Umhverfis- og skipulagsráð
Skipulagsráð
Ár 2012, miðvikudaginn 5. september kl. 09.20, var haldinn 284. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Vindheimum. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Torfi Hjartarson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Björn Stefán Hallsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Helena Stefánsdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Haraldur Sigurðsson. Fundarritari var Einar Örn Thorlacius.
Þetta gerðist:
(D) Ýmis mál
1. Nýr Landspítali við Hringbraut, lýsing, nýtt deiliskipulag (01.19) Mál nr. SN110037
SPITAL ehf, Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
Lagður fram tölvupóstur Kristínar Lóu Ólafsdóttur f.h. Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 29. ágúst 2012 þar sem óskað er eftir fresti til að skila inn umsögn. Einnig er lagt fram bréf Þóru Andrésdóttur dags. 30. ágúst 2012 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti.
Athugasemdafrestur framlengdur til 20. september 2012.
Vísað til borgarráðs
Jórunn Frímannsdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:32
(A) Skipulagsmál
2. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Mál nr. SN110200
aðalskipulag 2010-2030, greinargerð
Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík
Lögð fram drög að greinargerð aðalskipulags Reykjavíkur dags. júlí 2012. Lagt fram skjalið „Þróun byggðar. Bindandi markmið og skipulagsákvæði um landnotkun, byggingarmagn, þéttleika og áfangaskiptingu uppbyggingar“ dags. júlí 2012 lagf. 3. september 2012.
Samþykkt að vísa framlögðu skjali, Þróun byggðar, til umræðu og kynningar hjá íþrótta- og tómstundaráði, mannréttindaráði, menningar- og ferðamálaráði, skóla- og frístundaráði, velferðarráði, umhverfis- og samgönguráði, stjórn Faxaflóahafna og Orkuveitunni.
Fulltrúar Sjálfsstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson og Jórunn Frímannsdóttir óskuðu bókað: Drögum að tillögu að nýju aðalskipulagi er nú vísað til nefnda og ráða borgarinnar. Rétt er að ítreka að drögin eru alls ekki endanleg niðurstaða skipulagsráðs enda þótt umsagna sé leitað. Ekki er því ástæða til þess að fara efnislega í drögin á þessu stigi. Afstaða okkar til tillögu að aðalskipulagi bíður endanlegrar afgreiðslu frá skipulagsráði.
Fundi slitið kl. 11.53.
Páll Hjalti Hjaltason
Hjálmar Sveinsson Karl Sigurðsson
Kristín Soffía Jónsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Gísli Marteinn Baldursson Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2012, þriðjudaginn 4. september kl. 09.50 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 698. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Björn Stefán Hallsson, Jón Hafberg Björnsson, Sigrún G Baldvinsdóttir, Óskar Torfi Þorvaldsson, Bjarni Þór Jónsson og Björn Kristleifsson. Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Austurbrún 2 (01.381.001) 104771 Mál nr. BN044925
Bolli Davíðsson, Austurbrún 2, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að loka svölum á íbúð 1104 með 8 mm öryggisgleri á brautum í fjölbýlishúsi á lóð nr. 2 við Austurbrún.
Samþykki sumra fylgir sem tölvupóstur og á undirskriftar blöðum dags. 17. ágúst 2011.
Stærð brúttórúmm: 11,3 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 960
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
2. Bankastræti 14-14B (01.171.202) 101383 Mál nr. BN044922
Bréfabær ehf., Lækjargötu 12, 101 Reykjavík
Stjarnan ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki I i rými 0102 í mhl. 02 á lóð nr. 14B við Bankastræti.
Erindi fylgir samþykki meðeiganda dags. 30. ágúst 2012 einnig mótmæli eiganda 3. hæðar dags. 3. september 2012.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
3. Bankastræti 7 (01.170.007) 101325 Mál nr. BN044724
Farfuglar ses., Borgartúni 6, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir, brunastiga og geymslur við 4. hæð og innrétta farfuglaheimili á 2. - 4. hæð verslunar- og skrifstofuhúss á lóð nr. 7 við Bankastræti.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 24. ágúst 2012 fylgir erindinu. Grenndarkynning stóð frá 23. júlí til 21. ágúst 2012. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Stefán Baldursson f.h. Húsakaupasjóðs Íslensku Óperunnar dags. 14. ágúst 2012. Einnig er lagt fram samþykki Eikar fasteignafélags hf., eigenda að Bankastræti 5, og Hús málarans ehf., eiganda að Bankastræti 7A, móttekið 21. ágúst 2012. Einnig er lagt fram tölvubréf Stefáns Baldurssonar fh. íslensku Óperunnar dags. 24. ágúst 2012 þar sem hann dregur fyrri athugasemd til baka.
Erindi fylgir brunahönnun frá verkfræðistofunni Eflu dags. 22. ágúst 2012.
Stækkun 16,4 ferm., 46 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 3.910
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
4. Bíldshöfði 18 (04.065.002) 110672 Mál nr. BN044385
AB varahlutir ehf, Funahöfða 9, 110 Reykjavík
J.S. Pálsson ehf, Dofraborgum 3, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta eignarhaldi á rýmum 0201 og 0204 í atvinnuhúsi á lóð nr. 18 við Bíldshöfða.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Lagfæra skráningu.
5. Borgartún 33 (01.219.101) 102777 Mál nr. BN044924
Landsbankinn hf., Austurstræti 11, 155 Reykjavík
Reginn A1 ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi fyrir breytingum innandyra og utan sbr. erindi BN043900, BN044277 og BN044007, sem fela í sér breytingum á stiga, eldvarnarmerkingum á hæðarskilum og utan er verið að breyta rými 0004 og sorpaðstöðu í húsinu á lóð nr. 33 við Borgatún.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
6. Brúnavegur 13 (01.351.001) 104174 Mál nr. BN044932
Fulltrúaráð Sjómannadagsins, Laugarási Hrafnistu, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN044144 þannig að komið verður fyrir gas arni fjölnotasal og gasgeymslu í rými 0006 í A1 álmu í Dvalarheimilinu Hrafnistu á lóð nr. 13 við Brúnaveg.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
7. Friggjarbrunnur 10-12 (05.055.105) 205896 Mál nr. BN044926
Vöxtur Fasteignafélag ehf, Búlandi 8, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 2. hæð og til að byggja svalir á austurhlið parhúss, sjá erindi BN035242) á lóð nr. 10-12 við Friggjarbrunn.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
8. Granaskjól 23 (01.517.004) 105877 Mál nr. BN044638
Björn S Pálsson, Víkurás 6, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningu, þar sem gerð er grein fyrir áður gerðri ósamþykktri íbúð í kjallara tvíbýlishúss á lóð nr. 23 við Granaskjól.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykkt séreignarrýmis í kjallara er gerð með vísan til 15. gr. reglug. nr. 910/2000.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
9. Grensásvegur 3-7 (01.461.001) 105664 Mál nr. BN044831
Húsfélagið Grensásvegi 7, Grensásvegi 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta þakklæðningu úr bárustáli í þakpappa, breyta frágangi mænisþakglugga. breyta þakgluggum í þakkúpla og fjölga þeim um tvo og setja reyklúgu í þakflöt yfir stigahúsi hússins nr. 7 á lóðinni nr. 3-7 við Grensásveg.
Tölvupóstur frá Bjarna Guðmundssyni dags. 3. sept 2012.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
10. Holtavegur 23 (01.430.101) 105191 Mál nr. BN044918
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til opna gat í steyptan vegg á milli vinnustofu og setustofu kennara á 1. hæð í Langholtsskóla á lóð nr. 23 við Holtaveg.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
11. Hraunbær 102 (04.343.301) 111081 Mál nr. BN044844
Blásteinn sportbar ehf, Rauðagerði 33, 108 Reykjavík
Reginn A3 ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta nýsamþykktu erindi BN044240 sem felst í tilfærslum innanhúss í Blástein Bar á 1. hæð í húsi á lóð nr. 102A við Hraunbæ.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
12. Hverafold 1-5 (02.874.201) 110375 Mál nr. BN044860
Markmál ehf, Hverafold 1-3, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í mhl. 01 í rými 0301 og 0301 Svo og að skipta rými sem nú er merkt 0301 upp í tvær sjálfstæðar einingar og verða því 0301 og 0308 í húsinu á lóð nr. 1 til 3 við Hverafold.
Bréf frá hönnuði ódags.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
13. Hverafold 1-5 (02.874.201) 110375 Mál nr. BN044919
Óttar Guðmundsson, Fannafold 10, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma vaski og rennandi vatni fyrir í geymslu í rými 03-05 í húsi á lóð nr. 1-3 við Hverafold.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
14. Kirkjustétt 2-6 (04.132.201) 188525 Mál nr. BN044864
Smáragarður ehf., Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykku erindi BN044440 þannig að breyting verður á innra skipulagi í hús A á lóð nr. 2 til 6 við Kirkjustétt.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
15. Kringlan 7 (01.723.101) 107298 Mál nr. BN044828
Hús verslunarinnar sf, Kringlunni 7, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta eignarhaldi á hluta sameignar á fyrstu hæð og breyta flóttaleið í kjallara í Húsi verslunarinnar á lóðinni nr. 7 við Kringluna.
Samþykki meðeigenda ódags. fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Lagfæra skráningu.
16. Langholtsvegur 43 (01.357.003) 104392 Mál nr. BN044739
Sjálfseignarstofnunin Ljósið, Langholtsvegi 43, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, bæta við gluggum í kjallara og á 1. hæð og til að grafa frá kjallara og útbúa verönd við austurhlið skrifstofuhúss á lóð nr. 43 við Langholtsveg.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
17. Laugavegur 153 (01.222.205) 102867 Mál nr. BN044841
Hraunbraut ehf., Síðumúla 12, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum af húsi, sem er kjallari hæð og ris, á lóð nr. 153 við Laugaveg.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
18. Laugavegur 155 (01.222.206) 102868 Mál nr. BN044849
Hraunbraut ehf., Síðumúla 12, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum af húsi á lóð nr. 155 við Laugaveg.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
19. Laugavegur 26 (01.172.205) 101460 Mál nr. BN044901
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Reitir fasteignafélag hf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN042000 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi skrifstofurýmis 0201 og 0301 í verslunarhúsnæðinu nr. 26 við Laugaveg.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
20. Laugavegur 8 (01.171.304) 101404 Mál nr. BN044762
Kaupangur eignarhaldsfélag ehf., Laugavegi 18, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að fella niður innra hlið í undirgangi, stækka íbúð 0401 á fjórðu hæð fram í stigahús og breyta innra fyrirkomulagi sömu íbúðar í húsinu á lóðinni nr. 8 við Laugaveg.
Samþykki meðeigenda (ódags.) fylgir erindinu.
Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
21. Laugavegur 84 (01.174.302) 101638 Mál nr. BN044846
Pancake cafe ehf., Skúlagötu 62, 105 Reykjavík
Arnar Moubarak, Kjartansgata 9, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að innrétta veitingaverslun (take away) í flokki 1 í núverandi verslunarhúsnæði á fyrstu hæð hússins á lóðinni nr. 84 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 20. júlí 2012 (vegna fyrirspurnarerindis BN044716) fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
22. Lindargata 12 (01.151.502) 101007 Mál nr. BN044896
Svanborg Þórdís Sigurðardóttir, Lindargata 12, 101 Reykjavík
Lindargata 12,húsfélag, Lindargötu 12, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að endurbyggja og stækka svalir á annarri og þriðju hæð og útbúa nýjar svalir á fjórðu hæð fjölbýlishúss á lóðinni nr. 12 við Lindargötu.
Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
23. Mýrargata 26 (01.115.303) 100059 Mál nr. BN044914
Byggakur ehf, Lyngási 11, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss á erindi BN044699 sem felast í að breyta númerum nokkurra rýma, bílastæða og bílageymslna í kjallara, á 1. hæð er hurð og veggur við enda gangs og við skrifstofu fært til, númerum nokkurra rýma, bílastæða og bílgeymslna breytt og á 3. hæð er rýmisnúmerum íbúða við Mýrargötu breytt í fjölbýlishúsi á lóð nr. 26 við Mýrargötu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
24. Mörkin 3 (01.471.002) 105729 Mál nr. BN044912
Vefnaðarvöruverslunin Virka ehf, Mörkinni 3, 108 Reykjavík
Sótt er um stöðuleyfi til eins árs fyrir 20 feta gámi sem verður staðsettur í vöruporti á lóð nr. 3 við Mörkina.
Samþykki meðeigenda dags. 13. ágúst 2012 fylgir.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Stöðuleyfið er til eins árs.
25. Njálsgata 33B (01.190.030) 102367 Mál nr. BN044153
Unnur Guðjónsdóttir, Svíþjóð, Sótt er um leyfi til að rífa vegna veggjatítlufaraldurs timburhluta tvíbýlishúss á lóð nr. 33B við Njálsgötu.
Ósk um frekari uppbyggingu á lóðinni kemur síðar.
Meðfylgjandi er bréf umboðsmanns eiganda dags. 15. febrúar 2012, umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 12. júní 2012, umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 30. maí 2012, bréf umboðsmanns eiganda dags. 27. júní 2012, greinargerð vegna ástands burðarvirkis dags. 26. júní 2012 og bréf Erlings Ólafssonar 31. nóvember 2011. Ennfremur samþykki meðeiganda dags. 31. ágúst 2012.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Með vísan til umsagna Húsafriðunarnefndar og Minjasafns Reykjavíkur.
26. Pósthússtræti 3 (01.140.306) 100839 Mál nr. BN044790
Reitir III ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að fella út salerni og koma fyrir kaffiaðstöðu á fyrstu hæð og koma fyrir kaffieldhúsi og fjölga salernum í kjallara hússins nr. 5 á lóðum nr. 3-5 við Pósthússtræti.
Viðauki ll við framleigusamning milli Reykjavíkurborgar og Íslandspósts hf, frá 31. júlí 2003 um afgreiðsluhúsnæði í Pósthússtræti 5, Reykjavík dags. 15. júní 2012 fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
27. Skólavörðustígur 40 (01.181.404) 101794 Mál nr. BN044819
S40 ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á erindi BN041848 þar sem veitt var leyfi til að rífa tvö eldri hús og byggja í þeirra stað steinsteypt íbúðar- og verslunarhús, fjórar hæðir og kjallara, fimm íbúðir, tvær verslanir og veitingastað á lóð nr. 40 við Skólavörðustíg.
Jafnframt er erindi BN041848 fellt úr gildi.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. ágúst 2010 fylgdi hinu upprunalega erindi (BN041848) ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 6. ágúst 2010 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 31. ágúst 2012.
Einnig fylgdi umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 5. ágúst og Húsafriðunarnefndar dags. 29. júlí 2010.
Stærð niðurrifs: Mhl. 01 fastanr. 200-6095, merkt 0101 íbúð: 87,2 ferm. Mhl. 02 fastanr. 200-6096 merkt 0101 geymsla 10,1 ferm. Mhl. 03 fastanr. 200-697 merkt 0101 bílskúr 21,6 ferm.
Niðurrif samtals: 118,7 ferm.
Stærð nýbyggingar:
Kjallari, geymslur 203,1 ferm., 1. hæð, verslun og veitingahús 187,8 ferm., 2. hæð, íbúðir 182,7 ferm., 3. hæð, íbúðir 179,9 ferm., 4. hæð, íbúðir 110,2 ferm.
A-rými samtals: 863,7 ferm., 2.665,4 rúmm.
B-rými á 1. hæð: 22,3 ferm.
Gjald kr. 8.500 + (sjá erindi 41848)
Greiða skal fyrir 9 bílastæði í flokki II (sjá skýringu á athugasemdablaði).
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
28. Suðurlandsbraut 16 (01.263.102) 103523 Mál nr. BN043937
Kergils ehf, Brekkutanga 1, 270 Mosfellsbær
Linda Katrín Urbancic, Kirkjustétt 32, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta snyrti-og nuddstofu í rými 0102 í húsinu á lóð nr. 16 við Suðurlandsbraut.
Gjald kr. 8.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
29. Súðarvogur 18 (01.454.106) 105623 Mál nr. BN044913
Páll Steingrímsson, Garðastræti 2, 101 Reykjavík
Stefán og Ólafur sf, Hæðargarði 54, 108 Reykjavík
Þuríður Rúrí Fannberg, Sólbrekka, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum þar sem kemur fram bað í rými 0401 og aðrar innanhúsbreytingar í húsinu á lóð nr. 18 við Súðarvog.
Yfirlýsing frá eigendum rýmis 0301 og 0401 sem gefur leyfi til skoðunar á húsnæðinu og bréf frá hönnuði þar sem óskað er eftir að draga til baka erindið BN044611.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
30. Templarasund 3 (01.141.210) 100901 Mál nr. BN044785
Þórsgarður hf., Sætúni 8, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN044256 þannig að breytt er fyrirkomulegi í eldhúsi í húsinu á lóð nr. 3 við Templarasund.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.
31. Vatnsveituv. Fákur (04.764.301) 112366 Mál nr. BN044810
Berglind Ragnarsdóttir, Skógarás 16, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi í hesthúsi nr. 12 við Faxaból (matshl. 43) á lóðinni Vatnsveituv. Fákur 112470.
Sýndar eru sex séreignir í húsinu. Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Bréf hönnuðar dags. 7. ágúst 2012 fylgir erindinu.
Samþykki meðeigenda í matshluta 43 (á teikn.) fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
32. Vesturgata 2A (01.140.001) 100814 Mál nr. BN044843
Sjálfstætt fólk ehf, Vesturgötu 2a, 101 Reykjavík
Verslunarfélagið Iða ehf, Sunnubraut 46, 200 Kópavogur
Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi og jafnframt er sótt um að breyta veitingaleyfi úr flokki l í flokki Il í bókakaffi á 1. hæð í húsinu á lóð nr. 2A við Vesturgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 31. ágúst 2012 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 30. ágúst 2012.
Sbr. einnig erindi BN044388 sem samþykkt var 22 maí 2012.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Ýmis mál
33. Mýrargata/slippasvæði Mál nr. BN044936
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans, vegna fyrirsjáanlegra breytinga á skipulagi og eignarhaldi lands og lóða á Mýrargötu/Slippasvæði, á að eftirtaldar lóðir verði felldar niður og sameinaðar óútvísuðu landi 218883, um er að ræða lóðirnar : Rastargata 1-7 stærð 589,0 m2, landnr. 219866, Rastargata 2-4 stærð 618,0 m2, landnr. 219867 og Rastargata 6-8 stærð 1.101,0 m2 landnr. 219868.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Fyrirspurnir
34. Barmahlíð 4 (01.701.304) 106990 Mál nr. BN044927
Anna Jónsson Þorsteinsdóttir, Lúxemborg, Spurt er hvort leyft yrði að koma fyrir glugga á baðherbergi á austurhlið fyrstu hæðar hússins á lóðinni nr. 4 við Barmahlíð.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi, sem samþykki meðeigenda fylgi.
35. Barónsstígur 5 (01.154.412) 101139 Mál nr. BN044915
Guðfinna E Thordarson, Haukanes 8, 210 Garðabær
Spurt er hvort leyft yrði að byggja svalir og innrétta íbúð í skrifstofurými 0302 á þriðju hæð hússins á lóðinni nr. 5 við Barónsstíg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
36. Garðastræti 13A (01.136.527) 100616 Mál nr. BN044905
Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson, Klapparstígur 17, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta atvinnuhúsnæði (tannlæknastofu) í íbúð á fyrstu hæð hússins á lóðinni nr. 13A við Garðastræti.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 31. ágúst 2012.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
37. Garðastræti 17 (01.136.525) 100614 Mál nr. BN044911
Gestur Ólafsson, Garðastræti 15, 101 Reykjavík
Spurt er með hliðsjón af meðfylgjandi mæliblaði Reykjavíkur 1.136.5, unnu af framkvæmda- og eignasviði borgarinnar, landupplýsingadeild, dags. 24.01. 2012 hafa allir eigendur Garðastrætis 17 og Garðastrætis 19 nú samþykkt það fyrirkomulag sem þar kemur fram sbr. meðfylgjandi gögn. Þar sem um er að ræða er að 58.00 ferm verður bætt við lóð Garðastrætis 17 og lóð Garðastrætis 19 skert sem því nemur, eins og fram kemur á ofangreindu breytingarblaði. Hér með er óskað eftir samþykki byggingarfulltrúans í Reykjavík til þessara breytinga eins og þær eru sýndar á meðfylgjandi breytingarblaði Reykjavíkur, 1.136.5.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 31. ágúst 2012 fylgir erindinu.
Frestað.
Vísað til umsagnar Lögfræði- og stjórnsýslu.
38. Háaleitisbraut 49-51 (01.291.402) 103777 Mál nr. BN044909
Guðbjartur K Kristjánsson, Háaleitisbraut 51, 108 Reykjavík
Jóna Björk Hjálmarsdóttir, Háaleitisbraut 51, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta lögnum og færa eldhús í stofu íbúðar 0001 í húsinu nr. 51 á lóðinni nr. 49-51 við Háaleitisbraut.
Sjá einnig fyrirspurnarerindi BN044855 varðandi sama mál
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og því fylgi samþykki meðeigenda.
39. Njálsgata 34B (00.000.000) 102410 Mál nr. BN044921
Sönke Marko Korries, Þýskaland, Spurt er hvort byggja megi portbyggða rishæð með svölum og kvistum ofan á húsið nr. 34B á lóðinni nr. 34 við Njálsgötu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi í samræmi við leiðbeiningar á fyrirspurnarblaði.
40. Óðinsgata 3 (01.181.002) 101726 Mál nr. BN044917
Valdimar Briem, Óðinsgata 3, 101 Reykjavík
Spurt er hvort byggja mætti bílageymslu með þaksvölum að suðvesturhlið hússins á lóðinni nr. 3 við Óðinsgötu
Nei.
Samræmist ekki deiliskipulagi. Sjá leiðbeiningar á fyrirspurnarblaði.
Fundi slitið kl. 12.00.