Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2017, miðvikudaginn 5. apríl kl. 9.05, var haldinn 187. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Kerhólum. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson, Sverrir Bollason , Áslaug María Friðriksdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Sigurborg Ó Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Örn Sigurðsson ,Björn Axelsson, Nikulás Úlfar Másson, Þorsteinn Hermannsson, Oddrún Helga Oddsdóttir og Marta Grettisdóttir.
Fundarritari er Björgvin Rafn Sigurðarson.
(E) Umhverfis- og samgöngumál
1. Loftslagsstefna Reykjavíkur, kynning Mál nr. US170110
Kynnt loftlagsstefna Reykjavíkur og staða mála.
Kynnt.
- Kl. 9:22 tekur Herdís Anna Þorvaldsdóttir sæti á fundinum.
Hrönn Hrafnsdóttir sérfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
2. Vinnuskólinn 2017, Laun Mál nr. US170138
Kynnt drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. apríl 2017, varðandi hækkun launa nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2017.
Vísað til meðferðar skrifstofu umhverfisgæða.
Guðmundur B. Friðriksson skrifstofustjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið
3. Umferðaröryggi og gönguleiðir, Aðgerðir í umferðaröryggismálum. Mál nr. US170131
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra dags. 30. mars 2017 ásamt lista varðandi aðgerðir í umferðaröryggismálum og kostnaðaráætlun.
Gönguleiðir Vástaðir 2017.
Úrbætur í umferðasöryggismálum, kostnaðaráætlun.
Úrbætur í umferðasöryggismálum, lýsingar.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki . lögreglustjóra skv. 81.gr umferðarlaga nr. 50/1987 vegna þeirra framkvæmda sem svo eru tilgreind í bréfi umhverfis- og skipulagssviðs. samgöngustjóra dags. 30. mars 2017.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja áherslu á að við forgangsröðun aðgerða í umferðaröryggismálum borgarinnar sé hlustað eftir ábendingum þeirra sem þekkja staðhætti best en umferðaröryggishópur hverfisráðs Grafarvogs kynnti úttekt á umferðaröryggi í Grafarvogi sem hefði mátt byggja betur á.
4. Birkimelur, hjólastígur Mál nr. US170089
Lögð fram frumdrög umhverfis- og skipulagssviðs og verkfræðistofunnar EFLU, dags. í mars 2017, að hjólastíg að Birkimel milli Hringbrautar og Hagatorgs. Einnig er lögð fram kostnaðaráætlun verkfræðistofunnar EFLU, dags. 10. mars 2017.
Samþykkt
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúi Samfylkinarinnar Sverrir Bollason situr hjá við afgreiðslu málsins og leggur fram svohlóðandi bókun:
Útfærslan sem er sýnd er hagkvæm og verður til mikilla bóta fyrir götuna. Mikilvægt er að fjármunum hjólreiðaáætlunar sé helst varið til þeirra verkefna sem nýtast hjólreiðum einum en að blönduð notkun sé víkjandi við fjármögnun verkefna með framkvæmdafé hjólreiðaáætlunarinnar.
(A) Skipulagsmál
5. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags. 31. mars 2017.
6. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Kópavogsgöng, stofnbraut felld út Mál nr. SN170317
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs deildarstjóra aðalskipulags, dags. í apríl 2017, að verkefnislýsing skipulagsgerðar og umhverfismat að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur varðandi Kópavogsgöng. Í breytingunni felst að stofnbraut er felld út.
Samþykkt til kynningar sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Kynningin verður aðgengileg á vef umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur
Vísað til borgarráðs
Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
7. Aðalskipulagsbreyting, stefna um íbúðarbyggð, heimildir um fjölda íbúða, lýsing Mál nr. SN160793
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 22. mars 2017, þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við birtingu auglýsingar, þegar tekið hefur verið tillit til athugasemda stofnunarinnar. Einnig er lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í febrúar 2017, uppfærð 31. mars 2017, og umsögn deildarstjóra aðalskipulags Reykjavíkur, dags. 31. mars 2017.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu sbr. 3. mgr. 30. gr. sbr. 1.mgr.31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Vísað til borgarráðs.
Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
8. Hlíðarendi 20-26, breyting á deiliskipulagi Hlíðarenda (01.629.6) Mál nr. SN170068
Arkþing ehf., Bolholti 8, 105 Reykjavík
Frostaskjól ehf., Smáratorgi 3, 201 Kópavogur
Lögð fram umsókn Sigurðar Hallgrímssonar, mótt. 27. janúar 2017, um breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna fjölgunar íbúða á lóð nr. 20-26 við Hlíðarenda, skv. uppdrætti Arkþings, dags. 27. janúar 2017.
Tillagan tekin til atkvæðagreiðslu þar sem samykkt var að endurauglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu á breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030.
Samþykkt með 4 atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Sverris Bollasonar, fulltrúa Bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur og fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísla Garðarssonar gegn einu atkvæði fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina Guðfinnu J. Guðmundsdóttur .
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Áslaug María Friðriksdóttir og Herdís Anna Þorvaldsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til borgarráðs.
9. Kennaraháskóli Íslands, reitur 1.254, breyting á deiliskipulagi (01.27) Mál nr. SN170081
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 21. júlí 2016, þar sem gerð er athugasemd við að birt verði auglýsing um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda þar sem hún er í ósamræmi við aðalskipulag hvað varðar fjölda íbúða. Einnig er lögð fram tillaga A2f arkitekta, að breytingu á deiliskipulagi reits 1.254, Kennaraháskólinn, dags. 31. janúar 2017. Í breytingunni felst uppbygging á hluta núv. lóðar Kennaraháskóla Íslands fyrir byggingu 60 íbúða fyrir eldri borgara og allt að 100 íbúða fyrir námsmenn. Auk þess sem skilgreindar verða upp á nýtt byggingarheimildir fyrir lóð Kennaraháskóla Íslands. Einnig er lögð fram umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 25. janúar 2016 og samantekt skipulagsfulltrúa af kynningarfundi sem haldinn var 9. mars 2016.
Húsakönnun Bólstaðarhlíð, Stakkahlíð, Háteigsvegur.
Samþykkt að endurauglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu á breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030.
Vísað til borgarráðs.
10. Borgartún, rammaskipulag Mál nr. SN170301
Lögð fram tillaga að rammaskipulagi fyrir Borgartún 18-24 og Nóatún 2-4 dags. 30. mars 2017.
Í nóvember 2014 var unnin lýsing af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Í kjölfar þess fór Reykjavíkurborg í hugmyndaleit vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsvinnu á reitnum. Þremur stofum var boðið þátttaka og var tillaga Yrki arkitekta valin áfram til frekari útfærslu. Kynnt tillaga Yrki arkitekta að rammaskipulagi fyrir reitinn. Í tillögunni felst heildarsýn á reitinn með tilliti til byggðamynsturs opinna svæða, atvinnuhúsnæðis, blöndun byggðar og samgöngumáta í samræmi við áherslur og stefnu í aðalskipulagi Reykjavíkur.
Samþykkt.
Sverrir Bollason og Sigurborg Ó Haraldsdóttir víkja af fundi undir þessum lið.
Fulltrúi Yrki arkitekta Ásdís Helga Ágústsdóttir og Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.
11. Kjalarnes, Skrauthólar 4, breyting á deiliskipulagi (33.2) Mál nr. SN160899
H-O-H sf., Bergstaðastræti 9, 101 Reykjavík
Kristinn Ragnarsson,arkit ehf., Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Kristins Ragnarssonar, mótt. 28. nóvember 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Skrauthólar á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að svæði vestan og norðan við núverandi húskosti nr. 4 við Skrauthóla verði ráðstafað fyrir ferðaþjónustu þar sem unnt er að leigja tjaldstæði, hjólhýsastæði og lítil færanleg smáhýsi með tilheyrandi þjónustubyggingu fyrir salernis og snyrtiaðstöðu, samkvæmt uppdr. Kristins Ragnarssonar arkitekts ehf., dags. 23. nóvember 2016. Einnig er lögð fram rýmingaráætlun Veðurstofunnar, ódags. Tillagan var grenndarkynnt frá 9. febrúar til og með 9. mars 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Valgerður J. Eyglóardóttir og Guðmundur Jónsson, dags. 14. febrúar 2017. Einnig lagður fram tölvupóstur Geirs Gunnars Geirssonar, dags. 5. mars 2017. Jafnframt er lagður fram lagfærður uppdráttur Kristins Ragnarssonar arkitekts ehf., dags. 23. nóvember 2016, breyttur 24. mars 2017 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags., 24. mars 2017.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. mars 2017.
Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
18. Skerjafjörður Þ5, rammaskipulag Mál nr. SN170305
Lögð fram að forsögn fyrir hugmyndaleit um rammaskipulag Nýja Skerjafjarðar (þróunarsvæði Þ5 í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030).
Forsögnin tekin til atkvæðagreiðslu og samykkt með 4 atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Sverris Bollasonar, fulltrúa Bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur og fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísla Garðarssonar gegn einu atkvæði fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina
Guðfinnu J. Guðmundsdóttur sem greiðir atkvæði á móti tillögunni.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Áslaug María Friðriksdóttir og Herdís Anna Þorvaldsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsin.
Halldóra Hrólfsdóttir og Helgi Geirhardsson verkefnisstjórar taka sæti á fundinum undir þessum lið.
12. Grundarstígsreitur, deiliskipulag (01.18) Mál nr. SN150738
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 26. apríl 2016, ásamt tillögu að deiliskipulagi Grundarstígsreitar sem afmarkast af Grundarstíg, Spítalastíg, Þingholtsstræti og Skálholtsstíg. Í tillögunni eru settir fram almennir skilmálar fyrir gróna byggð á reitnum varðandi uppbyggingu kvista, smárra viðbygginga, svala og lítilla geymsla, í samræmi við byggingarreglugerð og byggingarstíl húsa á reitnum. Einnig er lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 26. maí 2016 vegna samþykktar borgarráðs s.d. um að vísa tillögu að deiliskipulagi Grundarstígsreits til umhverfis- og skipulagsráðs að nýju og því falið að athuga möguleika á því að koma lóð fyrir flutningshús fyrir innan reitsins. Jafnframt er lagt fram bréf Silju Traustadóttur f.h. Glámu/Kím, dags. 6. september 2016 og breyttur uppdrátt Glámu/Kím ehf., dags. 25. október 2016. Tillagan var auglýst frá 16. nóvember til og með 28. desember 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: 15 eigendur og íbúar að Grundarstíg 4 og 6, dags. 20. desember 2016, Minjastofnun Íslands, dags. 22. desember 2016 og Ragnheiður Jóna Jónsdóttir og 1904 ehf. f.h. Hannesarholts ses. og eigenda Grundarstígs 10, dags. 23. desember 2016 og eigendur að Grundarstíg 2, dags. 28. desember 2016. Einnig er lögð fram fornleifaskráning Borgarsögusafns Reykjavíkur fyrir Grundarstígsreit frá 2016, uppdr. Glámu/Kím ehf., dags. 25. október 2016, uppfærður 7. mars 2017, og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 3. mars 2017. Jafnframt er lögð fram athugasemd Ragnheiðar Jónu Jónsdóttur, dags. 27. desember 2016 og svarbréf skipulagsfulltrúa, dags. 31. mars 2017.
Svarbréf skipulagsfulltrúa dags. 31. mars 2017 samþykkt með þrem atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Sverris Bollasonar og fulltrúa Bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur., Fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísli Garðarsson, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Herdís Anna Þorvaldsdóttir og Ólafur Kr. Guðmundsson og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna J. Guðmundsdóttir sitja hjá við afgreiðsluna.
Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 11.38 víkur Áslaug María Friðriksdóttir af fundi, Ólafur Kr. Guðmundsson tekur sæti á fundinum á sama tíma.
13. Bryggjuhverfi vestur, svæði 4, lýsing vegna deiliskipulags (04.0) Mál nr. SN170087
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. febrúar 2017, að skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar vinnu við deiliskipulag Bryggjuhverfis vestur- svæði 4, samkvæmt rammaskipulagi Elliðaárvogs-Ártúnshöfða, svæðið nær til núverandi landfyllingar vestur af Bryggjuhverfi. Kynning stóð til og með 9. mars 2017. Eftirtaldir aðilar sendu umsagnir: Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, dags. 7. mars 2017, Veitur, dags, 7. mars 2017, Minjastofnun Íslands, dags. 8. mars 2017, Borgarsögusafn Reykjavíkur, dags. 10. mars 2017 og Skipulagsstofnun, dags. 17. mars 2017.
Athugasemdir kynntar.
Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
14. Sléttuvegur, breyting á deiliskipulagi (01.79) Mál nr. SN160959
Ölduvör ehf., Brúnavegi Hrafnista, 104 Reykjavík
THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík
Lögð fram umsókn THG Arkitekta ehf., mótt. 16. desember 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Sléttuvegar, Hrafnistu. Í breytingunni felst að fjölga íbúðum, fjölga hjúkrunarheimilisrýmum, breytingu á bílastæðafjölda og bílakjöllurum o.fl., samkvæmt uppdr. dags. 4. apríl 2017.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
15. Lindargata 10, breyting á deiliskipulagi (01.151.5) Mál nr. SN170076
Bergur Þorsteinsson Briem, Noregur,
lögð fram umsókn Bergs Þorsteinssonar Briem, mótt. 30. janúar 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.151.5 vegna lóðarinnar nr. 10 við Lindargötu samkvæmt uppdr. Bergs Þorsteinssonar Briem, dags. 29. nóvember 2016, síðast breytt 29. mars 2017. Í breytingunni felst að Lindargata 10 verði gert upp og fært sem næst í upprunalegt horf, ný viðbygging verði byggð milli Lindargötu 10 og Lindargötu 12 og að nýtt lítið hús verði byggt upp að brunagafli Smiðjustígs 12. Einnig er lögð fram greinargerð Bergs Þorsteinssonar Briem, dags. 30. janúar 2017 og bréf Minjastofnunar Íslands, dags. 1. júlí 2015 og 12. júlí 2016.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
16. Austurbakki 2, reitur 2, breyting á deiliskipulagi (01.11) Mál nr. SN170178
PKdM Arkitektar ehf., Brautarholti 4, 105 Reykjavík
REYKJAVÍK DEVELOPMENT ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Lagt fram erindi PKdM Arkitektar ehf., mótt. 27. febrúar 2017, varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Austurbakka 2 er varðar reit 2 sem felst í aukningu á byggingarmagni ofanjarðar á reit 2, samkvæmt uppdr. Batterísins Arkitekta ehf,. dags. 15. desember 2016, breyttur 29. mars 2017. Einnig er lögð fram greinargerð hönnuðar, dags. 21. febrúar 2017.
Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.
Samþykkt að falla frá frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
17. Kringlan, hugmyndasamkeppni (01.721) Mál nr. SN170316
Kynnt drög að samkeppnislýsingu Reykjavíkurborgar og Reita, dags. 1. apríl 2017, um lokaða hugmyndasamkeppni með forvali er að ræða - fyrir skipulagssvæði sem afmarkast af Miklubraut, Kringlumýrarbraut, Listabraut og eystri hluta þeirrar götu sem liggur í "U" um svæðið út frá Listabraut og ber sama nafn og verslunarmiðstöðin Kringlan.
Kynnt.
Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
19. Hverfisskipulag 3, Hlíðar, kynnt staða vinnu (03.1) Mál nr. SN170313
Kynnt staða vinnu við hverfisskipulag 3, Háteigshverfi, Hlíðarhverfi og Öskjuhlíðarhverfi. Einnig kynnt drög að skilmálum fyrir núverandi íbúðabyggð.
Kynnt.
Ævar Harðarson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
20. Hverfisskipulag 5, Háaleiti-Bústaðir, kynnt staða vinnu (05.1) Mál nr. SN170312
Kynnt staða vinnu við hverfisskipulag 6, Háaleiti - Múlar, Kringlan, Hvassaleiti, Leiti og Gerði, Bústaða- og Smáíbúðahverfi og Fossvogshverfi - Blesugróf. Einnig kynnt drög að skilmálum fyrir núverandi íbúðabyggð.
Kynnt.
Ævar Harðarson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 14.00 víkur Herdís Anna Þorvaldsdóttir af fundi.
21. Hverfisskipulag 6, Breiðholt, kynnt staða vinnu (06.1) Mál nr. SN170310
Kynnt staða vinnu við hverfisskipulag 6, Neðra Breiðholt, Seljahverfi og Efra Breiðholt. Einnig kynnt drög að skilmálum fyrir núverandi íbúðabyggð.
Kynnt.
Ævar Harðarson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(B) Byggingarmál
22. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 918 frá 4. apríl 2017.
(C) Fyrirspurnir
23. Hafnarstræti 18, (fsp) hækkun húss, rífa skúr á baklóð, viðbygging o.fl. (01.140.3) Mál nr. SN170032
Sjöstjarnan ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík
Páll V Bjarnason, Laufásvegur 7, 101 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Páls V. Bjarnasonar, mótt. 12. janúar 2017, um að hækka húsið á lóð nr. 18 við Hafnarstræti, rífa skúra á baklóð, grafa kjallara undir húsið og byggja viðbyggingu aftan við húsið að austanverðu, samkvæmt uppdr. Páls V. Bjarnasonar, dags. 11. janúar 2017. Einnig er lagt fram minnisblað verkfræðistofunnar Hnit varðandi jarðaefnarannsóknir fyrir Hafnarstræti 17-19, dags. 13. apríl 2015, umsagnir Minjastofnunar Íslands, dags. 4. og 18. janúar 2017, og drög að framkvæmdaáætlun Páls V. Bjarnasonar, dags. 16. febrúar 2017. Jafnframt er lagt fram minnisblað verkfæðistofunnar Hnit, ódags. ásamt uppdrætti af prufuholum. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. apríl 2017.
Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við að fyrirspyrjandi sækji um breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurnina, á eigin kostnað.
Borghildir Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
24. Snorrabraut 56, (fsp) hækkun húss (01.193) Mál nr. SN170090
Richard Ólafur Briem, Kringlan 19, 103 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn VA arkitekta ehf., mótt. 6. febrúar 2017, varðandi hækkun hússins á lóð nr. 56 við Snorrabraut um eina fulla hæð og aðra inndregna, samkvæmt meðfylgjandi skissu. Einnig er lögð fram umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 3. mars 2017 og umsögn Minjastofnunar Íslands, dags 14. mars 2017. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. mars 2017.
Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við að fyrirspyrjandi sæki um breytingu á deiliskipulagi með þeim ábendingum og leiðbeiningum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. mars 2017.
Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(D) Ýmis mál
25. Umhverfis- og skipulagsráð, páskar 2017 Mál nr. US170133
Lagt er til að fundir umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur falli niður dagana 12. og 19. apríl 2017.
26. Umhverfis- og skipulagssvið, skuldbindingar vegna fjárhagsáætlunar 2018-2022 og áhættur í rekstri árið 2018 Mál nr. US170139
Kynntar skuldbindingar umhverfis- og skipulagssviðs vegna fjárhagsáætlunar 2018-2022 og áhættur í rekstri árið 2018.
27. Umhverfis- og skipulagssvið, tímaáætlun fyrir greiningu þjónustuþátta Mál nr. US170140
Kynnt tímaáætlun umhverfis- og skipulagssviðs fyrir greiningu þjónustuþátta skv. aðferðafræði kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar.
28. Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup Mál nr. US130118
Lagt fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í janúar 2017.
29. LED-skilti, starfshópur Mál nr. SN170096
Lögð fram skýrsla stýrihópur vegna LED skilta dags. í mars 2017.
Umhverfis og skipulagsráð felur umhverfis og skipulagssviði að stofna starfshóp, með fulltrúum og meirihluta og minnihluta, til að móta stefnu um skiltamál Reykjavíkurborgar sem byggjast m.a. á stefnumótun Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030. Í stefnumótunarvinnunni verði m.a. tekin afstaða til LED skilta, hvort slík skilti eigi heima innan Reykjavíkur eða ekki og hver kostnaður borgarinnar við eftirlit slíkra skilta gæti orðið. Á meðan stefnumótunarvinnu stendur yfir er heimilt að gefa tímabundið leyfi fyrir skilti, að hámarki 1 eitt ár. Núverandi LED skilti sem hafa verið sett upp án tilskilinna leyfa og ekki fá tímabundið leyfi, skal fjarlægja.
Herdís Anna Þorvaldsdóttir og Gísli Garðarsson taka sæti í stýrihópnum.
Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
30. Norðlingabraut 6, málskot (04.732.6) Mál nr. SN160856
Arkþing ehf., Bolholti 8, 105 Reykjavík
Lagt fram málskot Helga M. Hallgrímssonar, dags. 11. nóvember 2016, vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 21. október 2016 varðandi breytingu á notkun lóðarinnar nr. 6 við Norðlingabraut úr atvinnustarfsemi í íbúðir, samkvæmt frumtillögu Arkþings ehf., ódags. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. mars 2017.
Fyrri afgreiðsla skipulagsfulltrúa frá 21. október 2016 staðfest.
Ævar Harðarson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
31 Húsverndarsjóður Reykjavíkur 2017, úthlutun styrkja 2017 Mál nr. US170008
Kynnt tillaga umhverfis- og skipulagsviðs að úthlutun styrkja úr Húsverndarsjóði árið 2017.
Samþykkt
Vísað til borgarráðs.
Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
32. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Hleðsluaðstaða fyrir rafbíla Mál nr. US170127
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 22. mars 2017 var lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins .
"Umhverfs- og skipulagsráð samþykkir að hefja undirbúning þess að skipulag á nýjum lóðum í borginni taki mið af því að íbúar þurfi að geta hlaðið rafbíla og hjól. Sérstaklega þarf að huga að því hvernig með slíkt verður farið í fjölbýlishúsum."
Samþykkt.
Vísað til meðferðar hjá embætti byggingarfulltrúa.
33. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, innleiða menningarstefnu inn í skipulag Mál nr. US170128
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 22. mars 2017 var lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins .
"Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að skoða hvernig innleiða má menningarstefnu borgarinnar inn í skipulag með árangursríkari hætti en verið hefur. Skoða verði hvernig hægt er að draga einkenni hverfanna fram og hvort styrkja megi svæði ákveðnum ákveðnum menningarverkefnum. Þannig mætti til dæmis skipuleggja sérstök svæði tileinkuð tónlist eða hönnun og margt fleira í þeim dúr."
Frestað.
34. Tillaga fulltrúa Sjálfsæðisflokksins, viðmið um skuggavarp vegna hæðar og staðsetningu trjáa Mál nr. US170132
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 29. mars 2017 lögðu fulltrúar sjálfstæðisflokksins leggja til að Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur verði gert skoða hvort setja megi viðmið um skuggavarp vegna hæðar og staðsetningu trjáa í þéttri byggð til tryggja birtu í görðum og hýbýlum fólks og þar með grunn lífsgæði.
Vísað til umsagnar skrifstofu umhverfisgæða.
35. Traðarland 10-16, nr. 12, kæra 34/2017, umsögn (01.871.5) Mál nr. SN170271
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 23. mars 2017 ásamt kæru, þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa fyrir breytingum og viðbyggingum að Traðarlandi 12. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 24. mars 2017.
36. Kjalarnes, Saurbær, kæra 142/2016, umsögn (31.5) Mál nr. SN160824
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 2. nóvember 2016, ásamt kæru, dags. 1. nóvember 2016, þar sem kærð er synjun Reykjavíkurborgar um samþykki fyrir stækkun spildunnar Skarðarás, fnr. 208-5443, og skráningu mannvirkis úr spennistöðvarhúsi í íbúðarhúsnæði. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 29. mars 2017.
37. Vegamótastígur 7 og 9, kæra 17/2017, umsögn, úrskurður (01.171.5) Mál nr. SN170097
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 6. febrúar 2017, ásamt kæru þar sem kært er byggingarleyfi vegna framkvæmda við Vegamótastíg 7 og 9. Gerð er krafa um stöðvun framkvæmda. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 7. mars 2017. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 31. mars 2017. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúa frá 18. október 2016 um að samþykkja byggingarleyfi fyrir byggingum á lóðunum Vegamótastíg 7 og 9.
38. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, örva innleiðingu vistvænna lausna með tilliti til loftslagsstefnunnar Mál nr. US170141
Umhverfis- og skipulagsráð samþykki að skoða hvernig innleiða megi hvata í skipulagið á uppbyggingarsvæðum borgarinnar í því skyni að örva innleiðingu vistvænna lausna með tilliti til loftslagsstefnunnar meðal annars. Einnig verði skoðað hvort skilgreina megi næsta nýtt hverfi innan Reykjavíkur sérstaklega fyrir vistvænar nýjungargjarnar lausnir þar sem jafnvel yrðu settar meiri kröfur til aðila sem fá úthlutuðum lóðum.
Frestað.
Fundi slitið kl. 15.05.
Hjálmar Sveinsson
Magnea Guðmundsdóttir Sverrir Bollason
Gísli Garðarsson Ólafur Kr. Guðmundsson
Guðfinna J. Guðmundsdóttir
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2017, þriðjudaginn 4. apríl kl. 10.09 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 918. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Björgvin Rafn Sigurðarson, Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Halldóra Theódórsdóttir, Olga Hrund Sverrisdóttir, Óskar Torfi Þorvaldsson og Sigríður Maack.
Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Arnarbakki 1-3 (04.632.201) 111860 Mál nr. BN052549
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi þannig að mötuneytiseldhús er fært og stækkað í skóla á lóð nr. 1-3 við Arnarbakka.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
2. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN052225
Austurhöfn ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050486 sem felst m.a. í því að umfangi og formi húsa hefur verið breytt, bætt við hæð í bílakjallara, yfirbyggð göngugata fjarlægð og íbúðum fækkað úr 106 í 71 í verslunar- og íbúðarhúsi á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 27. janúar 2017 fylgir erindinu.
Stækkun: A-rými: 358 ferm., 1.064,9 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
3. Austurstræti 14 (01.140.409) 100852 Mál nr. BN052615
Reitir IV ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051998, m.a. tilfæringum á ræstiklefum og í eldhúsi á 1. hæð ásamt stækkun á starfsmannaaðstöðu í kjallara og færslu á geymslurýmum í húsi á lóð nr. 14 við Austurstræti.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
4. Ásendi 17 (01.824.107) 108397 Mál nr. BN052289
Khai Van Nguyen, Ásendi 17, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir hurð út úr sökkulrými í kjallara á suðurhlið einbýlishúss á lóð nr. 17 við Ásenda.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 17. febrúar 2007 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. febrúar 2017 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 9. mars 2017.
Stækkun: 164,5 ferm., 139,3 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
5. Barónsstígur 18 (01.174.214) 101617 Mál nr. BN052047
Yngvi Finndal Heimisson, Barónsstígur 18, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í því að stigi milli kjallara og 1. hæðar hefur verið fjarlægður og íbúð breytt í tvær gistiíbúðir í notkunarflokki 4 í húsi á lóð nr. 18 við Barónsstíg.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
6. Borgartún 41 (01.349.-99) 104109 Mál nr. BN052372
Íslandssjóðir hf., Kirkjusandi 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til niðurrifs á matshlutum 01, 04, 05, 08 og 10 á lóð nr. 41 við Borgartún.
Niðurrif:
Fastanr. 201-7209, mhl. 01 0101; 442,0 ferm., 2.466,0 rúmm.
Fastanr. 201-7209, mhl. 04 0101; 317,0 ferm., 1.595,0 rúmm.
Fastanr. 201-7209, mhl. 05 0101; 317,0 ferm., 1.595,0 rúmm.
Fastanr. 201-7209, mhl. 10 0101; 2.478,0 ferm., 10.231,0 rúmm.
Jafnframt er lagður fram tölvupóstur frá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 3. apríl 2017.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Að loknu niðurrifi skal yfirborð sléttað.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
7. Brúnaland 2-40 3-21 (01.852.002) 108765 Mál nr. BN052548
Kristín Auður Sophusdóttir, Ánaland 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta útgrafið rými í kjallara og gera tómstundaherbergi, geymslu og baðherbergi ásamt því að grafa frá húshlið að norðanverðu og gera tröppur og inngang að kjallara í húsi á lóð nr. 21 við Brúnaland.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 31. mars 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. mars 2017.
Stækkun: A-rými x ferm., x rúmm. C-rými x ferm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
8. Dragháls 18-26 (04.304.304) 111022 Mál nr. BN052369
Lóuþing ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN050004, til að byggja einnar hæðar staðsteypta viðbyggingu sem nota á sem geymslu við austurhlið húss á lóð nr. 18-26 við Dragháls/Fossháls.
Tölvupóstur frá hönnuði þar sem hann óskar eftir að breyta um umsækjanda og greiðanda dags. 27. feb. 2017 fylgir erindinu.
Viðbygging: 319,7 ferm., 2.028,7rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
9. Dunhagi 18-20 (01.545.113) 106483 Mál nr. BN052641
D18 ehf., Borgartúni 24, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjölga hæðum úr 3. í 4. hæðir, byggja viðbygginu við fyrstu hæð og kjallara, minnka íbúðir og fjölga úr ? í ?, koma fyrir hjólastólalyftu utan á húsið og rífa niður bílskúra sem eru á lóðinni nr. 18 - 20 við Dunhaga.
Niðurrif bíllskúra XX ferm., XX rúmm.
Stækkun viðbyggingu og 4 hæð : XX ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
10. Efstasund 65 (01.410.111) 104994 Mál nr. BN052542
Stefán Róbert Steed, Efstasund 65, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja núverandi þak, byggja nýja þakhæð, endursteypa svalir ásamt minni breytingu á innra skipulagi í mhl. 01 ásamt því að hækka bílskúr, mhl. 02, í húsi á lóð nr. 65 við Efstasund.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 31. mars 2017 fylgir erindinu.
Stækkun A-rými 91,2 ferm., 266,3 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
11. Eiríksgata 17 (01.195.214) 102606 Mál nr. BN052612
Almenna E slhf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja svalir á íbúðir 0101 og 0201 á austurhlið og á íbúð 0301, sem er þakhæð, á norðurhlið, ásamt því að breyta notkunarflokki í flokk 4 og notkun í gististað í flokki II í húsi á lóð nr. 17 við Eiríksgötu.
Jafnframt er erindi BN049684 sem er nýlega samþykkt dregið til baka.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 31. mars 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. mars 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
12. Engjavegur 13 (01.392.001) 172992 Mál nr. BN052636
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa niður mhl. 08 0101 sem er Hafrafell, starfsmannaaðstaða í Húsdýragarðinum á lóð nr. 13 við Engjaveg.
Niðurrif samtals: 160,7ferm., 668,0 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
13. Faxafen 12 (01.466.102) 195610 Mál nr. BN052002
Mobility Flex ehf., Síðumúla 14, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta líkamsræktarstöð á 2. hæð, byggja millipall og setja hurð milli brunahólfa/eignarhluta fyrir flóttaleið ásamt því að setja skilti á austurhlið í húsi á lóð nr. 12 við Faxafen.
Stækkun: Milliloft 40,9 rúmm.
Samþykki eigenda 0202 og 0211 dags. í febrúar 2017 fylgir erindi.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
14. Fiskislóð 31 (01.089.101) 209683 Mál nr. BN052435
Sjávarbakkinn ehf., Suðurlandsbraut 4A, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka þakhæð, einnig er gerð grein fyrir áður gerðum milligólfum í húsi á lóð nr. 31 við Fiskislóð.
Stækkun: 1.361,3 ferm., 1.573,9 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.
15. Fiskislóð 53-69 (01.087.401) 100008 Mál nr. BN052476
Kaffibrugghúsið ehf., Öldugötu 42, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050790 þannig að einungis er sótt um innréttingu kaffibrennslu í húsi 57-59 á lóð nr. 53-69 við Fiskislóð.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
16. Fjólugata 21 (01.185.512) 102202 Mál nr. BN052630
Jón Karl Friðrik Geirsson, Einholt 10, 105 Reykjavík
Ellert B Sigurbjörnsson, Fjólugata 21, 101 Reykjavík
Sótt er um breytingu á erindi BN052279 sem felst í leiðréttingu á hurð í íbúð 0201 og brunamerkingum í húsi á lóð nr. 21 við Fjólugötu.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrgðaraðilar. Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
17. Fossaleynir 1 (02.456.101) 190899 Mál nr. BN052523
Knatthöllin ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja áfanga 6 sem er 2.300 ferm. íþróttahús úr forsteyptum samlokueiningum með sjónsteypuáferð staðsett austan við fimleikahús á suðurhlið Egilshallar á lóð nr. 1 við Fossaleyni.
Stækkun mhl. 01A: A-rými 2.499,3 ferm., 23.491,0 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.
18. Friggjarbrunnur 51 (02.693.101) 205822 Mál nr. BN052509
Bygg Ben ehf, Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN049156, sett er inn kvöð um aðkeyrslu að bílgeymslu yfir lóð 47A, útfærslu svala 0404 breytt, innra skipulagi kjallara breytt og komið fyrir sorpgeymslu á lóð fjölbýlishúss nr. 51 við Friggjarbrunn.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Skipulagsferli ólokið.
19. Garðastræti 13A (01.136.527) 100616 Mál nr. BN052424
Jóhann B Kristjánsson, Álfaland 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta tannlæknastofu á 1. hæð í rými 0102 aftur í íbúð í húsi á lóð nr. 13A við Garðastræti.
Stærðarbreytingar: 5,2 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
20. Grenimelur 8 (01.541.308) 106338 Mál nr. BN052433
Hrefna Ólafsdóttir, Grenimelur 8, 107 Reykjavík
Stefán Sigurðsson, Grenimelur 8, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka og endurgera þakhæð ásamt því að setja nýjar svalir á 1. og 2. hæð í húsi á lóð nr. 8 við Grenimel.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 31. mars 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. mars 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
21. Hafnarstræti 1-3 (01.140.005) 100817 Mál nr. BN052631
Strjúgur ehf., Rúgakur 1, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki III, teg. A á 1. hæð í austurenda Fálkahússins og fjölga gluggum á viðbyggingu á norðurhlið hússins, sjá erindi BN050841, á lóð nr. 1-3 við Hafnarstræti.
Með erindi BN050841 fylgdi hljóðvistarskýrsla og umsögn Minjastofnunar Íslands
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
22. Hagamelur 67 (01.525.007) 106064 Mál nr. BN052647
Fisherman ehf., Aðalgötu 15, 430 Suðureyri
Blómagallerí ehf., Hagamel 67, 107 Reykjavík
Úlló ehf., Aflagranda 35, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi rýmis 0101 þannig að bókabúð og kaffihús breytt í fiskverslun á lóð nr. 67 við Hagamel.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
23. Hamar úr Úlfarsfellsl (97.003.110) 125515 Mál nr. BN052637
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindi BN039150 þar sem farið var fram á að rífa og fjarlægja svínahús úr steinsteypu og timbri á lóð Hamars úr Úlfarsfellslandi.
Stærð niðurrifs: fastanúmer 208-4972 mhl. 05 merkt 0101, svínahús 818,1 ferm., 2.410 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
24. Hestháls 6-8 (04.323.101) 111035 Mál nr. BN052646
BL ehf., Sævarhöfða 2, 110 Reykjavík
EGG fasteignir ehf., Sævarhöfða 2, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að reisa tveggja hæða stálgrindarhús á steyptum undirstöðum með milliplötu úr forsteyptum holplötueiningum, mhl. 02, á lóð nr. 6 - 8 við Hestháls
Bréf frá hönnuði dags. 28. mars 2017 og bréf frá burðarvirkishönnuði dags. 28. mars. 2017
Stærðir húss er : 2.766,0 ferm., 11.725,5 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
25. Hlíðarendi 6-10 (01.628.801) 106642 Mál nr. BN052648
Knattspyrnufélagið Valur, Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að lagfæra ofanvatnslagnir við aðalleikvang með því auka drenlögn innan við stoðvegg til að forðast jarðvinnu frá Flugvallarvegi á lóð nr. 6- 10 Hliðarenda.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
26. Hlyngerði 7 (01.806.307) 107801 Mál nr. BN052626
Hörður Stefán Harðar, Hlyngerði 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja geymslu við norðurhlið, einnig er gerð grein fyrir áður gerðum stoðveggjum við norður- og austurhlið einbýlishúss á lóð nr. 7 við Hlyngerði.
Jafnframt er erindi BN051518 dregið til baka.
Erindi fylgir samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða, Hlyngerðis 5 og Furugerðis nr. 6 og 8 áritað á uppdrátt.
Stærð: 23 ferm., 57,8 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.
27. Holtavegur 6 (01.409.401) 104961 Mál nr. BN052472
Festing ehf., Kjalarvogi 7-15, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og innrétta 21 gistiherbergi fyrir 42 gesti á 2. hæð í húsinu á lóð nr. 6 við Holtaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 31. mars 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. mars 2017.
Gjald kr. 11.000
Synjað.
Með vísan í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. mars 2017.
28. Hringbraut Landsp. (01.198.901) 102752 Mál nr. BN052467
Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta um glugga í suðurhlið kvennadeildar og stækka þá lítillega á 2. og 3. hæð, ásamt því að klæða útveggi með loftræstri álklæðningu mhl. 05 á lóð Landspítalans við Hringbraut.
Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 30. mars 2017.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
29. Hverfisgata 85 (01.154.315) 101129 Mál nr. BN052367
Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 70 íbúða fjölbýlishús á 5 hæðum auk 2ja hæða bílakjallara á lóð nr. 85 við Hverfisgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. febrúar 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. febrúar 2017.
Stærðir:
Mhl. 01: A-rými 8.695,8 ferm., 27.773,9 rúmm. B-rými 657,2 ferm., x rúmm.
Mhl. 02: A-rými 20,8 ferm., 85,2 rúmm.
Gjald 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
30. Hverfisgata 92 (01.174.007) 101563 Mál nr. BN052663
Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu fyrir fjölbýlishús á lóð nr. 92 við Hverfisgötu sbr. erindi BN052439.
Samþykkt.Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
31. Hörpugata 10 (01.635.704) 106695 Mál nr. BN052632
Þórdís Anna Oddsdóttir, Hörpugata 10, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta útliti með því að bæta við gluggum, opna út á verönd og breyta innra skipulagi, ásamt áður gerðum breytingum sem felst í kvisti á austurhlið í húsi á lóð nr. 10 við Hörpugötu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
32. Kistumelur 22 (34.533.101) 206630 Mál nr. BN052610
Íslenska gámafélagið ehf., Gufunesi, 112 Reykjavík
Sótt er um breytingar á áður samþykktu erindi BN035873 vegna lokaúttektar sem felast í breytingum á innra skipulagi og flóttaleiðum í húsi á lóð nr. 22 við Kistumel.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
33. Krókháls 5-5G (04.323.401) 111039 Mál nr. BN052595
Nafir ehf, Dalvegi 2, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að rífa niður milliloft úr húsum 5D og 5E þannig að einungis eru eftir tæknirýmin og settar eru fjórar vöruhurðir á suðurhlið sömu húsa 5D og 5C á lóð nr. 5-5G við Krókháls.
Minnkun vegna niðurrifs á millipöllum er: XX ferm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
34. Lambhagavegur 19 (02.683.401) 208852 Mál nr. BN052665
Safari hjól ehf., Skútuvogi 1 b, 104 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir undirstöður fyrir gróðurhús á lóðinni nr. 19 við Lambhagaveg sbr. erindi BN051044.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 9. júní 2016 varðandi gróður, ljósmengun og hljóð.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
35. Laugavegur 30 (01.172.211) 101466 Mál nr. BN052650
VSG-Eignir ehf., Laugavegi 51, 101 Reykjavík
Saman ehf., Skútuvogi 1e, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka eldhús veitingastaðar í flokki ? - teg. ? með því að fækka salernum um eitt samhliða því að fjölga gestum úr 30 í 36 gesti í húsinu á lóð nr. 30 við Laugaveg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
36. Laugavegur 59 (01.173.019) 101506 Mál nr. BN052606
Vesturgarður ehf., Laugavegi 59, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051424, m. a. breyta innra skipulagi kjallara og koma fyrir nýju tæknirými fyrir loftræsingu, breyta innra skipulagi veitingastaðar á 2. hæð og koma fyrir glerlokunum á svölum á 3. og 4. hæð íbúðar- og atvinnuhúss á lóð nr. 59 við Laugaveg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
37. Laugavegur 74 (01.174.207) 101610 Mál nr. BN052550
Laug ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík
Sótt er um breytingu á áður samþykktu erindi BN052035 sem felst í því að vatnsúðakerfi í veitingasal er fellt út í húsi á lóð nr. 74 við Laugaveg.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
38. Lautarvegur 6 (01.794.303) 213567 Mál nr. BN052616
Arður ehf., Öldugötu 26, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða steinsteypt fjölbýlishús með þremur íbúðum og tvöfaldri bílgeymslu á lóð nr. 6 við Lautarveg.
Stærð A-rými 552 ferm., 1.736,5 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
39. Lágaleiti 2 (01.745.201) 224636 Mál nr. BN052547
Skuggi 4 ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjölbýlishús, mhl. 03, 04 og 05, 2-4 hæðir með 93 íbúðum sem tengjast bílakjallara á lóð nr. 2 við Efstaleiti.
Erindi fylgir greinargerð um hljóðvist frá Eflu dags. 9. mars 2017.
Stærð: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
40. Lágaleiti 5-15 (01.745.201) 224636 Mál nr. BN052546
Skuggi 4 ehf., Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja tvö steinsteypt, 5 og 6 hæða fjölbýlishús með 67 íbúðum sem einnig mun hýsa verslunar- og þjónusturými og veitingastað í flokki ll - teg. a með útiveitingum, mhl. 01 og mhl. 02, ásamt bílakjallara fyrir 133 bíla, mhl. 06, sem mun einnig þjóna mhl. 03, 04 og 05 á lóð nr. 2 við Efstaleiti.
Erindi fylgir greinargerð um hljóðvist frá Eflu dags. 9. mars 2017
Stærðir:
Mhl.01 2.231,6 ferm., 6.904,4 rúmm.
Mhl.02 5.379,3 ferm., 15.647,6 rúmm.
Mhl.06 4.273,4 ferm., 14.615,0 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
41. Lækjargata 6B (01.140.509) 100869 Mál nr. BN052471
Reykjavík Rent ehf, Hverfisgötu 105, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi vegna brunavarna í gistiheimili á lóð nr. 6B við Lækjargötu.
Gjald kr. 11.000 + 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
42. Njálsgata 13B (01.182.131) 101845 Mál nr. BN052628
Kristján Knud Haagensen, Njálsgata 13b, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN037704 í húsi á lóð nr. 13B við Njálsgötu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
43. Safamýri 46-50 (01.286.101) 103743 Mál nr. BN052540
Emilija Aleksandraviciene, Safamýri 46, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051705 þannig að svalahurð opnast inn í stofu íbúðar í kjallara húss nr. 46 á lóð nr. 46-50 við Safamýri.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
44. Seljavegur 2 (01.130.105) 100117 Mál nr. BN052503
Seljavegur ehf, Bæjarlind 2, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að rífa mhl. 04 og hluta mhl. 02, sameina mhl. 02 og 03, byggja milligólf, nýja hæð ofaná bakhús, inndregna 5. hæð ofaná framhús og innrétta gististað í flokki V, teg. a fyrir 304 gesti í 146 herbergjum og veitingastað í flokki II, teg. a í húsi á lóð nr. 2 við Seljaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 31. mars 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. mars 2017.
Niðurrif:
Mhl.02 (hluti) 1.663,2 ferm., 6.238,5 rúmm.
Mhl.04 (allur) 854,9 ferm., 4.180,0 rúmm.
Stækkun:
Mhl.01 0,0 ferm., 0,0 rúmm.
Mhl.02 (mhl.02 og 03 sameinaðir) 2.254,5 ferm., 3.627,0 rúmm.
Breyting á heildar stærðum: -582,3 ferm., -12.387,7 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og athugasemda í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. mars 2017.
45. Skaftahlíð 38 (01.274.102) 103641 Mál nr. BN051894
Skaftahlíð 38,húsfélag, Skaftahlíð 38, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður samþykktu erindi BN049772 þar sem leiðrétt er grunnmynd rishæðar í fjölbýlishúsi á lóð nr. 38 við Skaftahlíð.
Stækkun: 4.9 ferm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
46. Skógarhlíð 6 (01.703.003) 107071 Mál nr. BN052276
Ríkissjóður Íslands, Vegmúla 3, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi í húsi á lóð nr. 6 við Skógarhlíð.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
47. Skólavörðustígur 16 (01.181.004) 101728 Mál nr. BN052627
Sipal ehf., Móvaði 37, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á íbúðum fastnr. 200-5850 mhl. 01 0401 og 200-5851 mhl. 01 0501 sem felast í breytingum á innra skipulagi í húsinu á lóð nr. 16 við Skólavörðustíg.
Samþykki meðeiganda hús flygir erindinu dags. 24 mars. 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
48. Skólavörðustígur 43 (01.182.314) 101911 Mál nr. BN052502
Prikið ehf, Bankastræti 12, 101 Reykjavík
Reykjavík Rent ehf, Hverfisgötu 105, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta íbúð í verslunarrými í mhl. 01 á lóð nr. 43 við Skólavörðustíg .
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
49. Skúlagata 14-16 (01.152.301) 101036 Mál nr. BN052226
Sigurður Gísli Pálmason, Vatnsstígur 16-18, 101 Reykjavík
Guðmunda Helen Þórisdóttir, Vatnsstígur 16-18, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi íbúðar 1701 í fjölbýlishúsinu Vatnsstíg 18, mhl. 10 á lóð nr. 14-16 við Skúlagötu.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
50. Snorrabraut 37 (01.240.301) 102987 Mál nr. BN052613
MSG ehf, Háuhlíð 10, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, byggja slétt gólf í fyrrum bíósal og innrétta sýningarrými þar, aðlaga húsið að algildri hönnun og innrétta veitingastað í flokki II á efri hæð í húsi á lóð nr. 37 við Snorrabraut.
Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 28. mars 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
51. Suðurgata 29 (01.142.203) 100929 Mál nr. BN052349
Stay ehf., Einholti 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051178, svalir eru færðar á suðausturhorn og gerðar dyr úr stofu einbýlishúss á lóð nr. 29 við Suðurgötu.
Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 31. janúar 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
52. Suðurlandsbraut 6 (01.262.102) 103516 Mál nr. BN051601
Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á mhl. 03 innanhúss á hæðum 3, 5, 6 og 7 í húsi á lóð nr. 6 við Suðurlandsbraut.
Erindi fylgir minnisblað um brunavarnir dags. 17. janúar 2017.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Hvorki er skráð verktrygging á verkið né ábyrgðaraðilar. Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
53. Súðarvogur 3 (01.451.401) 105601 Mál nr. BN052625
Hannes Frímann Sigurðsson, Þorláksgeisli 122, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa mhl. 12, 13, 21, og 24 á lóð nr. 3 við Súðarvog.
Stærðir sem verið er að rífa eru :
Mhl. 12 0101 vörugeymsla er 2.086,6 ferm., 19.249,0 rúmm.
Mhl. 13 0101 vörugeymsla er 1.515,0 ferm., 7.777,0 rúmm.
Mhl. 21 0101 vörugeymsla er 995,0 ferm., 4.055,0 rúmm.
Mhl. 24 0101 opið skýli er 630,0 ferm., 000,0 rúmm.
Samtals: 4.766,6 ferm., 29.701,0 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
54. Túngata 26 (01.137.201) 100655 Mál nr. BN052605
Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að einangra að utan og klæða með læstri málmklæðningu, fjarlægja timburglugga og setja í staðinn hvíta álglugga með ólituðu sólvarnargleri, ásamt því að einangra þak betur og þekja með hellum anddyrisbyggingu Landakotsspítala á lóð nr. 26 við Túngötu.
Lögð er fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 14. mars 2017.
Bréf hönnuðar dags. 21. mars 2017 og umsögn burðarvirkishönnuðar um ástand anddyrisbyggingarinnar dags. 21. mars. 2017 fylgja erindinu.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
55. Úlfarsbraut 82 (02.698.603) 205744 Mál nr. BN052609
Seres byggingafélag ehf., Logafold 49, 112 Reykjavík
Sótt er um breytingu á áður samþykktu erindi BN051319 sem felast í því að hætt er við bogadregið þakskyggni ofan á þaki og gluggum á vesturhlið er breytt ásamt því að hætt er við stoðveggi á lóð í húsi á lóð nr. 82 við Úlfarsbraut.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
56. Vitastígur 7 (01.174.031) 101578 Mál nr. BN052495
Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu á baklóð og breyta innra skipulagi í þríbýlishúsi á lóð nr. 7 við Vitastíg.
Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 14. mars 2017 og minnisblað um brunavarnir frá Lotu dags. 17. mars 2017.
Stækkun: 90,3 ferm., 254,6 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
57. Þarabakki 3 (04.603.702) 111729 Mál nr. BN052391
Félag Drúida á Íslandi, Síðumúla 1, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta burðarvirki í rými 0001 í kjallara sem felst í því að loka núverandi stigagati, færa stiga og setja lyftu milli kjallara og 1. hæðar og saga ný göt í plötu, fjarlægja tvær burðarsúlur og setja í stað þeirra tvær stálsúlur í vegg, auk þess að breyta innra fyrirkomulagi í rýmum 0001 og 0101 í húsi á lóð nr. 3 við Þarabakka.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 15.01.2017 fylgir erindi ásamt samþykki meðeigenda dags. 17.02.2017.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
58. Þórsgata 9 (01.181.111) 101747 Mál nr. BN052516
Helga Rakel Stefnisdóttir, Espigerði 2, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á erindi BN048702 vegna lokaúttektar í húsi á lóð nr. 9 við Þórsgötu.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
59. Þverholt 15 (01.292.301) 215990 Mál nr. BN052535
Búseti húsnæðissamvinnufélag, Síðumúla 10, 108 Reykjavík
Sótt er um breytingar á erindi BN049057 sem felast í því að svalaskýli eru felld út og gerðar aðrar smávægilegar breytingar í mhl. 01, 02, 06 og 10 á lóð nr. 15 við Þverholt.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
60. Öldugata 33 (01.137.008) 100640 Mál nr. BN052611
Ámundi Sigurðsson, Öldugata 33, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka ris, byggja svalir í þak, breyta inngangi og innra skipulagi tvíbýlishúss á lóð nr. 33 við Öldugötu.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. september 2016.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Ýmis mál
61. Krókháls 13 (04.140.801) 110738 Mál nr. BN052654
Krókháls 13 ehf., Krókhálsi 11, 113 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á breytingu á lóðamörkum lóðarinnar Krókháls 13 samanber meðfylgjandi breytinga- og lóðarblöð, 4.140.8, dagsett 30.03.2017.
Lóðin Krókháls 13 (staðgr. 4.140.801, landnr.110738 ) er 3000 m².
Bætt 7074 m² við lóðina Krókháls 13 frá óútvísaða landinu (landnr. 221449).
Lóðin Krókháls 13 (staðgr. 4.140.801, landnr.110738) verður 10074 m².
Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í borgarráði þann 20. 10. 2016, á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22.12.2016 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 27. 01. 2017. Sjá einnig meðfylgjandi afrit af tölvupósti frá Berki Grímssyni frá 13.3.2017.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
Fyrirspurnir
62. Brekkugerði 9 (01.804.203) 107735 Mál nr. BN052634
Inex ehf., Skipholti 15, 105 Reykjavík
Spurt er hvað þurfi að gera til þess að breyta eign aftur í tvær eignir, en eignin hefur frá upphafi verið tvær eignir en FMR hefur skráð hana sem eina eign án vitundar eiganda.
Afgreitt.
Með vísan í leiðbeiningar á fyrirspurnarblaði.
63. Kaplaskjólsvegur 31 (01.525.005) 106062 Mál nr. BN052659
Jóhanna Arnórsdóttir, Kaplaskjólsvegur 31, 107 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að setja svalalokun á suðvesturvalir með 90 % opnun á íbúð 0401 í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 31 við Kaplaskjólsveg.
Jákvætt.
Miðað við leiðbeiningar á fyrirspurnarblaði.
Sækja þarf um byggingarleyfi.
Fundi slitið kl. 13.30
Björgvin Rafn Sigurðarson
Nikulás Úlfar Másson Sigrún Reynisdóttir
Sigríður Maack Halldóra Theódórsdóttir
Óskar Torfi Þorvaldsson Olga Hrund Sverrisdóttir