Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2012, miðvikudaginn 24. október kl. 09.12, var haldinn 291. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Sverrir Bollason, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Torfi Hjartarson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Björn Stefán Hallsson, Magnús Ingi Erlingsson, Stefán Finnsson og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Björn Axelsson, Margrét Þormar og Margrét Leifsdóttir. Fundarritari var Einar örn Thorlacius.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 19. október 2012.

2. Suðurhlíð 9, Klettaskóli, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN120458
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. í október 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Suðurhlíða vegna lóðarinnar nr. 9 við Suðurhlíð (Klettaskóla). Í breytingunni felst uppbygging á lóðinni m.a. breyting á byggingarreit, aukning á byggingarmagni og því að gert er ráð fyrir boltagerði á lóðinni samkvæmt uppdrætti OG arkitekta dags. 22. október 2012.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Jafnframt var samþykkt að senda bréf til hagsmunaaðila á svæðinu og vekja athygli á auglýsingunni
Vísað til borgarráðs.

3. 1.172.0 Brynjureitur, lýsing, breytt deiliskipulag (01.172.0) Mál nr. SN120140
Laugavegsreitir ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lagt fram að nýju erindi Laugavegsreita ehf. dags. í mars 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Brynjureits 1.172.0. Í breytingunni felst uppbygging á Brynjureit samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum arkitektur.is dags. 12. september 2012. Skipulagssvæðið afmarkast af Laugavegi, Klapparstíg Hverfisgötu og Vatnsstíg. Tillagan var kynnt til og með 4. október 2012. Eftirtaldir aðilar sendu inn ábendingar/athugasemdir: Sigríður Hanna Jóhannesdóttir f.h. þriggja íbúða að Vatnsstíg 3 dags. 3. október, Helga Berglind Atladóttir dags. 3. október, Logos Lögmannsþjónusta f.h. Erlendar Gíslasonar dags. 4. október, K. Einarsson og Björnsson, Runólfur Kristinsson og Guðberg Kristinsson dags. 4. október og Sigurpáll Grímsson dags. 4. október 2012. Að loknum athugasemdafresti barst athugasemd/ábending frá Önnu Áslaugu Ragnarsdóttur dags. 8. október 2012. Einnig er lögð fram bókun Húsafriðunarnefndar frá 18. október 2012 .
Frestað.

Sverrir Bollason vék af fundi við umfjöllun málsins.

Elsa Hrafnhildur Yeoman vék af fundi kl. 09:57
Einar Örn Benediktsson tók sæti á fundinum kl. 10:00.
4. 1.171.1 Hljómalindarreitur, lýsing, breytt deiliskipulag(01.171.1) Mál nr. SN120137
Laugavegsreitir ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lagt fram að nýju erindi Laugavegsreita ehf. dags. í júní 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hljómalindareit 1.171.1. Í breytingunni felst uppbygging á svokölluðum Hljómalindarreit samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdrátta studíó Granda dags. 7. september 2012. Skipulagssvæðið afmarkast af Hverfisgötu, Klapparstíg, Laugavegi og Smiðjustíg. Tillagan var kynnt til og með 4. október 2012. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir/ábendingar: Anita Da Silva dags. 20. sept. 2012, Brynja Dögg dags. 20. sept., Gunnar Jón Kristinsson dags. 20. sept., Alexander Örn Friðjónsson dags. 20. sept., Sigurbjörg Guðríður Tómasdóttir dags. 20. sept., Róbert Allen Richardsson dags. 20. sept., Jóhannes LaFontaine dags. 20. sept., Kári Guðmundsson 20. sept., Bjargmundur Kjartansson dags. 20. sept., Kári Sigurðsson dags. 20. sept., Eiríkur Rúnar Ásgeirsson dags. 20. sept., Aníta Rut Erlendsdóttir dags. 20. sept., Kári Guðmundsson dags. 21. sept., Björgvin Brynjarsson dags. 21. sept., Hugrún Halldórsdóttir dags. 21. sept., Óðinn Ari Árnason dags. 27. sept., Bragi Marínósson dags. 27. sept., Unnar Steinn Sigtryggsson dags. 27. sept., Sindri Freyr Steinsson dags. 27. sept., Sunna Ósk dags. 30. sept., Gerður Erla Tómasdóttir dags. 30. sept., Guðrún Lína Thoroddsen dags. 1. okt., Una Dögg Davíðsdóttir dags. 2. okt., art of listening dags. 2. okt., Páll Þorsteinsson dags. 2. okt., Anna Antonsdóttir dags. 2. okt., Dora Eyland dags. 3. okt., Björt Sigfinnsdóttir dags. 3. okt., Kristófer Oliversson dags. 3. okt., Tanya Pollock dags. 4. okt., Dagný Aradóttir og Villý Þór Ólafsson f.h. Íslenska kaupfélagsins og Hemma og Valda dags. 4. okt. og Arnar Fells f.h. eigendur Faktorý dags. 4. okt. 2012. Að loknum athugasemdafresti barst athugasemd/ábending frá Önnu Áslaugu Ragnarsdóttur dags. 8. október 2012 og Tanyu Pollock móttekið 11. október ásamt tillögu að skipulagi ódags. og samstarfssamning um fóstrun Hjartagarðs dags. 19. júní 2012. Einnig er lögð fram bókun Húsafriðunarnefndar frá 18. október 2012 .
Frestað.

Sverrir Bollason vék af fundi við umfjöllun málsins

5. Háskóli Íslands, vestan Suðurgötu, (01.55) Mál nr. SN120454
breyting á deiliskipulagi, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur
Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík
Lögð fram umsókn Háskóla Íslands dags. 9. október 2012 um breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands vestan Suðurgötu, reit A1, skv. uppdrætti Teiknistofu Arkitekta, dags. 3. okt. 2012. Um er að ræða aukið byggingarmagn vegna svæðis B, lóð Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Skipulagsráð bókaði eftirfarandi #GL Háskólasvæðið er einstakt í Reykjavík, með líflegu mannlífi, þjónustu og stofnunum sem bæði háskólasamfélagið og allur almenningur nýtur. Háskólasvæðið er tvískipt í dag, vestan og austan Suðurgötu. Það er orðið mjög aðkallandi að heildarskipulag verði gert af svæðinu með það að markmiði að sameina þessi tvö svæði. Bæta þarf aðgengi að Háskólatorginu og öðrum háskólabyggingum úr vestri, laga göngutengsl yfir Suðurgötu og byggja á auðum svæðum beggja vegna hennar, þannig að mannlíf myndist á milli húsanna á svæðinu. Jafnvel þótt göng eins og þau sem nú eru samþykkt geti reynst vel og bætt aðgengi fólks, ætti almenna reglan vera sú að háskólalífið sé á yfirborði jarðar, á götum og göngustígum, frekar en í undirgöngum.#GL

(B) Byggingarmál

6. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN044003
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 705 frá 23. október 2012.

7. Bergstaðastræti 56, svalir, breyting úti (01.185.602) Mál nr. BN032041
Hreinn Hreinsson, Bergstaðastræti 56, 101 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynning er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. ágúst 2012 þar sem sótt er um leyfi til þess að setja svalir á suðvesturhlið 1., 2. og 3. hæðar ásamt samþykki fyrir áður gerðri stækkun íbúðar 2. hæðar um hluta af 3. hæð og fyrir stiga á milli 2. og 3. hæðar fjölbýlishússins á lóð nr. 56 við Bergstaðastræti, samkvæmt uppdr. Studio Strik dags. 20. júní 2011 síðast breytt 24. ágúst 2012.
Samþykki meðeigenda ódags. og samþykki sumra eigenda Bergstaðastrætis 54 dags. í júlí 2005 fylgja erindinu. Samþykki eigenda dags. 23.8. 2012 fylgir.
Gjald kr. 5.700 + 5.700. Grenndarkynning stóð frá 6. september til og með 4. október 2012. Eftirtaldi aðilar sendu athugasemdir: Þorgerður J. Guðmundsdóttir dags. 26. september 2012 og Sigrún Edda Björnsdóttir dags. 3. október 2012. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 11. október 2012.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags.11.október 2012.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

(C) Fyrirspurnir

8. Starhagi, borgarland sunnan, (fsp) aðflugslýsing vestan Suðurgötu (01.555)Mál nr. SN120419
Isavia ohf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Isavia mótt. 10. september 2012 vegna uppsetningar aðflugsljósa á borgarlandi vestan flugbrautarenda við Suðurgötu, sunnan við Starhaga, ásamt uppdráttum Bjarna Snæbjörnssonar arkitekts . dags. 4. júlí 2012. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 24. september 2012.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags.24.september 2012.

Fulltrúi sjálfstæðisflokksins Jórunn Frímannsdóttir óskaði bókað #GL Tekið er undir þann hluta umsagnarinnar sem lítur að umhverfis og verndunarmálum. Hins vegar er ekki tekið undir það að tengja niðurstöður hennar við niðurlagningu N/S brautar vallarins samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur. Lýsingarlausn við vesturenda brautarinnar sem fallið gæti að umhverfissjónarmiðum og orðið til þess að minnka flugumferð yfir bæinn er eitthvað sem áhugavert er að skoða frekar. #GL

9. Pósthússtræti 11, (fsp) stækkun (01.140.5) Mál nr. SN110407
Hótel Borg ehf, Borgartúni 26, 105 Reykjavík
THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Hótel Borgar dags. 4. október 2011 ásamt tillögu THG Arkitekta dags. 12. október 2012 varðandi aukningu á byggingarmagni lóðarinnar nr. 11 við Pósthússtræti. Einnig er lagt fram bréf Árnýjar Helgadóttur f.h. húsfélagsins Lækjargötu 4 dags. 9. janúar 2012
Skipulagsráð tekur jákvætt í að fyrirspyrjandi láti vinna deiliskipulagstillögu í samræmi við fyrirspurnina.

Einar Örn Benediktsson vék af fundi kl. 11:36 og Elsa Hrafnhildur Yeoman tók sæti á fundinum á ný

(D) Ýmis mál

10. Betri Reykjavík, ekki eyðileggja Hjartagarðinn Mál nr. SN120443
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd í skipulagsflokki á Betri Reykjavík frá 28. september 2012 #GLEkki eyðileggja Hjartagarðinn#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum. Hugmyndin var jafnframt ein af fimm vinsælustu hugmyndum á Betri Reykjavík í september.
Hugmyndinni vísað í yfirstandandi deiliskipulagsvinnu Hljómalindarreits.

11. Frakkastígur 6A, málskot (01.152.5) Mál nr. SN120438
Zeppelin ehf, Skeifunni 19, 108 Reykjavík
Lagt fram málskot Zeppelin ehf. f.h. eigenda dags. 1. október 2012 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra frá 21. september 2012 varðandi hækkun hússins á lóðinni nr. 6A við Frakkastíg. Einnig er lögð fram umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 28. september 2012.
Frestað.

12. Skipulagsráð, Mál nr. SN120442
Tillaga frá fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi útilistaverkið #GL Svörtu keiluna#GL
Lögð fram tillaga Júlíusar Vífils Ingvarssonar dags. 3. október 2012#GLÓskað er eftir því að byggingarleyfi vegna uppsetningar listaverksins Svörtu Keilunnar á Austurvelli komi fyrir skipulagsráð áður en það er afgreitt. Þá er óskað álits skipulagsstjóra á því hvort mannvirki af þessari stærðargráðu samræmist gildandi deiliskipulagi.#GL
Einnig er lagt fram bréf lögfræði og stjórnsýslu dags. 16. október 2012.
Kynnt.

13. Hlemmur, framtíðarnotkun og uppbygging (01.2) Mál nr. SN120447
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 3. október 2012 vegna samþykktar borgarstjórnar að fela umhverfis- og skipulagssviði og skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar að efna til samráðs um framtíðarnotkun skiptistöðvarinnar á Hlemmi og uppbyggingu við Hlemm, Hlemm+.
Vísað til meðferðar skipulagsstjóra.

14. Skútuvogur 10-12, kæra 33/2012, umsögn, úrskurður(01.426.001) Mál nr. SN120207
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 3. maí 2012 ásamt kæru dags. 18. apríl 2012 þar sem kærð er veiting byggingarleyfis fyrir dekkjaverkstæði og smurstöð í fasteign að Skútuvogi 12. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 12. júní 2012. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 18. október 2012.
Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 7. febrúar 2012 um að samþykkja leyfi til að innrétta hjólbarðaverkstæði í matshluta 030102 í húsinu nr. 12 J-K við Skútuvog í Reykjavík.

15. Kaplaskjól, breyting á deiliskipulagi (01.523) Mál nr. SN120236
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. október 2012 um samþykkt borgarráðs s.d. um afgreiðslu skipulagsráðs vegna athugasemda um málsmeðferð frá skipulagsstofnun.

16. Njarðargata 45, Gistiheimili (01.186.605) Mál nr. BN044742
Spur ehf, Freyjugötu 24, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. október 2012 um samþykkt borgarráðs s.d. á synjun skipulagsráðs um leyfi til breytinga utanhúss og innréttingu gistiheimilis í húsi.
17. Stakkholt 2-4, breyting á bílastæðakröfum (01.241.1) Mál nr. SN120422
Þorvaldur H Gissurarson, Ólafsgeisli 63, 113 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. október 2012 um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar vegna bílastæða.

Fundi slitið kl. 12.20.

Páll Hjalti Hjaltason

Sverrir Bollason Elsa Hrafnhildur Yeoman
Kristín Soffía Jónsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Gísli Marteinn Baldursson Jórunn Ósk Frímannsd Jensen

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2012, þriðjudaginn 23. október kl. 10:05 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 705. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Björn Stefán Hallsson, Sigrún Reynisdóttir, Harri Ormarsson, Eva Geirsdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Sigrún G Baldvinsdóttir, Sigurður Pálmi Ásbergsson, Óskar Torfi Þorvaldsson og Björn Kristleifsson. Fundarritari var Harri Ormarsson

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Aðalstræti 9 (01.140.414) 100855 Mál nr. BN045089
Aðaleign ehf, Hegranesi 35, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að breyta lítillega innra fyrirkomulagi (sbr.erindi BN044195 og BN044488) í kaffihúsi í kjallara og á fyrstu hæð hússins á lóðinni nr. 9 við Aðalstræti.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN045009
Höfðatorg ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í skrifstofurými 1201 á 12. hæð í Höfðatúni 2 á lóðinni 8-16 við Borgartún.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

3. Brekknaás 9 (04.764.103) 112469 Mál nr. BN045104
Brekknaás 9 ehf., Þinghólsbraut 69, 200 Kópavogur
Rebecca Hennermark, Svíþjóð, Gunnar Ísdal Pétursson, Svíþjóð, Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og bæta við aðstöðu fyrir verslun, hestaleigu, hestaferðum, hestakerruleigu og kaffihúsi/veitingastofu í dýrahóteli á lóð nr. 9 við Brekknaás.
Gjald kr. 0
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

4. Brekkustígur 15 (01.134.410) 100380 Mál nr. BN045117
Jón Gunnar Valdimarsson, Brekkustígur 15, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta lítillega nýsamþykktum svölum á annarri hæð hússins á lóðinni nr. 15 við Brekkustíg.
Svalirnar voru upphaflega samþykktar þann 14.08.2012, sbr. erindi BN044629.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

5. Fylkisvegur 6-8 (04.364.101) 111277 Mál nr. BN045114
Íþróttafélagið Fylkir,aðalstj, Fylkisvegi 6, 110 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu við stækkun á núverandi áhorfendastúku við íþróttaleikvang við Fylkisveg 6-8 sbr. erindi BN044119. Pallarnir sem eru til staðar verða lengdir og er vinna hafin. Þetta er steypt í mótum og kemur tilbúið á staðinn. Varðandi áhorfendastúkuna sjálfa þá munu gögn fyrir byggingarleyfi verða komin inn í tíma fyrir áramót.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

6. Grandagarður 16 (01.114.301) 100040 Mál nr. BN045099
Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta gluggum 2. hæðar til samræmis við gerðar gluggabreyting á norðausturhluta hússins á lóð nr. 16 við Grandagarð.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

7. Grjótháls 5 (04.302.301) 111015 Mál nr. BN045081
Grjótháls ehf, Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á staðsetningu neyðarútgangs á austurhlið, sbr. nýsamþykkt erindi BN044031, í húsi á lóð nr. 5 við Grjótháls.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

8. Grundarland 10-16 (01.855.001) 108781 Mál nr. BN045057
IP vörur hf., Bolholti 4, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa einnar hæðar einbýlishús að hluta og byggja nýtt staðsteypt einbýlishús, með kjallara undir hluta húss og innbyggðri tvöfaldri bílgeymslu sem verður nr. 12 á lóð nr. 10-16 við Grundarland.
Niðurrif: íbúð 168 ferm., bílgeymsla 50,8 ferm.
Nýbygging: Íbúð 304,2 ferm., bílgeymsla 51,5 ferm.
Samtals 355,7 ferm., 1.266,2 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 107.627
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits vegna niðurrifs.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

9. Hagamelur 10 (01.541.407) 106348 Mál nr. BN045079
Katrín Oddsdóttir, Ólafsgeisli 125, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi og burðarveggjum á annarri hæð hússins á lóðinni nr. 10 við Hagamel.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 08.10.2012 fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

10. Hrefnugata 4 (01.247.302) 103363 Mál nr. BN045035
Hálist ehf, Hrefnugötu 4, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja svalir á suðurhlið fyrstu, annarrar og þriðju hæðar og útbúa sérafnotaflöt fyrir kjallaraíbúð í húsinu á lóðinni nr. 4 við Hrefnugötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 8. júní 2012 fylgir erindinu (v. fyrirspurnar, sjá fyrirspurnarerindi BN044556) ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 6. júní 2012.
Samþykki meðeigenda dags. 18.09.2012 fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu Vísað til uppdráttar dags. 20. júní 2012.

11. Höfðabakki 9 (04.075.001) 110681 Mál nr. BN045094
Reitir II ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í vesturenda í mhl. 01, koma fyrir hurð fyrir vöruafgreiðslu á norðurhlið og breyta hurð í sjálfvirka inngangshurð til að koma fyrir útibúi íslandspóst fyrir í húsinu á lóð nr. 9 við Höfðabakka.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Hörgshlíð 2 (01.730.101) 107331 Mál nr. BN045028
Jón Ingi Árnason, Hörgshlíð 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja svalaskýli á íbúð 0202 úr opnanlegum glerflekum úr hertu öryggisgleri með 95#PR opnun í braut og að grafa út óútgrafið rými í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 2 við Hörgshlíð.
Samþykki meðeigenda ódags. fylgir.
Stækkun húss : 6,2 ferm. 20,8 rúmm. Svalalokun: 44,0 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 5.508
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

13. Klettagarðar 5 (01.330.901) 103890 Mál nr. BN044938
Klettaskjól ehf, Klettagörðum 5, 104 Reykjavík
Stólpi-gámar ehf, Klettagörðum 5, 104 Reykjavík
Sótt er um stöðuleyfi til eins árs fyrir tjaldskemmu með burðargrind úr galvaniseruðu stáli sett ofan á núverandi malbik raflagnir tengdar í tjaldi og hurð rafdrifin á lóð nr.5 við Klettagarða.
Umsögn frá brunahönnuði dags. 10. okt. 2012 fylgir.
Stærð : 240 ferm., og 1.164 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 98.940
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

14. Klettháls 9 (04.346.101) 188541 Mál nr. BN045100
Bílson ehf., Ármúla 15, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta bilaverkstæði í húsi á lóð nr. 9 við Klettháls.
Bréf frá brunahönnuði dags. 16. október 2012
Stækkun: XX ferm og XX rúmm.
Gjald kr. 8.500 + XX
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Kringlan 4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN045052
Reitir VII ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að minnka verslunareiningu nr. 217 og færa í upprunanlegt horf og verða einingarnar þá tvær nr. 217 og 219 á 2. hæð verslunarhússins Kringlunnar á lóð nr. 4-12 við Kringluna.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

16. Laugarnesvegur 47 (01.360.006) 104499 Mál nr. BN044459
Svetlana Vasilievna Kabalina, Meistaravellir 5, 107 Reykjavík
Igor Ingvar V. Karevskiy, Meistaravellir 5, 107 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum fyrir íbúðarhús og einnig er sótt um stækkun íbúðarhúss þar sem byggt er við 1. hæð og bætt er við 2. hæð og bílageymslan stækkuð á lóð nr. 47 við Laugarnesveg.
Úrskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 24. maí 2012 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 22. maí 2012.
Stækkun: íbúðarhús: 1.hæð 9,6 ferm., 25,4 rúmm. 2. hæð 83,9 ferm., 284,3 rúmm. Samtals. 93.5 ferm., 317.9rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 8.500 + 27.022
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

17. Laugavegur 105 (01.240.005) 102974 Mál nr. BN045029
H 25 ehf., Bíldshöfða 14, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta gistiskála í flokki 2, teg. C fyrir 314 gesti á 3. 4. og 5. hæð, koma fyrir flóttastiga á bakhlið og gera nýjar dyr á sorpgeymslu í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 105 við Laugaveg.
Samþykki meðeigenda og eigenda Hverfisgötu 114 fylgja árituð á uppdrátt sem dagsettur er 21. september 2012.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Í samræmi við 1. tölulið ákvæðis til bráðabirgða í byggingarreglugerð nr. 112/2012 er byggingin undanþegin ákvæðum í 6. - 16. hluta reglugerðarinnar, samanber fylgiskjal með uppdráttum.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

18. Laugavegur 20B (01.171.504) 101420 Mál nr. BN044889
Elvar Ingimarsson, Bræðraborgarstígur 1, 101 Reykjavík
Stórval ehf, Pósthólf 188, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að innrétta veitingastað í flokki lll á fyrstu hæð hússins á lóðinni nr. 20B við Laugaveg.
Innréttuð er aðstaða fyrir starfsfólk veitingastaðarins á annarri hæð hússins.
Hámarksgestafjöldi er fimmtíu og fimm manns.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 20. júlí 2012 (vegna fyrirspurnarerindis BN044764) fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Lyngháls 5 (04.324.001) 111040 Mál nr. BN044779
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta vestasta hluta 2. hæðar í verslunareiningu, hurð og gluggum og fjarlægja milliloft. Flatarmál hússins minnkar um 259,2 ferm á lóð nr. 5 við Lyngháls.
Minnkun milliloft: 259,2 ferm.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

20. Mávahlíð 12 (01.702.206) 107050 Mál nr. BN045106
Rúnar Þór Þórarinsson, Mávahlíð 12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að innrétta geymslu og tómstundaherbergi í bílskúr á lóðinni nr. 12 við Mávahlíð.
Samþykki meðeigenda (á teikn.) fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Njörvasund 6 (01.411.503) 105029 Mál nr. BN045083
Þorsteinn Viðarsson, Njörvasund 6, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta íbúð í kjallara og skipta í tvær eignir einbýlishúsi á lóð nr. 6 við Njörvasund.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 19. október 2012 fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

22. Nökkvavogur 48 (01.445.006) 105546 Mál nr. BN044857
Sumarliði Gísli Einarsson, Nökkvavogur 48, 104 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum bílskúr á lóðinni nr. 48 við Nökkvavog.
Ný skráningartafla fyrir matshluta 02 fylgir erindinu.
Samþykki meðeigenda dags. 04.09.2012 fylgir erindinu.
Stærð: Bílskúr 32.8 ferm. og 85,7 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 7.285
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

23. Nönnugata 16 (01.186.505) 102290 Mál nr. BN045062
Stólpi ehf, Klettagörðum 5, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta eign 0001 í tvær eignir, færa rafmagnstöflu og lagnagrind í rými 0007, gera nýjan glugga á austurhlið kjallara og loka glugga á austurhlið 1. hæðar fjölbýlishúss á lóð nr. 16 við Nönnugötu.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 24. september 2012 og staðfesting á löggildingu frá félagsmálaráðuneytinu dags. 16. júlí 1990.
Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Orrahólar 1-5 (04.648.001) 111996 Mál nr. BN045080
Orrahólar 1-5,húsfélag, Orrahólum 3, 111 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á erindi BN043354 sem var samþykkt 23.8. 2011 og felst í að einangra húsið að utan og klæða með álplötum, skipta um glugga og loka svölum á fjölbýlishúsinu á lóð nr. 1, 3 og 5 við Orrahóla.
Meðfylgjandi er aðalfundargerð húsfélagsins dags. 16.4. 2012 og bréf arkitekts dags. 17.10. 2012.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

25. Skeifan 19 (01.465.101) 195606 Mál nr. BN044966
ÍSAM ehf., Tunguhálsi 11, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til ýmissa breytinga á brunamerkingum og innra skipulagi í mhl.16, 17, 18 og 33 atvinnuhúsi á lóð nr. 19 við Skeifuna.
Erindi fylgir brunahönnun frá VSI dags. 26. september 2012.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

26. Skólavörðustígur 16 (01.181.004) 101728 Mál nr. BN045090
Þorsteinn Bergmann, Skólavörðustígur 16, 101 Reykjavík
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir, Grettisgata 16, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi á annarri hæð hússins á lóðinni nr. 16 við Skólavörðustíg.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

27. Straumur 9 (04.230.001) 110845 Mál nr. BN045064
N1 hf., Dalvegi 10-14, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN043724 þar sem hurðum í starfsmannainngangi er breytt og út-ljós merking við hurð á kæli er fjarlægt í húsinu á lóð nr. 9 við Straum.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

28. Suðurlandsbraut 10 (01.263.003) 103520 Mál nr. BN044967
S810 ehf, Borgartúni 25, 105 Reykjavík
Fylgifiskar ehf, Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til fyrir veitingasölu í flokki II í fiskbúð á 1. hæð í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 10 við Suðurlandsbraut.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 21. september 2012 fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

29. Sundabakki 2 (01.332.001) 103905 Mál nr. BN045097
Eimskip Ísland ehf, Korngörðum 2, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa niður hafnarvarðarhúsið mhl. 05 0101, 201-5906 á athafnarsvæði Eimskip í Sundahöfn á lóð nr. 2 við Sundabakka.
Ljósmyndir af hafnarvarðarhúsi fylgir.
Niðurrif: 48,3 ferm.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

30. Sægarðar 3 (01.339.101) 103877 Mál nr. BN045098
Eimskip Ísland ehf, Korngörðum 2, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu á einni hæð við mhl.01 á lóð nr. 3 við Sægarða.
Stækkun: 791,5 ferm., 8.891,3 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 755.761
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

31. Sæmundargata 14 (01.631.201) 220415 Mál nr. BN045102
Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir 2. hæð í byggingu K3 (nr.18) á lóðinni nr. 14 við Sæmundargötu sbr. erindi BN044447.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

32. Sæmundargata 14 (01.631.201) 220415 Mál nr. BN045103
Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir 1. hæð í byggingu K4 (nr. 20) á lóðinni nr. 14 við Sæmundargötu sbr. erindi BN044592.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

33. Sörlaskjól 78 (01.531.019) 106134 Mál nr. BN044991
Snorri Pétur Eggertsson, Sörlaskjól 78, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja kvist á norðurhlið, svalir á suðurhlið 1. hæðar, verönd og hurð út í garð úr kjallara og til að byggja hjólaskýli við norðurhlið bílskúrs við parhús á lóð nr. 78 við Sörlaskjól.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 12. október 2012 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 10. október 2012.
Kvistur: xx rúmm.
Hjólageymsla xx ferm., xx rúmm.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 8.500 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 10. október 2012.

34. Traðarland 1 (01.875.001) 108838 Mál nr. BN045105
Knattspyrnufélagið Víkingur, Traðarlandi 1, 108 Reykjavík
Nova ehf., Lágmúla 9, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja farsímaloftnet á 3 ljósamöstur sem standa við knattspyrnuvöll Víkings á lóð nr. 1 við Traðarland.
Samþykki eiganda ódags. fylgir erindi.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

35. Ægisíða 72 (01.545.003) 106459 Mál nr. BN045056
Þórður Magnússon, Ægisíða 72, 107 Reykjavík
Magnús Ásgeirsson, Lundur 90, 200 Kópavogur
Vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar er sótt um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi í húsinu á lóðinni nr. 72 við Ægisíðu.
Gerð er grein fyrir áður gerðum kjallarainngangi á bakhlið húss og lítils háttar breytingum á innra fyrirkomulagi og eignarhaldi í kjallara.
Ný skráningartafla fylgir erindinu. Samþykki meðeigenda (á auka umsóknarblaði) fylgir erindinu. Bréf hönnuðar dags. 2. október 2012 fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Ýmis mál

36. Borgartún - Tölusetning (01.216.305) 102761 Mál nr. BN045116
Byggingarfulltrúi leggur til að bílastæðalóð milli bygginga á lóð nr. 7 við Borgartún og Katrínartúns verði tölusett nr. 7A við Borgartún. Landnúmer lóðarinnar er 220513 og staðgreinir 1.216.306, stærð 5022 ferm. Lóðin var áður skráð Höfðatún 2.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Fyrirspurnir

37. Breiðagerði 7 (01.814.108) 107929 Mál nr. BN045050
Bjarni Kristinsson, Hvassaleiti 60, 103 Reykjavík
Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Breiðagerði 7, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja kvist yfir svalir á vesturhlið og byggja kvisti á austurhlið einbýlishúss á lóð nr. 7 við Breiðagerði.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 19. október 2012 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 16. október 2012.
Jákvætt.
Með vísan til skilyrða í umsögn skipulagsstjóra dags. 16. október 2012.

38. Brúnaland 2-40 3-21 (01.852.002) 108765 Mál nr. BN045101
Pétur Guðjónsson, Bær 1, 276 Mosfellsbær
Spurt er hvort leyfi fengist til að loka svölum og setja stiga frá viðbyggingu niður í garð sem flóttaleið úr raðhúsinu nr. 8 á lóð nr. 2-40 3-21 við Brúnaland.
Samþykki fylgir frá raðhúsi 2 til 10.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

39. Frakkastígur 24A (01.182.311) 101908 Mál nr. BN045107
Hörður Ágústsson, Álfheimar 56, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja ofan á húsið nr. 24A á lóð nr. 24 við Frakkastíg.
Jákvætt.
Með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði.

40. Langholtsvegur 54 (01.384.113) 104892 Mál nr. BN045074
Pétur Garðarsson, Grundargata 6, 580 Siglufjörður
Spurt er hvort gera megi bílastæði á lóð fyrir nýsamþykkta íbúð í kjallara íbúðarhússins á lóð nr. 54 við Langholtsveg.
Jákvætt.
Með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði.

41. Lofnarbrunnur 40-42 (05.055.604) 206096 Mál nr. BN045014
Magnús Gunnar Erlendsson, Vesturbrún 35, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta innra skipulagi á efri hæð og í kjallara, bæta við hurð og glugga í kjallara og innrétta gluggalaus rými í sökkli parhúss nr. 42 á lóð nr. 40-42 við Lofnarbrunn.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 19. október 2012 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Með vísan til leiðbeininga í útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 19. október 2012.

42. Miklabraut 68 (01.710.001) 107116 Mál nr. BN045093
Bjarki Már Sveinsson, Stuðlasel 18, 109 Reykjavík
Spurt er hvort breyta megi mhl. 01 á 1. hæð sem er 55,6 ferm. blómabúð í íbúð og mhl. 02 á 1. hæð sem er 43,7 ferm. brauðsölubúð í aðra íbúð í húsi á lóð nr. 68 við Miklubraut.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

43. Njálsgata 112 (01.243.104) 103054 Mál nr. BN045095
Aðalsteinn A Guðmundsson, Hagaflöt 14, 210 Garðabær
Spurt er hvort leyft yrði að breyta geymslulofti og útbúa séreignaríbúð á rishæð hússins nr. 112 við Njálsgötu.
Nei.
Rishæð uppfyllir ekki skilyrði sem íbúð.

44. Njálsgata 112 (01.243.104) 103054 Mál nr. BN045096
Himingeimur ehf., Laufengi 152, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að skipta í tvær séreignaríbúðir íbúðareign á annarri hæð og rishæð hússins nr. 112 við Njálsgötu.
Nei.
Rishæð uppfyllir ekki skilyrði sem íbúð.

45. Þórðarsveigur 2-6 (05.133.501) 190672 Mál nr. BN045073
Bjarki Már Sveinsson, Stuðlasel 18, 109 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að breyta atvinnuhúsnæði á 1. hæð í 2 íbúðir með sérinngangi í húsinu nr. 6 á lóð nr. 2-6 við Þórðarsveig.
Yfirlýsing frá Húsfélaginu og teikning af hugsanlegum íbúðum fylgir ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 19. október 2012 og umsögn skipulagsstjóra dags. 18. október 2012.
Nei.
Samanber umsögn skipulagsstjóra dags. 18. október 2012.

Fundi slitið kl. 11.05.

Björn Stefán Hallsson

Björn Kristleifsson Sigrún Reynisdóttir
Sigurður Pálmi Ásbergsson Jón Hafberg Björnsson
Harri OrmarssonÓskar Torfi Þorvaldsson
Sigrún G. Baldvinsdóttir Eva Geirsdóttir