Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og samgönguráð

Ár 2010, þriðjudaginn 12. október kl. 13.30 var haldinn 60. fundur umhverfis- og samgönguráðs í Hofi að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Karl Sigurðsson, Hjördís S. Ingimundardóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Gísli Marteinn Baldursson, Hildur Sverrisdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson. Enn fremur sátu fundinn Þórólfur Jónsson, Eygerður Margrétardóttir, Kolbrún Jónatansdóttir, Stefán Agnar Finnsson, Ólafur Bjarnason, Ellý K. Guðmundsdóttir og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Fundargerðir.
Lagðar fram til kynningar eftirtaldar fundargerðir:
a. Fundargerð 277. stjórnarfundar Sorpu bs.
b. Fundargerð 147. stjórnarfundar Strætó bs.
Ráðið sameinaðist um svohljóðandi bókun:
Umhverfis- og samgönguráð fagnar því að lögð hafi verið fram tillaga um metanvæðingu vagnaflota Strætó. Slíkt hefur lengi verið til umfjöllunar og meðferðar í ráðinu og raunar einnig í stjórn Strætó. Ráðið lýsir einróma yfir ánægju sinni með það skref sem nú hefur verið stigið og vonar að kostnaðarútreikningar og mat á hlutverki og stefnu Strætó leiði til þess að tillagan verði samþykkt.

2. Miklabraut- Umferðaröryggi.
Jónas Snæbjörnsson, svæðisstjóri Vegargerðar ríkisins koma á fundinn.

3. Lokun Rauðalækjar.
Lagt fram bréf Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 8. október 2010 með niðurstöðum könnunar um viðhorf íbúa við lokun ásamt tillögu um að niðurstaðan verði send hverfaráðinu til kynningar.
Ráðið samþykkti tillöguna einróma..

4. Hjólastígur í Skógarhlíð.
Lögð fram á ný svohljóðandi tillaga fulltrúa D-lista:
Fulltrúar D-lista í umhverfis- og samgönguráði leggja til að öruggur hjólastígur verði gerður eftir Skógarhlíðinni, sem tengist inn á göngu- og hjólreiðastíginn sem liggur meðfram Bústaðavegi, austan við Litluhlíð. Stígurinn mun tengja saman Hlíðar, Kringlusvæðið, Hvassaleiti, Gerði, Smáíbúðahverfi og Fossvog.
Lögð fram umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs um tillöguna
Samþykkt einróma að vísa tillögunni til gerðar hjólreiðaáætlunar og áætlunar um hjólastígagerð.

5. Torg og almenningsgarðar.
Kynntar hugmyndir um fyrirhugaðar lagfæringar og breytingar. Lagt fram yfirlit dags. 12. október 2010.
Frestað.

6. Umhverfis- og auðlindastefna Reykjavíkur.
Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 22. september 2010.

7. Staða og framtíðarstefna í sorpmálum.
Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 23. september 2010.

8. Frágangur á lóð Hörpu.
Lagt fram bréf Portusar og Austurhafnar TRH dags. 8. október 2010.
Þráinn Hauksson og Dagný Bjarnadóttir frá Landslagi komu á fundinn og kynntu nýja tillögu um frágang á lóð Hörpu.

- Hjálmar Sveinsson vék af fundi kl. 15.15.

9. Samþykkt fyrir Grasagarð Reykjavíkur – endurskoðun.
Lagðar fram tillögur til breytinga á samþykktum Grasagarðsins í Reykjavík.
Tillögurnar voru samþykktar einróma.

10. Staða mála hvað varðar gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011.
Lögð fram á ný fyrirspurn fulltrúa Vinstri grænna svohljóðandi:
• Hvenær mun umhverfis – og samgönguráð ljúka stefnumörkun í málaflokknum en henni átti að ljúka í ágúst?
• Liggur fyrir endurskoðuð verk– og tímaáætlun sem leggja átti fyrir aðgerðahóp 19 ágúst og sé svo, í hverju er hún fólgin?
• Var farinn yfirferð með sviðsstjórum og formönnum fagráða 26 ágúst og sé svo, í hverju var sú yfirferð fólgin?
• Liggja fyrir fyrstu drög að tekjuspá og efnahagsforsendum Borgarhagfræðings sem átti að birtast 27 ágúst og sé svo, hvernig er spáin?
• Liggja fyrir fyrstu drög að fjárfestingaáætlun 2011 og 2012–2016 sem birtast áttu 27 ágúst og í hverju er áætlunin fólgin?
• Liggja fyrir fyrstu drög að tillögu um rammaúthlutun FMS o.fl. sem birtast áttu 27 ágúst og sé svo í hverju eru drögin fólgin?
• Liggja fyrri sviðsmyndagreining og forsendur áætlunar 2011–2016 sem kynna átti 31 ágúst og í hverju er hún þá fólgin?
• Liggja fyrir forsendur fjárhagsáætlunar og 3ja (5) ára áætlun. 2011–2016 sem leggja átti fyrir Borgarráð 2 september og í hverju eru forsendurnar þá fólgnar?
• Liggja fyrir tillögur um rammaúthlutun sem leggja átti fyrir borgarráð 2 september og í hverju eru þær þá fólgnar?
• Liggja fyrri tillögur að forgangsröðun vegna fjárfestinga sem leggja átti fyrir Borgarráð 2 september og í hverju eru þær þá fólgnar?
• Hefur undirbúningur að forgangsröðun innan ramma sem áti að fara fram í september verið hafin og í hverju er forgangsröðin þá fólgin?
• Liggur fyrir Sviðsmyndagreining og forsendur áætlunar 2011–2016 sem kynna átti 10 september og í hverju er hún þá fólgin?
• Liggja fyrri tillögur að forgangsröðun innan ramma sem ræða átti á fagsviðum 24 september og sé svo, í hverju eru þær tillögur fólgnar?
• Verður stefnumótun vegna þriggja ára áætlunar lögð fyrir fagráð 30 september og í hverju verður samráð við minnihlutann um hana fólgin?
Þeim liðum er varða Umhverfis- og samgöngusvið beint var svarað munnlega á fundinum. Öðrum liðum fyrirspurnarinnar var frestað þar sem væntanlegt minnisblað fjármálastjóra Reykjavíkurborgar um efni fyrirspurnarinnar verður lagt fyrir ráðið.
Fulltrúi VG lagði fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi VG lagði fram spurningar í 15 liðum um tímaáætlun fjárhagsáætlunar 2011-2014 og 5 ára áætlun á undirbúningsfundi ráðsins fyrir meira en hálfum mánuði síðan. Spurningar voru settar á dagsskrá ráðsfundar 28.september sl. og málinu var þá frestað. Meirihlutanum og sviðinu hefur því gefist nægur tími til að afla upplýsinga og leggja fram skrifleg svör sem ráðrúm gæfist til að fara yfir í samráði við aðra fyrir þennan fund. Þess í stað er farin sú leið að gefa fulltrúum minnihlutans óljós munnleg svör á fundinum sjálfum. Spurningarnar varða gerð fjárhagsáætlunar og úr þeim má lesa áhyggjur af því að ekki sé verið að fara eftir áætlun sem samþykkt var í borgarráði 18 ágúst og lögð var fram í umhverfis- og samgönguráði 31 ágúst sl. eða að öðrum kosti sé ekki verið að framfylgja boðuðu samráði um gerð áætlunarinnar. Hvorugt tveggja er til minnkunar meirihluta borgarstjórnar sem lýst hefur yfir því að ætlunin sé að stuðla að samráði, sagst ætla að vinna heiðarlega og fyrir opnum skjöldum og taka fjármálin föstum tökum. Það liggur fyrir að umhverfis- og samgönguráð hefur ekki lokið stefnumörkun í málaflokknum en því átti að ljúka í ágúst og auk þess er það ljóst að ekkert leiðarljós er frá meirihlutanum hvað varar forgangsröðun fjármuna. Engar upplýsingar hafa borist ráðinu um efnahagslegar forsendur fjárhagsáætlunar svo sem spá um gengisvístölu, atvinnuleysi eða verðbólgu næsta árs og engar fréttir hafa borist af áætlun meirihlutans um tekjuöflunarleiðir sem hugsanlega fælust í aukinni skattlagningu.Nú þegar komið er fram í miðjan október er þetta sleifarlag og samráðsleysi óásættanlegt þegar hagsmunir borgarbúa er hafðir í huga. Því minni tími sem gefst til raunverulegrar vinnu og samráðs um forgagnsröðun fjármuna á erfiðum tímum, því meiri líkur eru á því að fjárhagsáætlun borgarinnar verði óraunhæf og ósanngjörn. Það er lágmarkskrafa að þegar í stað verði gerð ný tímaáætlun um gerð fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar.

11. Tillaga um hjólreiðastíg frá miðri Reykjavík að Esjurótum.
Fulltrúar D-lista lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að Reykjavík hafi frumkvæði að því að skilgreina og útfærahjólreiðastíg frá miðri Reykjavík og upp að Esjurótum. Leitað verði samstarfs við Mosfellsbæ um málið.
Tillögunni var vísað til Umhverfis- og samgöngusviðs.

12. Fulltrúi VG lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:
Á dagsskrá fundar ráðsins 28 september var tillaga um bílastæði o.fl. við bandaríska sendiráðið. Tillögunni var frestað til næsta fundar sem er í dag en þegar til kom er hún ekki hér á dagsskrá. Fréttir hafa borist af því að sendiráðið og/eða utanríkisráðuneytið hafi haft samband við Umhverfis- og samgöngusvið eftir að tillagan var lögð fram og er óskað eftir þeim gögnum sem liggja fyrir um þau samskipti, hafi þau átt sér stað.
Frestað.

Fundi slitið kl. 16.20
Karl Sigurðsson
Hjördís S. Ingimundardóttir Kristín Soffía Jónsdóttir
Gísli Marteinn Baldursson Hildur Sverrisdóttir og
Þorleifur Gunnlaugsson.