rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

29.    Jöklasel 21-23, bílalóð     (04.975.312) 205071    Mál nr. BN054516

Nijolé Ambrulaite, Jöklasel 21, 109 Reykjavík

Zigmas Ambrulaitis, Jöklasel 21, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fjölga bílgeymslum á lóð nr. 21-23 við Jöklasel.

Stærð:  38,5 ferm., 139,6 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

30.    Keilugrandi 1     (01.513.301) 105790    Mál nr. BN054629

Búseti húsnæðissamvinnufélag, Síðumúla 10, 108 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir undirstöður, botnplötur og lagnir í jörð fyrir fjölbýlishús á lóð nr. 1 við Keilugranda sbr. BN053062.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins. Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. 

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

31.    Kleppsvegur 104     (01.355.008) 104321    Mál nr. BN054476

Bjarni Geir Alfreðsson, Leifsgata 3, 101 Reykjavík

Björn Salvador Kristinsson, Kleppsvegur 104, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja hæð ofaná hús, endurnýja anddyri, byggja utanáliggjandi stigahús  og fjarlægja klæðningu og múra að utan hús á lóð nr. 104 við Kleppsveg.

Stækkun:  136,9 ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

32.    Lambasel 1     (04.998.301) 200765    Mál nr. BN054541

Elsa Jóna Sveinsdóttir, Lambasel 1, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurklæða með álplötum og einangra að utan hús á lóð nr. 1 við Lambasel. 

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 25. maí 2018 fylgir. 

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

33.    Laugateigur 7     (01.364.007) 104605    Mál nr. BN054438

Sigvaldi Árnason, Laugateigur 7, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að hækka þak, byggja kvisti og svalir og gera útgang í garð úr kjallara í fjölbýlishúsi á lóð nr. 7 við Laugateig.

Erindi fylgir samþykki meðeigenda ódagsett.

Stækkun:  85,2 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Lagfæra skráningu.

34.    Laugateigur 12     (01.364.205) 104625    Mál nr. BN054543

Inroom ehf., Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja rishæð með kvistum og svölum og innrétta nýja íbúð í risi fjölbýlishúss á lóð nr. 12 við Laugateig.

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

35.    Laugavegur 51     (01.173.024) 101511    Mál nr. BN052285

STS ISLAND ehf., Laugavegi 51, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi og svölum og leyfi til að innrétta gististað í flokki II fyrir sex gesti í íbúðum 0301 og 0304 í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 51 við Laugaveg.

Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 7. apríl 2018.

Gjald kr. 11.000 

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

36.    Laugavegur 58A     (01.173.113) 101530    Mál nr. BN054488

París ehf., Laugavegi 58a, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi sem felst í því að koma fyrir móttöku, starfsmannaaðstöðu og töskugeymslu fyrir 101 Hostel á aðliggjandi lóð, í húsi á lóð nr. 58b við Laugaveg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

37.    Laugavegur 58B     (01.173.114) 101531    Mál nr. BN054368

Svava Magdalena Arnarsdóttir, Laugavegur 58b, 101 Reykjavík

París ehf., Laugavegi 58a, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í því að gerður hefur verið gististaður í flokki ll - tegund d, gistiskáli, fyrir 27 gesti í húsi á lóð nr. 58B við Laugaveg.

Tölvupóstur dags. 16.04.2018 með breyttri erindislýsingu fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

38.    Lautarvegur 4     (01.794.304) 213569    Mál nr. BN054387

KH hús ehf., Drekavöllum 51, 221 Hafnarfjörður

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050275, um er að ræða breytingar á innra skipulagi og útliti, m.a. að loka stiga á milli 1. og 2. hæðar og setja upp baðherbergi og tómstundarými í kjallara auk nýs björgunarops og svala á vesturhlið, v/lokaúttektar í húsi á lóð nr. 4 við Lautarveg.

Gjald kr. 11.000)

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. 

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins. 

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

39.    Lautarvegur 12     (01.794.105) 213563    Mál nr. BN054161

Lautarvegur ehf., Starhaga 6, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050489, m..a. er komið fyrir útigeymslu á svölum 3. hæðar og komið fyrir gustlokun, snyrting og teeldhús innréttað í vinnustofu í kjallara auk lítils háttar breytinga á gluggum og hurðum fjölbýlishúss á lóð nr. 12 við Lautarveg.

Jafnframt eru erindi BN053766 og BN052545 dregin til baka.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

40.    Lautarvegur 14     (01.794.104) 213562    Mál nr. BN053747

Lautarvegur ehf., Starhaga 6, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050491 með útigeymslu á svölum 3. hæðar og komið fyrir gustlokun, snyrting og teeldhús innréttað í vinnustofu í kjallara auk lítils háttar breytinga á gluggum og hurðum fjölbýlishúss á lóð nr. 14 við Lautarveg.

Jafnframt er erindi BN054524 dregið til baka.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

41.    Ránargata 9A     (01.136.204) 100540    Mál nr. BN054503

Sólveig Guðmundsdóttir Karlsson, Ránargata 9a, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir íbúð á 1. hæð/jarðhæð og til að stækka garðskýli þar sem verða geymslur fyrir íbúðir hússins, einnig að gera nýjan glugga á 1. hæð norðurhliðar á fjölbýlishúsi á lóð nr. 9A við Ránargötu.

Stækkun mhl. 02: 14,7 ferm., 36,7 rúmm.

Engar stærðarbreytingar á mhl. 01.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

42.    Skeifan 13A     (01.462.201) 195604    Mál nr. BN054549

RSF ehf., Skúlagötu 44, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir útimarkaði  tímabundið til sölu varnings og veitinga á lóð nr. 13A við Skeifuna.

Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 17. apríl 2018.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

43.    Skipasund 1     (01.356.005) 104370    Mál nr. BN054515

Ólafía Guðrún Einarsdóttir, Skipasund 1, 104 Reykjavík

Guðjón Valdimarsson, Skipasund 1, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tvo kvisti á vesturhlið og til að klæða að utan með báruáli fjölbýlishús á lóð nr. 1 við Skipasund.

Samþykki meðeiganda er áritað á uppdrátt.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

44.    Sogavegur 22     (01.813.009) 107866    Mál nr. BN054472

Gísli Kristbjörn Björnsson, Sogavegur 22, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN053386 þannig að viðbygging verður einangruð og múruð að utan og gluggum breytt í húsi á lóð nr. 22 við Sogaveg.

Minnkun frá áður samþykktu erindi: 2,6 ferm.  

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

45.    Stórhöfði 29-31     (04.084.801) 179559    Mál nr. BN054542

Húsfélagið Stórhöfða 31, Stórhöfða 31, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og sameina matshluta 01 og 02 ásamt því að byggja 3. hæð með svölum ofaná milli byggingu milli húsa á lóð nr. 29-31 við Stórhöfða.

Umsögn brunahönnuðar dags. 17. apríl  2018, umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 9. apríl 2018 og bréf frá hönnuði og samþykki sumra dags. 11. apríl 2018 fylgir erindi.

Stækkun: 119,8 ferm., 358,2 rúmm. 

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

46.    Suðurgata 12     (01.161.107) 101202    Mál nr. BN052401

S120 ehf., Suðurgötu 12, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurbyggja bílskúr, mhl.02, í óbreyttri mynd ásamt því að breyta notkun húsnæðis úr læknastöð í skrifstofur í húsi á lóð nr. 12 við Suðurgötu.

Stækkun mhl. 02: x ferm., x rúmm.

Minnisblað Eflu um brunahönnun dags. 19.02.2018 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000 

Frestað.

Vísað til athugasemda.

47.    Suðurhólar 19     (04.645.602) 111963    Mál nr. BN054548

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka miðjurými annarrar hæðar og nýta fyrir aðstöðu starfsfólks í leikskólanum Suðurborg á lóð nr. 19 við Suðurhóla.

Stækkun: 74 ferm., 206,6 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Lagfæra skráningu.

48.    Suðurlandsbraut 16     (01.263.102) 103523    Mál nr. BN054551

Tjöld ehf, Síðumúla 30, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í kjallara mhl. 09 sem er Ármúli 13a á lóðinni Suðurlandsbraut 16.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

49.    Suðurlandsbraut 26     (01.264.201) 103536    Mál nr. BN054007

Heimilistæki ehf., Suðurlandsbraut 26, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í breyttu innra skipulagi í verslun á 1. og 2. hæð og í starfsmannarými á 1. hæð í húsi á lóð nr. 26 við Suðurlandsbraut.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

50.    Suðurlandsbraut 68-70     (01.473.201) 215795    Mál nr. BN054579

Íbúðir eldri borgara í Mörk ehf, Hringbraut 50, 101 Reykjavík

Sótt er um breytingu á erindi BN051314 sem felst í því að tveir matshlutar hafa verið sameinaðir í einn í húsi á lóð nr. 68-70 við Suðurlandsbraut.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

51.    Sægarðar 15     (01.402.303) 223695    Mál nr. BN054492

Stólpi-gámar ehf, Klettagörðum 5, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050318, sem felst í að breyta innra skipulagi húss á lóð nr. 15 við Sægarða.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

52.    Templarasund 5     (01.141.209) 100900    Mál nr. BN054521

Alþingi, Kirkjustræti, 150 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta anddyri, byggja skyggni yfir lyftudyr, koma fyrir lyftu, byggja kvist á bakhlið og útbúa bílastæði fyrir hreyfihamlaða á baklóð við Þórshamar á lóð nr. 5 við Templarasund.

Erindi fylgir byggingarlýsing ódagsett og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 21. september 2016.

Stækkun:  xx rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

53.    Thorvaldsensstræti 2     (01.140.418) 100859    Mál nr. BN053964

Lindarvatn ehf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að dýpka kjallara og endurbyggja Thorvaldsenstræti 2, til að lyfta þaki Thorvaldsensstrætis 4 og byggja á það Mansardþak með kvistum, byggja fjögurra hæða nýbyggingu, til að endurbyggja Aðalstræti 11 með breyttu þaki og til að innrétta í öllum húsunum 145 herbergja hótel í flokki IV með veitingahúsi, kaffihúsi, verslunum og samkomusal á lóð nr. 2 við Thorvaldssenstræti.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. janúar 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. janúar 2018.

E. stækkun:  11.544,3 ferm., 42.142,8 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

54.    Trilluvogur 1     (01.452.301) 225188    Mál nr. BN054383

Enver ehf., Lágmúla 7, 105 Reykjavík

Vogabyggð ehf., Austurstræti 11, 101 Reykjavík

Sótt erum leyfi til að byggja þriggja til fimm hæða fjölbýlishús með 41 íbúð, þriggja hæða raðhús með 5 íbúðum og bílgeymslu sem er að hluta niðurgrafin með 42 stæðum á lóð nr. 1 við Trilluvog.

Erindi fylgir brunahönnun dags. 13. mars 2018, hljóðvistarskýrsla dags. 6. mars 2018 og bréf Vogabyggðar dags. 15. mars 2018.

Einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. apríl 2018.

Stærð, A-rými:  5.332,2 ferm., 19.145,3rúmm.

B-rými:  1.460,4 ferm., 5.210,4 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

55.    Týsgata 4     (01.181.009) 101732    Mál nr. BN054312

Almenna C slhf., Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja svalir á 1. og 2. hæð, breyta gluggum í hurðir út á svalir í gististað í flokki II í þremur íbúðum í húsi á lóð nr. 4 við Týsgötu.

Bréf frá skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 21. september 2017 og leyfisbréf um rekstrarleyfi fl. II, dags. 19. mars 2018 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000 

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. 

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits

56.    Urðarbrunnur 33-35     (05.053.202) 205768    Mál nr. BN054489

Bjarg íbúðafélag hses., Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja fjögurra hæða fjölbýlishús með kjallara undir hluta húss, með 36 íbúðum, steinsteypt, einangrað að utan og klætt ljósri báruklæðningu á lóð nr. 33-35 við Urðarbrunn.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. apríl 2018 fylgir erindinu.

Einnig fylgir greinargerð um hljóðvist dags. 9. apríl 2018.

Stærð, A-rými:  2.516,2 ferm., 7.081,6 rúmm.

B-rými:  264 ferm., 450,5 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Lagfæra skráningu.

57.    Varmahlíð 1     (01.762.501) 107476    Mál nr. BN054421

Eignasjóður Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík

Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og koma fyrir stjörnuveri í Perlunni, tanki 07010, ásamt því að koma fyrir nýjum flóttastiga að norðanverðu á lóð nr. 1 við Varmahlíð.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

58.    Vatnagarðar 14     (01.337.804) 103918    Mál nr. BN054142

Grænibakki ehf, Vatnagörðum 14, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048929,  að innrétta búningsherbergi, snyrtingu og tölvuherbergi í rými 0201 í húsi á lóð nr. 14 við Vatnagarða.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

59.    Vegamótastígur 4     (01.171.404) 101413    Mál nr. BN054474

Vegamótastígur 4 hf., Huldubraut 32, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053127, m.a. er breytt innra skipulagi á báðum hæðum, komið fyrir brunahurð að sameign og vindfang fjarlægt í veitingahúsi á lóð nr. 4 við Vegamótastíg.

Erindi fylgir brunahönnun frá Eflu dags. 5. apríl 2018.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

60.    Þverholt 15     (01.244.301) 215990    Mál nr. BN054459

Búseti húsnæðissamvinnufélag, Síðumúla 10, 108 Reykjavík

Sótt er um breytingar á erindi BN047340 sem orðið hafa á byggingartíma í bílageymslu, mhl. 11, í húsi á lóð nr. 15 við Þverholt.

Stækkun: 131,2 ferm., 444,0 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing embættisins vegna jarðvinnu.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

61.    Ægisíða 127     (01.532.002) 106160    Mál nr. BN054584

Ari Gísli Bragason, Ægisíða 127, 107 Reykjavík

Sigríður I Hjaltested, Ægisíða 127, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa bílskúr mhl.70, sem er hluti af fastanr. 202-6688, á lóð nr. 127 við Ægisíðu.

Stærð: 28,6 ferm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. 

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

62.    Ægisíða 127     (01.532.002) 106160    Mál nr. BN053918

Ari Gísli Bragason, Ægisíða 127, 107 Reykjavík

Sigríður I Hjaltested, Ægisíða 127, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að reisa viðbyggingu við hús á lóð nr. 127 við Ægisíðu.

Stærð viðbyggingar:  79,8 ferm., 257,1 rúmm.

Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. dags. 27. apríl 2017.

Samþykki meðlóðarhafa og aðliggjandi lóðarhafa fylgir áritað á teikningu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. mars 2018 fylgir erindinu.

Erindi var grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum að Ægissíðu 125,127a, 129, og Sörlaskjóli 32, 38 og 40, Faxaskjóli 30 frá 9. febrúar 2018 til og með 9. mars 2018. Engar athugasemdir bárust.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Ýmis mál

63.    Efstaleiti 21A     (01.745.205) 224643    Mál nr. BN054622

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að leggja niður 4 gámalóðir og stofna tvær nýjar gámalóðir, samanber meðfylgjandi uppdrætti dagsetta 02.05.2018.

Lóðin Efstaleiti 27A (staðgr. 1.745.204, landeignarnr. L224642) er 26 m².

Teknir 26 m² af lóðinni og bætt við óútvísaða landið (landeignarnr. L221448).

Lóðin Efstaleiti 27A (staðgr. 1.745.204, landeignarnr. L224642) verður 0 m² og verður lögð niður.

Lóðin Efstaleiti 21A (staðgr. 1.745.205, landeignarnr. L224643) er 26 m².

Teknir 26 m² af lóðinni og bætt við óútvísaða landið (landeignarnr. L221448). Lóðin Efstaleiti 21A (staðgr. 1.745.205, landeignarnr. L224643) verður 0 m² og verður lögð niður.

Lóðin Lágaleiti 3A (staðgr. 1.745.202, landeignarnr. L224639) er 26 m².

Teknir 26 m² af lóðinni og bætt við óútvísaða landið (landeignarnr. L221448).

Lóðin Lágaleiti 3A (staðgr. 1.745.202, landeignarnr. L224639) verður 0 m² og verður lögð niður.

Lóðin Lágaleiti 9A (staðgr. 1.745.203, landeignarnr. L224640) er 26 m².

Teknir 26 m² af lóðinni og bætt við óútvísaða landið (landeignarnr. L221448).

Lóðin Lágaleiti 9A (staðgr. 1.745.203, landeignarnr. L224640) verður 0 m² og verður lögð niður.

Ný lóð (staðgr. 1.745.204).

Bætt 26 m² við lóðina frá óútvísaða landinu (landeignarnr. L221448).

Lóðin (staðgr. 1.745.204) verður 26 m² og fær lóðanúmer og landeignanúmer samkv. ákvörðun byggingafulltrúa.

Ný lóð (staðgr. 1.745.205)

Bætt 54 m² við lóðina frá óútvísaða landinu (landeignarnr. L221448).

Lóðin (staðgr. 1.745.205) verður 54 m² og fær lóðanúmer og landeignanúmer samkv. ákvörðun byggingafulltrúa.

Sjá deiliskipulagsbreytingu sem var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 21.03.2018 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 12.04.2018.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

64.    Efstaleiti 27A     (01.745.204) 224642    Mál nr. BN054621

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að leggja niður 4 gámalóðir og stofna tvær nýjar gámalóðir, samanber meðfylgjandi uppdrætti dagsetta 02.05.2018.

Lóðin Efstaleiti 27A (staðgr. 1.745.204, landeignarnr. L224642) er 26 m².

Teknir 26 m² af lóðinni og bætt við óútvísaða landið (landeignarnr. L221448).

Lóðin Efstaleiti 27A (staðgr. 1.745.204, landeignarnr. L224642) verður 0 m² og verður lögð niður.

Lóðin Efstaleiti 21A (staðgr. 1.745.205, landeignarnr. L224643) er 26 m².

Teknir 26 m² af lóðinni og bætt við óútvísaða landið (landeignarnr. L221448). Lóðin Efstaleiti 21A (staðgr. 1.745.205, landeignarnr. L224643) verður 0 m² og verður lögð niður.

Lóðin Lágaleiti 3A (staðgr. 1.745.202, landeignarnr. L224639) er 26 m².

Teknir 26 m² af lóðinni og bætt við óútvísaða landið (landeignarnr. L221448).

Lóðin Lágaleiti 3A (staðgr. 1.745.202, landeignarnr. L224639) verður 0 m² og verður lögð niður.

Lóðin Lágaleiti 9A (staðgr. 1.745.203, landeignarnr. L224640) er 26 m².

Teknir 26 m² af lóðinni og bætt við óútvísaða landið (landeignarnr. L221448).

Lóðin Lágaleiti 9A (staðgr. 1.745.203, landeignarnr. L224640) verður 0 m² og verður lögð niður.

Ný lóð (staðgr. 1.745.204).

Bætt 26 m² við lóðina frá óútvísaða landinu (landeignarnr. L221448).

Lóðin (staðgr. 1.745.204) verður 26 m² og fær lóðanúmer og landeignanúmer samkv. ákvörðun byggingafulltrúa.

Ný lóð (staðgr. 1.745.205)

Bætt 54 m² við lóðina frá óútvísaða landinu (landeignarnr. L221448).

Lóðin (staðgr. 1.745.205) verður 54 m² og fær lóðanúmer og landeignanúmer samkv. ákvörðun byggingafulltrúa.

Sjá deiliskipulagsbreytingu sem var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 21.03.2018 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 12.04.2018.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

65.    Efstaleiti 2A         Mál nr. BN054625

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að leggja niður 4 gámalóðir og stofna tvær nýjar gámalóðir, samanber meðfylgjandi uppdrætti dagsetta 02.05.2018.

Lóðin Efstaleiti 27A (staðgr. 1.745.204, landeignarnr. L224642) er 26 m².

Teknir 26 m² af lóðinni og bætt við óútvísaða landið (landeignarnr. L221448).

Lóðin Efstaleiti 27A (staðgr. 1.745.204, landeignarnr. L224642) verður 0 m² og verður lögð niður.

Lóðin Efstaleiti 21A (staðgr. 1.745.205, landeignarnr. L224643) er 26 m².

Teknir 26 m² af lóðinni og bætt við óútvísaða landið (landeignarnr. L221448). Lóðin Efstaleiti 21A (staðgr. 1.745.205, landeignarnr. L224643) verður 0 m² og verður lögð niður.

Lóðin Lágaleiti 3A (staðgr. 1.745.202, landeignarnr. L224639) er 26 m².

Teknir 26 m² af lóðinni og bætt við óútvísaða landið (landeignarnr. L221448).

Lóðin Lágaleiti 3A (staðgr. 1.745.202, landeignarnr. L224639) verður 0 m² og verður lögð niður.

Lóðin Lágaleiti 9A (staðgr. 1.745.203, landeignarnr. L224640) er 26 m².

Teknir 26 m² af lóðinni og bætt við óútvísaða landið (landeignarnr. L221448).

Lóðin Lágaleiti 9A (staðgr. 1.745.203, landeignarnr. L224640) verður 0 m² og verður lögð niður.

Ný lóð (staðgr. 1.745.204).

Bætt 26 m² við lóðina frá óútvísaða landinu (landeignarnr. L221448).

Lóðin (staðgr. 1.745.204) verður 26 m² og fær lóðanúmer og landeignanúmer samkv. ákvörðun byggingafulltrúa.

Ný lóð (staðgr. 1.745.205)

Bætt 54 m² við lóðina frá óútvísaða landinu (landeignarnr. L221448).

Lóðin (staðgr. 1.745.205) verður 54 m² og fær lóðanúmer og landeignanúmer samkv. ákvörðun byggingafulltrúa.

Sjá deiliskipulagsbreytingu sem var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 21.03.2018 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 12.04.2018.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

66.    Efstaleiti 2B         Mál nr. BN054626

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að leggja niður 4 gámalóðir og stofna tvær nýjar gámalóðir, samanber meðfylgjandi uppdrætti dagsetta 02.05.2018.

Lóðin Efstaleiti 27A (staðgr. 1.745.204, landeignarnr. L224642) er 26 m².

Teknir 26 m² af lóðinni og bætt við óútvísaða landið (landeignarnr. L221448).

Lóðin Efstaleiti 27A (staðgr. 1.745.204, landeignarnr. L224642) verður 0 m² og verður lögð niður.

Lóðin Efstaleiti 21A (staðgr. 1.745.205, landeignarnr. L224643) er 26 m².

Teknir 26 m² af lóðinni og bætt við óútvísaða landið (landeignarnr. L221448). Lóðin Efstaleiti 21A (staðgr. 1.745.205, landeignarnr. L224643) verður 0 m² og verður lögð niður.

Lóðin Lágaleiti 3A (staðgr. 1.745.202, landeignarnr. L224639) er 26 m².

Teknir 26 m² af lóðinni og bætt við óútvísaða landið (landeignarnr. L221448).

Lóðin Lágaleiti 3A (staðgr. 1.745.202, landeignarnr. L224639) verður 0 m² og verður lögð niður.

Lóðin Lágaleiti 9A (staðgr. 1.745.203, landeignarnr. L224640) er 26 m².

Teknir 26 m² af lóðinni og bætt við óútvísaða landið (landeignarnr. L221448).

Lóðin Lágaleiti 9A (staðgr. 1.745.203, landeignarnr. L224640) verður 0 m² og verður lögð niður.

Ný lóð (staðgr. 1.745.204).

Bætt 26 m² við lóðina frá óútvísaða landinu (landeignarnr. L221448).

Lóðin (staðgr. 1.745.204) verður 26 m² og fær lóðanúmer og landeignanúmer samkv. ákvörðun byggingafulltrúa.

Ný lóð (staðgr. 1.745.205)

Bætt 54 m² við lóðina frá óútvísaða landinu (landeignarnr. L221448).

Lóðin (staðgr. 1.745.205) verður 54 m² og fær lóðanúmer og landeignanúmer samkv. ákvörðun byggingafulltrúa.

Sjá deiliskipulagsbreytingu sem var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 21.03.2018 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 12.04.2018.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

67.    Efstaleiti 4A og 4B         Mál nr. BN054628

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að leggja niður 1 gámalóð og stofna aðra nýja, samanber meðfylgjandi uppdrætti dagsetta 02.05.2018.

Lóðin Lágaleiti 13A (staðgr. 1.745.302, landeignarnr. L224641) er 26 m².

Teknir 26 m² af lóðinni og bætt við óútvísaða landið (landeignarnr. L221448)

Lóðin Efstaleiti 13A (staðgr. 1.745.302, landeignarnr. L224641) verður 0 m² og verður lögð niður.

Ný lóð (staðgr. 1.745.302).

Bætt 26 m² við lóðina frá óútvísaða landinu (landeignarnr. L221448).

Lóðin (staðgr. 1.745.302) verður 26 m² og fær lóðanúmer og landeignanúmer samkv. ákvörðun byggingafulltrúa.

Sjá deiliskipulagsbreytingu sem var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 21.03.2018 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 12.04.2018.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

68.    Lágaleiti 13A     (01.745.302) 224641    Mál nr. BN054627

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að leggja niður 1 gámalóð og stofna aðra nýja, samanber meðfylgjandi uppdrætti dagsetta 02.05.2018.

Lóðin Lágaleiti 13A (staðgr. 1.745.302, landeignarnr. L224641) er 26 m².

Teknir 26 m² af lóðinni og bætt við óútvísaða landið (landeignarnr. L221448)

Lóðin Efstaleiti 13A (staðgr. 1.745.302, landeignarnr. L224641) verður 0 m² og verður lögð niður.

Ný lóð (staðgr. 1.745.302).

Bætt 26 m² við lóðina frá óútvísaða landinu (landeignarnr. L221448).

Lóðin (staðgr. 1.745.302) verður 26 m² og fær lóðanúmer og landeignanúmer samkv. ákvörðun byggingafulltrúa.

Sjá deiliskipulagsbreytingu sem var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 21.03.2018 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 12.04.2018.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

69.    Lágaleiti 3A     (01.745.202) 224639    Mál nr. BN054623

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að leggja niður 4 gámalóðir og stofna tvær nýjar gámalóðir, samanber meðfylgjandi uppdrætti dagsetta 02.05.2018.

Lóðin Efstaleiti 27A (staðgr. 1.745.204, landeignarnr. L224642) er 26 m².

Teknir 26 m² af lóðinni og bætt við óútvísaða landið (landeignarnr. L221448).

Lóðin Efstaleiti 27A (staðgr. 1.745.204, landeignarnr. L224642) verður 0 m² og verður lögð niður.

Lóðin Efstaleiti 21A (staðgr. 1.745.205, landeignarnr. L224643) er 26 m².

Teknir 26 m² af lóðinni og bætt við óútvísaða landið (landeignarnr. L221448). Lóðin Efstaleiti 21A (staðgr. 1.745.205, landeignarnr. L224643) verður 0 m² og verður lögð niður.

Lóðin Lágaleiti 3A (staðgr. 1.745.202, landeignarnr. L224639) er 26 m².

Teknir 26 m² af lóðinni og bætt við óútvísaða landið (landeignarnr. L221448).

Lóðin Lágaleiti 3A (staðgr. 1.745.202, landeignarnr. L224639) verður 0 m² og verður lögð niður.

Lóðin Lágaleiti 9A (staðgr. 1.745.203, landeignarnr. L224640) er 26 m².

Teknir 26 m² af lóðinni og bætt við óútvísaða landið (landeignarnr. L221448).

Lóðin Lágaleiti 9A (staðgr. 1.745.203, landeignarnr. L224640) verður 0 m² og verður lögð niður.

Ný lóð (staðgr. 1.745.204).

Bætt 26 m² við lóðina frá óútvísaða landinu (landeignarnr. L221448).

Lóðin (staðgr. 1.745.204) verður 26 m² og fær lóðanúmer og landeignanúmer samkv. ákvörðun byggingafulltrúa.

Ný lóð (staðgr. 1.745.205)

Bætt 54 m² við lóðina frá óútvísaða landinu (landeignarnr. L221448).

Lóðin (staðgr. 1.745.205) verður 54 m² og fær lóðanúmer og landeignanúmer samkv. ákvörðun byggingafulltrúa.

Sjá deiliskipulagsbreytingu sem var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 21.03.2018 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 12.04.2018.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

70.    Lágaleiti 9A     (01.745.203) 224640    Mál nr. BN054624

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að leggja niður 4 gámalóðir og stofna tvær nýjar gámalóðir, samanber meðfylgjandi uppdrætti dagsetta 02.05.2018.

Lóðin Efstaleiti 27A (staðgr. 1.745.204, landeignarnr. L224642) er 26 m².

Teknir 26 m² af lóðinni og bætt við óútvísaða landið (landeignarnr. L221448).

Lóðin Efstaleiti 27A (staðgr. 1.745.204, landeignarnr. L224642) verður 0 m² og verður lögð niður.

Lóðin Efstaleiti 21A (staðgr. 1.745.205, landeignarnr. L224643) er 26 m².

Teknir 26 m² af lóðinni og bætt við óútvísaða landið (landeignarnr. L221448). Lóðin Efstaleiti 21A (staðgr. 1.745.205, landeignarnr. L224643) verður 0 m² og verður lögð niður.

Lóðin Lágaleiti 3A (staðgr. 1.745.202, landeignarnr. L224639) er 26 m².

Teknir 26 m² af lóðinni og bætt við óútvísaða landið (landeignarnr. L221448).

Lóðin Lágaleiti 3A (staðgr. 1.745.202, landeignarnr. L224639) verður 0 m² og verður lögð niður.

Lóðin Lágaleiti 9A (staðgr. 1.745.203, landeignarnr. L224640) er 26 m².

Teknir 26 m² af lóðinni og bætt við óútvísaða landið (landeignarnr. L221448).

Lóðin Lágaleiti 9A (staðgr. 1.745.203, landeignarnr. L224640) verður 0 m² og verður lögð niður.

Ný lóð (staðgr. 1.745.204).

Bætt 26 m² við lóðina frá óútvísaða landinu (landeignarnr. L221448).

Lóðin (staðgr. 1.745.204) verður 26 m² og fær lóðanúmer og landeignanúmer samkv. ákvörðun byggingafulltrúa.

Ný lóð (staðgr. 1.745.205)

Bætt 54 m² við lóðina frá óútvísaða landinu (landeignarnr. L221448).

Lóðin (staðgr. 1.745.205) verður 54 m² og fær lóðanúmer og landeignanúmer samkv. ákvörðun byggingafulltrúa.

Sjá deiliskipulagsbreytingu sem var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 21.03.2018 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 12.04.2018.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

71.    Rökkvatjörn 1         Mál nr. BN054619

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stofna tvær nýjar lóðir, samanber meðfylgjandi uppdrátt dags. 26.04.2018.

Ný lóð Rökkvatjörn 1 (staðgr. 5.051.601, landeignar nr. L226834). 

Lóðin er stofnuð með því að taka 4122 m² úr óútvísaða landinu (landeignar nr. 2212447).

Lóðin Rökkvatjörn 1 (staðgr. 5.051.601, landeignar nr. L226834) verður 4122 m².

Ný lóð Rökkvatjörn 1A (staðgr. 5.051.602, landeignar nr. L226835). 

Lóðin er stofnuð með því að taka 20 m² úr óútvísaða landinu (landeignar nr. 2212447).

Lóðin Rökkvatjörn 1 (staðgr. 5.051.601, landeignar nr. L226834) verður 20 m².

Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 27.09.2017, samþykkt í borgarráði þann 05.10.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 19.02.2018.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

72.    Skyggnisbraut 1         Mál nr. BN054618

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stofna nýja lóð, samanber meðfylgjandi uppdrátt dags. 26.04.2018.

Ný lóð Skyggnisbraut 1 (staðgr. 5.051.501, landeignar nr. L226841).

Lóðin er stofnuð með því að taka 7959 m² úr óútvísaða landinu (landeignar nr. 2212447).

Lóðin Skyggnisbraut 1 (staðgr. 5.051.501, landeignar nr. L226841) verður 7959 m².

Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 27.09.2017, samþykkt í borgarráði þann 05.10.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 19.02.2018.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

Fyrirspurnir

73.    Dugguvogur 15     (01.454.118) 105635    Mál nr. BN054429

Einar Þór Guðmundsson, Dugguvogur 15, 104 Reykjavík

Spurt er hvort endurnýja megi burðarvirki þaks og samhliða því að hækka ris á bakhlið sbr. snið á austurhlið.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. apríl 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. apríl 2018.

Afgreitt.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 27. apríl 2018.

74.    Hringbraut 35-49     (01.541.002) 106321    Mál nr. BN054570

Hringbraut 47,húsfélag, Hringbraut 47, 101 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að staðsetja sorp sem eru stór ker fyrir framan húsið nr. 47 á lóð nr. 35-49 við Hringbraut.

Neikvætt.

Samanber leiðbeiningar á athugasemdarblaði.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 16:15.

Erna Hrönn Geirsdóttir

Nikulás Úlfar Másson    Óskar Torfi Þorvaldsson

Sigrún Reynisdóttir    Sigríður Maack

Jón Hafberg Björnsson    Olga Hrund Sverrisdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2018, þriðjudaginn 8. maí kl. 10:10 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 972. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Harpa Cilia Ingólfsdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Olga Hrund Sverrisdóttir, Óskar Torfi Þorvaldsson, Sigríður Maack, Sigrún Reynisdóttir, Jón Hafberg Björnsson og Harri Ormarsson.

Fundarritari var Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1.    Baldursgata 30     (01.186.212) 102241    Mál nr. BN054519

Magnea Þóra Guðmundsdóttir, Skeljanes 4, 101 Reykjavík

Magna Fríður Birnir, Lerkihlíð 9, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta gluggasetningu á jarðhæð með því að gluggar verða stækkaðir, gluggum lokað, komið fyrir nýjum inngangi og opnanlegum fögum á húsið á lóð nr. 30 við Baldursgötu. 

Samþykki frá 9 af 12 eigendum fylgja frá húsfélagsfundi dags. 10. apríl 2018 fylgir.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

2.    Barmahlíð 7     (01.701.109) 106963    Mál nr. BN053728

Bessi Gíslason, Barmahlíð 7, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum innanhúss sem felast í því að hringstiga hefur verið komið fyrir milli íbúðar 0101 og rýmis 0002 og hluta af geymslu íbúðar 0001 hefur verið breytt í herbergi auk þess sem opnað hefur verið á milli þvottahúsa í kjallara í húsi á lóð nr. 7 við Barmahlíð.

Samþykki meðeigenda dags. 25.02.2018 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

3.    Blönduhlíð 28-30     (01.713.109) 107242    Mál nr. BN054327

Sveinn Rúnar Benediktsson, Blönduhlíð 30, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypta hjóla- og bílageymslu ásamt því að steypa 30 cm háan stoðvegg meðfram lóðarmörkum að götu við hús á lóð nr. 30 við Blönduhlíð.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. maí 2018 fylgir erindinu.

Erindi fylgir bréf umsækjanda dags. 5. mars 2018, samþykki lóðarhafa Blönduhlíðar 28 ódagsett og umsögn SRU dags. 22. mars 2018. Svar við grenndarkynningu mótt. 02.05.2018 - Engar athugasemdir eigenda húsa nr.; 13, 17, 26 og 35. Samþykki lóðarhafa nr 35, dags. 17.04.2018.

Stærð: 38,2 ferm., 90,9 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

4.    Búðagerði 9     (01.814.009) 107921    Mál nr. BN054558

NLG 1 ehf., Ljósvallagötu 22, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að gera stálsvalir á rishæð, breyta innra skipulagi í stigahúsi og fá samþykkta áður gerða íbúð í risi fjölbýlishúss á lóð nr. 9 við Búðagerði.

Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 17. apríl 2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

5.    Dalbraut 12     (01.344.501) 104042    Mál nr. BN054574

Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir 3. áfanga endurbóta, sjá erindi BN053166, til að breyta uppbyggingu þaks, klæða norðausturálmu að utan með flísum og skipta um glugga í norðvesturálmu barna- og unglingageðdeildar á lóð nr. 12 við Dalbraut.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

6.    Dugguvogur 8-10     (01.454.002) 105618    Mál nr. BN054409

Geir Flóvent Jónsson, Sólheimar 23, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum íbúðum og vinnustofum í húsi á lóð nr. 10 við Dugguvog.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. apríl 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. apríl 2018.

Gjald kr. 11.000

Synjað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 27. apríl 2018.

7.    Dyngjuvegur 6     (01.383.203) 104848    Mál nr. BN054497

Jóhanna Jónsdóttir, Dyngjuvegur 6, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að gera viðbyggingu undir svölum, breyta geymslu í herbergi í kjallara, síkka glugga og gera hurð út í garð og tröppur frá svölum niður í garð, glerja við útmörk svala og hurð út í garð auk þess sem sótt er um áður gerðar innri breytingar í kjallara í húsi á lóð nr. 6 við Dyngjuveg.

Stækkun : 16,7 ferm., XX rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

8.    Eggertsgata 2-34     (01.634.-99) 106682    Mál nr. BN054577

Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir djúpgámum framan við Suðurgötu 121, Eggertsgötu 2-4 og Eggertsgötu 8-10, allt á lóð nr. 2-32 við Eggertsgötu.

Erindi fylgir minnisblað um Djúpgáma frá Eflu dags. 12. júní 2015 og 27. september 2017, lýsing á djúpgámum frá PWS dags. 9. mars 2017 og lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. nóvember 2016.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Erindi vísað til umsagnar skrifstofu umhverfis- og úrgangsstjórnunar.

9.    Elliðabraut 4-6     (04.772.301) 195949    Mál nr. BN054651

Þingvangur ehf., Bergstaðastræti 73, 101 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir aðstöðusköpun, jarðvinnu, undirstöður, botnplötur og lagnir í jörð fyrir fjölbýlishús á lóð nr. 4-6 við Elliðabraut sbr. BN054252.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. 

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

10.    Eyjarslóð 7     (01.110.504) 100022    Mál nr. BN054346

Hífandi ehf., Eyjarslóð 7, 101 Reykjavík

Sótt er um að leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II - teg. x, fyrir 50 gesti, á 2. hæð húss á lóð nr. 7 við Eyjarslóð.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. maí 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. maí 2018. T-póstur frá meðeiganda 9. apríl 2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

11.    Fákafen 11     (01.463.402) 105679    Mál nr. BN054587

ÞEJ fasteignir ehf, Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík

Brauð og co ehf., Hæðasmára 6, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN054157 og breyta innra skipulagi í húsi á lóð nr. 11 Fákafen. 

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

12.    Fellsmúli 24     (01.297.101) 103858    Mál nr. BN054496

Dalborg hf, Dalvegi 18, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í mhl. 01 og flóttaleiðum í húsi á lóð nr. 24 til 26 við Fellsmúla.

Bréf frá hönnuði dags. 4. apríl 2018, greinargerð brunahönnuðar 3.maí 2018 fylgir erindi, einnig yfirlýsing um afnotarétt að flóttarými dags. 4.maí 2018. 

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

13.    Fellsmúli 24-30     (01.297.101) 103858    Mál nr. BN054604

Dalborg hf, Dalvegi 18, 201 Kópavogur

Pizzan ehf., Strandgötu 75, 220 Hafnarfjörður

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki I í rými 0104, koma fyrir útihurð og leiða loftræstirör á framhlið upp fyrir þakbrún mhl. 01 á lóð nr. 24-26 við Fellsmúla.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

14.    Flúðasel 60-76     (04.971.401) 113170    Mál nr. BN054234

Flúðasel 70,húsfélag, Flúðaseli 70, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem er að taka í notkun óuppfyllt rými í  kjallara  húss nr. 70 á lóð nr. 60-76 við Flúðasel. 

Samþykki meðeigenda fylgir erindi. 

Stækkun:  XX ferm., XX rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

15.    Frakkastígur 8     (01.172.109) 101446    Mál nr. BN054573

Blómaþing ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN047643, um er að ræða ýmsar breytingar á innra skipulagi, gestafjöldi veitingastaðar í Frakkastíg 8A aukinn úr 80 í 120 og hljóðgildrur í gluggum að Hverfisgötu felldar út v/lokaúttektar í mhl. 01 og 02 á lóð nr. 8 við Frakkastíg.

Erindi fylgir minnisblað frá hönnuði um breytingar dags. 24. apríl 2018.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins. Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

16.    Framnesvegur 12     (01.133.228) 100257    Mál nr. BN054432

Fasteignafélagið Hosiló ehf, Smáratorgi 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að skipta úr tveimur íbúðum í þrjár, byggja björgunarsvalir á bakhlið og til að byggja geymslu fyrir hjól og vagna á bak við hús á lóð nr. 12 við Framnesveg.

Stækkun:  10,1 ferm., 29,3 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

17.    Freyjubrunnur 1     (02.695.701) 205705    Mál nr. BN054482

Flotgólf ehf., Akralind 2, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu úr forsteyptum einingum einangrað að utan og klætt með álklæðningu á lóð nr. 1 við Freyjubrunn.

Varmatapsútreikningar dags. 22. apríl. 2018.

Stærð, jarðhæð: íbúð 133,8 ferm.,

1. hæð: íbúð 94,8 ferm.,

bílgeymsla: 32,0 ferm.

Samtals: 260,6 ferm., 963,9 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

18.    Gefjunarbrunnur 12     (02.695.405) 206031    Mál nr. BN054437

Páll Mar Magnússon, Hraunbær 68, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053513 þannig að komið er fyrir lagnakjallara með salarhæð 180 cm undir öllu húsinu á lóð nr. 12 við Gefjunarbrunn.

Bréf hönnuðar dags. 20. mars 2018 og 30.apríl 2018 fylgir erindinu.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Lagfæra skráningu.

19.    Gerðarbrunnur 15     (05.056.106) 205782    Mál nr. BN054590

Sigurður Þór Snorrason, Gerðarbrunnur 15, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN037804, sem felst í að breytt fyrirkomulag er á lóð, dyrum hefur verið komið fyrir milli bílgeymslu og anddyris og innra skipulagi kjallara hefur verið breytt, v/lokaúttektar í einbýlishúsi á lóð nr. 15 við Gerðarbrunn.

Erindi fylgir samþykki lóðarhafa vegna frágangs á lóðamörkum nr. 13.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

20.    Gissurargata 1     (05.113.701) 214849    Mál nr. BN054494

Sveinn Anton Ólafsson, Andrésbrunnur 2, 113 Reykjavík

Elín Ósk Vilhjálmsdóttir, Andrésbrunnur 2, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu og aukaíbúð, einangrað að utan og klætt, múrkerfi, zinki og zedrusvið á lóð nr. 1 við Gissurargötu.

Erindi fylgir samþykki lóðarhafa Döllugötu 2 og 4 áritað á uppdrætti.

Stærð, A-rými:  356,5 ferm., 1.234,5 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

21.    Gissurargata 3     (05.113.702) 214850    Mál nr. BN054505

Sigurður Ólafsson, Gissurargata 3, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN039297, um er að ræða breytt innra skipulag í kjallara og stækkun inn í óuppfyllta sökkla, v/lokaúttektar í einbýlishúsi a lóð nr. 3 við Gissurargötu.

Stækkun:  21,3 ferm.

Eftir stækkun, A-rými:  360,8 ferm., 1.549,1 rúmm.

B-rými:  33,9 ferm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

22.    Gnoðarvogur 44-46     (01.444.101) 105528    Mál nr. BN053998

Björn Leósson, Kjarrhólmi 38, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi fyrir gististað í flokki ll - tegund g, íbúðir, fyrir 14 gesti í húsi á lóð nr. 44 við Gnoðarvog.

Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. september 2016.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

23.    Grandagarður 7     (01.115.204) 100051    Mál nr. BN054561

Grandagarður ehf., Sæviðarsundi 96, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður samþykktu erindi BN053124 vegna lokaúttektar á veitingastaðnum í fl. II, C í húsinu á lóð nr. 7 við Grandagarði

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Opnunartíma skal vera lengst til kl. 23 á virkum dögum og til kl. 1 um helgar að Grandagarði 7. Veitingastaðurinn skal vera opinn almenningi allan daginn a.m.k. frá hádegi og ekki er heimilt að byrgja fyrir glugga. Þinglýsa skal yfirlýsingu þess efnis fyrir útgáfu byggingarleyfis. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

24.    Grettisgata 20A     (01.182.114) 101830    Mál nr. BN054560

Xyzeta ehf., Ármúla 18, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051103 sem felst í að gluggar og tréverk verður fært til upprunalegs horfs á fjölbýlishúsi á lóð nr. 20A við Grettisgötu.

Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 10. apríl 2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

25.    Hafnarstræti 18     (01.140.303) 100837    Mál nr. BN054146

Sjöstjarnan ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að lyfta húsi um 90cm, byggja kjallara undir allt húsið og tveggja hæða viðbyggingu á bakhlið, innrétta verslun og þjónustu í kjallara og á 1. hæð og skrifstofur á 2. hæð ásamt því að endurgera ytra byrði til samræmis við útlit þess frá 1924, hús á lóð nr. 18 við Hafnarstræti.

Erindi fylgja umsagnir Minjastofnunar Íslands dags. 4. janúar 2017, 20. september 2017, 29. nóvember 2017,  15. febrúar 2018.

Stækkun:  339,2 ferm., 1.282,3 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

26.    Hallgerðargata 7     (01.349.301) 225427    Mál nr. BN054424

105 Miðborg slhf., Hagasmára 3, 201 Kópavogur

Strætisvagnar Reykjavíkur, Borgartúni 41, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja 4-7 hæða fjölbýlishús með 77 íbúðum ásamt hluta sameiginlegs bílakjallara með lóðum A, B, C, D og E á göturýmum í kjallara og á lóð nr. 7 við Hallgerðargötu.

Stærðir: 

A-rými 11.444,2 ferm., 43.419,0 rúmm.

B-rými 671,0 ferm., x rúmm.

Hljóðvistargreinargerð dags. mars 2018 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og skrifstofu umhverfis- og úrgangsstjórnunar.

27.    Haukahlíð 1     (01.629.102) 221262    Mál nr. BN054466

Hlíðarfótur ehf., Síðumúla 28, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja mhl. 07, tvö stigahús á 3-5 hæðum með 33 íbúðum, steinsteypt, einangruð að utan og klædd múrkerfi og málmklæðningu á lóð nr. 7 við Haukahlíð.

Erindi fylgir brunahönnun frá Mannvit dags. 23. apríl 2018 og greinargerð um hljóðvist dags. 27. mars 2018.

Stærð mhl. 07, A-rými:  3.376,4 ferm., 10.533 rúmm.

Gjald kr. 11.000 

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

28.    Hádegismóar 8     (04.411.201) 213067    Mál nr. BN054581

Brimborg ehf., Bíldshöfða 6, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051207 sem felst í lítilsháttar breytingum á skipulagi lóðar ásamt breytingum innandyra í húsi á lóð nr.  8 við Hádegismóa. 

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. 

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

29.    Hólmsheiðarvegur 151     (05.8--.-98) 113452    Mál nr. BN054555

Neyðarlínan ohf., Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að reisa geymsluhúsnæði á lóð nr. 151 við Hólmsheiðarveg.

Stærð: 655,9 fermetrar og 3.508,8 rúmmetrar.

Meðfylgjandi er bréf hönnuðar ódagsett.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

30.    Hverfisgata 26     (01.171.101) 101367    Mál nr. BN054495

Hljómalindarreitur ehf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi í kjallara og á 1. hæð í veitingastað í flokki II, teg. a í húsi á lóð nr. 26 við Hverfisgötu.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits.

31.    Hverfisgata 33     (01.151.507) 101012    Mál nr. BN054545

R101 ehf., Pósthólf 8, 121 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að opna  veitingastað í flokki III tegund F fyrir 130 gesti á 1. hæð og í kjallara  í húsi  á lóð nr. 33 við Hverfisgötu.

Gjald kr.11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

32.    Hverfisgata 54     (01.172.102) 101440    Mál nr. BN054576

Anna Sigríður Jóhannsdóttir, Hof 1 Austurhús, 785 Fagurhólsmýri

Knútur Bruun, Hof 1 Austurhús, 785 Fagurhólsmýri

Sótt er um leyfi til að byggja svalir á norðurhlið 3. hæðar húss á lóð nr. 54 við Hverfisgötu.

Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa áritað á uppdrátt.

Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. apríl 2013.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

33.    Hæðargarður 38     (01.819.005) 108230    Mál nr. BN054538

Davíð Guðmundsson, Hæðargarður 38, 108 Reykjavík

Maja Vu, Hæðargarður 38, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka þakhæð og byggja tvo kvisti á hús á lóð nr. 38 við Hæðargarð.

Stækkun: x ferm., x rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

34.    Hörgshlíð 18     (01.730.204) 107339    Mál nr. BN054452

Sólveig Berg Emilsdóttir, Hörgshlíð 18, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurnýja eldri viðbyggingu úr steinsteypu í stað timburs og gera þaksvalir með stálhandriðum ofaná viðbyggingu við fjölbýlishús á lóð nr. 18 við Hörgshlíð.

Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 26. mars 2018 áritað á uppdrátt.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

35.    Hörpugata 3     (01.635.502) 106686    Mál nr. BN054562

Andri Steinþór Björnsson, Hörpugata 3, 101 Reykjavík

Katrín Kristjánsdóttir, Hörpugata 3, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að gera tvo miðjukvisti á risþak, nýtt baðherbergi í risi, svalir og svalahurðir á 1. og 2. hæð í húsi nr. 3 við Hörpugötu.

Stækkun 14,4 fermetrar og 50,1 rúmmetrar

Meðfylgjandi er afrit af umsögn um húsið úr bókum Borgarsögusafns.

Gjald kr. 11.000)

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

36.    Lambhagavegur 5     (02.647.303) 211676    Mál nr. BN054328

Xyzeta ehf., Ármúla 18, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja stálgrindarhús á þremur hæðum með verslanir á 1. hæð en skrifstofurými á 2. og 3. hæð í húsi á lóð nr. 5 við Lambhagaveg.

Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 22. mars 2018.

Gjald er kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

37.    Laugavegur 51     (01.173.024) 101511    Mál nr. BN052285

STS ISLAND ehf., Laugavegi 51, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi og svölum og leyfi til að innrétta gististað í flokki II fyrir sex gesti í íbúðum 0301 og 0304 í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 51 við Laugaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. maí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. maí 2018.

Einnig fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 7. apríl 2018.

Gjald kr. 11.000 

Frestað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 3. maí 2018.

38.    Laugavegur 58     (01.173.113) 101530    Mál nr. BN054557

Stórval ehf, Vínlandsleið 16, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja tvö skilti, eitt á austurhlið og annað á norðvestur hlið húss á lóð nr. 58 við Laugaveg. 

Tvær ljósmyndir fylgja erindinu.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

39.    Nauthólsvegur 100     (01.688.401) 219038    Mál nr. BN054450

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051425 vegna lokaúttektar í húsi á lóð nr. 100 við Nauthólsveg.

Bréf arkitekts dags. 27.03.2018 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

40.    Nökkvavogur 11     (01.441.113) 105435    Mál nr. BN054556

Gísli Rafn Guðmundsson, Nökkvavogur 11, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að síkka glugga í stofu á suðurhlið, koma fyrir svalahurð við hlið hans ásamt stigapalli og tröppum út í garð, síkka glugga í kjallara á suður- og austurhlið og koma fyrir nýjum glugga í kjallara á austurhlið íbúðar með fastanr. 202-2616 í húsi á lóð nr. 11 við Nökkvavog.

Samþykki meðeigenda lóða dags. 15 apríl 2018 fylgir.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

41.    Nönnubrunnur 1     (05.053.701) 206097    Mál nr. BN054582

Ólafur Örn Ingólfsson, Nönnubrunnur 1, 113 Reykjavík

Ingibjörg J. Guðmundsdóttir, Nönnubrunnur 1, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja sólskáli með einhalla þaki á íbúð 0301 í húsi á lóð nr. 1 við Nönnubrunn.

Samþykki sumra fylgir dags. 10. janúar 2018.

Sólskýli: XX ferm., XX rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

42.    Ránargata 10     (01.136.019) 100522    Mál nr. BN054595

Almenna E slhf., Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053562, innra skipulagi eldhúss er breytt og vatnsúðakerfi er tekið út í gististað í húsi á lóð nr. 10 við Ránargötu.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

43.    Skeifan 13     (01.462.301) 195612    Mál nr. BN054633

SMI ehf., Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík

Lagerinn Iceland ehf., Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að færa brunaslöngu um 6 m í húsi á lóð nr. 13 við Skeifuna.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

44.    Skeifan 13A     (01.462.201) 195604    Mál nr. BN054549

RSF ehf., Skúlagötu 44, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir útimarkaði  tímabundið til sölu varnings og veitinga á lóð nr. 13A við Skeifuna.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. maí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. maí 2018.

Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 17. apríl 2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

45.    Skeifan 9     (01.460.202) 105660    Mál nr. BN052984

Höldur ehf., Pósthólf 10, 602 Akureyri

Sótt er um breytingu á erindi BN050378 sem felst í minniháttar breytingu á innra skipulagi og brunahólfun í húsi á lóð nr. 9 við Skeifuna.

Stækkun (milliloft) 127,2 ferm.

Samþykki eigenda dags. 08.06.2017 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Skilyrt er að yfirlýsingu um sameiningu eigna verði þinglýst fyrir útgáfu byggingarleyfis.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

46.    Skektuvogur 2     (01.450.301) 225185    Mál nr. BN054022

ÞG verktakar ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tveggja til fimm hæða fjölbýlishús með 73 íbúðum á tveggja hæða bílgeymslu fyrir jafn marga bíla, steinsteypt, einangrað að utan og klætt málmklæðningu og flísum á lóð nr. 2 við Skektuvog.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. janúar 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. janúar 2018.

Stærð, A-rými:  6.976,1 ferm., xx rúmm.

B-rými:  757,4 ferm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

47.    Skútuvogur 13     (01.427.401) 105178    Mál nr. BN054606

Steindór Pétursson, Hraungata 3, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II í millibyggingu húss á lóð nr. 13 við Skútuvog.

Meðfylgjandi er bréf aðalhönnuðar dags. 30.04.218.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

48.    Sléttuvegur 25-27     (01.793.101) 213549    Mál nr. BN054467

Ölduvör ehf., Brúnavegi Hrafnista, 104 Reykjavík

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja mhl. 02, einnar hæðar þjónustumiðstöð með kjallara ásamt fjögurra hæða íbúðarhúsi og kjallara með 54 leiguíbúðum, sem er 2. áfangi í þyrpingu bygginga fyrir eldri borgara á lóð nr. 25-27 við Sléttuveg.

Erindi fylgir greinargerð um hljóðvist dags. 28. mars 2018 og brunahönnun dags. 26. mars 2018.

Mhl. 02 stærðir:

A-rými:  7.263,2 ferm., 25.373,9 rúmm.

B-rými:  422,1 ferm., 1.453,0 rúmm.

Erindi fylgir greinargerð um hljóðvist dags. 28.03.2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

49.    Sogavegur 73-75     (01.811.201) 107823    Mál nr. BN054554

S73-77 ehf., Borgartúni 24, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN052684, um er að ræða breytt útlit glugga og svala á fjölbýlishúsi á lóð nr. 73-75 við Sogaveg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

50.    Sogavegur 77     (01.811.202) 186150    Mál nr. BN054553

S73-77 ehf., Borgartúni 24, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN052837, um er að ræða breytt útlit glugga og svala á fjölbýlishúsi á lóð nr. 77 við Sogaveg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

51.    Stuðlasel 2     (04.923.101) 112606    Mál nr. BN054475

Guðjón Sigurðsson, Stuðlasel 2, 109 Reykjavík

Hallfríður Reynisdóttir, Stuðlasel 2, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta sambýli í einbýli, koma fyrir nýjum útgangi á norðurhlið og einangra og klæða að utan hús á lóð nr. 2 við Stuðlasel.

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 25. apríl. 2018 fylgir

Bréf frá hönnuði fylgir erindi dags. 5. apríl 2018.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

52.    Suðurlandsbraut 14     (01.263.101) 103522    Mál nr. BN054413

Reginn atvinnuhúsnæði ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að skipta þriðju hæð í tvö sjálfstæð skrifstofurými með eigin flóttaleiðum og sameiginlegu flóttasvæði sem eru svalir sem byggðar verða á suðurhlið húss á lóð nr. 14 við Suðurlandsbraut.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

53.    Sundagarðar 8     (01.335.402) 103909    Mál nr. BN054379

Brimgarðar ehf., Sundagörðum 10, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og tengja gólfniðurfall við olíuskilju í húsinu á lóð nr. 8 við Sundagarða.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Lagfæra skráningu.

54.    Tómasarhagi 16     (01.553.207) 106552    Mál nr. BN054601

Ína Dögg Eyþórsdóttir, Tómasarhagi 16, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að víxla herbergi og eldhúsi og gera gat í vegg milli nýs eldhúss og stofu á 1. hæð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 16 við Tómasarhaga. 

Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 24. apríl 2018 og samþykki  meðeigenda dags. 29. apríl 2018.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

55.    Tryggvagata 22     (01.140.004) 100816    Mál nr. BN054564

Starri Hauksson, Laugavegur 76a, 101 Reykjavík

Sótt er um breytingu á erindi BN053426 sem felst í tilfærslu á útblástursröri frá háfi í húsi á lóð nr. 22 við Tryggvagötu.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

56.    Urðarbrunnur 130-132     (50.544.04) 205805    Mál nr. BN054647

Bjarg íbúðafélag hses., Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir aðstöðusköpun og jarðvinnu fyrir fjölbýlishús á lóð nr. 130-134 við Urðarbrunn sbr. BN054333.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

57.    Úlfarsbraut 114     (02.698.508) 205752    Mál nr. BN054639

Kjalarland ehf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík

Sótt er um breytingu á erindi BN051378 sem felst í því að brunamerking á vegg í geymslum í bílakjallara hefur verið leiðrétt í húsi á lóð nr. 114 við Úlfarsbraut.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Ýmis mál

58.    Frostafold 14     (02.857.505) 110130    Mál nr. BN054485

Birgir Másson, Frostafold 14, 112 Reykjavík

Tilkynnt er um framkvæmd sem felst í því að breyta hitakerfi og setja hita í gólf íbúðar 0801 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 14 við Frostafold.

Gjald kr. 11.000

Afgreitt.

Sækja þarf um byggingarleyfi sbr. gr. 2.3.5 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Fyrirspurnir

59.    Drápuhlíð 26     (01.713.001) 107212    Mál nr. BN054552

Sturlaugur Þór Halldórsson, Eskihlíð 8, 105 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að færa eldhús yfir í annan helming íbúðar á fyrstu hæð í húsi á lóð nr. 26 við Drápuhlíð.

Skissa sem sýnir hvernig þetta á að vera.

Afgreitt.

Með vísan til svars á athugarsemdarblaði.

60.    Flétturimi 9     (02.584.302) 109527    Mál nr. BN054617

Þórarinn Árni Hafdal Hávarðsson, Flétturimi 11, 112 Reykjavík

Spurt er hvað kostnaður er frá hendi byggingafulltrúa að fá samþykkt svalalokanir á fjölbýlishúsið nr. 9  á lóð nr. 9-15 við Flétturima.

Afgreitt.

Með vísan til svars á athugarsemdarblaði.

61.    Freyjugata 47     (01.194.306) 102556    Mál nr. BN054480

Gunnhildur Gróa Jónsdóttir, Freyjugata 47, 101 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að endurnýja erindi sem samþykkt var 14. ágúst 1986 þar sem sótt var leyfi til að breyta þaki með því að setja kvisti og svalir á húsið á lóð nr.47 við Freyjugötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 4. maí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. maí 2018.

Neikvætt.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 4. maí 2018.

62.    Skipholt 15     (01.242.211) 103037    Mál nr. BN054615

Anna Sigurjónsdóttir, Skipholt 15, 105 Reykjavík

Valgeir Már Levy, Skipholt 15, 105 Reykjavík

Spurt er hvort sækja þurfi um byggingaleyfi fyrir því að færa eldhús inn í þvottaherbergi og rífa þvottahúsveggi í íbúð 0101 í húsi á lóð nr. 15 við Skipholt.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum. Sækja þarf um byggingarleyfi.

63.    Vesturgata 59     (01.133.108) 100227    Mál nr. BN054607

Kristján Bjarki Purkhús, Bakkasel 12, 109 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að gera tvo glugga á vesturhlið  á lóðarmörk nr. 61 á  hús á lóð nr. 59 við Vesturgötu.

Neikvætt.

Með vísan til umsagnar slökkviliðs höfuðborgarsvæðis á athugarsemdarblaði.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 14:45

Harri Ormarsson

Nikulás Úlfar Másson    Óskar Torfi Þorvaldsson

Sigrún Reynisdóttir    Sigríður Maack

Jón Hafberg Björnsson    Harpa Cilia Ingólfsdóttir

Olga Hrund Sverrisdóttir