No translated content text
Umhverfis- og skipulagsráð
Skipulagsráð
Ár 2012, miðvikudaginn 17. október kl. 09.12, var haldinn 290. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Stefán Benediktsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Torfi Hjartarson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Stefán Finnsson, Magnús Ingi Erlingsson og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Lilja Grétarsdóttir, Valný Aðalsteinsdóttir og Haraldur Sigurðsson. Fundarritari var Einar Örn Thorlacius.
Þetta gerðist:
(A) Skipulagsmál
1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 5. og 12. október 2012.
2. Kirkjuteigur 21, breyting á deiliskipulagi (01.361.1) Mál nr. SN120299
Teiknilist ehf, Bolholti 8, 105 Reykjavík
Erlendur Jónsson, Seljugerði 7, 108 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Erlendar Jónssonar og Hönnu Maríu Siggeirsdóttur dags. 19. júní 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis vegna lóðarinnar nr. 21 við Kirkjuteig. Í breytingunni felst hækkun á nýtingarhlutfalli, fjölgun á íbúðum o.fl. samkvæmt uppdrætti Teiknilistar ehf. dags. 30. maí 2012. Einnig er lagt fram skuggavarp ódags. Tillagan var auglýst frá 25. júlí til 5. september 2012. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Hverfisráð Laugardals, dags. 29. ágúst 2012, Leó E. Löve f.h. eig. Hraunteigi 16 dags. 28. ágúst 2012 og bréf 17 eigenda/íbúa í Teigahverfi dags. mótt. 5. september 2012. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 3.október 2010.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags.3.október 2012.
Vísað til borgarráðs.
3. Hraunbær 102, breyting á deiliskipulagi (04.343.3) Mál nr. SN120266
Kristinn Ragnarsson,arkit ehf, Ármúla 1, 108 Reykjavík
Hraunbraut ehf., Síðumúla 12, 108 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi Hraunbrautar ehf. dags. 4. júní 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Árbæjar vegna lóðarinnar nr. 102D og E við Hraunbæ. Í breytingunni felst breyting á notkun hússins, samkvæmt uppdr. KRark dags. 3. maí 2012. Grenndarkynning stóð frá 4. júlí til og með 1. ágúst 2012. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ketill Pálsson dags. 4. júlí 2012 og Benedikt Franklínsson dags. 31. júlí 2012. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 10. ágúst 2012.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12.gr. samþykktar um skipulagsráð og umsagnar skipulagsstjóra dags.10.ágúst 2012
4. Einholt-Þverholt, lýsing, nýtt deiliskipulag (01.244.3) Mál nr. SN120167
ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lagt fram að nýju erindi Ask arkitekta dags. 17. ágúst 2012 ásamt tillögu um nýtt deiliskipulag á reitnum Einholt- Þverholt sem afmarkast af Einholti, Háteigsvegi, Þverholti og Stórholti. Tillagan felur í sér uppbygginu íbúða á suðurhluta reitsins samkvæmt uppdrætti og skýringarmynd dags. 15. ágúst 2012. Tillagan var kynnt til og með 20. september 2012. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir og ábendingar : Þórarinn Hauksson dags. 7. september 2012, Bjarni Þór Kjartansson dags. 17. september 2012 og Svanborg R. Jónsdóttir dags. 24. september 2012. Að loknum athugasemdarfresti barst athugasemd frá Jóhannesi Þórðarsyni dags. 28. september 2012. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 2. október 2012.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
5. Háskóli Íslands, vestan Suðurgötu, (01.55) Mál nr. SN120454
breyting á deiliskipulagi, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur
Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík
Lögð fram umsókn Háskóla Íslands dags. 9. október 2012 um breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands vestan Suðurgötu, reit A1, skv. uppdrætti Teiknistofu Arkitekta, dags. 3. okt. 2012. Um er að ræða aukið byggingarmagn vegna svæðis B, lóð Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur.
Frestað.
6. Þórsgata 13, breyting á deiliskipulagi (01.181.1) Mál nr. SN120453
Karl Sigfússon, Þórsgata 13, 101 Reykjavík
Lagt fram erindi Karls Sigfússonar dags. 11. október 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Þórsgötureits vegna lóðarinnar nr. 13 við Þórsgötu samkvæmt uppdrætti Bjarna Snæbjörnssonar ark. dags. 8. desember 2011.
Synjað.
Skipulagsráð fellst ekki á breyta deiliskipulagi á þann hátt sem lagt er til í tillögunni. Jórunn Frímannsdóttir greiðir atkvæði gegn afgreiðslunni.
(D) Ýmis mál
7. Hænsnahald í Reykjavík, drög að heilbrigðissamþykkt Mál nr. SN120463
Kynnt drög að heilbrigðissamþykkt dags. í október 2012 um hænsnahald í Reykjavík.
Rósa Magnúsdóttir heilbrigðisfulltrúi kynnti.
(A) Skipulagsmál
8. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Mál nr. SN110200
aðalskipulag 2010-2030, drög að tillögu
Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík
Lögð fram drög að greinargerð aðalskipulags Reykjavíkur dags. júlí 2012. Lögð fram skjölin #GL Veitur, grunnkerfi#GL #GLKaupmaðurinn á horninu#GL og #GLHæðir húsa#GL.
Jórunn Frímannsdóttir vék af fundi kl 10:45
Samþykkt að vísa framlögðum skjölum, #GLVeitur, grunnkerfi. Kaupmaðurinn á horninu og hæðir húsa#GL til umræðu og kynningar hjá íþrótta- og tómstundaráði, mannréttindaráði, menningar- og ferðamálaráði, skóla- og frístundaráði, velferðarráði, umhverfis- og samgönguráði, stjórn Faxaflóahafna og Orkuveitunni.
Fulltrúar Sjálfsstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Gísli Marteinn Baldursson óskuðu bókað:
#GLDrögum að tillögu að nýju aðalskipulagi er nú vísað til nefnda og ráða borgarinnar. Rétt er að ítreka að drögin eru alls ekki endanleg niðurstaða skipulagsráðs enda þótt umsagna sé leitað. Ekki er því ástæða til þess að fara efnislega í drögin á þessu stigi. Afstaða okkar til tillögu að aðalskipulagi bíður endanlegrar afgreiðslu frá skipulagsráði#GL.
Júlíus Vífill Ingvarsson vék af fundi kl. 12:00.
(B) Byggingarmál
9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN044003
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 703 frá 9. október 2012 ásamt fundargerð nr. 704 frá 16. október 2012.
10. Bergstaðastræti 56, svalir, breyting úti (01.185.602) Mál nr. BN032041
Hreinn Hreinsson, Bergstaðastræti 56, 101 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynning er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. ágúst 2012 þar sem sótt er um leyfi til þess að setja svalir á suðvesturhlið 1., 2. og 3. hæðar ásamt samþykki fyrir áður gerðri stækkun íbúðar 2. hæðar um hluta af 3. hæð og fyrir stiga á milli 2. og 3. hæðar fjölbýlishússins á lóð nr. 56 við Bergstaðastræti, samkvæmt uppdr. Studio Strik dags. 2. júní 2011 síðast breytt 24. ágúst 2012.
Samþykki meðeigenda ódags. og samþykki sumra eigenda Bergstaðastrætis 54 dags. í júlí 2005 fylgja erindinu. Samþykki eigenda dags. 23.8. 2012 fylgir.
Gjald kr. 5.700 + 5.700. Grenndarkynning stóð frá 6. september til og með 4. október 2012. Eftirtaldi aðilar sendu athugasemdir: Þorgerður J. Guðmundsdóttir dags. 26. september 2012 og Sigrún Edda Björnsdóttir dags. 3. október 2012.
Frestað.
(C) Fyrirspurnir
11. Árleynir 2-22 Keldnaholti, (fsp) vegna nr. 4 (02.9) Mál nr. SN120407
Tækniskólinn ehf, Skólavörðuholti, 101 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 14. september 2012 var lögð fram fyrirspurn Tækniskólans, dags. 10. sept. 2012, vegna húss nr. 4 á lóðinni Árleyni 2-22 í Keldnaholti. Vegna lóðarleigusamnings Tækniskólans og ríkissjóðs er farið fram á að lóðinni verði skipt þannig að leigulóðin fái sjálfstætt landnúmer. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá lögfræði og stjórnsýslu.
Frestað.
(D) Ýmis mál
12. Betri Reykjavík, ekki eyðileggja Hjartagarðinn Mál nr. SN120443
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd í skipulagsflokki á Betri Reykjavík frá 28. september 2012 #GLEkki eyðileggja Hjartagarðinn#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum. Hugmyndin var jafnframt ein af fimm vinsælustu hugmyndum á Betri Reykjavík í september.
Frestað.
13. Suðurgata milli Túngötu og Kirkjugarðsstígs, bílastæði(01.161) Mál nr. SN120451
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa til lóðarhafa á lóðum við Suðurgötu milli Túngötu og Kirkjugarðsstígs, dags. 27. sept. 2012, vegna bílastæðamála við götuna. Einnig lagt fram svarbréf Kristínar Bjarnadóttur og Sigurjóns Halldórssonar f.h. hús- og lóðareigenda, dags. 2. okt. 2012.
Frestað.
14. Guðrúnargata 8, kæra Mál nr. SN120459
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 10. október 2012 ásamt kæru dags. 9. október 2012 þar sem kærð er veiting byggingarleyfis fyrir framkvæmdum á lóð nr. 8 við Guðrúnargötu.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu
15. Kjalarnes, Melavellir, kæra, umsögn Mál nr. SN120397
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 27. ágúst 2012 ásamt kæru dags. 13. ágúst 2012 þar sem kærð er ákvörðun um að synja breytingu á skipulagi jarðarinnar Melavellir á Kjalarnesi. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 4. okt. 2012.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt
16. Skólavörðustígur 40, kæra, umsögn (01.181.4) Mál nr. SN120448
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 4. október 2012, vegna samþykktar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 18. september 2012 á niðurrifi hússins að Skólavörðustíg 40. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 10. október 2012.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt
17. Hjálmholt 6, kæra 86/2012, umsögn (01.255.2) Mál nr. SN120417
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 11. september 2012 ásamt kæru dags. 7. september 2012 þar sem kærð er veiting byggingarleyfis fyrir framkvæmdum í fjöleignarhúsi á lóð nr. 6 við Hjálmholt. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 10. október 2012.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt
Fundi slitið kl. 12.15.
Páll Hjalti Hjaltason
Stefán Benediktsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Kristín Soffía Jónsdóttir Gísli Marteinn Baldursson
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2012, þriðjudaginn 16. október kl. 10.00 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 704. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Harri Ormarsson, Björn Stefán Hallsson, Eva Geirsdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Sigurður Pálmi Ásbergsson, Óskar Torfi Þorvaldsson og Björn Kristleifsson. Fundarritari var Harri Ormarsson
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Akurgerði 21 (01.813.210) 107897 Mál nr. BN044934
Berglind Kristinsdóttir, Akurgerði 21, 108 Reykjavík
Axel Valur Birgisson, Akurgerði 21, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum geymsluskúr með skyggni og áður byggðum heitum potti á lóð nr. 21 við Akurgerði.
Samþykki nágranna á lóð nr. 23 fylgir með á teikningu.
Stærð skúrs er: 6 ferm., 16,5 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 8.500 + 1.402
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
2. Akurgerði 21 (01.813.210) 107897 Mál nr. BN044935
Berglind Kristinsdóttir, Akurgerði 21, 108 Reykjavík
Axel Valur Birgisson, Akurgerði 21, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykki á þrem þegar byggðum þakgluggum á norðausturþakhlið og einum á suðvesturhlið, allir á milli sperra, og breytum gluggum í kvistum á suðvesturhlið parhússins á lóð nr. 21 við Akurgerði .
Samþykki eiganda Akurgerðis 19 og 23 er á teikningu.
Gjald kr. 8.500 + 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
3. Austurstræti 9 (01.140.210) 100832 Mál nr. BN045030
Austurstræti 9 ehf, Pósthólf 8011, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í veitingasal og innrétta bar og kaffihús án matsölu í flokki III fyrir 120 gesti á 2. hæð í húsi á lóð nr. 9 við Austurstræti.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
4. Bragagata 38 (01.186.630) 102325 Mál nr. BN045059
Íris Sif Ragnarsdóttir, Bragagata 38, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja kvist á norðvesturhlið rishæðar (3.h.) hússins á lóðinni nr. 38 við Bragagötu.
Stærð: Stækkun, kvistur 3,2 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 272
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta nr. 1 og 2 dags. 4. október 2012.
5. Flugvöllur 106748 (01.66-.-99) 106748 Mál nr. BN045088
Isavia ohf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Isavia óskar eftir tímabundnu stöðuleyfi fyrir skrifstofugám. Staðsetningin er innan flugvallargirðingar norðan við Flugþjónustuna á Reykjavíkurflugvelli sbr. meðfylgjandi teikningu. Ástæða fyrir þessari ósk er að Isavia mun af óviðráðanlegum orsökum þurfa að annast innheimtu gjalda fyrir erlendar flugvélar frá og með 11. október og þörf er á þessari aðstöðu þess vegna.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Leyfið gildir í eitt ár.
6. Geirsgata 9 (01.117.309) 100088 Mál nr. BN044975
Kaldidalur ehf, Stangarhyl 5, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta verslun í sal í s-v hluta og breyta útliti glugga þar og bæta við hurð, breyta aðkomu/aðgengi, stækka stigapall og steypa skjólvegg og setja stærri hurð inn í veitingasal að austanverðu á húsi á lóð nr. 9 við Geirsgötu.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
7. Grensásvegur 11 (01.461.102) 105666 Mál nr. BN045072
Sætrar ehf, Gerðhömrum 27, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skrá austurhúsið á lóðinni nr. 11 við Grensásveg sem Skeifan 10.
Gjald kr. 8.500
Synjað.
Grensásvegur 11 er ein eign, eitt fastanúmer og verður því að hafa eitt heiti.
8. Grjótháls 5 (04.302.301) 111015 Mál nr. BN045081
Grjótháls ehf, Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á staðsetningu neyðarútgangs á austurhlið, sbr. nýsamþykkt erindi BN044031, í húsi á lóð nr. 5 við Grjótháls.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
9. Grundarland 10-16 (01.855.001) 108781 Mál nr. BN045057
IP vörur hf., Bolholti 4, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa einnar hæðar einbýlishús og byggja nýtt staðsteypt einbýlishús, með kjallara undir hluta húss og innbyggðri tvöfaldri bílgeymslu sem verður nr. 12 á lóð nr. 10-16 við Grundarland.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 12. október 2012 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 14. september 2012.
Niðurrif: xx ferm., xx rúmm.
Nýbygging: Kjallari íbúð 124 ferm., 1. hæð íbúð 290,1 ferm., bílgeymsla 57,1 ferm.
Samtals 471,2 ferm., 1.697,5 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 144.288
Frestað.
Vísað til athugasemda og umsagnar skipulagsstjóra dags. 14. september 2012 og umsagnar á umsóknarblaði.
10. Hafnarstræti 20/Læk5 (01.140.302) 100836 Mál nr. BN044996
Landsbankinn fasteignafélag ehf, Austurstræti 16, 155 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að starfrækja menningar- og þjónustumiðstöð með móttökueldhús á 4. hæð fyrir 132 gesti með vínveitingar í flokki II og einnig er sótt um takmarkaða framlengingu heimildar fyrir svölum og hringstiga á 4 hæð með sömu skilyrðum og áður í húsinu á lóð nr. 20 við Hafnarstræti.
Bréf frá hönnuði dags. 19 sept. 2012 fylgir erindu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 12. október 2012 og umsögn skipulagsstjóra dags. 9. október 2012.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Leyfið fyrir svölum og hringstiga gildir til 31. desember 2013. Þinglýsa skal kvöð um stiga.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
11. Hagamelur 10 (01.541.407) 106348 Mál nr. BN045079
Katrín Oddsdóttir, Ólafsgeisli 125, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi og burðarveggjum á annarri hæð hússins á lóðinni nr. 10 við Hagamel.
Bréf burðarvirkishönnuðar dags. 08.10.2012 fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
12. Haukdælabraut 66 (05.114.802) 214809 Mál nr. BN045084
Gunnar Ás Vilhjálmsson, Bakkastaðir 57, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt tveggja hæða einbýlishús, einangrað að utan og klætt með málmi, timbri og múr, með innbyggðri tvöfaldri bílgeymslu á lóð nr. 66 við Haukdælabraut.
Stærð: 1. hæð íbúð 55,6 ferm., bílgeymsla 55,6 ferm., (lagnakjallari
156,3 ferm.,) 2. hæð íbúð 281,3 ferm.
Samtals 415,5 ferm., 1.914,2 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 162.707
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
13. Hátún 10-12 (01.234.001) 102923 Mál nr. BN045078
Brynja, Hússjóður Öryrkjabandal, Hátúni 10c, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss, sem felast í breikkun á gangi og stækkun snyrtinga á 1. hæð í húsi Öryrkjabandalagsins mhl. 01 á lóð nr. 10 við Hátún.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
14. Hólmgarður 36 (01.819.201) 108255 Mál nr. BN045069
Dagbjört Einarsdóttir, Hringbraut 50, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að hækka rishæð, byggja steinsteypta anddyrisviðbyggingu að norðurhlið og koma fyrir svölum á suðurhlið annarrar hæðar hússins á lóðinni nr. 36 við Hólmgarð.
Samþykki meðeigenda dags. 08.10.2012 fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun rishæð og viðbygging 6,1 ferm. og 134,4 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 11.424
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
15. Hólmgarður 38 (01.819.202) 108256 Mál nr. BN045068
Auður Gréta Óskarsdóttir, Hólmgarður 38, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að hækka rishæð, byggja steinsteypta anddyrisviðbyggingu að norðurhlið og koma fyrir svölum á suðurhlið annarrar hæðar hússins á lóðinni nr. 38 við Hólmgarð.
Samþykki meðeigenda dags. 08.10.2012 fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun rishæð og viðbygging 6,1 ferm. og 134,4 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 11.424
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
16. Hverfisgata 50 (01.172.005) 101428 Mál nr. BN045060
Cecilia Elsa Línudóttir, Hverfisgata 102b, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjölga opnanlegum fögum, sbr. nýsamþykkt erindi BN044150, á framhlið hússins á lóð nr. 50 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
17. Hörgshlíð 2 (01.730.101) 107331 Mál nr. BN045028
Jón Ingi Árnason, Hörgshlíð 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja svalaskýli á íbúð 0202 úr opnanlegum glerflekum úr hertu öryggisgleri með 95#PR opnun í braut og að grafa út óútgrafið rými í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 2 við Hörgshlíð.
Samþykki meðeigenda ódags. fylgir.
Stækkun húss : 6,2 ferm. 20,8 rúmm. Svalalokun: 44,0 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 5.508
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.
18. Kirkjustétt 2-6 (04.132.201) 188525 Mál nr. BN045010
BS-eignir ehf., Kirkjustétt 2-6, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í sal og eldhúsi og fjölga gestum úr 110 í 200 gesti í veitingarstað í flokki III í mhl 02 rými 0102 í húsi B lóð nr. 2-6 við Kirkjustétt.
Ljósrit af leyfisbréfi um rekstur í flokki III sem gildir til 18.nóv. 2013 fylgir.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
19. Klettagarðar 4 (01.323.301) 215730 Mál nr. BN045061
K 4 ehf., Klettagörðum 4, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu á einni hæð sem verður stjórnstöð á norð-austurhlið hússins sbr. erindi BN042573 og BN043936 á lóð nr. 4 við Klettagarða.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 12. október 2012 fylgir erindinu.
Stækkun viðbyggingar: 6,0 ferm., 16,9 rúmm.
8.500 + 1.436
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
20. Lambhagavegur 23A (02.684.102) 220865 Mál nr. BN045092
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja dreifistöð fyrir OR á lóð nr. 23A við Lambhagaveg.
Jafnframt er erindi BN043532 dregið til baka.
Stærð 5,8 ferm., 16,3 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 1.386
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
21. Laugarásvegur 67 (01.384.207) 104904 Mál nr. BN045070
Hermann G Björgvinsson, Laugarásvegur 67, 104 Reykjavík
Sótt er um fyrir áður gerðum breytingum á fyrirkomulagi í kjallara og leyfi til þess að sameina kjallaraíbúð og íbúð á fyrstu hæð í eina séreign í húsinu á lóðinni nr. 67 við Laugarásveg.
Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
22. Laugavegur 105 (01.240.005) 102974 Mál nr. BN045029
H 25 ehf., Bíldshöfða 14, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta gististað í flokki 2, teg. C fyrir 314 gesti á 3. 4. og 5. hæð, koma fyrir flóttastiga á bakhlið og gera nýjar dyr á sorpgeymslu í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 105 við Laugaveg.
Samþykki meðeigenda og eigenda Hverfisgötu 114 fylgja árituð á uppdrátt sem dagsettur er 21. september 2012.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
23. Leiðhamrar 46 (02.292.001) 108957 Mál nr. BN045051
Gylfi Sigfússon, Leiðhamrar 46, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að síkka glugga á norðurhlið 1. hæðar, byggja viðbyggingu við norðurhlið kjallara og til að koma fyrir lögnum í fylgirými undir bílskúr einbýlishúss á lóð nr. 46 við Leiðhamra.
Stækkun: 75,1 ferm., 194,4 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 16.524
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
24. Nauthólsvegur 50 (01.619.601) 106641 Mál nr. BN045025
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi á 1. hæð og í kjallara og til að byggja nýja sorpgeymslu og gasgeymslu við skábraut ofan í kjallara á norðurhlið hótels nr. 52 á lóð nr. 50 við Nauthólsveg.
Sorpgeymsla B-rými: 48,3 ferm., 152,1 rúmm.
Gasgeymsla B-rými: 7,6 ferm.
Gjald kr. 8.500 + 12.929
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
25. Njálsgata 12A (01.182.212) 101864 Mál nr. BN045055
Lárus Rögnvaldur Haraldsson, Njálsgata 12a, 101 Reykjavík
Hildur Björgvinsdóttir, Njálsgata 12a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja og færa til upprunalegs horfs og byggja kvisti á einbýlishús á lóð nr. 12A við Njálsgötu.
Stækkun: xx rúmm.
Gjald kr. 8.500 + xx.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
26. Njörvasund 24 (01.413.007) 105071 Mál nr. BN044460
Soffía Húnfjörð, Njörvasund 24, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja hringstiga á bakhlið, svalir á 1. hæð og rishæð, grafa frá kjallara, gera hurð út og koma fyrir setlaug á baklóð fjölbýlishúss á lóð nr. 24 við Njörvasund.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 8. okt. 2012 og bréf frá hönnuði ódags. fylgir. Samþykki meðeigenda dags. 27. febrúar 2012 fylgir erindi ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 18. maí 2012 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 3. águst 2012. Grenndarkynning stóð frá 28. júní til og með 26. júlí 2012. Engar athugasemdir bárust.Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
27. Njörvasund 6 (01.411.503) 105029 Mál nr. BN045083
Þorsteinn Viðarsson, Njörvasund 6, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta íbúð í kjallara og skipta í tvær eignir einbýlishúsi á lóð nr. 6 við Njörvasund.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
28. Orrahólar 1-5 (04.648.001) 111996 Mál nr. BN045080
Orrahólar 1-5,húsfélag, Orrahólum 3, 111 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á erindi BN043354 sem var samþykkt 23.8. 2011 og felst í að einangra húsið að utan og klæða með álplötum, skipta um glugga og loka svölum á fjölbýlishúsinu á lóð nr. 1, 3 og 5 við Orrahóla.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
29. Selvogsgrunn 8 (01.350.307) 104144 Mál nr. BN045077
Heiðar Halldórsson, Selvogsgrunn 8, 104 Reykjavík
Jan David Tysk, Glaðheimar 8, 104 Reykjavík
Vegna eignaskiptasamnings er sótt um samþykki fyrir lítils háttar breytingum á innra fyrirkomulagi í kjallara húss og áður gerðu bílastæði á lóðinni nr. 8 við Selvogsgrunn.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
30. Sigtún 37 (01.364.312) 104642 Mál nr. BN045024
Jón Valur Jónsson, Sigtún 37, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum á geymslum og þvottahúsi í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 37 við Sigtún.
Samþykki allra fylgir og Karl Arnarson hefur umboð Arnar Karlssonar skv. meðfylgjandi umboði.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
31. Skaftahlíð 30 (01.274.204) 103648 Mál nr. BN044988
Gunnar G Þorsteinsson, Álftamýri 19, 108 Reykjavík
Þorbjörg Ólafsdóttir, Skaftahlíð 30, Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem fela í sér stækkun stofu á kostnað svala í íbúðum á 1. og 2. hæð fjölbýlishúsinu á lóð nr. 30 við Skaftahlíð.
Samþykki meðeigenda dags. 1. okt. 2012, umboð frá Herði Helgasyni og bréf frá sýslumanni í Reykjavík um dánarbú Þorbjargar Ólafsdóttir.
Stækkun: 1. hæð 5,1 ferm., 13,8 rúmm. 2. hæð 5,1 ferm. 13,8 rúmm. Samt. 10,2 ferm., 27,6 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 2.346
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
32. Skúlagata 17 (01.154.102) 174222 Mál nr. BN042004
101 Atvinnuhúsnæði ehf., Skúlagötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum sem og nýjum breytingum á öllum hæðunum fimm og í kjallara, utan og innan sbr. lýsingu arkitekts, húss á lóð nr. 17 við Skúlagötu.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts með skýringum og skýringamyndir á A3 blaði, dags. 28.9. 2010
Gjald kr. 7.700 + 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
33. Smáragata 7 (01.197.213) 102728 Mál nr. BN044766
Marz sjávarafurðir ehf, Aðalgötu 5, 340 Stykkishólmi
Sótt er um leyfi til þess að byggja bílskúr og vinnustofu á baklóð, gera nýjan inngang í kjallara á bakhlið íbúðarhúss og breyta innra fyrirkomulagi í kjallara og á annarri hæð hússins á lóðinni nr. 7 við Smáragötu.
Útskriftir úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 11 maí 2012 og 20. júlí 2012 fylgja erindinu.
Kaupsamningur undirritaður 10. maí 2012 fylgir erindinu.
Stærð: Matshluti 70 - Bílskúr, vinnustofa og sorpgeymsla - Bílskúr 39,2 ferm. og 104,5 rúmm. Vinnustofa 36,6 ferm. og 101,6 rúmm. Sorpgeymsla 2,6 ferm. og 4,2 rúmm.
Sjá einnig erindi BN044855 #GLniðurrif - bílskúr#GL sem samþykkt var 21.08.2012. Gjald kr. 8.500 + 8500 + 17.876
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
34. Smáragata 7 (01.197.213) 102728 Mál nr. BN045087
Marz sjávarafurðir ehf, Aðalgötu 5, 340 Stykkishólmi
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu og undirstöðum á lóðinni nr. 7 við Smáragötu sbr. erindi BN044766.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
35. Snorrabraut 60 (01.193.403) 102537 Mál nr. BN045086
Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík
Snorrabraut 60 ehf, Pósthólf 17, 121 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum þar sem koma fram breytingar og lagfæringar á eldvarnarmerkingum, vaskar færðir til eða fjarlægðir, skrifstofurými breytt í rannsóknarrými og veggir milli eldhúss og sal fjarlægðir í húsinu á lóð nr. 60 við Snorrabraut.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
36. Stórhöfði 23 (04.084.603) 179622 Mál nr. BN045082
D&T fasteignir ehf, Stórhöfða 15, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi hluta 1. hæðar vegna reksturs tónlistarskóla í atvinnuhúsinu á lóð nr. 23 við Stórhöfða.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
37. Straumur 9 (04.230.001) 110845 Mál nr. BN045064
N1 hf., Dalvegi 10-14, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN043724 þar sem hurðum í starfsmannainngangi er breytt og út-ljós merking við hurð á kæli er fjarlægt í húsinu á lóð nr. 9 við Straum.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
38. Sundlaugavegur 30 (01.37-.101) 104720 Mál nr. BN045085
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir tveim strandblakvöllum og hreystibraut með þrautum við sundlaugarnar í Laugardal á lóð nr. 30 við Sundlaugaveg.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
39. Sævarhöfði 6-10 (04.05-.-99) 110554 Mál nr. BN042690
Malbikunarstöðin Höfði hf, Sævarhöfða 6-10, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að steypa þvottaplan og ker til útskolunar á bikþeytu og koma fyrir sand- og olíuskilju ásamt að- og frárennslislögnum á lóð Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. nr. 6-10 við Sævarhöfða.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
40. Sörlaskjól 78 (01.531.019) 106134 Mál nr. BN044991
Snorri Pétur Eggertsson, Sörlaskjól 78, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja kvist á norðurhlið, svalir á suðurhlið 1. hæðar, verönd og hurð út í garð úr kjallara og til að byggja hjólaskýli við norðurhlið bílskúrs við parhús á lóð nr. 78 við Sörlaskjól.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 12. október 2012 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 10. október 2012.
Kvistur: xx rúmm.
Hjólageymsla xx ferm., xx rúmm.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 8.500 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsstjóra dags. 10. október 2012.
41. Tjarnargata 30 (01.142.001) 100922 Mál nr. BN045026
Ragnar Ómarsson, Hraunbær 72, 110 Reykjavík
Melissa Ann Berg, Bandaríkin, Nathaniel Berg, Bandaríkin, Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, koma fyrir þakgluggum á vesturhlið og inngangi í kjallara, setja útihurð á sólstofu og hlið á innkeyrslu, byggja sólpall m/setlaug í garði, færa glugga og skrautlista til upprunalegs horfs og breyta í einbýlishús fjölbýlishúsi á lóð nr. 30 við Tjarnargötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 12. október 2012 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 10. október 2012.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsstjóra dags. 10. október 2012.
42. Vitastígur 10 (01.173.117) 101534 Mál nr. BN044948
Pashar Almouallem, Nýlendugata 18, 101 Reykjavík
Sham Ísland ehf, Nýlendugötu 18, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi á báðum hæðum og byggja steinsteypta viðbyggingu með þaksvölum að vesturhlið hússins nr. 10A á lóðinni nr. 10 við Vitastíg.
Jafnframt er erindið BN043244 #GL10A endurn. BN020082#GL dregið til baka.
Sjá einnig fyrirspurnarerindi BN044675 #GLStækka og setja svalir#GL sem svarað var jákvætt 03.07.2012 og erindi BN020082 #GLViðbygging eldhús#GL sem samþykkt var 24.02.2000.
Samþykki meðeigenda (á teikn.) fylgir erindinu.
Stærð: Viðbygging 10,0 ferm. og 30,0 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 2.250
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Ýmis mál
43. Garðastræti 17 (01.136.525) 100614 Mál nr. BN044911
Gestur Ólafsson, Garðastræti 15, 101 Reykjavík
Spurt er með hliðsjón af meðfylgjandi mæliblaði Reykjavíkur 1.136.5, unnu af framkvæmda- og eignasviði borgarinnar, landupplýsingadeild, dags. 24.01. 2012 hafa allir eigendur Garðastrætis 17 og Garðastrætis 19 nú samþykkt það fyrirkomulag sem þar kemur fram sbr. meðfylgjandi gögn. Þar sem um er að ræða er að 58.00 ferm verður bætt við lóð Garðastrætis 17 og lóð Garðastrætis 19 skert sem því nemur, eins og fram kemur á ofangreindu breytingarblaði. Hér með er óskað eftir samþykki byggingarfulltrúans í Reykjavík til þessara breytinga eins og þær eru sýndar á meðfylgjandi breytingarblaði Reykjavíkur, 1.136.5.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 31. ágúst 2012 fylgir erindinu.
Frestað.
Milli funda.
Fyrirspurnir
44. Dugguvogur 23 (01.454.409) 105647 Mál nr. BN045066
Marteinn Einarsson, Brattakinn 28, 220 Hafnarfjörður
Spurt er hvort leyfi fengist til að breyta eign 0305 sem skráð er skrifstofa í íbúð á þriðju hæð atvinnuhúsnæðis á lóðinni nr. 23 við Dugguvog.
Tölvubréf fyrirspyrjanda dags. 5. júní 2007 ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 4. maí 2007 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 8. janúar 2010 fylgir erindinu.
Bréf fyrirspyrjanda dags. 5. október 2012 fylgir erindinu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
45. Fellsmúli 28 (01.297.101) 103858 Mál nr. BN045013
Berta Guðrún Þórhalladóttir, Rauðavað 11, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta veitingaverslun (kaffisölu) í flokki l á fyrstu hæð hússins nr. 28 á lóðinni nr. 24-30 við Fellsmúla.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 12. október 2012 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
46. Gvendargeisli 72 (05.135.502) 190261 Mál nr. BN045075
Hermann Óli Finnsson, Gvendargeisli 72, 113 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja bílskýli við hliðina á húsgafli einbýlishússins á lóð nr. 72 við Gvendargeisla.
Myndir af svæðinu sem bílskýlið á að koma.
Nei.
Lóðin er fullbyggð.
47. Hringbraut 106 (01.139.217) 100782 Mál nr. BN045012
Katrín Ingjaldsdóttir, Hringbraut 106, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja bílskúr austan hússins á lóðinni nr.106 við Hringbraut.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagstjóra frá 12. október 2012 fylgir erindi ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 8. október 2012.
Húsið er parhús á lóðunum nr. 106 og 108 við Hringbraut.)
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
48. Laugarnesvegur 77 (01.345.205) 104049 Mál nr. BN045017
Þráinn Ómar Svansson, Laugarnesvegur 77, 105 Reykjavík
Vegna fyrirhugaðra viðgerða á þaki er spurt um tvennt.
Í fyrsta lagi hvort leyft yrði að stækka kvist á suðausturþekju húss.
Í öðru lagi hvort leyft yrði að breyta þakformi þannig að rishæð hússins á lóðinni nr. 77 við Laugarnesveg yrði án kvista.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 12. október 2012 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 10. október 2012.
Jákvætt.
Með vísan til skilyrða í umsögn skipulagsstjóra dags. 10. október 2012.
Sækja skal um byggingarleyfi.
49. Laugavegur 20-20A (01.171.503) 101419 Mál nr. BN045076
Blautur ehf., Laugavegi 20a, 101 Reykjavík
Spurt er hvort nægilegt sé að bæta glugga í vegg á 1. hæð svo gangandi vegfarendur á Laugavegi muni geta séð beint inn á Staðinn.
Nei.
Samanber athugasemd á fyrirspurnarblaði. Ekki er auk þess leyfi fyrir umræddum vegg.
50. Lækjarás 9 (04.375.305) 111420 Mál nr. BN045063
Hermann Hreiðarsson, Bretland, Spurt er hvort leyft yrði að byggja steinsteypta viðbyggingu við norðurhlið einbýlishúss á lóð nr. 9 við Lækjarás.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
51. Sundlaugavegur 30 (01.37-.101) 104720 Mál nr. BN045032
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Spurt er hvort byggja megi tveggja hæða varðturn úr steinsteypu ofan á núverandi búningsaðstöðu Laugardalslaugarinnar á lóð nr. 30 við Sundlaugarveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 12. október 2012 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Ekki er gerð athugasemd við að fyrirspyrjandi láti breyta deiliskipulagi sbr. útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 12. október 2012.
52. Sörlaskjól 92 (01.531.012) 106127 Mál nr. BN045065
Ólöf Sigursveinsdóttir, Sörlaskjól 92, 107 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta innra fyrirkomulagi kjallaraíbúðar og útbúa nýjan inngang á norðvesturhlið kjallara hússins á lóðinni nr. 92 við Sörlaskjól.
Frestað.
Gera betur grein fyrir erindinu.
53. Þórðarsveigur 2-6 (05.133.501) 190672 Mál nr. BN045073
Bjarki Már Sveinsson, Stuðlasel 18, 109 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að breyta atvinnuhúsnæði á 1. hæð í 2 íbúðir með sérinngangi í húsinu nr. 6 á lóð nr. 2-6 við Þórðarsveig.
Yfirlýsing frá Húsfélaginu og teikning af hugsanlegum íbúðum fylgir.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
Fundi slitið kl. 11.40.
Björn Stefán Hallsson
Björn Kristleifsson Sigrún Reynisdóttir
Sigurður Pálmi Ásbergsson Jón Hafberg Björnsson
Harri Ormarsson Óskar Torfi Þorvaldsson
Eva Geirsdóttir