No translated content text
Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- og samgönguráð
Ár 2010, þriðjudaginn 28. september kl. 13.30 var haldinn 58. fundur umhverfis- og samgönguráðs í Hofi að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjördís S. Ingimundardóttir, Hjálmar Sveinsson, Þorleifur Gunnlaugsson, Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Bjarnason, Stefán Agnar Finnsson, Einar Kristjánsson, Kolbrún Jónatansdóttir, Gunnar Hersveinn, Eygerður Margrétardóttir, Þórólfur Jónsson, Ellý Katrín Guðmundsdóttir og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Sjúkrahús LSH við Hringbraut.
Lagt fram á ný bréf Seltjarnarneskaupstaðar dags. 1. september 2010 og drög að svari ráðsins. Ráðið gerði ekki athugasemdir við svar til Seltjarnarneskaupstaðar.
Helgi Már Halldórsson og Helga Bragadóttir, Spítalahóp, komu á fundinn ásamt Margréti Leifsdóttur og Ágústu Sveinbjörnsdóttur frá Skipulags- og byggingasviði og kynntu verðlaunatillögu að deiliskipulagi Landspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut.
2. Ársfundur UST og náttúrunefnda sveitarfélaga.
Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dags. 15. september 2010.
3. Bílastæði á bílaplani við Skúlagötu.
Lagt fram á ný bréf Bílastæðasjóðs dags. 12. ágúst 2010 með tillögu um að óska eftir því við borgarráð samþykki gjaldskyldu á bílastæði á lóð Olís við Skúlagötu 7.
Tillagan var samþykkt einróma.
Ráðið sameinaðist um svohljóðandi bókun:
Umhverfis og samgönguráð gagnrýnir þá ákvörðun framkvæmdasviðs að malbika stórt svæði gegnt Skúlagötu 7. Með því var í raun búið til bílastæði fyrir um það bil 60 bíla í trássi við stefnu ráðsins að fjölga ekki bílastæðum í borginni. Ráðið telur að þessi framkvæmd sé skýrt dæmi um afdrifaríkan skort á samráði. Ráðið bendi ennfremur á að loka hefði mátt viðkomandi svæði með því að tyrfa það, planta trjám, búa til garð svo fáein dæmi séu nefnd.
4. Miklabraut- vegrið.
Lögð fram tillaga Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 8. ágúst 2010.
Frestað.
5. Bílastæði hreyfihamlaðra í Mjódd.
Lögð fram tillaga Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 2010 um gerð bílastæðis fyrir hreyfihamlaða við Breiðholtskirkju í Mjódd.
Tillagan var samþykkt einróma.
6. Lokun Austurstrætis, Pósthússtrætis, Hafnarstrætis.
Ráðið ræddi framhald lokunar gatna í miðborginni.
7. Hverfisráð Miðborgar – Haðarstígur.
Lagt fram erindi dags. 20. september 2010.
Erindinu var vísað til Umhverfis- og samgöngusviðs.
8. Hverfisráð Hlíða – ýmis mál.
Lagt fram bréf hverfisráðsins dags. 22. september 2010.
Erindinu var vísað til Umhverfis- og samgöngusviðs.
9. Hverfisráð Grafarvogs – Hljóðmön við Hallsveg.
Lagt fram erindi hverfisráðsins dags. 14. september 2010.
Erindinu var vísað til Umhverfis- og samgöngusviðs.
10. Hverfisráð Árbæjar – ýmis mál.
Lagt fram bréf hverfisráðsins ásamt fylgiskjölum.
Erindinu var vísað til Umhverfis- og samgöngusviðs.
11. Gleym mér ei – bekkir til gjafa.
Lögð fram tillaga Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 24. september 2010 um fyrirkomulag og heimildir til að leyfa félagasamtökum og einstaklingum að kaupa bekk til minningar eða heiðurs einhvers.
Tillagan var samþykkt einróma.
Fulltrúar D-lista lögðu fram svohljóðandi bókun:
Mjög ánægjulegt er að tillaga XD um að borgarbúar geti gefið bekki í borginni sé nú loks samþykkt, og fulltrúar XD styðja því tillöguna. Hinsvegar er mjög bagalegt að ekki liggi fyrir skýrari reglur um hvernig tekið verður á ýmsum álitamálum sem upp kunna að koma. Slíkt væri vandaðri málsmeðferð og skýrari hvað varðar jafnræði og góða stjórnsýslu. Æskilegra hefði verið að móta reglur um þetta góða mál fyrirfram, einsog fulltrúar XD óskuðu eftir.
Fulltrúar meirihlutans í ráðinu lögðu fram svohljóðandi bókun:
Meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins vill taka fram að þetta góða verkefni hefur lengi beðið afgreiðslu.Samfylking og Besti flokkurinn telur nauðsynlegt að ýta verkefninu úr vör og endurskoða svo reglur og framkvæmd þegar reynsla er komin á það.
12. Hjólavefsjá.
Pálmi F. Randversson, Umhverfis- og samgöngusviði, kom á fundinn og kynnti ráðinu nýopnaða „hjólavefsjá“.
13. Samgönguvika.
Pálmi F. Randversson kynnti hvernig til tókst með „Samgönguviku 2010“.
14. Innkaupareglur Reykjavíkurborgar.
Guðmundur B. Friðriksson, Umhverfis- og samgöngusviði kom á fundin og kynnti nýsamþykktar innkaupareglur Reykjavíkurborgar.
15. Tillaga um gróðursetningu trjáa.
Lögð fram á ný svohljóðandi tillaga fulltrúa D-lista:
Fulltrúar XD í umhverfis- og samgönguráði leggja til að Reykjavíkurborg hefji stórátak í gróðursetningu trjáa innan byggðra svæða borgarinnar. Garðyrkjustjóra verði falið að útfæra stefnuna,velja bestu staðsetningarnar og velja tegundir í samráði við umhverfis og samgönguráð.
Tillögunni fylgdi greinargerð.
Samþykkt einróma að vísa tillögunni til umsagnar Umhverfis- og samgöngusviðs.
16. Hjólastígur í Skógarhlíð.
Lögð fram á ný svohljóðandi tillaga fulltrúa D-lista:
Fulltrúar D-lista í umhverfis- og samgönguráði leggja til að öruggur hjólastígur verði gerður eftir Skógarhlíðinni, sem tengist inn á göngu- og hjólreiðastíginn sem liggur meðfram Bústaðavegi, austan við Litluhlíð. Stígurinn mun tengja saman Hlíðar, Kringlusvæðið, Hvassaleiti, Gerði, Smáíbúðahverfi og Fossvog.
Samþykkt einróma að vísa tillögunni til umsagnar Umhverfis- og samgöngusviðs.
17. Fyrirspurn.
Lögð fram á ný fyrirspurn fulltrúa VG svohljóðandi:
Á borgarráðsfundi 19 október í fyrra var eftirfarandi tillaga lögð fram: „Í samræmi við samþykkt borgarráðs frá 18. júní sl. um að borgarlögmaður móti samning um tímabundin afnot áhugahóps um nýtingu Toppstöðvarinnar, ásamt því að tryggt verði að öryggiskröfur verði uppfylltar, samþykkir borgarráð meðfylgjandi samkomulag við Toppstöðina, félagasamtök, kt. 521009-2410, um afnot og leigu á 602 m² afmörkuðu rými á fyrstu og annarri hæð varaaflstöðvarinnar, Rafstöðvarvegi 4 í Elliðaárdal, til 1. október 2011. Heimilt er að framlengja samkomulagið tímabundið til eins árs í senn að þeim tíma liðnum. Leigutaka er skylt að veita eiganda upplýsingar um notkun húsnæðisins á fjögurra mánaða fresti.“ Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna lafði fram svohljóðandi viðaukatillögu: „Lagt er til að svæði vestan við Toppstöðina, sem í dag er nýtt sem bílastæði, verði tyrft. Greinargerð fylgir tillögunni. R07070122. Tillaga borgarstjóra samþykkt. Viðaukatillaga borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna samþykkt“. Viðaukatillagan var flutt vegna áhyggna af því að aukin viðvera í Toppstöðinni mynd kalla á aukna notkun á umræddu bílastæði sem liggur að bökkum Elliðaáa sem skapar aukna hættu á mengunarslysum og truflun á tveimur af bestu veiðistöðum ánna.
Fulltrúi VG í umhverfis- og samgönguráði óskar því eftir upplýsingnum um það hvort að svæðið vestan við Toppstöðina hafi verið tyrft og hafi það ekki verið gert, hver sé ástæðan fyrir því?
Lagt fram skriflegt svar við fyrirspurninni.
18. Staða mála hvað varðar gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:
• Hvenær mun umhverfis – og samgönguráð ljúka stefnumörkun í málaflokknum en henni átti að ljúka í ágúst?
• Liggur fyrir endurskoðuð verk– og tímaáætlun sem leggja átti fyrir aðgerðahóp 19 ágúst og sé svo, í hverju er hún fólgin?
• Var farinn yfirferð með sviðsstjórum og formönnum fagráða 26 ágúst og sé svo, í hverju var sú yfirferð fólgin?
• Liggja fyrir fyrstu drög að tekjuspá og efnahagsforsendum Borgarhagfræðings sem átti að birtast 27 ágúst og sé svo, hvernig er spáin?
• Liggja fyrir fyrstu drög að fjárfestingaáætlun 2011 og 2012–2016 sem birtast áttu 27 ágúst og í hverju er áætlunin fólgin?
• Liggja fyrir fyrstu drög að tillögu um rammaúthlutun FMS o.fl. sem birtast áttu 27 ágúst og sé svo í hverju eru drögin fólgin?
• Liggja fyrri sviðsmyndagreining og forsendur áætlunar 2011–2016 sem kynna átti 31 ágúst og í hverju er hún þá fólgin?ón Lagt fyrir Lagt fram/Lokið
• Liggja fyrir forsendur fjárhagsáætlunar og 3ja (5) ára áætlun. 2011–2016 sem leggja átti fyrir Borgarráð 2 september og í hverju eru forsendurnar þá fólgnar?
• Liggja fyrir tillögur um rammaúthlutun sem leggja átti fyrir borgarráð 2 september og í hverju eru þær þá fólgnar?
• Liggja fyrri tillögur að forgangsröðun vegna fjárfestinga sem leggja átti fyrir Borgarráð 2 september og í hverju eru þær þá fólgnar?
• Hefur undirbúningur að forgangsröðun innan ramma sem áti að fara fram í september verið hafin og í hverju er forgangsröðin þá fólgin?
• Liggur fyrir Sviðsmyndagreining og forsendur áætlunar 2011–2016 sem kynna átti 10 september og í hverju er hún þá fólgin?
• Liggja fyrri tillögur að forgangsröðun innan ramma sem ræða átti á fagsviðum 24 september og sé svo, í hverju eru þær tillögur fólgnar?
• Verður stefnumótun vegna þriggja ára áætlunar lögð fyrir fagráð 30 september og í hverju verður samráð við minnihlutann um hana fólgin?
19. Tillaga um bílastæði o.fl. við bandaríska sendiráðið.
Lögð fram tillaga fulltrúa VG svohljóðandi:
Umhverfis- og samgönguráð samþykkir að banandaríska sendiráðinu, Laufásvegi 21 -23 verði gert að fjarlægja blómaker á bifreiðastæðum og hindranir á gangstéttum fyrri framan húsið innan mánaðar. Jafnframt verði skoðað hvort ekki megi draga úr eða fjarlægja með öllu hraðahindranir á götunni sem settar voru upp að beiðni sendiráðsins.
Tillögunni fylgir greinargerð.
Samþykkt einróma að óska eftir umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs um tillöguna.
20. Tillaga um gangbrautarljós við Miklubraut.
Fulltrúar D-lista lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Fulltrúar XD í umhverfis og samgönguráði leggja til að gönguljósunum yfir Miklubraut við Miklatún og austan við Stakkahlíð verði breytt þannig að grænt ljós komi fyrir gangandi um leið og kallað er eftir því. Undantekning er að sjálfsögðu ef grænn kall er nýhorfinn, enda þarf þá að vera grænt fyrir bíla í nokkurn tíma áður en hann birtist á ný. Sem fyrirmynd má benda á gönguljósin yfir Hringbraut á móts við Birkimel.
Tillagan var samþykkt einróma.
21. Fyrirspurn um framlög ríkisins til vegagerðar.
Fulltrúar D-lista lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúar XD í umhverfis- og samgönguráði óska eftir samantekt á því hversu stór hluti framlaga ríkisins til samgöngumála hefur runnið til Reykjavíkur síðustu 10 ár.“
Frestað.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 18.03
Karl Sigurðsson
Kristín Soffía Jónsdóttir Hjördís S. Ingimundardóttir
Hjálmar Sveinsson Þorleifur Gunnlaugsson
Gísli Marteinn Baldursson Hildur Sverrisdóttir