Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2018, miðvikudaginn 21. mars, kl. 9:13, var haldinn 225. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, Ráðssal. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Torfi Hjartarson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Sigurborg Ó Haraldsdóttir, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Örn Þórðarson og Ingvar Jónsson áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Þorsteinn Hermannsson, Oddrún Helga Oddsdóttir og Marta Grettisdóttir. Kolbrún Jónatansdóttir og starfsfólk samgöngudeildar hjá umhverfis- og skipulagssviði sitja fundinn undir liðum 1-15. Ágústa Sveinbjörnsdóttir situr fundinn undir liðum 17-46. Kl. 10:00 vék Örn Sigurðsson af fundi, Ólöf Örvarsdóttir tók sæti á fundinum á sama tíma.
Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.
Þetta gerðist:
(E) Umhverfis- og samgöngumál
1. Samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu, skil samstarfshóps SSH og Vegagerðarinnar Mál nr. US180050
Lagt fram bréf stýrihóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu Vegagerðarinnar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 5. mars 2018 ásamt tillögum stýrihópsins um samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2030.
Hrafnkell Proppé svæðisskipulagsstjóri tók sæti á fundinum undir þessum lið og kynnir.
2. Kringlumýrarbraut milli Miklubrautar og Bústaðavegar, útfærsla hljóðveggja, göngu- og hjólastíga Mál nr. US180060
Kynning á útfærslu hljóðveggja og göngu- og hjólastíga við Kringlumýrarbraut milli Miklubrautar og Bústaðavegar.
Kristín Ómarsdóttir fulltrúi Eflu tók sæti á fundinum undir þessum lið og kynnir.
3. Hleðsla rafbíla í borgarlandi erlendis -, kynning Mál nr. US180062
Kynning á hleðslu rafbíla í borgarlandi erlendis.
Símon R. Unndórsson fulltrúi VSÓ ráðgjöf tekur sæti á fundinum undir þessum lið og kynnir
Guðmundur B. Friðriksson skrifstofustjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
4. Göngugötur, breytt fyrirkomulag til að liðka fyrir vörulosun Mál nr. US180057
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur og borgarhönnun, dags. 19. mars 2018 um bann við almennri umferð um göngugötusvæði á vörulosunartíma.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Herdís Anna Þorvaldsdóttir og Örn Þórðarson sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Ólafur Ingibergsson tók sæti á fundinum undir þessum lið.
5. Laugavegur milli Barónsstígs og Frakkastígs, breytingar á bílastæðum Mál nr. US180058
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur og borgarhönnun, dags. 16. mars 2018 að breytingu á bílastæðum við Laugaveg milli Barónsstígs og Frakkastígs.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Herdís Anna Þorvaldsdóttir og Örn Þórðarson sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Ólafur Ingibergsson tók sæti á fundinum undir þessum lið.
6. Samgöngukerfi hjólreiða um höfuðborgarsvæðið, greining og mat fyrir áframhaldandi uppbyggingu. Mál nr. US180048
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram skýrsla Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. í mars 2018 um samgöngukerfi hjólreiða um höfuðborgarsvæðið.
Kynnt.
7. Hjólreiðaáætlun 2015-2020, helstu verkefnin framundan Mál nr. US180051
Kynning á stöðu helstu verkefna Hjólreiðaáætlunar 2015-2020.
Kynnt.
8. Rafhjól til útláns, kynning Mál nr. US180053
Kynning á útfærslu tilraunaverkefnis um útlán á rafhjólum til Reykvíkinga.
Kynnt.
9. Stofnvegir í Reykjavík, umferðargreining í vinnslu Mál nr. US180056
Kynning á forsendum og stöðu áframhaldandi greiningar á völdum köflum stofnvegakerfisins í Reykjavík.
Kynnt.
Kl. 11:40 víkur Örn Þórðarson af fundi.
10. Léttum á umferðinni, opið málþing um samgöngur í Reykjavík Mál nr. US180059
Kynning á dagskrá málþings um samgöngur í Reykjavík.
Kynnt.
Kl. 11:45 tekur Björn Jón Bragason sæti á fundinum.
11. Bústaðavegur, hjólastígur milli Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar Mál nr. US180054
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur og borgarhönnun, dags. 16. mars 2018 ásamt tillögu Eflu dags. í mars 2018 að hjólastíg við Bústaðaveg milli Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar.
Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Heiða Björg Hilmisdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna, Torfi Hjartarson og fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir og fulltrúi sjálfstæðisflokksins Herdís Anna Þorvaldsdóttir samþykkja framlagaða tillögu Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Björn Jón Bragason greiddi atkvæði á móti tillögunni
Vísað til borgarráðs.
12. Týsgata/Óðinstorg, einstefna/ stöðubann Mál nr. US180045
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssvið, samgöngur, dags. 8. mars 2018 þar sem lagt er til að Týsgata verði einstefna frá Skólavörðustíg til suðvesturs og að Þórsgata, milli Týsgötu og Óðinsgötu, verði einstefna frá Týsgötu til norðvesturs. Samhliða verði bílastæði á sama kafla Þórsgötu felld niður og stöðubann sett.
Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Heiða Björg Hilmisdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Torfi Hjartarson og fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir samþykkja tillögu umhverfis- og skipulagssviðs með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Björn Jón Bragason greiddi atkvæði á móti tillögunni
Fulltrúi sjálfstæðisflokksins Herdís Anna Þorvaldsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins og bókar:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Herdís Anna Þorvaldsdóttir og Björn Jón Bragason eru á móti fækkun bílastæða á þessu svæði og telja að betur hefði farið á að halda áfram með það fyrirkomulag sem fólst í verkefninu Torg í biðstöðu, s.s. torg á sumrin en bílastæði á veturna. Reynslan hafi sýnt fram á óverulega nýtingu á Óðinstorgi nema þegar veður er sérstaklega gott.
Í borg þar sem veðurfar er eins og við þekkjum þjónar það þörfum borgarbúa betur að geta nýtt svæðið undir bílastæði á þeim tíma sem veðurfarslega reynist erfiðara að nýta aðra samgöngumáta.
13. Kringlumýrarbraut, Miklabraut og nágrenni, hraðaminnkun Mál nr. US180049
Lagt fram bréf Hverfisráðs Hlíða dags. 12. mars 2018 varðandi hraðaminnkun sem og aðgerðir til að auka öryggi gangandi og hjólandi, við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar og aðra staði í nágrenninu.
Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Heiða Björg Hildmisdóttir Bollason, fulltrúi Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna framboðs Torfi Hjartarson , fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Herdís Anna Þorvaldsdóttir bóka: “Tekið er undir þau sjónarmið hverfisráðs Hlíða að stuðla þurfi að öryggi gangandi og hjólandi við þær stóru umferðaræðar sem liggja um hverfið og að bæta megi borgarumhverfið með hraðatakmörkunum. Hraður akstur um íbúðabyggð dregur úr lífsgæðum íbúa með hljóðmengun og svifryki, ógnar öryggi allra vegfarenda óháð ferðamáta en skapar ekki síst hættu fyrir þá sem velja vistvænar samgönguleiðir.”
14. Stöðubrot, þróun sl. 3 ár Mál nr. US180064
Kynnt þróun á fjölda stöðvunarbrotagjalda fyrir stæði hreyfihamlaða, almennra stæða og aukastöðugjalda sl. 3. ár.
Kynnt.
15. Vorhreinsun gatna og stíga 2018, kynning Mál nr. US180063
Kynning á framkvæmd vorhreinsunar gatna og stíga í Reykjavík vorið 2018.
Kynnt.
16. SORPA bs., fundargerð Mál nr. US130002
Lögð fram fundargerð SORPU bs. nr. 387 frá 16. mars 2018.
(A) Skipulagsmál
17. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerðir Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 16. mars 2018.
18. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, miðborgin, breyting á aðalskipulagi, markmið um göngugötur Mál nr. SN170909
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagsviðs dags. í mars 2018 að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er varðar markmið um göngugötur í miðborginni. Breytingartillagan felur einkum í sér endurbætur á núgildandi markmiðum aðalskipulags, þ.e. skerpingu á almennum markmiðum um göngugötur, ákveðnari skilgreiningar og skýrari afmörkun þess svæðis ákvæðin geta náð til.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
19. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, breytt afmörkun landnotkunar, breyting á aðalskipulagi Mál nr. SN180067
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju verklýsing umhverfis- og skipulagssviðs dags. dags. febrúar 2018 vegna breytinga á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Í breytingunni felst breytt afmörkun landnotkunar fyrir samfélagsstofnanir og fleiri sambærilegar lagfæringar. Kynning stóð til og með 22. mars 2018. Eftirtaldir sendu inn umsagnir: Bláskógabyggð dags. 7. mars 2018, Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 12. mars 2018, Garðabær, dagd. 13. mars 2018 og Skipulagsstofnun, dags, 14. mars 2018. Einnig er lögð fram drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs dags. í mars 2018 að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Í breytingunni felst að afmörkun landnotkunar er leiðrétt til samræmis við lóðamörk og núverandi notkun lóða.
Samþykkt að kynna drög að tillögu, sbr. 2. mgr.,30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Drögin verði send á hagsmunaaðila og verða aðgengileg á vef umhverfis- og skipulagssviðs.
Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
20. Suður Mjódd, breyting á deiliskipulagi (04.91) Mál nr. SN180140
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Suður Mjóddar. Í breytingunni felst í meginatriðum stækkun á lóðinni við Álfabakka 4, aukning á nýtingu og byggingarmagni ásamt því að hámarkshæð bygginga hækkar o.fl. auk uppfærðra kvaða um settjörn og legu rafstrengja skv. deiliskipulagsuppdrætti Teiknistofunnar Storð ehf. dags. 2. mars 2018. Einnig er lagður fram skýringaruppdráttur dags. 2. mars 2018 og greinargerð dags. 2. mars 2018.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Jafnfram er samþykkt að falla frá fyrri samþykkt ráðsins frá 14. mars 2018.
Vísað til borgarráðs.
Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
21. Blikastaðavegur 2-8, breyting á deiliskipulagi (02.4) Mál nr. SN180147
Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík
Korputorg ehf., Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík
Lögð fram umsókn Arkís arkitekta ehf. f.h. Korputorgs ehf. dags. 1. mars 2018 ásamt bréfi dags. 1. mars 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 2-8 við Blikastaðaveg. Í breytingunni felst að hluti ytri byggingarreits er skilgreindur sem byggingarreitur, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 1. mars 2018.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfis- og skipulagsráð bókar: "Umhverfis- og skipulagsráð beinir því til lóðarhafa að við Blikastaðaveg 2 – 8 skuli fara að gildandi skilmálum deiliskipulags um að hlutfall gróðurþekju skuli vera að minnsta kosti 5% af flatarmáli bílastæða og að koma skuli fyrir trjágróðri við gangstíga milli bílastæða að byggingu. Lóðarhafi skuli einnig sjá um uppbyggingu og rekstur 7 metra breiðs gróðurbeltis á milli Vesturlandsvegar og lóðar."
Vísað til borgarráðs.
Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
22. Vesturlandsvegur, nýtt deiliskipulag Mál nr. SN160742
Lögð eru fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs og Vegagerðarinnar um nýtt deiliskipulag fyrir Vesturlandsveg. Afmörkun fyrirhugaðs deiliskipulags er frá sveitarfélagsmörkum við Mosfellsbæ að afleggjaranum inn í Hvalfjörð. Um er að ræða ca. 14 km kafla og helgunarsvæði hans. Markmið framkvæmda og skipulagsins er að vegurinn verði endurbættur til að auka umferðaröryggi og greiða fyrir umferð. Stefnt er að 2+1 vegi á stærstum hluta deiliskipulagsins og fækkun tenginga við þjóðveginn með gerð hliðarvega. Með skipulaginu þá næst jafnframt yfirlit yfir tengingar fyrir hliðarvegi, stíga og reiðleiðir auk fleiri umferðaröryggismála sem þarf að útfæra í skipulagi, skv. uppdr. Eflu og Landslags dags. 6. mars 2018. Einnig er lögð fram greinargerð, skilmálar og umhverfisskýrsla dags. 16. mars 2018 og fornleifaskráning Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. í mars 2018.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
23. Kjalarnes, Árvellir, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN180197
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Árvalla á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að vegna nýs deiliskipulags fyrir Vesturlandsveg er afmörkun skipulags Árvalla breytt þannig að þau miða við veghelgunarsvæði vegarins. Einnig breytist aðkoman að svæðinu, samkvæmt uppdrætti Landslags ehf., dags. 6. mars 2018.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
24. Kjalarnes, Grundarhverfi, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN180201
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Grundarhverfis á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að vegna nýs deiliskipulags fyrir Vesturlandsveg er afmörkun skipulags Grundarhverfis færð til vesturs frá Vesturlandsvegi, samkvæmt uppdrætti Landslags ehf. dags. 6. mars 2018.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
25. Kjalarnes, Mógilsá, breyting á deiliskipulagi (34.2) Mál nr. SN180203
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Mógilsá Kollafjarðar á KJalarnesi. Í breytingunni felst að vegna nýs deiliskipulags fyrir Vesturlandsveg þá færast mörk lóðar Þ1 norðar á 150 m kafla. Samhliða því minnkar lóðin, heimilt byggingarmagn á reit A er aukið og skilmálum um leyfilega þjónustu breytt, samkv. uppdr. Landmótunar ehf. dags. 16. febrúar 2018.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
26. Kjalarnes, Saltvík, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN180198
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Saltvíkur á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að vegna nýs deiliskipulags fyrir Vesturlandsveg er afmörkun skipulags Saltvíkur fært í suðvestur fjær Vesturlandsvegi og miðast við veghelgun vegarins. Einnig færist vegtenging við Vesturlandsveg inn á nýjan hliðarveg, samkvæmt uppdrætti Landslags ehf. dags. 6. mars 2018.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
27. Kjalarnes, Skrauthólar, breyting á deiliskipulagi (33.2) Mál nr. SN180199
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Skrauthóla á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að vegna nýs deiliskipulags fyrir Vesturlandsveg er afmörkun skipulags Skrauthólar færð austur fyrir Vesturlandsveg. Einnig er lega reiðleiðar færð austur fyrir Esjuveg og afmörkun græna trefilsins leiðrétt, samkvæmt uppdrætti Landslags ehf. dags. 6. mars 2018.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
28. Kjalarnes, Vallá, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN180200
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Vallá á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að vegna nýs deiliskipulags fyrir Vesturlandsveg er afmörkun vesturhluta skipulags Vallá færð austar nær býlinu. Einnig er lega aðkomuvegar breytt vegna nýrra afkærra undirgangna undir Vesturlandsveg. Nýr hliðarvegur er áætlaður vestan við Litlu Vallá sem er ný tenging. Lega reiðleiðar er færð austur fyrir Esjuveg, samkvæmt uppdrætti Landslags ehf. dags. 6. mars 2018.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
29. Borgartún 32, breyting á skilmálum deiliskipulags (01.232.0) Mál nr. SN170919
Borgartún ehf, Hegranesi 22, 210 Garðabær
Rúnar Hauksson, Ásvallagata 16, 101 Reykjavík
Lögð fram umsókn Rúnars Haukssonar f.h. Borgartúns 32 mótt. 12. desember 2017 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags fyrir lóð nr. 32 við Borgartún. Í breytingunni felst að byggingarmagn á lóð breytist, sökklar vesturhluta eldra húss undir plötu 1. hæðar breytast í geymslusvæði í kjallara og breyting verður á nýtingarhlutfalli lóðar, samkvæmt tillögu Teiknistofu Garðars Halldórssonar, húsameistara dags. 8. desember 2017.
Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.
Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
30. Efstaleiti - RÚV reitur, breyting á deiliskipulagi (01.7) Mál nr. SN180170
Skuggi 4 ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur
Lögð fram umsókn Helga Mars Hallgrímssonar f.h. Skugga 4 ehf. dags. 8. mars 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi RÚV reits. Í breytingunni felst breytingar á lóðum fyrir djúpgáma umhverfis lóðir A og B, djúpgámalóðum er fækkað, lóðir færðar til og ein djúpgámalóð er stækkuð, lóðir H og I eru fjarlægðar og breytist landsvæði þeirra í borgarland og lóð F stækkar, samkvæmtuppfærðum uppdr. Arkþings ehf. dags. 8. mars 2018.
Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.
Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
31. Skólavörðustígur 36, breyting á deiliskipulagi (01.181.4) Mál nr. SN170465
Arwen Holdings ehf., Seljavegi 2, 101 Reykjavík
Lögð fram að umsókn Arwen Holdings ehf. dags. 13. mars 2018 ásamt bréfi dags. 13. mars 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.181.4, Lokastígsreits 4, vegna lóðarinnar nr. 36 við Skólavörðustíg. Í breytingunni felst að auka byggingarmagn á 1. hæð að suðvestur lóðarmörkum, nýta þakhæð 1. hæðar að hluta sem þaksvalir og stækka og hækka stigahúsið, samkvæmt uppdr. ARKHD dags. 12. mars 2018.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(B) Byggingarmál
32. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 966 frá 20. mars 2018.
(D) Ýmis mál
33. Umhverfis- og skipulagsráð, Páskar 2018 Mál nr. US180041
Lagt er til að fundir umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur falli niður dagana 28. mars og 4. apríl 2018.
34. Kirkjusandur, málskot (01.34) Mál nr. SN180196
VA arkitektar ehf, Borgartúni 6, 105 Reykjavík
Lagt fram málskot VA arkitekta ehf. f.h. lóðarhafa dags. 14. mars 2018 vegna afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 23. febrúar 2018 varðandi endurskoðun á A og B fermetrum á lóð D á Kirkjusandsreit. Einnig eru lagðar fram teikningar dags. 19. janúar 2018. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. febrúar 2018.
Fyrri afgreiðsla skiplagsfulltrúa frá 23. febrúar 2018 staðfest.
35. Reykjavíkurflugvöllur, Flugskýli 1, undirbúningur friðlýsingar Mál nr. SN180179
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar dags. 14. febrúar 2018 þar sem erindi Minjastofnunar Íslands dags. 31. janúar 2018 um undirbúning friðlýsingar Flugskýlis 1 á Reykjavíkurflugvelli er vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. mars 2018.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. mars 2018 samþykkt.
Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
36. Umhverfis- og skipulagssvið, innkaupaskýrsla (USK2015020003) Mál nr. US130045
Lagt fram yfirlit yfir viðskipti umhverfis- og skipulagssviðs við innkaupadeild í febrúar 2018.
37. Þjóðhildarstígur 2-6, kæra 41/2018 (04.112.2) Mál nr. SN180182
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 12. mars 2018 ásamt kæru dags. 10. mars 2018 þar sem kærð er útgáfa byggingarleyfis vegna viðbyggingar suðaustan megin að Þjóðhildarstíg 2-6. Jafnframt er gerð krafa um stöðvun framkvæmda.
Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.
38. Bolholt 6-8, kæra 35/2018 (01.251.2) Mál nr. SN180183
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 12. mars 2018 ásamt kæru dags. 4. mars 2018 þar sem kærð er útgáfa byggingarleyfis vegna breytinga á húsnæði að Bolholti 6-8.
Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.
39. Þrastargata 1-11, nr. 7B, kæra 38/2018 (01.553.1) Mál nr. SN180184
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 12. mars 2018 ásamt kæru dags. 7. mars 2018 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkur frá 8. febrúar 2018 um að hafna að beita úrræðum 2. mgr. 55. gr. laganr. 160/2010 um mannvirki vegna kvista á norður- og suðurhlið húss að Þrastargötu 7B, sem stendur á sameiginlegri lóð nr. 1-11 við Þrastargötu.
Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.
40. Árbæjarblettur 62/Þykkvibær 21, kæra 10/2018, umsögn (04.350.9) Mál nr. SN180136
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 24. janúar 2018 ásamt kæru mótt. 22. janúar 2018 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi Árbæjar - Seláss vegna lóðarinnar Árbæjarblettur 62/Þykkvabær 21. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 13. mars 2018.
41. Reykjavíkurvegur 27, skipting lóðar (01.635.8) Mál nr. SN180041
Steinunn Lukka Sigurðardóttir, Reykjavíkurvegur 27, 101 Reykjavík
Trípólí sf., Klapparstíg 16, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 8 mars 2018 um samþykki borgarráðs s.d. vegna synjunar um að skipta lóðinni nr. 27 við Reykjavíkurveg í tvær lóðir.
42. Naustareitur, reitur 1.132.1, breyting á deiliskipulagi (01.132.1) Mál nr. SN180092
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 8. mars 2018 um samþykki borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi á Naustareit.
43. Austurheiðar, skipulagslýsing (04.4) Mál nr. SN170877
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 8. mars 2018 um samþykki borgarráðs s.d. vegna lýsingar á deiliskipulagi fyrir Austurheiði, útivistarsvæði.
44. Skógarhlíð 22, Þóroddsstaðir, breyting á deiliskipulagi (01.705.8) Mál nr. SN160912
VERT ehf., Skógarhlíð 22, 105 Reykjavík
Hornsteinar arkitektar ehf, Ingólfsstræti 5, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 8. mars 2018 um samþykki borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi Skógarhlíðar vegna lóðarinnar nr. 22 við Skógarhlíð.
45. Gamla höfnin - Alliance reitur, breyting á deiliskipulagi (01.0) Mál nr. SN160673
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 8. mars 2018 um samþykki borgarráðs s.d. á umsögn skipulagsfulltrúa vegna athugsemdar Skiplagsstofnunar á deiliskipulagi Alliance reits.
46. Fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, byggingarleyfi á Landssímareit Mál nr. US180065
Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:
"Hefur leyfi verið veitt til byggingaframkvæmda sem fyrirhugað er að nái til Víkurgarðsins, hins forna kirkjugarðs Reykjavíkur, án þess að gætt hafi verið ákvæða laga um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu nr. 36/1993? Í 33. gr. laganna segir að ekki megi gera jarðrask í niðurlögðum kirkjugarði né reisa þar nein mannvirki en ráðuneytið geti veitt undanþágu frá þessu, að fengnu samþykki kirkjugarðaráðs. Hafi ráðuneytið ekki veitt undanþágu til þessa og kirkjugarðaráð ekki samþykkt slíkt verður að líta svo á að brotið hafi verið gegn framangreindu lagaákvæði með því að veita leyfi til byggningaframkvæmda í Víkurgarðinum. Að því gefnu að byggingarleyfið hafi ekki fullnægjandi lagastoð af framangreindum ástæðum verða byggingaframkvæmdir stöðvaðar þar til leyst hefur verið úr þeim lagalegu álitaefnum sem þarna um ræðir?"
Frestað.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 14:30
Fundargerðin lesin yfir og undirrituð
Hjálmar Sveinsson
Magnea Guðmundsdóttir Heiða Björg Hilmisdóttir
Torfi Hjartarson Sigurborg Ósk Haraldsdóttir
Herdís Anna Þorvaldsdóttir Björn Jón Bragason
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2018, þriðjudaginn 20. mars kl. 10:07 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 966. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Björgvin Rafn Sigurðarson, Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Halldóra Theódórsdóttir, Olga Hrund Sverrisdóttir, Óskar Torfi Þorvaldsson, Jón Hafberg Björnsson og Sigríður Maack
Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson, Nikulás Úlfar Másson mætti kl. 12.32.
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Aðalstræti 4 (01.136.501) 100591 Mál nr. BN054260
Best ehf., Pósthólf 5378, 125 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN046609, um er að ræða texta um brunavarnir í byggingarlýsingu v/lokaúttektar í hóteli á lóð nr. 4 við Aðalstræti.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
2. Aðalstræti 6 (01.136.502) 100592 Mál nr. BN054259
Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Miðjan hf., Hlíðasmára 17, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN046609, um er að ræða texta um brunavarnir í byggingarlýsingu v/lokaúttektar í hóteli á lóð nr. 6 við Aðalstræti.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
3. Aðalstræti 8 (01.136.503) 100593 Mál nr. BN054261
Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Miðjan hf., Hlíðasmára 17, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN046609, um er að ræða texta um brunavarnir í byggingarlýsingu v/lokaúttektar í hóteli á lóð nr. 4 við Aðalstræti.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
4. Arnarhlíð 2 (Hlíðarendi 1-7) (01.629.502) 220839 Mál nr. BN054208
NH eignir ehf., Suðurlandsbraut 4a, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048979, um er að ræða fjölgun á íbúðum og bílastæðum sem verða nú 142, fyrirkomulagi á geymslum breytt og útlit breytist lítils háttar á fjölbýlishúsi á lóð nr. 2 við Arnarhlíð.
Erindi fylgir brunahönnun frá Eflu dags. í febrúar 2018 og minnisblað hönnuða dags. 5. febrúar 2018.
Stærðir óbreyttar.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
5. Bankastræti 14-14B (01.171.202) 101383 Mál nr. BN054249
Fákafen ehf., Fákafeni 11, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051954 sem felst í því að eldhúsi á 4. hæð er breytt ásamt aðkomu að baðherbergjum auk þess sem leiðrétt er staðsetning eldvarnarglers á 3. og 4. hæð í húsi á lóð nr. 14 við Bankastræti.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
6. Blesugróf 12 (01.885.506) 108895 Mál nr. BN053956
Pétur Ingason, Hesthamrar 13, 112 Reykjavík
Magnús Þór Hjálmarsson, Lautasmári 3, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja parhús með geymslum og bílgeymslum í kjallara á lóð nr. 12 við Blesugróf.
Stærðir: A-rými 294,0 ferm., 1.090,2 rúmm.
Útskrift úr gerðabók embættis afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. janúar 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. janúar 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
7. Borgartún 8-16A (01.220.107) 199350 Mál nr. BN054302
Höfðaíbúðir ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN047928, m.a. inngangshurðum á jarðhæð, fyrirkomulagi eldhúsa, stigleiðsla færð til, komið fyrir setlaug á svölum á 12. hæð, gluggum á 12. hæð breytt og rimlaverk fjarlægt af þaki fjölbýlishúss, merkt S1 og er mhl. 05 á lóð nr. 8-16A við Borgartún.
Stækkun: 110,1 ferm., 163 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu..
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
8. Borgartún 8-16A (01.220.107) 199350 Mál nr. BN054380
Höfðaíbúðir ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta skilgreiningu á íbúðum á 1. - 8. hæð, 38 íbúðir, sem gististað í flokki II, teg. íbúð, í fjölbýlishúsi á lóð nr. 8-16A við Borgartún.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
9. Brautarholt 2 (01.241.201) 103019 Mál nr. BN053922
Almenna C slhf., Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta kennslusvæði í veitingaeldhús og í skrifstofurými verður komið fyrir kaffibrennslu í kaffihúsi á jarðhæð í rými 0101 í húsi á lóð nr. 2 við Brautarholt.
Bréf frá hönnuði um um loftræstingu frá staðnum vegna eldhúss og kaffibrennslu dags. 4. desember 2017 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
10. Breiðhöfði 13 (04.030.101) 110517 Mál nr. BN054240
Vagneignir ehf., Vagnhöfða 23, 110 Reykjavík
Tvíhorf sf., Brúarvogi 1-3, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053724 sem felst í að stækka stálgrindarviðbyggingu um 3 metra til norðurs og hækka um 23 cm á lóð nr. 13 við Breiðhöfða (áður Eirhöfða 2-4).
Stækkun: 123,4 ferm., 1.549,5 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
11. Bræðraborgarstígur 16 (01.134.221) 100347 Mál nr. BN054239
Stólpar ehf., Nesbala 114, 170 Seltjarnarnes
Sótt er um leyfi til að sameina matshluta 01 og 02 í matshluta 01 bæta við stiga í norðurhluta frá 1. hæð í rými 0102 upp á 2. hæð rými 0202, koma fyrir búningsaðstöðu í kjallara og breyta gluggum á norðvesturhlið á húsi á lóð nr. 16 við Bræðraborgarstíg.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 07. mars. 2018 fylgir.
Gjald kr. 11.000 + 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
12. Dalbraut 12 (01.344.501) 104042 Mál nr. BN054211
Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja anddyri við norðurinngang mhl. 01 og skábraut við vesturinngang sama mhl. á lóð nr. 12 við Dalbraut.
Stækkun: 10,6 ferm., 29,6 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.
13. Dunhagi 18-20 (01.545.113) 106483 Mál nr. BN052641
D18 ehf., Borgartúni 24, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja inndregna 4. hæð, byggja viðbyggingu við fyrstu hæð og kjallara, minnka og fjölga íbúðum úr 8 í 20, koma fyrir lyftu utan á húsinu og sorpgerði fyrir verslunarrými innan í rými 0106 á lóð nr. 18 - 20 við Dunhaga.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. júní 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. júní 2017.
Útskrift úr gerðabók fundar umhverfis- og skipulagsráðs frá 15. nóvember 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. október 2017, (13. nóvember 2017).
Erindið var grenndarkynnt frá 22. ágúst 2017 til og með 3. október 2017 fyrir hagsmunaaðilum að Dunhaga 19, 21,23. Fálkagötu 29, Arnargötu 14. Tómasarhagi 28, 32, 34, 36,38, 40, 42,44, 46. Hjarðarhaga 27, 29, 31 og 33.
Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Ásta Logadóttir, dags. 24. ágúst 2017 og 3. október 2017, Hildur Þórisdóttir, dags. 10. september 2017, Eyþór Mar Halldórsson, dags. 11. september 2017, Ásdís Schram, dags. 18. sept. 2017, Sólveig K. Jónsdóttir f.h. eigendur og íbúa að Hjarðarhaga 27, dags. 27. september 2017, Áslaug Árnadóttir hdl. f.h. hagsmunaaðila, dags. 2. október 2017 og Einar Ólafsson, dags. 3. október 2017.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. desember 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. desember 2017.
Stækkun viðbyggingu kjallara, 1. hæð og 4 hæð : 903,0 ferm., 2.459,0 rúmm.
Gjald kr. 11.000 + 11.000 + 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.
Þinglýsa skal kvöð um að ekki megi byrgja fyrir glugga á 1. hæð verslunarhúsnæðis, áður en byggingarleyfi er gefið út.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
14. Eyjarslóð 7 (01.110.504) 100022 Mál nr. BN054346
Hífandi ehf., Eyjarslóð 7, 101 Reykjavík
Sótt er um að leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II - teg. x, fyrir 50 gesti, á 2. hæð húss á lóð nr. 7 við Eyjarslóð.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
15. Fiskislóð 3 (01.089.502) 197244 Mál nr. BN054163
Samkaup hf., Krossmóa 4, 260 Njarðvík
Sótt er um leyfi til að skipta verslunarrými og innrétta apótek, koma fyrir nýjum inngangi á suðvesturhlið og nýrri hurð á suðurhlið fyrir starfsfólk og vörumóttöku í húsi á lóð nr. 3 við Fiskislóð.
Samþykki á umsóknarblaði dags. 14. febrúar 2018 fylgir.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.
16. Fiskislóð 31 (01.089.101) 209683 Mál nr. BN054332
Sjávarbakkinn ehf., Dalaþingi 12, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN052435 þannig að séreignum á 3. hæð er fækkað úr 12 í 6 í húsi á lóð nr. 31 við Fiskislóð.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
17. Fiskislóð 37C (01.086.401) 224427 Mál nr. BN054257
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að reisa hverfabækistöð, mhl. 01, sem er skrifstofur, matsalur, búningsaðstaða, verkstæði og vinnuaðstaða, og mhl. 02, sem eru yfirbyggðar þrær og aðstaða fyrir vinnuskóla, ásamt girðingu sem er 2,4 m á hæð á lóð nr. 37C við Fiskislóð.
Varmatapsútreikningar dags. 16. febrúar 2018, samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða v/girðingar fylgja erindi.
Stærð mhl 01 er: -A rými 1280,8 ferm., 6442,3 rúmm. B rými 18 ferm., 48,6 rúmm.
Stærð mhl 02 er: -A rými 123,8 ferm., 583,4 rúmm. B rými 184,2 ferm., 999,9 rúmm.
Stærð samtals A rými: 1.404,6 ferm., 1.228,4 rúmm.
B rými: 202,2 ferm., 1.048,5 rúmm.
Stærð mhl. 03 Olíuskilja: 31,8 ferm., 37,0 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Afla skal umsögn Matvælastofnunar vegna dýrageymslu.
18. Fossháls 1 (04.302.601) 111017 Mál nr. BN054162
Hollt og gott ehf., Fosshálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN047060 vegna lokaúttektar í húsi á lóð nr. 1 við Fossháls.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
19. Framnesvegur 40 (01.133.413) 100291 Mál nr. BN054343
Framnesvegur ehf., Krókamýri 56, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN052832, um er að ræða lagfærða skráningu fjölbýlishúss á lóð nr. 40 við Framnesveg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.
20. Framnesvegur 42 (01.133.414) 100292 Mál nr. BN054344
Framnesvegur ehf., Krókamýri 56, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN052831, um er að ræða lagfærða skráningu fjölbýlishúss á lóð nr. 42 við Framnesveg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.
21. Freyjubrunnur 31 (02.693.803) 205734 Mál nr. BN054299
Mánalind ehf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík
HH byggingar ehf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN052368 þannig að opin bílskýli 0114, 0115, 0116, 0117 og göng 0118 sem eru í dag B rými verður breytt í A rými með því að loka þeim með hurðum á húsinu á lóð nr. 31 við Freyjubrunn.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
22. Fýlshólar 6 (04.641.506) 111891 Mál nr. BN054313
Oddsmýri ehf., Furulaut, 271 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að byggja við, endurbyggja og klæða að utan að hluta einbýlishús á lóð nr. 6 við Fýlshóla.
Samsvarandi erindi BN048529 var samþykkt 25. nóvember 2014.
Stækkun: 165,6 ferm., 489,9 rúmm.
Stærð eftir stækkun: 459,3 ferm., 1.422,6 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
23. Gerðarbrunnur 40-42 (05.056.304) 206059 Mál nr. BN054287
Óðalhús ehf., Sifjarbrunni 1, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt parhús með innbyggðum bílgeymslum, einangrað og klætt að utan með málmklæðningu á lóð nr. 40-42 við Gerðarbrunn.
Erindi fylgir bréf frá hönnuði varðandi athugasemdir og skipulagsskilmála ódagsett.
Stærð mhl. 01, A-rými: 233,2 ferm., 731,3 rúmm.
Stærð mhl. 02, A-rými: 233,2 ferm., 731,3 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Erindi er til umfjöllunar hjá skipulagsfulltrúa.
24. Grandagarður 16 (01.114.301) 100040 Mál nr. BN054210
Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN052397 sem felst í breytingu á starfsemi þar sem nú er sótt um að starfrækja matarmarkað og níu veitingastaði í flokki ll - tegund c á hluta 1. hæðar, ásamt breytingum á innra skipulagi, færslu á neyðarútgangi, fjölgun veitingarýma og breytingu á byggingarlýsingu í húsi á lóð nr. 16 við Grandagarð.
Greinargerð um hljóðvist dags. 15.03.2018 fylgir erindi.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. mars 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. mars 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
25. Grandagarður 5 (01.115.203) 100050 Mál nr. BN054214
Kría Hjól ehf, Grandagarði 7, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II, teg. A fyrir 80 gesti á fyrstu og annarri hæð og koma fyrir flóttastiga á norðurhlið húss á lóð nr. 5 við Grandagarð .
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. mars 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. febrúar 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
26. Grensásvegur 8-10 (01.295.305) 103846 Mál nr. BN053886
E - fasteignafélag ehf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir svölum og flóttastiga á suðvesturgafli og svölum á norðausturgafli, koma fyrir þakgluggum og innrétta gististað í flokki II, teg. b fyrir 74 gesti á 2., 3. og 4. hæð húss á lóð nr. 8-10 við Grensásveg.
Erindi fylgir samþykki meðeiganda í húsi dags. 28. nóvember 2017 og hljóðvistargreinargerð dags. 1. febrúar 2018.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. janúar 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. janúar 2018.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
27. Grettisgata 47 (01.174.232) 101634 Mál nr. BN054145
Vá bygg ehf., Góðakur 4, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að dýpka gólf í kjallara, flytja stiga og breyta innra skipulagi í húsi á lóð nr. 47 við Grettisgötu.
Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 27. febrúar 2018.
Stækkun: 3,0 ferm. (breytt skráning), 4,5 rúmm (síkkun gólfflatar).
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
28. Haukahlíð 1 (01.629.102) 221262 Mál nr. BN054251
Hlíðarfótur ehf., Síðumúla 28, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða bílgeymslu, mhl.01, fyrir fjölbýlishús með 191 íbúð á reit F á lóð nr. 1 við Haukahlíð.
Stærð, B-rými: 5.928,3 ferm., 18.055 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
29. Haukahlíð 5 (Hlíðarendi 20-26) (01.629.602) 221261 Mál nr. BN054382
Frostaskjól ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja fimm hæða fjölbýlishús með 15 íbúðum, mhl. 06, á lóð nr. 5 við Haukahlíð.
Erindi fylgir brunahönnun frá Mannvit dags. 6. mars 2018.
Mhl. 06, A-rými: 1.714,3 ferm., 5.397,5 rúmm.,
B-rými: 103,6 ferm.
A- og B-rými, samtals: 1.817,9 ferm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
30. Haukdælabraut 46 (05.114.701) 214803 Mál nr. BN054377
Rúnar Örn Ólafsson, Reykás 37, 110 Reykjavík
Snædís Þráinsdóttir, Reykás 37, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu, einangrað að utan og klætt málmklæðningu og timbri á lóð nr. 46 við Haukdælabraut.
Stærð, A-rými: 300,7 ferm., 1.060,1 rúmm.,
B-rými: 20,6 ferm., 66,7 rúmm.
Samtals: 321,3 ferm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
31. Hjarðarhagi 45-47 (01.543.211) 106436 Mál nr. BN054255
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi eigna 0103 og 0201 og koma fyrir skrifstofum á 1. hæð, danssölum, búningsherbergjum ásamt því að breikka dyr út á svalir á 2. hæð í húsi á lóð nr. 45-47 við Hjarðarhaga.
Brunahönnun dags. 19. febrúar 2018 fylgir.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
32. Hraunbær 62-100 (04.335.201) 111079 Mál nr. BN054326
Guðmundur Hrafn Pálsson, Hraunbær 76, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breytingum á aðalteikningum og skráningartöflu vegna breytinga á eignamörkum og gerðar eignaskiptayfirlýsingar í húsi á lóð nr. 76 við Hraunbæ.
Samþykki meðeigenda dags. 07.02.2018 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.
33. Hverfisgata 78 (01.173.011) 101501 Mál nr. BN054376
RR fasteignir ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík
Sótt er um breytingar á erindi BN053160 sem felast í breytingum á innra fyrirkomulagi í mhl.01 þar sem gistirýmum er fækkað úr níu í sex, komið fyrir nýrri lyftu og kjallari nýttur sem starfsmannarými og stoðrými í húsi á lóð nr. 78 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
34. Ingólfsstræti 2A (01.170.005) 101323 Mál nr. BN050144
Fjélagið - eignarhaldsfélag hf., Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN046942 vegna lokaúttektar, lyfta hefur verið færð og biðsvæði fyrir hjólastóla stækkað á 2. hæð Gamla Bíós, sjá erindi BN046942, á lóð nr. 2A við Ingólfsstræti.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
35. Karfavogur 54 (01.444.006) 105520 Mál nr. BN054337
Ragnheiður Stefánsdóttir, Karfavogur 54, 104 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningum, þar sem m.a. er búið að færa útidyrahurð 1. hæðar húss á lóð nr. 54 við Karfavog.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.
36. Klapparstígur 29 (01.172.015) 101437 Mál nr. BN054283
Barbræður ehf., Vallarbraut 8, 170 Seltjarnarnes
KS 28 ehf., Hlíðasmára 4, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II tegund F fyrir 120 gesti í rými 0101 í húsi á lóð nr. 29 við Klapparstíg.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 26. feb. 2018 fylgir.
Bréf frá eiganda rýmis 0101 um samþykki dags. 8. mars 2018.
Tölvupóstur frá Lögfræðingi eiganda íbúða 0201,0301 og 0401 um mótmæli þeirra dags. 15. mars. 2018 fylgir.
Bréf frá skrifstofu sviðsstjóra dags. 8. janúar 2018 fylgir.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
37. Klettagarðar 21 (01.324.401) 199100 Mál nr. BN054338
Sjónvarpsmiðstöðin ehf., Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að færa vegg milli rýma 0101 og 0102, úr mátlínu 9 og í 11, stækka millipall í vesturenda, koma fyrir hurð á milli mátlína 11 og 12 á suður- og norður hlið hússins á lóð nr. 21 við Klettagarða.
Stækkun millipalls: XX ferm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
38. Kringlan 4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN054330
Reitir VII ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um breytingu á erindi BN052168 sem felst í breytingum á innra fyrirkomulagi ásamt tilfærslu á hurð í flóttaleið í verslunarrými 251 á 2. hæð í norðurenda Kringlunnar á lóð nr. 4-12 við Kringluna.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
39. Kristnibraut 37-41 (04.114.502) 187819 Mál nr. BN054374
Geirþrúður Kr Kristjánsdóttir, Kristnibraut 39, 113 Reykjavík
Ólafur Bjarnason, Kristnibraut 39, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir gustlokun á svalir 0220 í íbúð 0204 í fjölbýlishúsi nr. 39 á lóð nr. 37 til 41 við Kristnibraut.
Samþykki meðeigenda ódags fylgir.
Rúmm. stækkun: 23,5 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
40. Lambhagavegur 11A (02.647.103) 218295 Mál nr. BN054116
Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að reisa dreifistöð Veitna úr forsteyptum einingum á lóð nr. 11A við Lambhagaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. mars 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. mars 2018.
Stærð: 17,3 ferm., 65,8 rúmm.
Gjald kr 11.000
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. mars 2018.
41. Lambhagavegur 23 (02.684.101) 189563 Mál nr. BN054386
Lambhagavegur 23 ehf., Lambhagavegi 23, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að reisa 9 íbúða starfsmannahús á lóð nr. 23 við Lambhagaveg.
Stærðir: 364,7 ferm., 1.387,2 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
42. Lambhagavegur 5 (02.647.303) 211676 Mál nr. BN054328
Xyzeta ehf., Ármúla 18, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja stálgrindarhús á þremur hæðum með verslanir á 1. hæð en skrifstofurými á 2. og 3. hæð í húsi á lóð nr. 5 við Lambhagaveg.
Gjald er kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
43. Lambhagavegur 7A (02.647.503) 218294 Mál nr. BN054189
Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja dreifistöð fyrir raforku á lóð nr. 7a við Lambhagaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. mars 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. mars 2018.
Stærð: 17,3 ferm., 65,8 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. mars 2018.
44. Laufásvegur 41 (01.185.314) 102181 Mál nr. BN053924
Evelyne Nihouarn, Laufásvegur 41, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurbæta brunavarnir og setja upp vatnsúðakerfi í gististað í flokki ll - tegund b, stærra gistiheimili, fyrir 16 gesti í húsi á lóð nr. 41 við Laufásveg.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
45. Laugav 22/Klappars 33 (01.172.201) 101456 Mál nr. BN054212
Kíkí queer bar ehf., Laugavegi 22, 101 Reykjavík
Átt-kaup ehf, Stekkjarseli 9, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050871, um er að ræða breytingar á innra skipulagi v/lokaúttektar í veitingahúsi í fl. III, teg. skemmtistað á Laugavegi 22 á lóðinni Laugav 22/Klappars 33.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
46. Laugavegur 107 (01.240.002) 102973 Mál nr. BN054389
Brauð og co ehf., Hæðasmára 6, 200 Kópavogur
Sótt er um að setja upp viðbótarvask í rými Brauðverslunar á Hlemmi Mathöll á lóð nr. 107 við Laugaveg.
Gjald. kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
47. Laugavegur 18 (01.171.501) 101417 Mál nr. BN054225
Kaupangur fasteignafélag ehf., Laugavegi 18, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og útbúa nýja flóttaleið með því að opna tímabundið yfir lóðamörk að hóteli á lóðum nr. 7 og 9 við Vegamótastíg í húsi á lóð nr. 18 við Laugaveg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
48. Laugavegur 20B (01.171.504) 101420 Mál nr. BN054167
Stórval ehf, Vínlandsleið 16, 113 Reykjavík
Sótt er um breytingu á erindi BN051652 sem felst í breytingum á innra fyrirkomulagi og flóttaleiðum í veitingastað í húsi á lóð nr. 20b við Laugaveg.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins
49. Laugavegur 42 (01.172.223) 101478 Mál nr. BN054309
Ísbúðin Valdís ehf., Grandagarði 21, 101 Reykjavík
Kebab ehf., Grensásvegi 3, 108 Reykjavík
Sótt er um breytingar á innra rými fyrir ísbúð með veitingaleyfi í flokki C, fjöldi gesta er að hámarki 30 og gert er ráð fyrir allt að 4 starfsmönnum, engin salernisaðstaða er fyrir gesti í veitingasölu í húsi nr. 42 við Laugaveg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
50. Lautarvegur 4 213569 Mál nr. BN054387
KH hús ehf., Drekavöllum 51, 221 Hafnarfjörður
Sótt er um breytingar á innra skipulagi og útliti samkvæmt reyndarteikningum, m.a. er sótt um að loka stiga á milli 1. og 2. hæðar og setja upp baðherbergi og tómstundarými í kjallara auk nýs björgunarops og svala á vesturhlið, í húsi á lóð nr. 4 við Lautarveg.
Gjald kr. 11.000)
Frestað.
Vísað til athugasemda.
51. Lóuhólar 2-6 (04.642.701) 111914 Mál nr. BN054224
Reginn atvinnuhúsnæði ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að innrétta verslun með frystar matvörur í húsi nr. 4 á lóð nr. 2 til 6 við Lóuhóla.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
52. Lækjargata 12 (01.141.203) 100897 Mál nr. BN054237
Íslandshótel hf., Sigtúni 38, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja fimm hæða 103 herbergja hótel, endurgerð Vonarstrætis 4 þar sem verða innréttuð 15 herbergi og bílakjallara undir nýbyggingu fyrir 20 bíla á lóð nr. 12 við Lækjargötu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
53. Maríubaugur 5-11 (04.125.101) 186851 Mál nr. BN054318
Ingi Jóhannes Erlingsson, Maríubaugur 9, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta eldhúsglugga í tvöfalda útihurð á austurhlið á raðhúsinu nr. 9 á lóð nr. 5 til 11 við Maríubaug.
Gjald kr. 11.000
Frestað.Vísað til athugasemda.
54. Mýrargata 31 (01.130.226) 223067 Mál nr. BN054339
Arwen Holdings ehf., Seljavegi 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í veitingastað í húsi á lóð nr. 31 við Mýrargötu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits.
55. Rauðalækur 25 (01.341.204) 103948 Mál nr. BN054277
Valdís Magnúsdóttir, Rauðalækur 25, 105 Reykjavík
Jóhann Alfreð Kristinsson, Rauðalækur 25, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að síkka glugga á suðurhlið og koma fyrir rennihurð út á hellulagðan pall á lóð nr. 25 við Rauðalæk.
Samþykki meðlóðarhafa fylgir dags. 25.02.2018.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
56. Ránargata 4A (01.136.014) 100517 Mál nr. BN054297
Metropolitan ehf, Ránargötu 4A, 101 Reykjavík
Ránarhóll ehf, Ránargötu 4A, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja flóttastiga á norðurhlið og breyta innra fyrirkomulagi í hóteli á lóð nr. 4A við Ránargötu.
Stækkun B-rými 13,1 ferm., 35,5 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
57. Skeifan 9 (01.460.202) 105660 Mál nr. BN052984
Höldur ehf., Pósthólf 10, 602 Akureyri
Sótt er um breytingu á erindi BN050378 sem felst í minniháttar breytingu á innra skipulagi og brunahólfun í húsi á lóð nr. 9 við Skeifuna.
Stækkun (milliloft) 127,2 ferm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
58. Skektuvogur 2 (01.450.301) 225185 Mál nr. BN054403
ÞG verktakar ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu fyrir fjölbýlishús á lóð nr.2 við Skektuvog sbr. BN054022.
Erindi fylgir bréf með yfirlýsingu ásamt áætlun.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
59. Skólavörðustígur 3 (01.171.310) 222128 Mál nr. BN054390
Almenna C slhf., Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem er að færa eldhús, koma fyrir nýrri inngangshurð í íbúð með aukinni brunakröfu og klæða undir svalir á 2. og 3. hæð í húsi á lóð nr. 3 við Skólavörðustíg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
60. Sóleyjarimi 19-23 (02.536.106) 199447 Mál nr. BN053598
Sóleyjarimi 19-23,húsfélag, Sóleyjarimi 19-23, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja gustlokun á allar einkasvalir og undir svalir á jarðhæð fjölbýlishússins á lóð nr. 19-23 við Sóleyjarima.
Stækkun: 685 rúmm.
Erindi var áður samþykkt sem BN043321 þann 16.08 2011.
Samþykki eigenda dags. 26.02.2018 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
61. Suðurlandsbraut 68-70 (01.473.201) 215795 Mál nr. BN054347
Íbúðir eldri borgara í Mörk ehf, Hringbraut 50, 101 Reykjavík
Sótt er um breytingu á erindi BN051314 sem felst í smávægilegum breytingum og leiðréttingum í húsi á lóð nr. 68-70 við Suðurlandsbraut.
Erindi fylgir greinargerð um brunahönnun dags. 18.12.2017.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
62. Sundagarðar 8 (01.335.402) 103909 Mál nr. BN054379
Brimgarðar ehf., Sundagörðum 10, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í rýmum 0101, 0102 og 2. hæð í húsinu á lóð nr. 8 við Sundagarða.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
63. Trilluvogur 1 (01.452.301) 225188 Mál nr. BN054383
Enver ehf., Lágmúla 7, 105 Reykjavík
Vogabyggð ehf., Austurstræti 11, 101 Reykjavík
Sótt erum leyfi til að byggja þriggja til fimm hæða fjölbýlishús með 41 íbúð, þriggja hæða raðhús með 5 íbúðum og bílgeymslu sem er að hluta niðurgrafin með 42 stæðum á lóð nr. 1 við Trilluvog.
Erindi fylgir brunahönnun dags. 13. mars 2018 og hljóðvistarskýrsla dags. 6. mars. 2018 og bréf Vogabyggðar dags. 15. mars 2018.
Stærð, A-rými: 5.332,2 ferm., 19.145,3rúmm.
B-rými: 1.460,4 ferm., 5.210,4 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
64. Týsgata 4 (01.181.009) 101732 Mál nr. BN054312
Almenna C slhf., Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta glugga í hurðir út á nýjar svalir úr stálgrindarburðarvirki á 1. og 2. hæð á suðvesturhlið á húsinu á lóð nr. 4 við Týsgötu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
65. Úlfarsbraut 18-20 (02.698.403) 205711 Mál nr. BN054226
K16 ehf, Haukdælabraut 102, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN036214, um er að ræða breytingar á innra skipulagi efri hæðar í nr. 20 og á neðri hæð í báðum húsum v/lokaúttektar í parhúsi á lóð nr. 18-20 við Úlfarsbraut.
Stækkun, mhl. 01: xx ferm., xx rúmm.
Stækkun, mhl. 02: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað. Vísað til athugasemda.
66. Vegamótastígur 7 (01.171.509) 205361 Mál nr. BN054220
Reir ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053531, um er að ræða að breyta innra skipulagi til að opna tímabundið yfir lóðamörk að Laugavegi 18 á 2., 3. og 4. hæð og breyta þannig fyrirkomulagi flóttaleiða í hóteli á lóðum 7 og 9 við Vegamótastíg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
67. Vegamótastígur 9 (01.171.508) 101424 Mál nr. BN054221
Reir ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053541, um er að ræða að breyta innra skipulagi til að opna tímabundið yfir lóðamörk að Laugavegi 18 á 2., 3. og 4. hæð og breyta þannig fyrirkomulagi flóttaleiða í hóteli á lóðum 7 og 9 við Vegamótastíg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
68. Vínlandsleið 16 (04.111.602) 208324 Mál nr. BN054385
Vínlandsleið ehf, Stangarhyl 5, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN053493 þannig að brunatexta í byggingalýsingu er breytt á teikningu fyrir húsið á lóð nr. 16 við Vínlandsleið.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
69. Þarabakki 3 (04.603.702) 111729 Mál nr. BN054321
Félag Drúida á Íslandi, Þarabakka 3, 109 Reykjavík
Sótt er um breytingu á erindi BN052391 sem felst í breytingum á innra fyrirkomulagi rýma 0001 og 0101 í húsi á lóð nr. 3 við Þarabakka.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
70. Ægisgata 26 (01.137.207) 100660 Mál nr. BN052454
Coquillon Fasteignir ehf., Bakkaseli 33, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta gististað í flokki x , teg. x, byggja svalir á austurgafl og bæta brunavarnir í húsi á lóð nr. 26 við Ægisgötu.
Samþykki meðeigenda fylgir á uppdráttum.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. apríl 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. apríl 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
71. Ægisíða 123 (01.532.004) 106162 Mál nr. BN054363
Ægisíða 123 ehf., Ægisíðu 123, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta veitingaflokki úr flokki I - tegund C í flokk II - tegund C í veitingahúsi á lóð nr. 123 við Ægisíðu.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
72. Ægisíða 127 (01.532.002) 106160 Mál nr. BN053918
Ari Gísli Bragason, Ægisíða 127, 107 Reykjavík
Sigríður I Hjaltested, Ægisíða 127, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að reisa viðbyggingu við hús á lóð nr. 127 við Ægisíðu.
Stærð viðbyggingar: 79,8 ferm., 257,1 rúmm.
Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. dags. 27. apríl 2017.
Samþykki meðlóðarhafa og aðliggjandi lóðarhafa fylgir áritað á teikningu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. mars 2018 fylgir erindinu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
73. Öldugata 47 (01.134.412) 100382 Mál nr. BN054218
Þorsteinn Geirharðsson, Öldugata 47, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breytingum innanhúss sem er að stækka geymslu á fyrstu hæð, færa inngangshurð að íbúð 0301 og leiðrétta stærðir íbúða í skráningartöflu á húsinu á lóð nr. 47 við Öldugötu sbr. BN041949.
{Samþykki meðeigenda dags. 13. febrúar 2018 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Ýmis mál
74. Vogaland 11 (01.880.011) 108852 Mál nr. BN054396
Jóhann Friðrik Ragnarsson, Vogaland 11, 108 Reykjavík
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 13. mars sl. var samþykkt erindi, BN053940 þar sem sótt var um leyfi til að breyta mörkum milli eignarhluta, stækka íbúð 0201 og minnka íbúð 0101 í húsi á lóð nr. 11 við Vogaland.
Þá láðist að setja eftirfarandi bókanir:
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa..
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 14:22
Björgvin Rafn Sigurðarson Nikulás Úlfar Másson
Óskar Torfi Þorvaldsson Sigrún Reynisdóttir
Sigríður Maack Jón Hafberg Björnsson
Harpa Cilia Ingólfsdóttir Halldóra Theódórsdóttir