Umhverfis- og skipulagsráð
Skipulagsráð
Ár 2011, miðvikudaginn 30. nóvember kl. 09:07, var haldinn 258. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ágúst Jónsson, Björn Stefán Hallsson og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Björn Ingi Edvardsson, Lilja Grétarsdóttir, Valný Aðalsteinsdóttir, Margrét Þormar, Haraldur Sigurðsson og Stefán Finnsson.
Fundarritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:
(A) Skipulagsmál
1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 25. nóvember 2011.
2. Lambhagaland - 189563,. (02.684.1) Mál nr. SN110375
breyting á deiliskipulagi vegna dreifistöðva O.R
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Orkuveitu Reykjavíkur dags. 13. september 2011 um breytingu á deiliskipulagi Lambhagalands, skv. uppdrætti dags.9. september 2011. Breytingin gengur út á skilgreiningu tveggja lóðarreita fyrir smádreifistöðvar, önnur vestan við Lund og hin við Lambhagaveg 23. Tillagan var auglýst frá 12. október til og með 23. nóvember 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Jón Hrafn Hlöðversson f.h. íbúa að Lambhagavegi 29 dags. 23. nóvember 2011. Einnig er lögð fram umsögn skipualgsstjóra dags. 25. nóvember 2011.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 25. nóvember 2011.
Júlíus Vífill Ingvarsson, Jórunn Frímannsdóttir og Torfi Hjartarson tóku sæti á fundinum kl. 9:15
(B) Byggingarmál
3. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN043689
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 662 frá 29. nóvember 2011.
4. Borgartún 8-16, bráðabirgðabílastæði (01.220.107) Mál nr. BN043791
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. nóvember 2011 þar sem sótt er um leyfi til að útbúa 40 bráðabirgðabílastæði á lóð meðfram Höfðatúni á reit H2 á Höfðatorgi á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið. Samræmist deiliskipulagi.
Hjálmar Sveinsson og Gísli Marteinn Baldursson sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
5. Sogavegur 3, viðbygging (01.810.-98) Mál nr. BN043651
Þorp ehf, Bolholti 4, 105 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. október 2011 þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingar við austur- og vesturhlið með lagnakjallara undir vestari viðbyggingu við verslunarhús á lóð nr. 3 við Sogaveg. Erindi var grenndarkynnt frá 19. október til og með 16. nóvember 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Guðrún Bergmann Reynisdóttir dags. 14. nóvember 2011 og íbúar Akurgerði 1 dags. 14. nóvember 2011. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 21. nóvember 2011.
Erindi fylgir jákvæð fyrirspurn dags. 24. maí 2011 og neikvæð fyrirspurn dags. 29. mars 2011.Stækkun: 62 ferm., ?? rúmm.Gjald kr. 8.000 + ??
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 21. nóvember 2011.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
(C) Fyrirspurnir
6. Bankastræti 14, (fsp) stækkun (01.171.2) Mál nr. SN110410
GP-arkitektar ehf, Litlubæjarvör 4, 225 Álftanes
Á fundi skipulagsstjóra 11. nóvember 2011 var lagt fram bréf GP-arkitekta h.f eigenda Bankastætis 14 dags. 5. október 2011 varðandi stækkun hússins á lóðinni nr. 14 við Bankastræti skv. uppdrætti dags. 5. október 2011. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 18. nóvember 2011.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deilskipulagi í samræmi við umsögn skipulagsstjóra dags, 18. nóvember 2011, á eigin kostnað. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.
(D) Ýmis mál
7. Grettisgata 9, málskot (01.172.2) Mál nr. SN110458
Plúsarkitektar ehf, Laugavegi 59, 101 Reykjavík
Lagt fram málskot Plúsarkitekta dags. 2. nóvember 2011 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra frá 16. september 2011 varðandi hækkun hússins nr. 9 við Grettisgötu, samkvæmt uppdr. Plúsarkitekta dags. 30. ágúst 2011.
Ljósmyndir
Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 15. nóvember 2011.
Fyrri afgreiðsla frá 16. september 2011 staðfest.
Páll Hjaltason formaður Skipulagsráðs vék af fundi við afgreiðslu málsins, Hjálmar Sveinsson tók við stjórn fundarins
8. Lindargata 36, málskot (01.152.4) Mál nr. SN110474
Rent-leigumiðlun ehf, Vatnsstíg 11, 101 Reykjavík
Arko sf, Langholtsvegi 109, 104 Reykjavík
Lagt fram málskot Rent-leigumiðlunar ehf dags. 14. nóvember 2011 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra frá 28. október 2011 um að hækka nýtingarhlutfall á lóðinni nr. 36 við Lindargötu.
Frestað.
9. Logafold 33, málskot (02.875.6) Mál nr. SN110438
Jón Egilsson, Logafold 33, 112 Reykjavík
Lagt fram málskot Jóns Egilssonar dags. 20. október 2011 vegna afgreiðslu skipulagsstjóra frá 30. september 2011 varðandi bílastæði milli akbrautar og gangbrautar fyrir framan lóð nr. 33 við Logafold. Einnig er lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 6. nóvember 2011.
Fyrri afgreiðsla skipulagsstjóra frá 30. september 2011 staðfest.
10. Staðahverfi, golfvöllur, framkvæmdaleyfi (02.4) Mál nr. SN110411
Golfklúbbur Reykjavíkur, Pósthólf 12067, 132 Reykjavík
Lagt fram erindi Golfklúbbs Reykjavíkur dags. 7. september 2011 varðandi framkvæmdaleyfi fyrir færslu á göngubrú yfir Úlfarsá við Leyninga í samræmi við gildandi deiliskipulag golfvallarins að Korpúlfsstöðum. Einnig er lögð fram umsögn Fiskistofu dags. 26. september 2011.
Frestað.
11. Úlfarsfell, framkvæmdaleyfi (02.6) Mál nr. SN110471
Fjarskipti ehf, Skútuvogi 2, 104 Reykjavík
Lagt fram erindi Fjarskipta ehf dags. 14. nóvember 2011 varðandi framkvæmdaleyfi vegna lagningar á rafmagnsheimtaug og ljósleiðara í jörðu á Úlfarsfelli, samkvæmt uppdrætti Gautar Þorsteinssonar dags. 20. maí 2011. Einnig er lögð greinargerð dags. 14. nóvember 2011.
Samþykkt, sbr. c lið 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.
Framkvæmdaleyfið er háð þeim skilyrðum að verkið verði unnið í samráði við Framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkur og samkvæmt nánari skilmálum þess og að frágangur að verki loknu verði með fullnægjandi hætti að mati Framkvæmda- og eignasviðs. Einnig skal leyfið háð því skilyrði að leyfishafi færi og/eða fjarlægi lagnirnar, á eigin kostnað komi til þess að slíkt verði nauðsynlegt vegna framtíðarskipulags svæðisins eða ef hætt er notkun lagnanna.
12. Orrahólar 7, lagt fram bréf (04.648.201) Mál nr. BN043588
Lagt fram bréf Eignaumsjónar dags. 7. júlí 2011 f.h. húsfélagsins í Orrahólum 7. En í bréfinu er óskað eftir fresti að ljúka byggingu bílageymsluhúss á lóðinni nr. 7 við Orrahóla. Jafnframt er lagt fram minnisblað lögfræði- og stjórnsýslu dags. 9. mars 2011, bréf húsfélagsins í Krummahólum 10 dags. 23. febrúar 2011. Ennfremur lögð fram tillaga byggingarfulltrúa í málinu.
Frestað.
13. Lindarvað 15-21, bréf byggingarfulltrúa (04.771.403) Mál nr. BN043654
Lagr fram bréf byggingarfulltrúa dags. 29. september 2011 vegna dagsekta í húsunum á lóðinni nr. 15-21 við Lindarvað.
Tillaga byggingarfulltrúa samþykkt
Vísað til borgarráðs.
14. Veghúsastígur 1, bréf byggingarfulltrúa (01.152.421) Mál nr. BN043748
Ottó ehf, Klettagörðum 23, 104 Reykjavík
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 23. september 2011 til eiganda lóðar nr. 1 við Veghúsastíg þar sem gefinn er tímafrestur til að framkvæma endurbætur á húsinu Veghúsastígur 1.
Frestað.
15. Skipulagsráð, fyrirspurn, Blikastaðavegur, Mál nr. SN110489
fyrirspurn frá fulltrúum sjálfstæðisflokksins
Á fundi skipulagsráðs 23. nóvember 2011 lögðu fulltrúar sjálfstæðisflokksins fram fyrirspurn hvað liði tillögu þeirra frá 13. apríl 2011 varðandi vegtengingu til bráðabirgða á milli Víkurvegar og Blikastaðavegar 2-8, Korputorgs.
Lögð fram að nýju umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. 30. maí 2011 sem kynnt var á fundi skipulagsráðs 29. júní 2011 varðandi áðurnefnda fyrirspurn.
Kynnt
16. Brautarholt 7, uppbygging námsmannaíbúða, tillaga(01.242.0) Mál nr. SN110413
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. október 2011 vegna samþykkt borgarráðs s.d. á svohljóðandi tillögu: Lagt er til að Félagsstofnun stúdenta verði veitt vilyrði um lóð að Brautarholti 7. Þar megi gera ráð fyrir 100 íbúðum, með fyrirvara um niðurstöðu deiliskipulags.
Vísað til meðferðar skipulagsstjóra.
17. Húsnæðismál stúdenta, bókun borgarráðs Mál nr. SN110416
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. október 2011 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á svohljóðandi tillögu: Skipulagsráði er falið að kanna möguleika á að fjölga stúdentaíbúðum í tengslum við námsmannaíbúðir á Lindargötureit. Ennfremur verði kannaðir uppbyggingarmöguleikar, í samstarfi við Háskóla Íslands og Félagsstofnun stúdenta, fyrir námsmannaíbúðir á svæði Háskólans, m.a. vestan Suðurgötu. Greinargerð fylgir tillögunni. Vísað til umsagnar skipulagsráðs.
Vísað til meðferðar skipulagsstjóra.
18. Húsnæðisstefna Reykjavíkur, tillaga og skýrsla vinnuhóps Mál nr. SN110420
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. október 2011 varðandi samþykkt borgarráðs s.d. á tillögu og skýrslu vinnuhóps um mótun húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar 2020.
Vísað til meðferðar í stýrihóp um Aðalskipulag Reykjavíkur.
19. Leiguíbúðir í Reykjavík, hlutfall af nýbyggingum Mál nr. SN110418
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. október 2011 varðandi samþykkt borgarráðs s.d. að vísa svohljóðandi tillögu til umsagnar skipulagsráðs: Við gerð aðalskipulags, hverfis- og deiliskipulags verði tryggt að a.m.k. 20#PR íbúða verði minni leiguíbúðir og búseturéttaríbúðir sem höfða til ungs fólks og þeirra sem ekki geta eða vilja leggja mikið eigið fé í húsnæði. Til að ná fram markmiðum húsnæðisstefnunnar og hlutfallinu þarf fjórðungur íbúðarhúsnæðisins í nýjum hverfum miðsvæðis, s.s. í Vatnsmýri, við Mýrargötu, við Hlemm og á Ártúnshöfða, að vera leigu- og búseturéttaríbúðir. Greinargerð fylgir tillögunni.
Vísað til meðferðar í stýrihóp um Aðalskipulag Reykjavíkur.
20. Sóltún 2-4, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN110424
Öldungur hf, Sóltúni 2, 105 Reykjavík
Ívar Örn Guðmundsson, Ægisíða 52, 107 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. nóvember 2011 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi fyrir Ármannsreit vegna lóðarinnar Sóltún 2 og 4.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:05.
Páll Hjalti Hjaltason
Hjálmar Sveinsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Kristín Soffía Jónsdóttir Gísli Marteinn Baldursson
Júlíus Vífill Ingvarsson Jórunn Frímannsdóttir
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2011, þriðjudaginn 29. nóvember kl. 10.05 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 662. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Björn Stefán Hallsson, Harri Ormarsson, Björn Kristleifsson, Sigrún Reynisdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Bjarni Þór Jónsson og Sigrún Baldvinsdóttir.
Fundarritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Bárugata 21 (01.135.502) 100496 Mál nr. BN043903
Friðrik Örn Hjaltested, Bárugata 21, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningu sem sýnir nýjan útgang úr stofu á austurhlið annarrar hæðar út á bílskúrsþak, byggingu palls með grindverki og skjólvegg á bílskúrsþakinu til samræmis við sams konar mannvirki á Bárugötu 19, sbr. umsögn skipulagsstjóra dags. 9. nóvember 2022, við íbúðarhús á lóð nr. 21 við Bárugötu.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
2. Borgartún 26 (01.230.002) 102910 Mál nr. BN043901
LF6 ehf, Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta austurhluta 2. hæðar verslunar- og skrifstofuhússins á lóð nr. 26 við Borgartún.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.
3. Borgartún 33 (01.219.101) 102777 Mál nr. BN043900
Reginn A1 ehf, Borgartúni 25, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka um eina hæð og byggja einnar hæðar viðbyggingu fyrir varaaflstöð og nýtt stigahús á norðurhlið skrifstofuhúss á lóð nr. 33 við Borgartún.
Jafnframt er erindi BN043086 dregið til baka.
Stækkun: 1.017,6 ferm., 2.418,8 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 273.504
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
4. Brautarholt 1 125660 (00.018.000) 125660 Mál nr. BN043902
Bjarni Pálsson, Brautarholt 1, 116 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja golfskála fyrir veitingasölu í flokki II úr timbri á steyptum undirstöðum með flötu þaki á jörðinni Brautarholt 1 með landnúmeri 125660.
Stærðir brúttó: 118,3 ferm., 378,6 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 30.288
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
5. Dvergshöfði 27 (04.061.403) 110622 Mál nr. BN043850
Páll Á. R. Stefánsson, Kirkjuból Korpudal, 425 Flateyri
Sótt er um leyfi til að koma fyrir nýjum inngöngum á rými 0204 og 0206 í atvinnuhúsi á lóð nr. 27 við Dvergshöfða.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 16. og 11. nóvember 2011.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
6. Dyngjuvegur 9 (01.384.001) 104863 Mál nr. BN043894
Þorgils Hlynur Þorbergsson, Dyngjuv Staðarhóll, 104 Reykjavík
Hrönn Óskarsdóttir, Dyngjuv Staðarhóll, 104 Reykjavík
Kristján Ásgeir Þorbergsson, Dyngjuv Staðarhóll, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta eignamörkum, minnka íbúð 0101 og stækka 0201 í húsinu Staðarhóli á lóð nr. 9 við Dyngjuvegi.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
7. Faxafen 10 (01.466.101) 195609 Mál nr. BN043774
Antik og List ehf, Austurstræti 10a, 101 Reykjavík
Einar Ingi Marteinsson, Njörvasund 19, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að opna húðflúrstofu í eignarhluta 0104 og hluta af eignarhluta 0103 í húsnæðinu á lóð nr. 10 við Faxafen.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
8. Fiskislóð 31 (01.089.101) 209683 Mál nr. BN043794
Tilefni ehf, Móvaði 47, 110 Reykjavík
North Properties ehf, Þverási 25, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta kennslu/veislueldhús í rými 0107 og að koma fyrir millilofti og hurð út á stigahús í húsnæðinu á lóð nr. 31 við Fiskislóð.
Jákvæð fyrirspurn BN043509 dags. 13. sept. 2011 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 28. nóv. 2011 fylgir.
Stækkun millilofts: 60,0 ferm.
Gjald kr. 8.000 + 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
9. Fiskislóð 45 (01.087.603) 174393 Mál nr. BN043893
Ragnar Þórisson, Suðurgata 18, 101 Reykjavík
MiniMax ehf, Bollagörðum 12, 170 Seltjarnarnes
Sótt er um leyfi til að síkka og breikka glugga á norðurhlið 2. hæðar í húsinu á lóð nr. 45 við Fiskislóð.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
10. Framnesvegur 28 (01.133.244) 100273 Mál nr. BN043843
Katrín Ingjaldsdóttir, Framnesvegur 28, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningu af kjallara og 1. hæð vegna gerðar eignaskiptasamnings í fjölbýlishúsi á lóð nr. 28 við Framnesveg.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
11. Grettisgata 58A (01.190.113) 102388 Mál nr. BN043865
Arna Kristín Einarsdóttir, Grettisgata 58a, 101 Reykjavík
Hilmar Þorsteinn Hilmarsson, Grettisgata 58a, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningu og leiðréttingu á skráningu, jafnframt er bent á að erindi BN041787 er fallið úr gildi fyrir einbýlishúsið á lóð nr. 58A við Grettisgötu.
Stækkun: 12,5 ferm., 47,6 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 3.808
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
12. Gylfaflöt 9 (02.575.702) 109502 Mál nr. BN043896
Landsnet hf, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka 2.hæð, koma fyrir rafverkstæði og breyta gluggasetningu á austur og vestur hlið hússins á lóð nr. 9 við Gylfaflöt.
Stækkun 2. hæðar 88.4 ferm.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
13. Hafnarstræti 20/Læk5 (01.140.302) 100836 Mál nr. BN041399
Landsbankinn fasteignafélag ehf, Austurstræti 16, 155 Reykjavík
Sótt er um framlengingu á tímabundnu leyfi fyrir svölum og eldvarnarstiga frá þeim á atvinnuhúsi á lóðinni Hafnarstræti 20/Lækjartorg 5.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykkt að framlengja tímabundið leyfi til loka árs 2012, samanber umsögn Lögfræði- og stjórnsýslu dags. 10.maí 2010.
14. Hagamelur 1 (01.542.101) 106378 Mál nr. BN043898
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta vinnuherbergi og ljósritunarherbergi í norðurenda gangs á 1. hæð viðbyggingar við Melaskóla á lóð nr. 1 við Hagamel.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
15. Holtavegur 8-10 (01.408.101) 104960 Mál nr. BN043831
Reitir II ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum sbr. BN043001 þar sem innri breytingar á 2. hæð koma fram í húsnæðinu á lóð nr. 10 við Holtaveg.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
16. Hólmaslóð 10 (01.110.502) 100020 Mál nr. BN043780
Olíudreifing ehf, Pósthólf 4230, 124 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra og ytra skipulagi þar sem bætt er við gluggum og innkeyrsluhurð í húsnæðinu á lóð nr. 10 við Hólmaslóð.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 10. nóv. 2011 og samþykki eiganda aðliggjandi lóðar nr. 12 fylgir.
Stækkun gryfju: 21,7 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 1.736
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
17. Hraunbær 102 (04.343.301) 111081 Mál nr. BN043866
Greifynjan ehf, Hraunbæ 102c, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindi BN040606 og breyta fyrirkomulagi á ræstingum og snyrtingum í atvinnuhúsi á lóð nr. 102 við Hraunbæ.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
18. Iðunnarbrunnur 17-19 (02.693.411) 206075 Mál nr. BN043803
Kristján Viðar Bergmannsson, Iðunnarbrunnur 17, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að steypa stoðveggi á hluta lóðamarka, setja upp heitan pott og færa sorpgeymslur við parhús nr. 17 á lóð nr. 17-19 við Iðunnarbrunn.
Meðfylgjandi er umsögn Skipulagstjóra dags. 17.10. 2011 og samþykki meðlóðarhafa á nr. 19 dags. 18.11. 2011.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
19. Knarrarvogur 2 (01.457.001) 105649 Mál nr. BN043815
Nýja sendibílastöðin hf, Knarravogi 2, 104 Reykjavík
Olíuverslun Íslands hf, Höfðatúni 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir nýjum olíugeymum í jörðu á bílastæðareit og jafnframt leggja af núverandi geyma við sjálfsafgreiðslustöð fyrir eldsneyti á lóð nr. 2 við Knarrarvog.
Stærðir: 12,6 x 2 = 25,2 ferm., 23,3 x 2 = 46,6 rúmm.
Geymar teknir úr notkun samtals: 12 ferm., 40 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 3.728
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
20. Langagerði 116 (01.833.107) 108587 Mál nr. BN043904
Ólafur Ingi Þórðarson, Langagerði 116, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningu þar sem gerð er grein fyrir minni háttar breytingum frá erindi BN020332 á innra skipulagi og útliti einbýlishúss á lóð nr. 116 við Langagerði.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
21. Laufásvegur 68 (01.197.207) 102722 Mál nr. BN043784
Vegvísir ehf, Laufásvegi 68, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum vegna framkvæmda 2006-2007 sem fela í sér að heitur pottur er færður til, bætt er við gönguhurð í bílgeymslu, bætt er við gönguhurð úr húsi út í garð, hæðarlegu neðri palls er breytt og skráningartafla er lagfærð fyrir einbýlishús á lóð nr. 68 við Laufásveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 25. nóvember 2011 fylgir erindinu.Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Með vísan til útskriftar úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 25. nóvember 2011.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
22. Laugavegur 37 (01.172.116) 101452 Mál nr. BN043849
Basalt ehf, Pósthólf 806, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breyttu eignarhaldi á hótelíbúðum í atvinnuhúsi á lóð nr. 37 við Laugaveg.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar Lögfræði- og stjórnsýslu.
23. Ránargata 2 (01.136.012) 100515 Mál nr. BN043897
Ránargata 2,húsfélag, Ránargötu 2, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningum af kjallara þar sem gerð er grein fyrir áður gerðri íbúð í húsi á lóð nr. 2 við Ránargötu.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
24. Safamýri 46-50 (01.286.101) 103743 Mál nr. BN043567
Safamýri 46-50,húsfélag, Safamýri 48, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir glerlokun á svalir fjölbýlishúss á lóð nr. 46-50 við Safamýri.
Erindi fylgir umboð verkefnisstjóra húsfélagsins dags. 15. september 2011, úttektarskýrsla um brunavarnir dags. sama dag og samþykktir húsfélaganna dagsettar 20. september.
C rými sem verður B rými: 15,22 ferm.
Stærð 24 lokanir: 194,1 ferm., 515,14 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 41.211
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
25. Saltvík 125744 (00.064.000) 125744 Mál nr. BN043853
Stjörnugrís hf, Vallá, 116 Reykjavík
Sótt er um stækkun á nýlega samþykktu erindi BN043578 sem felst í nýrri frystigeymslu við svínasláturhús í Saltvík á Kjalarnesi landnúmer 125744.
Stækkun 24,7 ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 8.000 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
26. Stórholt 21 (01.246.013) 103284 Mál nr. BN043899
Þuríður Hilda Hinriks, Stórholt 21, 105 Reykjavík
Kristján Pétur Guðnason, Rafstöðvarvegur 23, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka um 30 cm og stækka bílskúr úr forsteyptum einingum á lóð nr. 21 við Stórholt.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa áritað á uppdrætti dags. 21.september og 22. nóvember 2011.
Stækkun: 8,3 ferm., 22,5 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 1.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
27. Stórhöfði 15 (04.038.801) 110546 Mál nr. BN043463
Verslunarmiðstöðin Þjóðbr ehf, Stórhöfða 15, 110 Reykjavík
Lóðafélagið Stórhöfða 15, Stórhöfða 15, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta brunavörnum fyrir 4. hæð og millilofti auk aðkomu á 3. hæð í verslunarhúsnæðinu á lóð nr. 15 við Stórhöfða.
Bréf frá hönnuði fylgir dags. 15. júlí 2011. og 18. nóv. 2011.
Samþykki meðeigenda á teikningum.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
28. Straumur 9 (04.230.001) 110845 Mál nr. BN043724
Umtak fasteignafélag ehf, Dalvegi 10-14, 200 Kópavogur
N1 hf, Dalvegi 10-14, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi bensín og skyndibitastaðarins í bensínstöðinni á lóð nr. 9 við Straum.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
29. Sundlaugavegur 16 (01.361.003) 104552 Mál nr. BN043892
Sigrún Erla Sigurðardóttir, Jórvík, 801 Selfoss
Sótt er um fá samþykkta ósamþykkta íbúð í risi fjölbýlishússins á lóð nr. 16 við Sundlaugaveg.
Erindi fylgir íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 7.11. 2011. Einnig greinargerð umsækjanda dags. 21.11. 2011, afsal dags. 5. júlí 1994, virðingargjörð dags. 30.7. 1954, úrdráttur úr íbúaskrá Reykjavíkur 1. des. 1955 og eignaskiptayfirlýsing dags. 8.6. 2006.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
30. Sundlaugavegur 30 (01.37-.101) 104720 Mál nr. BN043862
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurbyggja, hita upp og leggja með tartani að hluta göngusvæði og laugarbakka við Laugardalslaugina á lóð nr. 30 við Sundlaugarveg.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
31. Sörlaskjól 62 (01.531.106) 106147 Mál nr. BN043806
Jóhannes Karl Karlsson, Sörlaskjól 62, 107 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum sbr. BN033894 þar sem breytingar felast í að þakplatan verður steypt og gluggaopnun breytt á bílskúrnum á lóð nr. 62 við Sörlaskjól.
Gjald kr. 8.000 + 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
32. Tryggvagata 17 (01.118.201) 100094 Mál nr. BN042881
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum á ýmsum stöðum og innrétta nýtt súpueldhús á 3. hæð í Velferðarráðuneytinu í Hafnarhúsinu á lóð nr. 17 við Tryggvagötu.
Gjald kr. 8.000 + 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
33. Túngata 5 (01.161.112) 101207 Mál nr. BN043767
Mangi ehf, Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi íbúðar á 3. hæð, tvöfalda hurð, sem liggur út á svalir íbúðarinnar, breyta hurð á 2. hæð til samræmis og taka út lítinn glugga á austurhlið hússins á lóð nr. 5 við Túngötu.
Meðfylgjandi er umsögn burðarvirkishönnuðar vegna múrbrots dags. 2.11. 2011 og bréf eiganda vegna geymslna í kjallara dags. 18.11. 2011
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
34. Vatnsmýrarvegur 16 (01.62-.-92) 106645 Mál nr. BN043869
Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til leggja fram teikningar sem sýna rýmisnúmer vegna gerðar skráningartöflu fyrir húsið á lóð nr. 16 við Vatnsmýrarveg.
Bréf frá hönnuði dags. 11. nóv. 2011
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
35. Vatnsveituv. Fákur (04.712.001) 112366 Mál nr. BN043783
Guðrún Oddsdóttir, Norðurás 6, 110 Reykjavík
Sveinbjörn Runólfsson, Fagribær 6, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir úr timbri innfelldar í þak út frá kaffistofu á 2. hæð hesthúss Fáks nr. xx á lóð nr. xx við Vatnsveituveg.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
36. Þorláksgeisli 45 (05.136.602) 190199 Mál nr. BN043908
Stefán Þór Hannesson, Þorláksgeisli 45, 113 Reykjavík
Þorláksgeisli 45,húsfélag, Þorláksgeisla 45, 113 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum, sbr. erindi BN040991, sem fjallar um breytta pósta og venjulegt gler í útipallslokun 0208 við íbúð 0204 á jarðhæð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 45 við Þorláksgeisla.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
Ýmis mál
37. Hlíðarendi Mál nr. BN043906
Byggingarfulltrúi leggur til, vegna breytts deiliskipulags á staðgreinireit 1.628, birt 29. desember 2010, að lóðir við Hlíðarenda verði tölusettar allar við Hlíðarenda sem hér segir:
Lóð A, stærð 4.534m2 verði nr. 2.
Lóð B, stærð 2.064m2 verði nr. 4.
Lóð C, stærð 8.709m2 verði nr. 28-30-32-34.
Lóð D, stærð 6.655m2 verði nr. 1-3-5-7.
Lóð E, stærð 7.440m2 verði nr. 20-22-24-26.
Lóð F, stærð 6.655m2 verði nr. 9-11-13-15.
Lóð G, stærð 6.384m2 verði nr. 18.
Lóð H, stærð 5.781m2 verði nr. 16.
Bílastæðalóð fyrir lóðir A og B, stærð 5.893m2 verði nr. 4A.
Núverandi lóð Vals með byggingum, stærð 51.305m2 verði nr. 6-8-10, lóðin var áður Hlíðarendi 2-6.
Lóð með afnotarétti, stærð 3.291m2 verði nr. 12.
Eigin lóð Vals, stærð 25.333m2 verði nr. 14.
Staðfang Friðrikskapellu verði 10.
Staðfang spennistöðvar við bílastæðalóð verði 4B.
Staðfang spennistöðvar á lóð Vals verði 14A.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
38. Hlíðarendi 1-3, Hlíðarendi 10-12 og Hlíðarendi 14-16 Mál nr. BN043905
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans við tillögu að niðurfellingu þriggja lóða og tilkomu fimm nýrra lóða. Nánar tiltekið að fella niður lóðirnar Hlíðarendi 1-3 (staðgr. 1.629.401, landnr. 201589), Hlíðarendi 10-12 (staðgr. 1.629.301, landnr. 201590) og Hlíðarendi 14-16 (staðgr. 1.629.201, landnr. 201591) og skapa fimm nýjar lóðir, eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti landupplýsingadeildar dags 24. 11. 2011.
Hlíðarendi 1-3 (staðgr. 1.629.401, landnr. 201589): lóðin er 7947m², 132m² teknir af lóðinni og lagðir við nýja lóð (staðgr. 1.629.702), 3970m² teknir af lóðinni og lagðir við nýja lóð (staðgr. 1.629.804), 1642m² teknir af lóðinni og lagðir við nýja lóð (staðgr. 1.629.802), 2203m² (tveir skikar 1423m² + 780m²) teknir af lóðinni og gerðir að borgarlandi (landnr. 218177), lóðin Hlíðarendi 1-3 verður 0m² og verður afmáð úr skrám, þegar öllum skilyrðum er fullnægt. Hlíðarendi 10-12 (staðgr. 1.629.301, landnr. 201590): lóðin er 5377 m², 1615 m² teknir af lóðinni og lagðir við nýja lóð (staðgr. 1.629.702), 815 m² teknir af lóðinni og lagðir við nýja lóð (staðgr. 1.629.502), 227 m² teknir af lóðinni og lagðir við nýja lóð (staðgr. 1.629.803), 2720 m² teknir af lóðinni og gerðir að borgarlandi (landnr. 218177), lóðin Hlíðarendi 10 -12 verður 0 m² og verður afmáð úr skrám, þegar öllum skilyrðum er fullnægt. Hlíðarendi 14-16 (staðgr. 1.629.201, landnr. 201591): lóðin er 5575 m², 657 m² teknir af lóðinni og lagðir við nýja lóð (staðgr. 1.629.702), 3800 m² teknir af lóðinni og lagðir við nýja lóð (staðgr. 1.629.502), 1118 m² (tveir skikar (1085 m² + 33 m²) teknir af lóðinni og gerðir að borgarlandi (landnr. 218177), lóðin Hlíðarendi 10 -12 verður 0 m² og verður afmáð úr skrám, þegar öllum skilyrðum er fullnægt.Ný lóð (staðgr. 1.629.502): 2040 m² (tveir skikar (1549 m² + 491 m²) teknir af óútvísuðu landi (landnr. 218177) og lagðir við lóðina, 3800 m² teknir af lóðinni Hlíðarendi 14-16 (staðgr. 1.629.201, landnr. 201591) og lagðir við lóðina, 815 m² teknir af lóðinni Hlíðarendi 10-12 (staðgr. 1.629.301, landnr. 201590) og lagðir við lóðina, lóðin verður 6655 m².Ný lóð (staðgr. 1.629.702 ): 6305 m² teknir af óútvísuðu landi (landnr. 218177) og lagðir við lóðina, 657 m² tekið af lóðinni Hlíðarendi 14-16 (staðgr. 1.629.201, landnr. 201591) og lagðir við lóðina, 1615 m² teknir af lóðinni Hlíðarendi 10-12 (staðgr. 1.629.301, landnr. 201590) og lagðir við lóðina, 132 m² teknir af lóðinni Hlíðarendi 1-3 (staðgr. 1.629.401, landnr. 201589) og lagt við lóðina, lóðin verðut 8709 m².
Ný lóð (staðgr. 1.629.804 ): 564 m² (tveir skikar (561 m² + 3 m²) teknir af óútvísuðu landi (landnr. 218177) og lagðir við lóðina, 3970 m² teknir af lóðinni Hlíðarendi 1-3 (staðgr. 1.629.401, landnr. 201589) og lagðir við lóðina, lóðin verður 4534 m².Ný lóð (staðgr. 1.629.803 ): 1837 m² teknir af óútvísuðu landi (landnr. 218177) og lagðir við lóðina, 227 m² teknir af lóðinni Hlíðarendi 10-12 (staðgr. 1.629.301, landnr. 201590) og lagðir við lóðina, lóðin verður 2064m². Ný lóð (staðgr. 1.629.802 ): 4251 m² teknir af óútvísuðu landi (landnr. 218177) og lagðir við lóðina, 1642 m² teknir af lóðinni Hlíðarendi 1-3 (staðgr. 1.629.401, landnr. 201589) og lagðir við lóðina, lóðin verður 5893 m². Óútvísað land (landnr. 218177) minnkar því um 8956 m² ( 1085+2720+33+1423+780-1549-491-6305-561-3-1837-4251 = - 8956 m² )Sjá samþykkt skipulagsráðs 22. 09. 2010 og samþykkt borgarráðs 23. 09. 2010, og auglýsing um gildistöku breytingarinnar sem birt var í B-deild Stjórnartíðinda 29. 12. 2010. Nýju lóðirnar verða tölusettar samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúans. NB: Áður en lóðirnar, staðgr. 1.629.502, 1.629.802, 1.629.803, verða til þarf að vera búið að breyta lóðamörkum Hlíðarenda 2-6 samkvæmt breytingablaði dags. 25. 10. 2011, samþykkt af byggingarfulltrúa 1. 11. 2011.Lóðamörk nýju lóðanna taka ekki gildi fyrr en lóðasamningar eldri lóðanna eru feldir úr gildi.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Fyrirspurnir
39. Ásholt 2-42 (01.242.005) 103030 Mál nr. BN043860
Jóhannes Á. Long, Skipalón 16, 220 Hafnarfjörður
Spurt er hvort breyta megi atvinnuhúsnæði á jarðhæð í tvær íbúðir í húsinu á lóð nr. 2-42 við Ásholt.
Nei.
Uppfyllir ekki skilyrði 92. gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998 um íbúðir.
40. Blönduhlíð 14 (01.713.102) 107235 Mál nr. BN043833
Sif Guðmundsdóttir, Blönduhlíð 14, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja tvo bílskúra vestan megin húss eins og sýnt er á meðfylgjandi skissum af íbúðarhúsi á lóð nr. 14 við Blönduhlíð.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 25. nóvember 2011 ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 24. nóvember 2011 fylgja erindinu
Afgreitt.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 24.nóvember 2011.
41. Njálsgata 23 (01.182.125) 101839 Mál nr. BN043868
Ananda Marga Pracaraka Samgha, Efstasundi 26, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að lyfta þaki og innrétta íbúð í risi, dýpka kjallara og innrétta félagsheimili í kjallara og á 1. og 2. hæð íbúðarhússins Frakkastígur 16 á lóð nr. 23 við Njálsgötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
Fundi slitið kl. 11.50
Björn Stefán Hallsson
Harri Ormarsson Björn Kristleifsson
Sigrún Reynisdóttir Jón Hafberg Björnsson
Bjarni Þór Jónsson Sigrún Baldvinsdóttir