Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2012, miðvikudaginn 12. desember kl. 09.10, var haldinn 299. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen, Hildur Sverrisdóttir og áheyrnarfulltrúinn Torfi Hjartarson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Björn Stefán Hallsson, Ólafur Bjarnason, Magnús Ingi Erlingsson og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Margrét Þormar, Guðlaug Erna Jónsdóttir og Björn Ingi Edvardsson. Fundarritari var Einar Örn Thorlacius.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 7. desember 2012.

2. Hverfisgata 57 59 og 61 og Frakkastígur 6B, (01.152.5) Mál nr. SN120513
breyting á deiliskipulagi
Plúsarkitektar ehf, Laugavegi 59, 101 Reykjavík
Hverfill ehf., Helluvaði 1, 110 Reykjavík
Lagt fram erindi Hverfils ehf. dags. 16. nóvember 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.152.5 vegna lóðanna nr. 57, 59 og 61 við Hverfisgötu og 6B við Frakkastíg. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit og hækkun hússins að Hverfisgötu 57, á lóðinni Hverfisgötu 59 verði heimilaður bílakjallari og sameiningu lóðanna að Hverfisgötu 61 og Frakkastíg 6B, samkvæmt uppdr. Plúsarkitekta ehf. dags. 27. nóvember 2012. Einnig er lögð fram umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 11. desember 2012.
Afgreiðslu frestað.

Páll Hjaltason vék af fundi við afgreiðslu málsins.

3. Jökulgrunn 18-28 og 25-29, breyting á deiliskipulagi (01.351) Mál nr. SN120504
Baldur Ásgeirsson, Jökulgrunn 20, 104 Reykjavík
Lagt fram erindi Baldurs Ásgeirssonar dags. 13. nóvember 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Laugarás-Hrafnista vegna lóðanna nr. 18-28 og 25-29 við Jökulgrunn. Í breytingunni felst að byggja sólstofur á austurhlið húsanna, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta dags. 7. nóvember 2012. Einnig er lagt fram samþykki Auðuns Eiríkssonar, Gunnars Guðjónssonar og Sigrúnar Runólfsdóttur f.h. félags húseigenda við Jökulgrunn.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

(B) Byggingarmál

4. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN044003
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 711 frá 11. desember 2012.

5. Grandavegur 44, Fjölbýlishús (01.520.402) Mál nr. BN045297
Þingvangur ehf, Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt fjölbýlishús, einangrað að utan og klætt flísum og málmplötum, með 99 íbúðum, tíu hæðir og bílakjallara fyrir 73 bíla á lóð nr. 44 við Grandaveg.
Stærðir:Mhl. 01: 4.340,4 ferm., 12.853,5 rúmm.Mhl. 02: 4.387,5 ferm., 13.003,8 rúmm.Mhl. 03: 4.388,4 ferm., 13.130,6 rúmm.Gjald kr. 8.500 + xxx
Byggingarleyfisumsókn kynnt.
Fyrirhuguð uppbygging virðist ekki í samhengi við umhverfi sitt. Skipulagsráð óskar eftir upplýsingum um skipulagssögu þessa reits og samningum þar af lútandi ásamt stöðu fyrirhugaðs hjúkrunarheimilis sem gert er ráð fyrir á lóðinni.

(D) Ýmis mál

6. Betri Reykjavík, gera Amtmannsstíg að vistgötu Mál nr. SN120545
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd í skipulagsflokki á Betri Reykjavík frá 30. nóvember 2012 #GLGera Amtmannsstíg að vistgötu#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Vísað til meðferðar Umhverfis- og skipulagssviðs.

7. Álfsnes, Sorpa, fyrirspurn um urðunarstaði fyrir úrgang (36.2) Mál nr. SN120554
SORPA bs, Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra frá 5. nóvember 2012 ásamt erindi Sorpu, dags. 16. október 2012, varðandi mögulega urðunarstaði fyrir úrgang. Einnig lagt fram svarbréf umhverfis- og samgöngusviðs, dags. 10. desember 2012.
Kynnt.

8. Útilistaverk, eftir Rafael Barrios Mál nr. SN120493
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Menningar- og ferðamálasviðs dags. 2. nóvember 2012 þar sem óskað er eftir umsögn um staðsetningu útilistaverks eftir Rafael Barrios. Einnig er lögð fram tillaga safnsstjóra Listasafns Reykjavíkur dags. 17. september 2012 að staðsetningu listaverksins upp á hringtorgi á mótum Borgartúns og Höfðatúns.
Hafþór Yngvason kynnti
Afgreiðslu frestað.

9. Bárugata 23, málskot (01.135.5) Mál nr. SN120542
Rafn Guðmundsson, Bárugata 30a, 101 Reykjavík
Lagt fram málskot Rafns Guðmundssonar dags. 3. desember 2012 um að byggja við húsið ál óðinni nr. 23 við Bárugötu, samkvæmt uppdr. Arkiteo ehf. dags. 4. júní 2012. Einnig er lagt fram samþykki nágranna dags. 22. apríl 2012.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við erindið.
Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar hún berst.

10. Stekkjarbakki 4-6, málskot (04.602.2) Mál nr. SN120538
S7 ehf., Kringlunni 4-6, 104 Reykjavík
Lagt fram málskot Jóhanns Halldórssonar f.h S7 ehf. dags. 3. desember 2012 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra frá 26. október 2012 varðandi breytingu á skilmálum Norður Mjóddar vegna lóðarinnar nr. 4-6 við Stekkjarbakka sem felur í sér að leyfður verði matvælamarkaður á lóðinni.
Fyrri afgreiðsla skipulagsstjóra frá 26. október 2012 staðfest.

11. Umhverfis- og skipulagsráð, samþykkt um umhverfis- og skipulagsráðMál nr. SN120541
Skrifstofustjóri borgarstjórnar kynnir drög að samþykkt um umhverfis- og skipulagsráð.
Skrifstofustjóri borgarstjórnar kynnti

12. Vitahverfi, mörkun og merking svæðis í miðborginni(01.153) Mál nr. SN120544
Pálmi Freyr Randversson, Norðurbrú 2, 210 Garðabær
Lagt fram bréf Pálma Frey Randverssonar dags. 22. nóvember2012 ásamt erindi rekstraraðila í nágrenni við Vitastíg varðandi mörkun og merkingu svæðis í miðborginni sem markast af Frakkastíg, Laugavegi, Vitastíg og Skúlagötu og lagt til að hverfið verði nefnt Vitahverfi. Einnig lögð fram greinargerð og tillaga að skjaldarmerki svæðisins.
Afgreiðslu frestað.

13. Nelson Mandela torg, bréf Arkitektur- og designhögskolen i Oslo Mál nr. SN120474
Lagt fram bréf Arkitektur- og designhögskolen i Oslo dags. 5. október 2012 varðandi útfærslu á Nelson Mandela torgi í Reykjavík. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 30. nóvember 2012.
Afgreiðslu frestað

14. Kaplaskjól, kæra, umsögn Mál nr. SN120437
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 27. september 2012 ásamt kæru dags. 24. september 2012 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi vegna Víðimels 80 / Kaplaskjólsvegar 2 og Meistaravalla 1-3. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 4. des. 2012.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

15. Hverafold 1-5, kæra, umsögn (02.874) Mál nr. SN120533
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 27. nóvember 2012 ásamt kæru mótt. 27. nóvember 2012 þar sem kærð er veiting byggingarleyfis til að innrétta íbúð á 3. hæð í hverfismiðstöð í húsi nr. 112 við Hverafold. Í kærunni er gerð krafa um bráðabirgðaúrskurð um stöðvun framkvæmda. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 6. des. 2012.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

16. Tjarnargata 12, kæra, umsögn, úrskurður (01.141.306) Mál nr. SN080750
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 28. nóv. 2008, vegna byggingarleyfis fyrir viðbyggingu að Tjarnargötu 12 í Reykjavík og er þar gerð krafa um bráðabirgðaúrskurð um stöðvun framkvæmda. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu um stöðvunarkröfuna dags. 15. desember 2008. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 4. des. 2012. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 21. október 2008 um að veita leyfi til að breyta innra skipulagi og byggja við húsið á lóðinni nr. 12 við Tjarnargötu

Fundi slitið kl. 12.00.

Páll Hjalti Hjaltason

Hjálmar Sveinsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Kristín Soffía Jónsdóttir Gísli Marteinn Baldursson
Jórunn Ósk Frímannsd Jensen Hildur Sverrisdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2012, þriðjudaginn 11. desember kl. 10.35 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 711. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Harri Ormarsson, Björn Stefán Hallsson, Eva Geirsdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Sigurður Pálmi Ásbergsson, Óskar Torfi Þorvaldsson og Björn Kristleifsson. Fundarritari var Harri Ormarsson

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Baldursgata 30 (01.186.212) 102241 Mál nr. BN045322
Þorlákur Hilmar Morthens, Haðarstígur 18, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta atvinnuhúsnæði á annarri hæð í íbúð, koma fyrir svölum á suðurhlið og breyta gluggum á norðurhlið hússins á lóðinni nr. 30 við Baldursgötu.
Samþykki nokkurra meðeigenda dags. 15.11.2012 fylgir erindinu.
Umsögn skipulagsstjóra dags. 28.09.2012 (v. fyrirspurnar) fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Bergstaðastræti 10A (01.180.208) 101696 Mál nr. BN035236
Arkitektastofa Finns/Hilmars sf, Bergstaðastræti 10, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 4. hæðina úr stáli og gleri, inndregna mót austri ásamt útkragandi svölum og inndregna að hluta mót norðri í atvinnuhúsnæðinu á lóðinni nr. 10A við Bergstaðastræti.
Stærðir: 71,4 ferm., 199,9 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 13.593
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

3. Bíldshöfði 9 (04.062.001) 110629 Mál nr. BN039315
Umtak fasteignafélag ehf., Borgartúni 19, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja geymslu til að geyma gaskúta, utan á atvinnuhúsið á lóð nr. 9 við Bíldshöfða.
Bréf frá hönnuði dags. 22. nóv. 2012 og Bréf frá N1 dags. 27.jan. 2012
samþykki meðeigenda ódags. fylgja.
Stækkun: 17,9 ferm og 46,8 rúm.
Gjöld kr. 7.300 + 8.500 + 3.978
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

4. Blikahólar 2-12 (04.642.301) 111909 Mál nr. BN045325
Blikahólar 2-4,húsfélag, Blikahólum 2, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða útveggi suð-austurhlið með sléttri álplötuklæðningu á leiðarakerfi úr áli og með 50 mm steinullareinangrun undir.
Samþykki frá aðalfundi húsfélagsins Blikahólum 2-4 dags. 19 nóv. 2012 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 3. des. 2012.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

5. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN045135
Höfðatorg ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningu af bílakjallara B1 og B2 og sótt um að bílastæðakrafa verði lækkuð úr 1/35 í 1/50 í B1 á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Einnig er sótt um leyfi fyrir breyttu innra fyrirkomulagi í rými 0101 í sama húsi.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

6. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN045133
Höfðatorg ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um að fjölga eignum á Höfðatorgi samkvæmt meðfylgjandi töflu.
Eignirnar verða:
Eign 01 0101 - B1 - Borgartún 12-14
Eign 03 0101 - H1 - Turninn/Höfðatún 2
Eign 04 0101 - Fyrirhuguð hótelbygging
Eign 05 0101 - mhl.05 (Höfðatún 12), mhl. 06 (Höfðatún 12A) og mhl. 07 (Skúlagata 63).
(Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 7.11. 2012, breytt 19.11. 2012, minnisblað vegna brunahönnunar dags. 8.11. 2012 og brunah0nnun dags. des. 2012).
Á lóðinni Borgartún 8-16.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Bókhlöðustígur 2 (01.183.107) 101929 Mál nr. BN045163
YUZU ehf., Bókhlöðustíg 2, 101 Reykjavík
Völundur Snær Völundarson, Bókhlöðustígur 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka kjallara til austurs og innrétta í honum eldhús og veitingasal fyrir 40 gesti og veitingaflokk II en á hæðinni og undir risi er íbúð í húsinu sem byggt var 1882 á lóðinni nr. 2 við Bókhlöðustíg.
Meðfylgjandi er umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 26.10. 2012 og Húsafriðunarnefndar dags. 29.10. 2012.
Stærðir: 365,4 ferm., 1.055,2 rúmm.
Stækkun: 81,2 ferm., 306,2 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 26.027
Frestað.
Grenndarkynningu ólokið.

8. Búðavað 17-19 (04.791.805) 209910 Mál nr. BN045328
Skeiðarvogur ehf, Móvaði 41, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN036876 þannig að gluggastærðum er breytt í húsinu á lóð nr. 17-19 við Búðarvað.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

9. Dragháls 14-16 (04.304.504) 111026 Mál nr. BN045256
Skák ehf, Lyngbarði 3, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á brunavörnum, gerð er grein fyrir áður gerðum millipöllum og jafnframt er sótt um að sameina mhl. 01 og 02 í nýjan mhl. 01 í húsinu Fossháls 13-15 á lóðinni 14-16 við Dragháls.
Samþykki meðeigenda dags. nóv. 2012 og kaupsamningur dags. 2. apríl 2012 fylgja erindinu.
Skýrsla brunahönnuðar dags. nóv. 2012 fylgir erindinu.
Stækkun: Millipallar : 207,5 ferm.
Gjald 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

10. Elliðavað 13-17 (04.791.603) 209924 Mál nr. BN045253
Skeiðarvogur ehf, Móvaði 41, 110 Reykjavík
Sótt er um aðskilið byggingarleyfi, sjá BN036526, vegna byggingastjóraskipta á húsi nr. 13 á lóð nr. 13-17 við Elliðavað.
Samþykki eigenda dags. 30. okt. 2012.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

11. Engjavegur 6 (01.377.301) 220031 Mál nr. BN045239
Íþróttabandalag Reykjavíkur, Engjavegi 6, 104 Reykjavík
Íþrótta-og Ólympíusamband Ísl, Engjavegi 6, 104 Reykjavík
Íslensk getspá sf, Engjavegi 6, 104 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum nýs stigahúss sbr. BN043957 sem felast í tilfærslu á sorpgeymslu, EICS-30 hurð bætt við í kjallara, salerni 2. hæðar færð í sameign og uppfærslu á skráningartöflu í húsi á lóð nr. 6 við Engjaveg.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

12. Eyjarslóð 1 (01.111.502) 100028 Mál nr. BN045316
Sjávarréttir ehf., Vatnagörðum 8, 104 Reykjavík
Potter ehf., Hátúni 2B, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi í sjávaréttaframleiðslu þannig að komið verður fyrir eldhúsi, frysti og vinnslusal í mhl. 02 rými 0101 í húsinu á lóð nr. 1 við Eyjarslóð.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Fiskislóð 43 (01.086.603) 209699 Mál nr. BN045264
Miðfell ehf., Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja skrifstofuhús, 2 hæðir og 3 hæðir að hluta úr forsteyptum einingum á lóð nr. 43 við Fiskislóð.
Jafnframt er erindi BN037690 fellt úr gildi.
Erindi fylgir kaupsamningur dags. 20. nóvember 2012 og minnisblað um brunavarnir dags. 4. desember 2012.
Stærðir: 1. hæð 918.1 ferm., 2. hæð 905,3 ferm., 3. hæð 449,9 ferm.
Samtals: 2.273,3 ferm., 7.697,6 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 664.063
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

14. Friggjarbrunnur 14-16 (05.053.703) 205897 Mál nr. BN045282
Dalhús ehf., Ögurhvarf 6, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt 2-3 hæða fjölbýlishús með 12 íbúðum og bílakjallara fyrir 12 bíla á lóð nr. 14-16 við Friggjarbrunn.
Einnig er óskað eftir leyfi til að nota undanþáguákvæði í grein 17.1.2 í nýrri byggingareglugerð og fylgir greinargerð þar um dags. 26. nóvember 2012.
Jafnframt er erindi BN037671 fellt úr gildi.
Stærð: Kjallari: Bílgeymsla 349,2 ferm., geymslur 337,1 ferm., 1. hæð 568,3 ferm., 2. hæð 594,6 ferm., 3. hæð 385,6 ferm.
Samtals 2.234,8 ferm., 6.994,5 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 594.353
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Í samræmi við 1. tölulið ákvæðis til bráðabirgða í byggingarreglugerð nr. 112/2012 er byggingin undanþegin ákvæðum í 6. - 16. hluta reglugerðarinnar.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

15. Granaskjól 13 (01.517.009) 105882 Mál nr. BN045278
Jóhannes Þórðarson, Granaskjól 13, 107 Reykjavík
Arndís Inga Sverrisdóttir, Granaskjól 13, 107 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi í tvíbýlishúsinu á lóðinni nr. 13 við Granaskjól.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

16. Grandavegur 44 (01.520.402) 216911 Mál nr. BN045297
Þingvangur ehf, Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt fjölbýlishús, einangrað að utan og klætt flísum og málmplötum, með 99 íbúðum, tíu hæðir og bílakjallara fyrir 73 bíla á lóð nr. 44 við Grandaveg.
Stærðir:
Mhl. 01: 4.340,4 ferm., 12.853,5 rúmm.
Mhl. 02: 4.387,5 ferm., 13.003,8 rúmm.
Mhl. 03: 4.388,4 ferm., 13.130,6 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + xxx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

17. Grenimelur 9 (01.541.401) 106342 Mál nr. BN045334
Örn Þór Halldórsson, Grenimelur 9, 107 Reykjavík
Grenimelur 9 ehf, Grenimel 9, 107 Reykjavík
Sótt er um stöðuleyfi í fjórar vikur fyrir skúr fyrir framan bílskúr á lóð nr. 9 við Grenimel.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

18. Grettisgata 16 (01.182.110) 101826 Mál nr. BN045324
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir, Grettisgata 16, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka ris að garði, byggja svalir í þak og innrétta nýja íbúð í risi fjölbýlishúss á lóð nr. 16 við Grettisgötu.
Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 4. desember 2012 og samþykki meðeigenda með skilyrði dags. í maí 2007 og 7. og 10 júlí 2007.
Stækkun: xx rúmm.
Gjald kr. 8.500 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Grjótháls 7-11 (04.304.001) 111019 Mál nr. BN045301
Ölgerðin Egill Skallagríms ehf., Grjóthálsi 7-11, 110 Reykjavík
Kolefni ehf., Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta frárennslislögn þannig að settir eru upp tveir brunnar utanhús þar sem stöðug mæling á hita- og sýrustigi og rennslismælingar fara fram og nýjar lagnir lagðar inn í hús til sýnatöku í verksmiðjuhúsi á lóð nr. 7-9 við Grjótháls.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

20. Grundarstígur 10 (01.183.308) 101960 Mál nr. BN045309
1904 ehf, Kársnesbraut 64, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi fyrir kaffihúsi í flokki I á 1. hæð í húsinu á lóð nr. 10 við Grundarstíg.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Haukdælabraut 11-15 (05.113.305) 214786 Mál nr. BN045137
Monika Sigurlaug Baldursdóttir, Hverafold 46, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja raðhús, þrjá matshluta, á einni hæð með kjallara undir vesturhluta (mhl. 03) úr steinsteyptum samlokueiningum á lóð nr. 11-15 við Haukdælabraut.
Stærð: Mhl. 01: Íbúð 162,9 ferm., bílgeymsla 26 ferm. Samtals 188,9 ferm., 642,4 rúmm.
Mhl. 02: Íbúð 163 ferm., bílgeymsla 26 ferm. Samtals 189 ferm., 642,6 rúmm.
Mhl. 03: 1. hæð íbúð 89,2 ferm., 2. hæð íbúð 125,1 ferm., bílgeymsla 26 ferm. Samtals 233,7 ferm., 936,7 rúmm.
Mhl. 01, 02, 03: 612,6 ferm., 2.222 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 188.845
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

22. Háteigsvegur 34 (01.245.307) 103262 Mál nr. BN045210
Georg Ólafsson, Háteigsvegur 34, 105 Reykjavík
Soffía Stefánsdóttir, Háteigsvegur 34, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum þar sem breyting er á rýmum og eignarhaldi í húsinu á lóð nr. 34 við Háteigsveg.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

23. Hestavað 5-7 (04.733.502) 198730 Mál nr. BN045312
Frjálsi hf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Ork ehf, Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum sbr. BN044697 þar sem kemur fram breyting á innra skipulag kjallarahæðar, skyggnum og sorp og breytingu á íbúð fatlaðra 0207 í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 5-7 við Hestavað.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Hjallasel 12 (04.937.301) 112907 Mál nr. BN044741
Erna Jónsdóttir, Hjallasel 12, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að stækka svalir á vesturhlið hússins nr. 12 í parhúsi nr. 12-14 við Hjallasel á lóðinni nr. 5-13 við Hagasel.
Samþykki eigenda Hálsasels 21 og Hjallasels 10 og 14 dags. 5. júlí 2012 fylgir erindinu.
Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

25. Holtsgata 35 (01.133.408) 100286 Mál nr. BN045306
101 hús ehf, Lokastíg 6, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að koma fyrir vatnslögnum og salernisaðstöðu í bílskúr á lóðinni nr. 35 við Holtsgötu.
Samþykki eins nágranna, Holtsgötu 37 og eins meðeigenda (á teikn.) fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Hólmaslóð 10 (01.110.502) 100020 Mál nr. BN045279
Olíudreifing ehf., Pósthólf 4230, 124 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN043780 þannig að hurð milli 0102 og 0103 er fjarlægð og gryfja felld út, settur er upp nýr hlaupaköttur og brunamerkingum breytt í húsinu á lóð nr. 10 við Hólmaslóð. Gjald kr. 8.500
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

27. Lambhagavegur 2-4 (02.643.101) 210781 Mál nr. BN045260
Lambhagavegur fasteignaféla ehf, Pósthólf 670, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breytingum á áður samþykktum teikningum sbr. erindum BN037315 dags 12.2.2008 og BN039295 dags. 16.12.2008 sem felast í breytingu í veitingasölu í verslunarhúsi á lóð nr. 2-4 við Lambhagaveg.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

28. Laugarnesvegur 59 (01.349.205) 104114 Mál nr. BN045311
Vigdís Marteinsdóttir, Laugarnesvegur 59, 105 Reykjavík
Svavar Jóhann Eiríksson, Laugarnesvegur 59, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingu úr timbri að suðurhlið fyrstu hæðar einbýlishúss á lóðinni nr. 59 við Laugarnesveg.
Stærð: Viðbygging xx ferm. og xx rúmm.
Gjald kr. 8.500 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

29. Laugateigur 24 (01.364.306) 104636 Mál nr. BN045333
Tourist Online ehf, Austurholti 8, 310 Borgarnes
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN039474 þar sem sótt var um leyfi til að grafa frá kjallara að hluta, til að lækka gólf í kjallara að hluta, til að grafa ljósagryfjur og koma fyrir nýjum gluggum og hurðum á kjallara, til að breyta innra fyrirkomulagi og innrétta sem íbúð 1. hæð og kjallara verslunar- og íbúðarhússins nr. 24 við Laugateig.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Laugavegur 28 (01.172.206) 101461 Mál nr. BN045126
Reykjavík backpackers ehf., Laugavegi 28, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingasal í kjallara og á 1. hæð fyrir 160 gesti í farfuglaheimili á lóð nr. 28 við Laugaveg.
Erindi fylgir brunahönnun frá verkfræðistofunni EFLA síðast endurskoðuð 6. nóvember 2012.
Gjald kr. 8.500 + 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

31. Lautarvegur 30 (01.794.606) 213581 Mál nr. BN045234
Ragnar Þór Hannesson, Geitland 2, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt raðhús á þremur hæðum, með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 30 við Lautarveg.
Sótt er um undanþágu frá nýrri byggingarreglugerð sbr. gr. 17.1.2, ákvæði til bráðabirgða, í bréfi arkitekts.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 23. nóvember 2012 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 23. nóvember 2012.
Kjallari 97,1 ferm., 1. hæð 93,1 ferm., bílgeymsla 42 ferm., 2. hæð 89 ferm.
Samtals 321,2 ferm., 1.039,1 rúmm.
B-rými 11,2 ferm. og 63,8 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 88.324
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Í samræmi við 1. tölulið ákvæðis til bráðabirgða í byggingarreglugerð nr. 112/2012 er byggingin undanþegin ákvæðum í 6. - 16. hluta reglugerðarinnar.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

32. Logafold 68 (02.877.009) 110451 Mál nr. BN045173
Ingibjörg Þ Sigurþórsdóttir, Logafold 68, 112 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningu, þar sem gerð er grein fyrir áður gerðum breytingum og stækkunum í tvíbýlishúsi á lóð nr. 68 við Logafold.
Áður gerð stækkun: 85 ferm., 212,5 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 18.063
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

33. Lokastígur 2 (01.181.101) 101738 Mál nr. BN045304
Hótel Óðinsvé hf, Þórsgötu 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að opna tímabundið yfir lóðamörk Þórsgötu 1 (Týsgötu 5) og Lokastígs 2 með tengibyggingu og stækka með endurinnréttingu og breytingum hótel Óðinsvé á lóð nr. 1 við Þórsgötu og 2 við Lokastíg.
Sjá bókun skipulagsráðs frá 11.7. 2012.Stækkun 25 ferm., 66,3 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 5.636
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Mímisvegur 2-2A (01.196.107) 102648 Mál nr. BN039312
Auður Gná Ingvarsdóttir, Mímisvegur 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á erindi BN036053, dags. 20. maí 2008, m. a. að loka stigagati, breyta innra skipulagi, bæta 5 gluggum á þakrými og á kvist og hann stækkaður í fjölbýlishúsi á lóð nr. 2-2A við Mímisveg.
Samþykki eigenda á Mímisvegi 2-2A fylgir erindinu.
Stækkun: 21,9 ferm., 58,6 rúmm.
Gjöld kr. 7.300 + 4.981
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

35. Nauthólsvegur 50 (01.619.601) 106641 Mál nr. BN045329
Iceeignir ehf, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN044056 þar sem breytingar eru í brunahönnun aðalstigahúss í hótelinu á lóð nr. 50 við Nauthólsveg.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

36. Neshagi 16 (01.542.212) 106389 Mál nr. BN045326
Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 1 og 3. hæð í húsinu á lóð nr. 16 við Neshaga.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

37. Nesjavallaleið 9 (05.844.101) 193132 Mál nr. BN045335
Innanríkisráðuneytið, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja úr steinsteypu fangelsi á einni hæð á Hólmsheiði við Nesjavallaleið nr. 9 .
Skráningu á stærðum og gjöldum er ekki lokið
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

38. Norðurgarður 1 (01.112.-95) 100030 Mál nr. BN045332
HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja spennistöð úr.................... fyrir OR, upp að norð-vestur hluta byggingar á lóð nr. 1 við Norðurgarð.
Stærðir xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 8.500 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Nökkvavogur 22 (01.441.201) 105442 Mál nr. BN045176
Valborg Kjartansdóttir, Nökkvavogur 22, 104 Reykjavík
Magnús Haukur Magnússon, Nökkvavogur 22, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta fataherbergi og herbergi í rishæð, koma fyrir kvist á norðurhlið og kvist og svalalokun á vesturhlið í húsinu á lóð nr. 22 við Nökkvavog.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 23. nóvember 2012 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 19. nóvember 2012.
Stækkun: 10,2 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 867
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta 1-2, 2-1, 3-0, 4-1 dags. 30. 10. 2012.

40. Óðinsgata 1 (01.181.003) 101727 Mál nr. BN045323
Riverside ehf, Smiðjustíg 6, 350 Grundarfjörður
Sótt er um leyfi til að innrétta matvöruverslun í verslunarhúsnæðinu á 1. hæð í húsi á lóð nr. 1 við Óðinsgötu.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

41. Óðinsgata 15 (01.184.519) 102124 Mál nr. BN045255
Sigurgísli Bjarnason, Óðinsgata 15, 101 Reykjavík
Ólöf Sigurðardóttir, Óðinsgata 15, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi bílastæða á lóð fjölbýlishúss nr. 15 við Óðinsgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 7. desember 2012 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 6. desember 2012.Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

42. Skeifan 11 (01.462.001) 195597 Mál nr. BN045310
Stilling hf, Kletthálsi 5, 110 Reykjavík
Eik fasteignafélag hf., Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra rými ? í mhl. 04 til að koma fyrir nýrri verslun í húsinu á lóð nr. 11 við Skeifuna .
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

43. Skerplugata 4 (01.636.304) 106711 Mál nr. BN045271
Ísleifur Ottesen, Bandaríkin, Friðrik Már Ottesen, Skerplugata 4, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN044224 þannig að hætt verður við að hafa tvöfaldan vegg á milli bílskúra nr. 4 og nr. 6 og veggurinn gerður einfaldur á lóð nr. 4 við Skerplugötu.
Samþykki eigendum á Skerplugötu 6 dags. 8. ágúst. 2012 fylgir.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

44. Skerplugata 6 (01.636.306) 106713 Mál nr. BN045272
Hjördís Elísabet Gunnarsdóttir, Skerplugata 6, 101 Reykjavík
Guðmundur P Guðmundsson, Skerplugata 6, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN044223 þannig að hætt verður við að hafa tvöfaldan vegg á milli bílskúra nr. 4 og nr. 6 og veggurinn gerður einfaldur á lóð nr. 6 við Skerplugötu.
Samþykki eigendum á Skerplugötu 4 dags. 8. ágúst. 2012 fylgir.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

45. Skipasund 38 (01.357.109) 104420 Mál nr. BN045313
Helga Birgisdóttir, Skipasund 38, 104 Reykjavík
Íris Einhildur Sturlaugsdóttir, Skipasund 38, 104 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningu þar sem gert er grein fyrir skiptingu sérnotaflötum, stækkun svala og þar myndast garðáhaldaskúr og áður gerðar breytingar á mhl. 02 þar sem milliveggur og útihurð, sem sýnd voru á eldri teikningum voru ekki gerðar á húsinu og bílskúr á lóð nr. 38 við Skipasund.
Stækkun garðskýli 6,5 ferm., 10,7 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 909
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

46. Skólastræti 3 (01.170.202) 101330 Mál nr. BN045321
Rakel Óttarsdóttir, Skólastræti 3, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir með steyptu handriði við suðausturhorn 2. hæðar, geymslu undir svalir með inngangi af lóð og til að breyta innra skipulagi einbýlishúss á lóð nr. 3 við Skólastræti.
Umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 13 nóv. 2012, bréf frá hönnuði dags. 4. des. 2012 og samþykki eigenda Skólastrætis nr. 1, 3B og 5 fylgja erindinu.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 8.500 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

47. Sólvallagata 18 (01.160.212) 101160 Mál nr. BN045330
Örn Arnþórsson, Laugarnesvegur 87, 105 Reykjavík
Vegna eignaskiptayfirlýsingar er sótt um samþykki fyrir áður gerðri viðbyggingu (kolageymslu) að norðausturhlið hússins á lóðinni nr. 18 við Sólvallagötu.
Samþykki meðeigenda (á teikn.) fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun xx.
Gjald kr. 8.500 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

48. Stakkholt 2-4 (01.241.103) 103018 Mál nr. BN045197
Arcus ehf, Fossaleyni 16, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt íbúðar- og atvinnuhús einangrað að utan og klætt áli. Húsið skiptist í sex matshluta, fimm mishá stigahús með 139 2-4 herbergja íbúðum, verslunar- og þjónusturýmum og bílakjallara fyrir 144 bíla og verður nr. 2A, 2B, 4A, 4B og 3A og 3B á lóð nr. 2-4 við Stakkholt.
Stærðir:
Mhl.01, bílakjallari: 4500 ferm.
Mhl.02, íbúðir: 4415,7 ferm.
Mhl.03, íbúðir: 2.338,3 ferm.
Mhl.04, íbúðir: 3.795,3 ferm.
Mhl.05, íbúðir: 1.573,8 ferm.
Mhl.06, íbúðir: 2.227 ferm.
Samtals 12.120 ferm., 41.430 rúmm.
Gjöld kr. 8.500 + 3.521.550
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

49. Suðurgata 26 (01.161.207) 101218 Mál nr. BN045327
Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fella út björgunarop á 1. hæð í húsinu á lóð nr. 26 við Suðurgötu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

50. Suðurlandsbraut 12 (01.263.004) 103521 Mál nr. BN045290
Suðurlandsbraut 12 ehf., Mánalind 5, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til þess að breyta núverandi skrifstofum á 2. til 7. hæð í hótel í flokki V sem verður með 95 herbergi og veitingastað fyrir 108 gesti, útlit breytist þar sem hurðir verða settar á suðurhlið og gluggar á vesturhlið bakhúss verða síkkaðir í húsinu á lóð nr. 12 við Suðurlandsbraut.
Bréf hönnuðar um undanþágu frá byggingareglugerð nr. 112/2012 dags. 27. nóv. 2012 og bréf þar sem óskað er eftir leyfi til að hefja framkvæmdir á niðurrifi innanhús. 27. nóv. 2012 fylgir erindinu.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags.6. des. 2012 og bréf frá hönnuði um nánari undanþágu frá byggingareglugerð nr. 112/2012 Fylgja erindinu. Samþykki meðeigenda dags. 7. des. 2012 og skýrsla brunahönnuðar dags. 10. des. 2012. fylgja erindinu.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Í samræmi við 1. tölulið ákvæðis til bráðabirgða í byggingarreglugerð nr. 112/2012 er byggingin undanþegin ákvæðum í 6. - 16. hluta reglugerðarinnar.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

51. Sörlaskjól 78 (01.531.019) 106134 Mál nr. BN044991
Snorri Pétur Eggertsson, Sörlaskjól 78, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja kvist á norðurhlið, svalir á suðurhlið 1. hæðar, verönd og hurð út í garð úr kjallara og til að byggja hjólaskýli við norðurhlið bílskúrs við parhús á lóð nr. 78 við Sörlaskjól.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 12. október 2012 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 10. október 2012.
Kvistur: xx rúmm.
Hjólageymsla xx ferm., xx rúmm.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 8.500 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

52. Tjarnargata 30 (01.142.001) 100922 Mál nr. BN045026
Nathaniel Berg, Bandaríkin, Melissa Ann Berg, Bandaríkin, Ragnar Ómarsson, Hraunbær 72, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, koma fyrir þakgluggum á vesturhlið og inngangi í kjallara, setja útihurð á sólstofu og hlið á innkeyrslu, byggja sólpall m/setlaug í garði, færa glugga og skrautlista til upprunalegs horfs, útbúa geymslu fyrir reiðhjól undir verönd og breyta í einbýli, fjölbýlishúsi á lóð nr. 30 við Tjarnargötu.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 8.500 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

53. Vatnsveituv. Fákur (04.712.001) 112366 Mál nr. BN045302
Erla Katrín Jónsdóttir, Bakkavör 40, 170 Seltjarnarnes
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningu v/lokaúttektar, þar sem gerð er grein fyrir breyttri staðsetningu frá erindi BN044227 á svölum og snyrtingu í rými 0201 í hesthúsi við Faxaból 9 á lóð við Vatnsveituveg.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

54. Veghús 7-17 (02.843.501) 109737 Mál nr. BN045252
Guðbjörg Harpa Ingimundardóttir, Veghús 9, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að opna á milli íbúðar 0102 yfir í bílskúr 0104 í mhl. 02 í fjölbýlishúsinu nr. 9 á lóð 7-17 við Veghús.
Umsögn burðarvirkshönnuðar dags. 3. des. 2012 fylgir.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

55. Viðarás 91-101 (04.387.802) 111562 Mál nr. BN045226
Hrafnhildur Vala Grímsdóttir, Viðarás 91, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu við austurhlið raðhúss nr. 91 á lóð nr. 91-101 við Viðarás.
Erindi fylgir jákv. fsp. dags. 8. maí 2012 og samþykki meðlóðarhafa dags. 30. nóvember 2012.
Stækkun 10 ferm., 28,3 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 2.406
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

56. Þórsgata 1 (01.181.116) 101752 Mál nr. BN044411
Hótel Óðinsvé hf, Þórsgötu 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tengibyggingu milli Lokastígs 2 og Týsgötu 5/Þórsgötu 1, breyta fyrirkomulagi innanhúss og sameina húsin í hótel, jafnframt eru erindi BN044183 og BN044184 dregin til baka, á lóð nr. 1 við Þórsgötu.
Meðfylgjandi er loftræsihönnun fyrir kjallararými á teikningu númer A-004.
Viðbygging stækkun: 39,3 ferm., 101,2 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 8.500 + 8.602
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Ýmis mál

57. Arnarholt 125651 (00.012.000) 125651 Mál nr. BN045341
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum lóðar
Sjúkrastofnunarinnar í Arnarholti (staðgr. 32.161.101, landnr. 221217), eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti landupplýsingadeildar dags. 05. 12. 2012.
Lóðin er afmörkuð eins og ákveðið var af skipulagsnefnd
Reykjavíkurborgar 19. 06. 1999, sbr. uppdrátt dagsettan 15. 07. 1999.
Lóðin reynist 139741 m², teknir 2766 m² af lóðinni, sbr. bréf Fjármálaráðuneytisins, dags. 30. 05. 2012, leiðrétting vegna fermetrabrota 1 m².
Lóð Sjúkrastofnunarinnar í Arnarholti (staðgr. 32.161.101, landnr. 221217), verður 136974 m².
Lóðin Arnarholt 125651 (landnr. 125651) minnkar því sem því nemur eða um 136974 m².
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

58. Baldursgata 32 (01.186.321) 102274 Mál nr. BN045344
Dán tán ehf., Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík
Leiðrétting á bókun vegna BN045138, samþykkt 04.11 2012.
Samþykkt var fjölbýlishús á lóð með sjö íbúðum, samtals 452,6m2. Fyrir er á lóð einbýlishús að stærð 201m2.
Greiða skal fyrir bílastæðagjald í gjaldflokki III fyrir fimm stæði kr. 2.230.823 pr. stæði.
Gjald samtals kr. 11.154.115
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

59. Baldursgata 34 (01.186.322) 102275 Mál nr. BN045345
Dán tán ehf., Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík
Leiðrétting á bókun vegna BN045139, samþykkt 04.11 2012.
Samþykkt var fjölbýlishús á lóð með þrem íbúðum, samtals 155m2. Fyrir á lóð er fjölbýlishús að stærð 98,7m2.
Greiða skal bílastæðagjald í gjaldflokki III fyrir eitt stæði kr. 2.230.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

60. Fiskislóð 27 (01.089.203) 209691 Mál nr. BN045338
Grandsprautun ehf, Brekkustíg 6, 101 Reykjavík
Grandasprautun ehf. óskar niðurfellingu byggingarleyfis að Fiskislóð 27 og endurgreiðslu gjalda. Vísað er til samkomulags Faxaflóahafna sf. dags. 1. nóvember sl. við Grandanes ehf. og Grandasprautun ehf. um innlausn lóðarinnar nr. 27 við Fiskislóð.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Fyrirspurnir

61. Blómvallagata 13 (01.162.339) 101312 Mál nr. BN045219
Helgi Helgason, Blómvallagata 13, 101 Reykjavík
Spurt er hvort samþykki fengist fyrir tveimur áður gerðum ósamþykktum íbúðum, einingu 0001 og 0002, í fjölbýlishúsinu á lóðinni nr. 13 við Blómvallagötu.
Afsalsbréf dags. 02.11.1955 og 22.07.1956 fylgja erindinu.
Íbúðaskoðun á einingu 0002 dags. 6. júní 2002. og á einingu 0001 dags. 14.11.2006 fylgja erindinu.
Nýjar íbúðaskoðanir, báðar dags. 05.12.2012 fylgja erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

62. Búðavað 18-20 (04.791.604) 209921 Mál nr. BN045331
Skeiðarvogur ehf, Móvaði 41, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að færa tvö samliggjandi bílastæði niður fyrir hús nr. 20 á lóð nr. 18 til 20 við Búðavað.
Bréf frá byggingastjóra dags. 3. des. 2012 ásamt teikningum og ljósmyndum fylgja erindinu..
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

63. Hafnarstræti 1-3 (01.140.005) 100817 Mál nr. BN045303
Strjúgur ehf., Rúgakur 1, 210 Garðabær
Spurt er hvort leyft yrði að byggja tvo kvisti á suðurþekju hússins á lóðinni nr. 1-3 við Hafnarstræti.
Nei.
Samræmist ekki deiliskipulagi.

64. Hraunbær 67 (04.331.702) 111070 Mál nr. BN045305
Haukur Guðmarsson, Hraunbær 67, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að koma fyrir dyrum á suðurhlið (bakhlið) bílskúrs í eigu hússins nr. 67 á lóðinni nr. 51-67 við Hraunbæ.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

65. Karfavogur 25 (01.441.211) 105452 Mál nr. BN045315
Daði Hannesson, Karfavogur 25, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja kvist á norðurþekju hússins nr. 25 við Karfavog.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

66. Njálsgata 52A (01.190.305) 102438 Mál nr. BN045336
Frosti Friðriksson, Njálsgata 52a, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja svalir á suðurhlið annarrar hæðar hússins nr. 52A við Njálsgötu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt berist hún.

67. Rauðás 1-7 (04.381.601) 111479 Mál nr. BN045298
Finnur Jón Nikulásson, Rauðás 17, 110 Reykjavík
Ásmundur Smári Magnússon, Rauðás 9, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að endurbyggja stoðvegg vestan við raðhús á lóðunum 1-7 og 9-17 við Rauðás.
Frestað.
Gera betur grein fyrir erindinu.

68. Saltvík 125744 (00.064.000) 125744 Mál nr. BN045283
Stjörnugrís hf, Vallá, 116 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að stækka nýlega samþykkta byggingu um 2500 ferm og byggja aðra byggingu um 3000 ferm. samtals 5500 ferm. fyrir 660 gyltur á lóðinni Saltvík 125744 á Kjalarnesi.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 7. desember 2012 fylgir erindinu.
Nei.
Samræmist ekki deiliskipulagi.

69. Tryggvagata 16 (01.132.104) 100213 Mál nr. BN045199
Plúsarkitektar ehf, Laugavegi 59, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að síkka glugga á fjórðu og fimmtu hæð, byggja svalir á suðurhlið og innrétta tvær íbúðir, eina á fjórðu hæð og hina á fimmtu hæð fjöleignahússins á lóðinni nr. 16 við Tryggvagötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 7. desember 2012 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 3. desember 2012.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

Fundi slitið kl. 13.00.

Björn Stefán Hallsson Björn Kristleifsson
Harri Ormarsson Jón Hafberg Björnsson
Sigurður Pálmi Ásbergsson Óskar Torfi Þorvaldsson
Eva Geirsdóttir