Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2017, miðvikudaginn 8.nóvember kl. 9:10, var haldinn 210. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Kerhólum. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Torfi Hjartarson, Sverrir Bollason, Sigurborg Ó Haraldsdóttir, Halldór Halldórsson, Herdís Anna Þorvaldsdóttir og Sævar Þór Jónsson áheyrnarfulltrúi.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson ,Björn Axelsson, Þorsteinn Hermannsson, Hrefna Þórsdóttir og Marta Grettisdóttir.
Fundarritari er Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:
(E) Umhverfis- og samgöngumál
1. Bílastæði, kynning LUKR.
Mál nr. US170338
Kynnt vinna umhverfis- og skipulagssviðs, landupplýsingadeildar varðandi bílastæði í borgarlandinu.
Kynnt.
Jörgen Þormóðsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
2. Stýrihópur um stefnumörkun í bíla- og hjólastæðamálum, kynning á bílastæða- og hjólastæðakröfum erlendis
Mál nr. US170042
Fulltrúar Eflu kynna bílastæða- og hjólastæðakröfur í borgum erlendis.
Fulltrúar verkfræðistofunnar Eflu Daði Baldur Ottósson og Arna Kristjánsdóttir kynna.
3. Efstaland 24, bílastæði fyrir hreyfihamlaða
Mál nr. US170332
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags.31. október 2017 varðandi umsókn um sérmerkt bílastæði fyrir hreyfihamlaða við Efstaland 24 sem var samþykkt á fundi P-nefndar í Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis þann 23. október sl.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.
4. Hólmgarður 22, bílastæði fyrir hreyfihamlaða
Mál nr. US170333
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags.31. október 2017 varðandi umsókn um sérmerkt bílastæði fyrir hreyfihamlaða við Hólmgarð 22 sem var samþykkt á fundi P-nefndar í Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis þann 23. október 2017.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.
5. Hæðargarður 2, bílastæði fyrir hreyfihamlaða
Mál nr. US170334
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags.31. október 2017 varðandi umsókn um sérmerkt bílastæði fyrir hreyfihamlaða við Hæðargarð 2 sem var samþykkt á fundi P-nefndar í Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis þann 23. október sl.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.
6. Ránargata 45, bílastæði fyrir hreyfihamlaða
Mál nr. US170335
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags.31. október 2017 varðandi umsókn um sérmerkt bílastæði fyrir hreyfihamlaða við Ránargötu 45 sem var samþykkt á fundi P-nefndar í Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis þann 23. október sl.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.
7. Álakvísl 33, bílastæði fyrir hreyfihamlaða
Mál nr. US170339
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags.31. október 2017 varðandi umsókn um sérmerkt bílastæði fyrir hreyfihamlaða við Álakvísl 33 sem var samþykkt á fundi P-nefndar í Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis þann 23. október sl.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.
8. Sorpa bs., fundargerð
Mál nr. US130002
Lögð fram fundargerð Sorpu bs. nr. 380 frá 27. október 2017 ásamt eftirfarandi fylgiskjölum:
Áhættustefna SORPU br.
Framlenging á samningi við SOS.
Fundargerð eigendafundar frá 27. september 2017.
Niðurstaða starfshóps um endurskoðun á núverandi fyrirkomulagi á rekstri endurvinnslustöðvanna.
Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða dags. 6. nóvember 2017.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða dags. 6. nóvember 2017 samþykkt.
Guðmundur B. Friðriksson skrifstofustjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(A) Skipulagsmál
9. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerðir
Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 3. nóvember 2017.
10. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Gufunes, Breytt landnotkun atvinnusvæðis. Þróun blandaðrar byggðar
(02.2)
Mál nr. SN170527
Lögð fram drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs, dags. október 2017, að breytingu á aðalskipulagi sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér breytta landnotkun atvinnusvæðis að Gufunesi.
Samþykkt að kynna drög að tillögu, sbr. 2. mgr.30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Drögin verði send á Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur, hverfisráðs Grafarvogs, Íbúasamtök Grafarvogs, svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins og aðliggjandi sveitarfélög.
Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
11. Kvosin, Landsímareitur, breyting á deiliskipulagi
(01.140.4)
Mál nr. SN170543
Lindarvatn ehf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn THG Arkitekta ehf., mótt. 29. júní 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Landsímareits. Breytingin felst í megin atriðum í því að borgarlandinu/lóðinni á milli lóðanna Vallarstrætis 4 og Aðalstrætis 7 er skipt upp á milli þeirra og lóðirnar stækkaðar sem því nemur og að leyfilegt verður að fjarlægja viðbyggingu frá 1967 við Landsímahúsið/Thorvaldsensstræti 6 og byggja hana í sömu mynd. Einnig er fallið frá kröfu um að opna skuli samkvæmissal (Nasa) út í Vallarstræti, bætt við skilmálum um bílastæði, ásamt ýmsum smærri breytingum og lagfæringum. Engar breytingar eru gerðar á stærðum og hæðum húsa og húshluta aðrar en núverandi kjallara Vallarstrætis 4 er bætt við, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf., dags. 3. júlí 2017. Tillagan var auglýst frá 4. ágúst 2017 til og með 21. september 2017. Eftirtaldir aðilar sendi inn athugasemdir: Steinunn Steinars, dags. 24. ágúst 2017, Guðrún Helgadóttir, dags. 5. september 2017, Ragnhildur Benediktsdóttir f.h. Kirkjugarðaráðs, dags. 8. september 2017, Marínó Þorsteinsson f.h. Sóknarnefndar Dómkirkjunnar, dags. 11. september 2017, Bolli Héðinsson, dags. 14. september 2017, Helgi Þorláksson f.h. BIN hóps, dags. 13. september 2017 og Ragnar Aðalsteinsson hrl. f.h. 5 aðila, dags. 21. september 2017. Að loknum athugasemdarfresti barst athugasemd frá Gylfa Kristinssyni f.h. stjórnar Laugardalsættar, dags. 17. október 2017. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 15. september 2017, umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 6. október 2017 og drög að fornleifaskráningu mótt. 19. október 2017. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. október 2017.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. október 2017.
Umhverfis- og skipulagsráð bókar:
Umhverfis- og skipulagsráði þykir mikilvæg sú umhyggja fyrir almannarými, minjum og sögu Reykjavíkur sem birtist í athugasemdum við deiliskipulagsbreytingar á Landsímareit. Á hitt er hins vegar að líta að deiliskipulagið í heild sinni endurspeglar og tekur fullt mið af fyrri niðurstöðu um vernd húsa á reitnum og fyrir liggur eftir fornleifarannsókn, sem ekki er að fullu lokið, að gera má ráð fyrir að minjum um byggð eða greftrun á reitnum verði ekki raskað frekar en orðið er vegna byggingarframkvæmda sem þar standa fyrir dyrum. Eftir sem áður þarf að gæta fyllstu varúðar við þær framkvæmdir allar í góðu samráði við Minjastofnun og borgaryfirvöld. Loks er minnt á að ákveðið hefur verið að halda samkeppni um torgið yfir Víkurgarði og að þar verði haldið á lofti minningu garðs og kirkju sem þar stóð um aldir.
Sverrir Bollason víkur af fundi undir þessum lið.
Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Vísað til borgarráðs.
12. Barónsstígur 18, breyting á skilmálum deiliskipulags
(01.174.2)
Mál nr. SN170622
Richard Ólafur Briem, Kringlan 19, 103 Reykjavík
VA arkitektar ehf, Borgartúni 6, 105 Reykjavík
Lögð fram umsókn VA arkitektar ehf., mótt. 22. ágúst 2017, varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags fyrir staðgreinireit 1.174.2 vegna lóðar nr. 18 við Barónsstíg. Í breytingunni felst að heimilt verður að hafa fjölbreyttari starfsemi á lóðinni, skv. tillögu VA arkitekta, dags. 8. ágúst 2017.
Frestað.
Dagný Harðardóttir verkefnisstjóri og Harri Ormarsson lögfræðingur taka sæti á fundinum undir þessum lið.
13. Óðinsgata 8B og 8C, breyting á deiliskipulagi
(01.180.3)
Mál nr. SN170680
Páll V Bjarnason, Laufásvegur 7, 101 Reykjavík
Dagur B Eggertsson, Óðinsgata 8b, 101 Reykjavík
Lögð fram umsókn Páls V. Bjarnasonar f.h. Dags B. Eggertssonar mótt. 16. október 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.180.3 vegna lóðanna nr. 8B og 8C við Óðinsgötu. Í breytingunni felst að stækka lóð Óðinsgötu 8B um 37,4 m2 og lóð Óðinsgötu 8C verði á móti minnkuð sem því nemur. Lóð Óðinsgötu 8B myndi þá stækka úr 173 m2 í 210,4 m2 og lóð Óðinsgötu 8C minnka úr 199 m2 í 161,1 m2. Nýtingarhlutfall lóðarinnar Óðinsgata 8B lækkar því úr 2,1 í 1,72. Engin breyting er á byggingum, skv. uppdrætti P-ark, dags. 13. september 2017. Einnig er lagt fram samþykki meðlóðarhafa að Óðinsgötu 8C dags. 25. og 28. október 2017.
Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.
Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
14. Fálkabakki 1, Fálkaborg, breyting á deiliskipulagi
(04.617)
Mál nr. SN170685
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 14. september 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Breiðholt I vegna lóðar nr. 1 við Fálkabakka. Í breytingunni felst að færa inn núverandi aðstæður s.s. byggingu, stíg og bílastæði auk þess að færa innkeyrslu, breyta lóðarmörkum, útbúa byggingarreit og skammtímastæði, skv. uppdrætti Landslags ehf., dags. 2. nóvember 2017.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Dagný Harðardóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
15. Lágmúli 2, deiliskipulag
(01.260.6)
Mál nr. SN170818
Kynnt deiliskipulags- og hugmyndavinna Basalt arkitekta, dags. 3. nóvember 2017, fyrir lóðina Lágmúli 2 og aðliggjandi umhverfi.
Kynnt.
Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
16. Úlfarsfell, lýsing
(02.6)
Mál nr. SN170752
Fjarskipti hf., Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík
Lögð fram umsókn Fjarskipta hf., mótt. 11. október 2017, ásamt lýsingu Verkfræðistofu Bjarna Viðarssonar, dags. í nóvember 2017, vegna nýs deiliskipulags á kolli Úlfarsfells sem heimilar uppsetningu fjarskiptastöðvar.
Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lýsingin verður aðgengileg á vef umhverfis- og skipulagssviðs
Vísað til borgarráðs.
Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(B) Byggingarmál
17. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari eru
fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 949 frá 7. nóvember 2017.
(C) Fyrirspurnir
18. Holtavegur 28, (fsp) uppbygging á lóð
(01.386.1)
Mál nr. SN170634
Urðarsel ehf., Logafold 35, 112 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Urðarsels ehf., mótt. 25. ágúst 2017, um breytingu á deiliskipulagi Laugardals austur vegna lóðar nr. 28 við Holtaveg sem felst í að stækka leikskóla að ósk borgarinnar en einnig þróa á reitnum íbúðir og byggja nýja aðstöðu og hostel, að hluta til í stað eldra húsnæðis sem þarf að rífa, skv. frumtillögum Arkþings, dags. 18. október 2017. Einnig er lagt fram bréf Urðarsels ehf. og KFUM og KFUK, dags. 19. júlí 2017 og viðskipta- og framkvæmdaáætlun, dags. 8. september 2017.
Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. nóvember 2017.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 8. nóvember 2017.
Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(D) Ýmis mál
19. Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup
Mál nr. US130118
Lagt fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í september 2017.
20. Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir ferðakostnað
Mál nr. US170113
Lagt fram yfirlit yfir ferðakostnað umhverfis- og skipulagssviðs fyrir tímabilið júlí til september 2017.
21. Útilistaverk, Vesturbugt
Mál nr. US170321
Kynntar úrslit í samkeppni um útilistaverk við Vesturbugt.
Hildur Gunnlaugsdóttir skipulagsstjóri Faxaflóahafna kynnir.
22. Betri Reykjavík, bæta aðgengi hundagerði við Suðurlandsbraut (USK2017100056)
Mál nr. US170330
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið "bæta aðgengi hundagerði við Suðurlandsbraut" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. október 2017. Erindið var fimmta efsta hugmynd októbermánaðar og kemur úr málaflokknum framkvæmdir.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.
23. Betri Reykjavík, Laugarnes (USK2017100052)
Mál nr. US170326
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið "Laugarnes" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. október 2017. Erindið var efsta hugmynd októbermánaðar og jafnframt efst í málaflokknum framkvæmdir.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.
24. Betri Reykjavík, ljósastaura við gangstéttir milli Seljahverfis og Kópavogs (USK2017100053)
Mál nr. US170327
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið "ljósastaura við gangstéttir milli Seljahverfis og Kópavogs" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. október 2017. Erindið var önnur efsta hugmynd októbermánaðar og kemur úr málaflokknum framkvæmdir.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.
25. Betri Reykjavík, göngubrú yfir Kringlumýrarbrautina til að tengja hverfi (USK2017100055)
Mál nr. US170328
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið "göngubrú yfir Kringlumýrarbrautina til að tengja hverfi" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. október 2017. Erindið var fjórða efsta hugmynd októbermánaðar og kemur úr málaflokknum samgöngur.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra.
26. Betri Reykjavík, hringtorg við Höfðabakka / Vesturhóla (USK2017100054)
Mál nr. US170329
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið "hringtorg við Höfðabakka / Vesturhóla" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. október 2017. Erindið var þriðja efsta hugmynd októbermánaðar og jafnframt efst í málaflokknum samgöngur.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra.
27. Betri Reykjavík, tré á umferðareyju við Neshaga (USK2017100057)
Mál nr. US170331
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið "tré á umferðareyju við Neshaga" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. október 2017. Erindið var efsta hugmynd októbermánaðar í málaflokknum umhverfismál.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.
28. Norðurbrún 2, breyting á deiliskipulagi
(01.352.5)
Mál nr. SN170055
THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 26. október 2017 varðandi samþykki borgarráðs s.d. um synjun á breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 2 við Norðurbrún.
29. Eikjuvogur 27, breyting á deiliskipulagi
(01.470.5)
Mál nr. SN170491
a2f arkitektar ehf., Laugavegi 26, 101 Reykjavík
Ofar ehf., Skógarvegi 14, 103 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 26. október 2017 varðandi samþykki borgarráðs s.d. um auglýsingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 27 við Eikjuvog.
30. Fylkisvegur 6, íþróttasvæði Fylkis, breyting á deiliskipulagi
(04.363)
Mál nr. SN160968
Erum Arkitektar ehf., Ingólfsstræti 5, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 26. október 2017 varðandi samþykki borgarráðs s.d. á deiliskipulagi Íþróttasvæðis Fylkis að Fylkisvegi 6.
31. Suðurlandsbraut 4-4A, breyting á skilmálum deiliskipulags
(01.262.0)
Mál nr. SN160777
Mænir Reykjavík ehf., Suðurlandsbraut 4A, 108 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 26. október 2017 varðandi samþykki borgarráðs s.d. um auglýsingu breytingu á skilmálum deiliskipulags Ármúla, Vegmúla, Hallarmúla vegna lóðarinnar nr. 4-4A við Suðurlandsbraut.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12.33
Fundargerðin lesin yfir og undirrituð
Hjálmar Sveinsson
Magnea Guðmundsdóttir Sverrir Bollason
Torfi Hjartarson Sigurborg Ósk Haraldsdóttir
Halldór Halldórsson Herdís Anna Þorvsldsdóttir
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2017, þriðjudaginn 7. nóvember kl. 10.00 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 949. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Karólína Gunnarsdóttir, Björgvin Rafn Sigurðarson, Nikulás Úlfar Másson, Olga Hrund Sverrisdóttir, Óskar Torfi Þorvaldsson, Jón Hafberg Björnsson og Sigríður Maack.
Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson fram yfir 24 lið. og þá tók Erna Hrönn Geirsdóttir við.
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Álfabakki 8 (04.606.102) 111745 Mál nr. BN053380
Rauðasandur ehf, Álfabakka 8, 109 Reykjavík
Árni Samúelsson, Suðurhlíð 38d, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka sal 1 á 1. hæð, með því að saga hlut af steyptu gólfi og komið verður fyrir hallandi gólfi byggt upp af berandi timburburðarbitum og nýr stigi kemur í stað fyrir núverandi í norðvesturhorni húss á lóð nr. 8 við Álfabakka.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 2. nóv. 2017 fylgir.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
2. Borgartún 8-16A (01.220.107) 199350 Mál nr. BN053764
Höfðavík ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um breytingu á erindi BN049912 sem felst í því að færa til sorpgeymslu milli rýma og breyta innra skipulagi í kjallara H2 á lóð nr. 8-16A við Borgartún.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
3. Borgartún 8-16A (01.220.107) 199350 Mál nr. BN053765
Höfðavík ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta sorpgeymslu í BK6 með aðgengi frá BK1 í bílakjallara á lóð nr. 8-16A við Borgartún.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits.
4. Brautarholt 26-28 (01.250.103) 103423 Mál nr. BN053595
Karl Mikli ehf., Litlakrika 42, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að byggja svalir og síkka glugga á suður- og austurhlið, innrétta átta íbúðir í suðurhluta 2. 3. hæðar, gististað í flokki II, teg. b, alls 16 gistieiningar í norðurhluta 2. og 3. hæðar og verslun og þjónustu á 1. hæð í atvinnuhúsi á lóð nr. 26-28 við Brautarholt.
Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. mars 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
5. Döllugata 11 (05.113.102) 214842 Mál nr. BN053625
Jónas Páll Viðarsson, Trönuhjalli 19, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 11 við Döllugötu.
Stærð, A-rými: 294,5 ferm., 1.015,4 rúmm.
B-rými: 53 ferm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
6. Efstaleiti 2A (01.745.303) 224642 Mál nr. BN053560
Skuggi 4 ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að setja niður djúpgáma á lóð nr. 2a við Efstaleiti.
Stærðir: 17,1 ferm., 39,5 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
7. Efstaleiti 2B (01.745.205) 224643 Mál nr. BN053759
Skuggi 4 ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að setja niður djúpgáma á lóð nr. 2b við Efstaleiti.
Stærðir: 17,1 ferm., 39,5 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
8. Efstaleiti 2C (01.745.205) 224639 Mál nr. BN053760
Skuggi 4 ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að setja niður djúpgáma á lóð nr. 2c við Efstaleiti.
Stærðir: 17,1 ferm., 39,5 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
9. Efstaleiti 2D (01.745.203) 224640 Mál nr. BN053761
Skuggi 4 ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að setja niður djúpgáma á lóð nr. 2d við Efstaleiti.
Stærðir: 17,1 ferm., 39,5 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
10. Efstaleiti 4A (01.745.303) 224644 Mál nr. BN053762
Skuggi 4 ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að setja niður djúpgáma á lóð nr. 4a við Efstaleiti.
Stærðir: 17,1 ferm., 39,5 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
11. Efstaleiti 4B (01.745.302) 224641 Mál nr. BN053763
Skuggi 4 ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að setja niður djúpgáma á lóð nr. 4b við Efstaleiti.
Stærðir: 17,1 ferm., 39,5 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
12. Eirhöfði 2-4 (04.030.101) 110517 Mál nr. BN053724
Vagneignir ehf., Vagnhöfða 23, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja stálgrindarhús, mhl.03, sem hýsa mun hjólbarðageymslu og þjónustu fyrir þá byggingu sem þegar er á lóð nr. 2-4 við Eirhöfða.
Stærðir: A-rými 2.194,0 ferm., 22.558,2 rúmm.
Erindi fylgir:
Greinargerð um brunahönnun dags. 30.09.2017.
Umsögn skipulagsfulltrúa við fyrirspurn dags. 27.04.2017.
Samkomulag um kvöð vegna flutninga dags. 22.08.2017
Varmatapsútreikningar dags. 02.11.2017.
Gjald kr. 11.000.
Frestað.
Vísað til athugasemda.
13. Fiskislóð 27 (01.089.203) 209691 Mál nr. BN052945
S.K.Ó. ehf., Eikjuvogi 11, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða skrifstofuhús úr forsmíðuðum einingum, klætt sementsbundnum plötum á staðsteyptum sökkli á lóð nr. 27 við Fiskislóð.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. júní 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. júní 2017.
Erindi fylgja greinargerð um brunavarnir og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 22. maí 2017.
Stærð: 2.545,7 ferm., 9.510,7 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
14. Fiskislóð 53-69 (01.087.401) 100008 Mál nr. BN053623
RA 10 ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að stækka yogastöð með því að taka í notkun óráðstafað rými á norðvestur enda á 1. hæð og stækka þannig búningsklefa, taka í notkun nýjan yogasal og gluggafrontur settur í hurðagat í húsinu nr. 53 á lóð nr. 53-69 við Fiskislóð.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits.
15. Flókagata 58 (01.270.103) 103565 Mál nr. BN051857
Sigurður Arnljótsson, Flókagata 58, 105 Reykjavík
Guðrún Gauksdóttir, Flókagata 58, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja bogasvalir og koma fyrir nýjum stærri svölum á suðurhlið 1. og 2. hæðar og koma fyrir nýjum svölum á rishæð í húsi á lóð nr. 58 við Flókagötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. ágúst 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. ágúst 2017.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.
Vísað til uppdrátta 10-01, 10-02, 10-03, dags. 12.10.2016.
16. Grettisgata 53B (01.174.227) 101630 Mál nr. BN053099
Aurora ehf, Sunnuvegi 11, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum þar sem m.a. er gerð grein fyrir íbúð 0002 í kjallara og íbúðum þannig fjölgað úr fimm í sex og til að nýta allar íbúðirnar sem gististað í flokki II, teg. g í húsi á lóð nr. 53B við Grettisgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. september 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. september 2017.
Gjald kr. 11.000 + 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
17. Grjótháls 8 (04.301.201) 111014 Mál nr. BN053654
Íslenska vetnisfélagið ehf., Borgartúni 26, 105 Reykjavík
Skeljungur hf., Borgartúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja mhl. 04 og 05 og koma fyrir dælum á lóð nr. 8 við Grjótháls.
Umsögn brunahönnuðar dags. 12. október 2017 fylgir erindinu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. nóvember 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. nóvember 2017.
Stærð mhl. 04 er: 110,5 ferm., 439,9 rúmm.
Stærð mhl. 05 er: 37,5 ferm., 145,9 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 3. nóvember 2017.
18. Haukdælabraut 3 (05.113.802) 214784 Mál nr. BN053657
Björn Ingi Björnsson, Friggjarbrunnur 38, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús með flötu þaki á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr og aukaíbúð í kjallara á lóð nr. 3 við Haukdælabraut.
Varmatapsútreikningur dags. 3. okt. 2017 fylgir.
Stærð A rýmis er: 336,0 ferm., 1.321,0 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
19. Haukdælabraut 66 (05.114.802) 214809 Mál nr. BN053452
Gunnar Ás Vilhjálmsson, Bakkastaðir 57, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera skjólþak yfir heitan pott í garði við hús á lóð nr. 66 við Haukdælabraut.
Stærðir: B-rými 45,4 ferm., 107,7 rúmm.
Bréf hönnuðar dags. 17.08.2017 fylgir erindi ásamt ljósriti af jákvæðri umsögn skipulagsfulltrúa við fyrirspurn BN052051.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
20. Haukdælabraut 76 (05.114.302) 214814 Mál nr. BN053749
Jón Ingi Lárusson, Ennishvarf 27, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 76 við Haukdælabraut.
Stærð, A-rými: 329,5 ferm., 750 rúmm.
B-rými: 40,5 ferm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
21. Hátún 2A (01.223.204) 102909 Mál nr. BN053693
Nóni ehf, Laugavegi 61, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í því að innréttaðar hafa verið tannlæknastofur á 2. hæð í húsi á lóð nr. 2a við Hátún.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
22. Hátún 21 (01.235.014) 102937 Mál nr. BN053592
Þórunn Guðný Tómasdóttir, Hátún 21, 105 Reykjavík
Karl Dietrich Roth Karlsson, Bárugata 15, 101 Reykjavík
Sótt er um að stækka pall á útitröppum að íbúð á efri hæð og nýta einnig sem svalir í húsi á lóð nr. 21 við Hátún.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
23. Hringbraut Landsp. (01.198.901) 102752 Mál nr. BN053774
Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík
Sótt er um stöðuleyfi til tólf mánaða fyrir skrifstofugámum sem eiga að standa á meðan viðgerðir á rannsóknarstofum nr. 6 og 7 á lóð með landnúmer 102752 við Landspítalann við Hringbraut.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
24. Hverfisgata 78 (01.173.011) 101501 Mál nr. BN053781
RR hótel ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja fjögurra hæða hús úr krosslímdum timbureiningum á steyptum sökkli og innrétta þar gististað í flokki II, teg. G, tíu gistieiningar fyrir 38 gesti á lóð nr. 78 við Hverfisgötu.
Stærð, A-rými: 596 ferm., 1.769,5 rúmm.
B-rými: 45,9 ferm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
25. Hörpugata 10 (01.635.704) 106695 Mál nr. BN052632
Þórdís Anna Oddsdóttir, Hörpugata 10, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta útliti með því að bæta við gluggum, opna út á verönd og breyta innra skipulagi, ásamt áður gerðum breytingum sem felast í að byggður hefur verið kvistur á austurhlið húss á lóð nr. 10 við Hörpugötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. nóvember 2017 fylgir erindinu. Málið er fellt niður sbr. bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 16. október 2017.
Gjald kr. 11.000
Niðurfellt.
Afgreitt samanber bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 16. október 2017.
26. Kjalarvogur 14 (01.428.201) 190500 Mál nr. BN053780
Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á erindi BN022663 sem felast í því að hætt er við að byggja áður samþykkta 2. og 3. hæð, skráningu breytt því til samræmis og innra fyrirkomulagi þjónusturýma á 1. hæð breytt í húsi á lóð nr. 14 við Kjalarvog.
Bréf hönnuðar dags. 24.10.2017 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
27. Kringlan 4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN053721
Reitir VII ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um breytingu á erindi BN052894 sem felst í minniháttar breytingu á innréttingu og flóttaleiðum í verslunarrými Hagkaups í húsi á lóð nr. 4-12 við Kringluna.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
28. Krókháls 13 (04.140.801) 110738 Mál nr. BN053418
Krókháls 13 ehf., Krókhálsi 11, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða hús þar sem sökkull og fyrsta hæð verða staðsteypt og önnur hæð verður úr stálgrind, plata yfir neðri hæð verður úr forspenntum holplötum og þak yfir efri hæð er trapisustál sem er einangrað á húsi á lóð nr. 13 við Krókháls.
Erindi BN053419 um niðurrif mhl. liggur fyrir.
Stærð húss: Mhl. 01 3.785,6 ferm., 20.704,6 rúmm.
Stærð olíu-sandskilju: Mhl. 02 10,3 ferm.,14,7 rúmm.
Stærð olíu spilliefni: Mhl. 03 2,3 ferm., 3,0 rúmm.
Gjald kr.11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
29. Langholtsvegur 108A-E (01.433.005) 105272 Mál nr. BN053776
Kristján Sveinsson, Langholtsvegur 108a, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í því að byggð hefur verið viðbygging við hús á lóð nr. 108a við Langholtsveg.
Sjá erindi BN039989.
Stækkun: A-rými 16,8 ferm., 44,1 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
30. Lokastígur 28 (01.181.309) 101779 Mál nr. BN053782
Loki 28 ehf, Lokastíg 28, 101 Reykjavík
Þórólfur Már Antonsson, Ásholt 30, 105 Reykjavík
Hrönn Vilhelmsdóttir, Ásholt 30, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta starfsmannarými og vinnslurými fyrir eldhús á 3. hæð ásamt leyfi fyrir áður gerðum breytingum á 1. hæð þar sem útbúin hefur verið snyrting fyrir fatlaða og gerðar lítilsháttar breytingar á afgreiðslu í húsi á lóð nr. 28 við Lokastíg.
Erindi fylgir bréf eigenda dags. 27.10.2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
31. Mjölnisholt 6 (01.241.013) 103008 Mál nr. BN053561
Arctic Tours ehf., Hagamel 34, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja hæð og ris og fjölga íbúðum úr tveimur í þrjár og byggja svalir á bakhlið húss á lóð nr. 6 við Mjölnisholt.
Stækkun, mhl. 01, A-rými: 99,7 ferm., 264,2 rúmm.
Samtals eftir stækkun: 318,2 ferm., 875,2 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
32. Síðumúli 32 (01.295.202) 103841 Mál nr. BN053756
Reitir VII ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja svalir á suðurhlið og innrétta dagvist fyrir aldraða á annarri hæð starfsemi í húsi á lóð nr. 32.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.
Vísað til uppdrátta nr. 0401, 0502, 0510, dags. 24. október 2017.
33. Skeifan 11 (01.462.101) 195597 Mál nr. BN053661
Hagar hf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN050723 þannig að breytt er innra skipulagi og mhl. 01 stækkar á kostnað mhl. 02 og mhl. 02 verður að mhl. 25 í húsinu á lóð nr. 11 við Skeifunni.
Samþykki meðeigenda ódags. fylgir erindinu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits.
34. Skeifan 19 (01.465.101) 195606 Mál nr. BN053779
Orri Árnason, Kópavogsbarð 6, 200 Kópavogur
Jon Olav Fivelstad, Ránargata 8a, 101 Reykjavík
Þuríður Ólafía Hjálmtýsdóttir, Ránargata 8a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breyta innra skipulagi í eignarhluta 0201 til notkunar sem heilbrigðisstofu og eru helstu breytingar þær að bætt er við salerni og annað salernið er hannað fyrir aðgengi fyrir alla og breytt er stærðum í skráningartöflu fyrir húsið á lóð nr. 19 við Skeifuna.
Umboð frá eiganda rýmis 0201 dags. 30. okt. 2017.
Stækkun húss er : XX ferm og XX rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
35. Skólavörðustígur 8 (01.171.206) 101387 Mál nr. BN053655
Núðluskálin ehf., Laufásvegi 26, 101 Reykjavík
Kornelíus ehf., Bankastræti 6, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í því að opnað hefur verið á milli hæða, rýma 0105 og 0204 merkt E, og þar innréttaðir veitingastaður í flokki l - tegund c fyrir alls 30 gesti í húsi á lóð nr. 8 við Skólavörðustíg.
Sjá útrunnið erindi BN048439.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
36. Sóleyjargata 37 (01.197.411) 102746 Mál nr. BN053040
Select Residences ehf., Smáraflöt 45, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að breyta einbýlishúsi í tvær íbúðir sem nota á sem gistiíbúðir í flokki II tegund G og koma fyrir svefnherbergjum í kjallara í húsinu á lóð nr. 37 við Sóleyjargötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 30. júní 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. júní 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
37. Spítalastígur 8 (01.184.101) 102011 Mál nr. BN053790
Guðrún María Finnbogadóttir, Spítalastígur 8, 101 Reykjavík
Magnús Örn Jóhannsson, Lindarbyggð 7, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að rífa viðbyggingu á baklóð nr. 8 við Spítalastíg.
Niðurrif: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
38. Spóahólar 12-20 (04.648.101) 111997 Mál nr. BN053475
Spóahólar 16-20,húsfélag, Pósthólf 8940, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050465 þannig að felld eru út áform um svalalokanir á fjölbýlishúsi nr. 16-20 á lóð nr. 12-20 við Spóahóla.
Erindi fylgir bréf frá fundi stjórnar húsfélags Spóahóla 16 til 18 ódagsett.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
39. Súðarvogur 7 (01.453.002) 105615 Mál nr. BN053620
Nasi ehf, Súðarvogi 7, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera flóttastiga og svalir á austurhlið mhl.02 ásamt áður gerðum breytingum sem felast í því að hluta af iðnaðar- og verslunarhúsnæði á 1. hæð og skrifstofurýmum á 3. hæð hefur verið breytt í íbúðir í húsi á lóð nr. 7 við Súðarvog.
Lagðar eru fram umsagnir skipulagsfulltrúa dags. 07.07.2017 og 01.09.2017 við fyrirspurn SN170487 sama efnis.
Súðarvogur 7 - Fylgiskjal / Samþykki meðeigenda dags. 31.10.2017 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
40. Tangabryggja 18-24 (04.023.101) 179538 Mál nr. BN053659
Arcus ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050926, breytt er fyrirkomulagi eldhúss í íbúð 0405 og aðgengi að þaksvölum í rishæð fjölbýlishúss nr. 18-22 á lóð nr. 18-24 við Tangabryggju.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
41. Tjarnargata 10 (01.141.311) 100914 Mál nr. BN053783
Sjómannadagsráð, Laugarási Hrafnistu, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta skrifstofur, koma fyrir kaffiaðstöðu og setja glugga í stað útihurðar á 1. hæð í húsi á lóð nr. 10 við Tjarnargötu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
42. Tunguháls 8 (04.342.101) 179593 Mál nr. BN053604
Opus fasteignafélag ehf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja stálgrindarhús, mhl. 04 á tveimur hæðum sem nota á sem lagerhúsnæði við hlið mhl. 01 á lóð nr. 8 við Tunguháls.
Varmatapsútreikningur dags. 27. september 2017 fylgja.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. október 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. október 2017. Bréf frá hönnuði dags. 27. okt. 2017 fylgir.
Stærð: 986,2 ferm., 5.262,0 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 27. október 2017.
43. Unnarstígur 2 (01.137.009) 100641 Mál nr. BN053786
FÓ eignarhald ehf., Ármúla 24, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048819 sem felst í því lækka landhæð við austurhlið, byggja þar stoðvegg og útitröppur og setja hurð út í garð frá kjallara í húsi á lóð nr. 2 við Unnarstíg.
Erindi fylgir:
Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 30.10.2017.
Tillaga Kanon arkitekta ehf. að breytingu á Unnarstíg 2a dags. 11.08.2017.
Yfirlýsing um skiptingu afnota lóðar dags. 18.08.2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
44. Varmahlíð 1 (01.762.501) 107476 Mál nr. BN053785
Eignasjóður Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík
Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja stjörnuver ásamt neðanjarðar tengibyggingu og viðbyggingu við Perluna á lóð nr. 1 við Varmahlíð.
Stækkun: A-rými 850,0 ferm., 13.746,1 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
45. Vatnsmýrarvegur 10 (01.62-.-91) 106644 Mál nr. BN053772
Skeljungur hf., Borgartúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja hús og eldsneytistanka úr jörðu, fastanúmer 202-8976, mhl. 03 á lóð nr. 10 Vatnsmýrarveg.
Niðurrif mhl. 03 sérhæfð bygging og eldsneytistanka sem fylgja: 32,00 ferm., 83,0 rúmm.
Jákvæð fyrirspurn BN053772 dags. 17. okt. 2017 fylgir.
Bréf um samkomulag dags. 20.sept. 2017. Tölvupóstur frá umsækjanda dags. 18. okt. 2017 fylgir.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Að loknu niðurrifi skal yfirborð sléttað.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
46. Vegamótastígur 4 (01.171.404) 101413 Mál nr. BN053127
Vegamótastígur 4 hf, Huldubraut 32, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að innrétta starfsmannaaðstöðu og vörumóttöku í rými 0102 og sameina það veitingarými í sama matshluta, einnig er sótt um leyfi til að loka dyraopi á lóðamörkum að húsi við Laugaveg, byggja nýja flóttaleið út á þak lágbyggingar, innrétta efri hæð sem bruggsvæði, breyta tegund veitingastaðar í teg. a og b fyrir 180 gesti og koma fyrir aðstöðu til útiveitinga fyrir 56 gesti á torgi framan við hús á lóð nr. 4 við Vegamótastíg.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 30. júní 2017.
Jafnframt er erindi BN052811 dregið til baka.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda.
Fyrirspurnir
47. Laugavegur 144 (01.241.010) 103005 Mál nr. BN053789
Sveinbjörn Jónasson, Núpalind 2, 201 Kópavogur
Spurt er hvort leyft yrði að skipta í tvær eignir íbúð á 2. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 144 við Laugaveg.
Afgreitt.
Samanber leiðbeiningar á fyrirspurnarblaði.
Fleira gerðist ekki
Fundi slitið kl. 12.05
Erna Hrönn Geirsdóttir
Björgvin Rafn Sigurðarson Nikulás Úlfar Másson
Sigríður Maack Jón Hafberg Björnsson
Óskar Torfi Þorvaldsson Karólína Gunnarsdóttir
Olga Hrund Sverrisdóttir