Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2012, miðvikudaginn 27. júní kl. 9.10, var haldinn 279. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Áslaug María Friðriksdóttir og áheyrnarfulltrúinn Torfi Hjartarson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Bjarnason, Magnús Ingi Erlingsson og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum:, Björn Ingi Edvardsson, Valný Aðalsteinsdóttir, Hildur Gunnlaugsdóttir, Lilja Grétarsdóttir, Margrét Þormar og Björn Axelsson.
Fundarritari var Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 15. og 22. júní 2012 .

2. Úlfarsbraut, Íþróttasvæði Fram, breyting á deiliskipulagi(02.6) Mál nr. SN120082
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga framkvæmda- og eignarsviðs að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis Fram við Úlfarsbraut og eystri hluta lóðar Úlfarsbrautar 122-124, samkvæmt uppdrætti framkvæmda- og eignasviðs dags. 8. febrúar 2012. Tillagan var auglýst frá 30. mars til og með 21. maí 2012. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Sigurður A. Þóroddsson f.h. eigenda Gerðarbrunns 20-22. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 8. júní 2012.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 8. júní 2012
Vísað til borgarráðs.

3. Kirkjuteigur 21, breyting á deiliskipulagi (01.361.1) Mál nr. SN120299
Teiknilist ehf, Bolholti 8, 105 Reykjavík
Erlendur Jónsson, Seljugerði 7, 108 Reykjavík
Lagt fram erindi Erlendar Jónssonar og Hönnu Maríu Siggeirsdóttur dags. 19. júní 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis vegna lóðarinnar nr. 21 við Kirkjuteig. Í breytingunni felst hækkun á nýtingarhlutfalli, fjölgun á íbúðum ofl. samkvæmt uppdrætti Teiknilistar ehf. dags. 30. maí 2012. Einnig er lagt fram skuggavarp ódags.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Jafnframt var samþykkt að upplýsa hagsmunaaðila í nágrenninu sérstaklega um tillöguna með bréfi.
Vísað til borgarráðs.

4. 1.172.0 Brynjureitur, Verkefnalýsing (01.172.0) Mál nr. SN120140
Laugavegsreitir ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Lagt fram erindi Laugavegsreita ehf. dags. í mars 2012 varðandi uppbyggingu á svokölluðum Brynjureit. Meðfylgjandi er skipulagslýsing dags. í mars 2012 ásamt grunnmynd. Skipulagssvæðið afmarkast af Laugavegi, Klapparstíg Hverfisgötu og Vatnsstíg.
Fulltrúar Laugavegsreita ehf. kynntu.

5. Einholt-Þverholt, nýtt deiliskipulag, lýsing (01.244.3) Mál nr. SN120167
Lögð fram drög að lýsingu Ask arkitekta dags. í júní 2012 vegna deiliskipulags á reitnum Einholti-Þverholti. Í lýsingunni koma fram áherslur, upplýsingar um forsendur, fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli. Svæðið afmarkast af Einholti, Háteigsvegi, Þverholti og Stórholti.
Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar Skipulagsstofnunar, Hverfisráðs miðbæjar og Hlíða og Umhverfis- og samgöngusviðs.

Lýsingin verður aðgengileg á vef skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur.
Vísað til borgarráðs.

(B) Byggingarmál

6. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN044003
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundagerð nr. 688 frá 19. júní 2012, ásamt fundargerð nr. 689 frá 26. júní 2012.

7. Nauthólsvegur 87, (fsp) viðbygging (01.755.203) Mál nr. BN043917
Skólafélagið Bak-Hjallar ehf, Vífilsstaðavegi 123, 210 Garðabær
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. desember 2011 þar sem spurt er hvort byggja megi kennsluálmu við skóla Hjallastefnunnar á lóð nr. 87 við Nauthólsveg, samkvæmt uppdrætti SG Húsa ehf. dags. 10. maí 2010 br. 21. júní 2012. Einnig er lagður fram tölvupóstur Þorkels Sigurlaugssonar f.h. Háskóla Reykjavíkur dags. 16. mars 2012 þar sem ekki er gerð athugasemd við erindið, bréf Kára Helgasonar framkvæmdastjóra SG Húsa og umsögn Skóla og frístundasviðs dags. 12. júní 2012.
Ekki gerð athugasemd við að heimiluð verði uppbygging þriggja færanlegra kennslustofa til bráðabirgða á lóðinni.
Framtíðarnýting lóðarinnar er fyrir stúdentagarða og því er lausnin aðeins til skemmri tíma. Æskilegt væri að hefja samstarf við forsvarsmenn Hjallastefnunnar um varanlegri lausn í húsnæðismálum skólans sem fyrst.

8. Bræðraborgarstígur 10, Hækka ris (01.134.218) Mál nr. BN044237
Skúli Magnússon, Bakkastígur 1, 101 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. mars 2012 þar sem sótt er um leyfi til að hækka ris þannig að hægt verð að nota það til íveru í húsinu á lóð nr. 10 við Bræðraborgarstíg. Erindi var grenndarkynnt stóð frá 30. mars til og með 7. maí 2012. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Freysteinn Sigmundsson og Ástþrúður Sif Sveinsdóttir dags. 5. maí 2012. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 21. júní 2012.
skuggavarp
Ekki er gerð athugasemd við erindið með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags.21. júní 2012.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

(C) Fyrirspurnir

9. Hafnarstræti 17-19, (fsp) stækkun lóðar og fl. (01.118.5) Mál nr. SN120276
THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 8. júní 2012 var lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta ehf. dags. 6. júní 2012 varðandi hækkun á byggingarmagni og stækkun lóðarinnar nr. 17 við Hafnarstræti og fl. ásamt að byggja yfir svalir á lóðinni nr. 19 við Hafnarstræti, samkvæmt tillögu THG Arkitekta dags. 5. júní 2012.
Kynnt.
Frestað.

10. Bankastræti 7, (fsp) hækkun húss (01.170.0) Mál nr. SN120256
Farfuglar ses., Borgartúni 6, 105 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Farfugla ses dags. 30. maí 2012 varðandi hækkun hússins á lóðinni nr. 7 við Bankastræti og byggja yfir svalir að hluta, samkvæmt tillögu VA Arkitekta dags. 22. júní 2012. Einnig er lagður fram tölvupóstur hönnuðar dags. 22. júní 2012.
Neikvætt.
Ekki er fallist á að breyta húsinu í samræmi við fyrirspurnina.

11. Fossaleynir 19-23, (fsp) aukning á byggingarmagni(02.468.1) Mál nr. SN120071
Haraldur Reynir Jónsson, Vesturströnd 29, 170 Seltjarnarnes
Á fundi skipulagsstjóra 25. maí 2012 var lögð fram fyrirspurn Haralds R. Jónssonar forstjóra Innnes ehf. dags. 9. febrúar 2012 varðandi aukningu á byggingarmagni á lóðinni nr. 19-23 við Fossaleyni, samkvæmt tillögu Arkþing dags. maí 2012. Einnig er lagt fram bréf forstj. Innes dags. 15. maí 2012.
Fallist er á að heimiluð sé breyting á skipulagi er leyfir viðbótarhús á lóðinni í samræmi við fyrirspurnartillögu.
Ekki er fallist á að nýjar byggingar verði hærri en þær sem fyrir eru á lóðinni og því er ekki hægt að fallast á hækkun byggingarreita eins og óskað er eftir.

(D) Ýmis mál

12. Sóltún 2-4, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN110424
Öldungur hf, Sóltúni 2, 105 Reykjavík
Ívar Örn Guðmundsson, Ægisíða 52, 107 Reykjavík
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 9. mars 2012 þar sem gerðar eru athugasemdir við birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda. Einnig er lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. 20. apríl 2012.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.

13. Götuheiti, skipan í starfshóp Mál nr. SN120285
Lögð fram tillaga að skipun nýs starfshóps til þess að gera tillögur til skipulagsráðs með nafngiftir á götur og hverfi í Reykjavík.
Frestað.

14. Barónsstígur 45A, Sundhöllin, (01.191.0) Mál nr. SN120270
bréf borgarstjóra ásamt skýrslu starfshóps
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 1. júní 2012 vegna afgreiðslu borgarráðs frá 31. maí 2012 um að vísa skýrslu starfshóps um endurbætur og hugmyndir um stækkun Sundhallarinnar við Barónsstíg dags. 24. maí 2012 . Einnig er lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. 7. júní 2012.
Umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. 7. júní 2012 samþykkt.

15. Útilistaverk, Svarta keilan, minnisvarði um borgaralega óhlýðni Mál nr. SN120234
Listasafn Reykjavíkur, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs dags. 16. maí 2012 þar sem óskað er umsagnar skipulagsráðs um varanlega staðsetningu listaverksins Svarta keilan, minnisvarða um borgaralega óhlýðni eftir Santiago Sierra á Austurvelli. Einnig lagt fram minnisblað safnstjóra Listasafns Reykjavíkur dags. 2. mars 2012 og umsögn forsætisnefndar Alþingis dags. 17. apríl 2012. Jafnframt er lagt fram bréf Listasafns Reykjavíkur dags. 13. júní 2012 ásamt nýrri tillögu að staðsetningu minnisvarðans á hellulögðu torgi á horni Kirkjustrætis og Thorvaldsensstrætis.

Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason og Elsa Hrafnhildur Youman, fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Krístín Soffía Jónsdóttir og áheyrnarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Torfi Hjartarson gera ekki athugasemdir við staðsetninguna.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Áslaug María Friðriksdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Marta Guðjónsdóttir var á móti afgreiðslu málsins og óskaði bókað: #GL Austurvöllur er í miðri Kvosinni sem er einn sögufrægasti staður þjóðarinnar ásamt Þingvöllum þar sem er ekkert annað en blóm, tré og gras ásamt styttu af Jóni Sigurðssyni sem er og var sameiningartákn og ekki er við hæfi að staðsetja sundrungartákn á þessum sögufræga stað þjóðarinnar.#GL

16. Fegrunarviðurkenningar 2012, tillögur 2012 Mál nr. SN120301
Lagðar fram tillögur Fegrunarnefndar Reykjavíkur dags. í júní 2012 að tilnefningum til viðurkenninga fyrir árið 2012 vegna endurbóta á eldri húsum.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.

17. Fossvogsdalur, stígar, kæra 50/2012 Mál nr. SN120269
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 3. júní 2012 ásamt kæru dags. 29.maí 2012 þar sem farið er fram á úrlausn um leyfisskyldu framkvæmda framan við lóðina nr. 14 við Láland.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

18. Langholtsvegur 87, kæra, umsögn (01.410.0) Mál nr. SN120286
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála, dags. 8. júní 2012, vegna veitingar byggingarleyfis fyrir framkvæmdum að Langholtsvegi 87 í Reykjavík. Í kærunni gerð krafa um bráðabirgðaúrskurð um stöðvun framkvæmda. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 13. júní 2012.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

19. Aragata 15, kæra 14/2012, umsögn Mál nr. SN120106
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 2. mars 2012 ásamt kæru dags. 29. febrúar 2012 þar sem kærð er ákvörðun um veitingu byggingarleyfis fyrir staðsteyptum bílskúr að Aragötu 15. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 14. júní 2012.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

20. Borgartúnsreitur vestur, kæra 60/2011, umsögn(01.216) Mál nr. SN110360
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 30. ágúst 2011 ásamt kæru dags. 5. ágúst 2011 þar sem kærð er deiliskipulagsákvörðun fyrir Borgartúnsreit. Einnig er lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 20. apríl 2012.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

21. Brekknaás 9, kæra 20/2012, umsögn (04.764.1) Mál nr. SN120118
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 8. mars 2012 ásamt kæru dags. 7. mars 2012 þar sem kærð er synjun á veitingu byggingarleyfis fyrir breyttu innra skipulagi vegna breyttrar notkunar Brekknaáss 9. Einnig er lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 2. maí 2012.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

22. Fiskislóð 11-13, kæra 35/2012, umsögn (01.089.1) Mál nr. SN120206
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 3. maí 2012 ásamt kæru dags. 24 apríl 2012 þar sem kærð er samþykkt byggingaráforma um uppsetningu tveggja millilofta o.fl. í Húsinu að Fiskislóð 11-13. Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 22. maí 2012..
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

23. Grundarstígsreitur, kæra, umsögn (01.18) Mál nr. SN120012
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lögð fram kæra til Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 12. desember 2011 þar sem kærð er deiliskipulagsákvörðun fyrir Grundarstígsreit. Einnig er lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 2. apríl 2012.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

24. Laugarásvegur 25, kæra 27/2012, umsögn (01.380.4) Mál nr. SN120157
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 10. apríl 2012 ásamt kæru dags. 30. mars 2012 þar sem kærð er veiting byggingarleyfis fyrir framkvæmdum á lóðinni nr. 25 við Laugarásveg. Einnig er lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 17. apríl 2012.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

25. Óðinsgata 15, kæra 36/2012, umsögn (01.184.5) Mál nr. SN120208
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 3. maí 2012 ásamt kæru dags. 26. apríl 2012 Þar sem kærð er afgreiðsla erindis vegna bílastæða á lóðinni nr. 15 við Óðinsgötu. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 12. júní 2012.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

26. Skútuvogur 10-12, kæra 33/2012, umsögn (01.426.001) Mál nr. SN120207
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 3. maí 2012 ásamt kæru dags. 18. apríl 2012 þar sem kærð er veiting byggingarleyfis fyrir dekkjaverkstæði og smurstöð í fasteign að Skútuvogi 12. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 12. júní 2012.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

27. Þórsgata 13, kæra 22/2012, umsögn (01.181.1) Mál nr. SN120136
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 20. mars 2012 ásamt kæru dags. 19. mars 2012 þar sem kærð er synjun á beiðni um breytingu deiliskipulags vegna Þórsgötu 13. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 23. júní 2012.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

28. Úlfarsfell, kæra, umsögn, úrskurður (02.6) Mál nr. SN120225
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lögð fram kæra dags. 16. maí 2012 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna útgáfu framkvæmdaleyfis Reykjavíkurborgar vegna lagningar á rafmagnsheimtaug og ljósleiðara í jörðu á Úlfarsfelli. Einnig er gerð krafa um stöðvun framkvæmda. Einnig eru lagðar fram umsagnir lögfræði og stjórnsýslu dags. 22. og 23. maí 2012 og úrskurður umhverfis- og auðlindamála dags. 5. júní 2012. Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

29. Fannafold 31, kæra, umsögn, úrskurður (02.855.4) Mál nr. SN120194
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 27. apríl 2012 ásamt kæru dags. s.d. vegna byggingarleyfis fyrir garðhýsi á lóð nr. 31 við Fannafold. Einnig er lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 8. maí 2012. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 23. maí 2012. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 12. júlí 2011 um að veita byggingarleyfi fyrir garðhýsi á lóðinni nr. 31 við Fannafold í Reykjavík.

30. Fannafold 63, kæra, umsögn, úrskurður (02.85) Mál nr. SN110075
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 14. febrúar 2011 ásamt kæru dags. 28. janúar 2011 þar sem kærð er samþykkt fyrir breytingum að Fannafold 63 í Reykjavík. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 17. febrúar 2011 og úrskurður skipulags- og byggingarmála dags. 9. maí 2012. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 10. ágúst 2010 um að veita leyfi fyrir áður gerðri stækkun á neðri hæð sem framkvæmd var við byggingu og til að setja glugga á gafla og nýta þar með geymslur sem íveruherbergi í parhúsinu á lóð nr. 63 við Fannafold í Reykjavík.

31. Fossvogsdalur, stígar, kæra, umsögn, úrskurður Mál nr. SN120242
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 10. apríl 2012 ásamt kæru dags. 3. s.m. þar sem kærð er framkvæmd við stíg í Fossvogsdal nálægt lóð nr. 14 við Láland. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 12. apríl 2012. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 23. maí 2012. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

32. Gufunes útivistarsvæði, kæra 47/2010, umsögn, úrskurður (02.2) Mál nr. SN120064
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lögð fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 22. júlí 2010 ásamt kæru dags. 14. júlí 2010 þar sem kærðar eru framkvæmdir á Gufuneslóð. Einnig er lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 11. apríl 2012 og úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 25. apríl 2012. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá Úrskurðarnefndinni.

33. Hólmsheiðarvegur 141, kæra, umsögn, úrskurður (05.18) Mál nr. SN120183
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 15. júní 2011 ásamt kæru dags. 14. júní 2011 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 17. maí 2011 á leyfi til að byggja færanlegt stálgrindarhús sem hýsa á vélageymslu Fisfélags Reykjavíkur á lóðinni Hbl. B2 við Vesturlandsveg. Einnig er lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 23. apríl 2012 og úrskurður skipulags- og byggingarmála dags. 25. apríl 2012. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um stöðvun framkvæmda sem heimilaðar voru með hinu kærða byggingarleyfi.

34. Nönnugata 10, kæra, umsögn, úrskurður (01.186.5) Mál nr. SN090286
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 29. júlí 2009 ásamt kæru frá 7. s.m. á ákvörðun skipulagsráðs 10. júní 2009 um afturköllun byggingarleyfis vegna Nönnugötu 10. Einnig er lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 30. mars 2010 og úrskurður skipulags- og byggingarmála dags. 25. apríl 2012. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

35. Stjórnkerfi Reykjavíkurborgar, nýtt umhverfis- og skipulagssvið Mál nr. SN120262
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. maí 2012 vegna svohljóðandi samþykktar í borgarstjórn 22. s.m. um nýtt umhverfis- og skipulagssvið og nýja skrifstofu eigna og atvinnuþróunar: #GLBorgarstjórn samþykkir hjálagða tillögu um stofnun nýs umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar og skrifstofu eigna og atvinnuþróunar er leysi af hólmi framkvæmda- og eignasvið, skipulags- og byggingarsvið og umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar. Tillagan er unnin af stýrihópi sem borgarstjóri skipaði hinn 18. ágúst 2011 um endurskoðun á stjórnskipulagi fyrrnefndra sviða. Lagt er til að stöður sviðsstjóra fyrrnefndra sviða verði lagðar niður og auglýst verði eftir stjórnendum nýrra starfseininga og stofnaður verði stýrihópur breytinganna undir forystu nýrra stjórnenda. Skipulagsráð og umhverfis- og samgönguráð verði jafnframt lögð niður og nýtt umhverfis- og skipulagsráð sett á laggirnar. Nýtt skipurit og samþykkt nýs umhverfis- og skipulagsráðs verði kynnt í borgarráði eigi síðar en 1. október nk. og breytingar skulu koma að fullu til framkvæmda hinn 1. janúar 2013. Í meðfylgjandi tillögu er lagt til að skrifstofa eigna og atvinnuþróunar verði staðsett í Ráðhúsi. Lagt er til að skrifstofan heyri undir borgarritara og taki drög að skipuriti sem er að finna í minnisblaði borgarritara dags. 26. apríl 2012 breytingum í samræmi við það#GL.

36. Lokastígur 2 / Þórsgata 1, breyting á deiliskipulagi (01.181.1) Mál nr. SN120162
Hótel Óðinsvé hf, Þórsgötu 1, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 14. maí 2012 um samþykktar borgarráðs 10. maí 2012 vegna breytinga á deiliskipulagi Þórsgötureits, Lokastígur 2 / Þórsgata 1.

37. Kaplaskjól, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN120236
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 8. júní 2012 vegna samþykktar borgarráðs 7. júní 2012 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Kaplaskjóls.

38. Reykjavegur, undirgöng, breyting á aðalskipulagi (01.377) Mál nr. SN120245
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 8. júní 2012 vegna samþykktar borgarráðs 7. júní 2012 um breytingu á aðalskipulagi vegna undirganga undir Reykjaveg.

39. Ásholtsreitur - Brautarholt 7, breyting á aðalskipulagi(01.242.0) Mál nr. SN120247
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 8. júní 2012 vegna samþykktar borgarráðs 7. júní 2012 um breytingu á aðalskipulagi vegna nemendaíbúða að Brautarholti 7, Ásholtsreit.

40. Laugavegur 105, breytt deiliskipulag (01.240.0) Mál nr. SN120229
Gunnlaugur Jónasson, Hringbraut 87, 101 Reykjavík
Bjarni Tómasson, Þrastarhöfði 21, 270 Mosfellsbær
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 8. júní 2012 vegna samþykktar borgarráðs 7. júní 2012 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 105 við Laugaveg.

41. Vallengi 14, Engjaskóli, breyting á deiliskipulagi (02.383.3) Mál nr. SN120072
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 14. júní 2012 vegna samþykktar borgarráðs s.d. um breytingu á deiliskipulagi Engjahverfis vegna lóðar nr. 14 við Vallengi, Engjaskóla.

42. Holtsgöng, nýr Landspítali, breyting á aðalskipulagi Mál nr. SN080245
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 14. júní 2012 vegna samþykktar borgarráðs s.d. um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna Holtsganga, nýr Landspítali.

43. Hringbraut, breyting á deiliskipulagi færslu Hringbrautar Mál nr. SN120092
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 14. júní 2012 vegna samþykktar borgarráðs s.d. um breytingu á deiliskipulagi vegna færslu Hringbrautar.

44. Nýr Landspítali við Hringbraut, lýsing, nýtt deiliskipulag (01.19) Mál nr. SN110037
SPITAL ehf, Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. júní 2012 vegna samþykktar borgarstjórnar 19. júní 2012 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Landspítala við Hringbraut að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar á tillögu að breytingu á aðalskipulagi.

Fundi slitið kl. 12.58.

Páll Hjalti Hjaltason
Hjálmar Sveinsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Kristín Soffía Jónsdóttir Marta Guðjónsdóttir
Áslaug María Friðriksdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2012, þriðjudaginn 19. júní kl. 10.57 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 688. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Óskar Torfi Þorvaldsson, Björn Stefán Hallsson, Sigrún Reynisdóttir, Harri Ormarsson, Jón Hafberg Björnsson, Sigurður Pálmi Ásbergsson og Eva Geirsdóttir.
Fundarritari var Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Bergþórugata 25 (01.190.325) 102457 Mál nr. BN044621
Aðalsteinn A Guðmundsson, Hagaflöt 14, 210 Garðabær
Gústaf Sigurðsson, Ástralía, Sótt er um leyfi til að byggja fimm kvisti og svalir, tvo til suðurs og þrjá til norðurs á fjölbýlishúsi á lóð nr. 25 við Bergþórugötu.
Erindi fylgir samningur húseigenda um framkvæmdir dags. 30. mars 2012 og þinglýstur eignaskiptasamningur dags. 18. maí 1995.
Stækkun xx rúmm.
Gjald kr. 8.500 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Bjargarstígur 16 (01.184.420) 102080 Mál nr. BN044177
Svava Kristín Ingólfsdóttir, Bjargarstígur 16, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum svölum úr áli og timbri á suðurhlið einbýlishúss á lóð nr. 16 við Bjargarstíg.
Erindi fylgir umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 2. mars og Minjasafns Reykjavíkur dags. 9. mars bæði 2012 þar sem hvorugur gerir athugasemd við erindið.
Erindi var grenndarkynnt frá 20. apríl til og með 22. maí 2012. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Einar Guðjónsson dags. 22. maí 2012 og Tinna Jóhannsdóttir dags. 22. maí 2012. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 29. maí 2012.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

3. Borgartún 20 (01.221.002) 102797 Mál nr. BN044602
Reginn A2 ehf, Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum sbr. BN041935 af 3. hæð þar sem kemur fram innri breytingar á lóð nr. 20 við Borgatún.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

4. Borgartún 26 (01.230.002) 102910 Mál nr. BN044623
LF6 ehf, Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN041589 og BN044257 þannig að það verður stækkað í atvinnuhúsinu á lóð nr. 26 við Borgartún.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

5. Brekkustígur 15 (01.134.410) 100380 Mál nr. BN044629
Jón Gunnar Valdimarsson, Brekkustígur 15, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja veggsvalir á suðurhlið og breyta gluggum á 2. hæð suður og 1. hæð austur í dyr á einbýlishúsi á lóð nr. 15 við Brekkustíg.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynninu. Vísað er til teikninga nr. 1.0, 1.1 og 1.2 dags. 11. júní 2012.

6. Bústaðavegur 79 (01.818.314) 108224 Mál nr. BN044601
Sævar Örn Sævarsson, Barðavogur 14, 104 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi BN030757 Þar sem sótt var
um #GLleyfi til þess að hækka þak, byggja anddyrisviðbyggingu að norðurhlið og byggja svalir á suðurhlið annarrar og þriðju hæðar hússins á lóðinni nr. 79 við Bústaðaveg.#GL
Sjá einnig erindi 30684, Bústaðavegur 77.
Stærð: Stækkun viðbygging og hækkun þaks 50,6 ferm. og 161,8 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 13.753
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Fiskislóð 5-9 (01.089.401) 197869 Mál nr. BN044636
Lýsi hf, Fiskislóð 5-9, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningu fyrir viðbyggingunni sbr. erindið BN042943 og sótt er um leyfi til að setja nýja innkeyrslu inn á lóðina austanverðu hússins á lóð nr. 5-9 við Fiskislóð.
Jákvæð fyrirspurn BN044079 dags. 14. feb. 2012 fylgir.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

8. Granaskjól 23 (01.517.004) 105877 Mál nr. BN044638
Björn S Pálsson, Granaskjól 23, 107 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningu, þar sem gerð er grein fyrir áður gerðum breytingum á tvíbýlishúsi á lóð nr. 23 við Granaskjól.
Gjald kr. 8.500

Frestað.Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Grenimelur 46 (01.524.307) 106042 Mál nr. BN043499
Hús Fjárfestingar ehf, Jórsölum 7, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN035089, bætt er við tveimur burðarsúlum á svalir og steyptur hluti handriðs á svölum verður léttur í húsinu á lóð nr. 46 við Grenimel.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 21 maí 2012 fylgir.
Gjald kr. 8.000 + 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

10. Grensásvegur 8-10 (01.295.305) 103846 Mál nr. BN044505
Ísteka ehf, Grensásvegi 8, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að setja glugga í hleraop á vesturhlið húss og jafnframt er sótt um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi í rými 0202 í húsinu nr. 8 á lóðinni nr. 8-10 við Grensásveg.
Samþykki meirihluta meðeigenda (á teikn.) fylgir erindinu.
Bréf f.h. umsækjanda dags. 12.06.2012 fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500 + 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

11. Grjótháls 5 (04.302.301) 111015 Mál nr. BN044031
Grjótháls ehf, Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum af skrifstofu- og iðnaðarhúsi á lóð nr. 5 við Grjótháls.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 10.1. 2012.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

12. Haukdælabraut 48-56 (05.114.702) 214804 Mál nr. BN044648
Pálmar ehf, Bleikjukvísl 12, 110 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu við húsin á lóðinni nr. 48-56 við Haukdælabraut sbr. erindi BN044541.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

13. Háahlíð 18 (01.730.205) 107340 Mál nr. BN044588
Jóhanna V Þórhallsdóttir, Háahlíð 18, 105 Reykjavík
Óttar Guðmundsson, Háahlíð 18, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja hæð úr timbri ofan á steinsteypt einbýlishús á lóð nr. 18 við Háuhlíð.
Erindi fylgir neikvæð fsp. BN044201, dags. 20. mars 2012.
Stækkun: 90,4 ferm., 331,8 ferm.
Gjald kr. 8,500 + 28.203
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til teikn. nr. 1 og 2 dags. 15. júní 2012.

14. Héðinsgata 2 (01.327.501) 103873 Mál nr. BN044590
AB 307 ehf., Skútuvogi 10a, 104 Reykjavík
Reginn ÞR1 ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til breytinga á verksmiðjuhúsi til aðlögunar að starfsemi átöppunarverksmiðju fyrir kolsýrt vatn og gos, breytingar eru þær að komið er fyrir nýrri innkeyrsluhurð og nýrri gönguhurð ásamt léttum innveggjum í skemmu á lóð nr. 2 við Héðinsgötu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Hofteigur 6 (01.364.002) 104600 Mál nr. BN044610
Berglind Haraldsdóttir, Hofteigur 6, 105 Reykjavík
Haukur Freyr Gröndal, Hofteigur 6, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteyptan bílskúr á vesturhluta lóðar þríbýlishússins á lóð nr. 6 við Hofteig.
Stærð 36 ferm., 101,2 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 8.602
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16. Hæðargarður 42 (01.819.101) 108240 Mál nr. BN044560
Jóna Dís Kristjánsdóttir, Hæðargarður 42, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka þak með svölum og kvistum í samræmi við þegar byggt þak á nr. 44 úr timbri með bárujárnsklæðningu á húsi á lóð nr. 42 við Hæðargarð.
Meðfylgjandi er umsögn burðarþolshönnuðar dags. 31. maí 2012 og samþykki meðeiganda ódagsett.
Stækkun 54,0 ferm., 58,3 rúmm.
Gjöld kr. 8.500 + 4.956
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

17. Í Úlfarsfellslandi 125481 (97.001.060) 125481 Mál nr. BN044654
Klettaberg ehf, Pósthólf 5005, 125 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir tilbúnu frístundahúsi á steyptum súlum og tengja við nýsamþykkt sams konar hús, sjá erindi BN042244, á lóð með landnúmer 125481 í Úlfarsfellslandi.
Stækkun 30,7 ferm., 97 rúmm.
Gjald kr. 8.245
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

18. Kambsvegur 18 (01.354.110) 104278 Mál nr. BN044640
Jóngeir Þórisson, Bakkastaðir 79, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta atvinnuhúsnæði í íbúð í matshluta 02 á lóðinni nr. 18 við Kambsveg.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

19. Keldnaholt (02.9--.998) 109210 Mál nr. BN044633
Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Keldnaholti, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að sameina mhl. 15 og 20 gera það að einum mhl. 15 og að stækka að innanverðu kaffistofu, gera fyrirlestrasal og tvær kennslustofur í miðrými 1. hæðar í húsinu mhl. 15 á lóð við Keldnaholt.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Kirkjuteigur 24 (01.363.001) 104598 Mál nr. BN044632
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir fellivegg á milli fjölnota sal og tengibyggingar með flóttahurð 1.05m. breidd í Laugarnesskóla á lóð nr. 24 við Kirkjuteig.
Skýrsla brunahönnuðar dags. 12. júní 2012 fylgir.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

21. Klapparstígur 25-27 (01.172.016) 101438 Mál nr. BN044630
Klapparhorn ehf, Klapparstíg 25-27, 101 Reykjavík
Réttur-Aðalsteins & Partner ehf, Klapparstíg 25-27, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi í skrifstofum á þriðju hæð hússins á lóðinni nr. 25-27 við Klapparstíg.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Kringlan 5 (01.723.302) 107299 Mál nr. BN044563
Reitir V ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt erum leyfi til að byggja neyðarstiga úr stáli, við norðurhlið að lóðamörkum við nr. 7, við skrifstofuhús á lóð nr. 5 við Kringluna.
Erindi fylgir brunahönnun frá VSI dags. 15. maí 2012 og greinargerð um breytingar ódagsett.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

23. Laugav 22/Klappars 33 (01.172.201) 101456 Mál nr. BN044622
Átt-kaup ehf, Stekkjarseli 9, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi, færa barborð á fyrstu og annarri hæð og koma fyrir nýrri snyrtingu fyrir karla á fyrstu hæð veitingastaðarins í húsinu Laugavegur 22 sem er matshluti 01 á lóðinni #GLLaugav 22/Klapparst 33#GL
Um er að ræða veitingastað í flokki lll.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Laugavegur 28A (01.172.208) 101463 Mál nr. BN044132
Vernharður Skarphéðinsson, Smyrlahraun 1, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að byggja stigahús við vesturgafl, breyta innra skipulagi og innrétta gistihús í flokki II með fimm gistieiningum í einbýlishúsi á lóð nr. 28A við Laugaveg.
Erindi fylgir umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 2. mars 2012 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 22. mars.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 13. apríl 2012, ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 13.04.2012 fylgja erindinu.
Stækkun: 7,3 ferm., 19,9 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 1.692
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

25. Laugavegur 30 (01.172.211) 101466 Mál nr. BN044603
L30 ehf, Laugavegi 30, 101 Reykjavík
Exitus ehf, Pósthólf 188, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki III í kjallara húss frá 1907 á lóð nr. 30 við Laugaveg.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Lágmúli 5 (01.261.301) 103507 Mál nr. BN044605
Pafi ehf, Lágmúla 5, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja pappaþak ofan á núverandi rúmlega 1.000 fermetra trapisustálklætt þak á húsi á lóð nr. 5 við Lágmúla.
Sjö teikningar fylgja með sem fylgiskjöl.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

27. Lækjargata 2A (01.140.505) 100865 Mál nr. BN044631
Reitir fasteignafélag hf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Soya ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til þess að endurinnrétta veitingastofu í flokki II í vesturhluta annarrar hæðar atvinnuhússins á lóðinni nr. 2A við Lækjargötu.
Bréf hönnuðar dags. 12.06.2012 fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

28. Miklabraut 20 (01.701.003) 106945 Mál nr. BN044620
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja eldhús í íbúðum 0001 og 0201 og í staðinn eru innréttuð herbergi, loka hurð inn í eldhús á 1. hæð, aðrar innri breytingar, kvist sem er áður gerður á suðurhlið í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 20 við Miklubraut.
Bréf frá hönnuði dags. 6. júní 2012.
Stækkun kvist: XX rúmm.
Gjald kr. 8.500 + XX
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

29. Mýrarás 15 (04.376.108) 111448 Mál nr. BN044637
Guðbjörg Astrid Skúladóttir, Mýrarás 15, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi, BN038846, og heilklæða þak sólstofu við einbýlishús á lóð nr. 15 við Mýrarás.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Pósthússtræti 2 (01.140.109) 205109 Mál nr. BN044584
Heimshótel ehf, Skógarhlíð 18, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að opna milli matshluta 01 og 02 á 1. hæð og innrétta skrifstofu í mhl. 02 í hóteli á lóð nr. 2 við Pósthússtræti.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

31. Reynimelur 57 (01.524.305) 106040 Mál nr. BN044452
Garðar Halldórsson, Skildinganes 42, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi og áður gerðri íbúð í rishæð hússins á lóðinni nr. 57 við Reynimel.
Samþykki meðeiganda dags. 15.05.2012 fylgir erindinu.
Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500 + 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

32. Reynimelur 61 (01.524.303) 106038 Mál nr. BN044604
Betsy R Halldórsson, Reynimelur 61, 107 Reykjavík
Frank M Halldórsson, Reynimelur 61, 107 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri íbúð í kjallara hússins á lóð nr. 61 við Reynimel.
Virðingargjörð dags. 18. janúar 2007 (sbr. fyrirspurn BN035176 ) fylgir erindinu ásamt íbúðarskoðun byggingafulltrúa dags. 18. janúar 2007.
Gjald kr. 8.500 + íbúðarskoðun
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Samtún 32 (01.221.407) 102823 Mál nr. BN044646
Ásgeir Ævar Guðnason, Miðtún 20, 105 Reykjavík
Sigurður Ingi Rúnarsson, Samtún 32, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka baðherbergið í íbúð 0001 með því að skipta upp þvottahúsi 0004 í húsinu á lóð nr. 32 við Samtún.
Þinglýst bréf um skiptingu þvottahúss dags. 23.maí 2000 og bréf um samkomulag dags. 30. des. 2011. fylgir.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Síðumúli 34 (01.295.201) 103840 Mál nr. BN044624
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Ferskar kjötvörur ehf, Síðumúla 34, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN042280 þar sem eldhúsi og geymslu er breytt í rými 0103 í húsinu á lóð nr. 34 við Síðumúla.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

35. Sjafnargata 11 (01.196.008) 102636 Mál nr. BN044404
Gísli Gestsson, Birkihlíð 13, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka útbyggingu til vesturs um eina hæð sbr erindi BN042400 við einbýlishúsið á lóðinni nr. 11 við Sjafnargötu.
Meðfylgjandi er útskrift úr gerðabók skipulagsráðs frá 11. apríl 2012 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 15. júní 2012. . Erindi var grenndarkynnt frá 18. maí til og með 12. júní 2012. Eftirtaldir aðilar sendu athugsemdir: Sturla Þengilsson dags. 20. maí 2012. Einnig er lagður fram tölvupóstur Sturlu Þengilssonar dags. 13. júní 2012 þar sem athugasemd er dregin til baka.
Stækkun: 13,4 ferm., 37,2 rúmm.
Nýtingarhlutfall 0,58
Gjald kr. 8.500 + 3.162
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

36. Skaftahlíð 24 (01.274.201) 103645 Mál nr. BN044537
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum þar sem gerð er grein fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi allra hæða í mhl. 01 og 03 á lóð nr. 24 við Skaftahlíð.
Erindi fylgir minnisblað um brunavarnir frá verkfræðistofunni Mannvit dags. 5. júní 2012.
Jafnframt er erindi BN040923 dregið til baka.
Gjald kr. 8.500 + 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

37. Skeifan 17 (01.465.201) 195607 Mál nr. BN044627
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN042458 þar sem kemur fram breyting á fyrirkomulagi milliveggja í skrifstofum á 2. og 3. hæð húsins á lóð nr. 17 við Skeifuna.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

38. Skeifan 2-6 (01.461.201) 105667 Mál nr. BN044616
Poulsen ehf, Skeifunni 2, 108 Reykjavík
Lovísa Matthíasdóttir, Súluhöfði 5, 270 Mosfellsbær
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum þar sem staðfærð er grunnmynd og snið kjallara og sýnd er breyting á brunavörnum í húsinu á lóð nr. 6 við Skeifuna.
Bréf frá hönnuði dags. 10 júní 2012 og skýrsla brunahönnuðar endurskoðað 4. júní 2012 fylgir .
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Skólavörðustígur 11 (01.182.011) 101817 Mál nr. BN044625
Reitir VII ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa tengigang á annarri hæð milli Skólavörðustígs 11 og Skólavörðustígs 13. Gangurinn var byggður árið 1994.
Lóðarhafar Skólavörðustígs 11 og Skólavörðustígs 13 sækja báðir um leyfi til niðurrifsins (sbr. erindi BN44577- Skólavörðustígur 13, niðurrif) en framkvæmdin verður á vegum eiganda lóðarinnar nr. 11 við Skólavörðustíg.
Eftir niðurrifið er jafnframt sótt um að ganga frá suðausturhlið í samræmi við upprunalegt útlit hússins á lóðinni nr. 11 við Skólavörðustíg.
Þinglýstur kaupsamningur innfærður í febrúar 2002 (dagsetning er ólæsileg) fylgir erindinu.
Ath. skráning hússins breytist ekki, sbr. skráningartöflu sem fylgdi með erindi BN040202-Skólavörðustígur 11.
Stærð: Niðurrif, tengigangur, 2. hæð 12,1 ferm., 37 rúmm.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

40. Skólavörðustígur 13 (01.182.012) 209056 Mál nr. BN044565
Eyrir Invest ehf., Skólavörðustíg 13, 101 Reykjavík
Í framhaldi af fyrirhuguðu niðurrifi tengibyggingar milli húsanna nr. 11 og 13 við Skólavörðustíg (sbr. fyrirspurnarerindi BN044510 og erindi BN044577) er sótt um leyfi til þess að byggja svalir á norðurhlið (bakhlið) annarrar hæðar hússins nr. 13 á lóðinni nr. 13-13A við Skólavörðustíg.
Samþykki eiganda lóðarinnar Skólavörðustígur 11 dags. 01.06.2012 fylgir erindinu.
Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Þinglýstur kaupsamningur innfærður í febrúar 2002 (dagsetning er ólæsileg) fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.

41. Skólavörðustígur 13 (01.182.012) 209056 Mál nr. BN044577
Eyrir Invest ehf., Skólavörðustíg 13, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa tengigang á annarri hæð milli Skólavörðustígs 11 og Skólavörðustígs 13. Gangurinn var byggður árið 1994.
Niðurrifið er á vegum eiganda byggingar á lóð nr. 11 en lóðarhafar Skólavörðustígs 11 og Skólavörðustígs 13 sækja báðir um leyfi til niðurrifsins (sbr. erindi BN044625-Skólavörðustígur 11).
Varðandi frágang hússins eftir niðurrifið sjá erindi BN044565 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja svalir á annarri hæð hússins á lóðinni nr. 13 við Skólavörðustíg.
Þinglýstur kaupsamningur innfærður í febrúar 2002 (dagsetning er ólæsileg) fylgir erindinu.
Stærð: Niðurrif, tengigangur, 2. hæð 12,1 ferm., 37 rúmm.
Gjald kr. 8.500
Frestað.

42. Skúlagata 30 (01.154.305) 101120 Mál nr. BN044515
Vatn og Land II ehf, Laugavegi 71, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi annarrar hæðar hússins á lóðinni nr. 30 við Skúlagötu.
Í húsnæðinu verða vinnustofur listdansara, skrifstofur og æfingasalir fyrir danshöfunda.
Jafnframt er erindi BN041353 dregið til baka.
Húsið er yfirfarið af eldvarnahönnuði.
Samþykki f.h. eiganda (á teikn.) fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500 + 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

43. Skúlagata 40-40B (01.154.401) 101132 Mál nr. BN044597
Frjálsi fjárfestingarbank hf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Hraunbraut ehf., Síðumúla 12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta snyrtistofu á annarri hæð (eign 0201) í tvær íbúðir í húsinu nr. 40 á lóðinni nr. 40-40B við Skúlagötu.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 14. júní 2012 fylgir erindinu.
Samþykki f.h. húsfélags hússins dags. 04.05.2012 fylgir erindinu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 15. júní 2012 og umsögn skipulagsstjóra dags. 12. júní 2012.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

44. Skútuvogur 1 (01.421.001) 105171 Mál nr. BN044485
ÞOK ehf, Skútuvogi 1h, 104 Reykjavík
Tokyo veitingar ehf, Arnartanga 77, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að breyta starfsemi í þjónustueldhús fyrir veitingastaðinn Tokyo Sushi. í rými 0320 á 3. hæð í húsinu á lóð nr. 1 við Skútuvog.
Samþykki eigenda dags. 18. maí 2012. og samþykki Prófilm ódagsett. Bréf frá eigenda dags. 21. maí. Bréf frá hönnuði dags. 24 maí fylgir.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

45. Sogavegur 162 (01.831.002) 108494 Mál nr. BN044642
Lúðvík Óskar Árnason, Kambasel 83, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að rífa múrhúðað timburhús (matshl. 01) ásamt geymslu úr timbri (matshl. 70) á lóðinni nr. 162 við Sogaveg.
Varðandi uppbyggingu á lóðinni sjá erindi BN044642.
Fastanr. 203-5850, landnr. 108494.
Niðurrif: Matshluti 01; 32.0 ferm. og 98,0 rúmm.
Matshluti 70; 25,6 ferm. og mælist á teikningu 64 rúmm.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

46. Suðurgata 26 (01.161.207) 101218 Mál nr. BN044635
Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja hluta af steinvegg að Kirkjugarðsstíg, sjá erindi BN0438540, og koma fyrir aukabílastæði við einbýlishús á lóð nr. 26 við Suðurgötu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

47. Súðarvogur 18 (01.454.106) 105623 Mál nr. BN044611
Páll Steingrímsson, Garðastræti 2, 101 Reykjavík
Stefán og Ólafur sf, Hæðargarði 54, 108 Reykjavík
Þuríður Rúrí Fannberg, Suðurlv Sólbrekka, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir björgunaropi og svölum með fellistiga frá risi í húsinu á lóð nr. 18 við Súðarvog.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

48. Sæmundargata 14 (01.631.201) 220415 Mál nr. BN044592
Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja þriðja áfanga stúdentagarða, K4, sem eru steinsteyptar 3. til 4. hæðar byggingar með kjallara undir hluta með 44 einstaklingsíbúðum og 24 íbúðum fyrir pör, og verða Sæmundargata 20 á lóð nr. 14 við Sæmundargötu.
Erindi fylgir brunahönnun frá EFLU verkfræðistofu dags. í maí 2012.
Stærð: Kjallari 276,1 ferm., 1. hæð 745,5 ferm., 2. og 3. hæð 875,3 ferm., 4. hæð 257,1 ferm.
Samtals 3.029,3 ferm., 8.953,6 rúmm.
B- rými 757,9 ferm.
Gjald kr. 8.500 + 761.056
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

49. Sæmundargata 4-10 (00.000.000) 106638 Mál nr. BN044661
Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvegsframkvæmdum, aðstöðusköpun og niðurrifi á stoðveggjum á lóðinni nr. 4-10 við Sæmundargötu sbr. erindi BN044583.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

50. Tangarhöfði 8 (04.063.601) 110666 Mál nr. BN044357
Vagneignir ehf., Vagnhöfða 23, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum sbr. BN041017 þar sem ýmsar breytingar eiga sér stað þar á meðal breytingar á brunavörnum, hætt er við fækkun bílastæða í bílakjallara í húsinu nr. 8 á lóð nr. 8-12 við Tangarhöfða.
Gjald kr. 8.500 + 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

51. Templarasund 3 (01.141.210) 100901 Mál nr. BN044634
Þórsgarður hf., Sætúni 8, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN044634 þar sem breytingar eru í eldhúsi, eldvörnum og fækkað um eitt salerni í kaffihúsinu í flokki II í húsinu á lóð nr. 3 við Templarasund.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

52. Úlfarsbraut 122-124 (05.055.701) 205755 Mál nr. BN044639
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að flytja fjórar kennslustofur frá Norðlingaskóla og einn stálgám frá Sæmundarskóla, síkka tvo glugga á K-23B og K-81B og stækka útskot á stofu K-81B á lóð Dalskóla á lóð nr. 122-124 við Úlfarsbraut.
Bréf frá brunahönnuði dags. 7. júní 2012 fylgir.
Stærðir: K-19B, 62,7 ferm., K-70B, 62,7 ferm., K-78B, 62,7 ferm., K- 82B, 62,7 ferm., stálgámur S- 8, 14.8 ferm., og stækkun útskot á K-81, 14,8 ferm.
Samt. 269,6 ferm., 892,3 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 75.846
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

53. Vesturbrún 16 (01.380.208) 104746 Mál nr. BN044599
Þórdís Rós Harðardóttir, Vesturbrún 16, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN038832 og BN042892 þar sem farið var fram á að breyta teikningum af útliti bílskúrs sem var samþykktur þann 10.09.1970 á lóð nr. 16 við Vesturbrún.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta síðast breytt 13. október 2009.

54. Vesturgata 3 (01.136.102) 100528 Mál nr. BN044628
Best ehf, Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir þegar uppsettum loftræsistokk frá eldhúsi í kjallara upp á þak, sbr. fyrirspurn BN044576 dags. 4.6. 20012, frá veitingahúsinu Tapas á lóð nr. 3 við Vesturgötu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Fyrirspurnir

55. Akrasel 24 (04.943.304) 113027 Mál nr. BN044647
Helgi Kjartan Sigurðsson, Akrasel 24, 109 Reykjavík
Birna Björk Þorbergsdóttir, Akrasel 24, 109 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að koma fyrir heitum potti á suðurlóð hússins nr. 24 við Akrasel.
Jákvætt.
Enda verði pottur a.m.k. 3. metra frá lóðamörkum nema til komi samþykki aðliggjandi lóðarhafa. Sækja skal um byggingarleyfi

56. Bugðulækur 7 (01.343.313) 104012 Mál nr. BN044659
Ólafur Elfar Sigurðsson, Bugðulækur 7, 105 Reykjavík
Vegna fyrirhugaðra viðgerða á þaki er spurt hvort einangra megi undir bárujárnsklæðningu og þannig hækka eilítið húsið á lóðinni nr. 7 við Bugðulæk.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

57. Hvammur (52.000.070) 125856 Mál nr. BN044609
Bára Guðjónsdóttir, Hvammur, 116 Reykjavík
Jórunn Dagbjört Skúladóttir, Gvendargeisli 64, 113 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að staðsetja 10-12 ferðakofa á lóð Hvamms (landsspilda merkt nr. 19) á Kjalarnesi.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

58. Melgerði 22 (01.815.603) 108037 Mál nr. BN044612
Óðinn Bolli Björgvinsson, Melgerði 22, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að reisa steyptan vegg á lóðamörkum Mosgerði 17 til að koma í veg fyrir framrás jarðvegs inn á lóð nr. 22 við Melgerði.
Teikning af vegghæð og samkomulag milli eigenda lóðanna Melgerði 22 og Mosgerði 17 fylgir erindi.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi. Samþykki lóðarhafa Mosgerðis 19 og Melgerðis 24 fylgi einnig erindinu.

59. Norðlingabraut 6 (04.732.601) 204833 Mál nr. BN044643
Jón Hrafn Hlöðversson, Hraunbrún 30, 220 Hafnarfjörður
Spurt er hvort leyfi fáist fyrir stöðuleyfi fyrir 45 ferm. vinnuskúr til eins árs og einnig er spurt hvort leyfi fáist fyrir bráðabirgða frágangi á lóðinni fyrir væntanlega starfsemi. Ætlunin er að nýta lóðina sem geymslusvæði fyrir langferðabifreiðar í sumar. En gert er ráð fyrir að hönnun húsnæðis fyrir starfsemina fari fram í vetur og framkvæmdir við nýbyggingu hefjist vorið 2013 á lóð nr. 6 við Norðlingabraut.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

60. Nökkvavogur 44 (01.445.004) 105544 Mál nr. BN044645
Oddrún Albertsdóttir, Nökkvavogur 44, 104 Reykjavík
Þorbergur Ormsson, Nökkvavogur 44, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að gera dyraop að garði á suðurhlið fyrstu hæðar hússins nr. 44 við Nökkvavog.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

61. Skipasund 21 (01.356.301) 104377 Mál nr. BN044606
Hrafnhildur Gísladóttir, Skipasund 21, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að klæða með bárujárni í stað sléttrar klæðningar húsið á lóðinni nr. 21 við Skipasund.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

62. Sogavegur 75 (01.811.201) 107823 Mál nr. BN044600
Hringdu ehf, Grensásvegi 22, 108 Reykjavík
Spurt er hvort setja megi upp 13/2,5 metra skilti fyrir Hringdu.is á lóð Vonarlands nr. 75 við Sogaveg.
Meðfylgjandi eru teikningar og ljósmyndir, sem sýna staðsetningu og stærð skiltis.
Nei.
Samræmist ekki ákvæðum byggingarreglugerðar um skilti.

Fundi slitið kl. 12.20

Björn Stefán Hallsson
Sigrún Reynisdóttir Harri Ormarsson
Jón Hafberg Björnsson Óskar Torfi Þorvaldsson
Sigurður Pálmi Ásbergsson Eva Geirsdóttir