Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2017, miðvikudaginn 22. nóvember kl. 9:06, var haldinn 212. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Kerhólum.

Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Torfi Hjartarson, Sverrir Bollason, Sigurborg Ó Haraldsdóttir, Halldór Halldórsson, Áslaug María Friðriksdóttir,

Sævar Þór Jónsson áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson ,Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Marta Grettisdóttir.

Fundarritari er Erna Hrönn Geirsdóttir.

Þetta gerðist:

                                               (E) Umhverfis- og samgöngumál

1. Geldinganes, mótvægisaðgerðir vegna setmyndunar

Mál nr. US170346

Lögð fram skýrsla Vatnaskila dags. í júni 2017 varðandi mótvægisaðgerðir vegna setmyndunar við Geldinganes.

Kynnt.

Þórólfur Jónsson deildarstjóri, Snorri Sigurðsson og fulltrúar Vatnaskila Sveinn Óli Pálmarsson Helgi G. Gunnarsson taka sæti á fundinum undir þessu lið.





2. Bílastæði v/Domus Medica, samningur um skammtímastæði.

Mál nr. US170348

Lagður fram til staðfestingar samningur Bílastæðissjóð Reykjavíkur og Domus Medica dags. 11. nóvember 2017 um rekstur skammtímastæða og eftirlit með bifreiðastöðum á lóðinni nr. 3 við Egilsgötu.

Staðfest.

(A) Skipulagsmál

3. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerðir

Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 17. nóvember 2017.

4. Barónsstígur 18, breyting á skilmálum deiliskipulags

 (01.174.2)

Mál nr. SN170622

Richard Ólafur Briem, Kringlan 19, 103 Reykjavík

VA arkitektar ehf, Borgartúni 6, 105 Reykjavík

Lögð fram umsókn VA arkitektar ehf., mótt. 22. ágúst 2017, varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags fyrir staðgreinireit 1.174.2 vegna lóðar nr. 18 við Barónsstíg. Í breytingunni felst að heimilt verður að hafa fjölbreyttari starfsemi á lóðinni, skv. tillögu VA arkitekta, dags. 8. ágúst 2017.

Einnig er lagt fram bréf eiganda, dags. 13. nóvember 2017.

Fulltrúi Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson, fulltrúi Vinstri grænna Torfi Hjartarson og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Halldór Halldórsson og Áslaug María Friðriksdóttir samþykkja að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, gegn atkvæðum fulltrúa Bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar Sverris Bollasonar, og fulltrúa Pírata Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur.

Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Sævar Þór Jónsson bókar. Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallavina telur rétt að taka undir sjónarmið meirihlutans um að samþykka beri breytingar á skilmálum vegna Barónsstígs 18.

Vísað til borgarráðs.

5. Borgartún 24, breyting á deiliskipulagi

 (01.221.1)

Mál nr. SN170457

Yrki arkitektar ehf, Hverfisgötu 76, 101 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Yrki arkitekta ehf., mótt. 1. júní 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 24 við Borgartún í samræmi við rammaskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði 5. apríl 2017. Í breytingunni felst breyting á atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði með allt að 65 íbúðum, lifandi jarðhæðir og bílastæði í bílakjallara. Lögð er áhersla á góðar göngutengingar í gegnum svæðið, mannlegan kvarða og góða aðstöðu fyrir hjólandi vegfarendur. Tillagan gerir ráð fyrir auknu byggingarmagni og hækkar nýtingarhlutfall á lóð úr 0,83 í 1,96, samkvæmt uppdr. Yrki arkitekta ehf., dags. 1. júní 2017. Einnig er lagt fram skuggavarp Yrki arkitekta ehf., ódags, minnisblað um umferðarmál, dags. 24. ágúst 2017, og fundargerð frá íbúafundi frá 16. ágúst 2017. Tillagan var auglýst frá 20. júní 2017 til og með 15. september 2017. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Gunnar S. Óskarsson f.h. Smith & Norland hf., dags. 12. september 2017, Einar Páll Svavarsson, dags. mótt. 14. september 2017, Lex lögmannsstofa f.h. Mánatúns 7-17, húsfélags og íbúa, ásamt undirskriftalista Mánatúns 7-17, dags. 15. september 2017, Geir Sigurðsson, dags. 15. september 2017, Kristín Birna Bjarnadóttir, Bergljót María Sigurðardóttir og Sigrún Sigvaldadóttir, dags. 15. september 2017 og Aðalsteinn Steinþórsson og Birna Stefnisdóttir, dags. 15. september 2017. Einnig er lagt fram minnisblað samgöngustjóra.

Frestað.

Sverrir Bollason og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir víkja af fundi við afgreiðslu málsins.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fund undir þessum lið.

6. Skeifan, rammaskipulag

 (01.46)

Mál nr. SN160020

Kynnt staðan á vinnu við rammaskipulag Skeifunnar.

Kynnt.

Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri og fulltrúar Kanon arkitekta Helga Bragadóttir, Helgi B. Thoroddsen og Birkir Einarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

7. Hafnarstræti 18, breyting á deiliskipulagi

 (01.140.3)

Mál nr. SN170420

P ARK teiknistofa sf, Laugavegi 59, 101 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Ólafar Pálsdóttur, mótt. 18. maí 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 18 við Hafnarstræti. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni sem felst í að lyfta núverandi húsi upp um 90 cm, byggja kjallara undir það og nýja viðbyggingu sunnan við húsið, kjallari og tvær hæðir. Þá fellst breytingin einnig í því að skúrar sem byggðir eru á baklóð verði rifnir, samkvæmt uppdr. P ARK teiknistofu sf., dags. 12. maí 2017. Einnig er lögð fram greinargerð P Ark teiknistofu sf., dags. 4. september 2017 og uppdrættir, dags. 1. september 2017. Jafnframt er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 20. september 2017. Tillagan var auglýst frá 27. september til og með 8. nóvember 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: LEX lögmannsstofa f.h. Reginn hf., dags. 7. nóvember 2017. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. nóvember 2017.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 20. nóvember 2017.

Vísað til borgarráðs.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

8. Skólavörðustígur 36, breyting á deiliskipulagi

 (01.181.4)

Mál nr. SN170465

Arwen Holdings ehf., Seljavegi 2, 101 Reykjavík

Lögð fram umsókn Arwen Holdings ehf., mótt. 4. júní 2017, ásamt bréfi, dags. 19. júlí 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.181.4, Lokastígsreits 4, vegna lóðarinnar nr. 36 við Skólavörðustíg. Í breytingunni felst stækkun hússins, setja svalir á 2. og 3. hæð hússins og setja hjóla- og sorpgeymslu á baklóð, samkvæmt uppdr. ARKHD, dags. 20. nóvember 2017.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

9. Smiðjustígur 10 og Klapparstígur 16, breyting á deiliskipulagi

 (01.151.5)

Mál nr. SN170229

Davíð Kristján Chatham Pitt, Skildinganes 11, 101 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Davíðs Pitt, dags. 14. mars 2017, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.151.5 vegna lóða nr. 10 við Smiðjustíg og 16 við Klapparstíg skv. uppdrætti, dags. 20. febrúar 2017. Í breytingunni felst að rífa eldri byggingu að Smiðjustíg 10 og byggja nýtt íbúðarhús með vinnustofum og íbúðum, minnka byggingarreit á suðvesturhluta lóðar við Danska sendiráðið en viðbótar byggingarreitur bætist við austast á lóð, stækka byggingarreit á lóð Klapparstíg 16 til suðurs og flytja samþykkt viðbótabyggingarmagn á lóð Smiðjustíg 10 yfir á lóðina að Klapparstíg 16. Einnig er lögð fram greinargerð hönnuðar, dags. 10. mars 2017, ásamt áliti Minjastofnunar Íslands, dags. 31. ágúst 2016. Tillagan var auglýst frá 27. september 2017 til og með 8. nóvember 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sigríður Haraldsdóttir, dags. 6. nóvember 2017.

Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. nóvember 2017.

Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. nóvember 2017.

Vísað til borgarráðs.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

10. Kirkjustétt 2-6, breyting á deiliskipulagi

 (04.132.2)

Mál nr. SN170578

M fasteignir ehf., Bæjarlind 14-16, 200 Kópavogur

Lögð fram umsókn M fasteigna ehf., mótt. 20. júlí 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina 2-6 við Kirkjustétt. Í breytingunni felst að upphaflegum byggingarreit er skipt í þrjú hús sem geta orðið 1 - 3 hæðir. Hluti bygginga innan reitsins geta því orðið allt að 3 hæðir í stað 2 áður. Bætt er við heimild til að gera íbúðir á 2. - 3. hæð húsa 1 og 2. Einnig er skilmálum um bílastæði breytt og bætt við skilmálum um frágang lóðar, samkvæmt uppdr. VA arkitekta ehf., dags. 20. júlí 2017, br 30. ágúst 2017 og skýringaruppdrátt dags. 10. nóvember 2017. Einnig er lagt fram samþykki eigenda, mótt. 20. júlí 2017.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

11. Lyngháls 7, breyting á deiliskipulagi

 (04.324.1)

Mál nr. SN170785

Gæðabakstur ehf., Lynghálsi 7, 110 Reykjavík

Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152, 104 Reykjavík

Lögð fram umsókn Arkís arkitekta ehf. f.h. Gæðabaksturs ehf. mótt. 23. október 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 7 við Lyngháls. Breytingin felst meðal annars í hækkun á nýtingarhlutfalli lóðar, gerður er nýr byggingarreitur fyrir opinn tveggja hæða bílastæðapall sunnan megin við núverandi byggingarreit og að aðkomum frá Lynghálsi er breytt. Einnig að heimilt verði að staðsetja ýmis óveruleg mannvirki utan byggingarreits og yfir hámarkshæð svo sem opna útistiga, rampa og ytri tæknibúnað, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 20. október 2017.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

12. Hólmsheiðarvegur 151, breyting á deiliskipulagi

 (05.8)

Mál nr. SN170811

VA arkitektar ehf, Borgartúni 6, 105 Reykjavík

Lögð fram umsókn VA arkitekta ehf. mótt. 31. október 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi á lóð Landsnets á Hólmsheiði, Hólmsheiðarvegur 151. Í breytingunni felst að afmarkaður er nýr byggingarreitur fyrir geymsluhúsnæði sunnarlega á lóðinni, heimilt verði að girða bygginguna af með tveggja metra hárri girðingu og bílastæði verða færð til og þeim komið fyrir norðar á lóðinni , samkvæmt uppdr. VA arkitekta ehf. dags. 30. október 2017.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

13. Norður Mjódd, hugmyndaleit

Mál nr. SN170857

Kynnt drög að hugmyndaleit dags. 20. nóvember 2017 fyrir svæði Norður Mjóddar, þar sem áform eru um að byggja upp öflugt, eftirsóknarvert og fjölbreytt íbúðar, - verslunar -og þjónustusvæði í samræmi við markmið í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Lagt er til að valdar verði fimm arkitektastofur til að móta tillögur að skipulagi og að niðurstöður þess efnis liggi fyrir í febrúar - mars 2018.

Kynnt.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(B) Byggingarmál

14. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð

Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 951 frá 21. nóvember 2017.

(D) Ýmis mál

15. Hólavað 63-71, breyting á deiliskipulagi

 (04.741.6)

Mál nr. SN170074

Kristinn Ragnarsson, Skaftahlíð 27, 105 Reykjavík

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 22. júní 2017, þar sem stofnunin telur svör skipulagsfulltrúa við framkomnum athugasemdum ófullnægjandi. Einnig gerir stofnunin athugasemd við að deiliskipulagsbreytingunni fylgir engin úttekt á hugsanlegum umhverfisáhrifum skv. gr. 5.4. í skipulagsreglugerð. Erindinu var vísað til meðferðar skrifstofu sviðsstjóra og er nú lagt fram að nýju. Einnig er lagt fram skuggavarp KRark, dags. 15. ágúst 2017 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. september 2017.

Leiðrétt bókun frá fundi frá umhverfis- og skipulagsráðs 6. september 2017.

Rétt bókun er

Samþykkt

Vísað til borgarráðs.

16. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, moltugerð í Gufunesi

Mál nr. US170345

Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Áslaugar Maríu Friðriksdóttur og Herdísar Önnu Þorvaldsdóttur.

"Í kjósi ítrekaðra athugasemda vegna moltugerðar í Gufunesi og megnar ólyktar sem henni fylgir óska fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftir upplýsingum um stöðu málsins." Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 16. nóvember 2017.

Guðjón Ingi Eggertsson heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

17. Gamli Gufunesvegurinn, tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins R17050020

Mál nr. US170347

Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 10. maí 2017 ásamt tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um endurbætur á gamla Gufunesveginum sem lögð var fram á fundi borgarráðs 4. maí 2017.

Vísað til meðferðar hjá umhverfis- og skipulagssvið, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

18. Þrastargata 1-11, kæra 134/2017

 (01.553.1)

Mál nr. SN170856

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 14. nóvember 2017 ásamt kæru, þar sem kærð er ákvörðun um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Fálkagötureits vegna Þrastargötu nr. 1 og 5.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra

19. Grensásvegur 16a, kæra 107/2017, umsögn

 (01.295.4)

Mál nr. SN170781

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 27. september 2017, ásamt kæru þar sem kært er byggingarleyfi til að rífa matshl. 03, fastanr. 2015642, merkt bílastæðahús við Grensásveg 16a og Síðumúla 37-39. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra, dags. 15. nóvember 2017.

20. Nýr Landspítali við Hringbraut, breyting á deiliskipulagi

 (01.19)

Mál nr. SN170786

Nýr Landspítali ohf., Skúlagötu 21, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9. nóvember 2017 um samþykki borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi Nýs Landspítala við Hringbraut.

21. Kjalarnes, Árvellir, breyting á deiliskipulagi

Mál nr. SN170623

Leiguafl slhf., Borgartúni 28, 105 Reykjavík

Pétur Hálfdán Jónsson, Hamrahlíð 23, 105 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9. nóvember 2017 um samþykki borgarráðs s.d. um synjun breytingar á deiliskipulagi jarðarinnar Árvellir á Kjalarnesi.

22. Njálsgötureitur, breyting á deiliskipulagi vegna lóða nr. 23 við Bergþórugötu og 48A við Njálsgötu

 (01.190.1)

Mál nr. SN170423

Kaskur ehf, Suðurlandsbraut 48, 108 Reykjavík

Tvíhorf sf., Brúarvogi 1-3, 104 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9. nóvember 2017 um samþykki borgarráðs s.d. um synjun á breytingu á deiliskipulagi reits 1.190.3, Njálsgötureits.

23. Reitur 1.174.0 Landsbankareitur, breyting á deiliskipulagi vegna lóðanna nr. 88A, 90 og 92A við Hverfisgötu og 67A við Laugaveg

 (01.174.0)

Mál nr. SN170739

Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík

T.ark Arkitektar ehf., Brautarholti 6, 105 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9. nóvember 2017 um samþykki borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi Landsímareits.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 13:35

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð

Hjálmar Sveinsson

Magnea Guðmundsdóttir                                                             Sverrir Bollason

Torfi Hjartarson                                                                          Sigurborg Ósk Haraldsdóttir

Halldór Halldórsson                                                                    Áslaug María Friðriksdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2017, þriðjudaginn 21. nóvember kl. 10:10 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 951. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Olga Hrund Sverrisdóttir, Erna Hrönn Geirsdóttir, Óskar Torfi Þorvaldsson, Jón Hafberg Björnsson og Sigríður Maack.

Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1.       A-Tröð 6                                            (04.765.306) 112476        Mál nr. BN053818

Guðrún Oddsdóttir, Reiðvað 3, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum og til að fjölga eignum úr einni eign í fimm eignarhluta hesthúsi á lóð nr. 6 við A-Tröð.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

2.       Ármúli 1A                                          (01.261.402) 103511        Mál nr. BN053722

Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa hluta af inndreginni hæð, skilja eftir stiga- og lyftuhús ásamt tæknirými á 4. hæð, fjarlægja glerhliðar 1. hæðar og byggja léttan útvegg, klæddan litaðri málmklæðningu á húsi á lóð nr. 1A við Ármúla.

Bréf frá hönnuði dags. 16. október 2017 fylgir.

Minnkun: 171,6 ferm., 514,8 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Erindi er í umsagnarferli hjá skipulagsfulltrúa.

3.       Barónsstígur 45A                              (01.193.004) 102530        Mál nr. BN053797

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048267 vegna lokaúttektar þar sem gerð er grein fyrir breytingum sem orðið hafa á byggingartíma s.s. útistiga í tæknikjallara og breytingu á austursvölum á Sundhöllinni á lóð nr. 45A við Barónsstíg.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

4.       Brautarholt 2                                     (01.241.201) 103019        Mál nr. BN051678

Almenna C slhf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir 21 gistiíbúð í flokki II tegund E á 2, 3 og 4. hæð í húsinu á lóð nr. 2 við Brautarholt.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. október 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. október 2016.

Samþykki meðlóðarhafa fylgir á A4 teikningu.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

5.       Brautarholt 26-28                             (01.250.103) 103423        Mál nr. BN053595

Karl Mikli ehf., Litlakrika 42, 270 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi til að byggja svalir og síkka glugga á suður- og austurhlið, innrétta átta íbúðir í suðurhluta 2. og 3. hæðar, innrétta gististað í flokki II, teg. b, alls 16 gistieiningar í norðurhluta 2. og 3. hæðar og verslun og þjónustu á 1. hæð í atvinnuhúsi á lóð nr. 26-28 við Brautarholt.

Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. mars 2017.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

6.       Dragháls 18-26                                  (04.304.304) 111022        Mál nr. BN053819

Lóuþing ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050004, um er að ræða breytt fyrirkomulag innanhúss og breytta lýsingu á brunavörnum í húsi á lóð nr. 17-25/18-26 Fosshál/Dragháls.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

7.       Dunhagi 18-20                                   (01.545.113) 106483        Mál nr. BN052641

D18 ehf., Borgartúni 24, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa bílskúra, byggja inndregna 4. hæð, byggja viðbyggingu við fyrstu hæð og kjallara, minnka og fjölga íbúðum úr 8 í 20, koma fyrir lyftu utan á húsinu og sorpgerði fyrir verslunarrými í norðvesturhluta lóðar nr. 18 - 20 við Dunhaga.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. júní 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. júní 2017.

Útskrift úr gerðabók fundar umhverfis- og skipulagsráðs frá 15. nóvember 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. október 2017, (13. nóvember 2017).

Erindið var grenndarkynnt frá 22. ágúst 2017 til og með 3. október 2017 fyrir hagsmunaaðilum að Dunhaga 19, 21,23. Fálkagötu 29, Arnargötu 14. Tómasarhagi 28, 32, 34, 36,38, 40, 42,44, 46. Hjarðarhaga 27, 29, 31 og 33.

Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Ásta Logadóttir, dags. 24. ágúst 2017 og 3. október 2017, Hildur Þórisdóttir, dags. 10. september 2017, Eyþór Mar Halldórsson, dags. 11. september 2017, Ásdís Schram, dags. 18. sept. 2017, Sólveig K. Jónsdóttir f.h. eigendur og íbúa að Hjarðarhaga 27, dags. 27. september 2017, Áslaug Árnadóttir hdl. f.h. hagsmunaaðila, dags. 2. október 2017 og Einar Ólafsson, dags. 3. október 2017.

Niðurrif bílskúra mhl. 02: 102,2 ferm., 324 rúmm.

Stækkun viðbyggingu kjallara, 1. hæð og 4 hæð : 1010 ferm., 2.548 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

8.       Grettisgata 53B                                 (01.174.227) 101630        Mál nr. BN053099

Aurora ehf, Sunnuvegi 11, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum þar sem m.a. er gerð grein fyrir setustofu 0002 í kjallara gististaðar í flokki II, teg. g í húsi á lóð nr. 53B við Grettisgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. september 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. september 2017.

Gjald kr. 11.000 + 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi. 

Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd

sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um

uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð

verktrygging á verkið né ábyrðaraðilar.

9.       Gylfaflöt 6                                         (02.578.203) 224862        Mál nr. BN053829

Landslagnir ehf., Lautarvegi 30, 103 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu vegna nýbyggingar á lóð að Gylfaflöt 6-8 sbr. erindi BN053174.

Erindi fylgir bréf hönnunarstjóra dags. 16. og 20.11.2017

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

10.     Gylfaflöt 10                                       (02.578.204) 224864        Mál nr. BN053830

Reir ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu vegna nýbyggingar á lóð að Gylfaflöt 10-12 sbr. erindi BN053470.

Erindi fylgir bréf hönnunarstjóra dags. 16. og 20.11.2017

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

11.     Gylfaflöt 20                                       (02.576.303) 179493        Mál nr. BN053599

EG bókhald ehf, Gylfaflöt 20, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi og milligólfi í rými 0101 í atvinnuhúsi á lóð nr. 20 við Gylfaflöt.

Stækkun: 32,1 ferm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

12.     Hagamelur 34                                    (01.540.317) 106310        Mál nr. BN053791

Kjartan Ingvarsson, Hagamelur 34, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að gera nýja glugga á austurgafl á 2. og 3. hæð, færa eldhús milli rýma og opna milli borðstofu og stofu í íbúð 0301 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 34 við Hagamel.

Erindi fylgir samþykki Hagamels 36, 0001 og 0201 og Hagamels 34, 0101 áritað á uppdrátt og Hagamels 34, 001 í bréfi dags. 13. nóvember 2017.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

13.     Hagatorg 1                                        (01.55-.-97) 106504          Mál nr. BN053806

Bændahöllin ehf., Hagatorgi 1, 107 Reykjavík

Sótt er um breytingar á erindi BN052275 vegna lokaúttektar sem felst í því að brunamerking á hurð í NV álmu hefur verið fjarlægð í húsi á lóð nr. 1 við Hagatorg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

14.     Haukdælabraut 76                            (05.114.302) 214814        Mál nr. BN053749

Jón Ingi Lárusson, Ennishvarf 27, 203 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 76 við Haukdælabraut.

Stærð, A-rými: 329,5 ferm., 750 rúmm.

B-rými: 40,5 ferm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

15.     Hátún 2A                                           (01.223.204) 102909        Mál nr. BN053693

Nóni ehf, Laugavegi 61, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í því að innréttaðar hafa verið tannlæknastofur á 2. hæð í húsi á lóð nr. 2a við Hátún.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

16.     Hátún 3                                              (01.223.012) 102887        Mál nr. BN053176

Jónas Stefánsson, Hátún 3, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu til norðurs og austurs, hækka þak, byggja kvisti og svalir og innrétta þrjár íbúðir í einbýlishúsi á lóð nr. 3 við Hátún.

Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa um fsp. dags. 5. júlí 2017.

Stækkun: 88,8 ferm., 244,3 rúmm.

Eftir stækkun: 286,3 ferm., 733,6 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

17.     Hlíðarendi 20-26                               (01.629.602) 221261        Mál nr. BN053796

Frostaskjól ehf., Smáratorgi 3, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja tvö fjögurra og fimm hæða steinsteypt fjölbýlishús, mhl. 02 og 03 með 32 íbúðum, einangruð og klædd að utan og verða 1. áfangi á reit E á lóð nr. 20-26 við Hlíðarenda.

Mhl. 02, A-rými: 1.224,8 ferm., 3.602,3 rúmm.

B-rými: 92 ferm.

Mhl. 03, A-rými: 1.686,7 ferm., 5.306,5 rúmm.

B-rými: 179 ferm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

18.     Hlíðarendi 20-26                                                                         Mál nr. BN053745

Frostaskjól ehf., Smáratorgi 3, 201 Kópavogur

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi til að byggja mhl. 01 sem er tveggja hæða bílakjallari, sjá erindi BN053580, í tengslum við fjölbýlishús á lóð nr. 20-26 við Hlíðarenda.

Stærð, A-rými: 5.469,4 ferm., 17.495,6 rúmm.

B-rými: 50,1 ferm., 184,4 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

19.     Hraunbær 103A                                (04.331.102) 225258        Mál nr. BN053670

Dverghamrar ehf., Lækjarbergi 46, 221 Hafnarfjörður

Sótt er um leyfi til að byggja 5-9 hæða fjölbýlishús með 60 íbúðum ásamt bílageymslu í kjallara á lóð nr. 103A við Hraunbæ.

Stærðir:

A-rými 7.552,5 ferm., 22.338,5 rúmm.

B-rými 716,3 ferm., 1.925,3 rúmm.

Erindi fylgir:

2. útgáfa hljóðvistarskýrslu dags. 31.08.2017,

3. útgáfa hljóðvistarskýrslu dags. 18.10.2017,

varmatapsútreikningar dags. 10.10.2017,

bréf hönnuðar dags. 10.10.2017 og annað ódags.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

Erindi er til umfjöllunar hjá skipulagsfulltrúa

20.     Hverfisgata 78                                   (01.173.011) 101501        Mál nr. BN053781

RR hótel ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja fjögurra hæða hús úr krosslímdum timbureiningum á steyptum sökkli og innrétta þar gististað í flokki II, teg. G, tíu gistieiningar fyrir 38 gesti á lóð nr. 78 við Hverfisgötu.

Erindi fylgir bréf um vottun eininga dags. 10. nóvember 2017.

Stærð, A-rými: 596 ferm., 1.769,5 rúmm.

B-rými: 45,9 ferm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

21.     Hverfisgata 86A                                (01.174.032) 224237        Mál nr. BN053837

Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu vegna nýbyggingar á lóð að Hverfisgötu 86a sbr. erindi BN052494.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

22.     Krókháls 13                                       (04.140.801) 110738        Mál nr. BN053418

Krókháls 13 ehf., Krókhálsi 11, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða hús þar sem sökkull og fyrsta hæð verða staðsteypt, önnur hæð verður úr stálgrind, plata yfir neðri hæð verður úr forspenntum holplötum og þak yfir efri hæð er trapisustál sem er einangrað á húsi á lóð nr. 13 við Krókháls.

Erindi BN053419 um niðurrif mhl. liggur fyrir.

Stærð húss: Mhl. 01 3.785,6 ferm., 20.704,6 rúmm.

Stærð olíu-sandskilju: Mhl. 02 10,3 ferm.,14,7 rúmm.

Stærð olíu spilliefni: Mhl. 03 2,3 ferm., 3,0 rúmm.

Erindi fylgir hljóðvistarskýrsla dags. 19.07.2017 og brunahönnunarskýrsla dags. 29.08.2017.

Gjald kr.11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

23.     Lambhagavegur 6                             (02.641.102) 211671        Mál nr. BN052714

Rüko Iceland ehf., Kórsölum 5, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja lagerhúsnæði úr stálklæddum samlokueiningum við þjónustu- og verkstæðishús á lóð nr. 6 við Lambhagaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. maí 2017 fylgir þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við erindið.

Stækkun: 290,1 ferm., 2.183,6 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Lagfæra skráningu.

24.     Lambhagavegur 13                           (02.647.601) 211680        Mál nr. BN053831

Lambhagavegur 13 ehf., Borgartúni 28, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft staðsteypt húsnæði með millilofti skipt upp í 16 sjálfstæða eignarhluta með sameiginlegt tæknirými fyrir húsið á lóð nr. 13 við Lambhagaveg.

Orkurammi dags. 14. nóvember 2017 fylgir erindi.

Stærð: 2.927,9 ferm., 13.675,6 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

25.     Langholtsvegur 42                            (01.354.317) 104312        Mál nr. BN053713

H.B.H. Fasteignir ehf, Skógarhlíð 10, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta notkun úr verslunar- og íbúðarhúsnæði í íbúðarhúsnæði, byggja kvist á vesturhlið þaks og breyta þakkanti, setja hurð út í garð á vesturhlið og rífa núverandi bílskúr og byggja nýjan í húsi á lóð nr. 42 við Langholtsveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 17. nóvember 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. nóvember 2017.

Stærðir:

Stækkun mhl.01 A-rými x ferm., x rúmm.

Stærð nýs bílskúrs, mhl.02 A-rými x ferm., x rúmm.

Rif eldri bílskúrs, mhl.02 A-rými x ferm., x rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda og leiðbeininga í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. nóvember 2017.

26.     Langholtsvegur 108A-E                    (01.433.005) 105272        Mál nr. BN053776

Kristján Sveinsson, Langholtsvegur 108a, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í því að byggð hefur verið viðbygging við hús á lóð nr. 108a við Langholtsveg.

Sjá erindi BN039989.

Stækkun: A-rými 16,8 ferm., 44,1 rúmm.

Bréf umsækjanda dags. 13.11.2017 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

27.     Laugavegur 46                                  (01.173.102) 101519        Mál nr. BN053640

S&H Invest ehf., Valhúsabraut 33, 170 Seltjarnarnes

Sótt er um leyfi til að stækka verslunarrými á 1. hæð ásamt því að sameina íbúðir efri hæða í eitt eignarhald og breyta notkun þeirra í gistiheimili í flokki ll - tegund b fyrir 14 gesti í húsi á lóð nr. 46 við Laugaveg.

Bréf rekstraraðila ódags. fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

28.     Laugavegur 107                                (01.240.002) 102973        Mál nr. BN053723

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um breytingu á erindi BN051473 sem felst í því að setja nýjan háf á þak ásamt smávægilegum innri breytingum í húsi á lóð nr. 107 við Laugaveg.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

29.     Rituhólar 8                                        (04.646.612) 111979        Mál nr. BN053645

Þröstur Kamban Sveinbjörnsson, Rituhólar 8, 111 Reykjavík

Gerður Sjöfn Ólafsdóttir, Rituhólar 8, 111 Reykjavík

Ólafur Magnússon, Rituhólar 8, 111 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í því að tekið hefur verið í notkun áður óútgrafið rými í íbúð 0101 og gerðir þar gluggar og hurðir í húsi á lóð nr. 8 við Rituhóla.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 17. nóvember 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. nóvember 2017.

Stækkun: óútgrafið rými : XX ferm., XX rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda og leiðbeininga í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. nóvember 2017.

30.     Sifjarbrunnur 2-8                              (02.695.602) 206109        Mál nr. BN053717

Kjalarland ehf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja fjögur staðsteypt, tveggja hæða raðhús með innbyggðum bílskúrum á lóð nr. 2-8 við Sifjarbrunn.

Stærð: Mhl. 01: 198,4 ferm., 635,5 rúmm.

Mhl. 02: 197,7 ferm., 633,4 rúmm.

Mhl. 03: 197,7 ferm., 633,4 rúmm.

Mhl. 04: 238,0 ferm., 758,0 rúmm.

Samtals: 831.8 ferm., 2.660,3 rúmm.

Erindi BN053123 er dregið til baka með tölvupósti dags. 26. október 2017.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Lagfæra skráningu.

31.     Síðumúli 32                                        (01.295.202) 103841        Mál nr. BN053756

Reitir VII ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja svalir á suðurhlið og innrétta dagvist fyrir aldraða á annarri hæð í húsi á lóð nr. 32 við Síðumúla.

Greinargerð um aðgengi fyrir alla frá hönnuði dags. nóv. 2017

Samþykki meðeigenda hús á A3 teikningu dags. 24. okt. 2017.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Erindi er í skipulagsferli hjá skipulagsfulltrúa.

32.     Skeifan 11                                          (01.462.101) 195597        Mál nr. BN053661

Hagar hf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050723 þannig að breytt er innra skipulagi og mhl. 01 stækkar á kostnað mhl. 02 og mhl. 02 verður að mhl. 25 í húsinu á lóð nr. 11 við Skeifuna.

Samþykki meðeigenda ódagsett fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

33.     Skildinganes 54                                  (01.676.103) 106925        Mál nr. BN053793

Brauns ehf., Bauganesi 10, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykkt á reyndarteikningu þar sem gerð er grein fyrir áður gerðum geymslum inn af kjallara í einbýlishúsi á lóð nr. 54 við Skildinganes.

Áður gerð stækkun: xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

34.     Skipholt 35                                         (01.251.104) 103438        Mál nr. BN053820

Alviðruhóll ehf., Skipholti 35, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II, teg. samkomusalur fyrir 100 gesti í söludeild Reykjafells, sjá erindi BN049738, á 1. hæð í húsi á lóð nr. 35 við Skipholt.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

35.     Skúlagata 19                                      (01.154.201) 179253        Mál nr. BN053626

Reginn atvinnuhúsnæði ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á 4. hæð þar sem anddyri hefur verið stækkað, fundarherbergi fjarlægt og komið fyrir auka skrifstofu í húsi á lóð nr. 19 við Skúlagötu.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits.

36.     Smiðshöfði 8                                      (04.061.302) 110611        Mál nr. BN053431

Krydd og Kaviar ehf., Smiðshöfða 8, 110 Reykjavík

Sótt er um stöðuleyfi fyrir tveimur gámum á lóð nr. 8 við Smiðshöfða.

Samþykki meðlóðarhafa dags. 27. september 2017, samþykki meðeigenda á lóð nr. 10 dags. 1. nóvember 2017og bréf frá umsækjanda dags. 1. nóvember 2017 um notkun gámanna fylgir erindinu.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

37.     Sóleyjargata 13                                 (01.185.007) 102138        Mál nr. BN050846

Magnús Árni Skúlason, Sóleyjargata 13, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa bílskúr og byggja nýjan á tveimur hæðum með vinnustofu í kjallara og skála á milligólfi til vesturs við fjórbýlishús á lóð nr. 13 við Sóleyjargötu.

Erindi fylgir bréf eiganda dags. 29. desember 2016.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. maí 2016.

Útskrift úr gerðabók fundar umhverfis- og skipulagsráðs frá 15. nóvember 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. ágúst 2017.

Erindi var grenndarkynnt frá 22. maí 2017 til og með 19. júní 2017 fyrir hagsmunaaðilum að Sóleyjargötu 11, 13, 15, Fjólugata 13, 15 og 17.

Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Unnur Gunnarsdóttir Sande, dags. 17. júní 2017, Jakob Jakobsson og Guðmundur Guðjónsson, dags. 19. júní 2017 og Lögmenn Lækjargötu f.h. Þórdísar Unndórsdóttur, dags. 19. júní 2017. Einnig var lagt fram bréf Quorum sf. frá 31. október 2017.

Niðurrif: xx ferm.,xx rúmm.

Stærð: 60,7 ferm., 210,5 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Synjað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 25. ágúst 2017.

38.     Stigahlíð 81                                        (01.732.203) 107375        Mál nr. BN053817

Dóra Hjálmarsdóttir, Stigahlíð 81, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN053497 þannig að innbyggður bílskúr verður lengdur að útbrún húss á lóð nr. 81 við Stigahlíð.

Stækkun: 6,3 ferm., XX rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

39.     Suðurhlíð 9                                        (01.780.401) 107506        Mál nr. BN053802

Fasteignastofa Reykjavíkurborg, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík

Sótt er um breytingar á erindi BN047128 sem felast í lítils háttar breytingum á innra fyrirkomulagi og brunavörnum í húsi á lóð nr. 9 við Suðurhlíð.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

40.     Suðurlandsbraut 72                           (01.473.301) 222540        Mál nr. BN053663

Hans Olav Andersen, Hávallagata 21, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða nýbyggingu fyrir höfuðstöðvar Hjálpræðishersins á lóð nr. 72-74 við Suðurlandsbraut.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. október 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. október 2017.

Stærðir:

A-rými 1.442,0 ferm., 7.206,5 rúmm.

B-rými 88,6 ferm., 390,4 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

41.     Sæmundargata 15-19                        (01.631.303) 220416        Mál nr. BN053413

Fasteignafélagið Sæmundur hf., Smáratorgi 3, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi kjallara þannig að bílastæðum verður fækkað úr 54 í 14 sem verða eingöngu fyrir rafmagnsbíla og komið fyrir tilheyrandi hleðslubúnaði, einnig að innrétta aðstöðu fyrir starfsfólk og stækka geymslurými í kjallara húss á lóð nr. 15-19 við Sæmundargötu.

Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 18. nóvember 2017.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Erindi vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

42.     Tryggvagata 13                                 (01.117.407) 222370        Mál nr. BN053812

T13 ehf., Bolholti 8, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048982, breytingar felast í að innra skipulagi er breytt á 1. og 6. hæð, stofugluggi í íbúð 0601 er stækkaður og handriðum á svölum breytt á fjölbýlishúsi á lóð nr. 13 við Tryggvagötu.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

43.     Vegamótastígur 4                              (01.171.404) 101413        Mál nr. BN053127

Vegamótastígur 4 hf, Huldubraut 32, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að innrétta starfsmannaaðstöðu og vörumóttöku í rými 0102 og sameina það veitingarými í sama matshluta, einnig er sótt um leyfi til að loka dyraopi á lóðamörkum að húsi við Laugaveg, byggja nýja flóttaleið út á þak lágbyggingar, innrétta efri hæð sem bruggsvæði, breyta tegund veitingastaðar í teg. a og b fyrir 180 gesti og koma fyrir aðstöðu til útiveitinga fyrir 56 gesti á torgi framan við hús á lóð nr. 4 við Vegamótastíg.

Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa um sams konar erindi dags. 2. júní 2017.

Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 30. júní 2017.

Jafnframt er erindi BN052811 dregið til baka.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160/2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

44.     Vesturgata 3                                      (01.136.102) 100528        Mál nr. BN051751

Fríða frænka,fyrr verslun, Pósthólf 726, 121 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN028662 þannig að ?? vegna lokaúttektar á húsi á lóð nr. 3 við Vesturgötu.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda.

45.     Þverholt 14                                        (01.244.004) 103178        Mál nr. BN052963

RA 10 ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á 4. hæð, m.a. er anddyri stækkað, fundarherbergi fjarlægt og bætt við einni skrifstofu sunnanmegin í húsi á lóð nr. 14 við Þverholt.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

46.     Öldugata 33                                       (01.137.008) 100640        Mál nr. BN052611

Ámundi Sigurðsson, Öldugata 33, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að hækka ris, byggja svalir í þak, breyta inngangi og innra skipulagi tvíbýlishúss á lóð nr. 33 við Öldugötu.

Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. september 2016.

Útskrift úr gerðabók fundar umhverfis- og skipulagsráðs frá 15. nóvember 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. nóvember 2017, (27. október 2017).

Erindi var grenndarkynnt frá 17. maí 2017 til og með 21. júní 2017 fyrir hagsmunaaðilum að Bræðraborgarstígur 15,19, 21 og 21c, Unnarstígur 2, 2a, Öldugata 32 og 34.

Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jónatan Þórmundsson og Sólveig Ólafsdóttir, dags. 11. júní 2017 og Guðmundur Kristján Jónsson, dags. 20. júní 2017 og Ingibjörg Jónsdóttir og Axel Jóhannsson, dags. 21. júní 2017. Einnig er lagður fram tölvupóstur Maríu H. Þorsteinsdóttur, dags. 25. maí 2017, þar sem ekki er gerð athugasemd við breytingu.

Jafnframt er lagt fram uppfært skuggavarp Plúsarkitekta ehf., dags. 8. júní 2017 og umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 21. ágúst 2017.

Erindi var grenndarkynnt að nýju frá 31. ágúst 2017 til og með 28. september 2017 fyrir hagsmunaaðilum að Bræðraborgarstíg 15,19, 21 og 21c, Unnarstíg 2, 2a og Öldugötu 32 og 34.

Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jónatan Þórmundsson og Sólveig Ólafsdóttir, dags. 13. sept. 2017, Ingi Þ. Bjarnason, dags. 25. september 2017 og Guðmundur Kristján Jónsson, dags. 27. september 2017.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda.

Fyrirspurnir

47.     Rauðalækur 44                                  (01.344.202) 104031        Mál nr. BN053807

Guðni Agnar Ágústsson, Láland 9, 108 Reykjavík

Spurt er hvort að leyft yrði að stækka hurðargat inn í eldhús um 15 cm og fjarlægja veggstubb milli forstofu og eldhúss í íbúð í kjallara húss á lóð nr. 44 við Rauðalæk.

Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 10. nóvember 2017.

Afgreitt.

Tilkynna þarf framkvæmd til embættisins, sjá leiðbeiningar á fyrirspurnarblaði.

48.     Vesturgata 52                                    (01.130.211) 100134        Mál nr. BN053453

Vignir Már Lýðsson, Tungubakki 10, 109 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að fá samþykkta áður gerða íbúð í kjallara sem er í fasteignaskrá Þjóðskrár skráð sem geymsla í húsi á lóð nr. 52 við Vesturgötu.

Erindi fylgir íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 25. september 2017.

Nei.

Samræmist ekki lágmarkskröfum í byggingarreglugerð.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 11.50

Erna Hrönn Geirsdóttir                                                      Óskar Torfi Þorvaldsson

Sigrún Reynisdóttir                                                            Sigríður Maack

Jón Hafberg Björnsson                                                      Olga Hrund Sverrisdóttir