Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og samgönguráð

Ár 2010, þriðjudaginn 26. október kl. 11.00 var haldinn 61. fundur umhverfis- og samgönguráðs í Hofi að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Karl Sigurðsson, Hjördís S. Ingimundardóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Gísli Marteinn Baldursson, Hildur Sverrisdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson. Enn fremur sátu fundinn Þórólfur Jónsson, Kolbrún Jónatansdóttir, Gunnar Hersveinn, Ólafur Bjarnason, Ellý K. Guðmundsdóttir og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Fjárhagsáætlun 2011.
Lagt fram bréf fjármálastjóra til borgarráðs dags. 19. október 2010: Fjárhagsáætlun 2010 og bréf fjármálastjóra til borgarráðs dags. 19. október 2010: Tillaga að hliðrun á tímasetningum vegna afgreiðslu fjárhagsáætlunar. Málinu var frestað fram að aukafundi ráðsins þriðjudaginn 2. nóvember kl. 11.00.
Fulltrúi VG lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:
Á fundi umhverfis- og samgönguráðs í var kynnt úthlutun ramma sem samþykkt var í borgarráði í morgun. Af því tilefni óskar umhverfis- og samgönguráðsfulltrúi VG eftir svörum við eftirfarandi spurningum:
1. Hversu mikil verður hagræðingarkrafa á sviðið ef áhrif verðlagshækkana á milli ára eru teknar inn í reikninginn?
2. Hversu mikill er niðurskurðurinn á fagsviðin á milli ára, reiknaður í prósentum og hvaða aðferðum var beitt við niðurskurðinn ?

2. Hleðsla rafbíla í Reykjavík
Guðleifur M. Kristmundsson, Orkuveitu Reykjavíkur kom á fundinn og kynnti hugsanleg áhrif rafbílavæðingar á orkuþörf og orkuálag í Reykjavík.

3. Grænt kort fyrir Reykjavík.
Guðrún A. Tryggvadóttir frá Náttúra.is kom á fundinn og kynnti vinnu við undirbúningi gerð og útgáfu græns korts fyrir Reykjavík byggt á „Green Map“ kerfinu

4. Torg og almenningsgarðar.
Lagður fram á ný listi með hugmyndum um fyrirhugaðar lagfæringar og breytingar á torgum, almenningsgörðum o.fl. í borginni á þessu ári og næstu misserum.

5. Flettiskilti ÍR við Breiðholtsbraut.
Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍR dags. 27. september 2010 með ósk um að trjálundur fyrir framan flettiskilti ÍR við Breiðholtsbraut verði snyrtur þannig að betur sjáist til skiltisins.
Umhverfis- og samgönguráð sameinaðist um svohljóðandi bókun:
Með vísan til þess að það samrýmist ekki stefnu borgarinnar að minnka gróður í henni og að trjábeltið var til staðar áður en skiltið var reist, fellst ráðið ekki á að það verði snyrt samkvæmt óskum ÍR.

6. Bergstaðastræti – stöðubann og stæði fyrir fatlaða.
Lagt fram bréf Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 6. október 2010 með tillögu um stöðubann við austurkant Bergstaðastrætis 29 til 33 og um bílastæði fyrir fatlaða framan við þrengingu. Ráðið samþykkti tillöguna einróma.

7. Göngu- og reiðhjólastígur meðfram strandlengju höfuðborgarsvæðisins.
Lagt fram til kynningar bréf borgarstjórans í Reykjavík frá 20. október 2010.

8. Heildarstefna í umhverfis- og auðlindamálum - Formaður stýrihóps.
Lagt fram til kynningar bréf borgarstjórans í Reykjavík frá 20. október 2010.

9. Skólastjóri Vinnuskóla Reykjavíkur.
Tilkynnt var að Magnús Arnar Sveinbjörnsson hafi verið ráðinn skólastjóri Vinnuskólans. Staðan var auglýst og sóttu 53 um stöðuna.

10. Staða mála hvað varðar gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011.
Lögð fram á ný fyrirspurn fulltrúa Vinstri grænna svohljóðandi:
• Hvenær mun umhverfis – og samgönguráð ljúka stefnumörkun í málaflokknum en henni átti að ljúka í ágúst?
• Liggur fyrir endurskoðuð verk– og tímaáætlun sem leggja átti fyrir aðgerðahóp 19 ágúst og sé svo, í hverju er hún fólgin?
• Var farinn yfirferð með sviðsstjórum og formönnum fagráða 26 ágúst og sé svo, í hverju var sú yfirferð fólgin?
• Liggja fyrir fyrstu drög að tekjuspá og efnahagsforsendum Borgarhagfræðings sem átti að birtast 27 ágúst og sé svo, hvernig er spáin?
• Liggja fyrir fyrstu drög að fjárfestingaáætlun 2011 og 2012–2016 sem birtast áttu 27 ágúst og í hverju er áætlunin fólgin?
• Liggja fyrir fyrstu drög að tillögu um rammaúthlutun FMS o.fl. sem birtast áttu 27 ágúst og sé svo í hverju eru drögin fólgin?
• Liggja fyrri sviðsmyndagreining og forsendur áætlunar 2011–2016 sem kynna átti 31 ágúst og í hverju er hún þá fólgin?
• Liggja fyrir forsendur fjárhagsáætlunar og 3ja (5) ára áætlun. 2011–2016 sem leggja átti fyrir Borgarráð 2 september og í hverju eru forsendurnar þá fólgnar?
• Liggja fyrir tillögur um rammaúthlutun sem leggja átti fyrir borgarráð 2 september og í hverju eru þær þá fólgnar?
• Liggja fyrri tillögur að forgangsröðun vegna fjárfestinga sem leggja átti fyrir Borgarráð 2. september og í hverju eru þær þá fólgnar?
• Hefur undirbúningur að forgangsröðun innan ramma sem áti að fara fram í september verið hafin og í hverju er forgangsröðin þá fólgin?
• Liggur fyrir Sviðsmyndagreining og forsendur áætlunar 2011–2016 sem kynna átti 10 september og í hverju er hún þá fólgin?
• Liggja fyrri tillögur að forgangsröðun innan ramma sem ræða átti á fagsviðum 24 september og sé svo, í hverju eru þær tillögur fólgnar?
• Verður stefnumótun vegna þriggja ára áætlunar lögð fyrir fagráð 30 september og í efnahagsforsendur Borgarhagfræðings, rammaúthlutun og forgangsröðun innan ramma, forgangsröðun vegna fjárfestinga, og stefnumótun vegna þriggja ára áætlunar. hverju verður samráð við minnihlutann um hana fólgin?
Lagt fram skriflegt svar dags. 25. október 2010. Fulltrúi VG lagði fram svohljóðandi bókun: Að mati fulltrúa VG í umhverfis- og samgönguráði eiga spurningarnar sem bornar voru upp heima á fundi ráðsins. Þær fjalla meðal annars um yfirferð um fjárhagsáætlun með sviðsstjórum og formönnum fagráða, sviðsmyndagreiningu, tekjuspá og efnahagsforsendur Borgarhagfræðings, rammaúthlutun og forgangsröðun innan ramma, forgangsröðun vegna fjárfestinga, og stefnumótun vegna þriggja ára áætlunar.
Allar spurningarnar varða framkvæmd tímaáætlunar vegna gerðar fjárhagsáætlunar á tímabilinu frá ágúst til loka september. Ný tímaáætlun varðar tímabilið frá 25 nóvember til 15 febrúar og svarar því alls ekki spurningunum. Það er hinsvegar ljóst að tímaáætlun vegna gerðar fjárhagsáætlunar fyrir 2011 sem tryggja átti samráð og nægan tíma til að greina stöðuna er í molum. Það er nú kominn mánuður síðan spurningarnar voru bornar upp og í þriðja sinn eru þær lagðar fram með gögnum um dagskrá ráðsfundar án þess að þeim fylgi skrifleg svör. Svörin eru síðan lögð fram, rétt fyrir afgreiðslu málsins á fundinum sjálfum. Fulltrúi VG í ráðinu þreytist ekki á að gagnrýna vinnubrögð sem þessi sem geta ekki orðið til annars en að hindra undirbúna og upplýsta umræðu.
Fundi slitið kl. 14.10

Karl Sigurðsson
Hjördís S. Ingimundardóttir Kristín Soffía Jónsdóttir
Hjálmar Sveinsson Gísli Marteinn Baldursson
Hildur Sverrisdóttir Þorleifur Gunnlaugsson