Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- og samgönguráð
Ár 2010, þriðjudaginn 7. október kl. 13.30 var haldinn 59. fundur umhverfis- og samgönguráðs í Hofi að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Karl Sigurðsson, Hjördís S. Ingimundardóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Pawel Bartoszek og Claudia Overesch. Enn fremur sátu fundinn Árný Sigurðardóttir, Rósa Magnúsdóttir, Gunnar Herseinn, Óskar Í. Sigurðsson, Ellý K. Guðmundsdóttir og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.
Tekin voru fyrir málefni heilbrigðisnefndar.
Þetta gerðist:
1. Niðurstöður eftirlits 2010, skólalóðir, leikskólalóðir og opin leiksvæði.
Rósa Magnúsdóttir, deildarstjóri, ásamt Magneu Karlsdóttur, Bergrúnu Gunnarsdóttur, og Gunnari Kristinssyni, heilbrigðisfulltrúum, kynntu niðurstöður eftirlits ofangreindra lóða á árinu 2009 og 2010.
- Hjálmar Sveinsson kom á fundinn kl. 10.50
2. Ís úr vél
Berglind Guðmundsdóttir, heilbrigðisfulltrúi, kynnti niðurstöður eftirlits með ís úr vél á árinu 2010.
3. Loftgæði í Reykjavík.
Anna Rósa Böðvarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi, kynnti niðurstöður vöktunar á loftgæðum í Reykjavík árið 2009 og það sem af er ári 2010.
- Pawel Bartoszek vék af fundi kl. 11.43.
- Árni Helgason kom á fundinn kl. 11.45.
4. Starfsleyfistillögur fyrir gosverksmiðjur.
Lögð fram drög að starfsleyfisskilyrðum fyrir gosdrykkjaverksmiðjur.
Frestað.
5. Merkingar erfðabreyttra matvæla – drög að reglugerð.
Lögð fram umsögn heilbrigðiseftirlitsins dags. 1. október 2010. Ráðið gerði ekki athugsemdir við umsögnina.
6. Áminning skv. 26. gr. laga nr. 7/1998 . Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur.
Lögð fram til kynningar bréf heilbrigðiseftirlitsins dags. 24. ágúst og 20. september 2010.
- Karl Sigurðsson vék af fundi kl. 12.20 og tók Kristín Soffía Jónsdóttir við fundarstjórn.
7. Framkvæmdastjórn um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu.
Lagðar fram til kynningar fundargerðir nr. 86 og 87.
8. Deiliskipulag Heiðmerkur.
Lagt fram til kynningar bréf bæjarskipulags Kópavogs dags. 21. september 2010.
9. Hundasamþykkt – starfshópur um endurskoðun.
Óskað var eftir tilnefningum tveggja fulltrúa frá meirihluta ráðsins og eins fulltrúa minnihluta í starfshóp, sem falið er að endurskoða hundasamþykkt fyrir Reykjavík.
10. Samþykkt hundaleyfi.
Lagður fram listi um samþykkt hundaleyfi dags. 7. október 2010.
11. Samþykkt starfsleyfi og tóbakssöluleyfi.
Lagðir fram listar um veitt starfsleyfi, umsagnir til lögreglustjóra um rekstrarleyfi og útgefin tóbakssöluleyfi dags. 6. október 2010.
Fundi slitið kl. 12.50
Kristín Soffía Jónsdóttir
Hjördís S. Ingimundardóttir Kristín Soffía Jónsdóttir
Hildur Sverrisdóttir Claudia Overesch.
Árni Helgason Hjálmar Sveinsson