Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2017, miðvikudaginn 31. maí kl. 9.07, var haldinn 193. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Karl Sigurðsson, Gísli Garðarsson, Sverrir Bollason , Halldór Halldórsson, Áslaug María Friðriksdóttir og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson ,Björn Axelsson, Nikulás Úlfar Másson, Stefán Agnar Finnsson, Gunnar Már Jakobsson og Marta Grettisdóttir

Fundarritari er Erna Hrönn Geirsdóttir.

Þetta gerðist:

(E) Umhverfis- og samgöngumál

1. Hallargarður, frágangur og endurgerð.   Mál nr. US170169

Kynnt tillaga umhverfis- og skipulagsviðs, umhverfisgæða dags. í maí 2017  að frágangi og endurgerð í Hallargarði í framhaldi af frágangi við Fríkirkjuveg 11.

Kynnt.

Þráinn Hauksson landslagsarkitekt og Þórólfur Jónsson deildarstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Rauðavatn, skýrsla starfshóps um uppbyggingu   Mál nr. US170170

Kynnt skýrsla starfshóps um uppbyggingu við Rauðavatn, dags. í desember 2016.

Kynnt. 

Jóhannes Guðlaugsson formaður starfshóps og Þórólfur Jónsson deildarstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

3. Laugarnes, minnismerki um holdsveikraspítalann   Mál nr. US170171

Lagt fram bréf Oddfellowreglunar á Ísalandi dags. 3. apríl 2017 varðandi minnismerki um holdsveikraspítalann í Laugarnesi í Reykjavík

Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, umhverfisgæða.

Þórólfur Jónsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

4. Græna netið, kynning   Mál nr. US170109

Lögð er fram skýrsla ALTA, dags. maí 2017 sem unnin er fyrir Reykjavíkurborg um græna netið og tengingar á milli opinna svæða í Reykjavík.  Markmið skýrslunnar er að kortleggja og skilgreina grænar tengingar og greina stöðu þeirra.

Kynnt.

Samþykkt að kynna skýrsluna fyrir borgarráði. 

Herborg Árnadóttir arkitekt og Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

(A) Skipulagsmál

5. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð   Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags. 26. maí 2017.

6. Gamla höfnin - Allianz reitur, breyting á deiliskipulagi  (01.0) Mál nr. SN160673

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Vesturbugtar fyrir lóðina nr. 2 við Grandargarð, Allianz reit. Breytingin felur í sér stækkun á lóðarmörkum og byggingarreit á lóðinni, aukningu byggingarmagns og skilgreiningu á gististarfsemi á efri hæðum og verslun og þjónustu á jarðhæðum, samkvæmt uppdr. Basalt arkitekta ehf., dags. 29. maí 2017. Einnig er lagt fram minnisblað Haralds Ólafssonar veðurfræðings, dags. 12. október 2016. og umsögn Faxaflóahafna sf., dags. 20. janúar 2017.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Elín Þórisdóttir arkitekt og Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

7. Grandagarður 14, breyting á deiliskipulagi  (01.114.5) Mál nr. SN170211

Jón Davíð Ásgeirsson, Víðimelur 58, 107 Reykjavík

Grandagarður 14 ehf., Öldugötu 4, 101 Reykjavík

Lögð fram umsókn Jóns Davíðs Ásgeirssonar, mótt. 10. mars 2017 um breytingu á deiliskipulagi Örfiriseyjar vegna lóðar nr. 14 við Grandagarð. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir nýrri timburbryggju fyrir gesti fyrirhugaðs veitingastaðs á 1. og 2. hæð. Utan á timburbryggjunni er gert ráð fyrir flotbryggju sem slysavarnarfélagið Landsbjörg hefur afnot og aðgang að, samkvæmt uppdr., dags. 3. apríl 2017. Einnig lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 23. nóvember 2016.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

8. Bykoreitur, reitur 1.138, breyting á deiliskipulagi  (01.138) Mál nr. SN160451

Páll Hjalti Hjaltason, Gnitanes 10, 101 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Plúsarkitekta ehf., dags. 3. júní 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi Bykoreits, reitur 1.138. Helstu breytingar eru að skilgreina fjölda íbúða samkvæmt AR 2010-30, skilgreina landnotkun í samræmi við stefnu í AR 2010-30 um aðalgötur ásamt hækkun á hæðarkvóta, skv. uppdr. Plúsarkitekta ehf., dags. 14. nóvember 2016. Tillagan var auglýst frá 7. desember 2016 til og með 6. febrúar 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Skólaráð Vesturbæjarskóla, dags. 20. janúar 2017, Heiða Kristín Helgadóttir fulltrúi foreldra, dags. 20. janúar 2017, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, dags. 23. janúar 2017, Ingi Elvar Árnason, dags. 23. janúar 2017, Kristinn Baldursson, dags. 23. janúar 2017, Alina Dubik og Zbigniew Dubik, dags. 23. janúar 2017, íbúasamtök Vesturbæjar, dags. 23. janúar 2017, húsfélag Sólvallagata 80-84 ásamt viðhengi 2, dags. 23. janúar 2017, Björn S. Stefánsson, dags. 23. janúar 2017 og Elísabet Jökulsdóttir, dags. 23. janúar 2017, Björn S. Stefánsson, dags. 24. janúar 2017. Einnig er lagður fram tölvupóstur Elísabetar Jökulsdóttur, dags. 22. janúar 2017 og 6. febrúar 2017, þar sem óskað er eftir frekari framlengingu á athugasemdarfresti. Einnig er lögð fram hljóðskýrsla verkfræðistofunnar Eflu, dags. 8. mars 2017,  og uppdr. Plúsarkitekta, dags. 14. nóvember 2016, lagf. 23. maí 2017 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. maí 2017.

Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. maí 2017.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Halldór Halldórsson og Áslaug María Friðriksdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Halldór Halldórsson og Áslaug María Friðriksdóttir taka undir með umsagnaraðilum og íbúum að nauðsynlegt sé að fylgjast með og gæta umferðaröryggis barna á svæðinu. Gæta verði að því að ekki skapist aukin mengun svo ekki komi til þess að hægt sé að senda börn út í enn fleiri daga en nú er. Tekið er undir með íbúum um nauðsyn umferðartalningar og rýningu á umferð á svæðinu.

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna J. Guðmundsdóttir situr hjá við afgreiðsluna.

Vísað til borgarráðs.

9. Kringlan, hugmyndasamkeppni  (01.721) Mál nr. SN170316

Skipan dómnefndar vegna hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag fyrir skipulagssvæði sem afmarkast af Miklubraut, Kringlumýrarbraut, Listabraut og eystri hluta þeirrar götu sem liggur í "U" um svæðið út frá Listabraut og ber sama nafn og verslunarmiðstöðin Kringlan.

Samþykkt að skipa Hjálmar Sveinsson og Áslaugu Maríu Friðriksdóttur fulltrúa umhverfis- og skipulagsráðs í dómnefnd vegna hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Kringlureits.

(B) Byggingarmál

10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð   Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 926 frá 30. maí 2017.

(C) Fyrirspurnir

11. Thorvaldsensstræti 2,, (fsp) breyting á deiliskipulagi   Mál nr. SN170353

THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta, mótt. 19. apríl 2017, um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 2 að Thorvaldssenstræti sem felst í að fella út kröfu um að samkomusalur (Nasa) opnist að Vallarstræti og lækka sal í kjallara hæð, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf., dags. 6. mars 2017. Einnig er lagt fram Minnisblað verkfræðistofunnar EFLU, dags. 19. apríl 2017 og umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 8. maí 2017.

Umhverfis- og skipulagsráðs gerir ekki athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað.

(D) Ýmis mál

12. Umhverfis- og skipulagsráð, kosning varaformanns 2017   Mál nr. US170174

Lögð fram tillaga formanns umhverfis- og skipulagsráðs að fulltrúi Bjartrar framtíðar Karl Sigurðsson verði kosinn varaformaður  umhverfis- og skipulagsráðs.

Samþykkt.

13. Miklabraut við Rauðagerði, kæra 49 og 50/2017  (01.82) Mál nr. SN170424

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 22. maí 2017, ásamt kæru 49/2017 og kæru 50/2017, þar sem kærð er samþykkt framkvæmdaleyfis vegna lagningar strætóreinar á Miklubraut, lagning göngu- og hjólastígs o.fl. Í málinu er gerð krafa um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða.

Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 26. maí 2017.

14. Lækjargata 10 og 12, Vonarstræti 4-4b og Skólabrú 2, kæra 41/2017, umsögn  (01.141.2) Mál nr. SN170331

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 6. apríl 2017 ásamt kæru, þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi vegna Lækjargötu 10 og 12, Vonarstrætis 4-4b og Skólabrúar 2. Í kærunni er gerð krafa um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 26. maí 2017.

15. Haukdælabraut 10, breyting á deiliskipulagi  (05.114.5) Mál nr. SN170233

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 19. maí 2017 um samþykki borgarráðs 18. maí 2017 vegna breytinga á deiliskipulagi Rauðavatns vegna lóðarinnar nr. 10 við Haukdælabraut.

16. Vogabyggð svæði 1, nýtt deiliskipulag, Gelgjutangi   Mál nr. SN140215

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 19. maí 2017 um samþykki borgarráðs 18. maí 2017 vegna auglýsingar á deiliskipulagi  Vogabyggðar svæði 1 fyrir Gelgjutanga.

17. Fiskislóð 71-73, breyting á deiliskipulagi  (01.087.1) Mál nr. SN170119

Opus fasteignafélag ehf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík

Kjartan Rafnsson, Smiðjustígur 11b, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 19. maí 2017 um samþykki borgarráðs 18. maí 2017 vegna breytingar á deiliskipulagi  Vesturhafnar, Örfirisey, vegna lóðarinnar nr. 71-73 við Fiskislóð.

18. Smiðshöfði 19, breyting á deiliskipulagi  (04.061.4) Mál nr. SN160935

Billboard ehf., Lyngási 11, 210 Garðabær

Breiðás ehf, Brúnastöðum 73, 112 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 19. maí 2017 um samþykki borgarráðs 18. maí 2017 vegna synjunar á breytingu á deiliskipulagi  fyrir lóðina að Smiðshöfða 19.

19. Fossvogsvegur (Vigdísarlundur), deiliskipulag  (01.849) Mál nr. SN150641

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 19. maí 2017 um samþykki borgarráðs 18. maí 2017 vegna deiliskipulags á svæði í vestanverðum Fossvogi (Vigdísarlundur) sem afmarkast af Fossvogsvegi, Árlandi og göngustígum.

20. Hraunbær 103-105, breyting á deiliskipulagi  (04.331.1) Mál nr. SN170040

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 19. maí 2017 um samþykki borgaráðs dags. 18. maí 2017 á breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 103-105 við Hraunbæ.

Fundi slitið kl. 11.18

Hjálmar Sveinsson

Karl Sigurðsson Sverrir Bollason

Gísli Garðarsson Halldór Halldórsson

Áslaug María Friðriksdóttir Guðfinna J. Guðmundsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2017, þriðjudaginn 30. maí kl. 10.15 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 926. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Olga Hrund Sverrisdóttir, Erna Hrönn Geirsdóttir, Óskar Torfi Þorvaldsson, Jón Hafberg Björnsson og Sigríður Maack.

Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Bergþórugata 5  (01.190.226) 102429 Mál nr. BN052682

Vilborg Ámundadóttir, Fagraþing 4, 203 Kópavogur

Yngvi Sindrason, Fagraþing 4, 203 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu til vesturs og til austurs, byggja rishæð og innrétta fjórar íbúðir í einbýlishúsi á lóð nr. 5 við Bergþórugötu.

Stækkun:  209,1 ferm., 614,2 rúmm.

Stærð eftir stækkun, A-rými:  442 ferm., 1.332,2 rúmm.

B-rými:  110,6 ferm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Er til umsagnar hjá skipulagsfulltrúa.

2. Bíldshöfði 9  (04.062.001) 110629 Mál nr. BN052828

Opus fasteignafélag ehf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta verslun í rými 0105 í húsi á lóð nr. 9 við Bíldshöfða.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

3. Eskihlíð 16-16B  (01.704.101) 107079 Mál nr. BN052897

Daði Snær Pálsson, Eskihlíð 16a, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að opna á milli stofu og eldhús í íbúð 0402 í húsinu nr. 16A á lóð nr. 16 til 16B við Eskihlíð.

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 8. maí 2017 fylgir.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

4. Fákafen 11  (01.463.402) 105679 Mál nr. BN052776

ÞEJ fasteignir ehf, Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta kaffibar, bæta við snyrtingu og auka gestafjölda í veitingastað í flokki ll - teg. c í  húsi á lóð nr. 11 við Fákafen.

Gjald kr. 11.000 + 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

5. Fálkagata 20  (01.553.011) 106525 Mál nr. BN052422

Kristín E Kristleifsdóttir, Fálkagata 20, 107 Reykjavík

Gunnar Snæland, Fálkagata 20, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta skráningu vinnustofu í einbýlishús og innrétta íbúð í mhl. 03 á lóð nr. 20 við Fálkagötu.

Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. júní 2016.

Gjald kr. 11.000+11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsing vegna lóðar sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

6. Fiskislóð 16  (01.115.004) 177042 Mál nr. BN052891

Línberg ehf., Tjarnargötu 28, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á rými þar sem gert er ráð fyrir starfsemi  tengdri ferðaþjónustu, breytingarnar eru að gluggi á norðvestur horni er stækkaður og léttir innveggir rifnir niður í húsi á lóð nr. 16 við Fiskislóð.

Gjald kr. kr. 11.000

Frestað.

Umsækjandi hafi samband við yfirverkfræðing hjá embætti byggingarfulltrúa vegna skoðunar á húsnæði.

7. Fiskislóð 27  (01.089.203) 209691 Mál nr. BN052945

S.K.Ó. ehf., Lindarbraut 9, 170 Seltjarnarnes

Sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða skrifstofuhús úr forsmíðuðum einingum, klætt sementsbundnum plötum á staðsteyptum sökkli á lóð nr. 27 við Fiskislóð.

Erindi fylgja greinargerð um brunavarnir og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 22. maí 2017.

Stærð:  2.545,7 ferm., 9.510,7 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

8. Fjölnisvegur 9  (01.196.507) 102663 Mál nr. BN052946

Jónas Hagan Guðmundsson, Fjölnisvegur 9, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu við bílskúr að lóðarmörkum til austurs ásamt skyggni með þaksvölum framan við bílskúr að lóðarmörkum til vesturs og skyggni á 2. hæð á suðvestur gafli í húsi á lóð nr. 9 við Fjölnisveg.

Stækkun:

A-rými x ferm., x rúmm.

B-rými x ferm., x rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

9. Frakkastígur 8  (01.172.109) 101446 Mál nr. BN052781

Blómaþing ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN047643, í 1. áfanga er um að ræða breytingar á innra skipulagi s.s. fyrirkomulag við lyftu við Hverfisgötu, útidyr færast að útvegg, geymslur, sorp-, hjóla- og vagnageymsla færast til, innrétta íbúð í rými 0204 og í 2. áfanga er innréttað lagnarými í stað jarðvegsfyllingar, fyrirkomulagi baðherbergja hefur verið breytt, gluggar stigahúss verða opnanlegir og þakform lyftustokks breytist í 1. og 2. áfanga fjölbýlishúsa á Frakkastígsreit á lóð nr. 8 við Frakkastíg.

Erindi fylgir greinargerð hönnuðar dags. 25. apríl 2017.

Stærðarreyting:  30,7 ferm., -382,6 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10. Framnesvegur 44  (01.133.416) 100294 Mál nr. BN052930

Pétur Magnússon, Bergstaðastræti 28a, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja fimm kvisti, svalir  á norðvesturhlið rishæðar og fá samþykkta áður gerða íbúð í risi húss á lóð nr. 44 við Framnesveg.

Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28. apríl 2017.

Stækkun: xx rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

11. Friggjarbrunnur 34-40  (05.053.305) 205960 Mál nr. BN052852

Rakel Björk Gunnarsdóttir, Friggjarbrunnur 40, 113 Reykjavík

Sótt er um áður gerðar breytingar á erindi BN036159 vegna lokaúttektar sem felast í því að gluggapóstum í gluggum á norðurhlið og glugga á bakhlið nr. 40 hefur verið breytt í raðhúsi á lóð nr. 34-40 við Friggjarbrunn.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

12. Friggjarbrunnur 42-44  (05.053.201) 205962 Mál nr. BN052933

Bygg Ben ehf., Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048498, um er að ræða breytingar á innra skipulagi íbúða í fjölbýlishúsi á lóð nr. 42-44 við Friggjarbrunn.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

13. Garðastræti 37  (01.161.109) 101204 Mál nr. BN052383

GAMMA Capital Management hf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka þakhæð til suðurs, endurnýja þök og gera þaksvalir, byggja steyptan garðskála með kjallara austast í lóðinni og endurgera og stalla garð við hús á lóð nr. 37 við Garðastræti.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. apríl 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. apríl 2017.

Stækkun eldra húss:  xx ferm., xx rúmm.

Garðskáli:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

14. Grandagarður 20  (01.112.501) 100033 Mál nr. BN052904

HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN050400 þannig að komið er fyrir nýjum útihurðafronti svo að B-rými verður A-rými, svalir á norðausturgafli verða ekki settar upp, gluggum breytt og fjölgun bílastæða á lóð nr. 20 við Grandagarð

Stækkun A rýmis er: XX ferm., og ´XX rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Grandagarður 20  (01.112.501) 100033 Mál nr. BN052903

HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja upp loftræstirými  ofan á inntaks-, salernis og gasgeymslu sem er á suðurhlið mhl. 06 og leiðir loftstokk upp úr þaki á húss á lóð nr. 20 við Grandagarð.

Stækkun vegna millilofts er 28,2 ferm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16. Grensásvegur 13  (01.465.001) 105680 Mál nr. BN052909

PFAFF hf., Grensásvegi 13, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta íbúð á 2. hæð í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 13 við Grensásveg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

17. Grettisgata 16  (01.182.110) 101826 Mál nr. BN052498

Gunnhildur Ólafsdóttir, Þórsgata 5, 101 Reykjavík

Daði Ingólfsson, Þórsgata 5, 101 Reykjavík

Óttar Snædal Þorsteinsson, Grettisgata 16, 101 Reykjavík

Sótt er um breytingu á áður samþykktu erindi BN047840 sem felst í að hætt er við að byggja útigeymslu á þaksvölum vinnustofu í risi og þess í stað sótt um að breyta vinnustofu í íbúð sem yrði séreign í húsi á lóð nr. 16 við Grettisgötu.

Stærðir: Minnkun 3,7 ferm., 6,0 rúmm.

Minnisblað brunahönnuðar dags. 10.04.2017 fylgir erindi ásamt bréfi hönnuðar dags. 10.04.2017.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. maí 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. maí 2017.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

18. Gylfaflöt 22  (02.576.304) 179494 Mál nr. BN052742

Húsafl sf., Nethyl 2 (hús 3), 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka og fjölga millipöllum, færa stiga og breyta innra skipulagi í atvinnuhúsi á lóð nr. 22 við Gylfaflöt.

Stækkun:  106,4 ferm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Háaleitisbraut 68  (01.727.301) 107329 Mál nr. BN052806

Faxar ehf., Síðumúla 20, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir lyftu á milli 1. og 2. hæðar og innrétta læknastofur á 2. hæð í húsi á lóð nr. 68 við Háaleitisbraut.

Bréf arkitekts dags. 02.05.2017 fylgir erindi ásamt umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 02.05.2017 og brunahönnuðar dags. 01.05.2017.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Holtavegur 8-10  (01.408.101) 104960 Mál nr. BN052892

Reitir II ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta notkun verslunarrýmis og innrétta aðstöðu fyrir golfklúbb með golfhermum og svæðum til golfæfinga ásamt því að innrétta veitingastað í flokki ll - tegund ? í húsi á lóð nr. 8-10 við Holtaveg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Hringbraut 50  (01.162.401) 101314 Mál nr. BN052939

Grund, Hringbraut 50, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048551 þannig að lyfta er stækkuð, hurðagat fært til, eldunaraðstaða í herbergjum felld niður og í staðinn komið fyrir sameiginlegu eldhúsi og borðstofu í Litlu Grund á lóð nr. 50 við Hringbraut.

Bréf hönnuðar dags.  23. maí 2017 fylgir.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Hverfisgata 78  (01.173.011) 101501 Mál nr. BN052931

RR hótel ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík

Sótt er um breytingu á erindi BN051285 sem felst í því að gerður er undirgangur á jarðhæð sem þjónar sem aðkoma slökkviliðs að nýbyggingu á baklóð og þar komið fyrir sorpgeymslu í húsi á lóð nr. 78 við Hverfisgötu.

Stærðarbreyting:

A-rými - 32,9 ferm., - 110,0 rúmm.

B-rými + 32,9 ferm., - 110,0 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Hverfisgata 78  (01.173.011) 101501 Mál nr. BN051156

RR hótel ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjögurra hæða hús og innrétta gististað í flokki III, teg. e, með tíu gistieiningum fyrir 46 gesti bak við hús á lóð nr. 78 við Hverfisgötu.

Stærð A-rými:  593,1 ferm., 1.792,3 rúmm.

B-rými:  39,5 ferm.

Stækkun:  326,95 ferm.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Hverfisgata 86A  (01.174.002) 224237 Mál nr. BN052494

Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að flytja hús sem nú stendur við Laugaveg 73, endurbyggja það á nýjum kjallara og hæð, og innrétta skrifstofur í kjallara og á 1. hæð og íbúð á 2. hæð og risi á lóð nr. 86 við Hverfisgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. apríl 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. apríl 2017.

Stærð:  A-rými 281,6 ferm., 841,3 rúmm.

B-rými: 7,4 ferm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Kistumelur 22  (34.533.101) 206630 Mál nr. BN052610

Íslenska gámafélagið ehf., Gufunesi, 112 Reykjavík

Sótt er um breytingar á  áður samþykktu erindi BN035873 vegna lokaúttektar sem felst í breytingum á innra skipulagi og flóttaleiðum í húsi á lóð nr. 22 við Kistumel.

Gjald kr. 11.000

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

26. Laufásvegur 22  (01.183.408) 101968 Mál nr. BN052840

Benedikt Erlingsson, Reykjabyggð 40, 270 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi til að skipta í tvær eignir þannig að mhl. 03 verður vinnustofa með áður gerðri íbúð á neðri hæð og mhl. 01 verður áfram einbýlishús, einnig er sótt um að deila lóðinni upp í tvo sérafnotareiti og stækka svalir á mhl. 01 til vesturs  á húsi á lóð nr. 22 við Laufásveg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

27. Laugavegur 114  (01.240.101) 102979 Mál nr. BN052731

Ríkiseignir, Borgartúni 7a, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja hringstiga innanhúss á milli 4. og 5. hæðar sem á að vera flóttaleið af 5. hæð og loka þaksvölum þannig að það myndast þakrými á 5. hæð  í húsinu á lóð nr. 114 við Laugaveg.

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 15. maí 2017

Stækkun rúmmetra:  375,0 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Lagfæra skráningu.

28. Laugavegur 163  (01.222.211) 102873 Mál nr. BN052865

Massimo Catalano, Álfheimar 23, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta matvöruverslun í rými 02-0102 í húsi á lóð nr. 163 við Laugaveg.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

29. Laugavegur 86-94  (01.174.303) 101639 Mál nr. BN052941

Sjöstjarnan ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki I tegund C fyrir 15 gesti  í rými 0101 í mhl. 01 á lóð nr. 86-94 við Laugaveg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

30. Lautarvegur 16  (01.794.103) 213561 Mál nr. BN052450

Lautarvegur ehf., Starhaga 6, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050490, m.a. að útbúa útigeymslu á 3. hæð, breyta aðgengi að baðherbergi á sömu hæð, koma fyrir hurðum á norðurgafl bílskúra, breyta sorpgerði og þakkanti á norðurhlið og koma fyrir gustlokun á 3. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 16 við Lautarveg.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

31. Lækjargata 5  (01.180.001) 101665 Mál nr. BN052835

Ríkiseignir, Borgartúni 7a, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN047781 sem felst í því að stétt við nýjar útitröppur og rými við hringstiga á efri hæð hefur verið breytt í Íþöku á lóð nr. 5 við Lækjargötu.

Umsögn Minjastofnunar dags. 13.07.2016 fylgir erindi ásamt bréfi hönnuðar dags. 09.05.2017.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

32. Naustabryggja 31  (04.023.303) 186176 Mál nr. BN052938

Arcus ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048397, um er að ræða breytingu á lögun sérnotaflatar 0101 og að sérnotafletir verða hellulagðir við fjölbýlishús, mhl. 05 á lóð nr. 31-33 við Naustabryggju.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

33. Naustabryggja 31  (04.023.303) 186176 Mál nr. BN052936

Arcus ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048675, um er að ræða breytingu á hurðum þvottaherbergja í íbúðum 0106, 0206 og 0306 í Tangabryggju 10, sem er mhl. 03 á lóð nr. 31-33 við Naustabryggju.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

34. Naustabryggja 31  (04.023.303) 186176 Mál nr. BN052935

Arcus ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN049138, um er að ræða breytingu á hurðum þvottaherbergja og brunamerkingu í íbúð 0407 í Tangabryggju 6-8, sem er mhl. 02 á lóð nr. 31-33 við Naustabryggju.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

35. Naustabryggja 31  (04.023.303) 186176 Mál nr. BN052937

Arcus ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048398, um er að ræða breytingu á hurðum í íbúð 0403 og breytingu á skráningu íbúðar 0104 í Tangabryggju 12 sem er mhl. 04 á lóð nr. 31-33 við Naustabryggju.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

36. Óðinsgata 15  (01.184.519) 102124 Mál nr. BN052426

Ólöf Sigurðardóttir, Óðinsgata 15, 101 Reykjavík

Stígur Snæsson, Óðinsgata 15, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta geymslum í vinnurými og innrétta baðherbergi í þeim í húsi á lóð nr. 15 við Óðinsgötu.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

37. Pósthússtræti 13  (01.140.512) 100872 Mál nr. BN052848

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Sótt er um breytingu á erindi BN051579 sem felst í því að eitt baðherbergi af tveimur er fellt niður og sjónvarpshol stækkað í íbúð 0204 í húsi á lóð nr. 13-15 við Pósthússtræti.

Samþykki meðeigenda dags. 02.05.2017 fylgir erindi ásamt bréfi arkitekts dags. 12.05.2017.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

38. Saltvík  (00.064.000) 125744 Mál nr. BN052803

Stjörnuegg hf., Vallá, 116 Reykjavík

Sótt er um breytingu á erindi BN043122 vegna lokaúttektar sem felst í því að bætt er við millivegg og stiga er breytt og hætt er við tvo glugga á útvegg í mhl. 20 í Saltvík á Kjalarnesi.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

39. Saltvík 3  (33.521.401) 191176 Mál nr. BN052810

Stjörnuegg hf., Vallá, 116 Reykjavík

Stjörnugrís hf., Vallá, 116 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja einnar hæðar hænsnahús úr forsteyptum einingum á reit A á lóð nr. 3 við Saltvík á Kjalarnesi.

Stærðir: A-rými 696,9 ferm., 3.126,9 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

40. Sifjarbrunnur 1  (05.055.101) 206123 Mál nr. BN052951

Kristinn Karl Garðarsson, Sifjarbrunnur 1, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir breytingum á erindi BN035543, sem eru að baðherbergi stækkar og hurðum hliðrað í húsinu á lóð nr. 1 við Sifjarbrunn.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

41. Skeifan 7  (01.460.201) 105659 Mál nr. BN052911

Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051800 þannig að stiga í flóttaleið er breytt í húsinu á lóð nr. 7 við Skeifuna.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

42. Sogavegur 69  (01.810.901) 107822 Mál nr. BN052270

Bergur Konráðsson ehf, Sogavegi 69, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að sameina í eina eign, byggja við anddyri á suðurhlið, byggja yfir glerhluta húss og breyta gluggum á húsi á lóð nr. 69 við Sogaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. febrúar 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. febrúar 2017.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. maí 2017 fylgir erindinu.

Erindi var grenndarkynnt frá 7. apríl til og með 5. maí 2017 fyrir hagsmunaaðilum að Sogavegi 71, 72, 74, Búðagerði 1, 3, 5, 7, 9 og Grundargerði 35. Engar athugasemdir bárust.

Stækkun: 35,5 ferm. 66,4 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

43. Spöngin 15  (02.375.201) 177193 Mál nr. BN052804

Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum innanhúss sem felast í því að breyta eldhúsi og innrétta veitingahús í flokki II - tegund c fyrir 45 gesti í húsi á lóð nr. 15 við Spöngina.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Umsækjandi hafi samband við yfirverkfræðing hjá embætti byggingarfulltrúa vegna húsaskoðunar.

44. Suðurgata 29  (01.142.203) 100929 Mál nr. BN052349

Stay ehf., Einholti 2, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051178, svalir eru færðar á suðausturhorn og gerðar dyr úr stofu einbýlishúss á lóð nr. 29 við Suðurgötu.

Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 31. janúar 2017 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. mars 2017.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. maí 2017 fylgir erindinu.

Erindi var grenndarkynnt frá 24. apríl til með 22. maí 2017 fyrir hagsmunaaðilum að Suðurgötu 31, Tjarnargötu 32, 34 og 36. Engar athugasemdir bárust.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

45. Suðurlandsbraut 6  (01.262.102) 103516 Mál nr. BN052928

Investo ehf., Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á  4. hæð í mhl. 03 vegna gerðar eignaskiptasamnings á lóð nr. 6 við Suðurlandsbraut.

Bréf hönnuðar dags. 23. maí 2017 fylgir erindinu.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.

46. Tangabryggja 2-4  (04.023.401) 216248 Mál nr. BN052895

Arcus ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um breytingar á erindi BN049759 sem felast í breytingu á stærð lóðar ásamt breytingu á burðarvirki þar sem steyptar súlur koma í stað hornglugga auk minni breytinga innanhúss í húsi á lóð nr. 2-4 við Tangabryggju.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

47. Varmahlíð 1  (01.762.501) 107476 Mál nr. BN052470

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í eldhúsi og kaffisölu 4. hæðar, eldhúsi og veitingasal 5. hæðar ásamt því að bar er fjarlægður og útbúinn útsýnispallur á 6. hæð veitingahúss á lóð nr. 1 við Varmahlíð.

Erindi fylgir brunahönnun dags. í maí 2017.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

48. Vitastígur 7  (01.174.031) 101578 Mál nr. BN052495

Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu á baklóð og breyta innra skipulagi í þríbýlishúsi á lóð nr. 7 við Vitastíg.

Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 14. mars 2017 og minnisblað um brunavarnir frá Lotu dags. 17. mars 2017.

Stækkun: 90,3 ferm., 254,6 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.Lagfæra skráningu.

49. Ystasel 37  (04.930.306) 112828 Mál nr. BN052412

Hallsteinn Sigurðsson, Ystasel 37, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir léttbyggðri viðbyggingu við austurhluta vinnustofunnar mhl 01 á lóð nr. 37 við Ystasel.

Endurnýjun á áður samþykktu erindi BN032223 frá 2005.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. maí 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. maí 2017.

Stækkun: 42,1 ferm. 252,4 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.

50. Þjóðhildarstígur 2-6  (04.112.201) 188027 Mál nr. BN052926

Gullhamrar veitingahús ehf, Þjóðhildarstíg 2-6, 113 Reykjavík

Sótt er að nýju um leyfi til að byggja létta viðbyggingu fyrir geymslu ofan á þak bílgeymslu auk skyggnis framan við bílastæði við veitinga-, skemmti- og verslunarhúsið á lóð nr. 2-6- við Þjóðhildarstíg.

Stærðir:

A-rými 120,0 ferm., 389,0 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.

51. Þórðarhöfði 4  (04.053.101) 210891 Mál nr. BN052956

Byko ehf., Skemmuvegi 2a, 200 Kópavogur

Sótt er um stöðuleyfi fyrir fimm gáma sem notaðir verða sem afgreiðsla, starfsmannarými og snyrtingar á leigumarkaði BYKO sem starfræktur verður á lóð nr. 4 við Þórðarhöfða.

Erindi fylgir samþykki lóðarhafa dags. 24. maí 2017 og fsp. BN052881.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Ýmis mál

52. Hverfisgata 115A   Mál nr. BN052957

Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans vegna stofnunar nýrrar lóðar með staðgreinanúmerið 1.222.002, sjá meðfylgjandi lóðaruppdrátt, dagsettan 26.5.2017. Einnig er óskað eftir lóðarnúmeri og landnúmeri fyrir lóðina. Lóðin með staðgr. 1.222.002 er 14 m2.

Sjá deiliskipulag sem var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 17. 05.2017 og auglýst í B-deild Stjórnatíðinda þann 19.05.2017.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

Fundi slitið kl. 12.10

Erna Hrönn Geirsdóttir

Nikulás Úlfar Másson Sigríður Maack

Sigrún Reynisdóttir Jón Hafberg Björnsson

Óskar Torfi Þorvaldsson Olga Hrund Sverrisdóttir