No translated content text
Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2018, miðvikudaginn 2.maí kl. 9:09, var haldinn 229. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Ráðssal. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Torfi Hjartarson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Sigurborg Ó Haraldsdóttir, Halldór Halldórsson, Áslaug María Friðriksdóttir, Ingvar Jónsson áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Þorsteinn Hermannsson, Oddrún Helga Oddsdóttir og Marta Grettisdóttir. Starfsfólk skrifstofu umhverfisgæða hjá umhverfis- og skipulagssviði sitja fundinn, eftir atvikum undir liðum 1-16. Starfsfólk skrifstofu samgöngustjóra, borgarhönnunar hjá umhverfis- og skipulagssviði sitja fundinn undir liðum 17 og 18. Fjármálastjóri og skrifstofustjóri skrifstofu framkvæmda og viðhalds sitja fundinn undir liðum 24 og 25.
Fundarritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:
(E) Umhverfis- og samgöngumál
1. SORPA bs., fundargerð Mál nr. US130002
Lögð fram fundargerð SORPU bs. nr. 389 frá 25. apríl 2018.
2. Skógræktarfélags Reykjavíkur,, Ársskýrsla Mál nr. US180095
Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur kynnir ársskýrslu félagsins árið 2017 dags í maí 2018.
Jóhannes Benediktsson form. og Helgi Gíslason framkv.stj. taka sæti á fundinum undir þessum lið.
3. Skiltaverkefni í Heiðmörk,, kynning Mál nr. US180096
Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur kynnir verkefni Verkfræðistofunnar Eflu dags. 12. febrúar 2018 varðandi upplýsingaskilti í Heiðmörk
Jóhannes Benediktsson form. og Helgi Gíslason fram.kv.stj taka sæti á fundinum undir þessum lið.
4. Esjustígur, kynning Mál nr. US180097
Kynnt minnisblað Verkfræðistofunnar Eflu dags. 29. apríl 2018, staða verkefnisins kynnt og hvað er framundan.
Jóhannes Benediktsson form. og Helgi Gíslason fram.kv.stj taka sæti á fundinum undir þessum lið.
5. Vinnuskólinn sumarið 2018 – 8. bekkur og fjölbreyttari störf, kynning Mál nr. US180098
Skólastjóri Vinnuskólans segir frá breytingum á starfi Vinnuskólans sumarið 2018, 8. bekk og fjölbreyttari störfum.
Magnús Arnar Sveinbjörnsson skólastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
6. Skógræktarstefna, kynning Mál nr. US180099
Kynnt næstu skref, verkáætlun varðandi skógræktarstefnu Reykjavíkur. Einnig er lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 2. maí 2018.
Umhverfis- og skipulagssviði falið að hefja samræður við Skógræktarfélag Reykjavíkur um sameiginleg verkefni í samræmi við niðurstöður stýrihópsins þar sem hagsmunir gætu farið saman og í framhaldi mögulegt samkomulag um slík verkefni.
Þórólfur Jónsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
7. Græna netið, kynning Mál nr. US180100
Kynnt staða á vinnu starfshóps um Græna netið um stöðumat og næstu skref.
Umhverfis- og skipulagssviði falið að gera tímasetta innleiðingaráætlun með kostnaðarmati.
Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
8. Loftslagsmál, Loftlagstölfræði Mál nr. US180101
Kynning á loftslagstölfræði sem er hluti af grænu bókhaldi borgarinnar sem var samþykkt í borgarráði 22. febrúar 2018. Einnig kynning á mismunandi aðferðafræði kolefnisbindingar sem kemur fram í grænu bókhaldi umhverfis- og skipulagssviðs 2016.
Hrönn Hrafnsdóttir sérfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið
9. Aðgerðaáætlun um aðlögun að loftslagsbreytingum, kynning Mál nr. US180116
Kynning á aðgerðaráætlun til aðlögunar að loftslagsbreytingum sem var samþykkt í borgarráði 21. desember 2017.
Hrönn Hrafnsdóttir sérfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið
10. Grenndarstöðvar innan Reykjavíkur, kynning Mál nr. US180102
Endurgerð stöðva árið 2018, þjónusta stöðvanna og magn endurvinnsluefna
Eygerður Margrétardóttir deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
11. Spilliefni, kynning Mál nr. US180103
Fyrirhuguð söfnun spilliefna við heimili í Reykjavík, kynning
Eygerður Margrétardóttir deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
12. Gróður á opnum svæðum, kynning Mál nr. US180110
Kynntar áherslur í umhirðu grænna svæða í Reykjavík.
Fulltrúi Eflu, Magnús Bjarklind, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
13. Viðburðadagskrá Grasagarðsins,, kynning Mál nr. US180105
Kynnt starfsemi Grasagarðsins og viðburðadagskrá 2018
Fulltrúar Grasagarðsins, Hjörtur Þorbjörnsson og Björk Þorleifsdóttir, taka sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 11:37 víkur Áslaug María Friðriksdóttir af fundi, Herdís Anna Þorvaldsdóttir tekur sæti á fundinum á sama tíma.
- Kl.12:45 víkur Halldór Halldórsson af fundi. Þá var einnig búið að fjalla um lið nr. 20 dagskránni „Fossvogsbrú“
14. Líffræðilegur fjölbreytileiki, kynning Mál nr. US180104
Kynning á stöðu aðgerðaáætlunar stefnu Reykjavíkur um líffræðilega fjölbreytni. Lögð fram aðgerðaáætlun um líffræðilega fjölbreytni dagsett 4. mars 2017 og stefna Reykjavíkur um líffræðilega fjölbreytni.
Kynnt.
Snorri Snorrason verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
15. Sláttusvæðin - aðgerðir 2018, kynning Mál nr. US180106
Kynntar tillögur að svæðum sem hætt verði að slá.
Þórólfur Jónsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
16. Votlendi, endurheimt Mál nr. US180091
Lagt fram bréf votlendissjóð dags. 23. apríl 2018 þar sem óskað er eftir stuðningi Reykjavíkurborgar við fyrirhugaða endurheimt votlendis í Úlfarsárdal. Einnig er lagt fram minnisblað varðandi endurheimt votlendis móttekið 24. apríl 2018 og tillaga umhverfis- og skipulagsvið , skrifstofu umhverfisgæða dags. 23. apríl 2018.
Tillaga umhverfis- og skipulagsvið, skrifstofu umhverfisgæða dags. 23. apríl 2018 samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
17. Sundlaugar, inngangar Mál nr. US180113
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, borgarhönnun dags. 30. apríl 2018 varðandi hönnun að nýjum setbekkjum og torgyfirbragði við innganga að sundlaugum borgarinnar.
Samþykkt
Edda Ívarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
18. Útilistaverk/ Hjólið, Mál nr. US180114
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, borgarhönnun dags. 30. apríl 2018 varðandi kynningu á verkefninu Hjólið sem er samstarf Myndhöggvarafélagsins, Reykjavíkurborgar og Listahátíðar. Ætlunin er á næstu árum að myndhöggvarar staðsetji verk í námunda við hjólastíga í borginni. Verkefnið er svipað því sem var við strandlengjuna á sínum tíma og tókst vel til. Að þessu sinni er tekið fyrir Grensás/Háaleiti/Múlar.
Samþykkt
Edda Ívarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(A) Skipulagsmál
19. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerðir Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 27. apríl 2018.
20. Fossvogur brú, deiliskipulag (01.8) Mál nr. SN160764
Lögð fram til kynningar tillaga á vinnslustigi að nýju deiliskipulagi ásamt greinargerð dags. 30. apríl 2018 vegna lagningu brúar yfir Fossvog. Tillagan gerir ráð fyrir lagningu vegar fyrir almenningssamgöngur, hjólastígs og göngustígs, sem tengir saman Reykjavík og Kópavog yfir Fossvog. Tillagan gerir einnig ráð fyrir landfyllingu undir sitthvorum brúarendanum. Einnig lagt fram minnisblað EFLU dags. 26. apríl 2018.
Tillaga á vinnslustigi dags. 30. apríl 2018 send eftirtöldum til kynningar.
Borgarsögusafn, .Fiskistofu, Háskólans í Reykjavík, Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, Isavia/Reykjavíkurflugvöllur, Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur, Landssamtaka hjólreiðarmanna, Minjastofnunar Íslands, Náttúrufræðistofu Kópavogs, Náttúrufræðistofnunar Íslands, Samgöngustofu, Samtaka Sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu (SSH), Samtaka um bíllausan lífstíl, Skipulagsstofnunar, Slökkviliðiðsins á Höfuðborgarsvæðinu, Strætó BS, Umhverfisstofnunar, Vegagerðarinnar(siglingasvið) og Veitna.
Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri og fulltrúar Alta Þóra Kjarval og Hrafnhildur Brynjólfsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
21. Austurheiðar, skipulagslýsing (04.4) Mál nr. SN170877
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju skipulagslýsing umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa dags. 14. febrúar 2018 vegna deiliskipulags fyrir Austurheiðar, útivistarsvæði. Kynning stóð til og með 12. apríl 2018. Lagðar fram umsagnir Skipulagsstofnunar, dags. 21. mars 2018, Vegagerðarinnar, dags. 16. apríl 2018, Náttúrufræðistofnunar Íslands, dags. 16. apríl 2018, Mosfellsbæjar, dags. 16. apríl 2018 og Minjastofnunar dags. 26. apríl 2018,
Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
22.
Njarðargata 25 og Urðarstígur 15, breyting á deiliskipulagi (01.186.5) Mál nr. SN170893
Mondo ehf, Sjafnargötu 5, 101 Reykjavík
Arkitektar Laugavegi 164 ehf, Laugavegi 164, 105 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Arkitekta Laugavegi 164 ehf. f.h. Mondo ehf. mótt. 4. desember 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi Nönnugötureits vegna lóðanna nr. 25 við Njarðargötu og 15 við Urðarstíg. Í breytingunni felst m.a. að sameina lóðirnar í eina lóð fyrir fjöleignarhús, fjölga íbúðum í samtals allt að 7 íbúðir með sameiginlegu þvottahúsi, hjóla- og vagnageymslu, rífa núverandi stigahús (útbyggingar) beggja húsa og byggja nýtt sameiginlegt stigahús í viðbyggingu á garðhlið, hækka húsin umfram það sem er samþykkt í gildandi deiliskipulagi o.fl., samkvæmt uppdr. Arkitekta Laugavegi 164 ehf. dags. 4. desember 2017. Tillagan var auglýst frá 12. febrúar 2018 til og með 26. mars 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Hilda Birgisdóttir, dags. 19. mars 2018, Catharine Fulton dags. 20. mars 2018, Georg Heide Gunnarsson dags. 21. mars 2018, Rannveig Gylfadóttir og Haukur Friðþjófsson dags. 21. mars 2018, Sjöfn Sigurgísladóttir og Stefán J. Sveinsson f.h. Landás ehf. dags. 22. mars 2018, Hugrún Árnadóttir dags. 23. mars 2018, Kjartan Kjartansson, dags. 23. mars 2018, Sveinbjörn Pálsson dags. 23. mars 2018, Hulda Guðmundsdóttir dags. 23. mars 2018, Dögg Ármannsdóttir og börn, dags. 23. mars 2018, Elísabet Brekkan og Þorvaldur Friðriksson dags. 24. mars 2018, Margrét Harðardóttir, Steve Christer, Kalman Christer, Salómon Christer og Rán Christer dags. 24. mars 2018, Harpa Njáls og Guðrún Helga Pálsdóttir dags. 24. mars 2018, Drífa Ármannsdóttir dags. 25. mars 2018, Sigrún Hólmgeirsdóttir dags. 25. mars 2018, Olgeir Skúli Sverrisson, Sigurrós Hermannsdóttir og Bragi Leifur Hauksson dags. 25. mars 2018, Helena W Óladóttir, Theodór Welding, Þorbjörg Anna Gísladóttir og Málfríður Guðmundsdóttir dags. 25. mars 2018, Orri Páll Jóhannsson og Jóhannes Elmar Jóhannesson Lange dags. 25. mars 2018, Halla Margrét Árnadóttir f.h. íbúðar 301 á Nönnugötu 16 og Jón Arnar Árnason f.h. íbúðar 201 á Nönnugötu 16 dags. 26. mars 2018 Jósef Halldórsson dags. 26. mars 2018 og Aðalsteinn Jörundsson dags. 26. mars 2018.
Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 14:04 víkur Heiða Björg Hilmisdóttir af fundi.
23. Klapparstígur 29, breyting á skilmálum deiliskipulags Brynjureits (01.172.0) Mál nr. SN170536
Yrki arkitektar ehf, Hverfisgötu 76, 101 Reykjavík
KS 29 ehf., Hlíðasmára 4, 201 Kópavogur
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Yrki arkitekta ehf., dags. 27. júní 2017, varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Brynjureits vegna lóðar nr. 29 við Klapparstíg. Í breytingunni felst að heimilað er að hafa veitingastað í flokki II á jarðhæð Klapparstígs 29, samkvæmt tillögu Yrki arkitekta ehf., dags. 27. júní 2017. Tillagan var grenndarkynnt frá 10. júlí 2017 til og með 7. ágúst 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sigurður Örn Hilmarsson f.h. Klapparhorns ehf. og Réttar - Aðalsteinsson & Partners ehf., dags. 4. ágúst 2017. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. ágúst 2017. Tillagan var grenndarkynnt frá 22. mars 2018 til og með 19. apríl 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Réttur f.h. Volta ehf., Önnu Áslaugar R. Ragnar-Hoffmann og Hvanna ehf., eigenda 2-4 hæðar Klapparstígs 29, dags. 12. apríl 2018 og Réttur f.h. Klapparhorns og Réttar - Aðalsteinsson & Partners ehf. 18. apríl 2018. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. apríl 2018.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 27. apríl 2018.
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir víkur af fundi við afgreiðslu málsins.
Jón Kjartan Ágústson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
24. Vesturlandsvegur-Hallar, breytingu á skilmálum deiliskipulags (04.301.2) Mál nr. SN180095
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags 16. febrúar 2018 að breytingu á skilmálum deiliskipulags Vesturlandsvegar-Hallar. Í breytingunni felst að endurskoða/breyta bílastæðaskilmálum fyrir svæðið. tillagnar var grenndarkynnt frá 22. febrúar 2018 til og með 22.mars 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ólafur Páll Snorrason fh. H 38 ehf. dags. 13. mars 2018. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. apríl 2018.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 27. apríl 2018.
Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(D) Ýmis mál
25. Umhverfis- og skipulagssvið, ársuppgjör 2017 Mál nr. US180115
Lagðar fram og kynntar greinargerðir vegna ársuppgjörs 2017 umhverfis- og skipulagssviðs fyrir árið 2017, ásamt verkstöðuskýrslu nýframkvæmda fyrir árið 2017.
Hreinn Ólafsson fjármálastjóri og Ámundi v. Brynjólfsson skrifstofustjóri sitja fundinn undir þessum lið.
26. Umhverfis- og skipulagssvið, innkaupaskýrsla (USK2015020003) Mál nr. US130045
Lagt fram yfirlit yfir viðskipti umhverfis- og skipulagssviðs við innkaupadeild í mars 2018.
27. Framtíðarsýn hverfisráða til 2021, tillaga Mál nr. US180094
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. apríl 2018 vegna samþykktar borgarstjórnar frá 17. apríl 2018 að vísa aðgerðum 3-10 í tillögu um framtíðarsýn hverfisráða 2021 til umsagnar fagsviða Reykjavíkurborgar.
Vísað til meðferðar hjá skrifstofu sviðsstjóra.
28. Hraunteigur 3, kæra 61/2018 (01.360.2) Mál nr. SN180317
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 26. apríl 2018 ásamt kæru dags. 24. apríl 2018 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 8. febrúar sl. um að veita byggingaleyfi til að byggja steinsteypt tveggja hæða einbýlishús með sambyggðri bílageymslu á lóð nr. 3 við Hraunteig. Í kæru er einnig gerð krafa um stöðvun framkvæmda. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 26. apríl 2018.
29. Hlíðarendi 2, Kæra 24/2018, umsögn (01.629.8) Mál nr. SN180113
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 19. febrúar 2018 ásamt kæru dags. 16. febrúar 2018 þar sem kærð er ákvörðun borgarráðs Reykjavikur, dags. 21. desember 2017, um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 2 við Hlíðarenda og að framkvæmdir á grundvelli deiliskipulagsbreytingarinnar verði stöðvaðar meðan málið er til meðferðar hjá úrskurðarnefndinni. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 21. febrúar 2018 um stöðvun framkvæmda. Jafnframt er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 25. apríl 2018.
30. Eikjuvogur 27, kæra 54/2018, umsögn (01.470.5) Mál nr. SN180276
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 13. apríl 2018 ásamt kæru dags. 11. apríl 2018 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 27 við Eikjuvog. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 23. apríl 2018 um stöðvun framkvæmda. Jafnframt er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 25. apríl 2018.
31. Grensásvegur 16A og Síðumúli 37-39, kæra 44/2018, umsögn, úrskurður (01.295.4) Mál nr. SN180264
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 16. mars 2018 ásamt kæru dags. 13. mars 2018 þar sem kærð eru byggingarleyfi fyrir Grensásveg 16A, útgefin 8. janúar og 14. febrúar 2018. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 4. apríl 2018. Jafnframt er lagður fram úrskurður umhverfis- og auðlindamála frá 25. apríl 2018. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 14:50
Fundargerðin lesin yfir og undirrituð
Hjálmar Sveinsson
Magnea Guðmundsdóttir Torfi Hjartarson
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Herdís Anna Þorvaldsdóttir