Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2017, miðvikudaginn 22. mars kl. 9.15, var haldinn 185. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Kerhólar. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Torfi Hjartarson, Halldór Halldórsson, Áslaug María Friðriksdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Sigurborg Ó Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson ,Björn Axelsson, Nikulás Úlfar Másson, Þorsteinn Hermannsson, Hrefna Þórsdóttir og Marta Grettisdóttir.
Fundarritari er Harri Ormarsson.
Dagskrá:
(E) Umhverfis- og samgöngumál
1. Borgarlínan, Hágæðakerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu Mál nr. US160262
Nýtt hágæðakerfi almenningssamgangna.
Stöðukynning, leiðaval
Kl. 9:25 tekur Sverrir Bollason sæti á fundinum.
Hrafnkell Proppé svæðisskipulagsstjóri og Lilja Guðríður Karlsdóttir kynna
2. Hjólreiðaáætlun, Rafmagnsreiðhjól til útláns í Reykjavík- tilraunaverkefni Mál nr. US170126
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagsviðs, samgöngustjóra dags. 17. mars 2017 varðandi rafmagnsreiðhjól til útláns í Reykjavík.
Samþykkt
3. Ársskýrsla meindýravarna, ársskýrsla 2016 Mál nr. US170099
Lögð fram og kynnt ársskýrsla meindýravarna 2016.
Guðmundur Þ. Björnsson rekstrarstjóri meindýravarna kynnir.
4. Elliðaárvogur, landfylling Mál nr. US150097
Lagt fram álit Skipulagsstofnunar, dags. 17. mars 2017 , vegna landfyllinga í Elliðaárvogi skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum.
Fulltrúi Mannvits Rúnar Dýrmundur Bjarnason kynnir
5. Arnarbakki, gangbraut (USK2017030040) Mál nr. US170115
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. mars 2017, þar sem lagt er til að að sett verði gangbraut á Arnarbakka í beygju NV Breiðholtsskóla með vísan til 81. gr. umferðarlaga.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.
6. Samningur um innheimtu, Mál nr. US170094
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 10. mars 2017, ásamt samningi bílastæðasjóðs og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 23. febrúar 2017, um innheimtu og úrvinnslu vegna stöðvunarbrotagjalda Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
Kolbrún Jónatansdóttir framkv.stj. tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
7. Ný gjaldskyld bílastæði, hluti bílastæða á lóð Domus Medica verði gerð gjaldskyld Mál nr. US170090
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssvið, dags. 9. mars 2017, þar sem lagt er til að hluti bílastæða á lóð Domus Medica að Egilsgötu 3 verði gerð gjaldskyld. Einnig er lagt fram bréf Domus medica, dags. 23. febrúar 2017.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.
Vísað til borgarráðs.
Kolbrún Jónatansdóttir framkv.stj. tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
8. Ný gjaldskyld bílastæði, við Hólavallagötu og Hávallagötu milli Garðastrætis og Blómvallagötu Mál nr. US170091
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. mars 2017, þar sem lagt er til að almenn bílastæði við Hólavallagötu og Hávallagötu milli Garðastrætis og Blómvallagötu verði gerð gjaldskyld.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.
Vísað til borgarráðs.
Kolbrún Jónatansdóttir framkv.stj. tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Torfi Hjartarson víkur af fundi undir þessum lið.
9. Aðgerðaáætlun um meðhöndlun úrgangs, kynning Mál nr. US170106
Kynnt staða og næstu skef varðandi aðgerðaáætlun um meðhöndlun úrgangs.
Kynnt.
Eygerður Margrétardóttir deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
10. Hreyfikort fyrir aldraða, kynning Mál nr. US170100
Kynning á vinnu og drögum að hreyfikorti fyrir aldraða.
Kynnt.
Þórólfur Jónsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(A) Skipulagsmál
11. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags. 17. mars 2017.
12. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Elliðaárdalur-hjólastígur, breyting á aðalskipulagi Mál nr. SN170031
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju verklýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. janúar 2017, vegna breytinga á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sem felst í að reiðstígur er aflagður milli Sprengisands og stíflu í Elliðaárdal og nýr hjólastígur kemur í stað reiðstígsins. Kynning stóð til og með 17. febrúar 2017. Einnig er lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar, dags. 8. febrúar 2017 og umsögn samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 16. febrúar 2017. Einnig barst umsögn/athugasemd Hestamannafélagsins Fáks, dags. 24. febrúar 2017. Lögð fram drög að nýrri verklýsingu sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga, dags. í mars 2017.
Samþykkt til kynningar sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Kynningin verður aðgengileg á vef umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur
Vísað til borgarráðs
Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið
13. Miðborgin, landnotkunarheimildir á svæði M1a, aðalskipulagsbreyting, landnotkunarheimildir í miðborg Reykjavíkur Mál nr. US150197
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju verklýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í febrúar 2016, vegna breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sem felst í starfsemi við götuhliðar, markmið um virkar götuhliðar, skilgreiningu landnotkunar og sérákvæði um starfsemi, göngugötur og torg og almenn markmið um miðborgina. Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 31. október 2016 að breytingu á landnotkunarskilmálum á svæði M1a sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynning stóð til og með 30. nóvember 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir/ábendingar: Arna Grímsdóttir, f.h. Reitir, dags. 28. nóvember 2016, Garðar Hannes Friðjónsson f.h. Eikar fasteignafélags, dags. 29. nóvember 2016 og Gunnar Valur Sveinsson f.h. samtaka ferðaþjónustunnar, dags. 5. desember 2016. Einnig er lögð fram umsögn Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins, dags. 29. nóvember 2016, umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 30. nóvember 2016 og bókun skipulagsnefndar Mosfellsbæjar frá 29. nóvember 2016. Einnig er lögð fram athugasemd frá: Óttari Yngvasyni f.h. eigenda Skólastræti 3 og 3B, dags. 14. mars 2017, Málflutningastofu Reykjavíkur f.h. Þingvangs ehf., dags. 14. mars 2017 og Málflutningastofu Reykjavíkur f.h. Miðbæjarfélagsins, dags. 15. mars 2017. Erindinu var vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags Reykjavíkur og er nú lagt fram að nýju ásamt tillögu að breytingu á aðalskipulagi, breyting á landnotkunarskilmálum miðborgarkjarna (M1A), dags. 20. mars 2017 til auglýsingar samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt að auglýsa tillögu samkvæmt 1. mgr. 36. gr. sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs
Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið
14. Aðalskipulag Reykjavíkur, Norðlingaholt, breyting á aðalskipulagi (04.79) Mál nr. SN160726
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í september 2016, að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna Norðlingaholts. Í tillögunni felst breytt landnotkun úr athafnasvæði (AT3) í íbúðarbyggð (ÍB47), fjölgun íbúða og skilgreining nýs byggingarreits íbúðarhúsnæðis. Einnig er lögð fram bókun skipulagsnefndar Mosfellsbæjar frá 18. október 2016 og bókun Bláskógabyggðar, 7. nóvember 2016.
Ennfremur lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í mars 2017, að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna Norðlingaholts til auglýsingar samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt að auglýsa tillögu samkvæmt 1. mgr. 36. gr. sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs
Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið
15. Hverfisskipulag, Árbær 7.2 Árbær, skilmálar fyrir núverandi íbúðabyggð (07.2) Mál nr. SN170241
Kynnt forgangsröðun í vinnu við hverfisskipulag Árbæjar út frá samráði við íbúa í Árbæ. Einnig kynnt drög að skilmálum fyrir núverandi íbúðabyggð í Árbæ.
Kynnt.
Ævar Harðarson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
16. Hverfisskipulag, Árbær 7.4 Norðlingaholt, (07.4) Mál nr. SN170242
Kynnt vinna við hverfisskipulag Árbæjar, Norðlingaholt.
Kynnt.
Ævar Harðarson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(B) Byggingarmál
17. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 916 frá 21. mars 2017.
(C) Fyrirspurnir
18. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi, Mál nr. US170116
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Kynnt frumdrög að endurbættri umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. mars 2017, vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. mars 2017 samþykkt
Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna J. Guðmundsdóttir situr hjá við afreiðslu málsins .
Fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Torfi Hjartarson situr hjá við afgreiðlsu málsin og bókar.
“Reykjavík er í fararbroddi íslenskra sveitarfélaga í sókn til betra skipulags með baráttu gegn loftslagsbreytingum og gott mannlíf að leiðarljósi. Með heppilegri staðsetningu áfengisverslana á vegum almannavaldsins og jafnvel mögulegri fjölgun verslana þar sem við á má spara aukaferðir í vínbúðina og stuðla að bættu innkaupa- og ferðamynstri borgarbúa. Þetta er háð markvissri stefnu í skipulagi borgarinnar og góðu samstarfi við ríkisvaldið og kallar ekki á breytt rekstrarform við sölu áfengis. Þá verður að telja líklegt að sala áfengis í matvöruverslunum, með öllu sem henni fylgir, auki ekki aðeins neyslu á áfengi og grafi undan góðum árangri í áfengisvörnum heldur styrki enn frekar stöðu stórverslana á jaðarsvæðum sem draga að sér viðskiptavini á bílum um langan veg á kostnað smærri verslana inni í kjörnum hverfa. Almenn og mikilvæg lýðheilsusjónarmið styðja óbreytt rekstrarform við sölu á áfengi enda eru þorri umsagnaraðila og meirihluti þjóðarinnar andsnúin frumvarpi um áfengi í búðir.”
Vísað til borgaráðs.
19. Fyrirspurn fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, hlutfall íbúðauppbyggingar Mál nr. US170070
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 22. febrúar 2017 var lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísla Garðarssonar: Samkvæmt skýrslu um framfylgd Aðalskipulags Reykjavíkur 2010 - 2030 frá því í desember 2016 er áætlað að hlutfall íbúðauppbyggingar hjá húsnæðisfélögum hafi verið 35% 2014-5, sé 39% 2016-7 og muni vera 46% 2018-9. Spurt er hvort eingöngu sé hér um að ræða húsnæðisfélög sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða (e. non-profit). Ef svo er ekki, hve mikill hluti uppbyggingarinnar er á könnu húsnæðisfélaga án hagnaðarsjónarmiða? Einnig er lagt fram svar deildarstjóra aðalskipulags, dags. 17. mars 2017.
20. Betri Reykjavík, leiktæki í Laugardalinn (USK2017030018) Mál nr. US170119
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið "leiktæki í Laugardalinn" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 8. mars 2017. Erindið var efsta hugmynd febrúarmánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum framkvæmdir.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.
21. Betri Reykjavík, endurbætur á skólalóð Selásskóla (USK2017030020) Mál nr. US170121
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið "endurbætur á skólalóð Selásskóla" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 8. mars 2017. Erindið var þriðja efsta hugmynd febrúarmánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum framkvæmdir.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.
22. Betri Reykjavík, velkomin í Breiðholt - skilti (USK2017030021) Mál nr. US170122
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið "velkomin í Breiðholt - skilti" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 8. mars 2017. Erindið var fimmta efsta hugmynd febrúarmánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum framkvæmdir.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, byggingarfulltrúa.
23. Betri Reykjavík, bæta við tengingu yfir á Korputorg (USK2017030022) Mál nr. US170123
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið "bæta við tengingu yfir á Korputorg" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 8. mars 2017. Erindið var efsta hugmynd febrúarmánaðar í málaflokknum samgöngur á samráðsvefnum.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra.
24. Betri Reykjavík, ný gönguleið inn í Laugardalinn (USK2017030023) Mál nr. US170124
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið "ný gönguleið inn í Laugardalinn" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 8. mars 2017. Erindið var þriðja efsta hugmynd febrúarmánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum umhverfismál.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.
25. Betri Reykjavík, sumarskáli í Hljómskálagarðinn Pavillion (USK2017030019) Mál nr. US170120
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið "sumarskáli í Hljómskálagarðinn Pavillion" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 8. mars 2017. Erindið var önnur efsta hugmynd febrúarmánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum umhverfismál.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.
26. Betri Reykjavík, göngustígur (USK2017030024) Mál nr. US170125
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindið "göngustígur" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 8. mars 2017. Erindið var efsta hugmynd febrúarmánaðar í málaflokknum skipulag á samráðsvefnum.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.
27. Tunguháls 17, kæra 31/2017 (04.327.0) Mál nr. SN170236
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 14. mars 2017 ásamt kæru þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa frá 15. febrúar 2017 um að fjarlægja skuli bílastæði af lóðinni Tunguháls 17.
Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.
28. Grensásvegur 16a og Síðumúli 37-39, kæra 32/2017 (01.295.4) Mál nr. SN170237
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 16. mars 2017, ásamt kæru þar sem kært er deiliskipulag og framkvæmdaleyfi fyrir Grensásveg 16A og Síðumúla 37-39. Í kærunni er gerð krafa um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða.
Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.
29. Flókagata 67, kæra 72/2015, umsögn, úrskurður (01.270.0) Mál nr. SN150528
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 4. september 2015 ásamt kæru, þar sem kærð er synjun á byggingarleyfi vegna lóðar nr. 67 við Flókagötu. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðstjóra, dags. 11. október 2015. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 16. mars 2017. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda.
30. Hlíðarendi 2, breyting á deiliskipulagi (01.629.8) Mál nr. SN160971
Valsmenn hf., Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík
ALARK arkitektar ehf, Dalvegi 18, 201 Kópavogur
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9. mars 2017 um samþykki borgarstjórnar dags. 7. mars 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna lóðarinnar nr. 2 við Hlíðarenda. Í breytingunni felst breyting á byggingarreit og aukning á byggingarmagni á reit A.
31. Hlíðarendi 20-26, breyting á deiliskipulagi Hlíðarenda (01.629.6) Mál nr. SN170068
Arkþing ehf., Bolholti 8, 105 Reykjavík
Frostaskjól ehf., Smáratorgi 3, 201 Kópavogur
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9. mars 2017 um samþykki borgarstjórnar dags. 7. mars 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna fjölgunar íbúða á lóð nr. 20-26 við Hlíðarenda.
32. Kennaraháskóli Íslands, reitur 1.254, breyting á deiliskipulagi (01.27) Mál nr. SN170081
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9. mars 2017 um samþykkir borgarráðs s.d. varðandi deiliskipulag fyrir reit 1.254, Kennaraháskólinn í Reykjavík. Í tillögunni felst uppbygging á hluta núv. lóðar Kennaraháskóla Íslands fyrir byggingu 60 íbúða fyrir eldri borgara og allt að 100 íbúða fyrir námsmenn. Auk þess sem skilgreindar verða upp á nýtt byggingarheimildir fyrir lóð Kennaraháskóla Íslands.
33. Lokastígur 28A, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 (01.181.3) Mál nr. SN170061
Haukur Björgvinsson, Stakkholt 4a, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgartjóra dags. 9. mars 2017 um samþykki borgarráðs s.d. varðandi synjun umhverfis- og skipulagsráðs varðandi breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna lóðarinnar nr. 28A við Lokastíg.
34. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Hleðsluaðsta fyrir rafbíla Mál nr. US170127
Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Halldórs Halldórassonar og Áslaugar Maríu Friðriksdóttur
„Umhverfs- og skipulagsráð samþykkir að hefja undirbúning þess að skipulag á nýjum lóðum í borginni taki mið af því að íbúar þurfi að geta hlaðið rafbíla og hjól. Sérstaklega þarf að huga að því hvernig með slíkt verður farið í fjölbýlishúsum.“
Frestað.
35. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, innleiða menningarstefnu inn í skipulag Mál nr. US170128
Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Halldórs Halldórassonar og Áslaugar Maríu Friðriksdóttur
„Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að skoða hvernig innleiða má menningarstefnu borgarinnar inn í skipulag með árangursríkari hætti en verið hefur. Skoða verði hvernig hægt er að draga einkenni hverfanna fram og hvort styrkja megi svæði ákveðnum ákveðnum menningarverkefnum. Þannig mætti til dæmis skipuleggja sérstök svæði tileinkuð tónlist eða hönnun og margt fleira í þeim dúr“.
Frestað.
Fundi slitið kl. 13.45
Hjálmar Sveinsson
Magnea Guðmundsdóttir Sverrir Bollason
Torfi Hjartarson Halldór Halldórsson
Áslaug María Frðriksdóttir Guðfinna J. Guðmundsdóttir.
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2017, þriðjudaginn 21. mars kl. 10:12 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 916. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Olga Hrund Sverrisdóttir, Óskar Torfi Þorvaldsson, Harri Ormarsson, Jón Hafberg Björnsson og Sigríður Maack.
Fundarritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Almannadalur 5 (05.865.701) 209396 Mál nr. BN052446
Heiðar P Breiðfjörð, Hjarðarhagi 58, 107 Reykjavík
Sveinbjörg Gunnarsdóttir, Hjarðarhagi 58, 107 Reykjavík
Sótt er um breytingu á áður samþykktu erindi BN044196 sem felst í að hluta af hestastíu á neðri hæð er breytt í kaffistofu, gerður er sér inngangur að efri hæð, eldhúskrókur á efri hæð færður og innveggjum breytt í húsi nr. 5 á lóð nr. 1-7 við Almannadal.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
2. Arnarbakki 1-3 (04.632.201) 111860 Mál nr. BN052549
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi þannig að mötuneytiseldhús er fært og stækkað í skóla á lóð nr. 1-3 við Arnarbakka.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
3. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN052169
Cambridge Plaza Hotel Comp ehf., Bergþórugötu 55, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050485, um er að ræða stækkun tæknirýma í neðri kjallara, minni háttar breytingar á útliti og innra skipulagi allra hæða og stækkun 7. hæðar hótels á lóð nr. 2 við Austurbakka. Jafnframt er sótt um leyfi fyrir tröppum á reit nr. 7 á sömu lóð.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. febrúar 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. febrúar 2017.
Erindi fylgja greinargerðir um algilda hönnun dags. 22. desember 2016, um eldvarnir dags. 22 desember 2016, um hljóðvist dags. 14. desember 2016 og um hávaðadreifingu frá hafnarstarfsemi í Reykjavík dags. í september 2015.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. mars 2017 fylgir erindinu.Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
4. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN052466
Cambridge Plaza Hotel Comp ehf., Bergþórugötu 55, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 1. áfanga bílakjallara, mhl. 15, sem tengist bílakjallara Hörpu, sjá erindi BN050485 á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Leggja þarf fram uppdrætti sem sýna fyrirkomulag bílakjallara frá Geirsgötu að núverandi bílakjallara Hörpu.
5. Ármúli 42 (01.295.104) 103836 Mál nr. BN052553
Karmur ehf., Ármúla 42, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir lyftu í stigahúsi, hækka þak yfir lyftu, stækka anddyri og koma fyrir vindfangi ásamt því að byggja nýjan vegg milli stigahúss og herbergja á 2. og 3. hæð í húsi á lóð nr. 42 við Ármúla.
Stækkun: A-rými 5,0 ferm., x rúmm.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
6. Barónsstígur 18 (01.174.214) 101617 Mál nr. BN052047
Yngvi Finndal Heimisson, Barónsstígur 18, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í því að stigi milli kjallara og 1. hæðar hefur verið fjarlægður og íbúð breytt í tvær gistiíbúðir í notkunarflokki 4 í húsi á lóð nr. 18 við Barónsstíg.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
7. Bergstaðastræti 52 (01.185.306) 102174 Mál nr. BN052501
Hrefna Smith, Klapparstígur 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta brunavörnum í kjallara húss á lóð nr. 52 við Bergstaðastræti.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
8. Borgartún 28 (01.230.101) 102912 Mál nr. BN052465
HEK ehf., Strandgötu 11, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um breytingu á áður samþykktu erindi BN050166 sem felst í breytingu á burðarvirki og aðlögun innra skipulags að því ásamt lítilsháttar stækkun á 7. hæð, tilfærslu á innkeyrslu að bílakjallara og breytingu á utanhússklæðningu í húsi á lóð nr. 28A við Borgartún.
Stækkun A-rými 10,7 ferm., 143,2 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
9. Borgartún 8-16A (01.220.105) 199350 Mál nr. BN052552
HTO ehf., Katrínartúni 2, 105 Reykjavík
Sótt er um breytingar á áður samþykktu erindi BN035574 vegna lokaúttektar í húsi á lóð nr. 2 við Katrínartún.
Brunahönnunarskýrsla dags. 14.03.2017 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.
10. Bræðraborgarstígur 23A (01.137.002) 100634 Mál nr. BN052469
Irma Jóhanna Erlingsdóttir, Bræðraborgarstíg 23a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerði kjallaraíbúð og sótt er um að gera björgunarop í kjallara og rishæð, franskar svalir og breyta gluggum á kvisti í ris hæð á húsinu á lóð nr. 23A við Bræðraborgarstíg.
Þinglýst afsal dags. 15. júlí 1999 og virðingargjörð frá 12. apríl 1951 fylgir erindinu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
11. Efstasund 65 (01.410.111) 104994 Mál nr. BN052542
Stefán Róbert Steed, Efstasund 65, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja núverandi þak, byggja nýja þakhæð, endursteypa svalir ásamt minni breytingu á innra skipulagi í mhl. 01 ásamt því að hækka bílskúr, mhl. 02, í húsi á lóð nr. 65 við Efstasund.
Stækkun A-rými x ferm., x rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
12. Eirhöfði 2-4 (04.030.101) 110517 Mál nr. BN052180
Vagneignir ehf., Vagnhöfða 23, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN051154, sem felst í uppfærslu á brunavörnum og breytingum á gluggaskipan hússins á lóð nr. 2-4 við Eirhöfða.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
13. Engjavegur 13 (01.392.001) 172992 Mál nr. BN052483
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN051243 þannig að hurð milli veitingahúss og garðskála er breytt í rennihurð í Húsdýragarðinum á lóð nr. 13 við Engjaveg.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
14. Eyjarslóð 11A (01.110.403) 100018 Mál nr. BN052539
Olíudreifing ehf., Pósthólf 4230, 124 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN050850 þannig að hætt er við að koma fyrir snyrtingu í geymslu á 1. hæð í húsi á lóð nr. 11A við Eyjarslóð.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
15. Faxafen 12 (01.466.102) 195610 Mál nr. BN052002
Mobility Flex ehf., Síðumúla 14, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta líkamsræktarstöð á 2. hæð, byggja millipall og setja hurð milli brunahólfa/eignarhluta fyrir flóttaleið ásamt því að setja skilti á austurhlið í húsi á lóð nr. 12 við Faxafen.
Stækkun: Milliloft 40,9 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
16. Fiskislóð 31 (01.089.101) 209683 Mál nr. BN052435
Sjávarbakkinn ehf., Suðurlandsbraut 4A, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta með því að stækka þakhæð, einnig er gerð grein fyrir áður gerðum breytingum sem eru millipallar í húsinu á lóð nr. 31 við Fiskislóð.
Stækkun er: 1.361,3 ferm., 1.573,9 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
17. Fiskislóð 37B (01.086.501) 224291 Mál nr. BN052515
Brimrún ehf., Hólmaslóð 4, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt 4. hæða skrifstofu- verslunar og lagerhúsnæði á lóð nr. 37B við Fiskislóð.
Skýrsla brunahönnuðar dags. 1 nóv. 2016 og varmatapsútreikningar dags. 21 nóv. 2016 fylgir erindinu.
Stærð hús: A rými 1. hæð 847,0 ferm., 3.248,0 rúmm. 2. hæð 576,9 ferm., 1.863,5 rúmm. 3. hæð 576,9 ferm., 1922,8 rúmm. 4. hæð 367,8 ferm., 1.315,0 ferm. Samtals. 2.368,6 ferm. Rúmm. samtals 8.523,4 rúmm. B rými 263,8 ferm og XX rúmm. Samtals A og B: 2.632,4 ferm og XX rúmm.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
18. Fiskislóð 53-69 (01.087.401) 100008 Mál nr. BN052476
Kaffibrugghúsið ehf., Öldugötu 42, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN050790 þannig að einungis er sótt um innréttingu kaffibrennslu í húsi 57-59 á lóð nr. 53-69 við Fiskislóð.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.
19. Flugvallarvegur 3-3A (01.751.201) 107467 Mál nr. BN052554
Mjölnir MMA ehf., Flugvallarvegi 3-3a, 105 Reykjavík
Keiluhöllin ehf., Pósthólf 8500, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN052076 þannig að fækkað er leyfilegum gestafjölda í sölum 2 og 3, brunamerkingum breytt, áður gerð snyrting færð inn á teikningu skrifstofuálmu ásamt öðrum minni háttar breytingum á innra fyrirkomulagi í húsi á lóð nr. 3-3A við Flugvallarveg.
Greinagerð brunahönnuðar dags. 7. mars 2017 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
20. Fossaleynir 1 (02.456.101) 190899 Mál nr. BN052523
Knatthöllin ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja áfanga 6 sem er 2.300 ferm. íþróttahús úr forsteyptum samlokueiningum með sjónsteypuáferð staðsett austan við fimleikahús á suðurhlið Egilshallar á lóð nr. 1 við Fossaleyni.
Stækkun mhl. 01A: A-rými 2.499,3 ferm., 23.491,0 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
21. Fossaleynir 8 (02.467.201) 178762 Mál nr. BN052532
Áltak ehf, Fossaleyni 8, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN051102 þannig að mhl. 03 stækkar, skyggni minnkar, snyrting er færð til og kaffiaðstöðu komið fyrir í nýbyggingu á lóð nr. 8 við Fossaleyni.
Stækkun nýbyggingar: XX ferm., XX rúmm.
Minnkun á B rými er: XX ferm., XX rúmm.,
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
22. Friggjarbrunnur 32 (05.053.304) 205957 Mál nr. BN052533
Bjartmar Örn Arnarson, Gvendargeisli 42, 113 Reykjavík
Litla tré ehf., Gvendargeisla 42, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN036790 þannig að innra skipulagi í kjallara er breytt með því að koma fyrir salerni og aðstöðu til eldunar og koma fyrir gluggum á suðaustur hlið kjallara og minnka pall á lóð nr. 32 við Friggjarbrunn.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
23. Friggjarbrunnur 51 (02.693.101) 205822 Mál nr. BN052509
Bygg Ben ehf, Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN049156, m.a. er sett inn kvöð um aðkeyrslu að lóðum nr. 47, 47A og 49, útfærslu svala 0404 breytt, innra skipulagi kjallara breytt og komið fyrir sorpgeymslu á lóð fjölbýlishúss nr. 51 við Friggjarbrunn.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
24. Grandagarður 16 (01.114.301) 100040 Mál nr. BN052397
Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi í rými 0105 og innrétta skrifstofur ásamt veitingahúsi í flokki ll - tegund c, auk breytinga á gluggum í húsi á lóð nr. 16 við Grandagarð.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
25. Grettisgata 16 (01.182.110) 101826 Mál nr. BN052498
Gunnhildur Ólafsdóttir, Þórsgata 5, 101 Reykjavík
Daði Ingólfsson, Þórsgata 5, 101 Reykjavík
Óttar Snædal Þorsteinsson, Grettisgata 16, 101 Reykjavík
Sótt er um breytingu á áður samþykktu erindi BN047840 sem felst í að hætt er við að byggja útigeymslu á þaksvölum vinnustofu í risi og þess í stað sótt um að breyta vinnustofu í íbúð sem yrði séreign í húsi á lóð nr. 16 við Grettisgötu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
26. Heiðargerði 21 (01.801.102) 107610 Mál nr. BN052390
Björn Brynjúlfsson, Heiðargerði 21, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingar vestan og sunnan einbýlishúss á lóð nr. 21 við Heiðargerði.
Stækkun: 28,1 ferm., 91 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
27. Hestháls 2-4 (04.323.001) 111033 Mál nr. BN052499
Nói-Siríus hf., Hesthálsi 2-4, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta mhl. 01, m.a. þannig að útihurð á bakhlið suðurhliðar er fjarlægð, innra fyrirkomulagi og flóttaleiðum breytt í húsinu á lóð nr. 2-4 við Hestháls.
Minnisblað brunahönnuðar dags. 1. feb. 2017 fylgir erindinu
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
28. Hofteigur 32 (01.365.005) 104648 Mál nr. BN052528
Juan Carlos Aguilar Mendoza, Hofteigur 32, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja burðarvegg í kjallara hússins á lóð nr. 32 við Hofteig.
Samþykki meðeiganda fylgir á teikningu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
29. Holtavegur 6 (01.409.401) 104961 Mál nr. BN052472
Festing ehf., Kjalarvogi 7-15, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og innrétta 21 gistiherbergi fyrir 42 gesti á 2. hæð í húsinu á lóð nr. 6 við Holtaveg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
30. Hólmaslóð 8 (01.110.501) 100019 Mál nr. BN052506
Olíudreifing ehf., Pósthólf 4230, 124 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta 1. og 2. hæð, m. a. búnings og snyrtiaðstöðu starfsfólks, koma fyrir snyrtingu fyrir hreyfihamlaða, koma fyrir nýrri hurð á milli dæluverkstæðis og þvottaaðstöðu og á milli verkstjórnarrýmis og dæluverkstæðis ásamt því að breyta lagerrými á 2. hæð í skrifstofurými í húsi á lóð nr. 8 við Hólmaslóð.
Bréf frá hönnuði dags. 7. mars. 2017 og umsögn brunahönnuðar dags. 7. mars. 2017 fylgja erindi.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
31. Hverfisgata 35 (01.151.508) 101013 Mál nr. BN052411
Hyalin vínbar ehf., Smáratorgi 3, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að innrétta franska sælkeraverslun í rými 0101 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.
32. Hverfisgata 85 (01.154.315) 101129 Mál nr. BN052367
Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík
Sótt er leyfi til að byggja 70 íbúða fjölbýlishús á 5 hæðum auk 2ja hæða bílakjallara á lóð nr. 85 við Hverfisgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. febrúar 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. febrúar 2017.
Stærðir:
Mhl. 01: A-rými 8.695,8 ferm., 27.773,9 rúmm. B-rými 657,2 ferm., x rúmm.
Mhl. 02: A-rými 20,8 ferm., 85,2 rúmm.
Gjald 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
33. Hverfisgata 92 (01.174.007) 101563 Mál nr. BN052439
Rauðsvík ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvö fjölbýlishús, fjórar og fimm hæðir með 24 íbúðum og verslun á jarðhæð á sameiginlegum bílakjallara með 37 stæðum á lóð nr. 92 við Hverfisgötu.
Erindi fylgir greinargerð I vegna hljóðvistar frá Trivium dags. í febrúar 2017.
Stærð: 4.788,2 ferm., 15.965,2 rúmm.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
34. Kárastígur 13 (01.182.301) 101898 Mál nr. BN051901
Þórir Helgi Bergsson, Kárastígur 13, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja rishæð ásamt tveimur nýjum anddyrum og svölum auk innanhússbreytinga í húsi á lóð nr. 13 við Kárastíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. nóvember 2016 fylgir erindinu.
Stækkun A-rými: 44,8 ferm., 126,4 rúmm.
Umsagnir Minjastofnunar dags. 15.11.2016, 13.12.2016, 18.01.2017 og 09.02.2017 fylgja erindi.
Gjald kr. 10.100
Frestað.
Lagfæra skráningu.
35. Kringlan 4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN052534
Reitir VII ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi á salernum í einingu 230 í verslunarmiðstöð á lóð nr. 4-12 við Kringluna.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
36. Kringlan 4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN052507
Rekstrarfélag Kringlunnar, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta skráningartöflu matshluta 01 í verslunarmiðstöð á lóð nr. 4-12 við Kringluna.
Bréf brunahönnuðar dags. 07.03.2017 fylgir erindi.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
37. Laugarnesvegur 74A (01.346.016) 104069 Mál nr. BN052419
Hörður Jóhannesson, Brúnavegur 5, 104 Reykjavík
Björn Arnar Hauksson, Singapúr, Sótt er um leyfi til að byggja skjólvegg á lóðamörkum að húsi nr. 74, koma fyrir glugga og hurð á suðurhlið, byggja skábraut fyrir aðgengi hreyfihamlaðra á norðurhlið og til að nýta hluta lóðar sem útiveitingasvæði við veitingastað í flokki II á lóð nr. 74A við Laugarnesveg.
Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. janúar 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
38. Laugavegur 74 (01.174.207) 101610 Mál nr. BN052550
Laug ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík
Sótt er um breytingu á áður samþykktu erindi BN052035 sem felst í því að vatnsúðakerfi í veitingasal er fellt út í húsi á lóð nr. 74 við Laugaveg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.
39. Lindargata 50 (01.153.201) 101098 Mál nr. BN052414
101 Skuggi ehf., Brautarlandi 12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera 1 bílastæði á lóð og fjarlægja bílastæði á borgarlandi við innkeyrslu við hús á lóð nr. 50 við Lindargötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 17. mars 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. mars 2017.
Gjald kr. 11.000
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 17. mars 2017.
40. Lækjartorg 1 (01.140.309) 100842 Mál nr. BN052358
Ríkiseignir, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurgera þakkant og létta útveggi á inndreginni þakhæð, skipta út gluggum, endurnýja svalahandrið og svalgólf og breyta lítils háttar innra skipulagi á á efstu hæð í húsi Héraðsdóms Reykjavíkur á lóð nr. 1 við Lækjartorg.
Bréf hönnuðar dags. 7. febrúar 2017 og umsögn Minjastofnunar Íslands. dags. 20. febrúar 2017 fylgja erindi.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
41. Skipasund 12 (01.355.108) 104335 Mál nr. BN052529
Helga Ásta Ólafsdóttir, Skipasund 12, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir þremur þakgluggum og tveimur svalagluggum, breyta innra skipulagi á 2. hæð með því að opna á milli stofu og eldhúss ásamt því að opna loft yfir stofu upp í þakrými í húsinu á lóð nr. 12 við Skipasund.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 15. mars. 2017 fylgir erindi.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
42. Skólavörðustígur 2 (01.171.202) 101383 Mál nr. BN052154
Sveinn Rafn Eiðsson, Frostaskjól 43, 107 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum sem felast í tilfærslum í innri skipan íbúðar í rishæð á húsi á lóð nr. 2 við Skólavörðustíg.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
43. Skólavörðustígur 22A (01.181.204) 101758 Mál nr. BN052518
Babalú ehf, Skólavörðustíg 22a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja timbursvalir og byggja einnar hæðar viðbyggingu sem hýsa á eldhús núverandi veitingastaðar með svölum ofan á þaki í húsi á lóð nr. 22A við Skólavörðustíg.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
44. Skólavörðustígur 43 (01.182.314) 101911 Mál nr. BN052502
Prikið ehf, Bankastræti 12, 101 Reykjavík
Reykjavík Rent ehf, Hverfisgötu 105, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta íbúð í verslunarrými í mhl. 01 á lóð nr. 43 við Skólavörðustíg .
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
45. Stýrimannastígur 8 (01.135.210) 100459 Mál nr. BN052049
Valerie Christine Bönström, Þýskaland, Hlaðir eignarhaldsfélag ehf., Sómatúni 6, 600 Akureyri
Sótt er um leyfi til breyta innra skipulagi, innrétta bað og setustofu í kjallara, færa eldhús á 1. hæð og breyta fyrirkomulagi í risi, einnig að breyta inngangi í kjallara, byggja timburverönd á vesturhlið, gera tvöfalda hurð þar út úr einbýlishúsi á lóð nr. 8 við Stýrimannastíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. janúar 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. janúar 2017.
Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 4. október 2016.
Erindið var grenndarkynnt 9. febrúar til og með 9. mars 2017. Engar athugasemdir bárust.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 17. mars 2017 fylgir erindinu.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
46. Suðurgata 29 (01.142.203) 100929 Mál nr. BN052349
Stay ehf., Einholti 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051178, svalir eru færðar á suðausturhorn og gerðar dyr úr stofu einbýlishúss á lóð nr. 29 við Suðurgötu.
Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 31. janúar 2017.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
47. Sundlaugavegur 30 (01.37-.101) 104720 Mál nr. BN052537
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi í afgreiðslusal í Sundlaug Laugardals á lóð nr. 30 við Sundlaugarveg.
Bréf brunahönnuðar dags. 14. mars 2017 og bréf hönnuðar dags. 14. mars 2017 fylgja erindinu.
Gjald kr. 11.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
48. Tangabryggja 18-24 (04.023.101) 179538 Mál nr. BN052560
Arcus ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu, undirstöður, lagnir í grunn og botnplötu fyrir fjölbýlishús á lóð nr. 24-26 við Tangabryggju sbr. erindi BN051863.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
49. Þorfinnsgata 8 (01.195.108) 102588 Mál nr. BN052538
Búi Kristjánsson, Þorfinnsgata 8, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar sem felast í ....... nýjum þakgluggum og breytingum innan húss í húsi á lóð nr. 8 við Þorfinnsgötu.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
50. Þverholt 15 (01.292.301) 215990 Mál nr. BN052535
Búseti húsnæðissamvinnufélag, Síðumúla 10, 108 Reykjavík
Sótt er um breytingar á áður samþykktu erindi BN049057 sem felast í því að svalaskýli eru felld út og gerðar aðrar smávægilegar breytingar í mhl. 01, 02, 06 og 10 á lóð nr. 151 við Þverholt.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits á umsóknarblaði.
51. Ægisgata 26 (01.137.207) 100660 Mál nr. BN052454
Coquillon Fasteignir ehf., Bakkaseli 33, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta notkun í gististað í flokki x - teg. x, byggja svalir á austurgafl og bæta brunavarnir í húsi á lóð nr. 26 við Ægisgötu.
Samþykki meðeigenda fylgir á uppdráttum.
Gjald kr. 11.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Ýmis mál
52. Bátavogur 2 (01.451.203) Mál nr. BN052572
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á breytingu lóðamarka vegna "Vogabyggðar 2" það er á "breytingablaði 1.450, 1.451, 1.452 og 1.453" dagsettu 20.03.2017 og viðeigandi lóðauppdráttum dagsettum 20.03.2017, samanber meðfylgjandi breytingablað og lóðauppdrætti. Þetta varðar lóðirnar Súðarvogur 1, Súðarvogur 2, Súðarvogur 2E-2F, Súðarvogur 3, Súðarvogur 6A, Súðarvogur 7, Súðarvogur 9, Súðarvogur 14, Kleppsmýrarvegur 8, Dugguvogur 1, Dugguvogur 1B, Dugguvogur 2, Dugguvogur 4, Dugguvogur (landnr. 105609) og Kleppsmýrarvegur Esso (landnr. 105600) og nokkrar nýjar lóðir.
Ný lóð, Bátavogur2 (staðgr. 1.451.203, landnr ....... )
Tekið af lóðinni Kleppsmýrarvegur 8 og lagt við lóðina 1052 m2
Tekið af lóðinni Kleppsmýrarvegur Esso (landnr. 105600) og lagt við lóði 590 m2
Tekið af lóðinni Kleppsmýrarvegur Esso (landnr. 105600) og lagt við lóðina 6 m2
Tekið af borgarlandi (landnr. 218177) og lagt við lóðina 10 m2
Tekið af borgarlandi (landnr. 218177) og lagt við lóðina 9 m2
Tekið af borgarlandi (landnr. 218177) og lagt við lóðina 1 m2
Tekið af lóðinni Súðarvogur 3 og lagt við lóðina 1 m2
Leiðrétt vegna fermetrabrota -1 m2. Lóðin verður 1668 m2 og verður skráð nr 2 við Bátavog, samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúans.
Sjá deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 08. 02. 2017, samþykkt í borgarráði þann 19. 02. 2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 06. 03. 2017.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
53. Dugguvogur (01.452.202) 105609 Mál nr. BN052581
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á breytingu lóðamarka vegna "Vogabyggðar 2" það er á "breytingablaði 1.450, 1.451, 1.452 og 1.453" dagsettu 20.03.2017 og viðeigandi lóðauppdráttum dagsettum 20.03.2017, samanber meðfylgjandi breytingablað og lóðauppdrætti. Þetta varðar lóðirnar Súðarvogur 1, Súðarvogur 2, Súðarvogur 2E-2F, Súðarvogur 3, Súðarvogur 6A, Súðarvogur 7, Súðarvogur 9, Súðarvogur 14, Kleppsmýrarvegur 8, Dugguvogur 1, Dugguvogur 1B, Dugguvogur 2, Dugguvogur 4, Dugguvogur (landnr. 105609) og Kleppsmýrarvegur Esso (landnr. 105600) og nokkrar nýjar lóðir.
Dugguvogur (staðgr. 1.452.202, landnr. 105609)
Lóðin er 50 m2
Tekið af lóðinni og lagt við borgarland (landnr. 218177) -15 m2
Tekið af lóðinni og lagt við Dugguvog 4 -35 m2
Lóðin verður 0 m2 og verður afmáð úr skrám og hverfur.
Sjá deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 08. 02. 2017, samþykkt í borgarráði þann 19. 02. 2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 06. 03. 2017.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
54. Dugguvogur 1 (01.452.303) 105612 Mál nr. BN052583
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á breytingu lóðamarka vegna "Vogabyggðar 2" það er á "breytingablaði 1.450, 1.451, 1.452 og 1.453" dagsettu 20.03.2017 og viðeigandi lóðauppdráttum dagsettum 20.03.2017, samanber meðfylgjandi breytingablað og lóðauppdrætti. Þetta varðar lóðirnar Súðarvogur 1, Súðarvogur 2, Súðarvogur 2E-2F, Súðarvogur 3, Súðarvogur 6A, Súðarvogur 7, Súðarvogur 9, Súðarvogur 14, Kleppsmýrarvegur 8, Dugguvogur 1, Dugguvogur 1B, Dugguvogur 2, Dugguvogur 4, Dugguvogur (landnr. 105609) og Kleppsmýrarvegur Esso (landnr. 105600) og nokkrar nýjar lóðir.
Dugguvogur 1 (staðgr. 1.452.303, landnr. 105612)
Lóðin er 1000 m2
Tekið af bráðabirgðalóð, Dugguvogur 2 (staðgr. 1.452.001, landnr. 105605) og lagt við lóðina 227 m2
Tekið af bráðabirgðalóð, Dugguvogur 2 (staðgr. 1.452.001, landnr. 105605) og lagt við lóðina 1 m2
Tekið af lóðinni og lagt við borgarland (landnr. 218177) -92 m2
Tekið af lóðinni og lagt við borgarland (landnr. 218177) -383 m2
Tekið af lóðinni og lagt við Trilluvog 1 -27 m2
Leiðrétt vegna fermetrabrota 1 m2
Lóðin verður 725 m2 og verður skráð áfram Dugguvogur 1, samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúans, en staðgreinir lóðarinnar breytist í 1.452.103.
Sjá deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 08. 02. 2017, samþykkt í borgarráði þann 19. 02. 2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 06. 03. 2017.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
55. Dugguvogur 1B (01.452.305) 190750 Mál nr. BN052585
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á breytingu lóðamarka vegna "Vogabyggðar 2" það er á "breytingablaði 1.450, 1.451, 1.452 og 1.453" dagsettu 20.03.2017 og viðeigandi lóðauppdráttum dagsettum 20.03.2017, samanber meðfylgjandi breytingablað og lóðauppdrætti. Þetta varðar lóðirnar Súðarvogur 1, Súðarvogur 2, Súðarvogur 2E-2F, Súðarvogur 3, Súðarvogur 6A, Súðarvogur 7, Súðarvogur 9, Súðarvogur 14, Kleppsmýrarvegur 8, Dugguvogur 1, Dugguvogur 1B, Dugguvogur 2, Dugguvogur 4, Dugguvogur (landnr. 105609) og Kleppsmýrarvegur Esso (landnr. 105600) og nokkrar nýjar lóðir.
Dugguvogur 1B (staðgr. 1.452.305, landnr 190750)
Lóðin er 1845 m2.
Tekið af lóðinni og lagt við borgarland (landnr. 218177) -465 m2
Tekið af Súðarvog 14 (staðgr. 1.452.302, landnr. 105611) og lagt við lóðina 138 m2
Leiðrétt vegna fermetrabrota 1 m2
Lóðin verður 1519 m2 og verður skráð áfram Dugguvogur 1B, samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúans.
Sjá deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 08. 02. 2017, samþykkt í borgarráði þann 19. 02. 2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 06. 03. 2017.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
56. Dugguvogur 2 (01.452.001) 105605 Mál nr. BN052577
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á breytingu lóðamarka vegna "Vogabyggðar 2" það er á "breytingablaði 1.450, 1.451, 1.452 og 1.453" dagsettu 20.03.2017 og viðeigandi lóðauppdráttum dagsettum 20.03.2017, samanber meðfylgjandi breytingablað og lóðauppdrætti. Þetta varðar lóðirnar Súðarvogur 1, Súðarvogur 2, Súðarvogur 2E-2F, Súðarvogur 3, Súðarvogur 6A, Súðarvogur 7, Súðarvogur 9, Súðarvogur 14, Kleppsmýrarvegur 8, Dugguvogur 1, Dugguvogur 1B, Dugguvogur 2, Dugguvogur 4, Dugguvogur (landnr. 105609) og Kleppsmýrarvegur Esso (landnr. 105600) og nokkrar nýjar lóðir.
Dugguvogur 2, bráðabirgðalóð (staðgr. 1.452.001, landnr 105605)
Lóðin er 23639 m2
Tekið af lóðinni og lagt við borgarland (landnr. 218177) -7248 m2
Tekið af lóðinni og lagt við borgarland (landnr. 218177) -310 m2
Tekið af lóðinni og lagt við borgarland (landnr. 218177) -915 m2
Tekið af lóðinni og lagt við Dugguvog 4 -92 m2
Tekið af lóðinni og lagt við nýja lóð (staðgr. 1.452.002, landnr ......) -35 m2
Tekið af lóðinni og lagt við Súðarvog 2E-2F -47 m2
Tekið af lóðinni og lagt við Skektuvog 2 -2007 m2
Tekið af lóðinni og lagt við Kugguvog 2 -1512 m2
Tekið af lóðinni og lagt við Súðarvog 2 -3433 m2
Tekið af lóðinni og lagt við Dugguvog 1 -227 m2
Tekið af lóðinni og lagt við Dugguvog 1 -1 m2
Tekið af lóðinni og lagt við Trylluvog 1 (staðgr. 1.452.301, landnr .......) -2512 m2
Leiðrétt vegna fermetrabrota -2 m2
Lóðin verður 5298 m2 og verður skráð áfram nr 2 við Dugguvog, samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúans.
Sjá deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 08. 02. 2017, samþykkt í borgarráði þann 19. 02. 2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 06. 03. 2017.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
57. Dugguvogur 4 (01.452.201) 105608 Mál nr. BN052580
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á breytingu lóðamarka vegna "Vogabyggðar 2" það er á "breytingablaði 1.450, 1.451, 1.452 og 1.453" dagsettu 20.03.2017 og viðeigandi lóðauppdráttum dagsettum 20.03.2017, samanber meðfylgjandi breytingablað og lóðauppdrætti. Þetta varðar lóðirnar Súðarvogur 1, Súðarvogur 2, Súðarvogur 2E-2F, Súðarvogur 3, Súðarvogur 6A, Súðarvogur 7, Súðarvogur 9, Súðarvogur 14, Kleppsmýrarvegur 8, Dugguvogur 1, Dugguvogur 1B, Dugguvogur 2, Dugguvogur 4, Dugguvogur (landnr. 105609) og Kleppsmýrarvegur Esso (landnr. 105600) og nokkrar nýjar lóðir.
Dugguvogur 4 (staðgr. 1.452.201, landnr. 105608)
Lóðin er 4433 m2
Tekið af lóðinni og lagt við borgarland (landnr. 218177) -794 m2
Tekið af lóðinni Dugguvogur (landnr. 105609) og lagt við lóðina 35 m2
Tekið af bráðabirgðalóð, Dugguvogur 2 (staðgr. 1.452.001, landnr. 105605) og lagt við lóðina 92 m2
Leiðrétt vegna fermetrabrota 1 m2
Lóðin verður 3767 m2 og verður skráð áfram nr 4 við Dugguvog, samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúans.
Sjá deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 08. 02. 2017, samþykkt í borgarráði þann 19. 02. 2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 06. 03. 2017.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
58. Fiskislóð 37C (01.086.502) 224427 Mál nr. BN052564
Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans í Reykjavík á nýju mæliblaði fyrir sameinaða lóð nr. 37c við Fiskislóð, mæliblaðið er í samræmi við deiliskipulag lóðarinnar sem samþykkt var þann 12. október 2016 á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, samþykkt var að breytingin væri án auglýsingar þar sem breytingin hefði ekki áhrif á aðra. Lóðin var stækkuð úr 5.739 m2 í 13.230 m2 og er stækkunin tekin úr óútvísuðu landi Faxaflóahafna. Óskar er eftir samþykki á endurútgefnu mæliblaði fyrir Fiskislóð 37c.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
59. Kleppsmýrarvegur 8 (01.451.003) 105603 Mál nr. BN052571
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á breytingu lóðamarka vegna "Vogabyggðar 2" það er á "breytingablaði 1.450, 1.451, 1.452 og 1.453" dagsettu 20.03.2017 og viðeigandi lóðauppdráttum dagsettum 20.03.2017, samanber meðfylgjandi breytingablað og lóðauppdrætti. Þetta varðar lóðirnar Súðarvogur 1, Súðarvogur 2, Súðarvogur 2E-2F, Súðarvogur 3, Súðarvogur 6A, Súðarvogur 7, Súðarvogur 9, Súðarvogur 14, Kleppsmýrarvegur 8, Dugguvogur 1, Dugguvogur 1B, Dugguvogur 2, Dugguvogur 4, Dugguvogur (landnr. 105609) og Kleppsmýrarvegur Esso (landnr. 105600) og nokkrar nýjar lóðir.
Kleppsmýrarvegur 8 (staðgr. 1.451.003, landnr. 105603)
Lóðin er 5002 m2
Tekið af lóðinni og lagt við borgarland (landnr. 218177) -120 m2
Tekið af lóðinni Súðarvogur 1 og lagt við lóðina 26 m2
Tekið af lóðinni Súðarvogur 3 og lagt við lóðina 7 m2
Tekið af borgarlandi r(landnr. 218177) og lagt við lóðina 98 m2
Tekið af lóðinni Kleppsmýrarvegur Esso (landnr. 105600) og lagt við lóðina 10 m2
Tekið af lóðinni og lagt við nýja lóð Bátavog 2 -1052 m2
Tekið af lóðinni og lagt við borgarland (landnr. 218177) -47 m2
Tekið af lóðinni og lagt við borgarland (landnr. 218177) -62 m2
Leiðrétt vegna fermetrabrota 1 m2
Lóðin verður 3863 m2 og verður skráð áfram nr 8 við Kleppsmýrarveg, samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúans.
Sjá deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 08. 02. 2017, samþykkt í borgarráði þann 19. 02. 2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 06. 03. 2017.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
60. Kleppsmýrarvegur Esso (01.451.201) 105600 Mál nr. BN052590
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á breytingu lóðamarka vegna "Vogabyggðar 2" það er á "breytingablaði 1.450, 1.451, 1.452 og 1.453" dagsettu 20.03.2017 og viðeigandi lóðauppdráttum dagsettum 20.03.2017, samanber meðfylgjandi breytingablað og lóðauppdrætti. Þetta varðar lóðirnar Súðarvogur 1, Súðarvogur 2, Súðarvogur 2E-2F, Súðarvogur 3, Súðarvogur 6A, Súðarvogur 7, Súðarvogur 9, Súðarvogur 14, Kleppsmýrarvegur 8, Dugguvogur 1, Dugguvogur 1B, Dugguvogur 2, Dugguvogur 4, Dugguvogur (landnr. 105609) og Kleppsmýrarvegur Esso (landnr. 105600) og nokkrar nýjar lóðir.
Kleppsmýrarvegur Esso (staðgr. 1.451.201, landnr. 105600)
Lóðin er 5065 m2
Tekið af lóðinni og lagt við Kleppsmýrarveg 8 -10 m2
Tekið af lóðinni og lagt við Bátavog 2 -590 m2
Tekið af lóðinni og lagt við Bátavog 2 -6 m2
Lóðin verður 4459 m2
Sjá deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 08. 02. 2017, samþykkt í borgarráði þann 19. 02. 2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 06. 03. 2017.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
61. Kuggavogur 2 (01.451.501) Mál nr. BN052575
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á breytingu lóðamarka vegna "Vogabyggðar 2" það er á "breytingablaði 1.450, 1.451, 1.452 og 1.453" dagsettu 20.03.2017 og viðeigandi lóðauppdráttum dagsettum 20.03.2017, samanber meðfylgjandi breytingablað og lóðauppdrætti. Þetta varðar lóðirnar Súðarvogur 1, Súðarvogur 2, Súðarvogur 2E-2F, Súðarvogur 3, Súðarvogur 6A, Súðarvogur 7, Súðarvogur 9, Súðarvogur 14, Kleppsmýrarvegur 8, Dugguvogur 1, Dugguvogur 1B, Dugguvogur 2, Dugguvogur 4, Dugguvogur (landnr. 105609) og Kleppsmýrarvegur Esso (landnr. 105600) og nokkrar nýjar lóðir.
Ný lóð, Kuggavogur 2 (staðgr. 1.451.501, landnr ............... )
Tekið af borgarlandi (landnr. 218177) og lagt við lóðina 1345 m2
Tekið af lóðinni Súðarvogur 3 og lagt við lóðina 2098 m2
Tekið af bráðabirgðalóð, Dugguvogur 2 (staðgr. 1.452.001, landnr. 105605) og lagt við lóðina 1512 m2
Leiðrétt vegna fermetrabrota 1 m2
Lóðin verður 4956 m2 og verður skráð Kuggavogur 2, samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúans.
Sjá deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 08. 02. 2017, samþykkt í borgarráði þann 19. 02. 2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 06. 03. 2017.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
62. Kuggavogur 5 (01.451.601) Mál nr. BN052576
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á breytingu lóðamarka vegna "Vogabyggðar 2" það er á "breytingablaði 1.450, 1.451, 1.452 og 1.453" dagsettu 20.03.2017 og viðeigandi lóðauppdráttum dagsettum 20.03.2017, samanber meðfylgjandi breytingablað og lóðauppdrætti. Þetta varðar lóðirnar Súðarvogur 1, Súðarvogur 2, Súðarvogur 2E-2F, Súðarvogur 3, Súðarvogur 6A, Súðarvogur 7, Súðarvogur 9, Súðarvogur 14, Kleppsmýrarvegur 8, Dugguvogur 1, Dugguvogur 1B, Dugguvogur 2, Dugguvogur 4, Dugguvogur (landnr. 105609) og Kleppsmýrarvegur Esso (landnr. 105600) og nokkrar nýjar lóðir.
Ný lóð, Kuggavogur 5 (staðgr. 1.451.601, landnr ............... )
Tekið af lóðinni Súðarvogur 3 og lagt við lóðina 2888 m2
Lóðin verður 2888 m2 og verður skráð Kuggavogur 5, samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúans.
Sjá deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 08. 02. 2017, samþykkt í borgarráði þann 19. 02. 2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 06. 03. 2017.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
63. Skektuvogur 2 (01.450.301) Mál nr. BN052569
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á breytingu lóðamarka vegna "Vogabyggðar 2" það er á "breytingablaði 1.450, 1.451, 1.452 og 1.453" dagsettu 20.03.2017 og viðeigandi lóðauppdráttum dagsettum 20.03.2017, samanber meðfylgjandi breytingablað og lóðauppdrætti. Þetta varðar lóðirnar Súðarvogur 1, Súðarvogur 2, Súðarvogur 2E-2F, Súðarvogur 3, Súðarvogur 6A, Súðarvogur 7, Súðarvogur 9, Súðarvogur 14, Kleppsmýrarvegur 8, Dugguvogur 1, Dugguvogur 1B, Dugguvogur 2, Dugguvogur 4, Dugguvogur (landnr. 105609) og Kleppsmýrarvegur Esso (landnr. 105600) og nokkrar nýjar lóðir.
Ný lóð Skektuvogur 2, (staðgr. 1.450.301, landnr ..............)
Tekið af bráðabirgðalóð, Dugguvogur 2 (staðgr. 1.452.001, landnr. 105605) og lagt við lóðina 2007 m2
Tekið af lóðinni Súðarvogur 2 og lagt við lóðina 1246 m2
Tekið af borgarlandi (landnr. 218177) og lagt við lóðina 375 m2
Lóðin verður 3628 m2 og verður skráð Skektuvogur 2, samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúans.
Sjá deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 08. 02. 2017, samþykkt í borgarráði þann 19. 02. 2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 06. 03. 2017.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
64. Súðarvogur 1 (01.451.002) 105602 Mál nr. BN052570
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á breytingu lóðamarka vegna "Vogabyggðar 2" það er á "breytingablaði 1.450, 1.451, 1.452 og 1.453" dagsettu 20.03.2017 og viðeigandi lóðauppdráttum dagsettum 20.03.2017, samanber meðfylgjandi breytingablað og lóðauppdrætti. Þetta varðar lóðirnar Súðarvogur 1, Súðarvogur 2, Súðarvogur 2E-2F, Súðarvogur 3, Súðarvogur 6A, Súðarvogur 7, Súðarvogur 9, Súðarvogur 14, Kleppsmýrarvegur 8, Dugguvogur 1, Dugguvogur 1B, Dugguvogur 2, Dugguvogur 4, Dugguvogur (landnr. 105609) og Kleppsmýrarvegur Esso (landnr. 105600) og nokkrar nýjar lóðir.
Súðarvogur 1 (staðgr. 1.451.002, landnr. 105602)
Lóðin er 2814 m2
Tekið af lóðinni og lagt við borgarland (landnr. 218177) -251 m2
Tekið af lóðinni Súðarvogur 3 og lagt við lóðina 6 m2
Tekið af lóðinni og lagt við Kleppsmýrarveg 8 -26 m2
Leiðrétt vegna fermetrabrota 1 m2
Lóðin verður 2544 m2 og verður skráð nr 6 við Kleppsmýrarveg, samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúans.
Sjá deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 08. 02. 2017, samþykkt í borgarráði þann 19. 02. 2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 06. 03. 2017.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
65. Súðarvogur 11 (01.453.004) Mál nr. BN052589
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á breytingu lóðamarka vegna "Vogabyggðar 2" það er á "breytingablaði 1.450, 1.451, 1.452 og 1.453" dagsettu 20.03.2017 og viðeigandi Lóðauppdráttum dagsettum 20.03.2017, samanber meðfylgjandi breytingablað og lóðauppdrætti. Þetta varðar lóðirnar Súðarvogur 1, Súðarvogur 2, Súðarvogur 2E-2F, Súðarvogur 3, Súðarvogur 6A, Súðarvogur 7, Súðarvogur 9, Súðarvogur 14, Kleppsmýrarvegur 8, Dugguvogur 1, Dugguvogur 1B, Dugguvogur 2, Dugguvogur 4, Dugguvogur (landnr. 105609) og Kleppsmýrarvegur Esso (landnr. 105600) og nokkrar nýjar lóðir.
Ný lóð, Súðarvogur 11 (staðgr. 1.453.004, landnr ...... )
Tekið af borgarlandi (landnr. 218177) og lagt við lóðina 365 m2
Tekið af lóðinni Súðarvogur 7 og lagt við lóðina 581 m2
Lóðin verður 946 m2 og verður skráð nr. 11 við Súðarvog, samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúans.
Sjá deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 08. 02. 2017, samþykkt í borgarráði þann 19. 02. 2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 06. 03. 2017.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
66. Súðarvogur 14 (01.452.302) 105611 Mál nr. BN052586
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á breytingu lóðamarka vegna "Vogabyggðar 2" það er á "breytingablaði 1.450, 1.451, 1.452 og 1.453" dagsettu 20.03.2017 og viðeigandi lóðauppdráttum dagsettum 20.03.2017, samanber meðfylgjandi breytingablað og lóðauppdrætti. Þetta varðar lóðirnar Súðarvogur 1, Súðarvogur 2, Súðarvogur 2E-2F, Súðarvogur 3, Súðarvogur 6A, Súðarvogur 7, Súðarvogur 9, Súðarvogur 14, Kleppsmýrarvegur 8, Dugguvogur 1, Dugguvogur 1B, Dugguvogur 2, Dugguvogur 4, Dugguvogur (landnr. 105609) og Kleppsmýrarvegur Esso (landnr. 105600) og nokkrar nýjar lóðir.
Súðarvogur 14 (staðgr. 1.452.302, landnr 105611)
Lóðin er 1738 m2
Tekið af lóðinni og lagt við borgarland (landnr. 218177) -190 m2
Tekið af lóðinni og lagt við Dugguvogur 1B -138 m2
Tekið af borgarlandi (landnr. 218177) og lagt við lóðina 25 m2
Lóðin verður 1435 m2 og verður skráð áfram Súðarvogur 14, samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúans.
Sjá deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 08. 02. 2017, samþykkt í borgarráði þann 19. 02. 2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 06. 03. 2017.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
67. Súðarvogur 2 (01.452.101) Mál nr. BN052582
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á breytingu lóðamarka vegna "Vogabyggðar 2" það er á "breytingablaði 1.450, 1.451, 1.452 og 1.453" dagsettu 20.03.2017 og viðeigandi lóðauppdráttum dagsettum 20.03.2017, samanber meðfylgjandi breytingablað og lóðauppdrætti. Þetta varðar lóðirnar Súðarvogur 1, Súðarvogur 2, Súðarvogur 2E-2F, Súðarvogur 3, Súðarvogur 6A, Súðarvogur 7, Súðarvogur 9, Súðarvogur 14, Kleppsmýrarvegur 8, Dugguvogur 1, Dugguvogur 1B, Dugguvogur 2, Dugguvogur 4, Dugguvogur (landnr. 105609) og Kleppsmýrarvegur Esso (landnr. 105600) og nokkrar nýjar lóðir.
Ný lóð, Súðarvogur 2 (staðgr. 1.452.101, landnr ............... )
Tekið af bráðabirgðalóð, Dugguvogur 2 (staðgr. 1.452.001, landnr. 105605) og lagt við lóðina 3433 m2
Lóðin verður 3433 m2 og verður skráð nr 2 við Súðarvog 2, samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúans.
Sjá deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 08. 02. 2017, samþykkt í borgarráði þann 19. 02. 2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 06. 03. 2017.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
68. Súðarvogur 2 (01.450.003) 105599 Mál nr. BN052567
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á breytingu lóðamarka vegna "Vogabyggðar 2" það er á "breytingablaði 1.450, 1.451, 1.452 og 1.453" dagsettu 20.03.2017 og viðeigandi lóðauppdráttum dagsettum 20.03.2017, samanber meðfylgjandi breytingablað og lóðauppdrætti. Þetta varðar lóðirnar Súðarvogur 1, Súðarvogur 2, Súðarvogur 2E-2F, Súðarvogur 3, Súðarvogur 6A, Súðarvogur 7, Súðarvogur 9, Súðarvogur 14, Kleppsmýrarvegur 8, Dugguvogur 1, Dugguvogur 1B, Dugguvogur 2, Dugguvogur 4, Dugguvogur (landnr. 105609) og Kleppsmýrarvegur Esso (landnr. 105600) og nokkrar nýjar lóðir.
Súðarvogur 2 (staðgr. 1.450.003, landnr. 105599)
Lóðin er 10847 m2
Tekið af lóðinni og lagt við borgarland (landnr. 218177) -1616 m2
Tekið af lóðinni og lagt við lóðina Súðavog 4 -1246 m2
Tekið af borgarlandi (landnr. 218177) og lagt við lóðina 1380 m2
Tekið af borgarlandi (landnr. 218177) og lagt við lóðina 5 m2
Tekið af lóðinni Súðarvogur 2E-2F og lagt við lóðina -193 m2
Leiðrétt vegna fermetrabrota 1 m2
Lóðin verður 9564 m2 og verður skráð nr 1 við Skektuvogur, samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúans.
Sjá deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 08. 02. 2017, samþykkt í borgarráði þann 19. 02. 2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 06. 03. 2017.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
69. Súðarvogur 2E- 2F (01.450.201) 105597 Mál nr. BN052568
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á breytingu lóðamarka vegna "Vogabyggðar 2" það er á "breytingablaði 1.450, 1.451, 1.452 og 1.453" dagsettu 20.03.2017 og viðeigandi lóðauppdráttum dagsettum 20.03.2017, samanber meðfylgjandi breytingablað og lóðauppdrætti. Þetta varðar lóðirnar Súðarvogur 1, Súðarvogur 2, Súðarvogur 2E-2F, Súðarvogur 3, Súðarvogur 6A, Súðarvogur 7, Súðarvogur 9, Súðarvogur 14, Kleppsmýrarvegur 8, Dugguvogur 1, Dugguvogur 1B, Dugguvogur 2, Dugguvogur 4, Dugguvogur (landnr. 105609) og Kleppsmýrarvegur Esso (landnr. 105600) og nokkrar nýjar lóðir.
Súðarvogur 2E-2F (staðgr. 1.450.201, landnr. 105597)
Lóðin er 6030 m2
Tekið af lóðinni og lagt við borgarland (landnr. 218177) -226 m2
Tekið af lóðinni og lagt við borgarland (landnr. 218177) -246 m2
Tekið af lóðinni og lagt við lóðina Skektuvogur 1 -193 m2
Tekið af bráðabirgðalóð, Dugguvogur 2 (staðgr. 1.452.001, landnr. 105605) og lagt við lóðina 47 m2
Tekið af borgarlandi (landnr. 218177) og lagt við lóðina 1 m2
Leiðrétt vegna fermetrabrota -1 m2
Lóðin verður 5412 m2 og verður skráð áfram nr. 2E-2F við Súðarvog, samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúans.
Sjá deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 08. 02. 2017, samþykkt í borgarráði þann 19. 02. 2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 06. 03. 2017.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
70. Súðarvogur 3 (01.451.401) 105601 Mál nr. BN052573
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á breytingu lóðamarka vegna "Vogabyggðar 2" það er á "breytingablaði 1.450, 1.451, 1.452 og 1.453" dagsettu 20.03.2017 og viðeigandi lóðauppdráttum dagsettum 20.03.2017, samanber meðfylgjandi breytingablað og lóðauppdrætti. Þetta varðar lóðirnar Súðarvogur 1, Súðarvogur 2, Súðarvogur 2E-2F, Súðarvogur 3, Súðarvogur 6A, Súðarvogur 7, Súðarvogur 9, Súðarvogur 14, Kleppsmýrarvegur 8, Dugguvogur 1, Dugguvogur 1B, Dugguvogur 2, Dugguvogur 4, Dugguvogur (landnr. 105609) og Kleppsmýrarvegur Esso (landnr. 105600) og nokkrar nýjar lóðir.
Súðarvogur 3 (staðgr. 1.451.401, landnr. 105601)
Lóðin er 21862 m2
Tekið af lóðinni og lagt við borgarland (landnr. 218177) -7961 m2
Tekið af lóðinni og lagt við nýja lóð (staðgr. 1.451.402, landnr ..........) -1 m2
Tekið af lóðinni og lagt við Kugguvog 2 -2098 m2
Tekið af lóðinni og lagt við Kugguvog 5 -2888 m2
Tekið af lóðinni og lagt við Súðarvog 7 -9 m2
Tekið af lóðinni og lagt við Kleppsmýrarveg 6 -6 m2
Tekið af lóðinni og lagt við lóðina Kleppsmýrarveg 8 -7 m2
Tekið af lóðinni og lagt við Bátavog 2 (staðgr. 1.451.203, landnr ...........) -1 m2
Lóðin verður 8991 m2 og verður skráð nr 2 við Arkarvog, samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúans.
Sjá deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 08. 02. 2017, samþykkt í borgarráði þann 19. 02. 2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 06. 03. 2017.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
71. Súðarvogur 6A (01.452.102) 105607 Mál nr. BN052579
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á breytingu lóðamarka vegna "Vogabyggðar 2" það er á "breytingablaði 1.450, 1.451, 1.452 og 1.453" dagsettu 20.03.2017 og viðeigandi lóðauppdráttum dagsettum 20.03.2017, samanber meðfylgjandi breytingablað og lóðauppdrætti. Þetta varðar lóðirnar Súðarvogur 1, Súðarvogur 2, Súðarvogur 2E-2F, Súðarvogur 3, Súðarvogur 6A, Súðarvogur 7, Súðarvogur 9, Súðarvogur 14, Kleppsmýrarvegur 8, Dugguvogur 1, Dugguvogur 1B, Dugguvogur 2, Dugguvogur 4, Dugguvogur (landnr. 105609) og Kleppsmýrarvegur Esso (landnr. 105600) og nokkrar nýjar lóðir.
Súðarvogur 6A (1.452.102, landnr. 105607)
Lóðin er 50 m2
Tekið af lóðinni og lagt við borgarland (landnr. 218177) -50 m2
Lóðin verður 0 m2 og verður afmáð úr skrám og hverfur.
Sjá deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 08. 02. 2017, samþykkt í borgarráði þann 19. 02. 2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 06. 03. 2017.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
72. Súðarvogur 7 (01.453.002) 105615 Mál nr. BN052587
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á breytingu lóðamarka vegna "Vogabyggðar 2" það er á "breytingablaði 1.450, 1.451, 1.452 og 1.453" dagsettu 20.03.2017 og viðeigandi lóðauppdráttum dagsettum 20.03.2017, samanber meðfylgjandi breytingablað og lóðauppdrætti. Þetta varðar lóðirnar Súðarvogur 1, Súðarvogur 2, Súðarvogur 2E-2F, Súðarvogur 3, Súðarvogur 6A, Súðarvogur 7, Súðarvogur 9, Súðarvogur 14, Kleppsmýrarvegur 8, Dugguvogur 1, Dugguvogur 1B, Dugguvogur 2, Dugguvogur 4, Dugguvogur (landnr. 105609) og Kleppsmýrarvegur Esso (Landnr. 105600) og nokkrar nýjar lóðir.
Súðarvogur 7 (staðgr. 1.453.002, landnr. 105615)
Lóðin er talin 2152 m2
Lóðin reynist 2145 m2
Tekið af lóðinni og lagt við borgarland (landnr ...........) -159 m2
Tekið af borgarlandi (landnr. 218177) 100 m2
Tekið af lóðinni Súðarvogur 3 og lagt við lóðina 9 m2
Tekið af lóðinni Súðarvogur 9 og lagt við lóðina 1 m2
Tekið af lóðinni og lagt við Súðavog 9 -6 m2
Tekið af lóðinni og lagt við borgarland (landnr. 218177) -23 m2
Lóðin verður 2067 m2 og verður skráð áfram nr. 7 við Súðarvog, samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúans.
Sjá deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 08. 02. 2017, samþykkt í borgarráði þann 19. 02. 2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 06. 03. 2017.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
73. Súðarvogur 9 (01.453.003) 105616 Mál nr. BN052588
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á breytingu lóðamarka vegna "Vogabyggðar 2" það er á "breytingablaði 1.450, 1.451, 1.452 og 1.453" dagsettu 20.03.2017 og viðeigandi lóðauppdráttum dagsettum 20.03.2017, samanber meðfylgjandi breytingablað og lóðauppdrætti. Þetta varðar lóðirnar Súðarvogur 1, Súðarvogur 2, Súðarvogur 2E-2F, Súðarvogur 3, Súðarvogur 6A, Súðarvogur 7, Súðarvogur 9, Súðarvogur 14, Kleppsmýrarvegur 8, Dugguvogur 1, Dugguvogur 1B, Dugguvogur 2, Dugguvogur 4, Dugguvogur (landnr. 105609) og Kleppsmýrarvegur Esso (landnr. 105600) og nokkrar nýjar lóðir.
Súðarvogur 9 (staðgr. 1.453.003, landnr 105616)
Lóðin er talin 2120 m2
Lóðin reynist 2105 m2
Tekið af lóðinni og lagt við borgarland (landnr. 218177) -31 m2
Tekið af borgarlandi (landnr. 218177) og lagt við lóðina 138 m2
Tekið af lóðinni Súðarvogur 7 og lagt við lóðina 6 m2
Tekið af lóðinni og lagt við Súðarvogur 7 -1 m2
Tekið af lóðinni og lagt við nýja lóð, Súðarvog 11 -581 m2
Lóðin verður 1636 m2 og verður skráð áfram nr. 9 við Súðarvog, samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúans.
Sjá deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 08. 02. 2017, samþykkt í borgarráði þann 19. 02. 2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 06. 03. 2017.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
74. Trilluvogur 1 (01.452.301) Mál nr. BN052584
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á breytingu lóðamarka vegna "Vogabyggðar 2" það er á "breytingablaði 1.450, 1.451, 1.452 og 1.453" dagsettu 20.03.2017 og viðeigandi lóðauppdráttum dagsettum 20.03.2017, samanber meðfylgjandi breytingablað og lóðauppdrætti. Þetta varðar lóðirnar Súðarvogur 1, Súðarvogur 2, Súðarvogur 2E-2F, Súðarvogur 3, Súðarvogur 6A, Súðarvogur 7, Súðarvogur 9, Súðarvogur 14, Kleppsmýrarvegur 8, Dugguvogur 1, Dugguvogur 1B, Dugguvogur 2, Dugguvogur 4, Dugguvogur (landnr. 105609) og Kleppsmýrarvegur Esso (landnr. 105600) og nokkrar nýjar lóðir.
Ný lóð, Trilluvogur 1 (staðgr. 1.452.301, landnr ............... )
Tekið af bráðabirgðalóð, Dugguvogur 2 (staðgr. 1.452.001, landnr. 105605) og lagt við lóðina 2512 m2
Tekið af borgarlandi (landnr. 218177) og lagt við lóðina 38 m2
Tekið af lóðinni Dugguvogur 1 27 m2
Lóðin verður 2577 m2 og verður skráð nr. 1 við Trilluvog, samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúans.
Sjá deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 08. 02. 2017, samþykkt í borgarráði þann 19. 02. 2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 06. 03. 2017.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
75. Vogabyggð 2 (01.451.402) Mál nr. BN052574
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á breytingu lóðamarka vegna "Vogabyggðar 2" það er á "breytingablaði 1.450, 1.451, 1.452 og 1.453" dagsettu 20.03.2017 og viðeigandi lóðauppdráttum dagsettum 20.03.2017, samanber meðfylgjandi breytingablað og lóðauppdrætti. Þetta varðar lóðirnar Súðarvogur 1, Súðarvogur 2, Súðarvogur 2E-2F, Súðarvogur 3, Súðarvogur 6A, Súðarvogur 7, Súðarvogur 9, Súðarvogur 14, Kleppsmýrarvegur 8, Dugguvogur 1, Dugguvogur 1B, Dugguvogur 2, Dugguvogur 4, Dugguvogur (landnr. 105609) og Kleppsmýrarvegur Esso (landnr. 105600) og nokkrar nýjar lóðir.
Ný lóð (staðgr. 1.451.402, landnr .............)
Tekið af borgarlandi (landnr. 218177) og lagt við lóðina 34 m2
Tekið af lóðinni Súðarvogur 3 og lagt við lóðina 1 m2
Lóðin verður 35 m2 og verður skráð ......., samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúans.
Sjá deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 08. 02. 2017, samþykkt í borgarráði þann 19. 02. 2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 06. 03. 2017.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
76. Vogabyggð 2 (01.452.002) Mál nr. BN052578
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans á breytingu lóðamarka vegna "Vogabyggðar 2" það er á "breytingablaði 1.450, 1.451, 1.452 og 1.453" dagsettu 20.03.2017 og viðeigandi lóðauppdráttum dagsettum 20.03.2017, samanber meðfylgjandi breytingablað og lóðauppdrætti. Þetta varðar lóðirnar Súðarvogur 1, Súðarvogur 2, Súðarvogur 2E-2F, Súðarvogur 3, Súðarvogur 6A, Súðarvogur 7, Súðarvogur 9, Súðarvogur 14, Kleppsmýrarvegur 8, Dugguvogur 1, Dugguvogur 1B, Dugguvogur 2, Dugguvogur 4, Dugguvogur (landnr. 105609) og Kleppsmýrarvegur Esso (landnr. 105600) og nokkrar nýjar lóðir.
Ný lóð (staðgr. 1.452.002, landnr ..............)
Tekið af lóðinni Dugguvogur 2 (staðgr. 1.452.001, landnr. 105605) og lagt við lóðina 35 m2
Lóðin verður 35 m2 og verður skráð ......, samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúans.
Sjá deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 08. 02. 2017, samþykkt í borgarráði þann 19. 02. 2017 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 06. 03. 2017.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst.
Fyrirspurnir
77. Barðavogur 21 (01.443.005) 105512 Mál nr. BN052481
Röðull Kolbeinn Arinbjargarson, Dofraborgir 21, 112 Reykjavík
Spurt er hvort íbúð með fastanr. 202-2851 sé samþykkt íbúð í húsi á lóð nr. 21 við Barðavog.
Erindi fylgir sameignasamningur dags. 6. júní 1975 þar sem fram koma þrjár íbúðir og umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 16. mars 2017.
Neikvætt.
Með vísan til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra dags. 16. mars 2017.
78. Drápuhlíð 14 (01.704.207) 107087 Mál nr. BN052490
Ríkiseignir, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Spurt er hvort sækja þurfi um byggingarleyfi fyrir framkvæmdum við lóð og gerð hjólaskýlis við heilsugæslustöð á lóð nr. 14 við Drápuhlíð.
Jákvætt.
Sækja þarf um byggingarleyfi.
Fundi slitið kl. 12.10
Harri Ormarsson
Nikulás Úlfar Másson Jón Hafberg Björnsson
Sigrún Reynisdóttir Sigríður Maack
Óskar Torfi Þorvaldsson Olga Hrund Sverrisdóttir