No translated content text
Umhverfis- og skipulagsráð
Skipulagsráð
Ár 2012, miðvikudaginn 22. febrúar kl. 9.12, var haldinn 264. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Torfi Hjartarson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum:, Margrét Þormar, Valný Aðalsteinsdóttir, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Margrét Leifsdóttir.
Fundarritari var Einar Örn Thorlacius.
Þetta gerðist:
(D) Ýmis mál
1. Skipulagsráð, Mál nr. SN120083
Fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins v/lóðar Perlunnar í Öskjuhlíð
Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins dags. 22. febrúar 2012
#GL Fram kom í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í gær að sá aðili, sem á hæsta tilboð í Perluna í Öskjuhlíð, hyggist sækja um vilyrði hjá skipulagsráði Reykjavíkurborgar til að byggja 15 þúsund fermetra húsnæði á lóðinni. Í fréttinni vísar forsvarsmaður tilboðsgjafa því á bug að ekkert verði af slíkum uppbyggingaráformum, enda hafi hann átt fund með skipulagsstjóra borgarinnar og formanni skipulagsráðs og sé ætlunin að umsókn um skipulagsbreytingar á Perlulóðinni verði send ráðinu fyrir næstu mánaðamót eða mánuði áður en viljayfirlýsing milli Orkuveitunnar og tilboðsgjafa rennur út. Umrædd frétt kemur á óvart í ljósi þess að 25. janúar sl. fól skipulagsráð skipulagsstjóra, í framhaldi af tillöguflutningi Sjálfstæðisflokksins, að hefja undirbúning að opinni hönnunarsamkeppni um framtíðarskipulag Öskjuhlíðar, sem skyldi unninn í samvinnu við skipulagsráð. Spurt er: Eiga formaður skipulagsráðs og skipulagsstjóri í einhverju samstarfi við umræddan tilboðsgjafa vegna umsóknar um skipulagsbreytingar á Perlulóðinni? #GL
Fulltrúar Besta flokksins og Samfylkingar lögð fram eftrifarandi svar við fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins dags. 22. febrúar 2012
#GLTilboðshafar um kaup á Perlunni óskuðu eftir fundi með formanni skipulagsráðs og skipulagsstjóra til þess kynna hugmyndir um uppbyggingu á lóð Perlunnar. Á þeim fundi voru aðilar upplýstir um að erindi varðandi breytingar á deiliskipulagi, þyrftu formlega umfjöllun skipulagsráðs.
Slíkt erindi hefur ekki borist.
Ítrekað skal að hvorki formaður skipulagsráðs né skipulagsstjóri hafa heimildir til að samþykkja eða synja beiðnum um uppbyggingu á fundum með hagsmunaaðilum. Öllum þeim aðilum sem mæta á slíka fundi er leiðbeint um að slíkar ákvarðanir eru teknar af skipulagsráði Reykjavíkurborgar, sem er fjölskipað stjórnvald og mótar stefnu í skipulagsmálum á grundvelli gildandi laga. Það skal þó einnig ítrekað að aðilum er frjálst að senda fyrirspurnir eða umsóknir um mögulegar breytingar á gildandi deiliskipulagi, sem skipulags- og byggingarsviði er skylt að taka til meðferðar og beina til skipulagsráðs til formlegrar afgreiðslu.
Undirbúningur að gerð framtíðarskipulags fyrir Öskjuhlíð, í samræmi við samþykkt skipulagsráðs dags 25.jan. sl., er þegar hafinn hjá embætti skipulagsstjóra. Erindi sem berast skipulagsyfirvöldum í Reykjavík varðandi breytingar á svæðinu, verða afgreidd með hliðsjón af þeirri samþykkt.#GL
(A) Skipulagsmál
2. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 10. og 17. febrúar 2012.
3. Njálsgata 53, 55 og 57, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN110510
Zeppelin ehf, Skeifunni 19, 108 Reykjavík
Leiguíbúðir ehf, Pósthólf 8814, 128 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi Leiguíbúða ehf. dags. 7. desember 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Njálsgötureitar 1.190.1 vegna lóðanna nr. 53, 55 og 57. Í breytingunni felst sameining lóðanna, lækkun gólfkóta aðkomuhæðar, stækkun á byggingarreit fyrir svalagang og lyftu o.fl., samkvæmt uppdrætti Zeppelin arkitekta dags. 7. desember 2011. Tillagan var grenndarkynnt frá 16. desember 2011 til og með 17. janúar 2012. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Steinunn María Jónsdóttir dags. 16. janúar 2012 og Guðrún S. Middleton dags. 17. janúar 2012. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 22. febrúar 2012.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Skipulagsráð óskaði bókað:
#GLSkipulagsráð telur að byggðarmynstur á norðanverðu Skólavörðuholti við Njálsgötu, Grettisgötu og nágrenni sé um margt sérstakt og það beri að vernda eins og kostur er.#GL
4. Urðarstígsreitur syðri 1.186.4, (01.186) Mál nr. SN120056
tillaga að deiliskipulagi fyrir reit 1.186.4
Lögð fram tillaga Adamsson ehf. - arkitektastofu dags. 13. júlí 2009 að deiliskipulagi Urðarstígsreits syðri, reitur 1.186.4. Tillagan var felld úr gildi af úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála. Er tillagan óbreytt að öðru leyti en því að bætt hefur verið við byggingarreit fyrir sólstofu( einnar hæðar byggingu með svölum á þaki) á Urðarstíg 12 sem borgarráð samþykki 12. nóvember 2009.
Samþykkt að endurauglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
5. Sæmundargata 4 - Háskólatorg, breyting á deiliskipulagi(01.6) Mál nr. SN120080
Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík
Lagt fram erindi Háskóla Íslands dags. 16. febrúar 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands, Háskólatorg vegna lóðarinnar nr. 4 við Sæmundargötu. Í breytingunni felst stækkun á Háskólatorgi, samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti Teiknistofu Arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga dags. 15. febrúar 2012.
Frestað.
6. Suðurlandsbraut 8 og 10, breyting á deiliskipulagi (01.262.1) Mál nr. SN120065
ALMC hf, Borgartúni 25, 105 Reykjavík
VA arkitektar ehf, Borgartúni 6, 105 Reykjavík
Lagt fram erindi ALMC hf. dags. 6. febrúar 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Suðurlandsbrautar, Hallar-, Veg- og Ármúla vegna lóðanna nr. 8 og 10 við Suðurlandsbraut. Í breytingunni felst breyting á bílastæðakröfum, samkvæmt uppdrætti VA arkitekta ehf. dags. 13. febrúar 2012.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
7. Vallengi 14, Engjaskóli, breyting á deiliskipulagi (02.383.3) Mál nr. SN120072
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lagt fram erindi framkvæmda- og eignasviðs dags. 9. febrúar 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Engjahverfis, hluta c vegna lóðar nr. 14 við Vallengi, Engjaskóli. Í breytingunni felst að staðsetja boltagerði fyrir miðju lóðar norðan við fótboltavöll, samkvæmt uppdrætti framkvæmda- og eignasviðs dags. 9. febrúar 2012.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Jafnframt var samþykkt að upplýsa hagsmunaaðila í nágrenninu sérstaklega um tillöguna með bréfi.
Vísað til borgarráðs.
8. Sundlaugavegur 32, tjaldmiðstöð og tjaldsvæði, (01.3) Mál nr. SN120060
breyting á deiliskipulagi
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lagt fram erindi framkvæmda- og eignasviðs dags. 2. febrúar 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Laugardals Austur vegna lóðarinnar nr. 32 við Sundlaugaveg. Í breytingunni felst að gerðir eru byggingarreitir fyrir stækkun tjaldmiðstöðvar og þjónustuhúss, svæði fyrir húsbíla og fellihýsi og svæði fyrir færanleg smáhýsi, samkvæmt uppdrætti VA Arkitekta dags. 24. janúar 2012.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
9. Leirulækur 4 og 6, breyting á deiliskipulagi (13.445) Mál nr. SN120079
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lagt fram erindi framkvæmda- og eignasviðs dags. 15. febrúar 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Dalbrautarreits vegna lóðanna nr. 4 og 6 við Leirulæk. Í breytigunni felst að tengja lóðirnar saman með því að stækka lóð nr. 4 við Leirulæk, samkvæmt uppdrætti framkvæmda- og eignasviðs dags. 15. febrúar 2012.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
10. Nýr Landspítali við Hringbraut, lýsing, nýtt deiliskipulag (01.19) Mál nr. SN110037
SPITAL ehf, Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
Lögð fram umsókn Spital ehf. dags. 13 september 2010, lýsing Spital vegna Landspítala við Hringbraut dags. 25. janúar 2011, drög að endurskoðaðu varðveislumati dags. 2. febrúar 2011 ásamt umsögnum hagsmunaaðila og umsögn Skipulagsstofnunar dags. 2. mars 2011 ásamt fornleifaskráningu Minjasafns Reykjavíkur dags. 1. desember 2011.
Einnig er lögð fram tillaga SPITAL að deiliskipulagi Landsspítala við Hringbraut samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum dags. 10. ágúst 2011 br. 24. ágúst 2011 ásamt ásýndarmyndum og skuggavarpi dags. 10. ágúst 2011 br. 24. ágúst 2011 og drög að greinargerð og skilmálum dags. 8. ágúst 2011 ásamt minnisblaði dags. 12. apríl 2011, bréf Spital til skipulagsráðs dags. 28. apríl 2011, bókun umhverfis- og samgöngusviðs dags. 10. maí 2011 þrívíddarmyndir dags. 19. maí 2011 minnisblað SPITAL dags. 7. júní 2011, minnisblað SPITAL varðandi umferðardreifingu dags. 7. júní 2011 , minnisblað SPITAL vegna bílastæða dags. 20. júní 2011, minnisblað verkefnisstjóra dags. 28. júní 2011 , minnisblað SPITAL dags. 1. júlí 2011 og minnisblað skipulags- og byggingarsviðs dags. 5. júlí 2011, breytt 17. ágúst 2011.
Einnig eru lagðar fram eftirfarandi skýrslur:
,,Drög að greinargerð um samgöngur#EFK#EFK dags. 31. maí 2011, ,,þyrlupallur forsendur#EFK#EFK dags. 18. apríl 2011, ,,flutningur hættulegra efna um Hringbraut´´, ,,áhættugreining´´ dags. 4. mars 2011, ,,gróður á lóð Landspítalans #EFK#EFK dags. 1. mars 2011, samgöngustefna 1. útgáfa dags. í maí 2011 ásamt kynningarbréfi dags. 30. maí 2011 og ,,hljóðvistarskýrsla´´dags. 1. mars 2011.
Kynning stóð til og með 1. október 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn ábendingar og athugasemdir: Tómas R. Hansson dags. 5. september 2011, Orri Þór Ormarsson dags. 6. sept., Finnbogi Gústafsson og Edda Hallsdóttir dags. 30. sept., Páll Benediktsson f.h. húsfélagsins að Miklubraut 22-30 dags. 30. sept., Hilmar Þór Björnsson, dags. 30. sept., Þórir Einarsson, dags. 30. sept., Elín Steinarsdóttir, dags. 30. sept., Katrín Þorsteinsdóttir, dags. 30. sept., Einar Eiríksson og Ásdís Gestsdóttir f.h. átakshóps suður Þingholta #GLVerjum hverfið#GL dags. 30. sept., Sturla Snorrason dags. 30. sept., Þorbergur Þórsson dags. 30. sept., Þóra Andrésdóttir dags. 1. okt., Þóra Andrésdóttir dags. 1. okt., Steinunn Þórhallsdóttir f.h. Íbúasamtök 3. hverfis dags. 1. okt., Magnús Skúlason f.h. Íbúasamtök Miðborgar dags. 4. okt., Hollvinir Grensásdeildar, dags. 26. sept. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis og samgöngusviðs dags. 29. september 2011.
Nú lögð fram drög að umferðarskýrslu umhverfis og samgöngusviðs dags. 16. desember 2011 ásamt minnisblaði SPITAL dags. 30. nóvember 2011.
Einnig er lögð fram drög að greinargerð SPITAL dags. 8. janúar 2012 um samgöngur vegna deiliskipulags fyrir nýjan Landspítala við Hringbraut.
Jórunn Frímannsdóttir vék af fundi kl. 11:30
Gert var hlé á fundinum kl 11:35. Hófst hann aftur kl. 11:50
Fulltrúar besta flokksins Páll Hjaltason og Elsa Hrafnhildur Yoeman og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir óskuðu bókað:
#GLLagfæra skal uppdrætti til samræmis við nýja afmörkun lóðar Landspítala, þar sem randbyggð við Hringbraut er skilgreind utan lóðar LSH. Uppbygging á þeirri lóð skal tilheyra fyrsta áfanga á skipulagsuppdráttum. Skipulagsráð óskar jafnframt eftir því að frekari rýni og skýringarmyndir varðandi sjúkrahótel við Barónstíg og sorpgeymslu /vörumóttöku við Eiríksgötu auk útfærslu og ásýndamynda liggi fyrir með lagfærðum uppdráttum.
Lagfærð tillaga verður lögð fyrir skipulagsráð og tekin til umfjöllunar þegar hún berst.#GL
Fulltrúar besta flokksins Páll Hjaltason og Elsa Hrafnhildur Yoeman og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir lögðu síðan fram eftirfarandi tillögu:
#GLÞegar lagfærðir uppdrættir liggja fyrir samþykkir skipulagsráð að halda almennan fund þar sem framlögð tillaga að deiliskipulagi Landspítala við Hringbraut, forsendur hennar og umhverfismat verður kynnt fyrir íbúum og öðrum hagsmunaðilum í samræmi við 4 mg 40 gr. skipulagslaga#GL.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Gísli Marteinn Baldursson og áheyrnarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Torfi Hjartarson óskuðu eftir að afgreiðslu tillögunnar yrði frestað og var orðið við því.
(B) Byggingarmál
11. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN044003
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 672 frá 14. febrúar ásamt fundargerð nr. 673 frá 21. febrúar 2012.
(C) Fyrirspurnir
12. Þórsgata 13, (fsp) breyting á deiliskipulagi (01.181.1) Mál nr. SN110512
Karl Sigfússon, Þórsgata 13, 101 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Karls Sigfússonar dags. 8. desember 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Þórsgötureits vegna lóðarinnar nr. 13 við Þórsgötu samkvæmt uppdr. Bjarna Snæbjörnssonar ark., dags. 8. desember 2011.
Neikvætt.
Ekki er fallist á að leggja til breytingu á deiliskipulagi svæðisins í samræmi við fyrirspurnina.
Fundi slitið kl. 12.15
Páll Hjalti Hjaltason
Hjálmar Sveinsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Kristín Soffía Jónsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Gísli Marteinn Baldursson
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2012, þriðjudaginn 14. febrúar kl. 10:15 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 672. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Harri Ormarsson, Björn Stefán Hallsson, Jón Hafberg Björnsson, Sigrún Reynisdóttir, Björn Kristleifsson, Hjálmar Andrés Jónsson og Sigrún G Baldvinsdóttir
Fundarritari var
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Aðalstræti 12 (01.136.505) 100595 Mál nr. BN044052
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á eldvörnum innihurða í kjallara, sbr. samþykkt erindi BN043043, matsölustaðar á lóð nr. 12 við Aðalstræti.
Gjald kr. 8.500.Jafnframt er erindi BN044044 dregið til baka.
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
2. Bárugata 11 (01.136.303) 100561 Mál nr. BN044083
Asar Invest ehf, Kvistalandi 14, 108 Reykjavík
Stafir lífeyrissjóður, Stórhöfða 31, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja skorstein og koma fyrir lyftu, byggja kvist á rishæð, koma fyrir björgunarsvölum, breyta innra skipulagi og fjölga gistirýmum í 15 fyrir 30 gesti í gistiheimili á lóð nr. 11 við Bárugötu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
3. Bergstaðastræti 1 (01.171.401) 101410 Mál nr. BN043310
Laugaberg hf, Burknabergi 8, 221 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til breytinga á útidyrahurð og til að byggja svalir úr áli með tröppum og breyta glugga í hurð á 2. hæð veitingahússins á lóð nr. 1 við Bergstaðastræti. (Laugavegur 12/Bergstaðastræti 1)
Meðfylgjandi er bréf Húsafriðunarnefndar dags. 25.10. 2011, bréf Minjasafns Reykjavíkur dags. 29.11. 2011 og brunavarnaskýrsla dags. 22.11. 2011.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
4. Borgartún 25 (01.218.101) 102773 Mál nr. BN044121
Fasteignafélagið Sjávarsíða ehf, Borgartúni 25, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi 3. hæðar í skrifstofu- og verslunarhúsi á lóð nr. 25 við Borgartún.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
5. Brúarvogur 1-3 (01.427.201) 212207 Mál nr. BN044039
Reginn A1 ehf, Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til innri breytinga á 1. og 3. hæð, breyta gluggum á 3. hæð og vöruhurð á suðurhlið hússins á lóð nr. 1-3 við Brúarvog.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
6. Dunhagi 18-20 (01.545.113) 106483 Mál nr. BN043923
D18 ehf, Smáratorgi 3, 200 Kópavogur
Mondo ehf, Sjafnargötu 5, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss sem felast í því að fjölga íbúðum á 2. og 3. hæð úr fjórum í tíu á hvorri hæð, breyta innréttingum verslunarrýmis á 1. hæð, breyta kjallara með geymslum og þvottahúsum og færa sorpgeymslur og barnavagna- og hjólageymslur út í tvær einingar í bílskúr við fjölbýlishús á lóð nr. 18-20 við Dunhaga.
Meðfylgjandi er afrit af bréfi skipulagsstjóra Reykjavíkur dags. 17.11. 2011
Gjald kr. 8.000 + 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
7. Ferjuvað 13-17 206483 Mál nr. BN044110
EJH ehf, Ólafsgeisla 99, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta samþykktu erindi BN034976 þannig að sturtubotnar koma í stað baðkera í íbúðum, steyptir veggir við niðurkeyrsluskábraut styttast, handrið koma í stað vindvarnarveggja og reyklosun frá bílageymslu er aukin í fjölbýlishúsi á lóð nr. 13-17 við Ferjuvað.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
8. Fylkisvegur 6-8 (04.364.101) 111277 Mál nr. BN044119
Íþróttafélagið Fylkir,aðalstj, Fylkisvegi 6, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka áhorfendasvæði og byggja íþróttastúku með þaki og stoðrýmum austan knattspyrnuvallar Fylkis á lóð nr. 6 við Fylkisveg.
Stærðir: 1.577,9 ferm., 7.690,4 rúmm., B-rými
331,6 ferm., 1.427,3 rúmm., A rými
Gjald kr. 8.500 + 121.320
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
9. Háteigsvegur 4 (01.244.419) 103212 Mál nr. BN044090
Guðrún Helga Magnúsdóttir, Háteigsvegur 4, 105 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á byggingaleyfi BN035724 sem samþykkt var 6. júní 2007 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteyptan bílskúr við vesturmörk lóðarinnar nr. 4 við Háteigsveg. Stærð: Bílskúr 36,0 ferm. og 106,2 rúmm.
Eignaskiptayfirlýsing dags. 3. okt. 2001 fylgir.
Gjald kr. 8.500 + 9.027
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað til uppdrátta A1, 2, 3 dags. maí 2005.
10. Hverfisgata 71 (01.153.211) 101107 Mál nr. BN044092
Sigurgeir Sigurjónsson ehf, Hverfisgötu 71, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurgera viðbyggingu og tengja eldra húsi, sbr. fyrirspurn BN041608 dags. 8.6. 2008, og innrétta tvær íbúðir í íbúðarhúsi á lóð nr. 71 við Hverfisgötu.
Meðfylgjandi fyrirspurn er útskrift af fundi skipulagsstjóra dags.4.6. 2010.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 10. febrúar 2012 fylgir erindinu.Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
11. Hörðaland 2-24 (01.860.002) 108789 Mál nr. BN044108
Gunnar Hámundarson, Hörðaland 16, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN041748 dags. 20. júlí 2010 þar sem sótt er um leyfi til að koma fyrir svalaskýlum úr stálstyrktum PVC prófílum og öryggisgleri á 7 íbúðum 2. og 3. hæðar fjölbýlishúss nr. 14 og 16 á lóð húss nr. 14-18 við Hörðaland.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
12. Írabakki 2-16 (04.634.001) 111871 Mál nr. BN044111
Félagsbústaðir hf, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða vesturgafla með sléttri, ljósri álklæðningu á 100 mm stálgrind fylltri með steinull á fjölbýlishúsi á lóð nr. 2-16 við Írabakka.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
13. Kristnibraut 65-67 (04.115.402) 187992 Mál nr. BN043111
Búseti svf,húsnæðissamvinnufél, Síðumúla 10, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta íbúð fyrir hreyfihamlaða í rými þar sem áður var fundaaðstaða og óútgrafnir sökklar á 1. hæð, að breyta gluggum á suður- og vesturhlið, koma fyrir rennihurð út í garð og breyta hæðarlegu lóðar fjölbýlishúss á lóð nr. 65 við Kristnibraut.
Jafnframt er erindi BN039270 dregið til baka.
Stækkun: 28 ferm., 75,6 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 6.048
Frestað.
Lagfæra skráningu.
14. Laugavegur 105 (01.240.005) 102974 Mál nr. BN043851
Laugavegur 105 ehf., Bíldshöfða 14, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta 34 íbúðir á 3. 4. og 5. hæð og til að koma fyrir flóttastiga á bakhlið íbúðar- og atvinnuhúss á lóð nr. 105 við Laugaveg.
Erindi fylgir fsp. dags 28. júní 2011 og umsögn lögfræði- og stjórnsýslu dags. 12. desember 2011.
Einnig tölvupóstur frá meðeigendum dags. 13. febrúar 2012, fundargerð húsfundar dags. 1. febrúar 2012.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
15. Laugavegur 22A (01.172.202) 101457 Mál nr. BN044077
Mortel ehf., Laugavegi 22a, 101 Reykjavík
Landsþing ehf, Klapparstíg 35, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi kjallara og 1. hæðar, m. a. færa eldhús veitingahúss úr kjallara á 1. hæð, fjarlægja hringstiga milli hæða og færa innganga 1. hæðar i veitingahúsi á lóð nr. 22A við Laugaveg.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
16. Laugavegur 3 (01.171.014) 101360 Mál nr. BN043935
Fjárfestingafél Eignaleiga ehf, Hólahjalla 1, 200 Kópavogur
Indókína ehf, Hólahjalla 1, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingu veitingahúss á 1. hæð og í kjallara fjöleignahúss á lóð nr. 3 við Laugaveg.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 2.2. 2012 sem og skýringarmynd af lyftu.
Gjald kr. 8.000 + 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
17. Lautarvegur 18 (01.794.501) 213571 Mál nr. BN044109
Ás styrktarfélag, Skipholti 50c, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta gluggum á sólstofu og setja þakglugga á tengigang í nýsamþykktu sambýli, sjá erindi BN043538, á lóð nr. 18 við Lautarveg.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
18. Nauthólsvegur 50 (01.619.601) 106641 Mál nr. BN044056
Icelandair ehf, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 4. hæð ofan á skrifstofur Icelandair í húsnæðinu á lóð nr 50 við Nauthólsveg.
Tölvupóstur frá Isavia dags 17. jan. 2012 og fyrirspurn dags. 28. júní 2011 bréf frá hönnuði dags. 7. feb. 2012 fylgir.
Stækkun 4.hæð: 1555,1 ferm., 10720,8 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 911.268
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
19. Norðurgarður 1 (01.112.201) 100030 Mál nr. BN044012
HB Grandi hf, Norðurgarði 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu sem nota á sem kæligeymslu á austurhlið bráðabirgðaskýlisins mhl. 02 á lóð nr. 1 við Norðurgarð.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 20. janúar 2012 fylgir erindinu ásamt bréfi frá hafnarstjóra dags. 4. janúar 2012.
Stækkun: 141,5 ferm., 838,3 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 71.256
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
20. Sogavegur 3 (01.810.-98) 107820 Mál nr. BN044074
Fiskikóngurinn ehf, Sogavegi 3, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta nýsamþykktu erindi, sjá BN043651, dýpka lagnakjallara, innrétta þar starfsmannaaðstöðu og byggja útitröppur í norðvesturhorni lóðar atvinnuhúss á lóð nr. 3 við Sogaveg.
Stækkun: 28,4 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 2.414
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
21. Stjörnugróf 9 (01.89-.-99) 108934 Mál nr. BN044122
Ás styrktarfélag, Skipholti 50c, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta eldvarnarmerkingum á gluggum sem snúa að heitum potti frá tengigangi og skrifstofu forstöðumanns ásamt hurð í kjallara í Lækjarási á lóð nr. 9 við Stjörnugróf.
Gjald kr. 8.500]
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
22. Sætún 8 (01.216.303) 102760 Mál nr. BN044084
Stólpar ehf, Borgartúni 25, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fella út brunastiga og breyta fyrirkomulagi innihurða, sjá erindi BN043338, í skrifstofuhúsi nr. 10, mhl.02 á lóð nr. 8 við Sætún.
Stækkun: 11,3 ferm., 37,2 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 3.162
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
23. Þingholtsstræti 26 (01.183.210) 101951 Mál nr. BN043970
Ólafur Helgi Halldórsson, Þingholtsstræti 26, 101 Reykjavík
Þuríður Guðmundsdóttir, Þingholtsstræti 26, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir á 1. og 2. hæð á vesturhlið, við íbúðir 0101 og 0201 íbúðarhússins á lóð nr. 26 við Þingholtsstræti.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 12.12. 2012 og annað dags. 24.1. 2012 og samþykki meðeigenda dags. 12.12. 2012. Einnig er meðfylgjandi umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags, 6.2. 2012 og Húsafriðunarnefndar dags. 6.2. 2012
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Fyrirspurnir
24. Almannadalur 1-7 (05.865.701) 209396 Mál nr. BN044120
Sveinbjörg Gunnarsdóttir, Barónsstígur 18, 101 Reykjavík
Heiðar P Breiðfjörð, Barónsstígur 18, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja utanáliggjandi stiga á suðurgafl hesthúss nr. 5 á lóð nr. 1-7 við Almannadal.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
25. Bauganes 8 (01.674.011) 106849 Mál nr. BN044115
Jens Pétur Jensen, Bauganes 8, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að hækka hluta af þaki bílskúrs sem er tengdur einbýlishúsinu á lóð nr. 8 við Bauganes.
Jákvætt.
Ekki er gerð athugasemd við erindið enda verði sótt um byggingarleyfi.
26. Bíldshöfði 10 (04.064.002) 110668 Mál nr. BN044118
Ásgeir Örn Hlöðversson, Naustabryggja 24, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta gistiheimili á 2. hæð atvinnuhúss á lóð nr. 10 við Bíldshöfða.
Nei.
Samræmist ekki deiliskipulagi.
27. Blesugróf 40 (01.885.522) 108911 Mál nr. BN044114
Sverrir Björgvinsson, Aflakór 11, 203 Kópavogur
Spurt er hvort leyfi fengist til að lyfta upp þaki og hversu hátt það má hækka á einbýlishúsinu á lóð nr. 40 við Blesagróf.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
28. Fischersund 3 (01.136.540) 100629 Mál nr. BN044113
Sigfríður Þorsteinsdóttir, Lokastígur 24a, 101 Reykjavík
Spurt er hvort innrétta megi gistiheimili í einbýlishúsinu á lóð nr. 3 við Fischersund.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
29. Fiskislóð 5-9 (01.089.401) 197869 Mál nr. BN044079
Lýsi hf, Fiskislóð 5-9, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að koma fyrir aukainnkeyrslum norðanmegin hússins á lóð nr. 5-9 við Fiskislóð. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 10. febrúar 2012 fylgir erindinu.
Ekki er gerð athugasemd við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á eigin kostnað, sem síðan verður grenndarkynnt.
30. Njálsgata 23 (01.182.125) 101839 Mál nr. BN044065
Ananda Marga Pracaraka Samgha, Efstasundi 26, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að lyfta þaki, byggja kvist á götuhlið og innrétta íbúð í risi, dýpka kjallara og innrétta félagsheimili í kjallara og á 1. og 2. hæð íbúðarhússins Frakkastígur 16 á lóð nr. 23 við Njálsgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 10. febrúar 2012 ásamt umsögn skipulagsstjóra frá 8. febrúar 2012 fylgir erindinu.
Ekki er gerð athugasemd við erindið, með vísan til skilyrða í umsókn skipulagsstjóra dags. 8. febrúar 2012.
31. Síðumúli 25 (01.295.106) 103838 Mál nr. BN044116
Valdimar Birgisson, Kirkjustétt 10, 113 Reykjavík
Spurt er hvort gera megi skábrautir ofan í kjallara við suður- og vesturhlið hússins á lóðinni nr. 25 við Síðumúla.
Nei.
með vísan til athugasemda á umsóknarblaði.
32. Þórufell 2-20 (04.682.101) 112292 Mál nr. BN044080
Hreinn Gunnarsson, Þórufell 16, 111 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að koma fyrir svalalokunum eins og sýnt er á meðfylgjandi mynd og hvort leyft yrði að byggja garðskála við íbúðir á 1. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 2-20 við Þórufell.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 10. febrúar 2012 ásamt umsögn skipulagsstjóra 13. febrúar 2012 fylgir erindinu.
Ekki er gerð athugasemd við erindið með vísan til skilyrða í umsögn skipulagsstjóra dags. 13. febrúar 2012. Sækja þarf um byggingarleyfi.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 11:30.
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2012, þriðjudaginn 21. febrúar kl. 10.30 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 673. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Björn Kristleifsson, Björn Stefán Hallsson, Jón Hafberg Björnsson, Sigrún Reynisdóttir, Hjálmar Andrés Jónsson, Bjarni Þór Jónsson og Sigrún G Baldvinsdóttir.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Barónsstígur 47 (01.193.101) 102532 Mál nr. BN044005
Álftavatn ehf., Pósthólf 4108, 124 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum af Heilsuverndarstöðinni á lóð nr. 47 við Barónsstíg.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
2. Bauganes 21 (01.672.111) 106815 Mál nr. BN044130
Henrý Kiljan Albansson, Bauganes 21, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja kvisti og breyta innra skipulagi rishæðar einbýlishúss á lóð nr. 21 við Bauganes.
Stækkun: xx rúmm.
Gjald kr. 8.500 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
3. Bárugata 11 (01.136.303) 100561 Mál nr. BN044083
Asar Invest ehf, Kvistalandi 14, 108 Reykjavík
Stafir lífeyrissjóður, Stórhöfða 31, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja skorstein og koma fyrir lyftu, byggja kvist á rishæð, koma fyrir björgunarsvölum, breyta innra skipulagi og fjölga gistirýmum í 15 fyrir 30 gesti í gistiheimili á lóð nr. 11 við Bárugötu.
Stækkun: xx rúmm.
Gjald kr. 8.500 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
4. Borgartún 25 (01.218.101) 102773 Mál nr. BN044121
Fasteignafélagið Sjávarsíða ehf, Borgartúni 25, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi 3. hæðar í skrifstofu- og verslunarhúsi á lóð nr. 25 við Borgartún.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
5. Brúnavegur 13 (01.351.001) 104174 Mál nr. BN044144
Fulltrúaráð Sjómannadagsins, Laugarási Hrafnistu, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera endurbætur á borðsal í A1 álmu og verður hann nýttur sem fjölnotasalur í Dvalarheimilinu Hrafnistu á lóð nr. 13 við Brúnaveg.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 6. feb. 2012 fylgir.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
6. Ferjuvað 13-17 206483 Mál nr. BN044110
EJH ehf, Ólafsgeisla 99, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta samþykktu erindi BN034976 þannig að sturtubotnar koma í stað baðkera í íbúðum, steyptir veggir við niðurkeyrsluskábraut styttast, handrið koma í stað vindvarnarveggja og reyklosun frá bílageymslu er aukin í fjölbýlishúsi á lóð nr. 13-17 við Ferjuvað.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
7. Ferjuvað 1-5 (04.731.501) 206708 Mál nr. BN044102
Sérverk ehf, Askalind 5, 201 Kópavogur
Askalind 5 ehf, Askalind 5, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja fjögurra hæða steinsteypt fjölbýlishús með 34 íbúðum, einangrað að innan með flötu þaki og bílakjallara fyrir 26 bíla sem verður nr. 1 og 3 á lóði nr 1-5 við Ferjuvað.
Jafnframt er þess óskað að erindi BN034243 verði fellt úr gildi.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 14.2. 2012.
Stærð: Kjallari 1.313,8 ferm., 1. 2. og 3. hæð 833,4 ferm., 4. hæð 1.461,6 ferm. (B-rými samtals 433,6 ferm.)
Samtals 5.275,6 ferm., 13.102,3 rúmm.
Gjald kr. 8.500 +
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
8. Freyjubrunnur 15-21 (02.695.411) 205730 Mál nr. BN044123
Bygg Ben ehf, Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN037441 dags. 15. jan. 2008 þar sem sótt var um að byggja fjögur tvílyft, steinsteypt raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóð nr. 15-21 við Freyjubrunn.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
9. Fylkisvegur 6-8 (04.364.101) 111277 Mál nr. BN044119
Íþróttafélagið Fylkir,aðalstj, Fylkisvegi 6, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka áhorfendasvæði og byggja íþróttastúku með þaki og stoðrýmum austan knattspyrnuvallar Fylkis á lóð nr. 6 við Fylkisveg.
Stærðir: 1.577,9 ferm., 7.690,4 rúmm., B-rými
331,6 ferm., 1.427,3 rúmm., A rými
Gjald kr. 8.500 + 121.320
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki Orkuveitu Reykjavíkur fyrir útgáfu byggingarleyfis.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
10. Grettisgata 22B (01.182.118) 101834 Mál nr. BN044125
Jette Corrine Jonkers, Grettisgata 22b, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja kvisti á fram- og bakhlið, til að stækka anddyri á 1. hæð og í kjallara og gera svalir þar ofan á í einbýlishúsinu á lóð nr. 22B við Grettisgötu.
Sambærilegu eldra erindi fylgdi umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 1. apríl 2011 og Húsafriðunarnefndar dags. 31. mars 2011.
Stækkun: 8,8 ferm., 24,5 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 1.960
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
11. Grjótag. 7 og Túng.6 (01.136.509) 100599 Mál nr. BN044143
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta 10 herbergja gistiheimili ásamt aðstöðu fyrir starfsmann í húsi á lóð nr. 7 við Grjótagötu og nr. 6 við Túngötu.
Meðfylgjandi er eldvarnaskýrsla dags. 13.2. 2012.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
12. Gylfaflöt 5 (02.575.103) 179187 Mál nr. BN044075
SORPA bs, Gufunesi, 112 Reykjavík
Kór ehf, Auðnukór 6, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til breytinga á innanhússskipulagi 1. hæðar, vesturenda hússins á lóð nr. 5 við Gylfaflöt.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
13. Holtsg.1-3,Bræðrab.30 (00.000.000) 205011 Mál nr. BN044101
Lilja Þórunn Þorgeirsdóttir, Noregur, Sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN038828 þar sem sótt var um að breyta verslunarhúsnæði á 1. hæð í íbúð í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 1 við Holtsgötu.
Samþykki meðeigenda ódags. fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
14. Hólmaslóð 6 (01.111.402) 100024 Mál nr. BN044147
Ljósmyndaskólinn ehf, Hólmaslóð 6, 101 Reykjavík
Sjóli ehf, Pósthólf 207, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 2. hæð, stækka kennslurými í húsi á lóð nr. 6 við Hólmaslóð sbr. BN037749.
Gjald 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
15. Hverfisgata 50 (01.172.005) 101428 Mál nr. BN044150
Hverfisgata 50,húsfélag A, Hverfisgötu 50, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjölga opnanlegum fögum, sbr. nýsamþykkt erindi BN043721 sem jafnframt er fellt úr gildi, á framhlið hússins á lóð nr. 50 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
16. Hverfisgata 71 (01.153.211) 101107 Mál nr. BN044092
Sigurgeir Sigurjónsson ehf, Hverfisgötu 71, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurgera viðbyggingu og tengja eldra húsi, sbr. fyrirspurn BN041608 dags. 8.6. 2008 og erindi BN027784 samþ. 2.9. 2003, og innrétta að nýju og breyta lítillega útliti einbýlishússins á lóð nr. 71 við Hverfisgötu.
Meðfylgjandi fyrirspurn er útskrift af fundi skipulagsstjóra dags.4.6. 2010.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 10. febrúar 2012 fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500 + 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
17. Kringlan 4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN044142
Reitir VII ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í einingu 151 á 1. hæð verslunar Hagkaups í húsi á lóð nr. 4-12 við Kringluna.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
18. Laufásvegur 65 (01.197.010) 102698 Mál nr. BN044135
Inga Bryndís Jónsdóttir, Laufásvegur 65, 101 Reykjavík
Birgir Örn Arnarson, Laufásvegur 65, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á jarðhæð tvíbýlishúss á lóð nr. 65 við Laufásveg.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
19. Laugavegur 105 (01.240.005) 102974 Mál nr. BN043851
Laugavegur 105 ehf., Bíldshöfða 14, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta 34 íbúðir á 3. 4. og 5. hæð og til að koma fyrir flóttastiga á bakhlið íbúðar- og atvinnuhúss á lóð nr. 105 við Laugaveg.
Erindi fylgir fsp. dags 28. júní 2011 og umsögn lögfræði- og stjórnsýslu dags. 12. desember 2011.
Einnig tölvupóstur frá meðeigendum dags. 13. febrúar 2012, fundargerð húsfundar dags. 1. febrúar 2012 og mótmæli frá lögmanni Húseigendafélagsins dags. 20. febrúar 2012.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar Lögfræði- og stjórnsýslu.
20. Laugavegur 22A (01.172.202) 101457 Mál nr. BN044077
Landsþing ehf, Klapparstíg 35, 101 Reykjavík
Mortel ehf., Laugavegi 22a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi kjallara og 1. hæðar, m. a. færa eldhús veitingahúss úr kjallara á 1. hæð, fjarlægja hringstiga milli hæða og færa innganga 1. hæðar i veitingahúsi á lóð nr. 22A við Laugaveg.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
21. Laugavegur 28A (01.172.208) 101463 Mál nr. BN044132
Vernharður Skarphéðinsson, Smyrlahraun 1, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að byggja stigahús við vesturgafl, breyta innra skipulagi og innrétta gistihús í flokki II með fimm gistieiningum í einbýlishúsi á lóð nr. 28A við Laugaveg.
Stækkun: 7,3 ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 8.500 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
22. Leifsgata 16 (01.195.207) 102599 Mál nr. BN043950
Kristján Ólafur Eðvarðsson, Leifsgata 16, 101 Reykjavík
Þorgerður Þorvaldsdóttir, Leifsgata 16, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja sólstofu, koma fyrir stiga út í garð og að endurskipuleggja kjallararými svo að það verði innangengt upp í íbúð í parhúsi á lóð nr. 16 við Leifsgötu.
Neikvæð fyrirspurn BN043349, samþykki meðeigenda dags. 12 des. 2011 fylgir.
Erindi var grenndarkynnt frá 13. janúar til og með 10. febrúar 2012. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun: XX ferm., XX rúmm.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 17. febrúar 2012 fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.000 + XX
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
23. Lynghagi 17 (01.555.003) 106618 Mál nr. BN044127
Steinar Berg Björnsson, Lynghagi 17, 107 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningu þar sem gerð er grein fyrir stækkun og breyttu innra skipulagi bílskúrs, og sólstofu á 1. hæð á austurgafli fjölbýlishúss á lóð nr. 17 við Lynghaga.
Stækkun bílskúrs: XX ferm., XX rúmm. Stækkun sólstofu XX ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 8.500 + XX
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
24. Nauthólsvegur 50 (01.619.601) 106641 Mál nr. BN044056
Icelandair ehf, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 4. hæð ofan á skrifstofur Icelandair í húsnæðinu á lóð nr 50 við Nauthólsveg.
Tölvupóstur frá Isavia dags 17. jan. 2012, fyrirspurn dags. 28. júní 2011 og bréf frá hönnuði dags. 7. feb. 2012 fylgja umsókninni.
Stækkun 4.hæð: 1555,1 ferm., 10720,8 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 8.500+ 911.268
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
25. Pósthússtræti 9 (01.140.515) 100874 Mál nr. BN044097
Hótel Borg ehf, Borgartúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta gluggum á götuhlið, hækka glugga 1. hæðar, gera skyggni yfir útiveitingasvæði veitingahúss á lóð nr. 9 við Pósthússtræti.
Jafnframt er erindi BN038850 dregið til baka.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
26. Rafstöðvarvegur 9-9A (04.252.601) 217467 Mál nr. BN044058
Sjöstjarnan ehf, Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir innri og ytri breytingum og breyttri starfsemi í húsi á lóð nr. 9-9A við Rafstöðvarveg.
Gjald kr. 8.500
Frestað.Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Erindinu frestað þar til deiliskipulagsferli er lokið.
27. Ránargata 8A (01.136.018) 100521 Mál nr. BN044141
Þuríður Ólafía Hjálmtýsdóttir, Ránargata 8a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi í morgunverðarsal gistiheimilis á lóð 8A við Ránargötu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.
28. Síðumúli 32 (01.295.202) 103841 Mál nr. BN044145
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN043189 þannig að breytt verður hurð og loftrist við varaaflstöð á húsinu á lóð nr. 32 við Síðumúla.
Samþykki meðeigenda fylgir ódags.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
29. Skólavörðustígur 21A (01.182.245) 101897 Mál nr. BN044070
Jón Þór Ísberg, Skólavörðustígur 23, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta húsnæði fyrir tattoo-stofu í kjallara, og á 1. og 2. hæð hússins á lóð nr. 21A við Skólavörðustíg.
Gjald kr. 8.500 + 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
30. Smiðjustígur 6 (01.171.117) 186664 Mál nr. BN044024
Nýja Grand ehf, Smiðjustíg 6, 101 Reykjavík
Laugavegsreitir ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til breytinga á fyrirkomulagi innanhúss í veitingahúsi á lóð nr. 6 við Smiðjustíg.
Gjald kr. 8.500 + 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
31. Sogavegur 130 (01.830.010) 108462 Mál nr. BN044148
Kristrún Árnadóttir, Sogavegur 130, 108 Reykjavík
Birgir Rafn Þráinsson, Sogavegur 130a, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta bílskýlum í bílskúra í parhúsinu á lóð nr. 130 við Sogaveg.
Stækkun: 41,4 ferm., 97,2 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 8.262
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
32. Sogavegur 3 (01.810.-98) 107820 Mál nr. BN044074
Fiskikóngurinn ehf, Sogavegi 3, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta nýsamþykktu erindi, sjá BN043651, dýpka lagnakjallara, innrétta þar starfsmannaaðstöðu og byggja útitröppur í norðvesturhorni lóðar atvinnuhúss á lóð nr. 3 við Sogaveg.
Stækkun: 24,9rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 2.117
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
33. Stelkshólar 8-12 (04.648.401) 112001 Mál nr. BN044129
Stelkshólar 8-12,húsfélag, Stelkshólum 8-12, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða suður og vestur gafl með sléttri álklæðningu á hefðbundu leiðarakerfi með 50 mm eingrun og að setja upp svalalokanir með 90#PR lokun á allar íbúðir í fjölbýlishúsinu mhl. 01, 02, 03 á lóð 8- 12 við Stelkshóla..
Samþykki frá húsfundi dags. 9. des. 2011 , samþykki meðeigenda ódags, umboð frá meðeigendum dags. 27. des 2011 og umsögn frá burðarvirkishönnuði dags. 30. jan. 2012 fylgir.
Stækkun: 544 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 46.240
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
34. Stjörnugróf 9 (01.89-.-99) 108934 Mál nr. BN044122
Ás styrktarfélag, Skipholti 50c, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta eldvarnarmerkingum á gluggum sem snúa að heitum potti frá tengigangi og skrifstofu forstöðumanns ásamt hurð í kjallara í Lækjarási á lóð nr. 9 við Stjörnugróf.
Gjald kr. 8.500]
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
35. Stóragerði 22-26 (01.803.003) 107720 Mál nr. BN044133
Farg ehf, Beykihlíð 5, 105 Reykjavík
Anna Margrét Jóhannesdóttir, Kjalarland 35, 108 Reykjavík
Jóhannes Ágúst Jóhannesson, Logaland 40, 108 Reykjavík
Ólína Ágústa Jóhannesdóttir, Hesthamrar 22, 112 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum sem sýna þegar gerða breytingu á eignarhaldi í kjallara og fyrirkomulagi á efstu hæð vegna eignaskiptasamnings fyrir fjölbýlishús nr. 26 á lóð nr. 22-26 við Stóragerði.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
36. Suðurhlíð 38A - 38D (01.788.601) 107560 Mál nr. BN044146
Suðurhlíð 38 A-D,húsfélag, Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir svalalokunum á öllum hæðum fjölbýlishúss á lóð nr. 38A-38D við Suðurhlíð.
Stækkun: xx rúmm.
Gjald kr. 8.500 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
37. Suðurlandsbraut 14 (01.263.101) 103522 Mál nr. BN044140
Reginn ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN043982 þannig að geymslu 0002 verður breyt í inntaksrými raflagna og gerðar eru breytingar á skránigu hússins á lóð nr. 14 við Suðurlandsbraut.
Bréf frá Hönnuði dags. 14. feb. 2012 fylgir.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
38. Suðurlandsbraut 6 (01.262.102) 103516 Mál nr. BN044106
Húsfélagið Suðurlandsbr 6-framh, Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyft til að endurklæða húsið að utan curtainwall klæðningu og breyta, stækka inndregna þakhæð og þaksvalir á húsinu og fjölga eignum á lóð nr. 6 við Suðurlandsbraut.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 11. feb. 2012 og vottun gler. dags. júní 2007 fylgir.
Stækkun: 21 ferm., 118,3 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 10.056
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
39. Suðurlandsbraut 75 (01.263.102) 105686 Mál nr. BN044137
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi að breyta áður samþykktu erindi BN043673 þannig að fjölgað verður gluggum í leikstofu H-13B á lóð leikskólans Steinahlíð á lóð nr. 75 við Suðurlandsbraut.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
40. Torfufell 21-35 (04.686.101) 112342 Mál nr. BN044139
Torfufell 25-35,húsfélag, Torfufelli 33, 111 Reykjavík
Sótt er um að endurnýja erindi BN041678 þar sem sótt var um svalalokun á öllum svölum, með þaki á efstu hæð og fyrir verönd á neðstu hæð fjölbýlishússins nr. 25-35 á lóð nr. 21-35 við Torfufell.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
41. Vesturhlíð 3 (01.768.501) 107478 Mál nr. BN044136
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um að breyta erindi BN043440 þannig að fyrirkomulagi að innan í kennslustofu K-13, K-14 og K-6 verði breytt við Brúarskóla á lóð nr. 3 við Vesturhlíð.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
42. Vífilsgata 23 (01.243.128) 103078 Mál nr. BN044020
SV 50 ehf, Pósthólf 8741, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurbæta áður gerða íbúð og fá hana samþykkta og til að breyta innra skipulagi í kjallara tvíbýlishúss á lóð nr. 23 við Vífilsgötu.
Meðfylgjandi er virðingargjörð frá 1936 og íbúðarskoðun dags. 22. febrúar 2012
Gjald kr. 8.000 + 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Ýmis mál
43. Breiðagerði 20 (01.817.201) 108130 Mál nr. BN044162
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta lóðamörkum lóðarinnar Breiðagerði 20 (staðgr. 1.817.201, landnr. 108130), eins og
sýnt er á meðsendum uppdrætti Landupplýsingadeildar, Framkvæmda- og eignasviðs, dags. 16. 2. 2012.
Lóðin Breiðagerði 20 (staðgr. 1.817.201, landnr. 108130), er samkvæmt Fasteignaskrá 19999m².
Bætt við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177) 4499 m².
Lóðin Breiðagerði 20 (staðgr. 1.817.201, landnr. 108130) verður 24498 m².
Sjá samþykkt skipulagsstjóra um breytingu á deiliskipulagi, dags. 30. 04. 2010 og auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda dags. 01. 06. 2010
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
44. Kárastígur 13 (01.182.301) 101898 Mál nr. BN044151
Byggingarfulltrúi leggur til, að ósk eiganda, að bakhús, fastanúmer 200-6469, mhl 02 á lóðinni Kárastígur 13, landnúmer 101898, verði tölusett sem Kárastígur 13B.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
45. Vesturgata 4 (01.132.107) 100215 Mál nr. BN044152
Avion Grófin 1 ehf, Grófinni 1, 101 Reykjavík
Byggingarfulltrúi leggur til, að ósk eiganda, að mhl 02 á lóðinni Vesturgata 4, landnúmer 100215 verði tölusettur sem Grófin 1.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Fyrirspurnir
46. Almannadalur 1-7 (05.865.701) 209396 Mál nr. BN044120
Heiðar P Breiðfjörð, Barónsstígur 18, 101 Reykjavík
Sveinbjörg Gunnarsdóttir, Barónsstígur 18, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja utanáliggjandi stiga á suðurgafl hesthúss nr. 5 á lóð nr. 1-7 við Almannadal.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 17. febrúar 2012 fylgir erindinu.
Nei.
Samræmist ekki gildandi deiliskipulagi.
47. Blesugróf 40 (01.885.522) 108911 Mál nr. BN044114
Sverrir Björgvinsson, Aflakór 11, 203 Kópavogur
Spurt er hvort leyfi fengist til að lyfta upp þaki og hversu hátt það má hækka á einbýlishúsinu á lóð nr. 40 við Blesagróf.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 17. febrúar 2012 fylgir erindinu.
Nei.
Samræmist ekki gildandi deiliskipulagi.
48. Brekkugerði 20 (01.804.301) 107741 Mál nr. BN044168
Ellert Már Jónsson, Miðhús 32, 112 Reykjavík
Spurt er hvort byggja megi sólskála tvo metra út fyrir byggingarreit í átt að opnu svæði við einbýlishús á lóð nr. 20 við Brekkugerði.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
49. Búðagerði 10-12 (01.814.007) 107919 Mál nr. BN044126
Örn Trausti Hjaltason, Aðalbraut 32, 675 Raufarhöfn
Spurt er hvort breyta megi atvinnuhúsnæði 0103 í íbúð í útbyggingu á 1. hæð í húsi nr. 10, sbr. fyrirspurn BN034851 sem fékk jákvæða umfjöllun skipulags 1.11. 2006, á lóð nr. 10-12 við Búðargerði.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum, enda verði sótt um byggingarleyfi sbr. athugasemdir byggingarfulltrúa á fyrirspurnarblaði.
50. Dugguvogur 13-15 (01.454.117) 105634 Mál nr. BN044128
Ármenn (Landsfélag um þjóðlega), Dugguvogi 13, 104 Reykjavík
Spurt er hvort breyta megi skráningu húsnæðis í fasteignaskrá þannig að gjöld lækki á 2. hæð í félagsaðstöðu Ármanna í húsi á lóð nr. 13 við Dugguvog.
Nei.
Húsnæðið er atvinnuhúsnæði og verður ekki skráð annað að óbreyttum forsendum.
51. Einarsnes 35 - söluvagn Mál nr. BN044165
Hildur Arna Hjartardóttir, Bauganes 29a, 101 Reykjavík
Sigurður Jens Sæmundsson, Bauganes 29a, 101 Reykjavík
Sótt er um stöðuleyfi fyrir söluvagn á lóð nr. 35 við Einarsnes.
Meðfylgjandi er heimild Framkvæmda- og eignasviðs til þriggja mánaða, 10.2.-9.5. 2012, einnig umsögn skipulagsstjóra dags. 11.1. 2012
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar úthlutunarnefndar um götu- og torgsöluleyfi.
52. Hraunbær 102 (04.343.301) 111081 Mál nr. BN044134
Hraunbraut ehf., Hafnargötu 9, 825 Stokkseyri
Spurt er hvort leyfi fengist til að breyta heilsugæslu á 1. hæð í 6 íbúðir í húsinu nr. 102 E, D á lóð nr. 102 við Hraunbæ.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
53. Jöklasel 1-3 (04.975.501) 113259 Mál nr. BN044149
Dorota Magdalena Koziel, Jöklasel 3, 109 Reykjavík
Slawomir Marcin Koziel, Jöklasel 3, 109 Reykjavík
Spurt er hvort loka megi svölum á efstu hæð með glerlokun í fjölbýlishúsi á lóð nr. 3 við Jöklasel.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum, sbr. athugasemdir byggingarfulltrúa á fyrirspurnarblaði, enda verði sótt um byggingarleyfi.
54. Vatnsveituv. Fákur (04.712.001) 112366 Mál nr. BN044167
Erla Katrín Jónsdóttir, Bakkavör 40, 170 Seltjarnarnes
Erla Möller, Gilsbakki, 850 Hella
Sigurður Kristinn Sigurðsson, Gilsbakki, 850 Hella
Spurt er hvort byggja megi svalir á 2. hæð rými 0201 og byggja við rými 0104 á 1. hæð til austurs.
Nei.
Viðbygging samræmist ekki deiliskipulagi.
Fundi slitið kl. 13.50
Björn Stefán Hallsson
Björn Kristleifsson, Jón Hafberg Björnsson
Sigrún Reynisdóttir Hjálmar Andrés Jónsson
Bjarni Þór Jónsson Sigrún G Baldvinsdóttir