Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2018, miðvikudaginn 11 apríl kl. 9:07 var haldinn 226.  fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Kerhólum. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Torfi Hjartarson, Stefán Benediktsson, Sigurborg Ó Haraldsdóttir, Halldór Halldórsson, Herdís Anna Þorvaldsdóttir og Ingvar Jónsson áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson ,Björn Axelsson,  Nikulás Úlfar Másson, Þorsteinn Hermannsson, Oddrún Helga Oddsdóttir, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson  og Marta Grettisdóttir. Starfsfólk skipulagsstjóra og samgöngudeildar hjá umhverfis- og skipulagssviði sitja fundinn undir liðum 1-18. Fundarritari er Erna Hrönn Geirsdóttir.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1.    Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerðir         Mál nr. SN010070

Lagðar fram fundargerðir embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 23. mars  og 6. apríl 2018.

2.    Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, Borgarlína, breyting vegna Borgarlínu         Mál nr. SN170150

Samtök sveitarfél höfuðborgarsv, Hamraborg 9, 200 Kópavogur

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 6. mars 2018 varðandi lokaafgreiðslu á breytingu á svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins 2040 þar sem skilgreindir eru samgöngu- og þróunarásar fyrir Borgarlínu. Einnig er lögð fram samþykkt tillaga að breytingu á svæðisskipulagi dags. í mars 2018, umhverfisskýrsla VSÓ ráðgjafar dags. í mars 2018, innkomnar athugasemdir og ábendingar við auglýsta tillögu að svæðisskipulagsbreytingu dags. í febrúar 2018, viðbrögð við athugasemdum, dags. í febrúar 2018 og umsögn Skipulagsstofnunar, dags. 21. nóvember 2017.

Samþykkt með þeim breytingum sem gerðar voru á tillögunni að lokinni auglýsingu, sbr. 25. gr. 2. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010.. 

Vísað til borgarráðs

Hrafnkell Proppé svæðisskipulagsstjóri kynnir. 

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri situr fundinn undir þessum lið. 

3.    Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Laugavegur-Skipholt, reitur 25, breyting á aðalskipulagi, verklýsing     (01.242)    Mál nr. SN170715

Að lokinni kynningu er lögð fram drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs dags. í febrúar 2018 að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 fyrir Laugaveg-Skipholt (reitur 25). Í breytingunni felst aukning byggingarmagns og breyttar heimildir um fjölda íbúða. Kynning stóð til og með 22. mars 2018. Eftirtaldir sendu umsagnir: Bláskógarbyggð dags. 7. mars 2018, Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 12. mars 2018 og Garðabær dags. 13. mars 2018. Einnig er lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. í apríl 2018 að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 fyrir Laugaveg-Skipholt (reitur 25).

Samþykkt í auglýsingu samkvæmt 1. mgr. 36.gr. sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs. 

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir víkur af fundi undir þessum lið. 

4.    Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Hraunbær-Bæjarháls, breyting á aðalskipulagi, breytt landnotkun og fjölgun íbúða         Mál nr. SN160849

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. í desember 2017 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sem felst í breytingu á landnotkun og fjölgun íbúða við Hraunbæ-Bæjarháls. Tillagan var auglýst frá 30. janúar 2018 til og með 13. mars 2018. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Veitur dags. 12. mars 2018. Einnig er lagt fram bréf Garðabæjar dags. 4. desember 2017 og bréf Seltjarnarnesbæjar dags. 22. desember 2017 þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við tillöguna. Jafnframt er lögð fram uppfærð  tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, síðast breytt í apríl 2018  að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030.

Samþykkt, uppfærð tillaga dags. í apríl 2018, sbr. 1. og 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga. 

Vísað í borgarráð

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

5.    Reitur 1.174.3, Grettisgata frá Barónsstíg að Snorrabraut, breyting á skilmálum deiliskipulags     (01.174.3)    Mál nr. SN180226

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á skilmálum reits 1.174.3. Í breytingunni felst að koma megi fyrir svölum á suðurhlið húsanna, samkvæmt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs dags. 23. mars 2018.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

6.    Hraunbær-Bæjarháls, nýtt deiliskipulag         Mál nr. SN160847

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Hraunbæ-Bæjarháls við Tunguháls sem felst í breytingu á hagnýtingu lóðarinnar úr opnu svæði í íbúðarbyggð og fjölgun íbúða, samkvæmt deiliskipulagsuppdráttum A2F Arkitekta, dags. 12. október 2017 síðast breytt 23. mars 2018. Einnig er lögð fram hljóðvistarskýrsla Eflu, dags. 29. september 2017. Tillagan var auglýst frá 30. janúar 2018 til og með 13. mars 2018. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir: Ágústa Erlingsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Bjarnveig I. Sigurbjörnsdóttir, Gunnar J. Gunnarsson og Róbert Örn Jónsson f.h. Húsfélagsins Hraunbær 144, dags. 12. mars 2018 og Veitur dags. 12. mars 2018.  Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. mars 2018.

Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. mars 2018. 

Vísað til borgarráðs. 

Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

7.    Sléttuvegur 25-27, breyting á deiliskipulagi     (01.793.1)    Mál nr. SN180222

Ölduvör ehf., Brúnavegi Hrafnista, 104 Reykjavík

Lögð fram umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 22. mars 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Sléttuvegar vegna lóðarinnar nr. 25-27 við Sléttuveg. Í breytingunni felst lækkun á gólfkóta, samkvæmt tillögu THG Arkitekta ehf. dags. 21. mars 2018.

Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs. 

Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

8.    Háskólinn í Reykjavík, breyting á deiliskipulagi     (01.751)    Mál nr. SN180215

Háskólinn í Reykjavík ehf., Menntavegi 1, 101 Reykjavík

Hákon Örn Arnþórsson, Hamravík 22, 112 Reykjavík

Lögð fram umsókn Hákonar Arnar Arnþórssonar dags. 20. mars 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskólans í Reykjavík. Í breytingunni felst fjölgun íbúða úr 390 í allt að 415, hækkun hæða randbyggðar til vesturs og suðurs um eina hæð að hluta, breytingu á byggingareit randbyggðar til norðurs á reit B til samræmis við reiti A og C, breytingu á byggingareit reitar D, niðurfellingu leikskóla af reit D ásamt breytingu á bílastæðakröfu í samræmi við viðmið aðalskipulags um bílastæði fyrir námsmannaíbúðir og niðurfellingu bílakjallara sem og ákvæða um leiðbeinandi legu sorpgáma., samkvæmt uppdr. Kanon arkitekta ehf. dags. 20. mars 2018. Einnig er lögð fram greinargerð og skilmálar Kanon arkitekta ehf. dags. í mars 2018, minnisblað Kanon arkitekta ehf. dags. 16. mars 2018 og minnisblað EFLU um hljóðvist dags. 20. mars 2018. 

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

9.    Einholt-Þverholt, breyting á deiliskipulagi     (01.244.3)    Mál nr. SN180098

Búseti húsnæðissamvinnufélag, Síðumúla 10, 108 Reykjavík

Lögð fram umsókn Búseta dags. 15. febrúar 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Einholts-Þverholts. Í breytingunni felst að kvöð um gönguleið að Þverholti nyrst á reit E (lóð nr. 15 við Þverholt) er felld niður, samkvæmt uppdr. Grímu arkitekta ehf. dags. 15. febrúar 2018. 

Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs. 

Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

10.    Stekkjarbakki Þ73, nýtt deiliskipulag     (04.6)    Mál nr. SN160907

Lögð er fram tillaga Landslags ehf. dags. 19. febrúar 2018 að deiliskipulagi fyrir Stekkjarbakka Þ73. Í tillögunni eru skilgreindar nýjar lóðir, byggingareitir og hámarks byggingarmagn á svæðinu. Sýndar eru nýjar aðkomur inn á svæðið og fjöldi bílastæða skilgreint.

Samþykkt að kynna tillöguna fyrir Hollvinasamtökum Elliðaársdals og hverfisráðum í Breiðholti og Árbæ. 

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri og fulltrúar Landslags Þráinn Hauksson og Gísli Rafn Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

(B) Byggingarmál

11.    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð         Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 967 frá 27. mars 2018 og fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 968 frá 10. apríl 2018.

12.    Laugavegur 55, Breyting á erindi BN051430     (01.173.020)    Mál nr. BN054219

L55 ehf., Síðumúla 29, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051430, um er að ræða að herbergjum og morgunverðarsal á 1. hæð er víxlað, hús verður einangrað að innan, hætt við útskot í herbergjum, byggt tæknirými á 5. hæð og útliti húss breytt, í gististað í flokki V, teg. hótel fyrir 104 gesti í húsi á lóð nr. 55 við Laugaveg.

Erindi fylgir bréf hönnuða dags. 1. mars 2018.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. mars 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skiplagsfulltrúa dags. 23. mars 2018.

Gjald kr. 11.000

Kynnt. 

(C) Fyrirspurnir

13.    Kennaraháskóli Íslands, reitur 1.254, (fsp) breyting á þakhalla, bílgeymslu og svölum     (01.254)    Mál nr. SN180171

Byggingarsamvinnufélagið Samtök, Síðumúla 29, 108 Reykjavík

Arkþing ehf., Bolholti 8, 105 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Sigurðar Hallgrímssonar dags. 8. mars 2018 um stækkun svala fyrir utan húslínu úr 100 cm. í 160 cm., falla frá kröfu um hallandi vegg beggja megin á hæstu húsunum og hækka gólf í kjallara og þar af leiðandi hækka yfirborð í inngarði sem því nemur, samkvæmt tillögu Arkþings ehf. 8. mars 2018. 

Frestað.

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri og Sigurður Hallgrímsson arkitekt taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

14.    Vínlandsleið 1, (fsp) breyting á notkun     (04.111.4)    Mál nr. SN180117

VSÓ Ráðgjöf ehf., Borgartúni 20, 105 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn VSÓ ráðgjafar ehf. dags. 20. febrúar 2018 ásamt greinargerð VSÓ dags. nóvember 2017 um að breyta notkun hússins á lóð nr. 1 við Vínlandsleið úr byggingarvöruverslun í matvöruverslun. Einnig er lögð fram ásamt umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 4. apríl 2018.

Neikvætt með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 4. apríl 2018.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

15.    Öskjuhlíð/Nauthólsvík, (fsp) afmörkun lóðar     (01.76)    Mál nr. SN180157

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Kanon arkitektar ehf, Laugavegi 26, 101 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Þorkels Magnússonar dags. 6. mars 2018 ásamt greinargerð dags. 5. mars 2018 varðandi afmörkun lóðar fyrir skóla Hjallastefnunnar í jaðri Öskjuhlíðar við Nauthólsvík. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 5. mars 2018.  Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. apríl 2018.

Neikvætt með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 10. apríl 2018.

(E) Umhverfis- og samgöngumál

16.    Umferðaröryggismál, vástaðir 2018 (USK2018030045)         Mál nr. US180066

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur og borgarhönnun, dags. 21. mars 2018 varðandi umferðaröryggismál í Reykjavík árið 2018. 

Gangbraut á Ægisgötu við Pétursbúð, gangbraut á Reykjahlíð við Eskihlíð, 30 km hámarkshraði í Óslandi, 30 km hámarksraði í Ísleifsgötu, Döllugötu, Gissurargötu og Haukdælabraut er samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

Bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur og borgarhönnun, dags. 21. mars 2018 samþykkt. 

Vísað til borgarráðs

Stefán Finnsson yfirverkfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

17.    Haðarstígur, verkhönnun         Mál nr. US180061

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu borgarhönnunar dags. 21. mars 2018 þar sem óskað er heimildar til verkhönnunar og gerðar útboðsgagna á Haðarstíg í samræmi við neðangreinda tillögu. 

Samþykkt.

Edda Ívarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

Sigurborg Ó. Haraldsdóttir vék af fundi undir þessum lið. 

18.    Aðgengi fyrir alla að hleðslustöðvum rafbíla, bókun ferlinefndar R17100372 (USK2017100037)         Mál nr. US180069

Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu dags. 28. mars 2018 vegna eftirfarandi bókunar frá fundi ferlinefndar fatlaðs fólks þann 22. mars 2018: "Uppsetning hleðslustöðva fyrir rafbíla í borgarlandi er mikilvægt verkefni. Við val á staðsetningum stæðanna er mikilvægt að huga að aðgengi allra að þeim og tryggja þannig að minnsta kosti hluti stæðanna nýtist fólki með auknar aðgengisþarfir. Ferlinefnd harmar að af þeim 58 hleðslustæðum sem unnið er að uppsetningu í borgarlandinu skuli einungis eitt þeirra vera aðgengilegt hreyfihömluðum og sérstaklega merkt þannig." Einnig er lagt fram svarbréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða dags. 10. apríl 2018.

Kynnt.

Guðmundur B. Friðriksson skrifstofustjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið

(D) Ýmis mál

19.    Umhverfis-og skipulagssvið, fjárhagsáætlun 2019-2023         Mál nr. US180073

Kynntar skuldbindingar og áhættur Umhverfis- og skipulagssviðs 2019-2023.

Frestað.

20.    Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup         Mál nr. US130118

Lagt fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í janúar 2018.

21.    Klapparstígur 19, Veghúsastígur 1, bréf     (01.152.4)    Mál nr. SN180213

Ottó ehf., Klettagörðum 23, 104 Reykjavík

Lagt fram bréf Ottós ehf. dags. 14. mars 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skuggahverfis vegna lóðarinnar nr. 19 við Klapparstíg og nr. 1 við Veghúsastíg.

Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs. 

22.    Samþykkt um skilti í lögsögu Reykjavíkur,          Mál nr. SN170096

Kynnt drög starfshóps varðandi samþykkt um  skilti í lögsögu Reykjavíkur dags. 6. apríl 2018 ásamt korti. Einnig er lögð fram skýrsla Lisku, dags. í apríl 2018.

Kynnt. 

Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri og Bergþóra Góa Kvaran arkitekt fulltrúi Lisku taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

23.    Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, stórbílastæði við Seljabraut - R18040035  (USK2016060066)         Mál nr. US180071

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 5. apríl 2018 vegna samþykktar borgarráðs s.d. um að vísa svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs "Lagt er til að stórbílastæði við Seljabraut verði lagt niður þar sem íbúar hafa ítrekað kvartað yfir ónæði og óþrifum vegna þess. Um leið verði því breytt í almennt bifreiðastæði fyrir íbúa enda er mikill skortur á bílastæðum í hverfinu.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra. 

24.    Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, úrbætur á göngutengslum við Sléttuveg         Mál nr. US180072

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 5. apríl 2018 vegna samþykktar borgarráðs s.d. um að vísa svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs: "Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Kjartan Magnússon og Halldór Halldórsson, leggja til að úrbætur verði gerðar á göngutengslum við Sléttuveg í því skyni að auðvelda íbúum við götuna, ekki síst þeim sem eiga erfitt með gang eða nota hjólastóla, að komast á milli húsa og um hverfið. Leitast verði við að tengja saman gangstéttir og göngustíga milli húsa, t.d. Sléttuveg 15-17, svo íbúar þeirra komist hjá því að þurfa að fara eftir götunni þegar þeir fara fótgangandi eða á hjólastól milli húsa. Þá verði úrbætur gerðar á gangstéttarbrúnum í hverfinu og fláum fjölgað í því skyni að auðvelda fólki í hjólastólum að komast leiðar sinnar. Við undirbúning framkvæmda skal samráð haft við öll húsfélög við Sléttuveg og þeim gefinn kostur á að skila ábendingum um hvaða framkvæmdir séu æskilegar svo áðurnefndum markmiðum verði náð."

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa. 

25.    Fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, útskot fyrir strætó         Mál nr. US180047

Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina: "Er það stefna borgarinnar að hafa ekki útskot fyrir strætó á götum þar sem hámarkshraði er 30 kílómetrar á klukkustund." Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra dags. 22. mars 2018. 

26.    Hólmasel 2, kæra 47/2018     (04.937.7)    Mál nr. SN180217

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 20. mars 2018 ásamt kæru dags. 18. mars 2018 þar sem kærð er synjun byggingarfulltrúa frá 20. febrúar 2018 á byggingarleyfi fyrir Hólmasel 2.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra. 

27.    Klapparstígur 29, kæra 48/2018     (01.172.0)    Mál nr. SN180218

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 20. mars 2018 ásamt kæru dags. 19. mars 2018 þar sem kærð er breyting á skilmálum deiliskipulags Brynjureits vegna lóðar nr. 29 við Klapparstíg sem felst í að heimilt er að vera með veitingastað í flokki ll á jarðhæð hússins. 

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra. 

28.    Dunhagi 18-20, kæra 29/2018, umsögn     (01.545.1)    Mál nr. SN180130

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 26. febrúar 2018 ásamt kæru dags. 26. febrúar 2018 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 9. janúar 2018, útgáfa byggingarleyfis til D18 ehf., vegna framkvæmda að Dunhaga 18-20. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 23. mars 2018.

29.    Dunhagi 18-20, kæra 30/2018,umsögn     (01.545.1)    Mál nr. SN180137

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 28. febrúar 2018 ásamt kæru dags. 26. febrúar 2018 þar sem kært er byggingarleyfi fyrir Dunhaga 18-20. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 23. mars 2018.

30.    Dunhagi 18-20, kæra 31/2018,umsögn     (01.545.1)    Mál nr. SN180138

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 28. febrúar 2018 ásamt kæru dags. 25. febrúar 2018 þar sem kært er byggingarleyfi fyrir Dunhaga 18-20. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 23. mars 2018.

31.    Kvosin, Landsímareitur, Kæra 22/2018, umsögn     (01.140.4)    Mál nr. SN180111

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 14. febrúar 2018 ásamt kæru dags. 13. febrúar 2018 þar sem kærð er ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur þann 8. nóvember sl. um breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar, Landsímareits. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 19. febrúar 2018 um stöðvun framkvæmda og umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 28. mars 2018.

32.    Kvosin, Landsímareitur, Kæra 21/2018, umsögn     (01.140.4)    Mál nr. SN180110

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 14. febrúar 2018 ásamt kæru dags. 13. febrúar 2018 þar sem kærð er ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur þann 8. nóvember sl. um breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar, Landsímareits. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 19. febrúar 2018 um stöðvun framkvæmda og umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 28. mars 2018.

33.    Grensásvegur 16A og Síðumúli 37-39, kæra 44/2018, umsögn     (01.295.4)    Mál nr. SN180264

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 16. mars 2018 ásamt kæru dags. 13. mars 2018 þar sem kærð eru byggingarleyfi fyrir Grensásveg 16A, útgefin 8. janúar og 14. febrúar 2018. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 4. apríl 2018.

34.    Vegamótastígur 7 og 9, kæra 115/2017, úrskurður     (01.171.5)    Mál nr. SN170782

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 6. október 2017, ásamt kæru þar sem kært er takmarkað byggingarleyfi vegna framkvæmda við Vegamótastíg 7-9. Einnig er lagður fram úrskurður umhverfis- og auðlindamála frá 28. mars 2018. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 13. september 2017 um að samþykkja takmarkað byggingarleyfi vegna lóðanna Vegamótastígs 7 og 9. Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 24. október 2017, sem staðfest var í borgarráði 2. nóvember s.á., um að samþykkja byggingarleyfi fyrir fimm hæða steinsteyptu húsi á lóðunum Vegamótastíg 7-9.

35.    Gamla höfnin - Vesturbugt, breyting á deiliskipulagi svæði 5 og 6     (01.0)    Mál nr. SN170555

Yrki arkitektar ehf, Hverfisgötu 76, 101 Reykjavík

Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 15. mars 2018 varðandi samþykki borgarráðs s.d. um tillögu á breytingu á deiliskipulagi Vesturbugtar svæði 5 og 6. 

36.    Hlíðarendi, breyting á deiliskipulagi     (01.62)    Mál nr. SN180097

ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 15. mars 2018 varðandi samþykki borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda. 

37.    Hallarmúli 2, breyting á deiliskipulagi     (01.261.1)    Mál nr. SN170870

Yrki arkitektar ehf, Hverfisgötu 76, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 15. mars 2018 varðandi samþykki borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Suðurlandsbrautar 2 vegna lóðarinnar nr. 2 við Hallarmúla.

38.    Skeifan, rammaskipulag     (01.46)    Mál nr. SN160020

Kanon arkitektar ehf, Laugavegi 26, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 15. mars 2018 varðandi samþykki borgarráðs s.d. á tillögu að rammaskipulagi fyrir Skeifuna.

39.    Frakkastígur - Skúlagata, breyting á deiliskipulagi     (01.15)    Mál nr. SN140664

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. mars 2018 vegna samþykktar borgarstjórnar frá 20. mars 2018 á breytingu á deiliskipulagi fyrir hluta Skúlagötusvæðis. Um er að ræða tæplega 1 hektara svæði sem nær yfir óbyggða lóð á horni Skúlagötu og Frakkastígs og óbyggt borgarland milli Skúlagötu og Sæbrautar.

40.    Reitur 1.174.0 Landsbankareitur, breyting á deiliskipulagi vegna lóðanna nr. 88A, 90 og 92A við Hverfisgötu     (01.174.0)    Mál nr. SN170739

Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík

T.ark Arkitektar ehf., Brautarholti 6, 105 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. mars 2018 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á umsögn skipulagsfulltrúa við bréfi Skipulagsstofnunar vegna birtingar deiliskipulags í B-deild Stjórnartíðinda vegna reits 1.174.0, Landsbankareits.

41.    Óðinstorg reitur 1.181.0, breyting á deiliskipulagi     (01.18)    Mál nr. SN180124

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. mars 2018 vegna samþykktar borgarstjórnar frá 20. mars 2018 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir reit 1.181.0. 

42.    Suður Mjódd, breyting á deiliskipulagi     (04.91)    Mál nr. SN180140

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. mars 2018 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Suður Mjóddar.

43.    Vesturlandsvegur, nýtt deiliskipulag         Mál nr. SN160742

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. mars 2018 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Vesturlandsveg.

44.    Kjalarnes, Grundarhverfi, breyting á deiliskipulagi         Mál nr. SN180201

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. mars 2018 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Grundarhverfis á Kjalarnesi.

45.    Kjalarnes, Árvellir, breyting á deiliskipulagi         Mál nr. SN180197

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. mars 2018 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Árvalla á Kjalarnesi.

46.    Kjalarnes, Vallá, breyting á deiliskipulagi         Mál nr. SN180200

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. mars 2018 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vallá á Kjalarnesi.

47.    Kjalarnes, Saltvík, breyting á deiliskipulagi         Mál nr. SN180198

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. mars 2018 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Saltvíkur á Kjalarnesi.

48.    Kjalarnes, Skrauthólar, breyting á deiliskipulagi     (33.2)    Mál nr. SN180199

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. mars 2018 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skrauthóla á Kjalarnesi.

49.    Kjalarnes, Mógilsá, breyting á deiliskipulagi     (34.2)    Mál nr. SN180203

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. mars 2018 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Mógilsár Kollafjarðar á Kjalarnesi.

50.    Skólavörðustígur 36, breyting á deiliskipulagi     (01.181.4)    Mál nr. SN170465

Arwen Holdings ehf., Seljavegi 2, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 5. apríl 2018 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi reits 1.181.4, Lokastígsreits 4, vegna lóðarinnar nr. 36 við Skólavörðustíg.

51.    Blikastaðavegur 2-8, breyting á deiliskipulagi     (02.4)    Mál nr. SN180147

Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík

Korputorg ehf., Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 5. apríl 2018 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 2-8 við Blikastaðaveg. Borgarráð lagði fram eftirfarandi bókun: "Borgarráð tekur undir bókun umhverfis- og skipulagsráðs í málinu og minnir lóðarhafa við Blikastaðaveg 2-8 á gildandi skilmála deiliskipulags lóðarinnar þess efnis að hlutfall gróðurþekju skal vera að minnsta kosti 5% af flatarmáli bílastæða og að koma skuli fyrir trjágróðri við gangstíga milli bílastæða að byggingu. Lóðarhafi skal einnig sjá um uppbyggingu og rekstur sjö metra breiðs gróðurbeltis á milli Vesturlandsvegar og lóðar."

Fundi slitið kl. 14:20

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð 

Hjálmar Sveinsson 

Magnea Guðmundsdóttir    Stefán Benediktsson 

Torfi Hjartarson    Sigurborg Ósk Haraldsdóttir

Halldór Halldórsson    Herdís Anna Þorvaldsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2018, þriðjudaginn 27. mars kl. 10:10 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 967. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Harpa Cilia Ingólfsdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Olga Hrund Sverrisdóttir, Erna Hrönn Geirsdóttir, Óskar Torfi Þorvaldsson, Sigrún Reynisdóttir, Harpa Cilia Ingólfsdóttir og Jón Hafberg Björnsson.

Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1.    Álfheimar 74     (01.434.301) 105290    Mál nr. BN054197

LF2 ehf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta austurhluta 6. hæðar og innrétta rannsóknarstofur og koma fyrir auka loftræstingu sem kemur út um loftristar í glugga í húsi á lóð nr. 74 við Álfheima.

Bréf frá hönnuði sem lýsir breytingum dags. 8. febrúar 2018, tölvupóstur dags. 17. janúar 2018 og minnisblað um loftræsingu dags. 26. febrúar 2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

2.    Barónsstígur 47     (01.193.101) 102532    Mál nr. BN054082

Álftavatn ehf., Pósthólf 4108, 124 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi á hluta 2. hæðar og fjölga gestum um 42 í gististað í flokki lV - tegund b, stærra gistiheimili, á lóð nr. 47 við Barónsstíg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

3.    Bergstaðastræti 45     (01.184.401) 102065    Mál nr. BN053111

Bergstaðastræti 45,húsfélag, Bergstaðastræti 45, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja svalir á norðurhlið húss á lóð nr. 45 við Bergstaðastræti .

Samþykki meðlóðarhafa fylgir erindinu dags. 15. mars 2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.

Vísað til uppdrátta 01, 02, 03 dags. 14. mars 2018.

4.    Bíldshöfði 4-6     (04.059.303) 110570    Mál nr. BN054323

Brimborg ehf., Bíldshöfða 6, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja upp álgluggakerfi á suðurhlið 1. hæðar og byggja vindfang og til að breyta innra skipulagi í sýningarsal Brimborgar á lóð nr. 4-6 við Bíldshöfða.

Stækkun:  86,8 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

5.    Bíldshöfði 9     (04.062.001) 110629    Mál nr. BN054410

Opus fasteignafélag ehf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindum BN052079 (heilsugæsla 2.h.), BN052828 (verslun suðurenda) og BN053491(verslun norðurenda) sem felast í breytingum á innra fyrirkomulagi sem átt hafa sér stað á framkvæmdatíma í húsi á lóð nr. 9 við Bíldshöfða.

Bréf arkitekts dags. 21.03.2018 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

6.    Bíldshöfði 14     (04.064.102) 110670    Mál nr. BN054324

Barki ehf, Pósthólf 335, 202 Kópavogur

Sótt er um leyfi fyrir teikningum sem sýna áður gerðar innri breytingar og áður gert milliloft í rými 0102 með aðgengi frá  0103 og 0104 vegna gerðar  eignaskiptayfirlýsingar í húsi á lóð nr. 14 við Bíldshöfða.

Milliloft:  168,6 ferm. 

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

7.    Blönduhlíð 28-30     (01.713.109) 107242    Mál nr. BN054327

Sveinn Rúnar Benediktsson, Blönduhlíð 30, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypta hjóla- og bílageymslu ásamt því að steypa 30 cm háan stoðvegg meðfram lóðarmörkum að götu við hús á lóð nr. 30 við Blönduhlíð.

Erindi fylgir bréf umsækjanda dags. 5. mars 2018, samþykki lóðarhafa Blönduhlíðar 28 ódagsett og umsögn SRU dags. 22. mars 2018.

Stærð: xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.

Vísað til uppdrátta 2x nr. 1901 dags. 26. febrúar 2018.

8.    Drápuhlíð 9     (01.702.217) 107061    Mál nr. BN054108

Elvar Örn Arason, Drápuhlíð 9, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja bílskúr við fjölbýlishús á lóð nr. 9 við Drápuhlíð.

Erindi fylgir samþykki meðeigenda áritað á uppdrátt.

Stærð:  32,2 ferm., 99,3 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.

Vísað til uppdrátta nr. 10-00 dags. 19. mars 2017.

9.    Elliðabraut 4-6     (04.772.301) 195949    Mál nr. BN054252

Þingvangur ehf., Bergstaðastræti 73, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja fjögur sambyggð fjölbýlishús með inngörðum, 83 íbúðir á fjórum hæðum og sameiginlegum bílakjallara á lóð nr. 4-6 við Elliðabraut.

Erindi fylgir greinargerð um hljóðvist dags. 20. febrúar 2018, greinargerð um ábyrgðarsvið hönnuða dags. 20. febrúar og greinargerð um brunahönnun dags. 20. febrúar 2018.

Stærð, A-rými:  9.331,2 ferm., 29.036,3 rúmm.

B-rými:  1.324,0 ferm., 4.170,8 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

10.    Elliðabraut 12-16     (04.772.701) 204802    Mál nr. BN054250

Mótx ehf., Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja þrjú fjölbýlishús, fjórar hæðir með 57 íbúðum á bílakjallara fyrir 44 bíla á lóð nr. 12 við Elliðabraut.

Erindi fylgir greinargerð um brunahönnun frá Eflu dags. 13. febrúar 2018.

Stærð mhl. 01, A-rými:  2.232,2 ferm., 6.697 rúmm.

B-rými:  237 ferm., 693,5 rúmm.

Mhl. 02, A-rými:  2.181,9 ferm., 6.878,4 rúmm.

B-rými:  237 ferm.,  693,5 rúmm.

Mhl. 03, A-rými:  2.232,2 ferm., 6.997 rúmm.

B-rými:  237 ferm., 693,5 rúmm.

Mhl. 04, bílgeymsla, A-rými:  1.123,4 ferm., 3.448,9 rúmm.

Samtals A-rými:  7.769,7 ferm., 24.321,2 rúmm.

B-rými:  711 ferm., 2.080,5 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

11.    Fiskislóð 3     (01.089.502) 197244    Mál nr. BN054163

Samkaup hf., Krossmóa 4, 260 Njarðvík

Sótt er um leyfi til að skipta verslunarrými og innrétta apótek, koma fyrir nýjum inngangi á suðvesturhlið og nýrri hurð á suðurhlið fyrir starfsfólk og vörumóttöku í húsi á lóð nr. 3 við Fiskislóð.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

12.    Fiskislóð 43     (01.086.603) 209699    Mál nr. BN054300

F43 ehf., Borgartúni 24, 105 Reykjavík

Sótt erum leyfi til að byggja sérhæft sýningarhús til kynningar og fræðslu með veitingastað í flokki ?, teg. kaffihús og minjagripaverslun, hluti A er stálgrindarhús og hluti B staðsteypt á lóð nr. 43 við Fiskislóð.

Stærð, A-rými:  2.405,1 ferm., 14.867,5 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

13.    Framnesvegur 40     (01.133.413) 100291    Mál nr. BN054343

Framnesvegur ehf., Krókamýri 56, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN052832, um er að ræða lagfærða skráningu fjölbýlishúss á lóð nr. 40 við Framnesveg.

Gjald kr. 11.000+11.000

Frestað.

Lagfæra skráningu.

14.    Framnesvegur 42     (01.133.414) 100292    Mál nr. BN054344

Framnesvegur ehf., Krókamýri 56, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN052831, um er að ræða lagfærða skráningu fjölbýlishúss á lóð nr. 42 við Framnesveg.

Gjald kr. 11.000+11.000

Frestað.

Lagfæra skráningu.

15.    Fylkisvegur 6     (04.364.101) 111277    Mál nr. BN054345

Íþróttafélagið Fylkir, Fylkisvegi 6, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja einnar hæðar tæknigeymslu, mhl. 06, sem þjóna mun gervigrasvelli á lóð nr. 6 við Fylkisveg.

Stærð: 36,0 ferm., 116,3 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

16.    Garðsendi 3     (01.824.403) 108422    Mál nr. BN054362

Garðsendi fasteignafélag ehf., Garðsenda 3, 108 Reykjavík

Valdimar Kristinsson, Garðsendi 3, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu til suðurs og klæða efstu hæð með málmklæðningu í húsi á lóð nr. 3 við Garðsenda.

Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. febrúar 2018.

Stækkun: 72,3 ferm., 354,3 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.Vísað til athugasemda.

17.    Gerðarbrunnur 40-42     (05.056.304) 206059    Mál nr. BN054287

Óðalhús ehf., Sifjarbrunni 1, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt parhús með innbyggðum bílgeymslum, einangrað og klætt að utan með málmklæðningu á lóð nr. 40-42 við Gerðarbrunn.

Erindi fylgir bréf frá hönnuði varðandi athugasemdir og skipulagsskilmála ódagsett.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. mars 2018 fylgir erindinu.

Stærð mhl. 01, A-rými:  233,2 ferm., 731,3 rúmm.

Stærð mhl. 02, A-rými:  233,2 ferm., 731,3 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

18.    Grensásvegur 8-10     (01.295.305) 103846    Mál nr. BN053886

E - fasteignafélag ehf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir svölum og flóttastiga á suðvesturgafli og svölum á norðausturgafli, koma fyrir þakgluggum og innrétta gististað í flokki II, teg. b fyrir 74 gesti á 2., 3. og 4. hæð húss á lóð nr. 8-10 við Grensásveg.

Erindi fylgir samþykki meðeiganda í húsi dags. 28. nóvember 2017, hljóðvistargreinargerð dags. 1. febrúar 2018 og minnisblað um lagnaleiðir dags. 21. mars 2018.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. janúar 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. janúar 2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.

Vísað til uppdrátta 1.1-01, 1.1-02, 1.1-03, 1.1-04 dags. 28. nóvember 2017, síðast breytt 22. mars 2018.

19.    Grettisgata 2A     (01.182.101) 101818    Mál nr. BN054112

G2A ehf., Lundi 90, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að gera flóttasvalir og björgunarop á framhlið ásamt því að breyta innra fyrirkomulagi á 4. hæð núverandi gististaðar í húsi á lóð nr. 2A við Grettisgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. mars 2018 fylgir erindinu.

Erindi var grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum að Grettisgötu 2 og 7, Klapparstíg 37, 38, 40, 42 og 44 frá 21. febrúar 2018 til og með 21. mars 2018.

Engar athugasemdir bárust.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

20.    Gylfaflöt 10-12     (02.578.601) 224864    Mál nr. BN054293

Reir ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053470 þannig að settur verður kjallari undir bygginguna á lóð nr. 10-12 við Gylfaflöt.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. mars 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. mars 2018.

Nýr varmatapsútreikningur dags. 27. febrúar 2018 fylgir erindi.

Stækkun vegna kjallara er: 1.258,2 ferm., XX rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

21.    Hafnarstræti 19     (01.118.503) 100099    Mál nr. BN054351

Suðurhús ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík

Sótt er um breytingar á erindi BN048059 sem felst í breytingum í hreyfisal í kjallara og á hurðum á hæðum auk þess sem sótt er um leyfi til að gera sameiginlegt sorpskýli fyrir reitinn í húsi á lóð nr. 19 við Hafnarstræti.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

22.    Hagamelur 34     (01.540.317) 106310    Mál nr. BN054243

Kjartan Ingvarsson, Hagamelur 34, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurnýja og dýpka svalir á suðurhlið fjölbýlishúss á lóð nr. 34 við Hagamel.

Erindi fylgir samþykki eigenda 0001, 0101 og 0201 í Hagamel 34 og eigenda 0201 með fyrirvara og 0301 á Hagamel 36.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

Samþykki allra meðeigenda þarf að liggja fyrir afgreiðslu erindis.

23.    Hagamelur 36     (01.540.316) 106309    Mál nr. BN054405

Aðalheiður Jónsdóttir, Hagamelur 36, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurnýja og dýpka svalir á suðurhlið fjölbýlishúss á lóð nr. 36 við Hagamel.

Erindi fylgir samþykki eigenda 0001, 0101 og 0201 í Hagamel 34 og eigenda 0201 með fyrirvara og 0301 á Hagamel 36.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

Samþykki allra meðeigenda þarf að liggja fyrir afgreiðslu erindis.

24.    Hagatorg 1     (01.55-.-97) 106504    Mál nr. BN054298

Bændahöllin ehf., Hagatorgi 1, 107 Reykjavík

Sótt er um breytingu á erindi BN052807 sem felst í því að aðalinngangur er færður til fyrra horfs, hringhurð komið fyrir á austur hlið, nýbygging minnkuð, innra skipulagi breytt og Sunnusalur tekinn til notkunar fyrir hótelið ásamt því að þakglugga heilsuræktar er breytt og loftútkast fært, í húsi á lóð nr. 1 við Hagatorg.

Minnkun: 72,0 ferm., 204,3 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

25.    Hamarsgerði 6     (01.830.014) 108466    Mál nr. BN054171

Davíð Þór Einarsson, Hamarsgerði 6, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tvo kvisti á suðurhlið einbýlishúss á lóð nr. 6 við Hamarsgerði.

Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. desember 2018.

Stækkun:  8,6 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. 

26.    Haukahlíð 1     (01.629.102) 221262    Mál nr. BN054251

Hlíðarfótur ehf., Síðumúla 28, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða bílgeymslu, mhl.01, fyrir fjölbýlishús með 191 íbúð á reit F á lóð nr. 1 við Haukahlíð.

Stærð, B-rými:  5.928,3 ferm., 18.055 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. 

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

27.    Haukahlíð 5     (01.629.602) 221261    Mál nr. BN054342

Frostaskjól ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN054053, um er að ræða breytt fyrirkomulag íbúða á 5. hæð og komið fyrir reyk/loftræsirörum úr bílakjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 5 við Haukahlíð.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

28.    Haukahlíð 5  (Hlíðarendi 20-26)     (01.629.602) 221261    Mál nr. BN054382

Frostaskjól ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja fimm hæða fjölbýlishús með 15 íbúðum, mhl. 06, á lóð nr. 5 við Haukahlíð.

Erindi fylgir brunahönnun frá Mannvit dags. 6. mars 2018.

Mhl. 06, A-rými:  1.714,3 ferm., 5.397,5 rúmm.,

B-rými:  103,6 ferm.

A- og B-rými, samtals:  1.817,9 ferm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

29.    Haukdælabraut 1     (05.113.801) 214783    Mál nr. BN054268

Kjartan Lilliendahl, Viðarás 14, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús, einangrað að utan, pússað og málað með innbyggðri tvöfaldri bílgeymslu og aukaíbúð á neðri hæð á lóð nr. 1 við Haukdælabraut.

Erindi fylgir samþykki lóðarhafa Haukdælabrautar 3 dags. 16. mars 2018.

Stærð, A-rými:  380 ferm., 1.282,5 rúmm.

B-rými:  56,2 ferm., 144,7 rúmm.

Gjald kr. 11.000+11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

30.    Hestháls 14     (04.321.801) 111032    Mál nr. BN054354

Strætó bs, Pósthólf 9140, 129 Reykjavík

Eignasjóður Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja upp hleðslugám og spennistöð til að hlaða nýja strætóbíla á lóð nr. 14 við Hestháls.

Stærð: xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

31.    Hraunbær 103A     (04.331.103) 225258    Mál nr. BN054430

Dverghamrar ehf., Lækjarbergi 46, 221 Hafnarfjörður

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir aðstöðusköpun og jarðvinnu fyrir fjölbýlishús á lóð nr. 103A við Hraunbæ sbr. BN053670.

Erindi fylgir bréf dags. 20. mars 2018 með rökstuðningi ásamt áætlun

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

32.    Hraunbær 62-100     (04.335.201) 111079    Mál nr. BN054326

Guðmundur Hrafn Pálsson, Hraunbær 76, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir breytingum á aðalteikningum og skráningartöflu vegna breytinga á eignamörkum og gerðar eignaskiptayfirlýsingar í húsi á lóð nr. 76 við Hraunbæ.

Samþykki meðeigenda dags. 07.02.2018 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Lagfæra skráningu.

33.    Hrefnugata 1     (01.247.206) 103357    Mál nr. BN054334

Hermann Hermann Hermannsson, Hrefnugata 1, 105 Reykjavík

Sótt erum leyfi til að færa eldhús yfir í dagstofu íbúðar á 1. hæð í húsi á lóð nr. 1 við Hrefnugötu.

Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 14. mars 2018, áritað á uppdrátt.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. 

34.    Hrísateigur 23     (01.346.108) 104077    Mál nr. BN054355

Synaptik ehf., Skipasundi 14, 104 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri íbúð í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 23 við Hrísateig.

Erindi fylgir brunavirðing dags. 12. maí 1944.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

35.    Hverfisgata 78     (01.173.011) 101501    Mál nr. BN054376

RR fasteignir ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík

Sótt er um breytingar á erindi BN053160 sem felast í breytingum á innra fyrirkomulagi í mhl.01 þar sem gistirýmum er fækkað úr níu í sex, komið fyrir nýrri lyftu og kjallari nýttur sem starfsmannarými og stoðrými í húsi á lóð nr. 78 við Hverfisgötu.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

36.    Hörpugata 14     (01.635.706) 106697    Mál nr. BN053987

Gísli Másson, Hörpugata 14, 101 Reykjavík

Freyja Hreinsdóttir, Hörpugata 14, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir breytingum á erindi BN045635 þar sem tröppum og handriði frá verönd er breytt v/lokaúttektar í húsi á lóð nr. 14 við Hörpugötu.

Bréf frá hönnuði dags. 18. desember 2017 fylgir.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

37.    Klapparstígur 29     (01.172.015) 101437    Mál nr. BN054283

Barbræður ehf., Vallarbraut 8, 170 Seltjarnarnes

KS 28 ehf., Hlíðasmára 4, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II tegund F fyrir 120 gesti í rými 0101 í húsi á lóð nr. 29 við Klapparstíg. 

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 26. febrúar 2018, bréf frá eiganda rýmis 0101 um samþykki dags. 8. mars 2018, tölvupóstur frá lögfræðingi eiganda íbúða 0201, 0301 og 0401 um mótmæli þeirra dags. 15. mars 2018 og bréf frá skrifstofu sviðsstjóra dags. 8. janúar 2018 fylgja erindi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

38.    Krosshamrar 5     (02.294.703) 109074    Mál nr. BN054266

Sæmundur Gunnarsson, Krosshamrar 5, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN46533 þar sem gerð er grein fyrir skjólvegg  á norðurhlið, heitum potti og breytingum í eldhúsi í íbúð 0101 vegna lokaúttektar á húsi á lóð nr. 5 við Krosshamra.

Samþykki meðlóðar hafa á teikningum

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

39.    Langirimi 21-23     (02.546.803) 175689    Mál nr. BN054308

Apartments and rooms ehf., Háaleitisbraut 43, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN049329/BN048435 vegna lokaúttektar í gistiheimili á lóð nr. 21-23 við Langarima.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

40.    Laugav 22/Klappars 33     (01.172.201) 101456    Mál nr. BN054212

Kíkí queer bar ehf., Laugavegi 22, 101 Reykjavík

Átt-kaup ehf, Stekkjarseli 9, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN045549, um er að ræða breytingar á innra skipulagi v/lokaúttektar í veitingahúsi í fl. III, teg. skemmtistað á Laugavegi 22 á lóðinni Laugav 22/Klappars 33.

Erindi fylgir samantekt um hljóðvist á Laugavegi 22.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

41.    Laugavegur 18     (01.171.501) 101417    Mál nr. BN054225

Kaupangur fasteignafélag ehf., Laugavegi 18, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og útbúa nýja flóttaleið með því að opna tímabundið yfir lóðamörk að hóteli á lóðum nr. 7 og 9 við Vegamótastíg í húsi á lóð nr. 18 við Laugaveg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

42.    Laugavegur 32B     (01.172.214) 101469    Mál nr. BN054223

Lantan ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051542, um er að ræða að innrétta starfsmannaaðstöðu og þjónusturými á 1. hæð og hótelherbergi á efri hæðum sem munu tilheyra Sandhotel þannig að herbergjum fjölgar í 78 á lóð nr. 32B við Laugaveg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

43.    Laugavegur 34B     (01.172.217) 101472    Mál nr. BN054222

Lantan ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051408, um er að ræða að breyta innra skipulagi og hætt við flóttastiga á norðurhluta húss sem er hluti Sandhotel á lóð nr. 34B við Laugaveg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

44.    Laugavegur 42     (01.172.223) 101478    Mál nr. BN054309

Ísbúðin Valdís ehf., Grandagarði 21, 101 Reykjavík

Kebab ehf., Grensásvegi 3, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og innrétta ísbúð með rými fyrir 30 gesti, færa milliloft og innrétta starfsmannaaðstöðu í húsi á lóð nr. 42 við Laugaveg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

45.    Laugavegur 55     (01.173.020) 101507    Mál nr. BN054219

L55 ehf., Síðumúla 29, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051430, um er að ræða að herbergjum og morgunverðarsal á 1. hæð er víxlað, hús verður einangrað að innan, hætt við útskot í herbergjum, byggt tæknirými á 5. hæð og útliti húss breytt, í gististað í flokki V, teg. hótel fyrir 104 gesti í húsi á lóð nr. 55 við Laugaveg.

Erindi fylgir bréf hönnuða dags. 1. mars 2018.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. mars 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skiplagsfulltrúa dags. 23. mars 2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

Erindi vísað til fagrýnihóps til umsagnar.

46.    Laugavegur 58B     (01.173.114) 101531    Mál nr. BN054368

Svava Magdalena Arnarsdóttir, Laugavegur 58b, 101 Reykjavík

París ehf., Laugavegi 58a, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi í gististað í húsi á lóð nr. 58B við Laugaveg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

47.    Laugavegur 71     (01.174.024) 101571    Mál nr. BN054296

Fiskistígur ehf., Borgartúni 29, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta verslunar rými 0001 og 0101 í nuddstofu eins og sýnt er á teikningum af húsi á lóð nr. 71 við Laugaveg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

48.    Leifsgata 12     (01.195.205) 102597    Mál nr. BN054361

Þórhildur Briem, Hrólfsskálavör 13, 170 Seltjarnarnes

Sótt er um leyfi til að byggja svalir á garðhlið og breyta glugga í tvöfalda svalahurð í íbúð 0101 ásamt því að breyta útitröppum að sameiginlegum inngangi í kjallara í húsi á lóð nr. 12 við Leifsgötu.

Samþykki meðlóðarhafa og eigenda á lóð nr. 14 dags. 06.03.2018 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

49.    Lindargata 58     (01.153.205) 101102    Mál nr. BN054353

Sigrún J Oddsdóttir, Kópavogsbraut 77, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja svalir á rými 0102 og breyta skráningu rýma 0002 og 0102 úr geymslu í íbúð í húsi á lóð nr. 58 við Lindargötu.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

50.    Lækjargata 12     (01.141.203) 100897    Mál nr. BN054237

Íslandshótel hf., Sigtúni 38, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja fimm hæða 103 herbergja hótel, endurgerð Vonarstrætis 4 þar sem verða innréttuð 15 herbergi og bílakjallara undir nýbyggingu fyrir 20 bíla á lóð nr. 12 við Lækjargötu.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

51.    Mýrargata 31     (01.130.226) 223067    Mál nr. BN054339

Arwen Holdings ehf., Seljavegi 2, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í veitingastað í húsi á lóð nr. 31 við Mýrargötu.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

52.    Njarðargata 43     (01.186.606) 102302    Mál nr. BN054076

Sigurður Már Hilmarsson, Suðurmýri 32, 170 Seltjarnarnes

Sótt er um leyfi til að gera svalir á bakhlið á 2. og 3. hæð og bæta brunavarnir í húsi á lóð nr. 43 við Njarðargötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. mars 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. mars 2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

53.    Njarðargata 45     (01.186.605) 102301    Mál nr. BN054075

Spur ehf, Freyjugötu 24, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til gera gististað í flokki ? - tegund ? fyrir 16 manns ásamt því að gera svalir á bakhlið á 2. og 3. hæð og bæta brunavarnir í húsi á lóð nr. 45 við Njarðargötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. mars 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. mars 2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

54.    Njálsgata 84     (01.191.108) 102494    Mál nr. BN053395

Jón Kaldal, Njálsgata 84, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta vinnustofu í bílskúr, byggja við hana hjóla- og vagnageymslu og sorpgeymslu á lóð nr. 84 við Njálsgötu.

Samþykki meðeigenda fylgir dags. 9. og 13. júlí 2017.

Tölvupóstur frá umsækjanda vegna skipti á hönnuði og tölvupóstur frá hönnuði vegna stækkunar.

Stækkun mhl. 02 er : 11,1 ferm.,  27,8 rúmm.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. október 2017 fylgir erindinu. Erindi var grenndarkynnt frá 1. september 2017 til og með 29. september 2017 fyrir hagsmunaaðilum að Njálsgötu 82, 86, Snorrabraut 48, 50, 52, Bergþórugötu 59, 61. Engar athugasemdir bárust.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. 

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

55.    Síðumúli 23     (01.295.105) 103837    Mál nr. BN054378

Blaðamannafélag Íslands, Síðumúla 23, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi 3. hæðar þannig að breytt er fyrirkomulagi salerna og þeim fjölgað um eitt og útbúnir eru tveir fundarsalir með opnanlegum skilveggjum sem gefur möguleika á samnýtingu fundasala og komið er fyrir fellistiga á ? hlið á  húsinu á lóð nr. 23 við Síðumúla. 

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

56.    Skipholt 1     (01.241.206) 103024    Mál nr. BN054340

Skipholt ehf., Starhaga 4, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja 4. hæð ofaná og 5. hæð yfir hluta húss, sameina í einn matshluta og innrétta gististað í flokki IV, teg. hótel, með 78 herbergjum fyrir 156 gesti, byggja flóttastiga á austasta hluta lóðar, innrétta verslunarrými á 1. hæð austan undirgangs og veitingastað í vesturhluta 1. hæðar verslunar- og skrifstofuhúss á lóð nr. 1 við Skipholt.

Erindi fylgir greinargerð um bílastæði dags. 6. mars 2018, greinargerð um burðarvirki frá Lotu ódagsett, samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar v/staðsetningar flóttastiga dags. 4. og 5. mars 2018 og greinargerð hönnuðar um breytingar frá fyrra erindi dags. 6. mars 2018.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. mars 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skiplagsfulltrúa dags. 23. mars 2018.

Jafnframt er erindi BN051113 fellt úr gildi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

57.    Skógarhlíð 20     (01.705.903) 107115    Mál nr. BN054021

Stofnun múslima á Íslandi ses., Pósthólf 8964, 128 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja súlu á suðaustur hluta lóðar nr. 20 við Skógahlíð.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. febrúar 2018 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. febrúar 2018.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. mars 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. mars 2018.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

58.    Skógarsel 12     (04.918.001) 112546    Mál nr. BN052266

Íþróttafélag Reykjavíkur, Skógarseli 12, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja aðstöðu- og geymsluhúsnæði fyrir íþróttafélag á lóð nr. 12 við Skógarsel.

Stærð: A-rými 430,6 ferm., 1760,1 rúmm. B-rými 59,2 ferm., 230,6 rúmm.

Bréf arkitekts dags. 17.01.2017 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

59.    Skólavörðustígur 21     (01.182.244) 101896    Mál nr. BN053718

Fjóla Magnúsdóttir, Efstaleiti 12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta glugga í hurð á suðurhlið hússins á lóð nr. 21 við Skólavörðustíg.

Jákvæð fyrirspurn dags. 23. febrúar 2016, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 9. nóvember 2017 og samþykki meðeigenda dags. 29. apríl 2016 fylgja erindi. Samþykki frá Njálsgötu 21 og 21A um umgengnisrétt um lóð að sorpi. Umsögn frá SRU dags. 14. desember 2017 fylgir.

Tölvupóstur frá hönnuði þar sem hann fer fram á að skráningartafla verði fjarlægð dags. 23. mars. 2018.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

60.    Skúlagata 17     (01.154.102) 174222    Mál nr. BN054388

Reitir - skrifstofur ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja sorpgerði inn í grasmön á austurgafli núverandi húss. Einnig er sótt um leyfi til að setja upp lofræsirör frá veitingastað upp fyrir mæni lægra hússins á lóð nr. 17 við Skúlagötu.

Stærðir: xx

Gjald kr. 11.000.-

Frestað.

Vísað til athugasemda.

61.    Suðurlandsbraut 22     (01.264.101) 103529    Mál nr. BN054352

Lyfjaver ehf., Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN036943 þannig að komið er fyrir útljósi í anddyri austanmegin, rennihurð í anddyri annarrar hæðar, fyrirkomulag í rými 0102 er leiðrétt, lager uppfærður, bætt við útljósum og leiðrétt byggingarlýsing húss á lóð nr. 22 við Suðurlandsbraut.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

62.    Tjarnargata 16     (01.141.303) 100907    Mál nr. BN054375

Ragnar Kjartansson, Tjarnargata 16, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir nýjum svölum út frá eldhúsi 1. hæðar og tröppum frá þeim niður í garð á lóð nr. 16 við Tjarnargötu.

Stækkun: 8,8 m2, xx,x m3

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

63.    Tunguháls 8     (04.342.101) 179593    Mál nr. BN054381

Opus fasteignafélag ehf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053604 þannig að hús er hækkað um 70 cm, innra skipulagi og útliti breytt í húsi á lóð nr. 8 við Tunguháls.

Stækkun vegna hækkunar er:  XX rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

64.    Týsgata 4     (01.181.009) 101732    Mál nr. BN054312

Almenna C slhf., Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja svalir á 1. og 2. hæð, breyta gluggum í hurðir út á svalir og sótt um leyfi fyrir gististað í flokki II í þremur íbúðum í húsi á lóð nr. 4 við Týsgötu.

Bréf frá skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 21. september 2018 og leyfisbréf um rekstrarleyfi fl. II dags. 19. mars 2018 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000 

Frestað.

Vísað til athugasemda.

65.    Urðarbrunnur 130-134     (05.054.103) 206139    Mál nr. BN054333

Bjarg íbúðafélag hses., Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja fjögurra hæða fjölbýlishús, 47 íbúðir, með kjallara undir hluta húss á lóð nr. 130-134 við Urðarbrunn.

Stærð, A-rými:  3.942,2 ferm.,   11.696,5 rúmm.

B-rými:  317,8 ferm., 838,75 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. 

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

66.    Vallarstræti 4     (01.140.416) 100857    Mál nr. BN053963

Lindarvatn ehf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurbæta og byggja viðbyggingu á bakhlið friðaðs húss, innrétta verslun á 1. hæð og íbúðir á efri hæðum, spennistöð, stiga- og lyftuhús sem tengist Thorvaldsenstræti 2 í viðbyggingu, gerð grein fyrir áður gerðum kjallara og hann stækkaður og gerð aðkoma að hóteli á Landsímareit í húsi á lóð nr. 4 við Vallarstræti.

Jafnframt er erindi BN047440 fellt úr gildi.

Erindi fylgja umsagnir Minjastofnunar Íslands dags. 2. janúar, 7. mars og 19. mars 2018.

Stækkun:  276,2 ferm.

Eftir stækkun, A-rými:  864,8 ferm.,  2.961,1 rúmm.

B-rými:  67,8 ferm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Lagfæra skráningu.

67.    Vegamótastígur 7     (01.171.509) 205361    Mál nr. BN054220

Reir ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053531, um er að ræða að breyta innra skipulagi til að opna tímabundið yfir lóðamörk að Laugavegi 18 á 2., 3. og 4. hæð og breyta þannig fyrirkomulagi flóttaleiða í hóteli á lóðum 7 og 9 við Vegamótastíg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

68.    Vegamótastígur 9     (01.171.508) 101424    Mál nr. BN054221

Reir ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053541, um er að ræða að breyta innra skipulagi til að opna tímabundið yfir lóðamörk að Laugavegi 18 á 2., 3. og 4. hæð og breyta þannig fyrirkomulagi flóttaleiða í hóteli á lóðum 7 og 9 við Vegamótastíg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.Vísað til athugasemda.

Ýmis mál

69.    Gerðarbrunnur 2A     (05.056.406) 211702    Mál nr. BN054443

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að leggja niður lóðina Gerðarbrunn 2A, samanber meðfylgjandi uppdrætti dagsetta 27.03.2018.

Lóðin Gerðarbrunnur 2A (staðgr. 5.056.406, landeignarnr. L211702) er 75 m².

Teknir 75 m² af lóðinni og bætt við óútvísaða landið (landeignarnr. L221447).

Lóðin Gerðarbrunnur 2A (staðgr. 5.056.406, landeignarnr. L211702) verður 0 m² og verður lögð niður.

Sjá deiliskipulag sem var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 27.09.2017, samþykkt í borgarráði þann 05.10.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 19.02.2018.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

70.    Nönnubrunnur 2     (05.055.202) 206099    Mál nr. BN054436

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stækka lóðina Nönnubrunn 2, samanber meðfylgjandi uppdrætti dagsetta 23.03.2018.

Lóðin Nönnubrunnur 2 (staðgr. 5.055.202, landeignarnr. L206099) er 1252 m².

Bætt 82 m² við lóðina frá óútvísaða landinu (landeignarnr. L221447).

Bætt 30 m² við lóðina frá óútvísaða landinu (landeignarnr. L221447).

Leiðrétt vegna fermetrabrota um -1 m².

Lóðin Nönnubrunnur 2 (staðgr. 5.055.202, landeignarnr. L206099) verður 1363 m².

Sjá deiliskipulag sem var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 27.09.2017, samþykkt í borgarráði þann 05.10.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 19.02.2018.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

71.    Sæbraut 91         Mál nr. BN054442

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stofna nýja lóð Sæbraut 91, samanber meðfylgjandi uppdrátt dagsettann 26.03.2018.

Ný lóð Sæbraut 91 (staðgr. 1.217.101, landeignarnr. xxxxxx) er stofnuð með því að taka 38 m² af óútvísaða landinu (landeignarnr. 218177).

Lóðin Sæbraut 91 (staðgr. 1.217.101, landeignarnr. xxxxxx) verður 38 m² og fær landeignarnúmer samkv. ákvörðun byggingarfulltrúa.

Sjá deiliskipulag sem var samþykkt í borgarráði  þann 16.03.2017, samþykkt á embættisafgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 12.05.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 19.06.2017.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

Fundi slitið kl. 14.45

Erna Hrönn Geirsdóttir

Nikulás Úlfar Másson    Óskar Torfi Þorvaldsson

Sigrún Reynisdóttir    Jón Hafberg Björnsson

Harpa Cilia Ingólfsdóttir    Olga Hrund Sverrisdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2018, þriðjudaginn 10. apríl kl. 10:10 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 968. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Óskar Torfi Þorvaldsson, Harpa Cilia Ingólfsdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Olga Hrund Sverrisdóttir, Erna Hrönn Geirsdóttir, Sigríður Maack, Sigrún Reynisdóttir og Jón Hafberg Björnsson.

Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1.    Ármúli 1A     (01.261.402) 103511    Mál nr. BN053722

Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa þakhýsi og endurbyggja í sömu mynd og stærð, breyta gluggasetningu á 1. hæð þannig að gler frontur verður breytt þannig að opnalegum fögum er fjölgað og gaflar og steinkantur á framhúsi eru síðan klæddir með litaðri málmklæðningu á húsið á lóð nr. 1A við Ármúla.

Bréf frá hönnuði dags. 16. október 2017 fylgir.

Bréf frá hönnuði þar sem hann breytir umsögn og óskar eftir að hætt við að leggja inn skráningartöflu. dags. 27. mars. 2018.

Niðurrif er: XX ferm. XX rúmm. 

Endurbygging er: XX ferm., XX rúmm.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. janúar 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. janúar 2018 og umsögn Minjastofnunar dags. 9. janúar 2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda og með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 5. janúar 2018.

2.    Ármúli 3     (01.261.201) 103506    Mál nr. BN054319

LF2 ehf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053132, um er að ræða breytingar á innra skipulagi og inngangshurð í anddyri er færð innar í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 3 við Ármúla.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

3.    Ásendi 17     (01.824.107) 108397    Mál nr. BN052289

Khai Van Nguyen, Ásendi 17, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir hurð út úr kjallara á suðurhlið ásamt því að gerð er grein fyrir áður gerðri stækkun kjallara einbýlishúss á lóð nr. 17 við Ásenda.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 17. febrúar 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. febrúar 2017 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 9. mars 2017.

Stækkun:  165,5 ferm., 166,6 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Lagfæra skráningu.

4.    Barónsstígur 47     (01.193.101) 102532    Mál nr. BN054082

Álftavatn ehf., Pósthólf 4108, 124 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi á hluta 2. hæðar og fjölga gestum í 140 í gististað í flokki lV - tegund b, stærra gistiheimili, á lóð nr. 47 við Barónsstíg.

Útskrift úr gerðabókembættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. apríl 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. apríl 2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

5.    Bárugata 34     (01.135.213) 100462    Mál nr. BN054406

Aron Már Atlason, Bárugata 34, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innréttingu kjallaraíbúðar í húsi á lóð nr. 34 við Bárugötu.

Gjald kr.11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

6.    Bíldshöfði 14     (04.064.102) 110670    Mál nr. BN054324

Barki ehf, Pósthólf 335, 202 Kópavogur

Sótt er um leyfi fyrir teikningum sem sýna áður gerðar breytingar og áður gert milliloft í rými 0102 með aðgengi frá 0103 og 0104 vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar í húsi á lóð nr. 14 við Bíldshöfða.

Milliloft:  170,6 ferm. 

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

7.    Blesugróf 12     (01.885.506) 108895    Mál nr. BN053956

Pétur Ingason, Hesthamrar 13, 112 Reykjavík

Magnús Þór Hjálmarsson, Lautasmári 3, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja parhús með geymslum og bílgeymslum í kjallara á lóð nr. 12 við Blesugróf.

Stærðir: A-rými 294,0 ferm., 1.090,2 rúmm.

Útskrift úr gerðabók embættis afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. janúar 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. janúar 2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

8.    Blönduhlíð 12     (01.713.101) 107234    Mál nr. BN054384

Kristín Aðalbjörg Árnadóttir, Sendiráð Helsinki, 150 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi þakhæðar og 2. hæðar í húsi á lóð nr. 12 við Blönduhlíð.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

9.    Bæjarflöt 1-3     (02.576.001) 172493    Mál nr. BN054143

Bæjarflöt 4 ehf., Lundi 19, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi í húsi á lóð nr. 1 við Bæjarflöt.

Umsögn brunahönnuðar dags. 20. mars 2018 fylgir.

Stækkun millilofts : 26,9 ferm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrðaraðilar.

10.    Dalbraut 1     (01.350.006) 104124    Mál nr. BN053156

D.P veitingar ehf., Álfheimum 7, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokk 2, tegund A í rými á 1. hæð sem áður var bakarí/kaffihús og koma fyrir loftstokki upp með norðurhlið á húsi lóð nr. 1 við Dalbraut.

Samþykki meðeigenda ódagsett og bréf frá hönnuði þar sem hann gerir grein fyrir loftræstikerfi dags. 12. september 2017.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

11.    Dugguvogur 6     (01.454.001) 105617    Mál nr. BN054071

BG Fossberg ehf, Dugguvogi 6, 104 Reykjavík

Sótt er um breytingu á notkun úr samkvæmissal í verslun ásamt breytingum á brunavörnum auk þess sem gerð er grein fyrir áður gerðum breytingum á innra fyrirkomulagi í húsi á lóð nr. 6 við Dugguvog.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

12.    Dugguvogur 8-10     (01.454.002) 105618    Mál nr. BN054409

Geir Flóvent Jónsson, Sólheimar 23, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum íbúðum og vinnustofum í húsi á lóð nr. 10 við Dugguvog.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

13.    Eikjuvogur 27     (01.470.502) 105725    Mál nr. BN054422

Ofar ehf., Skógarvegi 14, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tvö tveggja hæða hús, steinsteypt, einangruð að utan og klædd timbri og bárujárni með þremur íbúðum á lóð nr. 27 við Eikjuvog.

Mhl. 01:  154,1 ferm., 563,1 rúmm.

Mhl. 02:  221,4 ferm., 793,2 rúmm.

Samtals:  375,5 ferm., 793,2 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

14.    Elliðabraut 4-6     (04.772.301) 195949    Mál nr. BN054252

Þingvangur ehf., Bergstaðastræti 73, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja fjögur sambyggð fjölbýlishús með inngörðum, 83 íbúðir á fjórum hæðum og sameiginlegum bílakjallara á lóð nr. 4-6 við Elliðabraut.

Erindi fylgir greinargerð um hljóðvist dags. 20. febrúar 2018, greinargerð um ábyrgðarsvið hönnuða dags. 20. febrúar og greinargerð um brunahönnun dags. 20. febrúar 2018.

Stærð, A-rými:  9.331,2 ferm., 29.036,3 rúmm.

B-rými:  1.324,0 ferm., 4.170,8 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

15.    Elliðabraut 12-16     (04.772.701) 204802    Mál nr. BN054250

Mótx ehf., Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja þrjú fjölbýlishús, fjórar hæðir með 57 íbúðum á bílakjallara fyrir 44 bíla á lóð nr. 12 við Elliðabraut.

Erindi fylgir greinargerð um brunahönnun frá Eflu dags. 13. febrúar 2018.

Stærð mhl. 01, A-rými:  2.232,2 ferm., 6.697 rúmm.

B-rými:  237 ferm., 693,5 rúmm.

Mhl. 02, A-rými:  2.181,9 ferm., 6.878,4 rúmm.

B-rými:  237 ferm.,  693,5 rúmm.

Mhl. 03, A-rými:  2.232,2 ferm., 6.997 rúmm.

B-rými:  237 ferm., 693,5 rúmm.

Mhl. 04, bílgeymsla, A-rými:  1.123,4 ferm., 3.448,9 rúmm.

Samtals A-rými:  7.769,7 ferm., 24.321,2 rúmm.

B-rými:  711 ferm., 2.080,5 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. 

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

16.    Fiskislóð 43     (01.086.603) 209699    Mál nr. BN054300

F43 ehf., Borgartúni 24, 105 Reykjavík

Sótt erum leyfi til að byggja sérhæft sýningarhús til kynningar og fræðslu með veitingastað í flokki ?, teg. kaffihús og minjagripaverslun, hluti A er stálgrindarhús og hluti B staðsteypt á lóð nr. 43 við Fiskislóð.

Stærð, A-rými:  2.405,1 ferm., 14.867,5 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

17.    Flugvöllur     (01.66-.-99) 106748    Mál nr. BN054291

Isavia ohf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta 1. hæð í norðurhluta byggingar þar sem komið er fyrir biðstofu og afgreiðslu fyrir innanlandsflug, á annarri hæð við suðurgafl byggingar er kennslurýmum breytt í skrifstofur, funda- og kaffiaðstöðu, flóttastiga komið fyrir og útihurð komið fyrir við afgreiðslu og biðstofu á vesturhlið og björgunaropi komið fyrir á annarri hæð  á austurhlið húss á lóð nr. 60 við Nauthólsveg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

18.    Flugvöllur     (01.68-.-99) 106930    Mál nr. BN054461

Flugfélagið Ernir ehf., Víðigrund 7, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja skrifstofu- og lagerhúsnæði úr gámaeiningum við suðurhlið flugskýlis nr. 6 á lóð nr. 58 við Nauthólsveg.

Stærðir: x ferm., x rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

19.    Framnesvegur 12     (01.133.228) 100257    Mál nr. BN054432

Fasteignafélagið Hosiló ehf, Smáratorgi 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að skipta í þrjár íbúðir og til að byggja geymsluskúr við hús á lóð nr. 12 við Framnesveg.

Stækkun:  10,1 ferm., 29,3 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

20.    Framnesvegur 40     (01.133.413) 100291    Mál nr. BN054343

Framnesvegur ehf., Krókamýri 56, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN052832, um er að ræða lagfærða skráningu fjölbýlishúss á lóð nr. 40 við Framnesveg.

Gjald kr. 11.000+11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Samráð skal haft við Veitur vegna lagna í jörðu áður en framkvæmdir hefjast.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

21.    Framnesvegur 42     (01.133.414) 100292    Mál nr. BN054344

Framnesvegur ehf., Krókamýri 56, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN052831, um er að ræða lagfærða skráningu fjölbýlishúss á lóð nr. 42 við Framnesveg.

Gjald kr. 11.000+11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Samráð skal haft við Veitur vegna lagna í jörðu áður en framkvæmdir hefjast.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

22.    Freyjugata 24     (01.186.601) 102297    Mál nr. BN053873

Spur ehf, Freyjugötu 24, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka svalir á suðvesturhlið, uppfæra brunamerkingar, færa til starfsmannaaðstöðu í kjallara og breyta flokkun gistiheimilis í flokk III, teg. b í húsi á lóð nr. 24 við Freyjugötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. desember 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. desember 2017.

Einnig bréf hönnuðar með skýringum dags. 6. mars 2018 og minnisblað um brunavarnir dags. 7. febrúar 2018.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. apríl 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. apríl 2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 4. apríl 2018.

23.    Freyjugata 44     (01.196.102) 102643    Mál nr. BN054235

Systa ehf., Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja garðskála sem verður að hluta til staðsteyptur og að hluta til úr gleri á lóð nr. 44 við Freyjugötu.

Undirritað bréf fylgir erindinu. 

Samþykki frá meðeigenda nr. 44 , samþykki hluta eiganda nr. 42 og samþykki frá hluta af eigendum Mímisvegar 8 fylgir. 

Stærð garðskála er 40,0 ferm., 108,7 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

24.    Fýlshólar 6     (04.641.506) 111891    Mál nr. BN054313

Oddsmýri ehf., Furulaut, 271 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi til að byggja við, endurbyggja og klæða að utan að hluta einbýlishús á lóð nr. 6 við Fýlshóla.

Stækkun:  165,6 ferm., 489,9 rúmm.

Stærð eftir stækkun:  459,3 ferm., 1.422,6 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

25.    Garðsendi 3     (01.824.403) 108422    Mál nr. BN054362

Garðsendi fasteignafélag ehf., Garðsenda 3, 108 Reykjavík

Valdimar Kristinsson, Garðsendi 3, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu til suðurs og klæða efstu hæð með málmklæðningu í húsi á lóð nr. 3 við Garðsenda.

Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. febrúar 2018.

Stækkun: 72,3 ferm., 354,3 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

26.    Gefjunarbrunnur 12     (02.695.405) 206031    Mál nr. BN054437

Páll Mar Magnússon, Hraunbær 68, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053513 þannig að komið er fyrir lagnakjallara undir öllu húsinu á lóð nr. 12 við Gefjunarbrunn.

Bréf hönnuðar dags. 20. mars 2018 fylgir erindinu.

Stærð lagnakjallara er: 111,2 ferm., 306,5 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

27.    Gerðarbrunnur 40-42     (05.056.304) 206059    Mál nr. BN054287

Óðalhús ehf., Sifjarbrunni 1, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt parhús með innbyggðum bílgeymslum, einangrað og klætt að utan með málmklæðningu á lóð nr. 40-42 við Gerðarbrunn.

Erindi fylgir bréf frá hönnuði varðandi athugasemdir og skipulagsskilmála ódagsett ásamt samþykki lóðarhafa Gerðarbrunns 38 v/frágangs á lóðamörkum.

Einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. mars 2018.

Stærð mhl. 01, A-rými:  233,2 ferm., 731,3 rúmm.

Stærð mhl. 02, A-rými:  233,2 ferm., 731,3 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. 

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

28.    Grandagarður 5     (01.115.203) 100050    Mál nr. BN054214

Kría Hjól ehf, Grandagarði 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II, teg. A fyrir 80 gesti á fyrstu og annarri hæð og koma fyrir flóttastiga á norðurhlið húss á lóð nr. 5 við Grandagarð .

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. mars 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. febrúar 2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

29.    Grandagarður 14     (01.114.501) 100041    Mál nr. BN054216

Grandagarður 14 ehf., Öldugötu 4, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja bryggju ásamt flotbryggju við suðurhlið, breyta innra fyrirkomulagi og gluggum jarðhæðar og gera veitingastað í flokki lll - tegund ? á 1. hæð í húsi á lóð nr. 14 við Grandagarð.

Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 16. febrúar og 26. mars 2018, bréf Faxaflóahafna dags. 15. mars 2018, útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. apríl 2018 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. apríl 2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

30.    Grettisgata 2A     (01.182.101) 101818    Mál nr. BN054112

G2A ehf., Lundi 90, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að gera flóttasvalir og björgunarop á framhlið ásamt því að breyta innra fyrirkomulagi á 4. hæð núverandi gististaðar í húsi á lóð nr. 2A við Grettisgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. mars 2018 fylgir erindinu.

Erindi var grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum að Grettisgötu 2 og 7, Klapparstíg 37, 38, 40, 42 og 44 frá 21. febrúar 2018 til og með 21. mars 2018. Engar athugasemdir bárust.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

31.    Grettisgata 54B     (01.190.110) 102385    Mál nr. BN054417

Reir ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN050495 þannig að sleppt er stiga frá 1. hæð niður í kjallara, innra skipulagi breytt í kjallaranum og hæð glugga á suðurhlið lækkar og breytt í tvöfalda hurð á húsið á lóð nr. 54B við Grettisgötu.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Lagfæra skráningu.

32.    Gunnarsbraut 46     (01.247.502) 103383    Mál nr. BN047793

Neva ehf., Gunnarsbraut 46, 105 Reykjavík

Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum sem felast í að uppfæra brunavarnir í gististað í flokki II, teg. gistiheimili fyrir 20 gesti í húsi á lóð nr. 46 við Gunnarsbraut.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda.

33.    Gylfaflöt 10-12     (02.578.601) 224864    Mál nr. BN054293

Reir ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053470 þannig að settur verður kjallari undir bygginguna á lóð nr. 10-12 við Gylfaflöt.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. mars 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. mars 2018.

Nýr varmatapsútreikningur dags. 27. febrúar 2018 og bréf frá hönnuði vegna bílastæða dags. 27. mars. 2018 fylgir erindi.

Stækkun vegna kjallara er: 1.258,2 ferm., 4.781,1rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

34.    Haðaland 26     108801    Mál nr. BN054457

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja tvær færanlegar kennslustofur á lóð nr. 26 við Haðaland.

Stærðir:

Timburhús: 55,7 fermetrar og 163,4 rúmmetrar

Stálgámur: 74,0 fermetrar og 227,2 rúmmetrar

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

35.    Hafnarstræti 18     (01.140.303) 100837    Mál nr. BN054146

Sjöstjarnan ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að lyfta húsi um 90cm, byggja kjallara undir allt húsið og tveggja hæða viðbyggingu á bakhlið, innrétta verslun og þjónustu í kjallara og á 1. hæð og skrifstofur á 2. hæð ásamt því að endurgera ytra byrði til samræmis við útlit þess 1924, hús á lóð nr. 18 við Hafnarstræti.

Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 4. janúar 2017.

Stækkun:  339,2 ferm., 1.282,3 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

36.    Hallgerðargata 7     (01.349.301) 225427    Mál nr. BN054424

105 Miðborg slhf., Hagasmára 3, 201 Kópavogur

Strætisvagnar Reykjavíkur, Borgartúni 41, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja 4-7 hæða fjölbýlishús með 77 íbúðum ásamt hluta sameiginlegs bílakjallara með lóðum A, B, C, D og E á göturýmum í kjallara og á lóð nr. 7 við Hallgerðargötu.

Stærðir: 

A-rými x ferm., x rúmm.

B-rými x ferm., x rúmm.

Hljóðvistargreinargerð dags. mars 2018 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

37.    Haukahlíð 1     (01.629.102) 221262    Mál nr. BN054466

Hlíðarfótur ehf., Síðumúla 28, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja mhl. 07, tvö stigahús á 3-5 hæðum með 33 íbúðum, steinsteypt, einangruð að utan og klædd múrkerfi og málmklæðningu á lóð nr. 7 við Haukahlíð.

Erindi fylgir brunahönnun frá Mannvit dags. 14. mars 2018 og greinargerð um hljóðvist dags. 27. mars 2018.

Stærð mhl. 07, A-rými:  3.376,4 ferm., 10.533 rúmm.

B-rými:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 11.000 

Frestað.

Vísað til athugasemda.

38.    Haukdælabraut 1     (05.113.801) 214783    Mál nr. BN054268

Kjartan Lilliendahl, Viðarás 14, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús, einangrað að utan, pússað og málað með innbyggðri tvöfaldri bílgeymslu og aukaíbúð á neðri hæð á lóð nr. 1 við Haukdælabraut.

Erindi fylgir samþykki lóðarhafa Haukdælabrautar 3 dags. 16. mars 2018.

Stærð, A-rými:  380 ferm., 1.282,5 rúmm.

B-rými:  56,2 ferm., 144,7 rúmm.

Gjald kr. 11.000+11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

39.    Haukdælabraut 46     (05.114.701) 214803    Mál nr. BN054377

Rúnar Örn Ólafsson, Reykás 37, 110 Reykjavík

Snædís Þráinsdóttir, Reykás 37, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu, einangrað að utan og klætt málmklæðningu og timbri á lóð nr. 46 við Haukdælabraut.

Stærð, A-rými:  300,7 ferm., 1.060,1 rúmm.,

B-rými:  20,6 ferm., 66,7 rúmm.

Samtals:  321,3 ferm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

40.    Háaleitisbraut 68     (01.727.301) 107329    Mál nr. BN054414

Faxar ehf., Síðumúla 20, 108 Reykjavík

Íshamrar ehf., Nóatúni 17, 105 Reykjavík

Sótt er um breytingu á erindi BN052806 sem felst í því að færa lyftu lítillega og breyta staðsetningu á reyk- og brunatjaldi við lyftu í húsi á lóð nr. 68 við Háaleitisbraut.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

41.    Hestháls 14     (04.321.801) 111032    Mál nr. BN054354

Strætó bs, Pósthólf 9140, 129 Reykjavík

Eignasjóður Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja upp hleðslugám og spennistöð til að hlaða nýja strætóbíla á lóð nr. 14 við Hestháls.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. apríl 2018 fylgir erindinu.

Stærð, mhl. 09:  14,6 ferm., 39,3 rúmm.

Mhl. 10:  9,9 ferm., 24,7 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

42.    Hólmgarður 54     (01.819.304) 108270    Mál nr. BN054407

Guðjón Hrafn Guðmundsson, Hólmgarður 54, 108 Reykjavík

Steinunn Saga Guðjónsdóttir, Hólmgarður 54, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að hækka þak með kvist á hvorri þakhlið og byggja léttbyggða anddyrisviðbygginu við norðurhlið 1. hæðar og einnig er sótt um leyfi til að byggja svalir á suðurhlið á 2. hæð í húsi á lóð nr. 54 við Hólmgarð. Bréf hönnuðar dags. 20. mars 2018 og samþykki nr. 52 og nr. 54 ódags. fylgir.

Stækkun : 58,1 ferm., 88,6 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

43.    Hraunbær 62-100     (04.335.201) 111079    Mál nr. BN054326

Guðmundur Hrafn Pálsson, Hraunbær 76, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir breytingum á aðalteikningum og skráningartöflu vegna breytinga á eignamörkum og gerðar eignaskiptayfirlýsingar í húsi á lóð nr. 76 við Hraunbæ.

Samþykki meðeigenda dags. 07.02.2018 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

44.    Hrísateigur 23     (01.346.108) 104077    Mál nr. BN054355

Synaptik ehf., Skipasundi 14, 104 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri íbúð í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 23 við Hrísateig.

Erindi fylgir brunavirðing dags. 12. maí 1944.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

45.    Hverfisgata 106     (01.174.112) 101590    Mál nr. BN054449

Gunnfánar ehf., Ármúla 38, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja eina hæð og ris ofan á núverandi hús ásamt því að gera svalir á bakhlið í húsi á lóð nr. 106 við Hverfisgötu.

Stækkun:

A-rými: 64,0 ferm., 185,9 rúmm.

B-rými: x ferm., x rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

46.    Hörgshlíð 18     (01.730.204) 107339    Mál nr. BN054452

Sólveig Berg Emilsdóttir, Hörgshlíð 18, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurnýja eldri viðbyggingu úr steinsteypu í stað timburs og gera þaksvalir með stálhandriðum ofaná viðbyggingu við fjölbýlishús á lóð nr. 18 við Hörgshlíð.

Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 26. mars 2018 áritað á uppdrátt.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

47.    Iðunnarbrunnur 9     (02.693.407) 206069    Mál nr. BN054292

Spliff ehf., Digranesheiði 41, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt tvíbýlishús á tveimur hæðum, einangrað að utan og klætt álplötum á lóð nr. 9 við Iðunnarbrunn.

Stærð, A-rými:  242,4 ferm., 729,4 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

48.    Jónsgeisli 59     (04.113.406) 189836    Mál nr. BN054460

Heimir Ríkarðsson, Jónsgeisli 59, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytinum vegna lokaúttektar á erindi BN028581 á einbýlishúsinu á lóð nr.59 við Jónsgeisla .

Tölvupóstur frá eiganda dags. 26. mars 2018 fylgir

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. 

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

49.    Karfavogur 54     (01.444.006) 105520    Mál nr. BN054337

Ragnheiður Stefánsdóttir, Karfavogur 54, 104 Reykjavík

Sótt er um samþykkt á reyndarteikningum, þar sem m.a. er búið að færa útidyrahurð 1. hæðar húss á lóð nr. 54 við Karfavog.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar.

Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrðaraðilar.

50.    Kárastígur 3     (01.182.307) 101904    Mál nr. BN054358

Vestinvest ehf., Bíldshöfða 14, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða fjölbýlishús með þremur íbúðum, 1. hæð er staðsteypt en efri hæðir úr timbri, á lóð nr. 3 við Kárastíg.

Jafnframt er erindi BN053593 dregið til baka.

Stærð, A-rými:  162,9 ferm., 437,6 rúmm.

B-rými:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

51.    Klettagarðar 13     (01.325.201) 180007    Mál nr. BN054420

N1 hf., Dalvegi 10-14, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN045390 vegna lokaúttektar í húsi á lóð nr. 13 við Klettagarða .

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

52.    Korngarðar 3     (01.323.201) 223775    Mál nr. BN054468

Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Dalsnes ehf., Fossaleyni 21, 112 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir verkþátt á uppsteypu botnplötu fyrir geymsluhúsnæði og skrifstofur á lóð nr. 3 við Korngarða sbr. BN053122.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

53.    Kuggavogur 5     (01.451.601) 225190    Mál nr. BN054411

Sérverk ehf., Tónahvarfi 9, 203 Kópavogur

Vogabyggð ehf., Austurstræti 11, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tveggja til fimm hæða fjölbýlishús með 47 íbúðum og bílageymslum ásamt rýmum fyrir verslun, veitingar og þjónustu á lóð nr. 5 við Kuggavog.

Stærðir: 

A-rými: 6.660,8 ferm., 15.636,2 rúmm.

B-rými: 265,2 ferm., x rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

54.    Lambhagavegur 5     (02.647.303) 211676    Mál nr. BN054328

Xyzeta ehf., Ármúla 18, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja stálgrindarhús á þremur hæðum með verslanir á 1. hæð en skrifstofurými á 2. og 3. hæð í húsi á lóð nr. 5 við Lambhagaveg.

Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 22. mars 2018.

Gjald er kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

55.    Lambhagavegur 23     (02.684.101) 189563    Mál nr. BN054386

Lambhagavegur 23 ehf., Lambhagavegi 23, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að reisa 9 íbúða starfsmannahús á lóð nr. 23 við Lambhagaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. apríl 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. apríl 2018.

Stærðir: 364,7 ferm., 1.387,2 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 4. apríl 2018.

56.    Laugateigur 7     (01.364.007) 104605    Mál nr. BN054438

Sigvaldi Árnason, Laugateigur 7, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að hækka þak, byggja kvisti og svalir og gera útgang í garð úr kjallara í fjölbýlishúsi á lóð nr. 7 við Laugateig.

Erindi fylgir samþykki meðeigenda ódagsett.

Stækkun:  xx ferm., 85,2 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

57.    Laugav 22/Klappars 33     (01.172.201) 101456    Mál nr. BN054212

Kíkí queer bar ehf., Laugavegi 22, 101 Reykjavík

Átt-kaup ehf, Stekkjarseli 9, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN045549, um er að ræða breytingar á innra skipulagi v/lokaúttektar í veitingahúsi í fl. III, teg. skemmtistað á Laugavegi 22 á lóðinni Laugav 22/Klappars 33.

Erindi fylgir samantekt um hljóðvist á Laugavegi 22.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

58.    Laugavegur 18     (01.171.501) 101417    Mál nr. BN054225

Kaupangur fasteignafélag ehf., Laugavegi 18, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og útbúa nýja flóttaleið með því að opna tímabundið yfir lóðamörk að hóteli á lóðum nr. 7 og 9 við Vegamótastíg í húsi á lóð nr. 18 við Laugaveg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits.

59.    Laugavegur 27     (01.172.009) 101431    Mál nr. BN053920

Kaffibrennsla Hafnarfjarðar ehf, Stapahrauni 4, 220 Hafnarfjörður

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í lítilsháttar breytingum á innra fyrirkomulagi núverandi veitingastaðar í húsi á lóð nr. 27 við Laugaveg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

60.    Laugavegur 32B     (01.172.214) 101469    Mál nr. BN054223

Lantan ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051542, um er að ræða að innrétta starfsmannaaðstöðu og þjónusturými á 1. hæð og hótelherbergi á efri hæðum sem munu tilheyra Sandhotel þannig að herbergjum fjölgar í 78 á lóð nr. 32B við Laugaveg.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

61.    Laugavegur 34B     (01.172.217) 101472    Mál nr. BN054222

Lantan ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051408, um er að ræða að breyta innra skipulagi og hætt við flóttastiga á norðurhluta húss sem er hluti Sandhotel á lóð nr. 34B við Laugaveg.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Skilyrt er að yfirlýsingu um sameiningu eigna verði þinglýst fyrir útgáfu byggingarleyfis.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

62.    Laugavegur 51     (01.173.024) 101511    Mál nr. BN052285

STS ISLAND ehf., Laugavegi 51, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta gististað í flokki II fyrir sex gesti í íbúðum 0301 og 0304 í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 51 við Laugaveg.

Gjald kr. 11.000 

Frestað.

Vísað til athugasemda.

63.    Laugavegur 59     (01.173.019) 101506    Mál nr. BN054418

Vesturgarður ehf., Laugavegi 59, 101 Reykjavík

Sótt er um breytingar á erindi BN053249 sem felast í því að komið hefur verið fyrir heitum pottum á svölum 5. hæðar og rými við svalir norðan megin á 2. hæð breytt í húsi á lóð nr. 59 við Laugaveg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

64.    Laugavegur 71     (01.174.024) 101571    Mál nr. BN054296

Fiskistígur ehf., Borgartúni 29, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta verslunarrými 0001 og 0101 í nuddstofu eins og sýnt er á teikningum af húsi á lóð nr. 71 við Laugaveg.

Samþykki eiganda dags. 18. mars. 2018 fylgir. 

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. 

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

65.    Lautarvegur 8     (01.794.302) 213566    Mál nr. BN051958

Vogurinn fasteignafélag ehf., Lautarvegi 8, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjölbýlishús, þrjár hæðir og kjallara með þremur íbúðum og tvöfaldri bílgeymslu á lóð nr. 10 við Lautarveg.

Jafnframt er erindi BN050801 dregið til baka.

Stærð A-rými:  552 ferm., 1.808,8 rúmm.

B-rými:  63,1 ferm.

Gjald kr. 11.000 

Frestað.

Vísað til athugasemda.

66.    Lækjargata 12     (01.141.203) 100897    Mál nr. BN054237

Íslandshótel hf., Sigtúni 38, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja fimm hæða 103 herbergja hótel, að endurgera Vonarstræti 4 þar sem verða innréttuð 15 herbergi og bílakjallara undir nýbyggingu fyrir 20 bíla á lóð nr. 12 við Lækjargötu.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. 

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

67.    Maríubaugur 5-11     (04.125.101) 186851    Mál nr. BN054318

Ingi Jóhannes Erlingsson, Maríubaugur 9, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta eldhúsglugga í tvöfalda útihurð á austurhlið á raðhúsinu nr. 9 á lóð nr. 5 til 11 við Maríubaug.

Samþykki meðlóðarhafa ódags. fylgir erindinu.

Gjald kr. 11.000 

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

68.    Nauthólsvegur 100     (01.688.401) 219038    Mál nr. BN054450

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051425 vegna lokaúttektar í húsi á lóð nr. 100 við Nauthólsveg.

Bréf arkitekts dags. 27.03.2018 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

69.    Nesvegur 67     (01.531.001) 106116    Mál nr. BN054412

Guðný Hrund Sigurðardóttir, Nesvegur 67, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að hækka kvist upp í mænishæð, setja nýjan stiga innan íbúðar 0201 og setja þakglugga á rishæð í húsi á lóð nr. 67 við Nesveg.

Stækkun: x ferm., x rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

70.    Norðurgarður 1     (01.112.201) 100030    Mál nr. BN054435

HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að loka tveimur reyklúgum sem eru á þaki á flokkunar-/pökkunarrými og einnig að útbúa geymsluskáp undir stiga í tæknirými í frystigeymslu mhl. 03 á lóð nr. 1 við Norðurgarð. 

Gjald kr 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

71.    Óðinsgata 9     (01.184.216) 102038    Mál nr. BN054423

Pálsson Apartments ehf., Skeljatanga 27, 270 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og gera þrjár íbúðir í húsi á lóð nr. 9 við Óðinsgötu.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

72.    Rauðarárstígur 1     (01.222.101) 102837    Mál nr. BN054431

Andagift Inspire ehf., Rauðarárstíg 1, 105 Reykjavík

Ástrík poppkorn slf., Ásvegi 16, 104 Reykjavík

Sótt er um breytingu á erindi BN054431 sem felst í því að tilgreint er að um áður gerðar breytingar er að ræða í rými 0102 í húsi á lóð nr. 1 við Rauðarárstíg.

Jafnframt er erindi BN054431 fellt úr gildi.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar.

Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrðaraðilar.

73.    Rauðavað 5-11R     (04.773.104) 198542    Mál nr. BN054451

Auður Magnúsdóttir, Rauðavað 9, 110 Reykjavík

Magnús Ögmundsson, Ásgarður 73, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir gustlokun á svölum íbúðar 0202 í húsi nr.9 á lóð nr. 5-11 við Rauðavað.

Samþykki meðeigenda fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

74.    Rituhólar 11     (04.646.604) 111971    Mál nr. BN054425

Guðmundur Pétur Guðmundsson, Rituhólar 11, 111 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tengibyggingu í sund milli húss og bílskúrs og koma fyrir hurð á austurhlið bílskúrs á lóð nr. 11 við Rituhóla.

Tengibygging: 9,6 ferm., XX rúmm. 

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda og málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

75.    Sjafnargata 3     (01.196.012) 102640    Mál nr. BN054400

Sigurbjörn Þorkelsson, Sjafnargata 3, 101 Reykjavík

Aðalheiður Magnúsdóttir, Sjafnargata 3, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að reisa viðbyggingu norðan megin þannig að útbúin er vinnustofa sem verður tengd kjallara hússins á lóð nr. 3 við Sjafnargötu.

Bréf frá hönnuði dags. 19. mars 2018 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 19. mars 2018 fylgja erindinu.

Stærð viðbyggingar: 54,5 ferm., 179,7 rúmm.

Gjald kr. 9.823 

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

76.    Skaftahlíð 10     (01.273.102) 103626    Mál nr. BN054404

Hörn Kristbjörnsdóttir, Skaftahlíð 10, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á íbúð 0201 þar sem eldhúsi og stofu hefur verið víxlað, rennihurð gerð út á svalir og hurð gerð úr kjallara húss  nr. 10 á lóð nr. 4-10 við Skaftahlíð.

Samþykki sumra frá árinu 2012 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

77.    Skeifan 19     (01.465.101) 195606    Mál nr. BN053779

Orri Árnason, Kópavogsbarð 6, 200 Kópavogur

Jon Olav Fivelstad, Ránargata 8a, 101 Reykjavík

Þuríður Ólafía Hjálmtýsdóttir, Ránargata 8a, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta aðstöðu fyrir heilbrigðisþjónustu í eignarhluta 0201 og eru helstu breytingar þær að fjölgað er snyrtingum og bætt aðgengi fyrir alla í húsi á lóð nr. 19 við Skeifuna.

Umboð frá eiganda 0201 dags. 30. okt. 2017 og Tölvupóstur þar sem farið er fram á að hætt sé með skráningartöflu. dags. 28. 2018 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

78.    Skipholt 1     (01.241.206) 103024    Mál nr. BN054340

Skipholt ehf., Starhaga 4, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja 4. hæð ofaná og 5. hæð yfir hluta húss, sameina í einn matshluta og innrétta gististað í flokki IV, teg. hótel, með 78 herbergjum fyrir 156 gesti, byggja flóttastiga á austasta hluta lóðar, innrétta verslunarrými á 1. hæð austan undirgangs og veitingastað í vesturhluta 1. hæðar verslunar- og skrifstofuhúss á lóð nr. 1 við Skipholt.

Erindi fylgir greinargerð um bílastæði dags. 6. mars 2018, greinargerð um burðarvirki frá Lotu ódagsett, samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar v/staðsetningar flóttastiga dags. 4. og 5. mars 2018 og greinargerð hönnuðar um breytingar frá fyrra erindi dags. 6. mars 2018.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. mars 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skiplagsfulltrúa dags. 23. mars 2018.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. apríl 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. apríl 2018.

Jafnframt er erindi BN051113 fellt úr gildi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

79.    Skólavörðustígur 45     (01.182.313) 101910    Mál nr. BN054453

Hótel Leifur Eiríksson ehf, Skólavörðustíg 45, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN052151 sem felst í því að setja upp sérgerðan skáp fyrir gaskúta við bakinngang í húsi á lóð nr. 45 við Skólavörðustíg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

80.    Sporhamrar 3     (02.295.601) 172484    Mál nr. BN054182

Smárakirkja, Hlíðasmára 5-7, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi fyrir breyttri notkun þar sem innréttaður hefur verið samkomusalur og brunavarnir uppfærðar í húsi á lóð nr. 3 við Sporhamra.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá  6. apríl 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. apríl 2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

81.    Stórhöfði 37     (04.085.802) 110692    Mál nr. BN054284

Orka ehf, Stórhöfða 37, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fækka eignum úr fimm í fjórar, sameina rými 0201 og 0202, bæta þriðju hæð inní rými 0201 og 0202 og koma fyrir stafsmannaðstöðu, kaffiaðstöðu, lager og skrifstofuaðstöðu á þriðju hæð í húsi á lóð nr.37 við Stórhöfða.

Stækkun:  rýmis 0203 er 357,8 ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda og málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

82.    Suðurgata 29     (01.142.203) 100929    Mál nr. BN054059

Stay ehf., Einholti 2, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN047212, um er að ræða stækkun á anddyrisviðbyggingu um 60cm. til norðurs og til að koma fyrir tveimur þakgluggum á vesturhlið einbýlishúss á lóð nr. 29 við Suðurgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. apríl 2018 fylgir erindinu.

Erindi var grenndarkynnt frá 1. mars 2018 til og með 29. mars 2018 fyrir hagsmunaaðilum að Suðurgötu 31, Tjarnargötu 32, 34 og 36.

Engar athugasemdir bárust.

Stækkun:  6,4 ferm., 209,8 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Lagfæra skráningu.

83.    Suðurlandsbraut 14     (01.263.101) 103522    Mál nr. BN054413

Reginn atvinnuhúsnæði ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að skipta þriðju hæð í tvö sjálfstæð skrifstofurými með eigin flóttaleiðum og sameiginlegu flóttasvæði sem eru svalir sem byggðar verða á suðurhlið húss á lóð nr. 14 við Suðurlandsbraut.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

84.    Suðurlandsbraut 72     (01.473.301) 222540    Mál nr. BN054456

Hans Olav Andersen, Hávallagata 21, 101 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir aðstöðusköpun og jarðvinnu fyrir fjölbýlishús á lóð nr. 72-74 við Suðurlandsbraut sbr. BN053663.

Erindi fylgir bréf dags. 28. mars 2018 með rökstuðningi ásamt verkáætlun.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

85.    Sæbraut 91         Mál nr. BN054463

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja nýjan innsiglingarvita, sem jafnframt mun nýtast sem útsýnispallur og áningarstaður á leið meðfram norðurströndinni á lóð nr. 91 við Sæbraut.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

86.    Sæmundargata 2     (01.603.201) 106638    Mál nr. BN054419

Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, breikka hurðagöt, endurgera snyrtingar og kaffistofu á 3. hæð bæta brunavarnir og koma fyrir lyftu í Nýja Garði á lóð nr. 2 við Sæmundargötu.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

87.    Sæmundargata 21     (01.631.301) 220418    Mál nr. BN054469

Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir uppsteypu kjallara og plötu yfir kjallara fyrir nýbyggingu Stúdentagarða á lóð nr. 21 við Sæmundargötu, sbr. byggingarleyfi BN054018.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

88.    Tjarnargata 16     (01.141.303) 100907    Mál nr. BN054375

Ragnar Kjartansson, Tjarnargata 16, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir nýjum svölum út frá eldhúsi 1. hæðar og tröppum frá þeim niður í garð á lóð nr. 16 við Tjarnargötu.

Samþykki meðeigenda húss dags. 26. feb. 2018, bréf hönnuðar um beiðni um undanþágu frá BR 112/2012 dags. 7. mars 2018 fylgir erindinu.

Umsögn virkishönnuðar dags. 27 feb. 2018

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

89.    Trilluvogur 1     (01.452.301) 225188    Mál nr. BN054383

Enver ehf., Lágmúla 7, 105 Reykjavík

Vogabyggð ehf., Austurstræti 11, 101 Reykjavík

Sótt erum leyfi til að byggja þriggja til fimm hæða fjölbýlishús með 41 íbúð, þriggja hæða raðhús með 5 íbúðum og bílgeymslu sem er að hluta niðurgrafin með 42 stæðum á lóð nr. 1 við Trilluvog.

Erindi fylgir brunahönnun dags. 13. mars 2018, hljóðvistarskýrsla dags. 6. mars 2018 og bréf Vogabyggðar dags. 15. mars 2018.

Einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. apríl 2018.

Stærð, A-rými:  5.332,2 ferm., 19.145,3rúmm.

B-rými:  1.460,4 ferm., 5.210,4 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

90.    Tunguháls 8     (04.342.101) 179593    Mál nr. BN054381

Opus fasteignafélag ehf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053604 þannig að hús er hækkað um 70 cm og innra skipulagi og útliti breytt í húsi á lóð nr. 8 við Tunguháls.

Bréf frá hönnuði dags. 5. apríl 2018 fylgir. 

Stækkun vegna hækkunar er:  500,3 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsing vegna lóðar sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

91.    Týsgata 1     (01.181.202) 101756    Mál nr. BN052274

Lúkar ehf., Bjarmalandi 7, 108 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum, sem eru þær að svalir hafa verið byggðar á 4. hæð, gluggum breytt í svalahurð og hurð út í garð fjarlægð, gluggi síkkaður og komið er fyrir hurð frá rými 0101, einnig er sótt um að  innrétta íbúð á 2. hæð, byggja svalir á suðausturhlið og sameina 0102 og 0103 í eina verslun á 1. hæð húss á lóð nr. 1 við Týsgötu.

Samþykki meðeigenda dags. 16. janúar 2017 og 13. febrúar 2017 fylgir erindi ásamt umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 5. desember 2016.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. mars 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. mars 2017.Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. 

Þinglýsa þarf kvöð um að ekki megi fækka inngöngum á jarðhæð eða byrgja fyrir glugga áður en byggingarleyfi er gefið út.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

92.    Vallarstræti 4     (01.140.416) 100857    Mál nr. BN053963

Lindarvatn ehf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurbæta og byggja viðbyggingu á bakhlið friðaðs húss, innrétta verslun á 1. hæð og íbúðir á efri hæðum, spennistöð, stiga- og lyftuhús sem tengist Thorvaldsenstræti 2 í viðbyggingu, gerð grein fyrir áður gerðum kjallara og hann stækkaður og gerð aðkoma að hóteli á Landsímareit í húsi á lóð nr. 4 við Vallarstræti.

Jafnframt er erindi BN047440 fellt úr gildi.

Erindi fylgja umsagnir Minjastofnunar Íslands dags. 2. janúar, 7. mars og 19. mars 2018 og þinglýstar kvaðir um samnýtingu á vagna- og hjólageymslu, sorpi, þvottahúsi og aðgengi dags. 26. mars 2018.

Stækkun:  276,2 ferm.

Eftir stækkun, A-rými:  864,8 ferm.,  2.961,1 rúmm.

B-rými:  67,8 ferm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

93.    Vegamótastígur 7     (01.171.509) 205361    Mál nr. BN054220

Reir ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053531, um er að ræða að breyta innra skipulagi til að opna tímabundið yfir lóðamörk að Laugavegi 18 á 2., 3. og 4. hæð og breyta þannig fyrirkomulagi flóttaleiða í hóteli á lóðum 7 og 9 við Vegamótastíg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits.

94.    Vegamótastígur 9     (01.171.508) 101424    Mál nr. BN054221

Reir ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053541, um er að ræða að breyta innra skipulagi til að opna tímabundið yfir lóðamörk að Laugavegi 18 á 2., 3. og 4. hæð og breyta þannig fyrirkomulagi flóttaleiða í hóteli á lóðum 7 og 9 við Vegamótastíg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits.

95.    Vesturgata 55     (01.133.220) 100250    Mál nr. BN054445

Atli Davíð Smárason, Kambsvegur 1a, 104 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri íbúð í rými 0101 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 55 við Vesturgötu.

Erindi fylgir íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 31. ágúst 2001 og þinglýstur kaupsamningur dags. 24. mars 1994.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

96.    Vonarstræti 10     (01.141.109) 100889    Mál nr. BN054394

Oddfellowhúsið í Reykjavík, Vonarstræti 10, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að framlengja skyggni yfir aðalanddyri um 40 cm, glerskífum komið fyrir milli skyggnis og stalla og handlistum framan á stalla við inngang á húsi á lóð nr. 10 við Vonarstræti. 

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

97.    Þarabakki 3     (04.603.702) 111729    Mál nr. BN054321

Félag Drúida á Íslandi, Þarabakka 3, 109 Reykjavík

Sótt er um breytingu á erindi BN052391 sem felst í breytingum á innra fyrirkomulagi rýma 0001 og 0101 í húsi á lóð nr. 3 við Þarabakka.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

98.    Þverholt 15     (01.244.301) 215990    Mál nr. BN054459

Búseti húsnæðissamvinnufélag, Síðumúla 10, 108 Reykjavík

Sótt er um breytingar á erindi BN047340 sem orðið hafa á byggingartíma í bílageymslu, mhl. 11, í húsi á lóð nr. 15 við Þverholt.

Stærðabreytingar:

A-rými: x ferm., x rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

99.    Þverholt 18     (01.244.001) 103175    Mál nr. BN054462

Friðrik Skúlason ehf, Þverholti 18, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að gera gististað í flokki lll - tegund a í mhl. 05 og  tegund b í mhl. 06 fyrir alls  48 gesti í húsi  á lóð nr. 18 við Þverholt.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda og málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

100.    Ægisgata 5     (01.132.010) 100200    Mál nr. BN053469

THB Eignir ehf., Vallargerði 4, 200 Kópavogur

Kná ehf., Grímarsstöðum, 311 Borgarnes

Endurupptaka á áður synjaðri afgreiðslu sem var þá með vísan í umsögn frá skipulagsfulltrúa dags. 6. október 2017.

Sótt er um leyfi til að breyta íbúðum 0201, 0203, 0301, 0305, 0401 og 0403 í gististað í flokki II tegund G fyrir fjóra gesti í hverri íbúð í húsi á lóð nr. 5 við Ægisgötu.

Umboð sumra eigenda dags. 25. ágúst 2017 fylgir erindi.

Einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. október 2017 ásamt leiðréttri umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. nóvember 2017.

Samþykki frá með eigendum dags. 12. febrúar 2018 fylgir. 

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

Ýmis mál

101.    Rauðalækur 40     (01.344.105) 104029    Mál nr. BN054454

Bjarki Þór Eliasen, Rauðalækur 40, 105 Reykjavík

Tilkynnt er um framkvæmd sem felst í því að fjarlægja hluta úr burðarvegg milli eldhúss og borðstofu ásamt því að stækka hurðargöt þar og breyta fyrirkomulagi í eldhúsi í íbúð 0101 í húsi á lóð nr. 40 við Rauðalæk.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

Fyrirspurnir

102.    Blönduhlíð 12     (01.713.101) 107234    Mál nr. BN054439

Ágúst Geir Ágústsson, Blönduhlíð 12, 105 Reykjavík

Spurt er hvort heimilt sé að saga gat úr steyptum millivegg á 1. hæð í húsi nr. 12 við Blönduhlíð.

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 14. mars 2018 fylgir erindi.

Afgreitt.

Tilkynna þarf framkvæmd, sjá leiðbeiningar á fyrirspurnarblaði.

103.    Dugguvogur 15     (01.454.118) 105635    Mál nr. BN054429

Einar Þór Guðmundsson, Dugguvogur 15, 104 Reykjavík

Spurt er hvort endurnýja megi burðarvirki þaks og samhliða því að hækka ris á bakhlið sbr. snið á austurhlið.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

104.    Hólatorg 4     (01.160.311) 101173    Mál nr. BN054402

Katrín Fjeldsted, Hólatorg 4, 101 Reykjavík

Valgarður Egilsson, Hólatorg 4, 101 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að gera innkeyrslu á lóð nr. 4 við Hólatorg.

Afgreitt.

Samræmist deiliskipulagi.

105.    Hrísateigur 18     (01.346.204) 104085    Mál nr. BN054448

Myrra Leifsdóttir, Guðrúnargata 3, 105 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fáist til að færa stiga í sameign undir séreign 0201, setja inngangshurð að íbúð 0201 í stigaþrep, byggja við anddyri og setja svalir á gafl í húsi á lóð nr. 18 við Hrísateig.

Afgreitt.

Sjá leiðbeiningar á fyrirspurnarblaði.

106.    Ingólfsstræti 2     (01.170.305) 101342    Mál nr. BN054458

Cosimo Heimir Fucci Einarsson, Þingholtsstræti 7a, 101 Reykjavík

Spurt er hvort að þurfi að sækja um ef sett er útloftun á glugga efst í horni eða gera gata við vegg vestur á húsi á lóð nr. 2 við Ingólfsstrætis.

Afgreitt.

Sækja þarf um byggingarleyfi, sjá leiðbeiningar á fyrirspurnarblaði.

107.    Smárarimi 43     (02.534.304) 195500    Mál nr. BN054434

Svandís Huld Gunnarsdóttir, Smárarimi 43, 112 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að skipta um þakefni /þakplötur á húsi á lóð nr. 43 við Smárarima.

Afgreitt.

Sjá leiðbeiningar á fyrirspurnarblaði.

Fundi slitið kl. 15:50

Erna Hrönn Geirsdóttir

Nikulás Úlfar Másson    Óskar Torfi Þorvaldsson

Sigrún Reynisdóttir    Sigríður Maack

Jón Hafberg Björnsson    Harpa Cilia Ingólfsdóttir

Olga Hrund Sverrisdóttir