Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2018, miðvikudaginn 10. janúar kl. 9.07, var haldinn 216. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Kerhólum. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Torfi Hjartarson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Halldór Halldórsson og Áslaug María Friðriksdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson ,Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Þorsteinn Hermannsson og Marta Grettisdóttir.

Fundarritari er Erna Hrönn Geirsdóttir.

Þetta gerðist:

(D) Ýmis mál

1. Umhverfis- og skipulagsráð, fundadagatal

Mál nr. SN130008

Lagt fram fundadagatal umhverfis- og skipulagsráðs fyrir árið 2018, dags.10. janúar 2018. 

(A) Skipulagsmál

2. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerðir

Mál nr. SN010070

Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 15. desember 2017 og 5. janúar 2018.

3. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040, vaxtamörk á Álfsnesi - verklýsing vegna breytinga á svæðisskipulagi

Mál nr. SN170934

Samtök sveitarfél höfuðborgarsv, Hamraborg 9, 200 Kópavogur

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 14. desember 2017 ásamt verklýsingu vegna breytinga á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2040 sem felst í breyttri afmörkun vaxtamarka á Álfsnesi.

Framlögð verklýsing svæðisskipulagsbreytingar samþykkt, sbr. 1. mgr. 23. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

4. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík, breyting á aðalskipulagi

Mál nr. SN170737

Lögð fram verklýsing umhverfis- og skipulagssviðs dags. janúar 2018 vegna breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 og nýs deiliskipulags fyrir efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík .

Lýsing á skipulagsgerð samþykkt til kynningar og umsagna, sbr. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010. sbr. einnig lög um umhverfismat áætlana.

Verklýsing verði send á eftirfarandi aðila: Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hverfisráð Grafarvogs, hverfisráð Kjalarness, íbúasamtök Kjalarness, Mosfellsbæ, íbúasamtök Leirvogstungu, Kópavogsbæ, Garðabæ, Hafnarfjarðarkaupstað, Seltjarnarneskaupstað, Kjósarhrepp, Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH), Minjastofnun Íslands, Faxaflóahafna, Sorpu, Vegagerðina, Samgöngustofu. Orkustofnun, Veðurstofuna, Náttúrufræðistofnun Íslands, Veitur og Borgarsögusafn.

Lýsingin verður aðgengileg á vef umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur

Vísað til borgarráðs.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 9.24 tekur Sigurborg Ó. Haraldsdóttir sæti á fundinum.

5. Aðalskipulag Reykjavíkur, veitinga- og gististaðir, breyting á aðalskipulagi vegna heimilda um veitinga- og gististaði

Mál nr. SN160890

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, dags. apríl 2017, á breytingu á aðalskipulagi vegna heimilda um veitinga- og gististaði. Um er að ræða uppfærslu vegna gildistöku breytinga á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 85/2007. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir/ábendingar: Hverfisráð Laugardals, dags. 30 júní 2017, Íbúasamtök miðborgar, dags. 14. júlí 2017 og Gestur Ólafsson, dags. 28. júlí 2017. Erindinu var vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulag á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. ágúst 2017 og er nú lagt fram að nýju ásamt nýrri tillögu umhverfis- og skipulagssviðs, dags. september 2017 síðast breytt janúar 2018 um breytingu á aðalskipulagi vegna heimilda um veitinga- og gististaði. Tillagan var auglýst frá 25. október 2017 til og með 6. desember 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Benóný Ægisson f.h. stjórnar íbúasamtaka miðborgar dags. 5. desember 2017, Þórey Bjarnadóttir dags. 5. desember 2017, stjórn húsfélagsins að Stakkholti 2-4 6. desember 2017, Almenna leigufélagið ehf, dags. 6. desember 2017, Katrín Ingjaldsdóttir, dags. 6. desember 2017, Ómar Geir Þorgeirsson dags. 6. desember 2017, Jenný Sigurgeirsdóttir dags. 6. desember 2017, Guðmundur Hugi Guðmundsson dags. 6. desember 2017, Málflutningsstofa Reykjavíkur f.h. Þingvangs ehf. dags. 6. desember 2017 og Reginn fasteignafélag f.h. RA 5 ehf. dags. 6. desember 2017. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 8. janúar 2018.

Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 8. janúar 2018.

Vísað til borgarráðs.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 10.00 víkur Áslaug María Friðrksdóttir af fundi, Ólafur Kr. Guðmundsson tekur sæti á fundinum á sama tíma

6. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, miðborgin, breyting á aðalskipulagi, markmið um göngugötur

Mál nr. SN170909

Lögð fram drög að tillögu umhverfis- og skipulagsviðs dags. 8. desember 2017  að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er varðar markmið um göngugötur í miðborginni. Breytingartillagan felur einkum í sér endurbætur á núgildandi markmiðum aðalskipulags, þ.e. skerpingu á almennum markmiðum um göngugötur, ákveðnari skilgreiningar og skýrari afmörkun þess svæðis ákvæðin geta náð til.

Samþykkt að kynna drög að tillögu, sbr. 2. mgr.,30. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010

Drögin verða send til kynningar á Hverfisráð í öllum borgarhlutum, Íbúasamtaka Miðborgarinnar, Miðborgarinnar okkar, Miðbæjarfélagið, Höfuðborgarstofu, Skrifstofa borgarstjórnar, Borgarminjasögusafn, Samtaka atvinnulífsins, Samtaka ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofu, Lögreglunar á höfuðborgarsvæðinu, Stýrihóps um málefni miðborgarinnar, Aðrir lykilhagsmunaaðilar í miðborginni, Aðliggjandi sveitarfélög,og  Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

7. Blikastaðavegur 2-8, breyting á deiliskipulagi

 (02.4)

Mál nr. SN170869

Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík

Korputorg ehf., Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík

Lögð fram umsókn Arkís arkitekta ehf. f.h. Korputorgs ehf. mótt. 20. nóvember 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 2-8 við Blikastaðaveg. Í breytingunni felst að notkunarskilgreining byggingarreita innan lóðar breytist. Byggingarreitir sem áður voru skilgreindir fyrir vara aflsstöðvar verði skilgreindir fyrir netþjónabú og vara aflsstöðvar, samkvæmt uppdrætti Arkís arkitekta ehf. dags. 16. nóvember 2017.

Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.

Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

8. Efstaland 26, breyting á skilmálum deiliskipulags

 (01.850.1)

Mál nr. SN170613

THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

Reitir - verslun ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn THG Arkitekta ehf., mótt. 17. ágúst 2017, varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags fyrir lóðina nr. 26 við Efstaland. Í breytingunni felst að bætt er við texta skilmála ákvæði sem skilgreinir leyfilegan flokk gistiaðstöðu og veitingaþjónustu á 3. hæð hússins, samkvæmt tillögu THG Arkitekta ehf., dags. 2. október 2017. Tillagan var auglýst frá 20. október 2017 til og með 1. desember 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Björn Stefánsson f.h. Húsfélags Efstalands 20-24 dags. 30. nóvember 2017. Einnig er lögð fram umsögn  skipulagsfulltrúa dags. 15. desember 2017.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 15. desember 2017.

Vísað til borgaráðs.

9. Laugavegur 66-68, breyting á skilmálum deiliskipulags

 (01.174.2)

Mál nr. SN170894

Reynir Adamsson, Lundur 19, 200 Kópavogur

Reitir - hótel ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Lögð fram umsókn Reynis Adamssonar f.h. Reita - hótels ehf. mótt. 12. desember 2017 ásamt greinargerð dags. 12. desember 2017 um breytingu á skilmálum deiliskipulags fyrir lóðina nr. 66-68 við Laugaveg. Í breytingunni felst að heimilt er að hafa verslun og/eða þjónustu í rými 01-0104 á jarðhæð, samkvæmt tillögu. Adamssonar ehf. dags. 18. desember 2017.

Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.

Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(B) Byggingarmál

10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð

Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 955 frá 19. desember 2017 og fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 956 frá 9. janúar 2018.

(E) Umhverfis- og samgöngumál

11. Hreinsun göngu- og hjólastíga, kynning

Mál nr. US170385

Kynnt hreinsun á göngu- og hjólastígum borgarinnar.

Kynnt.

Hjalti J. Guðmundsson skrifstofurstjóri og Björn Ingvarsson deildarstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 10.38 víkur Halldór Halldórsson af fundi, Herdís Anna Þorvaldsdóttir tekur sæti á fundinum á sama tíma.

12. Hringbraut við Snorrabraut, undirgöng (USK2018010025)

Mál nr. US180002

Lagt fram til kynningar bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur, dags. 8. janúar 2017 þar sem kynnt er fyrirhugðuð undirgöng undi gömlu Hringbraut við Snorrabraut. Einnig er lögð fram fundargerð EFLU frá 21. nóvember 2017.

Kynnt.

Stefán Finnsson verkfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

13. SORPA bs., fundargerð

Mál nr. US130002

Lögð fram fundargerð SORPU bs. nr. 382 frá 15. desember 2017.

Niðurstaða árlegrar könnunar meðal íbúa í Leirvogstungu.

Opnunartími móttökustöðvar í Gufunesi.

Niðurstaða árlegrar húsasorpsrannsóknar SORPU.

Samningur við Sorpstöð Suðurlands bs. um móttöku úrgangs.

Kynntar niðurstöður  árlegrar húsasorpsrannsóknar Sorpu.

Fulltrúi Sorpu Bjarna Hjarðar yfirverkfræðingur og Eygerður Margrétardóttir deildarstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

14. Lyfjaskilsverkefni, kynning

Mál nr. US170361

Kynnt samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Lyfjastofnunar og Veitna um skil á lyfjum í apótek til eyðingar - kynningarherferð.

Kynnt.

Eygerður Margrétardóttir deildarstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

(C) Fyrirspurnir

15. Klapparstígur 28 og 30, (fsp) sameining lóða

 (01.171)

Mál nr. SN170897

Þingvangur ehf., Bergstaðastræti 73, 101 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Þingvangs ehf. mótt. 5. desember 2017 ásamt greinargerð dags. 5. desember 2017 um sameiningu lóðanna nr. 28 og 30 við Klapparstíg. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. desember 2017.

Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 15. desember 2017.

Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(D) Ýmis mál

16. Húsverndarsjóður Reykjavíkur 2018, úthlutun styrkja 2018

Mál nr. US180003

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að auglýsingu um umsóknir um styrki úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur 2018. Einnig er lögð fram tillaga formanns umhverfis- og skipulagsráðs um tilnefningu fulltrúa ráðsins í starfshóp um styrki úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur 2018. 

Samþykkt að Torfi Hjartarson og Herdís Anna Þorvaldsdóttir verði fulltrúar umhverfis- og skipulagsráðs í starfshópnum.

Vísað til borgarráðs.

17. Gufunes, Íslenska Gámafélagið, starfsleyfi til móttöku á lífrænum úrgangi og jarðgerð hans

 (02.2)

Mál nr. SN170835

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík

Lagt fram bréf heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags.  9. nóvember 2017 þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa Reykjavíkur vegna umsóknar Íslenska Gámafélagsins, dags. 4. ágúst 2017 um starfsleyfi til móttöku á lífrænum úrgangi og jarðgerð hans (moltuvinnsla) í Gufunesi. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. desember 2017. Jafnframt er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs,  deildarstjóra umhverfis- og úrgangsstjórnunar dags. 5. janúar 2018 um hvort jarðgerð Íslenska Gámafélagsins í Gufunesi skuli háð mati á umhverfisáhrifum.

Kynnt.

18. Gufunes, Moldarblandan-Gæðamold, starfsleyfi til móttöku á og endurvinnslu jarðefna

 (02.2)

Mál nr. SN170834

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík

Lagt fram bréf heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags.  9. nóvember 2017 þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa Reykjavíkur vegna umsóknar Moldarblöndunar-Gæðamold, dags. 30. ágúst 2017 um starfsleyfi til móttöku á og endurvinnslu jarðefna (um 7.500 m3 á ári) og móttöku á lífrænum garðaúrgangi og jarðgerð hans (moltuvinnsla - um 600 m3 á ári) í Gufunesi.  Ekki er tiltekinn gildistími í umsókn en starfsleyfi Heilbrigðiseftirlitsins eru almennt gefin út til 12 ára. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. desember 2017.

Kynnt.

19. Gamli Gufunesvegurinn, tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins R17050020

Mál nr. US170347

Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 10. maí 2017 ásamt tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um endurbætur á gamla Gufunesveginum sem lögð var fram á fundi borgarráðs 4. maí 2017. Einnig eru lögð fram drög að umsögn umhverfis- og skipulagssviðs ódags.

Kynnt.

20. Lýðræðisstefna Reykjavíkurborgar, beiðni um umsögn

Mál nr. US170376

Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara dags. 29. nóvember 2017 vegna samþykktar stjórnkerfis- og lýðræðisráðs að vísa drögum að lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar til umsagnar fagráða, hverfisráða, öldungaráðs og fjölmenningarráðs.

Frestað.

21. Smáhýsi fyrir dúfur, ósk um úthlutun skika  (USK2017100025)

Mál nr. US170317

Lagt fram bréf Guðmundar Jónssonar f.h. Bréfdúfnafélags Íslands dags. 4. október 2017 þar sem óskað er eftir að fá úthlutað skika undir smáhýsi fyrir dúfur. Einnig er lögð fram umsögn verkefnisstjóra á deild náttúru og garða á skrifstofu umhverfisgæða dags. 13. nóvember 2017. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 1. desember 2017.

Umsögn verkefnisstjóra á deild náttúru og garða á skrifstofu umhverfisgæða dags. 13. nóvember 2017 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 1. desember 2017 og samþykktar.

22. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, steinveggir við Miklubraut

Mál nr. US170369

Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Halldórs Halldórssonar og Áslaugu Maríu Friðriksdóttur: "Fyrir liggur að steinveggir sem reistir hafa verið við Miklubraut nýverið voru ekki öryggisprófaðir. Stendur til að gera öryggisprófanir eða hvernig á að gæta þess að framkvæmdirnar uppfylli kröfur um öryggi?." Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssvið, samgöngustjóra dags. 1. desember 2017.

23. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, teinagirðingar verði fjarlægðar

Mál nr. US170370

Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Halldórs Halldórssonar og Áslaugu Maríu Friðriksdóttur: "Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að fara þess á leit við Vegagerðina að  teinagirðingar sem notaðar hafa verið til að aðskilja akreinar í Reykjavík verði fjarlægðar." Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssvið, samgöngustjóra dags. 1. desember 2017.

24. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sumarstörf fyrir nemendur 8. bekkjar

Mál nr. US180005

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 14. desember 2017 vegna samþykktar borgarráðs s.d. um að vísa tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um sumarstörf fyrir nemendur 8. bekkjar til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.

25. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sjálfkeyrandi bílar

Mál nr. US180004

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 14. desember 2017 vegna samþykktar borgarráðs s.d. um að vísa tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um sjálfkeyrandi bíla til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra.

26. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, lagning battavalla

Mál nr. US170386

Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar dags. 14. desember 2017 þar sem óskað er eftir umsögn skóla- og frístundaráðs og umhverfis- og skipulagsráðs á eftirfarandi tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá fundi borgarstjórnar 5. desember 2017: "Borgarstjórn samþykkir að haldið verði áfram lagningu sparkvalla með gervigrasi við borgarrekna grunnskóla í borginni. Miðað skal við að vellirnir verði upphitaðir, upplýstir og umhverfis þá verði boltagerði. Stefnt skal að því að slíkir vellir verði komnir á allar skólalóðir borgarrekinna grunnskóla eigi síðar en árið 2020. Einnig verði hugað að lagningu slíkra valla við sjálfstætt rekna grunnskóla. Lagt er til að á árinu 2018 verði 90 milljónum króna varið í þessu skyni sem færist á kostnaðarstað 1104."

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

27. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, bílastæðamál við Hrannarstíg, Landakot og við nærliggjandi götur

Mál nr. US170371

Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Halldórs Halldórssonar og Áslaugu Maríu Friðriksdóttur: "Bílastæðamál við Hrannarstíg, Landakot og við nærliggjandi götur eru í ólestri. Götustæði eru notuð sem langtímastæði annarra en íbúa. Lagt er til að Bílastæðasjóður geri tillögur að því hvernig bæta megi úr þessu með gjaldskyldu eða með öðrum hætti og kynni þær fyrir Umhverfis- og skipulagsráði. Ljóst er að gjaldskylda í miðborginni ýtir undir að bílum er lagt við jaðar gjaldskyldumarkanna á kostnað þeirra stæða sem íbúar hafa haft til umráða á þeim svæðum. Óskað er eftir upplýsingum um heildarstefnu Bílastæðasjóðs með tilliti til þessa. Einnig er óskað eftir því hvort að unnið sé að því að mæta íbúum í þeim tilfellum þegar þeir kjósa að hafa bíl aðeins til umráða í styttri tíma jafnvel á leigu. "

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra.

28. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, átak í að hefta útbreiðslu lúpínu

Mál nr. US170372

Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Halldórs Halldórssonar og Áslaugu Maríu Friðriksdóttur: "Lagt er til að gert verði sérstakt átak í að hefta útbreiðslu lúpínu í borgarlandi Reykjavíkur. Gerð verði áætlun til næstu 5 ára. Sérstök áhersla verði lögð á að vernda varplönd fyrir lúpínu og endurheimta ef unnt er. Komið verði á samstarfi borgarinnar við sjálfboðaliða og félagasamtök sem borgin mun aðstoða með tækjum og aðstöðu. Fyrirliggjandi kortlagning á vistfræði borgarlandsins verði nýtt til að skipuleggja og halda utan um þá vinnu sem unnin verður ár hvert."

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.

29. Umhverfis- og skipulagssvið, innkaupaskýrsla (USK2015020003)

Mál nr. US130045

Lagt fram yfirlit yfir viðskipti umhverfis- og skipulagssviðs við innkaupadeild í nóvember 2017.

30. Vatnsstígur 9a, kæra 105/2017, umsögn

 (01.152.4)

Mál nr. SN170710

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 21. september 2017, ásamt kæru þar sem kærð er synjun byggingarfulltrúa að breyta skráningu íbúðar við Vatnsstíg 9a. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 19. desember 2017.

31. Barónsstígur 18, breyting á skilmálum deiliskipulags

 (01.174.2)

Mál nr. SN170622

Richard Ólafur Briem, Kringlan 19, 103 Reykjavík

VA arkitektar ehf, Borgartúni 6, 105 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. desember 2017 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á breytingu á deiliskipulagi fyrir staðgreinireit 1.174.2 vegna lóðar nr. 18 við Barónsstíg.

32. Einarsnes 66-66A, breyting á deiliskipulagi

 (01.673.0)

Mál nr. SN170849

Svafa Arnardóttir, Einarsnes 66, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 14. desember 2017 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Einarsness vegna lóðar nr. 66 við Einarsnes.

33. Kvosin, Landsímareitur, breyting á deiliskipulagi

 (01.140.4)

Mál nr. SN170543

Lindarvatn ehf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík

THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 8. desember 2017 vegna samþykktar borgarstjórnar dags. 5. desember 2017 um breytingu á deiliskipulagi Landsímareits.

34. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Hraunbær-Bæjarháls, breyting á aðalskipulagi, breytt landnotkun og fjölgun íbúða

Mál nr. SN160849

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 21. desember 2017 varðandi samþykkt borgarráðs s.d. varðandi auglýsingu á breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sem felst í breytingu á landnotkun og fjölgun íbúða við Hraunbæ-Bæjarháls.

35. Bryggjuhverfi vestur, svæði 4, nýtt deiliskipulag

 (04.0)

Mál nr. SN170087

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. desember 2017 vegna samþykktar borgarráðs 21. desember varðandi auglýsingu á tillögu á deiliskipulagi fyrir Bryggjuhverfi vestur, svæði 4.

36. Suður Mjódd, breyting á deiliskipulagi

 (04.91)

Mál nr. SN160527

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Teiknistofan Storð ehf., Laugavegi 178, 105 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. desember 2017 vegna samþykktar borgarráðs 21. desember á endurskoðuðu deiliskipulags- og skýringaruppdráttum sem bárust fram í athugasemdum í bréfi skipulagsstofnunar dags. 23. nóvember 2017 .

37. Fiskislóð 33, 35 og 37, breyting á deiliskipulagi

 (01.086.4)

Mál nr. SN170736

T.ark Arkitektar ehf., Brautarholti 6, 105 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. desember 2017 vegna staðfestingar borgarráðs frá 21. desember á synjun varðandi breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar (Örfirisey) vegna lóðanna nr. 33, 35 og 37 við Fiskislóð.

38. Elliðaárvogur/Átúnshöfði svæði 1, lýsing

 (04.0)

Mál nr. SN170899

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 21. desember 2017 vegna samþykktar borgarráðs s.d. varðandi lýsingu á gerð deiliskipulags fyrir Elliðaárvog/Ártúnshöfða, svæði 1.

39. Elliðaárvogur/Átúnshöfði svæði 2, lýsing

 (04.0)

Mál nr. SN170900

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 21. desember 2017 vegna samþykktar borgarráðs s.d. varðandi lýsingu á gerð deiliskipulags fyrir Elliðaárvog/Ártúnshöfða, svæði 2.

40. Elliðaárvogur/Átúnshöfði svæði 3, lýsing

 (04.0)

Mál nr. SN170901

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 21. desember 2017 vegna samþykktar borgarráðs s.d. varðandi lýsingu á gerð deiliskipulags fyrir Elliðaárvog/Ártúnshöfða, svæði 3.

41. Hraunbær-Bæjarháls, nýtt deiliskipulag

Mál nr. SN160847

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 21. desember 2017 vegna samþykktar borgarráðs s.d. varðandi tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Hraunbæ-Bæjarháls.

42. Elliðabraut 4-6, 8-10 og 12, breyting á deiliskipulagi

 (04.772.3)

Mál nr. SN160659

Plúsarkitektar ehf, Fiskislóð 31, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 21. desember 2017 vegna samþykktar borgarráðs s.d. varðandi endurskoðun á deiliskipulags- og skýringaruppdráttum vegna athugasemda skipulagstofnunar í bréfi dags. 15. nóvember 2017.

43. Kjalarnes, Esjumelar-Varmidalur, breyting á deiliskipulagi

 (34.2)

Mál nr. SN170885

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 21. desember 2017 vegna samþykktar borgarráðs s.d. varðandi auglýsingu á  breytingu á deiliskipulagi  athafnasvæðis Esjumela á Kjalarnesi.

44. Hverfisgata 41, breyting á deiliskipulagi

 (01.152.4)

Mál nr. SN170824

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 21. desember 2017 vegna samþykktar borgarráðs s.d. varðandi auglýsingu á  breytingu á deiliskipulagi  Skúlagötusvæðis vegna lóðarinnar að Hverfisgötu 41.

45. Gamla höfnin - Vesturbugt, breyting á deiliskipulagi svæði 5 og 6

 (01.0)

Mál nr. SN170555

Yrki arkitektar ehf, Hverfisgötu 76, 101 Reykjavík

Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 21. desember 2017 vegna samþykktar borgarráðs s.d. varðandi auglýsingu á  breytingu á deiliskipulagi  Vesturbugtar, svæði 5 og 6.

46. Hlíðarendi 2, breyting á deiliskipulagi

 (01.629.8)

Mál nr. SN160971

Valsmenn hf., Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík

ALARK arkitektar ehf, Dalvegi 18, 201 Kópavogur

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 21. desember 2017 vegna samþykktar borgarráðs s.d. varðandi breytingu á deiliskipulagi  vegna lóðarinnar nr. 2 við Hlíðarenda.

47. Skeifan, rammaskipulag

 (01.46)

Mál nr. SN160020

Kanon arkitektar ehf, Laugavegi 26, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 21. desember 2017 vegna samþykktar borgarráðs s.d. varðandi kynningu á rammaskipulagi fyrir Skeifuna.

48. Lindargata 10, breyting á deiliskipulagi

 (01.151.5)

Mál nr. SN170076

Bergur Þorsteinsson Briem, Noregur,

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 21. desember 2017 vegna samþykktar borgarráðs s.d. varðandi endurskoðun á deiliskipulags- og skýringaruppdráttum vegna athugasemda Skipulagsstofnunar dags. 15. nóvember 2017.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 12.30

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð

Hjálmar Sveinsson

Magnea Guðmundsdóttir                                          Heiða Björg Hilmisdóttir

Torfi Hjartarson                                                         Sigurborg Ósk Haraldsdóttir

Herdís Anna Þorvaldsdóttir                                      Ólafur Kr. Guðmundsson

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2017, þriðjudaginn 19. desember kl. 10:10 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 955. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Olga Hrund Sverrisdóttir, Óskar Torfi Þorvaldsson, Harri Ormarsson, Jón Hafberg Björnsson og Sigríður Maack.

Fundarritari var Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1.       Aðalstræti 7                                       (01.140.415) 100856        Mál nr. BN052944

Lindarvatn ehf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka og dýpka kjallara, bæta við svölum á bakhlið, byggja viðbyggingu að Ingólfstorgi, innrétta veitingastað á 1. hæð og íbúðir á efri hæðum húss á lóð nr. 7 við Aðalstræti.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

2.       A-Tröð 6                                            (04.765.306) 112476        Mál nr. BN053818

Guðrún Oddsdóttir, Reiðvað 3, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum og til að fjölga eignum úr einni eign í fimm eignarhluta í hesthúsi á lóð nr. 6 við A-Tröð.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd

sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um

uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð

verktrygging á verkið né ábyrðaraðilar.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

3.       Álfheimar 74                                      (01.434.301) 105290        Mál nr. BN053862

LF2 ehf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta  fjórðu hæð suðvesturenda þar sem stækkuð er tannlæknastofa með því að fjölgað tannlæknastólum um þrjá, röntgentæki færð og eldvarnir yfirfarnar í húsinu á lóð nr. 74 við Álfheima.

Tölvupóstur frá Geislavörnum ríkisins dags. 17. nóvember 2017 fylgir.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

4.       Ármúli 19                                           (01.264.104) 103531        Mál nr. BN053934

Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta  og bæta flóttaleiðir í byggingunni og koma fyrir flóttastiga frá millilofti niður á 1. hæð og öðrum flóttastiga á norðurhlið frá 1. hæð niður á gangstétt á lóð nr. 19 við Ármúla.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

5.       Bergstaðastræti 10A                          (01.180.208) 101696        Mál nr. BN053949

Soleil ehf., Túngötu 3, 101 Reykjavík

MÁLSTAÐUR ehf, Ingólfsstræti 3, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta kaffihús í flokki I tegund F í rými 0101 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 10A við Bergstaðastræti.

Erindi fylgir bréf frá umsækjanda dags. 11. desember 2017 og samþykki eiganda dags. 14. desember 2017.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

6.       Blesugróf 12                                      (01.885.506) 108895        Mál nr. BN053956

Pétur Ingason, Hesthamrar 13, 112 Reykjavík

Magnús Þór Hjálmarsson, Tröllakór 9, 203 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja parhús með geymslum og bílgeymslum í kjallara á lóð nr. 12 við Blesugróf.

Stærðir:

A-rými 294,0 ferm., 1.090,2 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

7.       Blikastaðavegur 2-8                           (02.496.101) 204782        Mál nr. BN053714

Korputorg ehf., Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN052395 þannig að 2 vöruhurðir milli mátlína 16 til 18 eru teknar út, bætt við rampi í mátlínu 15- 16 og smá breytingar á innra skipulagi rýma vegna lokaúttektar á K,L og M í verslunarhúsi á lóð nr. 2-8 við Blikastaðaveg.

Umsögn brunahönnuðar dags. 25. sept. 2017.

Bréf frá hönnuði dags. 17. okt. 2017 fylgir erindinu.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

8.       Brattagata 3A                                    (01.136.536) 100625        Mál nr. BN053821

Tómthús ehf., Lynghaga 3, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í að verslun á jarðhæð hefur verið breytt í íbúð í húsi á lóð nr. 3A við Bröttugötu.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

9.       Brautarholt 2                                      (01.241.201) 103019        Mál nr. BN051678

Almenna C slhf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir 21 gistiíbúð í flokki II tegund E á 2., 3. og 4. hæð í húsinu á lóð nr. 2 við Brautarholt.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. október 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. október 2016.

Samþykki meðlóðarhafa dags. 10. júlí 2017 og 3. nóvember 2017 fylgir á A4 teikningu.

Gjald kr. 10.100 +11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

10.     Bæjarflöt 1-3                                      (02.576.001) 172493        Mál nr. BN053937

Bæjarflöt 4 ehf., Laugateigi 14, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og innkeyrsluhurð og gluggum víxlað í húsinu á lóð nr. 1-3 við Bæjarflöt.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

11.     Bæjarflöt 10                                       (02.575.803) 178967        Mál nr. BN053767

Landsnet hf., Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir bílskúrshurð á vesturgafli í kjallara á lóðamörkum við Gylfaflöt 9 á hús á lóð nr. 10 við Bæjarflöt.

Bréf frá hönnuði dags. 24. október 2017, umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 24. október 2017 og þinglýst kvöð um umferðarrétt dags. 1. des 2017 fylgja erindi.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

12.     Dalhús 2                                             (02.841.201) 109707        Mál nr. BN053948

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja upp vatnsrennibraut við suðvesturbakka laugarinnar í Grafarvogi  á lóð nr. 2 við Dalhús.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

13.     Dragháls 18-26                                   (04.304.304) 111022        Mál nr. BN053961

Lóuþing ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050004, um er að ræða breytingar á léttum innveggjum og byggingarlýsingu um brunavarnir í atvinnuhúsi á lóð nr. 18-26 við Dragháls.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

14.     Dugguvogur 12                                  (01.454.301) 105638        Mál nr. BN053880

Bryndís Lind Sigurðardóttir, Jötnaborgir 4, 112 Reykjavík

Jimmy Ronald Routley, Jötnaborgir 4, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi 4. hæðar v/endurbóta á brunavörnum í líkamsræktarstöð í húsi á lóð nr. 12 við Dugguvog.

Erindi fylgir minnisblað um brunavarnir dags. 24. nóvember 2017.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

15.     Dunhagi 18-20                                   (01.545.113) 106483        Mál nr. BN052641

D18 ehf., Borgartúni 24, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja inndregna 4. hæð, byggja viðbyggingu við fyrstu hæð og kjallara, minnka og fjölga íbúðum úr 8 í 20, koma fyrir lyftu utan á húsinu og sorpgerði fyrir verslunarrými innan í rými 0106 á lóð nr. 18 - 20 við Dunhaga.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. júní 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. júní 2017.

Útskrift úr gerðabók fundar umhverfis- og skipulagsráðs frá 15. nóvember 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. október 2017, (13. nóvember 2017).

Erindið var grenndarkynnt frá 22. ágúst 2017 til og með 3. október 2017 fyrir hagsmunaaðilum að Dunhaga 19, 21,23. Fálkagötu 29, Arnargötu 14. Tómasarhagi 28, 32, 34, 36,38, 40, 42,44, 46. Hjarðarhaga 27, 29, 31 og 33.

Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Ásta Logadóttir, dags. 24. ágúst 2017 og 3. október 2017, Hildur Þórisdóttir, dags. 10. september 2017, Eyþór Mar Halldórsson, dags. 11. september 2017, Ásdís Schram, dags. 18. sept. 2017, Sólveig K. Jónsdóttir f.h. eigendur og íbúa að Hjarðarhaga 27, dags. 27. september 2017, Áslaug Árnadóttir hdl. f.h. hagsmunaaðila, dags. 2. október 2017 og Einar Ólafsson, dags. 3. október 2017.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. desember 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. desember 2017.

Stækkun viðbyggingu kjallara, 1. hæð og 4 hæð : 903,0 ferm., 2.459,0 rúmm.

Gjald kr. 11.000 + 11.000 + 11.000

Frestað.

Lagfæra skráningu.

16.     Efstaleiti 4                                          (01.745.301) 224637        Mál nr. BN053993

Skuggi 4 ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu fyrir fjölbýlishús mhl. 01 og 04 á lóð nr. 4 við Efstaleiti sbr. BN053226.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

17.     Efstaleiti 4                                          (01.745.301) 224637        Mál nr. BN053994

Skuggi 4 ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu fyrir fjölbýlishús mhl. 02, 03 og bílakjallara mhl. 05  á lóð nr. 4 við Efstaleiti sbr. BN053223.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

18.     Efstasund 75                                      (01.410.116) 104999        Mál nr. BN053950

Tryggvi Hallvarðsson, Efstasund 75, 104 Reykjavík

Þuríður Vilhjálmsdóttir, Efstasund 75, 104 Reykjavík

Sótt er um að leiðrétta skráningu á tvíbýlishúsi á lóð nr. 75 við Efstasund.

Bréf frá umsækjanda dags. 4. desember 2017.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

19.     Eirhöfði 2-4                                        (04.030.101) 110517        Mál nr. BN053724

Vagneignir ehf., Vagnhöfða 23, 110 Reykjavík

Sótt er um breytingar á erindi BN051154 sem felast annars vegar í breytingum í mhl. 01 og 02 er varða uppfærslu á brunavörnum, gerð geymslulofts 0104, breytingum á gluggaskipan og gerð svala með flóttastiga, og hins vegar ósk um leyfi til að byggja stálgrindarhús, mhl.03, sem hýsa mun hjólbarðageymslu og þjónustu fyrir þá byggingu sem þegar er á lóð nr. 2-4 við Eirhöfða.

Jafnframt er erindi BN052180 dregið til baka.

Stærðir:

Mhl.01- stækkun/geymsluloft: x ferm.

Mhl.03:  2.194,0 ferm., 22.558,2 rúmm.

Erindi fylgir:

Bréf arkitekts dags. 04.12.2017.

Greinargerð um brunahönnun dags. 30.09.2017.

Umsögn skipulagsfulltrúa  við fyrirspurn dags. 27.04.2017.

Samkomulag um kvöð vegna flutninga dags. 22.08.2017.

Varmatapsútreikningar dags. 02.11.2017.

Gjald kr. 11.000.

Frestað.

Vísað til athugasemda.

20.     Fiskislóð 45                                        (01.087.603) 174393        Mál nr. BN053962

Húsfélagið Fiskislóð 45, Fiskislóð 45, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðu milliglófi í rými ???? í húsi á lóð nr. 45 við Fiskislóð.

Stækkun milliloft er : 425,3 ferm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

21.     Flugvöllur                                           (01.66-.-99) 106748          Mál nr. BN053877

Isavia ohf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir minniháttar breytingum innanhúss á öllum hæðum nema kjallara og 8. hæð og til að koma fyrir loftræsitúðum á norðurvegg vegna nýs loftræsikerfis í Flugturninum á lóð með landnúmer 106748 á Reykjavíkurflugvelli.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

22.     Frakkastígur 8                                    (01.172.109) 101446        Mál nr. BN053932

Blómaþing ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053567, um er að ræða skilgreiningu sérnotaflata og breytingu á húsnúmerum á Frakkastígsreit á lóð nr. 8 við Frakkastíg.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins. Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

23.     Freyjugata 24                                     (01.186.601) 102297        Mál nr. BN053873

Spur ehf, Freyjugötu 24, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir flóttasvölum á norðvestur- og suðvesturhlið, uppfæra brunamerkingar og gerð er grein fyrir áður gerðum breytingum í norðausturhluta kjallara gististaðar í flokki II á lóð nr. 24 við Freyjugötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. desember 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. desember 2017.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda og með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 11. desember 2017.

24.     Grensásvegur 8                                  (01.295.305) 103846        Mál nr. BN053958

Ísteka ehf., Grensásvegi 8, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra  skipulagi vegna stækkunar lyfjaverksmiðju í mhl. 02 í rými 0102 sem stækkar inn í rými 0101 og opna milli eignarhluta í húsi nr. 8 á lóð nr. 8-10 við Grensásveg.

Samþykki meðeiganda mhl. 02 dags. 6. desember 2017 fylgir erindinu.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

25.     Grensásvegur 8-10                             (01.295.305) 103846        Mál nr. BN053886

E - fasteignafélag ehf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir svölum og flóttastiga á suðvesturgafli og svölum á norðausturgafli, koma fyrir þakgluggum og innrétta gististað í flokki II, teg. b fyrir xx gesti á 2. - 4. hæð skrifstofuhúss á lóð nr. 8-10 við Grensásveg.

Erindi fylgir samþykki meðeiganda dags. 28. nóvember 2017.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

Erindið er til umfjöllunar hjá skipulagsfulltrúa.

26.     Grensásvegur 12                                (01.295.406) 103853        Mál nr. BN053939

Leiguafl slhf., Borgartúni 28, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051009 og BN051880, um er að ræða breytt fyrirkomulag á lóð íbúðar- og atvinnuhúss á lóð nr. 12 við Grensásveg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

27.     Grjótháls 5                                         (04.302.301) 111015        Mál nr. BN053954

Össur Iceland ehf., Grjóthálsi 5, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fjarlægja brunahólfandi glervegg milli fram- og bakhúss á 1. hæð og hún gerð að einu sameiginlegu brunahólfi í húsinu á lóð nr. 5 við Grjótháls.

Gjald kr 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

28.     Gylfaflöt 2                                         (02.578.201) 224860        Mál nr. BN053887

Raflagnir Íslands ehf, Brautarholti 26- 28, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja skemmu með millilofti, burðargrind úr stáli klædd steinullar samlokueiningum á lóð nr. 2 við Gylfaflöt.

Stærð húss: 1.465,2 ferm., 8.038,5 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

29.     Gylfaflöt 4                                         (02.578.202) 224861        Mál nr. BN053888

Raflagnir Íslands ehf, Brautarholti 26- 28, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja skemmu með millilofti, með burðargrind úr stáli klædd steinullar samlokueiningum á lóð nr. 4 við Gylfaflöt.

Greinargerð brunahönnuðar dags. 21. nóvember 2017 fylgir erindi.

Stærð húss: 1.829,0 ferm., 8.038,5 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

30.     Gylfaflöt 20                                       (02.576.303) 179493        Mál nr. BN053599

EG bókhald ehf, Gylfaflöt 20, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi og milligólfi í rými 0101 í atvinnuhúsi á lóð nr. 20 við Gylfaflöt.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. desember 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. desember 2017.

Stækkun:  32,1 ferm.

Gjald kr. 11.000

Synjað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 1. desember 2017.

31.     Hátún 2A                                           (01.223.204) 102909        Mál nr. BN053693

Nóni ehf, Laugavegi 61, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í því að innréttaðar hafa verið tannlæknastofur á 2. hæð auk minni breytinga á innra fyrirkomulagi á 1. hæð í húsi á lóð nr. 2a við Hátún.

Samþykki meðeigenda dags. 15.11.2017 og 22.11.207 fylgir erindi ásamt tölvupósti frá arkitekt dags. 13.12.2017.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

32.     Heiðargerði 21                                   (01.801.102) 107610        Mál nr. BN053876

Björn Brynjúlfsson, Heiðargerði 21, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN052390,  viðbygging á garðhlið er lengd um 80 cm á einbýlishúsi á lóð nr. 21 við Heiðargerði.

Stækkun frá fyrri samþykkt:  5,5 ferm.,  13,9 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

33.     Hestháls 14                                        (04.321.801) 111032        Mál nr. BN053852

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi beggja hæða sem felst m.a. í því að auka skrifstofurými, minnka lager, bæta starfsmannaaðstöðu, stækka eldhús, endurbæta anddyri og koma þar fyrir móttöku, auk útlitsbreytinga sem eru þær helstar að gluggar eru stækkaðir, aðalinngangur endurgerður ásamt skyggni og skjólveggur settur við inngang í vesturálmu í húsi á lóð nr. 14 við Hestháls.

Gjald kr. 11.000 + 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss-og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

34.     Hlíðarendi 20-26                                (01.629.602) 221261        Mál nr. BN053796

Frostaskjól ehf., Smáratorgi 3, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja tvö fjögurra og fimm hæða steinsteypt fjölbýlishús, mhl. 02 og 03 með 32 íbúðum, einangruð og klædd að utan og verða 1. áfangi á reit E á lóð nr. 20-26 við Hlíðarenda.

Mhl. 02, A-rými:  1.224,8 ferm., 3.602,3 rúmm.

B-rými:  92 ferm.

Mhl. 03, A-rými:  1.686,7 ferm., 5.306,5 rúmm.

B-rými:  179 ferm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

35.     Hraunbær 102                                    (04.343.301) 111081        Mál nr. BN052413

Greifynjan ehf, Hraunbæ 102c, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að skipta eign 0101 í mhl. 06 í tvær eignir og innrétta snyrtistofu í 0101 og verslun í 0102 ásamt því að loka hurðagötum á milli 05-0102 og 06-0101 í húsi nr. 102B á lóð nr. 102 við Hraunbæ.

Samþykki meðeigenda rýmis 05 0102 og 06 0101 fylgir erindinu dags. 6. febrúar 2017 og 8. febrúar 2017.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

36.     Klapparstígur 25-27                           (01.172.016) 101438        Mál nr. BN053811

Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fjarlægja eldhús og koma fyrir karaoke-herbergi og kaffistofu starfsmanna, færa bar, stækka lagersvæði og breyta flóttaleið í veitingastað í flokki III - tegund F í rými 0101 í húsinu  nr. 27 lóð nr. 25 - 27 við Klapparstíg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

37.     Krókháls 11                                        (04.141.101) 200479        Mál nr. BN053901

Krókháls 11 ehf., Krókhálsi 11, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða viðbyggingu, stálgrindarhús klætt álklæddum samlokueiningum og innrétta verkstæði fyrir atvinnubíla á lóð nr. 11 við Krókháls.

Erindi fylgir hljóðvistargreinargerð frá Eflu dags. 2. desember 2017 og brunahönnun frá Eflu dags. 28. nóvember 2017.

Stækkun:  1.590,4 ferm., 5.949,3 rúmm.

E. stækkun, mhl. 01, 02, 03 og 04, A+B-rými samtals: 6.424,4 ferm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

38.     Laugavegur 40-40A                           (01.172.221) 101476        Mál nr. BN053938

Laugavegur 40,húsfélag, Laugavegi 40, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta íbúðum 0201, 0202, 0301, 0302 og 0401 í mhl.02 í gististaði í flokki ll - tegund ? í húsi nr. 40A á lóð nr. 40-40A.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

39.     Laugavegur 46                                   (01.173.102) 101519        Mál nr. BN053640

S&H Invest ehf., Valhúsabraut 33, 170 Seltjarnarnes

Sótt er um leyfi til að stækka verslunarrými á 1. hæð ásamt því að sameina íbúðir efri hæða í eitt eignarhald og breyta notkun þeirra í gististað í flokki ll - tegund b fyrir 14 gesti í húsi á lóð nr. 46 við Laugaveg.

Bréf rekstraraðila ódags. fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

40.     Laugavegur 73                                   (01.174.023) 101570        Mál nr. BN053904

Fiskistígur ehf., Borgartúni 29, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa það sem eftir stendur af húsi á lóð nr. 73 við Laugaveg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

41.     Lofnarbrunnur 16                               (05.055.502) 206090        Mál nr. BN053971

PS Verk ehf., Gefjunarbrunni 4, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN049530, um er að ræða breytt yfirborð á þaki fjölbýlishúss á lóð nr. 16 við Lofnarbrunn.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

42.     Laugavegur 95-99                              (01.174.130) 210318        Mál nr. BN053967

Björn Stefán Hallsson, Álakvísl 134, 110 Reykjavík

Rit og bækur ehf., Stórhöfða 30-40, 110 Reykjavík

Sótt er um niðurrif á byggingum nr. 95 og 97 vegna endurmats á burðarkerfi í tengslum við erindi BN051774 á lóð nr. 95-99 við Laugaveg.

Stærðir:

nr. 95:   744,6 ferm., 2,258,3 rúmm.

nr. 97:   688,7 ferm., 2.677,9 rúmm.

alls    : 1.433,3 ferm., 4.936,2 rúmm.

Bréf arkitekts dags. 14.12.2017 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

43.     Lokastígur 28                                     (01.181.309) 101779        Mál nr. BN053782

Loki 28 ehf, Lokastíg 28, 101 Reykjavík

Þórólfur Már Antonsson, Ásholt 30, 105 Reykjavík

Hrönn Vilhelmsdóttir, Ásholt 30, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi í núverandi veitingastað sem felst í að innrétta starfsmannarými og vinnslurými fyrir eldhús á 3. hæð ásamt leyfi fyrir áður gerðum breytingum á 1. hæð þar sem útbúin hefur verið snyrting fyrir fatlaða og gerðar lítilsháttar breytingar á afgreiðslu í húsi á lóð nr. 28 við Lokastíg.

Erindi fylgir bréf eigenda dags. 27.11.2017.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd

sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um

uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð

verktrygging á verkið né ábyrðaraðilar.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

44.     Melgerði 29                                        (01.815.413) 108021        Mál nr. BN053928

Einar Bjarndal Jónsson, Melgerði 29, 108 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum, sjá erindi BN036851, vegna lokaúttektar á einbýlishúsi á lóð nr. 29 við Melgerði.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

45.     Miðhús 38                                          (02.848.205) 109858        Mál nr. BN053842

Herluf Clausen, Miðhús 38, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í því að tekið hefur verið í notkun útgrafið rými undir bílgeymslu, grafið frá suðaustur hlið að lóðamörkum, bætt við gluggum og hurðum á þremur hliðum auk þess sem eldhús hefur veri fært í húsi á lóð nr. 38 við Miðhús.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. desember 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. desember 2017.

Stækkun: A-rými 88,2 ferm., 214,7 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Synjað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 15. desember 2017.

46.     Miðstræti 5                                         (01.183.203) 101944        Mál nr. BN053872

Miðstræti 5,húsfélag, Miðstræti 5, 101 Reykjavík

Bjarni Jónsson, Miðstræti 5, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningu v/gerðar eignaskiptasamnings í fjölbýlishúsi á lóð nr. 5 við Miðstræti.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

47.     Miðtún 28                                          (01.223.105) 102895        Mál nr. BN053784

ÞV eignir ehf., Bíldshöfða 14, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í breytingum á innra skipulagi, lítilsháttar breytingum á gluggum og klæðningu austurgafls með málmklæðningu í húsi á lóð nr. 28 við Miðtún.

Tölvupóstur arkitekts dags. 21.11.2017 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

48.     Móavegur 2                                        (02.375.303) 218667        Mál nr. BN053816

Bjarg íbúðafélag hses., Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja 7 fjölbýlishús með 155 íbúðum á bílakjallara fyrir 68 bíla á lóð nr. 2 við Móaveg.

Erindi fylgir greinargerð um hljóðvist dags. í nóvember 2017.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. desember 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. desember 2017.

Stærðir:

Mhl. 01, A-rými:  1.779,6 ferm., 5.421,1 rúmm.

Mhl. 02, A-rými:  1.824,5 ferm., 5.684,4 rúmm.

Mhl. 03, A-rými:  5.285,6 ferm., 15.811,5 rúmm.

Mhl. 04, A-rými:  2.437,2 ferm., 7.379,6 rúmm.

Mhl. 05, A-rými:  1.523,5 ferm., 4.753,7 rúmm.

A-rými samtals:  10.887,4 ferm., 39.050,3 rúmm.

B-rými samtals:    2.734,4 ferm.

Gjald kr, 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað. Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

49.     Rauðarárstígur 35                               (01.244.201) 103185        Mál nr. BN053545

Ydda arkitektar ehf., Seljavegi 2, 101 Reykjavík

Gistihúsið Víkingur ehf, Furuhjalla 10, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta heimagistingu í gististað í flokki ll - tegund b fyrir 32 gesti í húsi á lóð nr. 20 við Þverholt.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 29. september 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. september 2017.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

50.     Sigtún 28                                            (01.366.001) 104706        Mál nr. BN053923

Íslandshótel hf., Sigtúni 38, 105 Reykjavík

Sótt er um samþykki á reyndarteikningu vegna lokaúttektar á erindi BN051001, um er að ræða breytingar á eldvörnum, stigum, stækkun lyftu, breytingu á svölum á 4. hæð o. fl. í hóteli á lóð nr. 28 við Sigtún.

Stækkun:  12,53 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

51.     Síðumúli 32                                        (01.295.202) 103841        Mál nr. BN053756

Reitir VII ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja svalir á suðurhlið og innrétta dagvist fyrir aldraða á annarri hæð í húsi á lóð nr. 32 við Síðumúla.

Greinargerð um aðgengi fyrir alla frá hönnuði dags. nóv. 2017 og

Samþykki meðeigenda hús á A3 teikningu dags. 24. okt. 2017.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. desember 2017 fylgir erindinu.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

52.     Skipholt 50A                                      (01.254.001) 103465        Mál nr. BN053874

Guðjón Þór Pétursson, Skipholt 50a, 105 Reykjavík

Kári Guðmundur Schram, Skipholt 50a, 105 Reykjavík

Hera Sveinsdóttir, Skipholt 50a, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka svalir 0216, 0217 og 0314 og til að innrétta snyrtistofu í bílgeymslu 0101 í húsi á lóð nr. 50A við Skipholt.

Erindi fylgir samþykki meðeigenda áritað á uppdrátt.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. desember 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. desember 2017.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.

Vísað til uppdrátta 100E, 101C, 102E, 103B, 105B, 106E, 107E síðast breytt 14. júlí 2017.

53.     Skólavörðustígur 21                           (01.182.244) 101896        Mál nr. BN053718

Fjóla Magnúsdóttir, Efstaleiti 12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta glugga í hurð á suðurhlið hússins á lóð nr. 21 við Skólavörðustíg.

Jákvæð fyrirspurn dags. 23. febrúar 2016, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 9. nóvember 2017 og samþykki meðeigenda dags. 29. apríl 2016 fylgja erindi. Samþykki frá Njálsgötu 21 og 21A um umgengnisrétt um lóð að sorpi. Umsögn frá SRU dags. 14. desember 2017 fylgir

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

54.     Skrauthólar 4                                      (32.551.102) 223455        Mál nr. BN053667

H-O-H sf., Bergstaðastræti 9, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja snyrtingu og baðaðstöðu sem samanstendur af tveim einangruðum gámum sem standa á staðsteyptum sökklum og á milli þeirra er reist skúrbygging úr timbri sömuleiðis á steyptum sökklum og á að nota  sem aðstöðu fyrir tjaldgesti á lóð nr. 4 við Skrauthóla Kjalarnesi.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. október 2017 fylgir erindinu.

Bréf hönnuðar dags. 8. des. 2017 fylgir.

Stærð: 39,3 ferm., 114,7 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits.

55.     Sléttuvegur 25-27                              (01.793.101) 213549        Mál nr. BN053814

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja hjúkrunarheimili fyrir 99 vistmenn, steinsteypt, fjórar hæðir og kjallari, einangrað að utan, klætt sléttri álklæðningu og verður 1. áfangi í þyrpingu bygginga með þarfir eldri borgara í huga á lóð nr. 25-27 við Sléttuveg.

Erindi fylgir greinargerð um hljóðvist frá Mannvit, dags. í nóvember 2017 og brunahönnun dags. 14. nóvember 2017.

Stærð mhl. 01, A-rými:  6.385,2 ferm., 23.180,7 rúmm.

B-rými:  189,7 ferm., 994,1 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

56.     Snorrabraut 27-29                              (01.240.011) 102978        Mál nr. BN053810

Jóhanna Harðardóttir, Snorrabraut 29, 105 Reykjavík

Sótt erum að leyfi til að aðskilja rými 0103 og 0203, hafa rými 0103 áfram sem verslun en breyta 0203 í íbúð og setja svalir á gluggahlið í húsi á lóð nr. 27-29 við Snorrabraut.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. desember 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. desember 2017.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

57.     Sólvallagata 18                                   (01.160.212) 101160        Mál nr. BN052855

Björg Þórarinsdóttir, Laugarnesvegur 87, 105 Reykjavík

Jón Örvar Gestsson, Sólvallagata 18, 101 Reykjavík

Svanhvít Leifsdóttir, Sólvallagata 18, 101 Reykjavík

Sævar Magnús Birgisson, Sólvallagata 18, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja svalir á fyrstu, annarri og rishæð í húsi á lóð nr. 18 við Sólvallagötu.

Erindi fylgir umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. september 2016 við fsp. BN051294 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. september 2017.

Erindi var grenndarkynnt frá 10. ágúst 2017 til og með 7. september 2017 fyrir hagsmunaaðilum að Sólvallagötu 16, 20, Hávallagötu 27, 29 og 31. Engar athugasemdir bárust.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Lagfæra skráningu.

58.     Stigahlíð 81                                        (01.732.203) 107375        Mál nr. BN053817

Dóra Hjálmarsdóttir, Stigahlíð 81, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053497 þannig að innbyggður bílskúr verður lengdur að útbrún húss á lóð nr. 81 við Stigahlíð.

Stækkun: 6,3 ferm., 22,2 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

59.     Sæmundargata 15-19                         (01.631.303) 220416        Mál nr. BN053413

Fasteignafélagið Sæmundur hf., Smáratorgi 3, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi kjallara þannig að bílastæðum verður fækkað úr 54 í 14 sem verða eingöngu fyrir rafmagnsbíla og komið fyrir tilheyrandi hleðslubúnaði, einnig að innrétta aðstöðu fyrir starfsfólk og stækka geymslurými í kjallara húss á lóð nr. 15-19 við Sæmundargötu.

Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 18. nóvember 2017 og umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 8. desember 2017.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Með vísan til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra dags. 8. desember 2017.

60.     Thorvaldensstræti 2                           (01.140.418) 100859        Mál nr. BN053964

Lindarvatn ehf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að dýpka kjallara og endurbyggja Thorvaldsenstræti 2, til að lyfta þaki Thorvaldsensstrætis 4 og byggja á það Mansardþak með kvistum, til að rífa viðbyggingu við Landsímahúsið, Thorvaldsensstræti 6, og byggja í staðinn fjögurra hæða nýbyggingu, til að endurbyggja Aðalstræti 11 með breyttu þaki og til að innrétta í öllum húsunum hótel í flokki IV með veitingahúsi, kaffihúsi, verslunum og samkomusal á lóðinni nr. 2 við Thorvaldssenstræti.

Niðurrif:  xx ferm., xx rúmm.

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

E. stækkun:  11.544,3 ferm., 42.142,8 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

61.     Tjarnargata 10                                    (01.141.311) 100914        Mál nr. BN053783

Sjómannadagsráð, Laugarási Hrafnistu, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta skrifstofur, koma fyrir kaffiaðstöðu og setja glugga í stað útihurðar á 1. hæð í húsi á lóð nr. 10 við Tjarnargötu.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Lagfæra skráningu.

62.     Tunguháls 15                                      (04.327.102) 111055        Mál nr. BN053946

Skálagil ehf., Tunguhálsi 15, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta brunahönnun með uppsetningu sprinklerkerfis og bæta flóttaleið frá skrifstofum á millilofti í mhl. 03 á lóð 15 við Tunguháls. Bréf frá hönnuði dags. 12. desember 2017 og umsögn brunahönnuðar dags. 9. júní 2016 fylgir.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

63.     Úlfarsbraut 38-40                               (02.698.305) 205716        Mál nr. BN053851

Þorleifur Eggertsson, Öldugrandi 3, 107 Reykjavík

Modulus eignarhaldsfélag ehf., Seljavegi 2, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft parhús með innbyggðum bílgeymslum úr forsmíðuðum timbureiningum á steyptum sökkli á lóð nr. 38-40 við Úlfarsbraut.

Stærð nr. 38, A-rými:  216,6 ferm., 716,4 rúmm.

Stærð nr. 40, A-rými:  216,6 ferm., 716,4 rúmm.

Samtals:  433 ferm., 1.433 rúmm.

Gjald kr. 11.000 

Frestað.

Vísað til athugasemda.

64.     Úlfarsbraut 122-124                           (05.055.701) 205755        Mál nr. BN053890

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um stöðuleyfi til 12 mánaða fyrir tveimur 15 ferm. gámum sem verða tengdir vesturgafli færanlegrar timburstofu með því að gera nýja hurð á gaflinn á húsinu á lóð nr. 122-124 við Úlfarsbraut.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

65.     Vallarstræti 4                                     (01.140.416) 100857        Mál nr. BN053963

Lindarvatn ehf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurbæta og byggja við friðað hús, innrétta verslun á 1. hæð og íbúðir á efri hæðum, fjarlægja stigahús, gera svalagang, gerð grein fyrir áður gerðum kjallara og hann stækkaður, í húsi á lóð nr. 4 við Vallarstræti.

Eftir stækkun, A-rými:  890 ferm.,  3.039,1 rúmm.

B-rými:  52,7 ferm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

66.     Vest. 6-10A/Tryggv.18                      (01.132.113) 216605        Mál nr. BN053965

The Black Pearl ehf., Pósthólf 182, 121 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II, teg. ? í rými 0102 í Tryggvagötu 18 á lóðinni Vest. 6-10/Tryggv. 18.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

67.     Víðihlíð 5-11                                      (01.782.302) 107520        Mál nr. BN053913

Ás styrktarfélag, Ögurhvarf 6, 203 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi mhl. 01 þar sem gerð eru tvö baðherbergi úr einu á 2. hæð og starfsmannaaðstaða flutt í mhl. 05 í húsi nr. 5 og 7 á lóð nr. 5-11 við Víðihlíð.

Erindi var samþykkt 12. desember 2017 er nú lagt fyrir að nýju til að leiðrétta götuheiti.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

68.     Vogaland 11                                      (01.880.011) 108852        Mál nr. BN053940

Jóhann Friðrik Ragnarsson, Vogaland 11, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta mörkum milli eignarhluta,  stækka íbúð 0201 og minnka íbúð 0101 í húsi á lóð nr. 11 við Vogaland.

Samþykki meðeiganda dags. 7. desember 2017.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

69.     Ægisíða 74                                         (01.545.004) 106460        Mál nr. BN053968

Ægisíða 74,húsfélag, Ægisíðu 74, 107 Reykjavík

Guðmundur Löve, Ægisíða 74, 107 Reykjavík

Sótt er um breytingar á erindi BN045636 vegna lokaúttektar sem felast í breytingum á brunavörnum á 2. hæð og útfærslu handriðs á þaksvölum  í húsi á lóð nr. 74 við Ægisíðu.

Bréf arkitekts dags. 12.12.2017 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Ýmis mál

70.     Aðalstræti 7                                       (01.140.415) 100856        Mál nr. BN053977

Lindarvatn ehf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík

Þann 22.09.2015 voru samþykkt byggingaráform BN047437 að Aðalstræti 7. Þar sem gildistími þeirra er útrunninn án þess að formlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út og samkvæmt skoðun engar framkvæmdir hafist er samþykktin úr gildi fallin. Jafnframt verða álögð gjöld felld niður eftir því sem við á.

Afgreitt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

71.     Brautarholt 4-4A                                (01.241.203) 103021        Mál nr. BN053978

PKdM Arkitektar ehf., Brautarholti 4, 105 Reykjavík

Þann 27.10.2015 voru samþykkt byggingaráform BN049567 að Brautarholt 4. Þar sem gildistími þeirra er útrunninn án þess að formlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út og samkvæmt skoðun engar framkvæmdir hafist er samþykktin úr gildi fallin. Jafnframt verða álögð gjöld felld niður eftir því sem við á.

Afgreitt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

72.     Framnesvegur 31                                (01.134.515) 100399        Mál nr. BN053989

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stofna nýja lóð Framnesveg 31B úr Sólvallagötu 68 og stækka lítillega lóðina Framnesveg 31 - 31A samanber meðfylgjandi uppdrætti Landupplýsingadeildar dagsettir 18.12.2017.

Lóðin Framnesvegur 31 - 31A (staðgr. 1.134.515, landnr. 100399) er talin 245,3 m².

Lóðin reynist 246 m².

Bætt 9 m² við lóðina frá Sólvallagötu 68 (staðgr. 1.134.510, landnr. 100394).

Lóðin Framnesvegur 31 - 31A (staðgr. 1.134.515, landnr. 100399) verður  255 m².

Lóðin Sólvallagata 68 (staðgr. 1.134.510, landnr. 100394) er talin 1242,8  m².

Lóðin reynist 1319 m².

Teknir 9 m² af lóðinni og bætt við lóðina Framnesveg 31 - 31A (staðgr. 1.134.515, landnr. 100399).

Teknir 419 m² lóðinni og gert að nýrri lóð Framnesvegur 31B (staðgr. 1.134.517).

Stofnuð ný lóð Framnesvegur 31B (staðgr. 1.134.517).

Teknir 419 m² af lóðinni Sólvallagata 68 (staðgr. 1.134.510, landnr. 100394).

Lóðin Framnesvegur 31B (staðgr. 1.134.517) verður 419 m² og fær landnúmer samkvæmt ákvörðun byggingafulltrúa.

Sjá deiliskipul sem var samþykkt í skipulagsráði þann 11.04.2012, í borgarráði þann 26.04.2012 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 12.06.2012.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

73.     Framnesvegur 31B                                                                       Mál nr. BN053991

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stofna nýja lóð Framnesveg 31B úr Sólvallagötu 68 og stækka lítillega lóðina Framnesveg 31 - 31A samanber meðfylgjandi uppdrætti Landupplýsingadeildar dagsettir 18.12.2017.

Lóðin Framnesvegur 31 - 31A (staðgr. 1.134.515, landnr. 100399) er talin 245,3 m².

Lóðin reynist 246 m².

Bætt 9 m² við lóðina frá Sólvallagötu 68 (staðgr. 1.134.510, landnr. 100394).

Lóðin Framnesvegur 31 - 31A (staðgr. 1.134.515, landnr. 100399) verður  255 m².

Lóðin Sólvallagata 68 (staðgr. 1.134.510, landnr. 100394) er talin 1242,8  m².

Lóðin reynist 1319 m².

Teknir 9 m² af lóðinni og bætt við lóðina Framnesveg 31 - 31A (staðgr. 1.134.515, landnr. 100399).

Teknir 419 m² lóðinni og gert að nýrri lóð Framnesvegur 31B (staðgr. 1.134.517).

Stofnuð ný lóð Framnesvegur 31B (staðgr. 1.134.517).

Teknir 419 m² af lóðinni Sólvallagata 68 (staðgr. 1.134.510, landnr. 100394).

Lóðin Framnesvegur 31B (staðgr. 1.134.517) verður 419 m² og fær landnúmer samkvæmt ákvörðun byggingafulltrúa.

Sjá deiliskipul sem var samþykkt í skipulagsráði þann 11.04.2012, í borgarráði þann 26.04.2012 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 12.06.2012.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

74.     Laugavegur 51                                   (01.173.024) 101511        Mál nr. BN053981

Jens Beining Jia, Laugavegur 51, 101 Reykjavík

Þann 25.08.2015 voru samþykkt byggingaráform BN048149 að Laugavegi 51. Þar sem gildistími þeirra er útrunninn án þess að formlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út og samkvæmt skoðun engar framkvæmdir hafist er samþykktin úr gildi fallin. Jafnframt verða álögð gjöld felld niður eftir því sem við á.

Afgreitt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

75.     Njálsgata 18                                       (01.182.226) 101878        Mál nr. BN053980

Antonio Paulino Alvarez, Njálsgata 18, 101 Reykjavík

Peter Gill, Bandaríkin, Þann 10.11.2015 voru samþykkt byggingaráform BN048945 að Njálsgötu 18. Þar sem gildistími þeirra er útrunninn án þess að formlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út og samkvæmt skoðun engar framkvæmdir hafist er samþykktin úr gildi fallin. Jafnframt verða álögð gjöld felld niður eftir því sem við á.

Afgreitt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

76.     Skipasund 18                                     (01.355.310) 104363        Mál nr. BN053982

Ásgeir Blöndal Ásgeirsson, Skipasund 18, 104 Reykjavík

Þann 27.10.2015 voru samþykkt byggingaráform BN049775 að Skipasund 18. Þar sem gildistími þeirra er útrunninn án þess að formlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út og samkvæmt skoðun engar framkvæmdir hafist er samþykktin úr gildi fallin. Jafnframt verða álögð gjöld felld niður eftir því sem við á.

Afgreitt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

77.     Snorrabraut 33-33A                           (01.240.104) 102981        Mál nr. BN053957

Snorrabraut 33,húsfélag, Snorrabraut 33, 105 Reykjavík

Snorrabraut 33a,húsfélag, Snorrabraut 33a, 105 Reykjavík

Tilkynnt er um framkvæmd um að síkkun glugga á tómstundarherbergi í kjallara á húsinu á 33 og 33A við Snorrabraut.

Fundargerð húsfélags Snorrabrautar 33 dags. 30 okt. 2017 og greinagerð hönnuðar  dags. 11. des. 2017 fylgir erindinu.

Gjald kr. 11.000

Afgreitt.

Sækja þarf um byggingarleyfi.

78.     Sólvallagata 68                                   (01.134.510) 100394        Mál nr. BN053990

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stofna nýja lóð Framnesveg 31B úr Sólvallagötu 68 og stækka lítillega lóðina Framnesveg 31 - 31A samanber meðfylgjandi uppdrætti Landupplýsingadeildar dagsettir 18.12.2017.

Lóðin Framnesvegur 31 - 31A (staðgr. 1.134.515, landnr. 100399) er talin 245,3 m².

Lóðin reynist 246 m².

Bætt 9 m² við lóðina frá Sólvallagötu 68 (staðgr. 1.134.510, landnr. 100394).

Lóðin Framnesvegur 31 - 31A (staðgr. 1.134.515, landnr. 100399) verður  255 m².

Lóðin Sólvallagata 68 (staðgr. 1.134.510, landnr. 100394) er talin 1242,8  m².

Lóðin reynist 1319 m².

Teknir 9 m² af lóðinni og bætt við lóðina Framnesveg 31 - 31A (staðgr. 1.134.515, landnr. 100399).

Teknir 419 m² lóðinni og gert að nýrri lóð Framnesvegur 31B (staðgr. 1.134.517).

Stofnuð ný lóð Framnesvegur 31B (staðgr. 1.134.517).

Teknir 419 m² af lóðinni Sólvallagata 68 (staðgr. 1.134.510, landnr. 100394).

Lóðin Framnesvegur 31B (staðgr. 1.134.517) verður 419 m² og fær landnúmer samkvæmt ákvörðun byggingafulltrúa.

Sjá deiliskipul sem var samþykkt í skipulagsráði þann 11.04.2012, í borgarráði þann 26.04.2012 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 12.06.2012.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

79.     Traðarland 14                                     (01.871.502) 108830        Mál nr. BN053974

Ásgeir Loftsson, Hjálmakur 6, 210 Garðabær

Þann 24.02.2015 voru samþykkt byggingaráform BN048313 að Traðarlandi 14. Þar sem gildistími þeirra er útrunninn án þess að formlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út og samkvæmt skoðun engar framkvæmdir hafist er samþykktin úr gildi fallin. Jafnframt verða álögð gjöld felld niður eftir því sem við á.

Afgreitt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

80.     Úlfarsbraut 46                                    (02.698.307) 205718        Mál nr. BN053979

Loftur Guðni Matthíasson, Eskihlíð 8, 105 Reykjavík

Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir, Eskihlíð 8, 105 Reykjavík

Þann 03.11.2015 voru samþykkt byggingaráform BN050145 að Úlfarsbraut 46. Þar sem gildistími þeirra er útrunninn án þess að formlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út og samkvæmt skoðun engar framkvæmdir hafist er samþykktin úr gildi fallin. Jafnframt verða álögð gjöld felld niður eftir því sem við á.

Afgreitt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

81.     Vallarstræti 4                                     (01.140.416) 100857        Mál nr. BN053976

Lindarvatn ehf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík

Þann 22.09.2015 voru samþykkt byggingaráform BN047440 að Vallarstræti 4. Þar sem gildistími þeirra er útrunninn án þess að formlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út og samkvæmt skoðun engar framkvæmdir hafist er samþykktin úr gildi fallin. Jafnframt verða álögð gjöld felld niður eftir því sem við á.

Afgreitt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

82.     Vesturfold 40                                     (02.820.204) 109658        Mál nr. BN053975

Matthías Bogi Hjálmtýsson, Vesturfold 40, 112 Reykjavík

Þann 07.07.2015 voru samþykkt byggingaráform BN049601 að Vesturfold 40. Þar sem gildistími þeirra er útrunninn án þess að formlegt byggingarleyfi hafi verið gefið út og samkvæmt skoðun engar framkvæmdir hafist er samþykktin úr gildi fallin. Jafnframt verða álögð gjöld felld niður eftir því sem við á.

Afgreitt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Fyrirspurnir

83.     Búðagerði 10-12                                (01.814.007) 107919        Mál nr. BN053110

Húsvernd ehf, Langagerði 120, 108 Reykjavík

Spurt er hvort leyft verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúð í húsi á lóð nr. 10 við Búðagerði.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. desember 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. desember 2017.

Neikvætt.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 15. desember 2017.

84.     Hagamelur 47                                     (01.526.003) 106071        Mál nr. BN053905

Þorleifur Gunnlaugsson, Hagamelur 47, 107 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að skipta í tvennt íbúð 0102 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 47 við Hagamel.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. desember 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. desember 2017.

Neikvætt.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. desember 2017.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 13.30

Harri Ormarsson

Nikulás Úlfar Másson                                                  Sigrún Reynisdóttir

Sigríður Maack                                                             Jón Hafberg Björnsson

Óskar Torfi Þorvaldsson                                              Olga Hrund Sverrisdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2018, þriðjudaginn 9. janúar kl. 10.10 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 956. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Skúli Þorkelsson, Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Olga Hrund Sverrisdóttir, Erna Hrönn Geirsdóttir, Jón Hafberg Björnsson og Sigríður Maack.

Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1.       Austurbakki 2                                    (01.119.801) 209357        Mál nr. BN054014

Cambridge Plaza Hotel Comp ehf., Bergþórugötu 55, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050485, um er að ræða ýmsar breytingar á innra skipulagi og breyttar brunakröfur í efri og neðri kjallara hótels á lóð nr. 2 við Austurbakka.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

2.       Álfabakki 14                                      (04.603.503) 111722        Mál nr. BN053995

HOL ehf., Brúarási 6, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til gera tannlæknastofu í rými 0201 í húsi nr. 14 á lóð nr. 12-16 við Álfabakka.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

3.       Ármúli 1A                                          (01.261.402) 103511        Mál nr. BN053722

Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa hluta af inndreginni hæð, skilja eftir stiga- og lyftuhús ásamt tæknirými á 4. hæð, fjarlægja glerhliðar 1. hæðar og byggja léttan útvegg, klæddan litaðri málmklæðningu á húsi á lóð nr. 1A við Ármúla.

Bréf frá hönnuði dags. 16. október 2017 fylgir.

Minnkun: 171,6 ferm., 514,8 rúmm.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. janúar 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. janúar 2018 og umsögn Minjastofnunar dags. 9. janúar 2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 5. janúar 2018.

4.       Bergstaðastræti 10A                          (01.180.208) 101696        Mál nr. BN053949

Soleil ehf., Túngötu 3, 101 Reykjavík

MÁLSTAÐUR ehf, Ingólfsstræti 3, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta kaffihús í flokki I tegund F í rými 0101 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 10A við Bergstaðastræti.

Erindi fylgir bréf frá umsækjanda dags. 11. desember 2017 og samþykki eiganda rýmisins dags. 14. desember 2017.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

5.       Blesugróf 12                                      (01.885.506) 108895        Mál nr. BN053956

Pétur Ingason, Hesthamrar 13, 112 Reykjavík

Magnús Þór Hjálmarsson, Lautasmári 3, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja parhús með geymslum og bílgeymslum í kjallara á lóð nr. 12 við Blesugróf.

Stærðir: A-rými 294,0 ferm., 1.090,2 rúmm.

Útskrift úr gerðabók embættis afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. janúar 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. janúar 2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. janúar 2018.

6.       Blikastaðavegur 2-8                           (02.496.101) 204782        Mál nr. BN054019

Korputorg ehf., Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í bili A-B -C og p svæði 1 milli mátlína 1-6 þar sem verslunar- og lagerhúsnæði er breytt í brauð- og kexverksmiðju, milligólf stækkað og viðbyggingu bætt við innan ytri byggingareits sunnan megin, korn- og hveitisílóum komið fyrir við vesturgafl, koma fyrir glugga á norðurhlið og flóttastiga bætt við á hús á lóð nr. 2 - 8 við Blikastaðaveg.

Greinargerð hljóðvistar dags. 20. desember 2017, bréf hönnuðar dags. 22. desember 2017 og umsögn brunahönnuðar dags. 18. desember 2017 fylgir erindi.

Stækkun viðbygging: 457,0 ferm., 4.590,6 rúmm.

Stækkun milliloft: 2.010,0 ferm.

Samtals stækkun: 2.467,0 ferm., 4.590,6 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

7.       Blikastaðavegur 2-8                           (02.496.101) 204782        Mál nr. BN053714

Korputorg ehf., Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN052395 þannig að 2 vöruhurðir milli mátlína 16 til 18 eru teknar út, bætt við rampi í mátlínu 15- 16 og smá breytingar á innra skipulagi rýma vegna lokaúttektar á K,L og M í verslunarhúsi á lóð nr. 2-8 við Blikastaðaveg.

Umsögn brunahönnuðar dags. 25. sept. 2017.

Bréf frá hönnuði dags. 17. okt. 2017 fylgir erindinu.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

8.       Bragagata 26A                                   (01.186.639) 102334        Mál nr. BN047670

Helgi Björnsson, Bragagata 26a, 101 Reykjavík

Vilborg Halldórsdóttir, Bragagata 26a, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja nýjar svalir á suðvesturgafli, koma fyrir þaksvölum og skjólgirðingu ofan á geymsluskúr og reisa skjólvegg á lóðamörkum við raðhús á lóðinni nr. 26A við Bragagötu.

Sjá erindi BN035456 sem samþykkt var 29. ágúst 2007. Erindi fylgir samþykki meðeiganda dags. 23. maí 2014 og samþykki nágranna á nr. 24 og 26 dags. 23. maí 2014.

Erindið var grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum að Bragagötu 24, 26 og 28 Haðarstíg 2, 4, 6, og 10 frá 17. nóvember 2017 til og með 15. desember 2017.

Engar athugasemdir bárust.

Einnig fylgir útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. janúar 2018.

Gjald kr 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

9.       Brautarholt 6                                      (01.241.204) 103022        Mál nr. BN054017

Karl Mikli ehf., Litlakrika 42, 270 Mosfellsbær

Sótt er um samþykki fyrir breytingum á erindi BN050100, um er að ræða breyttar brunakröfur á hurðum og komið er fyrir eldvarnargleri í gluggum við stigahús v/lokaúttektar í risi húss á lóð nr. 6 við Brautarholt.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

10.     Bæjarháls 1                                        (04.309.601) 190769        Mál nr. BN053838

Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að staðsetja dieseltank með eldsneyti fyrir neyðarrafstöð á lóð nr. 1 við Bæjarháls.

Erindi fylgir minnisblað frá Lotu dags. 18. desember 2017.

Stærð: 39,4 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

11.     Dunhagi 18-20                                   (01.545.113) 106483        Mál nr. BN052641

D18 ehf., Borgartúni 24, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja inndregna 4. hæð, byggja viðbyggingu við fyrstu hæð og kjallara, minnka og fjölga íbúðum úr 8 í 20, koma fyrir lyftu utan á húsinu og sorpgerði fyrir verslunarrými innan í rými 0106 á lóð nr. 18 - 20 við Dunhaga.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. júní 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. júní 2017.

Útskrift úr gerðabók fundar umhverfis- og skipulagsráðs frá 15. nóvember 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. október 2017, (13. nóvember 2017).

Erindið var grenndarkynnt frá 22. ágúst 2017 til og með 3. október 2017 fyrir hagsmunaaðilum að Dunhaga 19, 21,23. Fálkagötu 29, Arnargötu 14. Tómasarhagi 28, 32, 34, 36,38, 40, 42,44, 46. Hjarðarhaga 27, 29, 31 og 33.

Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Ásta Logadóttir, dags. 24. ágúst 2017 og 3. október 2017, Hildur Þórisdóttir, dags. 10. september 2017, Eyþór Mar Halldórsson, dags. 11. september 2017, Ásdís Schram, dags. 18. sept. 2017, Sólveig K. Jónsdóttir f.h. eigendur og íbúa að Hjarðarhaga 27, dags. 27. september 2017, Áslaug Árnadóttir hdl. f.h. hagsmunaaðila, dags. 2. október 2017 og Einar Ólafsson, dags. 3. október 2017.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. desember 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. desember 2017.

Stækkun viðbyggingu kjallara, 1. hæð og 4 hæð : 903,0 ferm., 2.459,0 rúmm.

Gjald kr. 11.000 + 11.000 + 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Þinglýsa skal kvöð um að ekki megi byrgja fyrir glugga á 1. hæð verslunarhúsnæðis, áður en byggingarleyfi er gefið út.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

12.     Efstaleiti 5A                                       (01.745.003) 186595        Mál nr. BN053882

Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja dreifistöð úr forsteyptum einingum á staðsteyptri plötu á lóð nr. 5A við Efstaleiti.

Stærð: 17,3 ferm., 65,8 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

13.     Eirhöfði 2-4                                        (04.030.101) 110517        Mál nr. BN053724

Vagneignir ehf., Vagnhöfða 23, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja stálgrindarhús, mhl.03, sem hýsa mun hjólbarðageymslu og til að breyta erindi BN051154 sem felst í breyttu innra skipulagi, uppfærslu á brunavörnum, gerð geymslulofts 0104, breytingum á gluggum og gerð svala með flóttastiga í mhl. 01, á lóð nr. 2-4 við Eirhöfða.

Jafnframt er erindi BN052180 dregið til baka.

Stærðir:

Mhl.01- stækkun brúttóflatar 29,1 ferm.

Mhl.03:  2.194,0 ferm., 22.580,2 rúmm.

Erindi fylgir:

Bréf arkitekts dags. 04.12.2017.

Greinargerð um brunahönnun dags. 30.09.2017.

Umsögn skipulagsfulltrúa við fyrirspurn dags. 27.04.2017.

Samkomulag um kvöð vegna flutninga dags. 22.08.2017.

Varmatapsútreikningar dags. 02.11.2017.

Gjald kr. 11.000.

Frestað.

Vísað til athugasemda.

14.     Flugvöllur                                           (01.66-.-99) 106748          Mál nr. BN053877

Isavia ohf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir minniháttar breytingum innanhúss á öllum hæðum nema kjallara og 8. hæð og til að koma fyrir loftræsitúðum á norðurvegg vegna nýs loftræsikerfis í Flugturninum á reit með landnúmer 106748 á Reykjavíkurflugvelli.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

15.     Flugvöllur -spilda                               (01.66-.-99) 224485          Mál nr. BN053952

Hverfiseignir ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa flugskýli á reit með landnúmer 224485 Flugvöllur - spilda

Niðurrif, mhl. 04, fastanr. 202-9306, merkt 0101 252 ferm., 835 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

16.     Flugvöllur -spilda                               (00.123.456) 224485        Mál nr. BN054036

Sigurður Pálmason, Álfholt 12, 220 Hafnarfjörður

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðu niðurrifi á flugskýli og geymslu á reit með landnúmer 224485 Flugvöllur - spilda.

Niðurrif, mhl. 01:  Flugskýli 14, 169,3 ferm., merkt 0101

Mhl. 02:  Skrifstofa, 48,7 ferm., merkt 0101.

Mhl. 03:  Geymsla, 14,6 ferm., merkt 0101.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

17.     Fossaleynir 1                                      (02.456.101) 190899        Mál nr. BN053983

Knatthöllin ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Kvikmyndahöllin ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum v/lokaúttektar á erindi BN052983 þar sem komið er fyrir nýju bílastæði fyrir fatlaða, brunatexta aðaluppdrátta er breytt, hringstigi færður og opnanleg fög eru sett í glugga tengigangs í íþróttahúsi á lóð nr. 1 við Fossaleyni.

Bréf frá hönnuði dags. 3. maí 2017 og heildarbrunahönnun  endurskoðuð 15. desember 2017 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

18.     Frakkastígur 22                                  (01.182.310) 101907        Mál nr. BN053953

Anna Guðný Sigurðardóttir, Frakkastígur 22, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja anddyri, stigahús á suðurgafli og setja svalir á vesturhlið húss á lóð nr. 22 við Frakkastíg.

Stækkun: x ferm., x rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

19.     Fylkisvegur 6-8                                  (04.364.101) 111277        Mál nr. BN053966

Íþróttafélagið Fylkir, Fylkisvegi 6, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft, steinsteypt þjónustuhús með kjallara á lóð nr. 6-8 við Fylkisveg.

Stærðir:

A-rými: x ferm. x rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

20.     Geitastekkur 1                                    (04.615.001) 111812        Mál nr. BN053936

Ívar Sigurður Kristinsson, Geitastekkur 1, 109 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum þar sem gerð er grein fyrir breytingum, m.a. á stiga milli hæða, breyttri notkun kjallara v/lokaúttektar á erindi BN029798 í einbýlishúsi á lóð nr. 9 við Geitastekk.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

21.     Gnoðarvogur 44                                 (01.444.101) 105528        Mál nr. BN053998

Björn Leósson, Kjarrhólmi 38, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi fyrir gististað í flokki ? - tegund ? í húsi á lóð nr. 44 við Gnoðarvog.

Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. september 2016.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda og með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa 5. september 2016.

22.     Grensásvegur 8-10                             (01.295.305) 103846        Mál nr. BN053886

E - fasteignafélag ehf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir svölum og flóttastiga á suðvesturgafli og svölum á norðausturgafli, koma fyrir þakgluggum og innrétta gististað í flokki II, teg. b fyrir xx gesti á 2. - 4. hæð skrifstofuhúss á lóð nr. 8-10 við Grensásveg.

Erindi fylgir samþykki meðeiganda dags. 28. nóvember 2017.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

23.     Grensásvegur 12                                (01.295.406) 103853        Mál nr. BN053939

Leiguafl slhf., Borgartúni 28, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051009 og BN051880, um er að ræða breytt fyrirkomulag á lóð íbúðar- og atvinnuhúss á lóð nr. 12 við Grensásveg.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

24.     Grettisgata 16                                    (01.182.110) 101826        Mál nr. BN053841

Stefán Unnsteinsson, Grettisgata 16, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í því að gerðar hafa verið tvær íbúðir í stað einnar á annarri hæð í húsi á lóð nr. 16 við Grettisgötu.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

25.     Gylfaflöt 2                                         (02.578.201) 224860        Mál nr. BN053887

Raflagnir Íslands ehf, Brautarholti 26- 28, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja skemmu með millilofti, burðargrind úr stáli klædd steinullar samlokueiningum á lóð nr. 2 við Gylfaflöt.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. janúar 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. janúar 2018.

Stærð húss: 1.465,2 ferm., 8.038,5 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

26.     Gylfaflöt 4                                         (02.578.202) 224861        Mál nr. BN053888

Raflagnir Íslands ehf, Brautarholti 26- 28, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja skemmu með millilofti, með burðargrind úr stáli klædd steinullar samlokueiningum á lóð nr. 4 við Gylfaflöt.

Greinargerð brunahönnuðar dags. 21. nóvember 2017 fylgir erindi.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. janúar 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. janúar 2018.

Stærð húss: 1.829,0 ferm., 8.038,5 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda og með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 4. janúar 2018.

27.     Gylfaflöt 6                                         (02.578.203) 224862        Mál nr. BN054020

Landslagnir ehf., Lautarvegi 30, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053174, breyta innra skipulagi og útliti og innrétta smíðaverkstæði og skrifstofu í húsi á lóð nr. 6-8 við Gylfaflöt.

Minnkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

28.     Hafnarstræti 5                                    (01.140.101) 100820        Mál nr. BN053933

Landsbankinn hf., Austurstræti 11, 155 Reykjavík

Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að skilgreina mötuneyti Landsbankans hf. sem veitingastað í flokki ll - tegund c í húsi á lóð nr. 5 við Hafnarstræti.

Samþykki eigenda fylgir áritað á teikningu.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Á milli funda.

29.     Hagatorg 1                                         (01.55-.-97) 106504          Mál nr. BN053912

Bændahöllin ehf., Hagatorgi 1, 107 Reykjavík

Sótt er um breytingu á erindi BN052807 sem felst í lítilsháttar breytingum á innra fyrirkomulagi 2. hæðar og brunavörnum v/lokaúttektar í Hótel Sögu á lóð nr. 1 við Hagatorg.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

30.     Haukdælabraut 20                             (05.114.601) 214793        Mál nr. BN054016

Heimdallur ehf., Vatnagörðum 28, 108 Reykjavík

Sótt erum leyfi til að byggja steinsteypt tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 20 við Haukdælabraut.

Stærð, A-rými:  296,4 ferm., 1.005,3 rúmm.

B-rými:  31,6 ferm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

31.     Haukdælabraut 66                             (05.114.802) 214809        Mál nr. BN054057

Gunnar Ás Vilhjálmsson, Bakkastaðir 57, 112 Reykjavík

Óskað er eftir niðurfellingu á erindi BN053452 með tölvupósti frá aðalhönnuði dags. 2. janúar 2018.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

32.     Hátún 2A                                           (01.223.204) 102909        Mál nr. BN053693

Nóni ehf, Laugavegi 61, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í því að innréttaðar hafa verið tannlæknastofur á 2. hæð auk minni breytinga á innra fyrirkomulagi á 1. hæð í húsi á lóð nr. 2a við Hátún.

Samþykki meðeigenda dags. 15.11.2017 og 22.11.207 fylgir erindi ásamt tölvupósti frá arkitekt dags. 13.12.2017.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd

sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um

uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð

verktrygging á verkið né ábyrðaraðilar. Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

33.     Hlíðarendi 20-26                                (01.629.602) 221261        Mál nr. BN053796

Frostaskjól ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tvö fjögurra og fimm hæða steinsteypt fjölbýlishús, mhl. 02 og 03 með 32 íbúðum, einangruð og klædd að utan og verða 1. áfangi á reit E á lóð nr. 20-26 við Hlíðarenda.

Mhl. 02, A-rými:  1.224,8 ferm., 3.602,3 rúmm.

B-rými:  92 ferm.

Mhl. 03, A-rými:  1.686,7 ferm., 5.306,5 rúmm.

B-rými:  179 ferm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Lagfæra skráningu.

34.     Hlíðarendi 20-26                                (01.629.602) 221261        Mál nr. BN053959

Frostaskjól ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053745 þar sem tengingar mhl. 01, 02 og 03 breytast ásamt minni háttar breytingum á texta um brunavarnir í bílakjallara á lóð nr. 20-25 við Hlíðarenda.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins. Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

35.     Hólmasel 2                                         (04.937.703) 112915        Mál nr. BN053985

Guðmundur G Norðdahl, Hólmasel 2, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum innri breytingum þar sem gerð er grein fyrir íbúðum 0104 og 0103 sem voru samþykktar með erindi BN016633 en tóku ekki gildi í húsinu á lóð nr. 2 við Hólmasel.

Bréf frá umsækjanda dags. 15 desember 2017 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

36.     Hvammsgerði 4                                  (01.802.309) 107693        Mál nr. BN053861

Kristín Erna Arnardóttir, Hvammsgerði 4, 108 Reykjavík

Helgi Hrafn Gunnarsson, Miðtún 80, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja anddyri, hækka ris og til að byggja kvisti og svalir á einbýlishús á lóð nr. 4 við Hvammsgerði.

Erindi var áður samþykkt 3. mars 2009, BN039462.

Stækkun:  4,8 ferm., 110,1 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

37.     Hverfisgata 98                                   (01.174.101) 101579        Mál nr. BN053906

Sólland ehf., Hrauntungu 9, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN053134 þar sem komið er fyrir skábraut innanhúss í kaffihúsi á jarðhæð í húsinu á lóð nr. 98 við Hverfisgötu.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

38.     Hörpugata 14                                     (01.635.706) 106697        Mál nr. BN053987

Gísli Másson, Hörpugata 14, 101 Reykjavík

Freyja Hreinsdóttir, Hörpugata 14, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi breytingum á erindi BN045635 þar sem tröppum og handriði frá verönd er breytt v/lokaúttektar í húsi á lóð nr. 14 við Hörpugötu.

Bréf frá hönnuði dags. 18. desember 2017 fylgir.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

39.     Kirkjusandur 1-5                                (01.340.301) 176690        Mál nr. BN053109

Kirkjusandur 1,3 og 5,húsfélag, Kirkjusandi 1-5, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felst á að innréttuð hefur verið snyrtistofa í rými 0105,  í húsinu nr. 5 á lóð nr. 1-5 við Kirkjusand.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. júlí 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. júlí 2017.

Einnig greinargerð stjórnar húsfélags Kirkjusandi 1,3 og 5 dags. 12. júlí 2017 og bréf frá umsækjanda ódagsett.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd

sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um

uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð

verktrygging á verkið né ábyrðaraðilar.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

40.     Kjalarvogur 12                                   (01.428.101) 224159        Mál nr. BN054009

Húsasmiðjan ehf., Holtavegi 10, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050618, m.a. er komið fyrir geymslurekkum við vesturhlið timburverslunar og við lóðamörk til suðurs og afmarkað rými fyrir inntök í mhl. 02 v/lokaúttektar í húsi á lóð nr. 12 við Kjalarvog.

Stærð mhl. 03, B-rými:  193,7 ferm., 1.336,5 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

41.     Korngarðar 3                                      (01.323.201) 223775        Mál nr. BN054034

Dalsnes ehf., Fossaleyni 21, 112 Reykjavík

Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir uppsteypu á sökklum í mátlínum 1 og A fyrir geymsluhúsnæði og skrifstofur á lóð nr. 3 við Korngarða sbr. BN053122.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

42.     Lambasel 6                                         (04.998.103) 200757        Mál nr. BN053944

GSKG fasteignir ehf., Arnarhöfða 1, 270 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN034249 og taka í notkun óuppfyllt sökkulrými í einbýlishúsi á lóð nr. 6 við Lambasel.

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

E. stækkun samtals A+B-rými:  327,6 ferm., 1.021,4 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

43.     Lambhagavegur 13                            (02.647.601) 211680        Mál nr. BN054023

Lambhagavegur 13 ehf., Borgartúni 28, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt tveggja hæða geymsluhús með milligólfi á lóð nr. 13 við Lambhagaveg.

Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. desember 2017.

Stærð:  2.932,7 ferm., 13.675,7 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

44.     Laufásvegur 2                                    (01.183.005) 101917        Mál nr. BN053999

Flying Viking ehf, Krókhálsi 5A, 110 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir breytingum v/lokaúttektar á erindi BN049157, m.a. er breytt byggingarlýsingu varðandi notkunarflokk og eldvarnarmerkingum og hurðaropnunum í gististað í flokki II, teg. gistiheimili á lóð nr. 2 við Laufásveg.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

45.     Laufásvegur 41                                  (01.185.314) 102181        Mál nr. BN053924

Evelyne Nihouarn, Laufásvegur 41, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurbæta brunavarnir og setja upp vatnsúðakerfi á gististað í flokki ll - tegund b, stærra gistiheimili, fyrir 16 gesti í húsi á lóð nr. 41 við Laufásveg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

46.     Laugavegur 27                                   (01.172.009) 101431        Mál nr. BN053920

Kaffibrennsla Hafnarfjarðar ehf, Stapahrauni 4, 220 Hafnarfjörður

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í lítilsháttar breytingum á innra fyrirkomulagi núverandi veitingastaðar í húsi á lóð nr. 27 við Laugaveg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

47.     Laugavegur 40-40A                           (01.172.221) 101476        Mál nr. BN053938

Laugavegur 40,húsfélag, Laugavegi 40, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta íbúðum 0201, 0202, 0301, 0302 og 0401 í mhl.02 í gististaði í flokki ll - tegund ? í húsi nr. 40 á lóð nr. 40-40A.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. janúar 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. janúar 2018.

Gjald kr. 11.000

Synjað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 3. janúar 2018.

48.     Laugavegur 60                                   (01.173.115) 101532        Mál nr. BN053955

B.R.A.S.S ehf., Kringlunni 7, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í því að innréttaður hefur verið veitingastaður í flokki x - tegund x í húsi á lóð nr. 60A við Laugaveg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

49.     Laugavegur 73                                   (01.174.023) 101570        Mál nr. BN053904

Fiskistígur ehf., Borgartúni 29, 105 Reykjavík

Ásgeir Örn Hlöðversson, Logafold 27, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa steinsteyptan hluta húss á baklóð nr. 73 við Laugaveg.

Niðurrif, mhl. 01, merkt 0001:  141,6 ferm., 450,8 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

50.     Laugavegur 116                                 (01.240.103) 102980        Mál nr. BN054000

Mai Thai ehf, Laugavegi 116, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi, auka leyfilegan gestafjölda í 45 og breyta skilgreiningu veitingastaðar í flokk II, teg. c í rými 0101 í húsi á lóð nr. 116 við Laugaveg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

51.     Lofnarbrunnur 16                               (05.055.502) 206090        Mál nr. BN053971

PS Verk ehf., Gefjunarbrunni 4, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN049530, um er að ræða breytt yfirborð á þaki v/lokaúttektar í fjölbýlishúsi á lóð nr. 16 við Lofnarbrunn.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

52.     Lyngháls 2                                         (04.326.401) 111049        Mál nr. BN054011

Jökulberg ehf., Borgarbraut 74, 310 Borgarnes

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi 1. hæðar sem felst í því að fjölga rekstareiningum á 1. hæð og gera aðstöðu fyrir starfsmenn, ásamt því að setja nýjar aksturshurðir á suðurhlið í húsi á lóð nr. 2 við Lyngháls.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

53.     Melhagi 20-22                                    (01.542.014) 106368        Mál nr. BN053927

Vesturbær - kaffihús ehf., Melhaga 20-22, 107 Reykjavík

M22 ehf., Melhaga 20-22, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053234, um er að ræða að innrétta búr í bakrými veitingastaðar á lóð nr. 20-22 við Melhaga.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

54.     Mýrargata 27                                      (01.130.228) 223065        Mál nr. BN054001

Arwen Holdings ehf., Seljavegi 2, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050570, um er að ræða breytingar á svalahandriðum og snyrtingum og tilfærslu á innveggjum í húsi á lóð nr. 27 við Mýrargötu.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

55.     Mýrargata 29                                      (01.130.227) 223066        Mál nr. BN054002

Arwen Holdings ehf., Seljavegi 2, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050567, um er að ræða breytingar á svalahandriðum og snyrtingum og tilfærslu á innveggjum í húsi á lóð nr. 29 við Mýrargötu.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

56.     Mýrargata 31                                      (01.130.225) 223067        Mál nr. BN054003

Arwen Holdings ehf., Seljavegi 2, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050569, um er að ræða breytingar á svalahandriðum og snyrtingum, tilfærslu á innveggjum og að breyta innra skipulagi í veitingastað og breyta í flokk II, teg. ? í húsi á lóð nr. 31 við Mýrargötu.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

57.     Rauðarárstígur 35                               (01.244.201) 103185        Mál nr. BN053545

Ydda arkitektar ehf., Seljavegi 2, 101 Reykjavík

Gistihúsið Víkingur ehf, Furuhjalla 10, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta heimagistingu í gististað í flokki ll - tegund b fyrir 32 gesti ásamt því að breyta brunavörnum og björgunaropum í húsi á lóð nr. 20 við Þverholt.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 29. september 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. september 2017.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

58.     Ránargata 10                                      (01.136.019) 100522        Mál nr. BN053562

Almenna E slhf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta brunavörnum í gististað í flokki II, teg. gistiheimili í kjallara og á 1. hæð í húsi á lóð nr. 10 við Ránargötu.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

59.     Ránargata 21                                      (01.135.302) 100470        Mál nr. BN053945

Jón Kristinsson, Holland, Sunna Ronaldsdottir Wathen, Spánn, Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051932 þar sem gerð er grein fyrir þremur íbúðum í húsi á lóð nr. 21 við Ránargötu.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

60.     Seljavegur 1A                                    (01.130.225) 223068        Mál nr. BN054004

Arwen Holdings ehf., Seljavegi 2, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050568, um er að ræða breytingar á svalahandriðum og snyrtingum og tilfærslu á innveggjum í húsi á lóð nr. 1A við Seljaveg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

61.     Seljavegur 1B                                     (01.130.224) 223069        Mál nr. BN054005

Arwen Holdings ehf., Seljavegi 2, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050566, um er að ræða breytingar á svalahandriðum og snyrtingum og tilfærslu á innveggjum í húsi á lóð nr. 1B við Seljaveg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

62.     Síðumúli 29                                        (01.295.302) 103844        Mál nr. BN046762

Hjálmar Styrkársson, Safamýri 79, 108 Reykjavík

Sótt er um samþykki á reyndarteikningum þar sem gerð er grein fyrir breyttu fyrirkomulagi á 1. og 2. hæð í  rýmum 0102 og 0202 í húsinu á lóð nr. 29 við Síðumúla.

Gjald kr. 9.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

63.     Skildinganes 54                                  (01.676.103) 106925        Mál nr. BN053793

Brauns ehf., Bauganesi 10, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykkt fyrir áður gerðum breytingum í einbýlishúsi á lóð nr. 54 við Skildinganes.

Erindi fylgir húsaskoðun byggingarfulltrúa dags. 14. desember 2017.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd

sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um

uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð

verktrygging á verkið né ábyrðaraðilar.

64.     Skógarhlíð 20                                     (01.705.903) 107115        Mál nr. BN054021

Stofnun múslima á Íslandi ses., Pósthólf 8964, 128 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja súlu á suðaustur hluta lóðar nr. 20 við Skógahlíð.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

65.     Smábýli 5                                           (70.000.030) 125869        Mál nr. BN054008

Guðný Kúld, Merkjateigur 4, 270 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi til að byggja einnar hæðar einbýlishús ásamt stakstæðum bílskúr á lóð nr. 5 við Smábýli.

Sjá erindi BN031094.

Stærðir:

Mhl.01 x ferm., x rúmm.

Mhl.02 x ferm., x rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

66.     Snorrabraut 33-33A                           (01.240.104) 102981        Mál nr. BN054024

Snorrabraut 33,húsfélag, Snorrabraut 33, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að síkkun glugga á tómstundarherbergi í kjallara á húsinu á 33 og 33A við Snorrabraut.

Fundargerð húsfélags Snorrabrautar 33 dags. 30. október 2017 og greinagerð hönnuðar  dags. 11. desember 2017 fylgir erindinu.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

67.     Sogavegur 46                                     (01.813.106) 107878        Mál nr. BN053935

Benedikt Halldór Halldórsson, Sogavegur 46, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í að taka í notkun uppfyllt rými í suðurhluta kjallara, gera vindfang og færa útidyrahurð út þannig að anddyri stækkar í húsi á lóð nr. 46 við Sogaveg.

Stækkun mhl. 01 : XX ferm., XX rúmm.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

68.     Stórhöfði 17                                       (04.081.801) 110689        Mál nr. BN053969

SH 17 ehf., Stórhöfða 17, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta nýtingu á rýmum 0104, 0103 og 0102 og koma fyrir bílskúrhurðum á þau rými á jarðhæði í húsinu á lóð nr.17 við Stórhöfða.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

69.     Suðurlandsbraut 26                            (01.264.201) 103536        Mál nr. BN054007

Heimilistæki ehf., Suðurlandsbraut 26, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í breyttu innra skipulagi í verslun á 1. og 2. hæð og í starfsmannarými á 1. hæð í húsi á lóð nr. 26 við Suðurlandsbraut.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

70.     Sæmundargata 21                              (01.631.301) 220418        Mál nr. BN054018

Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja fjögurra og fimm hæða stúdentagarð, fjórar álmur með 126 íbúðum og 118 einstaklingsherbergjum með bílageymslukjallara fyrir 114 bíla á lóð nr. 21 við Sæmundargötu.

Erindi fylgir:

Stærð, A-rými: 13.049,1 ferm., 39.649,7 rúmm.

B-rými:  915,2 ferm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda og málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

71.     Vest. 6-10A/Tryggv.18                      (01.132.113) 216605        Mál nr. BN053965

The Black Pearl ehf., Pósthólf 182, 121 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II, teg. ? í rými 0102 í Tryggvagötu 18 á lóðinni Vest. 6-10/Tryggv. 18.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. janúar 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. janúar 2018.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Á milli funda.

72.     Víðimelur 68                                      (01.524.007) 106004        Mál nr. BN054012

Ydda arkitektar ehf., Seljavegi 2, 101 Reykjavík

Yrsa Björt Löve, Víðimelur 68, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í einbýlishúsi á lóð nr. 68 við Víðimel.

Erindi var samþykkt 12. desember 2017 og er lagt fram að nýju til að leiðrétta bókun.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

73.     Vonarstræti 10                                   (01.141.109) 100889        Mál nr. BN053844

Oddfellowhúsið í Reykjavík, Vonarstræti 10, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta veitingastað í flokk ll - tegund g samkomusalur fyrir allt að 200 manns í húsi á lóð nr. 10 við Vonarstræti.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. desember 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2017.

Bréf f.h. umsækjanda dags. 07.12.2017 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

74.     Þverholt 14                                         (01.244.004) 103178        Mál nr. BN052963

RA 10 ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á 4. hæð, m.a. er anddyri stækkað, fundarherbergi fjarlægt og bætt við einni skrifstofu sunnanmegin í húsi á lóð nr. 14 við Þverholt.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

75.     Ægisíða 127                                       (01.532.002) 106160        Mál nr. BN053918

Ari Gísli Bragason, Ægisíða 127, 107 Reykjavík

Sigríður I Hjaltested, Ægisíða 127, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa bílskúr og reisa í hans stað viðbyggingu við hús á lóð nr. 172 við Ægisíðu.

Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. dags. 27. apríl 2017.

Samþykki meðlóðarhafa og aðliggjandi lóðarhafa fylgir áritað á teikningu.

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

Ýmis mál

76.     Austurhlíð 10                                                                               Mál nr. BN054029

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta lóðamörkum lóðanna Stakkahlíðar 1, Bólstaðarhlíðar 23 og 47 og stofna tvær nýjar lóðir,  Austurhlíð 2 og 10, samanber meðfylgjandi uppdrætti dagsetta 21.12.2017.

Ný lóð, Austurhlíð 10 (staðgr. 1.271.805, landnr. 226332).

Bætt 7259 m² við lóðina frá Stakkahlíð 1.

Lóðin Austurhlíð 10 (staðgr. 1.271.805, landnr. 226332) verður 7259 m².

Sjá deiliskipulagsbreytingu sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 14.06.2017, samþykkt í borgarráði þann 22.06.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 04.09.2017.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

77.     Austurhlíð 2                                                                                 Mál nr. BN054028

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans  til að breyta lóðamörkum lóðanna Stakkahlíðar 1, Bólstaðarhlíðar 23 og 47 og stofna tvær nýjar lóðir,  Austurhlíð 2 og 10, samanber meðfylgjandi uppdrætti dagsetta 21.12.2017.

Ný lóð, Austurhlíð 2 (staðgr. 1.271.706, landnr. 226331).

Bætt 3302 m² við lóðina frá Stakkahlíð 1 (staðgr. 1.271.101, landnr. 103595). Lóðin Austurhlíð 2 (staðgr. 1.271.706, landnr. 226331) verður 3302 m².

Sjá deiliskipulagsbreytingu sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 14. 06. 2017, samþykkt í borgarráði þann 22. 06. 2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 04. 09. 2017.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

78.     Bólstaðarhlíð 23                                 (01.271.705) 177192        Mál nr. BN054026

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta lóðamörkum lóðanna Stakkahlíðar 1, Bólstaðarhlíðar 23 og 47 og stofna tvær nýjar lóðir,  Austurhlíð 2 og 10, samanber meðfylgjandi uppdrætti dagsetta 21.12.2017.

Lóðin Bólstaðarhlíð 23 (staðgr. 1.271.705, landnr. 177192) er 3910 m².

Bætt  2876 m² við lóðina frá Stakkahlíð 1  (staðgr. 1.271.101, landnr. 103595) Lóðin Bólstaðarhlíð 23 (staðgr. 1.271.705, landnr. 177192) verður 6786 m².

Sjá deiliskipulagsbreytingu sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 14.06.2017, samþykkt í borgarráði þann 22.06.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 04.09.2017.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

79.     Bólstaðarhlíð 47                                 (01.271.201) 186659        Mál nr. BN054027

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta lóðamörkum lóðanna Stakkahlíðar 1, Bólstaðarhlíðar 23 og 47 og stofna tvær nýjar lóðir,  Austurhlíð 2 og 10, samanber meðfylgjandi uppdrætti dagsetta 21.12.2017.

Lóðin Bólstaðarhlíð 47 (staðgr. 1.271.201, landnr. 186659) er 11492 m².

Bætt 204 m² við lóðina frá Stakkahlíð 1 (staðgr. 1.271.101, landnr. 103595). Lóðin Bólstaðarhlíð 47 (staðgr. 1.271.201, landnr. 186659) verður 11696 m².

Sjá deiliskipulagsbreytingu sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 14.06.2017, samþykkt í borgarráði þann 22.06.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 04.09.2017.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

80.     Búagrund 5                                        (32.474.603) 125782        Mál nr. BN053996

Anna María Þórðardóttir, Búagrund 5, 116 Reykjavík

Henry Arnar Hálfdánarson, Búagrund 5, 116 Reykjavík

Tilkynnt er um framkvæmd sem felst í að byggja gestahús staðsett á suðurhluta lóðar nr. 5 við Búaagrund.

Stærð 34,0 ferm., 134,8 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

81.     Skógarvegur 2                                                                              Mál nr. BN054033

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skipta lóðinni Sléttuvegur 25 - 27 í tvær lóðir og breyta hluta af lóðinni í óútvísað land samanber meðfylgjandi uppdrætti dagsetta 03.01.2018.

Lóðin Sléttuvegur 25-27 (staðgr. 1.793.101, landnr. 213549) er talin samkv. fasteignaskrá 22161 m².

Lóðin reynist 22205 m².

Teknir 444 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 221448).

Teknir 4214 m² af lóðinni og gert að nýrri lóð Skógarvegi 2 (staðgr. 1.793.102, landnr. 226365).

Lóðin Sléttuvegur 25-27 (staðgr. 1.793.101, landnr. 213549) verður 17547 m² og fær nýtt staðfang Sléttuvegur 25.

Ný lóð, Skógarvegur 2 (staðgr. 1.793.102, landnr. 226365).

Bætt 4214 m² við lóðina frá Sléttuvegi 25.

Lóðin Skógarvegur 2 (staðgr. 1.793.102, landnr. 226365) verður 4214 m².

Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 06.09.2017, samþykkt í borgarráði þann 14.09.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 24.10.2017.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

82.     Sléttuvegur 25-27                              (01.793.101) 213594        Mál nr. BN054032

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að skipta lóðinni Sléttuvegur 25 - 27 í tvær lóðir og breyta hluta af lóðinni í óútvísað land samanber meðfylgjandi uppdrætti dagsetta 03.01.2018.

Lóðin Sléttuvegur 25-27 (staðgr. 1.793.101, landnr. 213549) er talin samkv. fasteignaskrá 22161 m².

Lóðin reynist 22205 m².

Teknir 444 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 221448).

Teknir 4214 m² af lóðinni og gert að nýrri lóð Skógarvegi 2 (staðgr. 1.793.102, landnr. 226365).

Lóðin Sléttuvegur 25-27 (staðgr. 1.793.101, landnr. 213549) verður 17547 m² og fær nýtt staðfang Sléttuvegur 25.

Ný lóð, Skógarvegur 2 (staðgr. 1.793.102, landnr. 226365).

Bætt 4214 m² við lóðina frá Sléttuvegi 25.

Lóðin Skógarvegur 2 (staðgr. 1.793.102, landnr. 226365) verður 4214 m².

Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 06.09.2017, samþykkt í borgarráði þann 14.09.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 24.10.2017.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

83.     Stakkahlíð 1                                       (01.271.101) 103595        Mál nr. BN054025

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta lóðamörkum lóðanna Stakkahlíðar 1, Bólstaðarhlíðar 23 og 47 og stofna tvær nýjar lóðir,  Austurhlíð 2 og 10, samanber meðfylgjandi uppdrætti dagsetta 21.12.2017.

Lóðin Stakkahlíð 1 (staðgr. 1.271.101, landnr. 103595) er 36566 m² .

Teknir  204 m² af lóðinni og bætt við lóðina Bólstaðarhlíð 47  (staðgr. 1.271.201, landnr. 186659).

Teknir  2876 m² af lóðinni og bætt við Bólstaðarhlíð 23 (staðgr. 1.271.705, landnr. 177192).

Teknir 3302 m² af lóðinni og bætt við nýja lóð, Austurhlíð 2 (staðgr. 1.271.706, landnr. 226331).

Teknir 7259 m² af lóðinni og bætt við nýja lóð, Austurhlíð 10 (staðgr. 1.271.805, landnr. 226332).

Teknir 753 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 218177).

Lóðin Stakkahlíð 1 (staðgr. 1.271.101, landnr. 103595) verður 22172 m².

Sjá deiliskipulagsbreytingu sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 14.06.2017, samþykkt í borgarráði þann 22.06.2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 04.09.2017.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

Fyrirspurnir

84.     Bólstaðarhlíð 52-56                            (01.272.201) 103608        Mál nr. BN053929

Sólveig Bjarney Daníelsdóttir, Bólstaðarhlíð 52, 105 Reykjavík

Spurt er hvaða leyfi þarf að sækja um og hvaða gjöld þarf að borga til að hefja megi byggingu á bílskúr á lóð nr. 52-56 við Bólstaðarhlíð.

Afgreitt.

Samanber leiðbeiningar á fyrirspurnarblaði.

85.     Faxafen 9                                           (01.463.303) 105675        Mál nr. BN054013

Haraldur Ingvarsson, Vitastígur 3, 220 Hafnarfjörður

Spurt er hvort leyft yrði að breyta geymslu og lagerrými í kjallara í hljóðstúdíó í húsi á lóð nr. 9 við Faxafen.

Afgreitt.

Samanber leiðbeiningar á fyrirspurnarblaði.

86.     Njálsgata 87                                       (01.191.015) 102473        Mál nr. BN054015

Friðarhús SHA ehf, Njálsgötu 87, 101 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að breyta skráningu verslunarrýmis á jarðhæð úr verslun í bóka- og skjalasafn í húsi á lóð nr. 87 við Njálsgötu.

Afgreitt.

Samanber leiðbeiningar á fyrirspurnarblaði.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 15.10.

Erna Hrönn Geirsdóttir

Nikulás Úlfar Másson                                             Sigrún Reynisdóttir

Sigríður Maack                                                        Jón Hafberg Björnsson

Skúli Þorkelsson                                                      Olga Hrund Sverrisdóttir