Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2017, miðvikudaginn 24. maí kl. 9.07, var haldinn 192. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Kerhólum.Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Karl Sigurðsson, Gísli Garðarsson, Sverrir Bollason, Áslaug María Friðriksdóttir, Herdís Anna Þorvaldsdóttir og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson ,Björn Axelsson, Þorsteinn Hermannsson, Gunnar Már Jakobsson, Gunnar Hersveinn Sigursteinsson og Marta Grettisdóttir.

Fundarritari er Erna Hrönn Geirsdóttir.

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð   Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags. 12. maí 2017.

2. Aðalskipulag Reykjavíkur, breyting vegna Borgarlínu, verklýsing, tillaga   Mál nr. SN170149

Lagt fram að nýju bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 14. febrúar 2017 ásamt sameiginlegri verklýsingu fyrir breytingar á aðalskipulagsáætlunum Garðabæjar 2004-2016, Hafnarfjarðar 2013-2025, Kópavogsbæjar 2012-2024, Mosfellsbæjar 2011-2030, Reykjavíkurborgar 2010-2030 og Seltjarnarnesbæjar 2006-2024, dags. febrúar 2017. Breytingin felst í innleiðingu Borgarlínu, nýju hágæðakerfi almenningssamgangna, í aðalskipulag sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar, dags. 24. mars 2017, umsögn Landsamtaka hjólreiðamanna, dags. 25. apríl 2017, umsögn skipulagsráðs Kópavogs, dags. 2. mars 2017, umsögn Samgöngustofu, dags. 30. mars 2017 og bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 9. maí 2017 ásamt framvinduskýrslu COWI - valkostagreining Borgarlínu, dags. í maí 2017.

Lögð fram vinnslutillaga, ásamt umhverfismati, dags. maí 2017.

fyrir breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, dags. 15. maí 2017 sem fjallar um afmörkun samgöngu- og þróunaráss fyrir Borgarlínu.

Samþykkt að kynna drög að tillögu ásamt fylgigögnum, sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Drögin verði send á eftirfarandi umsagnaraðila: Öll hverfisráð Reykjavíkur, Umhverfisstofnun, Minjastofnun Íslands, Vegagerðina, Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins, Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Samgöngustofu, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, Ferðamálastofu, Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, aðliggjandi sveitarfélög, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins Áslaug María Friðriksdóttir og Herdís Anna Þorvaldsdóttir samþykkja að kynna vinnslutillögu um borgarlínu. Verkefnið er á byrjunarstigi og byrjunarskrefin snúast fyrst og fremst um það að sveitarfélögin geri breytingar á sínu deiliskipulagi og taki frá sérrými fyrir almenningssamgöngur. Ekki liggur fyrir hvers kyns farartæki keyrir svo í því sérrými enda ekki vitað á þessu stigi, margt bendir þó til að þar verði ekki um lest á teinum að ræða heldur strætisvagna. Þróun borgarlínu er langtímaverkefni og svar við þeirri fjölgun fólks sem áætluð er næstu 25 árin, sem er 70 þúsund manns. Fjölgunin er þvílík að útséð er með að gatnakerfið anni þeirri umferð ef ferðavenjur fólks verða óbreyttar. Á þessu stigi liggur ekkert fyrir um kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga, né kostnaðarskiptingu milli sveitarfélaga enda þarf betri upplýsingar til að meta kostnaðinn. Þá er ljóst að önnur tækni gæti þróast hratt á fyrirhuguðum vinnslutíma verkefnisins sem fylgjast þarf grannt með. Þá vilja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka það sérstaklega fram að þróun borgarlínu má ekki leiða til þess að nauðsynlegar umbætur á vegakerfinu verði settar í frekari bið því í framtíðinni mun bílum ekki endilega fækka heldur verða þeir í meira mæli vistvænni.

Sverrir Bollason víkur af fundi undir þessum lið.

Hrafnkell Proppé svæðisskipulagsstjóri og fulltrúi VSÓ Andrea Kristinsdóttir skipulagsfræðingur  og Haraldur Sigurðsson deildarstjóri aðalskipulags taka sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Bykoreitur, reitur 1.138, breyting á deiliskipulagi  (01.138) Mál nr. SN160451

Páll Hjalti Hjaltason, Gnitanes 10, 101 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Plúsarkitekta ehf., dags. 3. júní 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi Bykoreits, reitur 1.138. Helstu breytingar eru að skilgreina fjölda íbúða samkvæmt AR 2010-30, skilgreina landnotkun í samræmi við stefnu í AR 2010-30 um aðalgötur ásamt hækkun á hæðarkvóta, skv. uppdr. Plúsarkitekta ehf., dags. 14. nóvember 2016. Tillagan var auglýst frá 7. desember 2016 til og með 6. febrúar 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Skólaráð Vesturbæjarskóla, dags. 20. janúar 2017, Heiða Kristín Helgadóttir fulltrúi foreldra, dags. 20. janúar 2017, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, dags. 23. janúar 2017, Ingi Elvar Árnason, dags. 23. janúar 2017, Kristinn Baldursson, dags. 23. janúar 2017, Alina Dubik og Zbigniew Dubik, dags. 23. janúar 2017, íbúasamtök Vesturbæjar, dags. 23. janúar 2017, húsfélag Sólvallagata 80-84 ásamt viðhengi 2, dags. 23. janúar 2017, Björn S. Stefánsson, dags. 23. janúar 2017 og Elísabet Jökulsdóttir, dags. 23. janúar 2017, Björn S. Stefánsson, dags. 24. janúar 2017. Einnig er lagður fram tölvupóstur Elísabetar Jökulsdóttur, dags. 22. janúar 2017 og 6. febrúar 2017, þar sem óskað er eftir frekari framlengingu á athugasemdarfresti. Einnig er lögð fram hljóðskýrsla verkfræðistofunnar Eflu, dags. 8. mars 2017, og uppdr. Plúsarkitekta, dags. 14. nóvember 2016, lagf. 23. maí 2017.

Frestað.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

4. Hólavað 63-71, breyting á deiliskipulagi  (04.741.6) Mál nr. SN170074

Kristinn Ragnarsson, Skaftahlíð 27, 105 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Kjartans Hrafns Kjartanssonar dags. 31. janúar 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna raðhúss á lóð nr. 63-71 við Hólavað. Í breytingunni felst breyting á byggingarmagni/nýtingarhlutfalli, m.a. að bæta við kvist og hækka hús, samkv. uppdrætti KRark., dags. 8. febrúar 2017. Tillagan var auglýst frá 1. mats til og með 24 apríl 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Guðni Þór Sigurjónsson, dags. 20. apríl 2017 og 8 íbúar að Hólavaði 45-61, mótt. 23. apríl 2017. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. maí 2017.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 11. maí 2017.

Vísað til borgarráðs.

Sverrir Bollason situr hjá við afgreiðslu málsins.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

5. Vesturgata 30, breyting á deiliskipulagi  (01.131.2) Mál nr. SN170058

Hafnarstræti 1 ehf, Vesturgötu 32, 101 Reykjavík

GRÍMA ARKITEKTAR ehf., Hlíðarási 4, 221 Hafnarfjörður

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Grímu arkitekta ehf., mótt. 24. janúar 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits vegna lóðarinnar nr. 30 við Vesturgötu. Í breytingunni felst hækkun á nýtingarhlutfalli og gera nýja byggingarreiti, fjölgun íbúða úr 3 í 8, niðurrif á viðbyggingu við íbúðarhús og niðurfelling á heimild um hækkun þess, verndun pakkhúss og verndun tveggja trjáa á lóðinni, samkvæmt uppdr. Grímu arkitekta ehf., dags. 24. janúar 2017. Tillagan var auglýst frá 13. mars til og með 24. apríl 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Viðar Sigurjónsson og Ólöf Jónsdóttir, dags. 24. apríl 2017, Páll Kristjánsson, dags. 24. apríl 2017, Sigrún Toby Herman og Gunnar Þórðarson, dags. 24. apríl 2017, Stefán Ásgrímsson og Sif Knudsen, dags. 24. apríl 2017 , Haraldur Anton og Valgerður Stella, dags. 25. apríl 2017 og Haukur Ingi Jónsson og Hafdís Þorleifsdóttir dags. 25. apríl 2017.  Einnig er lögð fram umsögn  skipulagsfulltrúa, dags. 22. maí 2017.

Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. maí 2017.

Vísað til borgarráðs.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

6. Norðurbrún 2, breyting á deiliskipulagi  (01.352.5) Mál nr. SN170055

THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

Lögð fram umsókn THG arkitekta ehf., mótt. 24. janúar 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 2 við Norðurbrún. Í breytingunni felst að hækka húsið um tvær inndregnar hæðir og breyta notkun hússins úr verslunarhúsnæði í atvinnuhúsnæði með íbúðum, allt að 30-90 m2 að stærð, samkvæmt uppdr. THG arkitekta ehf., dags. 16. maí 2017, fjöldi íbúða yrði samtals 8 íbúðir. Einnig er lagt fram skuggavarp dags.. 16. maí 2017. 

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

7. Öskjuhlíð, Perlan, breyting á deiliskipulagi  (01.762.5) Mál nr. SN170102

Landmótun sf., Hamraborg 12, 200 Kópavogur

Lögð fram umsókn Landmótunar f.h. lóðarhafa mótt. 7. febrúar 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Öskjuhlíðar vegna lóðar Perlunnar nr. 1 við Varmahlíð. Í breytingunni felst að gera byggingarreit fyrir nýtt mannvirki norðan við Perluna sem er að mestu neðanjarðar og tengist núverandi byggingu, breyta staðsetningu á nýjum heitaveitutanki o.fl., samkvæmt deiliskipulagsuppdr. Landmótunar sf., dags. 11. maí 2017. Einnig er lagður fram skýringaruppdr. Landmótunar sf., dags. 11. maí 2017, og greinargerð Landmótunar sf., dags. 11. maí 2017.

Kynnt.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri og fulltrúi Veitna Guðmundur Óli Gunnarsson tæknistjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

8. Brautarholt 26 og 28, breyting á deiliskipulagi  (01.250.1) Mál nr. SN170261

T.ark Arkitektar ehf., Brautarholti 6, 105 Reykjavík

Karl Mikli ehf., Litlakrika 42, 270 Mosfellsbær

Lögð fram umsókn Karls Mikla ehf., mótt. 21. mars 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Skipholtsreits vegna lóðanna nr. 26 og 28 við Brautarholt. Í breytingunni felst að bætt er við takmörkuðum byggingarreit við norðurhliðar Brautarholts 26 og 28 og við austurhlið Brautarholts 26 fyrir svalir og leyfilegt verður að koma fyrir þaksvölum á 2. hæð Brautarholts 28 með tengingu við bæði húsin. Fyrirhugað er að breyta efri hæðum hússins í íbúðir að hámarki 30 eða gistirými/hótel. Á jarðhæðum er að finna verslunar-, þjónustu- og geymslurými, samkvæmt uppdr. T.ark Arkitekta ehf., dags. 16. mars 2017. Einnig er lagt fram bréf T.ark Arkitekta ehf., dags. 21. mars 2017.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

9. Kárastígur 3, breyting á deiliskipulagi  (01.182.3) Mál nr. SN170187

Vestinvest ehf, Bíldshöfða 14, 110 Reykjavík

Olga Guðrún B Sigfúsdóttir, Úthlíð 9, 105 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Olgu Guðrúnar Sigfúsdóttur, mótt. 1. mars 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.182.3, Kárastígsreits austur, vegna lóðarinnar nr. 3 við Kárastíg. Í breytingunni felst niðurrif viðbyggingar og heimild til að byggja nýtt hús í staðinn með sömu skilmálum og eru í gildi, samkvæmt uppdr. ARKHD dags. 2.mars 2017. Einnig er lagt fram bréf Olgu Guðrúnar Sigfúsdóttur, dags. 1. mars 2017. Tillagan var auglýst frá 24. mars til og með 5. maí 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Arnheiður Bjarnadóttir og Júlíus Stígur Stephensen, dags. 4. maí 2017. Einnig er lögð fram umsögn  skipulagsfulltrúa 15. maí 2017. 

Samþykkt með þeim leiðbeiningum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. maí 2017.

Vísað til borgarráðs.

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(B) Byggingarmál

10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð   Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 925 frá 23.  maí 2017.

11. Drápuhlíð 38, Bílskúr - stigi niður í garð o.fl.  (01.713.007) Mál nr. BN052183

Freyr Halldórsson, Drápuhlíð 38, 105 Reykjavík

Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. janúar 2017 þar sem sótt er um leyfi til að byggja staðsteyptan bílskúr á vesturhlið húss, saga niður úr glugga á vesturhlið íbúðar 0101, koma fyrir hurð og stálbrú út á bílskúr og tröppur frá bílskúrsþaki niður á lóð fjölbýlishúss nr. 38 við Drápuhlíð. Tillagan var grenndarkynnt frá 14. febrúar til og með 28. apríl 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ásgerður Fríða Vigfúsdóttir og Fjölnir Ernis Sigvaldason, dags. 10. mars 2017 og Brynhildur Sch. Thorsteinsson, dags. 11. mars 2017. Einig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. maí 2017.

Samþykki meðlóðarhafa  fylgir erindinu. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa SN160442 dags. 10. júní 2016. Stærð bílskúr:  28,0 ferm., 88,2 rúmm. Gjald kr. 10.100

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. maí 2017 samþykkt.

Vísað til fullnaðarfgreiðslu byggingarfulltrúa.

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(C) Fyrirspurnir

12. Eddufell 2-8, (fsp) uppbygging  (04.683.0) Mál nr. SN170338

Óshæð ehf., Bergsmára 13, 201 Kópavogur

GP-arkitekt ehf., Litlubæjarvör 4, 225 Álftanes

Kynnt fyrirspurn GP-arkitekta ehf., mótt. 7. apríl 2017, varðandi byggingu 15 hæða turn á lóð nr. 2-6 við Eddufell með 50 íbúðum á 14 hæðum og þjónustu á 1. hæð. Einnig er lögð fram tillaga að uppbyggingu, ódags.

Kynnt.

Guðni Pálsson arkitekt og Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

(E) Umhverfis- og samgöngumál

14. Sorpa bs., fundargerð   Mál nr. US130002

Lögð fram fundargerð Sorpu bs. nr. 375 frá 12. maí 2017.

15. Sorpa, vélræn flokkun plasts frá blönduðum úrgangi   Mál nr. US170163

Kynnt ákvörðun SORPU um vélræna flokkun plasts frá blönduðum úrgangi

Greinargerð Sorpu um hirðu, flokkun og endurvinnslu plasts á höfuðborgarsvæðinu, dags í maí 2017.

Fundargerð eigenda Sorpu 25. janúar 2017.

Umhverfis- og skipulagsráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur gerir alvarlegar athugasemdir við verklag stjórnar SORPU í því að fela framkvæmdastjóra að undirbúa eina leið í plastflokkun á höfuðborgarsvæðinu í trássi við fyrri ákvörðun eigendafundar SORPU frá 25. janúar sl. um að undirbúa verkefnahóp og halda kynningar- og umræðufund um fyrirkomulag flokkunar á höfuðborgarsvæðinu. Fer ráðið fram á að ákvörðunin verði tekin til umræðu og endurskoðunar á næsta eigendafundi SORPU.

Guðmundur B. Friðriksson skrifstofustjóri og Eygerður Margrétardóttir deildarstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

16. Fræðsluátak og gjaldtökuheimild vegna notkunar nagladekkja.,    Mál nr. US170162

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeildar, dags. 15. maí 2017, um fræðsluátak og gjaldtökuheimild vegna notkunar nagladekkja. Einnig er lögð fram   tillaga að lagaákvæði í umferðarlögum um heimild til gjaldtöku vegna notkunar negldra hjólbarða.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Áslaug María Friðriksdóttir og Herdís Anna Þorvaldsdóttir taka undir mikilvægi fræðsluátaks í því skyni að takmarka notkun nagladekkja. Notkun nagladekkja er talin gríðarlega neikvæð fyrir umhverfið, heilsu og lífsskilyrði og allar tilraunir til að minnka notkun þeirra eru mikilvægar. Notkun nagladekkja hefur tengst umferðaröryggi frekar í hugum margra en umhverfismálum og það um langa hríð. Slíka viðhorfsbreytingu þarf því að undirbúa í miklu samráði við íbúa. Eins þarf að skoða hvort íbúar geti treyst á mokstur og vetrarþjónustu í sveitarfélaginu og að hvaða marki. Því telja fulltrúar Sjálfstæðislokkisins að við fyrirliggjandi tillögu þurfi að bæta við ákvæði um að heimild um gjaldtöku verði aldrei samþykkt nema að helmingur íbúa hafi samþykkt það í undangenginni íbúakosningu. Slík kosning geti að sjálfsögðu verið rafræn. Íbúakosning af því tagi myndi einnig leiða af sér gríðarlega sterkt kynningarátak um skaðsemi nagladekkja og skilað miklum árangri.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi breytingartillögu:

Breytingartillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Áslaugar Maríu Friðriksdóttur og Herdísar Önnu Þorvaldsdóttur er sú að aftan við fyrirliggjandi tillögu bætist eftirfarandi ákvæði:"Heimild um gjaldtöku vegna nagladekkja verði aldrei samþykkt nema að undangenginni íbúakosningu í sveitarfélaginu þar sem að minnsta kosti helmingur íbúa styðji gjaldtöku. Slík kosning gæti verið rafræn."

Frestað.

17. Suðurgata, Stöðubann   Mál nr. US170164

Lagt fram bréf umhverfis- og skipualagssviðs, samgöngudeildar, dags. 18. maí  2017 þar sem lagt er til að sett verði stöðubann við austurkant Suðurgötu frá Kirkjugarðsstíg að Skothúsvegi.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

18. Óðinsgata 32, bílastæði   Mál nr. US170166

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeildar, dags. 19. maí 2017, um að gera bílastæði að Óðinsgötu 32.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

19. Þangbakki 8, bílastæði   Mál nr. US170167

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeildar, dags. 19. maí 2017, um að gera bílastæði að Þangbakka 8.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

(D) Ýmis mál

20. Fjárhagsáætlun 2018-2022, tíma- og verkáætlun   Mál nr. US170084

Lögð fram endurskoðuð tíma- og verkáætlun fjármálaskrifstofu, dags. 12. maí 2017, vegna undirbúnings og vinnslu fjárhagsáætlunar 2018-2022.

21. Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup   Mál nr. US130118

Lagt fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í mars 2017.

22. Umhverfis- og skipulagssvið, þriggja mánaða uppgjör   Mál nr. US170165

Lagt fram þriggja mánaða uppgjör umhverfis- og skipulagssviðs janúar til mars 2017.

23. Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir ferðakostnað   Mál nr. US170113

Lagt fram yfirlit yfir ferðakostnað umhverfis- og skipulagssviðs fyrir tímabilið janúar til mars 2017.

24. Klapparstígur 19, Veghúsastígur 1, kæra 9/2017, umsögn  (01.152.421) Mál nr. SN170039

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis-og auðlindamála, dags. 18. janúar 2017 ásamt kæru þar sem kærð er synjun á breytingu á deiliskipulagi á Klapparstíg 19 og Veghúsastíg 1. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 18. maí 2017.

25. Laugarnesvegur 83, kæra 13/2017, umsögn, úrskurður  (01.345.2) Mál nr. SN170070

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 31. janúar 2017 ásamt kæru, vegna óleyfisframkvæmda við Laugarnesveg 83. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 1. febrúar 2017.  Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 2. maí 2017. Úrskurðarorð: Lagt er fyrir byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu erindi kæranda vegna framkvæmda á lóð Laugarnesvegar 83 sem beint hefur verið til embættisins.

26. Grundarstígsreitur, deiliskipulag  (01.18) Mál nr. SN150738

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 11. maí 2017, um samþykki borgarráðs s.d. á svarbréfi skipulagsfulltrúa við athugasemd á auglýstri tillögu að breytingum á deiliskipulagi Grundarstígsreits.

27. Lambhagavegur 12 og 14, breyting á deiliskipulagi  (02.498.1) Mál nr. SN160640

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. maí 2017 um samþykki borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi Vesturlandsvegur-Hallar vegna Lambhagavegar 12 og 14.

28. Úlfarsárdalur, deiliskipulag  (02.6) Mál nr. SN160431

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. maí 2017 um samþykki borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á deiliskipulagi sem felst í uppbyggingu og stækkun Úlfarsárdalshverfis.

Fundi slitið kl. 13.50

Hjálmar Sveinsson

Karl Sigurðsson  Sverrir Bollason

Gísli Garðarsson  Áslaug María Friðriksdóttir

Herdís Anna Þorvaldsdóttir Guðfinna J. Guðmundsdóttir



Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2017, þriðjudaginn 23. maí kl. 10.15 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 925. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Óskar Torfi Þorvaldsson, Halldóra Theódórsdóttir, Erna Hrönn Geirsdóttir, Jón Hafberg Björnsson og Sigríður Maack

Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Austurbakki 2  (01.119.801) 209357 Mál nr. BN052191

REYKJAVÍK DEVELOPMENT ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048688, um er að ræða breytingar sem orðið hafa við fullnaðarhönnun, s.s. breytt stigahús og inngangar,  innra skipulag og útlit, stækkun 3. og  4. hæðar, breyttar salarhæðir, auk breytinga á skráningu verslunar og skrifstofuhúsanna L1 og T4 á lóð nr. 2 við Austurbakka.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 17. febrúar 2007 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. febrúar 2017.

Stækkun: 138,3 ferm., 485,4 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

2. Árskógar 1-3   Mál nr. BN052908

Félag eldri borgara, Stangarhyl 4, 110 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir undirstöður, botnplötu og lagnir í grunn fyrir fjölbýlishús á lóð nr. 1-3 við Árskóga sbr. BN051288.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

3. Barðastaðir 25-35  (02.404.502) 178850 Mál nr. BN052825

Brynja, Hússjóður Öryrkjabandal, Hátúni 10c, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka eldhús og búr og innrétta hluta anddyris sem skrifstofu í húsinu á lóð nr. 35 við Barðastaði.

Umsögn brunahönnuðar fylgir erindinu dags. 8 maí 2017

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.

4. Barónsstígur 25  (01.174.326) 101661 Mál nr. BN052890

Matador ehf., Þingholtsstræti 15, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta skilgreiningu gististaðar í flokk II, teg. xx, sjá erindi BN050401 í húsi á lóð nr. 25 við Barónsstíg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Barónsstígur 5  (01.154.412) 101139 Mál nr. BN052887

Baróns gisting ehf., Logafold 81, 112 Reykjavík

Sótt er að nýju um leyfi til að byggja svalir og innrétta gistiheimili í flokki ll - tegund b í húsi á lóð nr. 5 við Barónsstíg.

Sjá erindi BN049325.

Bréf arkitekts dags. 16.05.2017 fyglir erindi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

6. Bergþórugata 19  (01.190.218) 102421 Mál nr. BN052113

Heimasetur ehf., Bergþórugötu 19, 101 Reykjavík

Gréta Sandra Davidsson, Bergþórugata 19, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja svalir á 1. og 2. hæð og sameina báðar íbúðir í húsi á lóð nr. 19 við Bergþórugötu.

Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 23. mars 2017.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

7. Bíldshöfði 9  (04.062.001) 110629 Mál nr. BN052828

Opus fasteignafélag ehf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta verslun í rými 0105 í húsi á lóð nr. 9 við Bíldshöfða.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

8. Bjarnarstígur 3  (01.182.224) 101876 Mál nr. BN050325

Soffía S Sigurgeirsdóttir, Bjarnarstígur 3, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum sem felast í að fjarlægja stiga milli hæða í viðbyggingu næst götu og byggja stigahús inní garð við einbýlishús á lóð nr. 3 við Bjarnarstíg.

Erindi fylgir samþykki lóðarhafa Bjarnarstígs nr. 1 og nr 3 fylgir áritað á uppdrátt.

Stækkun:  9,9 ferm., 25 rúmm.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrgðaraðilar.

9. Borgartún 18  (01.221.001) 102796 Mál nr. BN052639

Arion banki hf., Borgartúni 19, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að útbúa flóttahurð á austurhlið 1. hæðar og til að breyta innra skipulagi, stækka hringstiga og fjölga vinnustöðvum á 2. og 3. hæð verslunar- og skrifstofuhúss á lóð nr. 18 við Borgartún

Erindi fylgir minnisblað um brunavarnir dags. maí 2017.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

10. Drápuhlíð 36  (01.713.006) 107217 Mál nr. BN052838

Helga Benediktsdóttir, Drápuhlíð 36, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteyptan bílskúr við austuhlið lóðar upp við lóðarmörkum nr. 38  á lóð fjölbýlishúss nr. 36 við Drápuhlíð.

Bréf frá hönnuði dags. 9. maí 2017 fylgir.

Stærð bílskúr:  28,0 ferm., 85,4 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað til uppdrátta 100 B0 dags. 9.5.2017.

11. Dunhagi 18-20  (01.545.113) 106483 Mál nr. BN052641

D18 ehf., Borgartúni 24, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa bílskúra, byggja inndregna 4. hæð, byggja viðbyggingu við fyrstu hæð og kjallara, minnka og  fjölga íbúðum úr 8  í 20, koma fyrir lyftu utan á húsinu og sorpgerði fyrir verslunarrými í norðvesturhluta lóðar nr. 18 - 20 við Dunhaga.

Niðurrif bílskúra  mhl. 02 : 102,2 ferm., 324 rúmm.

Stækkun viðbyggingu kjallara, 1. hæð og 4 hæð : 1010 ferm., 2.548 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.Nýjum teikningum dags. 18.5.2017 vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

12. Efstasund 50  (01.357.219) 104445 Mál nr. BN052818

Tryggvi Hallvarðsson, Efstasund 75, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft fjölbýlishús úr timbri með þremur íbúðum á lóð nr. 50 við Efstasund.

Stærð mhl. 01, A-rými:  261,6 ferm., 782,8 rúmm.

B-rými:  31,6 ferm., 126,9 rúmm.

hl. 01 samtals:  293,2 ferm., 1.004,2 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Elliðabraut 4-6   Mál nr. BN052900

Brynjar Einarsson, Drekavellir 60, 221 Hafnarfjörður

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi fyrir aðstöðusköpun, stöðuleyfi fyrir vinnuskúra, gera jarðvegskönnun og girða af lóð nr. 4-6 við Elliðabraut.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Er í skipulagsferli.

14. Fákafen 11  (01.463.402) 105679 Mál nr. BN052776

ÞEJ fasteignir ehf, Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta kaffibar, bæta við snyrtingu og auka gestafjölda í veitingastað í flokki ll - teg. c í  húsi á lóð nr. 11 við Fákafen.

[Gjald kr. 11.000 + 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Framnesvegur 40  (01.133.413) 100291 Mál nr. BN052832

Framnesvegur ehf., Krókamýri 56, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að byggja fimm íbúða fjölbýlishús úr forsteyptum samlokueiningum á lóð nr. 42 við Framnesveg.

Stærð, A-rými:  441,4 ferm., 1.304,2 rúmm

B-rými:  22,4 ferm., 62,7 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16. Framnesvegur 42  (01.133.414) 100292 Mál nr. BN052831

Framnesvegur ehf., Krókamýri 56, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að byggja fjögurra íbúða fjölbýlishús úr forsteyptum samlokueiningum á lóð nr. 42 við Framnesveg.

Stærð, A-rými:  446 ferm., 1.319,7 rúmm

B-rými:  19,7 ferm., 55,1 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

17. Freyjubrunnur 29  (02.695.503) 205733 Mál nr. BN052856

HH byggingar ehf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík

Sótt er um breytingu á erindi BN034756 sem felst í því að fella út glugga í kjallara og stoðvegg á suðausturhlið í húsi á lóð nr. 29 við Freyjubrunn.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

18. Freyjubrunnur 31  (02.693.803) 205734 Mál nr. BN052907

Mánalind ehf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir undirstöður, botnplötu og lagnir í grunn fyrir fjölbýlishús á lóð nr. 31 við Freyjubrunn sbr. BN052368.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

19. Friggjarbrunnur 34-40  (05.053.305) 205960 Mál nr. BN052852

Rakel Björk Gunnarsdóttir, Friggjarbrunnur 40, 113 Reykjavík

Sótt er um áður gerðar breytingar vegna lokaúttektar sem felast í því að gluggapóstum í gluggum á norður hlið og glugga á bakhlið nr. 40 hefur verið breytt í raðhúsi á lóð nr. 34-40 við Friggjarbrunn.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Friggjarbrunnur 53  (02.693.103) 205831 Mál nr. BN052833

RED ehf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi stæða í bílgeymslu, skiptingu svala á 5. hæð og fyrir breyttum frágangi þaka, sjá erindi BN048621,  á fjölbýlishúsi á lóð nr. 53 við Friggjarbrunn.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.

21. Fríkirkjuvegur 3  (01.183.001) 101914 Mál nr. BN052846

Fossar ehf., Borgartúni 27, 105 Reykjavík

Sótt er um breytingu á erindi BN052292 sem felst í breytingu á flóttaleið á 1. hæð í húsi á lóð nr. 3 við Fríkirkjuveg.

Bréf arkitekts dags. 09.05.2017 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

22. Grjótháls 7-11  (04.304.001) 111019 Mál nr. BN052734

Kolefni ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að reisa 5 nýja tanka, fjóra lagertanka fyrir bjórframleiðslu og einn fyrir CO2, á lóð nr. 7-11 við Grjótháls.

Stærðir:

Mhl.15 8,0 ferm., 69,8 rúmm.

Mhl.16 8,0 ferm., 69,8 rúmm.

Mhl.17 4,9 ferm., 28,1 rúmm.

Mhl.18 4,9 ferm., 28,1 rúmm.

Mhl.19 7,1 ferm., 79,7 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

23. Gylfaflöt 22  (02.576.304) 179494 Mál nr. BN052742

Húsafl sf., Nethyl 2 (hús 3), 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka og fjölga millipöllum, færa stiga og breyta innra skipulagi í atvinnuhúsi á lóð nr. 22 við Gylfaflöt.

Stækkun:  106,4 ferm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Hafnarstræti 1-3  (01.140.005) 100817 Mál nr. BN052631

Strjúgur ehf., Rúgakur 1, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki III. teg. A á 1. hæð í austurenda Fálkahússins og fjölga gluggum á viðbyggingu á norðurhlið hússins, sjá erindi BN050841, á lóð nr. 1-3 við Hafnarstræti.

Með erindi BN050841 fylgdi  hljóðvistarskýrsla og umsögn Minjastofnunar Íslands

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Hagamelur 67  (01.525.007) 106064 Mál nr. BN052647

Fisherman ehf., Aðalgötu 15, 430 Suðureyri

Blómagallerí ehf., Hagamel 67, 107 Reykjavík

Úlló ehf., Aflagranda 35, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi rýmis 0101 þannig að bókabúð og kaffihúsi er breytt í fiskverslun á lóð nr. 67 við Hagamel.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Hátún 6A-6B  (01.235.302) 102970 Mál nr. BN052827

Lukasz Bogdan Stencel, Laugarnesvegur 71, 105 Reykjavík

Háland ehf, Hátúni 6a, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum, sem eru minni háttar breytingar á innra skipulagi 0102 og innrétta kaffibrennslu í rými 0102 með loftræstiröri sem verðu lagt út um vesturgafl hússins á lóð nr. 6A við Hátún.

Samþykki eiganda rýmis 0102 fylgir dags. 9. maí 2017.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

27. Hlemmur - tengikvíar   Mál nr. BN052916

Wow air ehf., Katrínartúni 12, 105 Reykjavík

Sótt er um stöðuleyfi fyrir 15 tengikvía stöð fyrir reiðhjól til útleigu frá 15. apríl til 15. október við Hlemm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

28. Hlésgata - tengikvíar   Mál nr. BN052913

Wow air ehf., Katrínartúni 12, 105 Reykjavík

Sótt er um stöðuleyfi fyrir 15 tengikvía stöð fyrir reiðhjól til útleigu frá 15. apríl til 15. október við Hlésgötu.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

29. Hringbraut 55  (01.540.012) 106229 Mál nr. BN051683

Pálmi Bergmann Almarsson, Hringbraut 55, 101 Reykjavík

Vilborg María Sverrisdóttir, Hringbraut 55, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum á innra skipulagi v/gerðar eignaskiptasamnings en þar er gerð grein fyrir íbúðarrými í kjallara sem verður í eigu íbúðar á efri hæð í parhúsi á lóð nr. 55 við Hringbraut.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Lagfæra skráningu.

30. Hvammsgerði 7  (01.802.504) 107710 Mál nr. BN052653

Árni Björnsson, Hvammsgerði 7, 108 Reykjavík

Bryndís Ingibjörg Jónsdóttir, Hvammsgerði 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja við suðurhlið einbýlishúss á lóð nr. 7 við Hvammsgerði.

Jafnframt er gerð grein fyrir kjallara undir hluta húss.

Erindi fylgir samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða dags. í maí 2011 og bréf hönnuðar dags. 30. mars 2017.

Stækkun: 11,9 ferm., 36,3 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

31. Hverfisgata 90  (01.174.006) 101562 Mál nr. BN052899

Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa hús, í stað þess að flytja það, á lóð nr. 90A við Hverfisgötu.

Stærðir: Mhl. 02 79,7 ferm.

Erindi fylgir tölvupóstur umsækjanda dags. 03.05.2017 og minnisblað Lotu verkfræðistofu dags. 14.03.2017.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

32. Hverfisgata 92  (01.174.007) 101563 Mál nr. BN052898

Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa hús, í stað þess að flytja það, á lóð nr. 92 við Hverfisgötu.

Stærðir: Mhl.01 154,1 ferm.

Erindi fylgir tölvupóstur umsækjanda dags. 03.05.2017 og minnisblað Lotu verkfræðistofu dags. 14.03.2017.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

33. Kirkjustétt 2-6  (04.132.201) 188525 Mál nr. BN052287

M fasteignir ehf., Bæjarlind 14-16, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 1. og 2. hæð og innrétta sjálfstæðar vinnustofur á efri hæð í mhl. 02 á lóð nr. 26 við Kirkjustétt.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. mars fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. mars 2017.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Kistumelur 9  (34.533.502) 206636 Mál nr. BN052851

Eignarhaldsfélagið Ögur ehf, Akralind 6, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í því að opnað er tímabundið milli eignarhluta og flóttaleiðum breytt auk þess sem settir eru nýir gluggar á gaflveggi í húsi á lóð nr. 9 við Kistumel.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

35. Kjalarvogur 12  (01.428.101) 224159 Mál nr. BN052681

Húsasmiðjan ehf., Holtavegi 10, 104 Reykjavík

Bygma Ísland hf., Holtavegi 10, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050618, um er að ræða breytingar á innra skipulagi mhl. 02, að fella niður vatnsúðakerfi í mhl. 01 og minni háttar útfærslubreytingar sem orðið hafa við fullnaðarhönnun húss á lóð nr. 12 við Kjalarvog.

Erindi fylgir brunahönnunarskýrsla dags. 18. mars 2017.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins. Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

36. Kjarvalsstaðir - tengikvíar   Mál nr. BN052918

Wow air ehf., Katrínartúni 12, 105 Reykjavík

Sótt er um stöðuleyfi fyrir 15 tengikvía stöð fyrir reiðhjól til útleigu frá 15. apríl til 15. október við Kjarvalsstaði við Flókagötu.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

37. Kringlan 4-12  (01.721.001) 107287 Mál nr. BN052894

Reitir VII ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu við Mhl.01 undir núverandi skyggni á norðurgafli ásamt því að breyta innra fyrirkomulagi í einingu 151 sem er verslun Hagkaupa á 1. hæð í verslunarmiðstöð á lóð nr. 4-12 við Kringluna.

Stækkun: A-rými 24,5 ferm., 90,6 rúmm.

Bréf brunahönnuðar dags. 16.05.2017 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

38. Laugarásvegur 62  (01.385.106) 104928 Mál nr. BN051752

Sigurður Baldursson, Laugarásvegur 62, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og fyrir áður gerðri geymslu í sökkulrými á norðvesturhlið og áður gerðum tröppum úr garði  norðvestan við einbýlishús á lóð nr. 62 við Laugarásveg.

Stækkun:  29,3 ferm., 60 rúmm.

Gjald 10.100

Frestað.

Lagfæra skráningu.

39. Laugardalslaug - tengikvíar   Mál nr. BN052919

Wow air ehf., Katrínartúni 12, 105 Reykjavík

Sótt er um stöðuleyfi fyrir 15 tengikvía stöð fyrir reiðhjól til útleigu frá 15. apríl til 15. október við Laugardalslaug.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

40. Laugardalur  v/Húsdýragarð - tengikvíar   Mál nr. BN052917

Wow air ehf., Katrínartúni 12, 105 Reykjavík

Sótt er um stöðuleyfi fyrir 15 tengikvía stöð fyrir reiðhjól til útleigu frá 15. apríl til 15. október við Húsdýragarðinn.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

41. Laugavegur 114  (01.240.101) 102979 Mál nr. BN052731

Ríkiseignir, Borgartúni 7a, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja hringstiga innanhúss á milli 4. og 5. hæðar sem á að vera flóttaleið af 5. hæð og loka þaksvölum þannig að það myndast þakrými á 5. hæð  í húsinu á lóð nr. 114 við Laugaveg.

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 15. maí 2017

Stækkun rúmmetra:  375,0 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Lagfæra skráningu.

42. Laugavegur 163  (01.222.211) 102873 Mál nr. BN052865

Massimo Catalano, Álfheimar 23, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta verslun með sölu matvæla í rými 02-0102 í húsi á lóð nr. 163 við Laugaveg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

43. Laugavegur 38  (01.172.219) 101474 Mál nr. BN052669

Grjótagata ehf., Pósthólf 738, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður gerðum íbúðum 0201 og 0301 í gististað í fl. II tegund e í húsi á lóð nr. 38 við Laugaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. maí 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. maí 2917.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

44. Laugavegur 55  (01.173.020) 101507 Mál nr. BN051430

L55 ehf., Amtmannsstíg 1, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja nýbyggingu með verslun á jarðhæð og gististað í flokki IV, teg. a - hótel á efri hæðum fyrir 104 gesti í 58 herbergjum og veitingastað í flokki II á lóð nr. 55 við Laugaveg.

Stærð A-rými: 1.938,1 ferm., 6.441,4 rúmm.

B-rými 87,1 ferm.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. október 2016 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. október 2016 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 27. maí 2016.

Einnig útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. mars og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. mars 2017.

Gjald kr. 10.100

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

45. Lækjargata 6A  (01.140.508) 100868 Mál nr. BN052758

Reykjavík Rent ehf, Hverfisgötu 105, 105 Reykjavík

Uppklapp ehf., Lækjargötu 6a, 101 Reykjavík

Sótt er um breytingu á erindi BN050848 sem felst í því að geymslu á 2. hæð er breytt í framreiðslueldhús í húsi á lóð nr. 6A við Lækjargötu.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

46. Lækjartorg - tengikvíar   Mál nr. BN052914

Wow air ehf., Katrínartúni 12, 105 Reykjavík

Sótt er um stöðuleyfi fyrir 15 tengikvía stöð fyrir reiðhjól til útleigu frá 15. apríl til 15. október á Lækjartorgi.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

47. Mímisvegur 4  (01.196.109) 102650 Mál nr. BN052858

Rögnvaldur Guðmundsson, Mímisvegur 4, 101 Reykjavík

Sótt er um breytingu á erindi BN049682 sem felst í því að breyta fyrirkomulagi bílastæða á lóð og fjölga þeim úr tveimur í fjögur við hús á lóð nr. 4 við Mímisveg.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

48. Mýrargata 26  (01.115.303) 100059 Mál nr. BN052889

Casula ehf., Hverfisgötu 76, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN035993, en breytingin felst í að eign 0216 er innréttuð sem skrifstofurými í fjölbýlishúsi á lóð nr. 26 við Mýrargötu.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

49. Naustabryggja 31  (04.023.303) 186176 Mál nr. BN052896

Arcus ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN049134, breytingarnar felast m.a. í breytingu á eignanúmerum og hurðum þvottaherbergja í fjölbýlishúsi nr. 17-19 sem er mhl. 01 á lóð nr. 31 við Naustabryggju.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

50. Nauthólasvík - tengikvíar   Mál nr. BN052912

Wow air ehf., Katrínartúni 12, 105 Reykjavík

Sótt er um stöðuleyfi fyrir 15 tengikvía stöð fyrir reiðhjól til útleigu frá 15. apríl til 15. október við Nauthólsvík.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

51. Njarðargata - Eiríksgata - tengikvíar   Mál nr. BN052915

Wow air ehf., Katrínartúni 12, 105 Reykjavík

Sótt er um stöðuleyfi fyrir 15 tengikvía stöð fyrir reiðhjól til útleigu frá 15. apríl til 15. október á mótum Njarðargötu og Eiríksgötu.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

52. Pósthússtræti 1  (01.118.506) 100102 Mál nr. BN052834

Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að reisa steinsteypta dreifistöð rafmagns á lóð nr. 1 við Pósthússtræti.

Stærð:  23,8 ferm., 103,3 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

53. Pósthússtræti 13-15  (01.140.512) 100872 Mál nr. BN052848

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Sótt er um breytingu á erindi BN051579 sem felst í því að eitt baðherbergi af tveimur er fellt niður og sjónvarpshol stækkað í íbúð 0204 í húsi á lóð nr. 13-15 við Pósthússtræti.

Samþykki meðeigenda dags. 02.05.2017 fylgir erindi ásamt bréfi arkitekts dags. 12.05.2017.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

54. Skaftahlíð 7  (01.273.011) 103620 Mál nr. BN052883

Íbúðalánasjóður, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN051999 þannig að þrír gluggar í kjallara hafa verið fjarlægðir á teikningum og sorpgeymsla sem er byggð inn í húsið er færð inn á teikningu á lóð nr. 7 við Skaftahlíð.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

55. Skeifan 15, Faxafen 8  (01.466.001) 195608 Mál nr. BN052839

Vesturgarður ehf., Laugavegi 59, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi, færa til pylsusölu og gleraugnabúð og innrétta kaffihús í flokki ? - tegund ? ásamt því að gera glugga á norður hlið í húsi Hagkaupa á lóð nr. 15 við Skeifuna.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

56. Skógarvegur 16  (01.794.301) 213565 Mál nr. BN052800

Búseti húsnæðissamvinnufélag, Síðumúla 10, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja fjölbýlishús með 20 íbúðum ásamt bílakjallara á lóð nr. 16 við Skógarveg.

Stærðir:

A-rými 2.518,6 ferm., 8.014,7 rúmm.

B-rými 600,4 ferm., 957,8 rúmm.

Greinargerð um hljóðvist dags. maí 2017 fylgir erindi.

Gjald kr. 11.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

57. Sogavegur 69  (01.810.901) 107822 Mál nr. BN052270

Bergur Konráðsson ehf, Sogavegi 69, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að sameina í eina eign, byggja við anddyri á suðurhlið, byggja yfir glerhluta húss, breyta gluggum á húsi á lóð nr. 69 við Sogaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. febrúar 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. febrúar 2017.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. maí 2017 fylgir erindinu.

Erindi var grenndarkynnt frá 7. apríl til og með 5. maí 2017 fyrir hagsmunaaðilum að Sogavegi 71, 72, 74, Búðagerði 1, 3, 5, 7, 9 og Grundargerði 35. Engar athugasemdir bárust.

Stækkun: 35,5 ferm. 66,4 rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Lagfæra skráningu.

58. Sóleyjargata 17  (01.185.402) 102186 Mál nr. BN052893

Valgarð Briem, Jökulgrunn 21, 104 Reykjavík

Iceland Summer ehf., Álfhólsvegi 66, 200 Kópavogur

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum þar sem m.a. er gerð grein fyrir skiptingu húss í þrjár íbúðir og skrifstofu, fjórar eignir, einbýlishúsi á lóð nr. 17 við Sóleyjargötu.

Erindi fylgir brunavirðing dags. 16. desember 1944 og bréf umsækjanda dags, 16. maí 2017.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

59. Sólvallagata 18  (01.160.212) 101160 Mál nr. BN052855

Björg Þórarinsdóttir, Laugarnesvegur 87, 105 Reykjavík

Jón Örvar Gestsson, Sólvallagata 18, 101 Reykjavík

Svanhvít Leifsdóttir, Sólvallagata 18, 101 Reykjavík

Sævar Magnús Birgisson, Sólvallagata 18, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja svalir á fyrstu, annarri og rishæð í húsi á lóð nr. 18 við Sólvallagötu.

Sjá umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30.09.2016 við fsp BN051294.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

60. Spöngin 15  (02.375.201) 177193 Mál nr. BN052804

Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum innanhúss sem felast í því að breyta eldhúsi og innrétta veitingahús í flokki II - tegund c fyrir 45 gesti í húsi á lóð nr. 15 við Spöngina.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

61. Tangabryggja 2-4  (04.023.401) 216248 Mál nr. BN052895

Arcus ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um breytingar á erindi BN049759 sem felast í breytingu á stærð lóðar ásamt breytingu á burðarvirki þar sem steyptar súlur koma í stað hornglugga auk minni breytinga innanhúss í húsi á lóð nr. 2-4 við Tangabryggju.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

62. Vest.6-10A/Tryggv.18  (01.132.113) 216605 Mál nr. BN051886

Hol T18 ehf., Pósthólf 182, 121 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum í kjallara og breyta flokki gististaðar úr II í IV í Tryggvagötu 18-18C á lóðinni Vest 6-10A/Tryggv. 18.

Erindi fylgir þinglýst afsal dags. 18. desember 2012, bréf frá sýslumanni dags. 18. mars 2013, bréf frá innanríkisráðuneytinu dags. 2. apríl 2013, yfirlýsing meðlóðarhafa dags. 6. júní 2011 og önnur dags. 21. desember 2012 þar sem þeir gera ekki athugasemd við að fasteigninni verði breytt í hótel.

Gjald kr. 10.100

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrgðaraðilar.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

63. Víðimelur 56  (01.540.015) 106232 Mál nr. BN052857

Karen Lind Ólafsdóttir, Fálkaklettur 4, 310 Borgarnes

Sótt er um leyfi til að byggja bílskúr á lóð, lækka gólf í kjallara og byggja þar anddyri ásamt því að breyta innra fyrirkomulagi í húsi á lóð nr. 56 við Víðimel.

Stækkun:

Mhl.01 x ferm., x rúmm.

Mhl.02 x ferm., x rúmm.

Gjald kr. 11.000

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

64. Vættaborgir 89-91  (02.343.001) 175909 Mál nr. BN052719

Haraldur Sveinsson, Vættaborgir 91, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir staðsteypta  viðbyggingu  út frá 1. hæð  á norð- austurhlið parhússins nr. 91  á lóð nr. 89 - 91 við Vættaborgir.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. maí 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. maí 2017.

Stækkun vegna viðbyggingar:  XX ferm.,  XX rúmm.

Gjald kr. 11.000

Synjað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. maí 2017.

Ýmis mál

65. Keilugrandi 1  (01.513.301) 105790 Mál nr. BN052927

Óskað er eftir  samþykki bygginarfulltrúans  til að breyta lóðamörkum lóðarinnar Keilugrandi 1, í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti dagsetta 22.05.2017.

Lóðin Keilugrandi 1 (staðgr. 1.513.301, landnr. 105790) er 7192 m²

bætt er 284 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 221448),

lóðin verður 7476 m²

Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 07. 09. 2016, samþykkt í borgarráði þann 20. 09. 2016, samþykkt að nýju í borgarráði þann 10. 01. 2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 27. 01. 2017.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.

Fyrirspurnir

67. Vesturgata 33  (01.135.102) 100439 Mál nr. BN049300

Þórdís Jóhannesdóttir, Vesturgata 33, 101 Reykjavík

Spurt er hvort byggja megi svalir á austurgafl rishæðar húss á lóð nr. 33 við Vesturgötu.

Jákvætt.

Með skilyrðum og leiðbeiningum á fyrirspurnarblaði.

68. Þórðarhöfði 4  (04.053.101) 210891 Mál nr. BN052881

Hildur Bjarnadóttir, Hofteigur 20, 105 Reykjavík

Spurt er hvort veitt yrði stöðuleyfi fyrir fimm gáma sem notaðir verða sem afgreiðsla, starfsmannarými og snyrtingar á leigumarkaði BYKO sem starfræktur verður á lóð nr. 4 við Þórðarhöfða.

Jákvætt.

Með uppfylltum skilyrðum og leiðbeiningum á fyrirspurnarblaði.

Sækja þarf um stöðuleyfi.

Fundi slitið kl. 12.26

Erna Hrönn Geirsdóttir

Nikulás Úlfar Másson Sigrún Reynisdóttir

Sigríður Maack Óskar Torfi Þorvaldsson

Halldóra Theódórsdóttir