Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2012, miðvikudaginn 12. september kl. 09.10, var haldinn 285. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og Torfi Hjartarson.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Björn Stefán Hallsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Margrét Leifsdóttir, Margrét Þormar, Björn Axelsson og Haraldur Sigurðsson Fundarritari var Einar Örn Thorlacius.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 31. ágúst 2012.

2. Hringbraut, breyting á deiliskipulagi færslu Hringbrautar Mál nr. SN120092
Lögð fram tillaga Landmótunar varðandi breytingu á deiliskipulagi Hringbrautar. Í breytingunni felst að felldur er úr gildi hluti deiliskipulagsins umhverfis Hlíðarfót. Svæðið verður innan deiliskipulagsmarka Landsspítala Háskólasjúkrahúss, samkvæmt uppdrætti Landmótunar dags. 22. nóvember 2011, breytt. 12. mars 2012.
Samþykkt að framlengja frest til að skila inn athugasemdum til 20. september 2012.

Hjálmar Sveinsson tók sæti á fundinum kl. 9:15

3. 1.172.0 Brynjureitur, Verkefnalýsing, breytt deiliskipulag(01.172.0)Mál nr. SN120140
Laugavegsreitir ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Lagt fram erindi Laugavegsreita ehf. dags. í mars 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Brynjureits 1.172.0. Í breytingunni felst uppbygging á Brynjureit samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum arkitektur.is dags. 12. september 2012.Skipulagssvæðið afmarkast af Laugavegi, Klapparstíg Hverfisgötu og
Vatnsstíg.
Guðrún Fanney Sigurðardóttir arkitekt kynnti

Samþykkt að kynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.

Jórunn Frímannsdóttir vék af fundi kl 9:50

4. 1.171.1 Hljómalindarreitur, verkefnalýsing, breytt deiliskipulag Mál nr. SN120137
Laugavegsreitir ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Lagt fram erindi Laugavegsreita ehf. dags. í júní 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hljómalindareit 1.171.1.
Í breytingunni felst uppbygging á svokölluðum Hljómalindarreit samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdrátta studíó Granda dags. 7. september 2012. Skipulagssvæðið afmarkast af Hverfisgötu, Klapparstíg, Laugavegi og Smiðjustíg.
Margrét Harðardóttir arkitekt kynnti

Samþykkt að kynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.

Hildur Sverrisdóttir tók sæti á fundinum kl. 10.30

5. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, aðalskipulag 2010-2030, drög að tillögu Mál nr. SN110200
Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík
Lögð fram drög að greinargerð aðalskipulags Reykjavíkur dags. júlí 2012. Lagt fram skjalið #GL Græna borgin#GL. Einnig er lagt fram uppfært skjal #GLÞróun byggðar#GL dags. 11. september 2012.
Samþykkt að vísa framlögðu skjali, #GLGræna borgin#GL til umræðu og kynningar hjá íþrótta- og tómstundaráði, mannréttindaráði, menningar- og ferðamálaráði, skóla- og frístundaráði, velferðarráði, umhverfis- og samgönguráði, stjórn Faxaflóahafna og Orkuveitunni.

Fulltrúar Sjálfsstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir óskuðu bókað:
#GLDrögum að tillögu að nýju aðalskipulagi er nú vísað til nefnda og ráða borgarinnar. Rétt er að ítreka að drögin eru alls ekki endanleg niðurstaða skipulagsráðs enda þótt umsagna sé leitað. Ekki er því ástæða til þess að fara efnislega í drögin á þessu stigi. Afstaða okkar til tillögu að aðalskipulagi bíður endanlegrar afgreiðslu frá skipulagsráði#GL.

Hólmfríður Jónsdóttir tók sæti á fundinum undir þessum lið

(B) Byggingarmál

6. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN044003
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 698 frá 4. september 2012, ásamt fundargerð nr. 699 frá 11. september 2012.

(D) Ýmis mál

7. Hverfisgata og Frakkastígur, endurgerð Mál nr. SN120409
Kynnt tillaga Umhverfis- og skipulagssviðs að endurgerð Hverfisgötu og Frakkastígs samkvæmt greinargerð og forhönnun Verkfræðistofunnar Eflu dags. í september 2012
Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir frá Verkfræðistofunni Eflu kynnti.

8. Betri Reykjavík, Gott að vera gangandi í miðbænum Mál nr. SN120405
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd í skipulagsflokki á Betri Reykjavík frá 31. ágúst 2012 #GL Gott að vera gangandi í miðbænum#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.

9. Austurberg 3, heilsurækt við Breiðholtslaug (04.667.1) Mál nr. SN120363
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 27. júlí 2012, vegna samþykktar svohljóðandi tillögu á fundi borgarráðs 26. s.m.: Borgarráð samþykkir að framkvæmda- og eignasviði verði í samvinnu við ÍTR og skipulags- og byggingarsviði falið að auglýsa eftir samstarfsaðilum um uppbyggingu heilsuræktar á svæði Breiðholtslaugar við Austurberg. Engin líkamsræktarstöð er starfandi í Efra-Breiðholti. Slík uppbygging í tengslum við Breiðholtslaug hefur áður verið auglýst í kjallararými við Breiðholtslaug, svonefndum Undirheimum án niðurstöðu. Því er gert ráð fyrir að auglýst verði á ný eftir samstarfsaðilum og þá er einnig opnað á aðra kosti sem kunna að vera fyrir, um uppbyggingu á lóð eða í grennd laugarinnar, skv. nánari útfærslu.
Vísað til meðferðar skipulagsstjóra.

10. Barónsstígur 45A, Sundhöllin, (01.191.0) Mál nr. SN120364
hönnunarsamkeppni um útfærslu útilaugar
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 27. júlí 2012, vegna samþykktar svohljóðandi tillögu á fundi borgarráðs 26. s.m.: Borgarráð samþykkir að fela skipulags- og byggingarsviði og framkvæmda- og eignasviði að hafa forystu um hönnunarsamkeppni um útfærslu útilaugar við Sundhöll Reykjavíkur í samvinnu við ÍTR og Arkitektafélag Íslands. Unnið verði út frá niðurstöðum starfshóps um Sundhöllina, sbr. samþykkt borgarráðs frá 22. desember 2011 og skýrslu um endurbætur og hugsanlega stækkun Sundhallarinnar. Fjármögnun samkeppninnar er vísað til fjárhagsáætlunar
Vísað til meðferðar skipulagsstjóra.

11. Kjalarnes, Melavellir, kæra Mál nr. SN120397
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 27. ágúst 2012 ásamt kæru dags. 13. ágúst 2012 þar sem kærð er ákvörðun um að synja breytingu á skipulagi jarðarinnar Melavellir á Kjalarnesi
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

12. Aragata 15, kæra 14/2012, umsögn, úrskurður Mál nr. SN120106
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 2. mars 2012 ásamt kæru dags. 29. febrúar 2012 þar sem kærð er ákvörðun um veitingu byggingarleyfis fyrir staðsteyptum bílskúr að Aragötu 15. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 14. júní 2012. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 28. ágúst 2012. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúa Reykjavíkur-borgar frá 31. janúar 2012 um heimild til að byggja staðsteyptan bílskúr með timbur-þaki á lóð nr. 15 við Aragötu

13. Laugarásvegur 25, kæra 27/2012, umsögn, úrskurður (01.380.4) Mál nr. SN120157
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 10. apríl 2012 ásamt kæru dags. 30. mars 2012 þar sem kærð er veiting byggingarleyfis fyrir framkvæmdum á lóðinni nr. 25 við Laugarásveg. Einnig er lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 17. apríl 2012. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 28. ágúst 2012. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 6. mars 2012, sem staðfest var í borgarráði 15. s.m., um að veita leyfi til að fjarlægja einlyfta skúrbyggingu við austurhlið hússins á lóðinni nr. 25 við Laugarásveg í Reykjavík og reisa í þess stað tvílyfta steinsteypta byggingu á baklóð er tengist húsinu með tengigangi úr timbri.

Fundi slitið kl. 12.10.

Páll Hjalti Hjaltason

Hjálmar Sveinsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Kristín Soffía Jónsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Gísli Marteinn Baldursson Hildur Sverrisdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2012, þriðjudaginn 11. september kl. 09.45 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 699. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Harri Ormarsson, Björn Stefán Hallsson, Eva Geirsdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Sigrún G Baldvinsdóttir, Sigurður Pálmi Ásbergsson, Óskar Torfi Þorvaldsson og Björn Kristleifsson
Fundarritari var Harri Ormarsson

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Aðalstræti 6 (01.136.502) 100592 Mál nr. BN044947
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta starfsemi úr flokki I í flokk II, í veitingaverslun á 1. hæð á lóð nr. 6 við Aðalstræti.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

2. Akurgerði 21 (01.813.210) 107897 Mál nr. BN044934
Berglind Kristinsdóttir, Akurgerði 21, 108 Reykjavík
Axel Valur Birgisson, Akurgerði 21, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áðurgerðum skúr og heitum potti á lóð nr. 21 við Akurgerði.
Stærð skúrs er: 6 ferm., 16,5 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 1.402
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

3. Akurgerði 21 (01.813.210) 107897 Mál nr. BN044935
Berglind Kristinsdóttir, Akurgerði 21, 108 Reykjavík
Axel Valur Birgisson, Akurgerði 21, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja 3 þakglugga á norðausturhlið og 1 á suðvestur hlið og breyta gluggum í kvistum á suðvesturhlið parhússins á lóð nr. 21 við Akurgerði .
Samþykki eiganda Akurgerðis 23 er á teikningu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Austurbrún 2 (01.381.001) 104771 Mál nr. BN044925
Bolli Davíðsson, Austurbrún 2, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að loka svölum á íbúð 1104 með 8 mm öryggisgleri á brautum í fjölbýlishúsi á lóð nr. 2 við Austurbrún.
Samþykki sumra fylgir sem tölvupóstur og á undirskriftar blöðum dags. 17. ágúst 2011.
Stærð brúttórúmm: 11,3 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 960
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
5. Bankastræti 7 (01.170.007) 101325 Mál nr. BN044724
Farfuglar ses., Borgartúni 6, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir, brunastiga og geymslur við 4. hæð og innrétta farfuglaheimili á 2. - 4. hæð verslunar- og skrifstofuhúss á lóð nr. 7 við Bankastræti.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 24. ágúst 2012 fylgir erindinu. Grenndarkynning stóð frá 23. júlí til 21. ágúst 2012. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Stefán Baldursson f.h. Húsakaupasjóðs Íslensku Óperunnar dags. 14. ágúst 2012. Einnig er lagt fram samþykki Eikar fasteignafélags hf., eigenda að Bankastræti 5, og Hús málarans ehf., eiganda að Bankastræti 7A, móttekið 21. ágúst 2012. Einnig er lagt fram tölvubréf Stefáns Baldurssonar fh. íslensku Óperunnar dags. 24. ágúst 2012 þar sem hann dregur fyrri athugasemd til baka.
Erindi fylgir brunahönnun frá verkfræðistofunni Eflu dags. 22. ágúst 2012.
Stækkun 16,4 ferm., 46 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 3.910
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

6. C-Tröð 1 (04.765.401) 112483 Mál nr. BN043641
Faxa hestar ehf, C-Tröð 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta hestabaðsaðstöðu í hesthús með stíum og byggja kaffistofur á efri hæð, með fjórskiptu eignarhaldi í hesthúsi í Víðidal á lóð nr. C-Tröð 1.
Stærðir stækkun: 28,7 ferm., 86,3 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 8.500 + 7.336
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

7. Fákafen 11 (01.463.402) 105679 Mál nr. BN044943
Lifandi markaður ehf., Borgartúni 24, 105 Reykjavík
ÞEJ fasteignir ehf, Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að sameina rými 0101, 0102 og 0105 og innrétta verslun með lífrænan og náttúrulegum mat og veitingastað í flokk I með sæti fyrir 45 gesti í húsinu á lóð nr. 11 við Fákafen.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

8. Fischersund 3 (01.136.540) 100629 Mál nr. BN044728
Fischersund 3 ehf., Lokastíg 24a, 101 Reykjavík
Sigfríður Þorsteinsdóttir, Lokastígur 24a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja nýjar svalir með björgunaropi á austurstafni í stað blómaskála, breyta innanhúss í kjallara og risi, setja nýjan glugga á norðurhlið og breyta glugga á norðurhlið í hurð/björgunarop á einbýlishúsinu á lóð nr. 3 við Fischersund.
Meðfylgjandi er samþykki Húsafriðunarnefndar dags. 5.7. 2012 og samþykki Minjasafns Reykjavíkur dags. 9.7. 2012.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Fiskislóð 5-9 (01.089.401) 197869 Mál nr. BN044897
Lýsi hf, Fiskislóð 5-9, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja milliloft í bilum 11-17 og C-E á 1. og 2. hæð og breyta innra skipulagi í verksmiðjuhúsi Lýsis á lóð nr. 5-9 við Fiskislóð.
Stækkun: 140,8 ferm.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

10. Grænlandsleið 25 (04.112.505) 192039 Mál nr. BN044892
Úlfar Árnason, Grænlandsleið 25, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja sólskála yfir þaksvalir á vesturhlið tvíbýlishússins á lóðinni nr. 25 við Grænlandsleið.
Samþykki meðeigenda dags. 13. ágúst 2012 fylgir erindinu.
Ný skráningartafla fylgir erindinu. Hluti skálans er stækkun á anddyri íbúðarinnar.
Stærð: Viðbygging, sólskáli og anddyri 20,4 ferm. og 52,1 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 4.429
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

11. Haukdælabraut 70 (05.114.804) 214811 Mál nr. BN044937
Grétar Már Bárðarson, Krókamýri 58, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús úr forsteyptum einingum með innbyggðum bílskúr og að hækka gólfkóta húss um 40 cm og flytja bílastæði á lóð miðað við skipulag á lóð nr. 70 við Haukdælabraut.
Vottun eininga dags. 4. maí 2012 fylgir.
Stærð húss: 322,9 ferm., 1077,9 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 91.621
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra vegna bílastæða.

12. Heiðarbær 17 (04.351.403) 111143 Mál nr. BN044701
Birgitta Elín Hassell, Brautarás 12, 110 Reykjavík
Guðmundur H Magnason, Brautarás 12, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi og gluggasetningu, klæða hús utan með flísum og zinkklæðningu, byggja timburverönd og koma fyrir gasarni við suðurhlið hússins á lóðinni nr. 17 við Heiðarbæ.
Samþykki nágranna í Heiðarbæ 15, Fagrabæ 16 og Fagrabæ 18 fylgir erindinu (á teikningu).
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 25. júlí 2012 fylgir erindinu.
Tölvubréf byggingarfulltrúa dags. 20.08.2012 og svarbréf Mannvirkjastofnunar (ódags.) fylgja erindinu.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Þinglýsa skal samþykki eigenda Heiðarbæjar 15 vegna breytinganna er varða brunatæknileg atriði.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

13. Hringbraut 12 (01.622.101) 209170 Mál nr. BN044791
N1 hf., Dalvegi 10-14, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi og koma fyrir dyrum að lager á austurhlið bensínstöðvar á lóðinni nr. 12 við Hringbraut.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

14. Hverfisgata 20 (01.171.008) 101354 Mál nr. BN044931
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir stjórnstöð snjóbræðslu í lokuðu rými á 1. hæð kjallara í bílastæðahúsinu á lóð nr. 20 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

15. Hverfisgata 21 (01.151.409) 101003 Mál nr. BN044941
RR hótel ehf., Laugavegi 182, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að síkka kjallaraglugga á suðurhlið, sjá erindi BN044782 og lækka yfirborð garðs Hverfisgötumegin á og við hús á lóð nr. 21 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

16. Klettagarðar 5 (01.330.901) 103890 Mál nr. BN044938
Klettaskjól ehf, Klettagörðum 5, 104 Reykjavík
Stólpi-gámar ehf, Klettagörðum 5, 104 Reykjavík
Sótt er um stöðuleyfi til eins árs fyrir tjaldskemmu með burðargrind úr galvaniseruðu stáli sett ofan á núverandi malbik.
Stærð : 240 ferm., og XX rúmm.
Gjald kr. 8.500 + XX
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

17. Kringlan 4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN044859
Reitir VII ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að minnka einingu 115-1 og stækka að sama skapi einingu 115-3 og breyta verslunarframhlið hennar á 1. hæð í Kringlunni á lóð nr. 4-12 við Kringluna.
Gjald. kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

18. Krummahólar 2 (04.645.201) 111958 Mál nr. BN044890
Krummahólar 2,húsfélag, Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta flóttaleiðum í kjallara og á fyrstu hæð fjölbýlishússins á lóðinni nr. 2 við Krummahóla.
Stærð: Stækkun, kjallaragangur 6,7 ferm. og 18.0 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 1530
Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Langholtsvegur 43 (01.357.003) 104392 Mál nr. BN044739
Sjálfseignarstofnunin Ljósið, Langholtsvegi 43, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, bæta við gluggum í kjallara og á 1. hæð og til að grafa frá kjallara og útbúa verönd við austurhlið skrifstofuhúss á lóð nr. 43 við Langholtsveg.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

20. Laugavegur 20-20A (01.171.503) 101419 Mál nr. BN044949
Blautur ehf., Laugavegi 20a, 101 Reykjavík
Ergo fjármögnunarþjónusta Íslan, Suðurlandsbraut 14, 155 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum vegg innan við glugga á 1. hæð á götuhlið veitingahúss á lóð nr. 20A við Laugaveg.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

21. Laugavegur 20A (01.171.503) 101419 Mál nr. BN044105
Blautur ehf., Laugavegi 20a, 101 Reykjavík
Ergo fjármögnunarþjónusta Íslan, Suðurlandsbraut 14, 155 Reykjavík
Arnar Þór Gíslason, Lækjargata 14, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til breytinga á fyrirkomulagi og lögun barsvæðis innanhúss í veitingastað á 1. hæð í húsi á lóð nr. 20A við Laugaveg.
Meðfylgjandi er greinargerð arkitekts dags. 16.7. 2012, sem gerir grein fyrir sorptunnum við húsin Laugaveg 20 og 20a og samkomulagi um þær.
Gjald kr. 8.500 + 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

22. Laugavegur 176 (01.251.101) 103435 Mál nr. BN044930
Reitir I ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Saga Film ehf, Pósthólf 5490, 125 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta tækjalager á 2. hæð í mhl. 2 í kaffieldhús í húsinu á lóð nr. 176 við Laugaveg.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Lindargata 12 (01.151.502) 101007 Mál nr. BN044896
Svanborg Þórdís Sigurðardóttir, Lindargata 12, 101 Reykjavík
Lindargata 12,húsfélag, Lindargötu 12, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að endurbyggja og stækka svalir á annarri og þriðju hæð og útbúa nýjar svalir á fjórðu hæð fjölbýlishúss á lóðinni nr. 12 við Lindargötu.
Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Mýrargata 26 (01.115.303) 100059 Mál nr. BN044914
Byggakur ehf, Lyngási 11, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss á erindi BN044699 sem felast í að breyta númerum nokkurra rýma, bílastæða og bílageymslna í kjallara, á 1. hæð er hurð og veggur við enda gangs og við skrifstofu fært til, númerum nokkurra rýma, bílastæða og bílgeymslna breytt og á 3. hæð er rýmisnúmerum íbúða við Mýrargötu breytt í fjölbýlishúsi á lóð nr. 26 við Mýrargötu.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

25. Njálsgata 23 (01.182.125) 101839 Mál nr. BN044449
F-16 ehf, Efstasundi 26, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að grafa frá kjallara og dýpka að hluta og endurbyggja hús fyrir félagsstarfssemi, byggja kvist á rishæð og innrétta íbúð í risi íbúðar- og atvinnuhússins Frakkastigs 16 á lóð nr. 23 við Njálsgötu.
Erindi fylgja fsp. BN044065, BN043868 og BN43012, bréf frá umsækjanda ódagsett, afsalsbréf dags. 1. september 1955 og lóðarlýsing dags. 18. október 1926.
Einnig fylgir umsögn lögfræði- og stjórnsýslu dags. 28. ágúst 2012.
Stækkun 72,3 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 8.500 + 6.222
Frestað.
Samþykki meðlóðarhafa þarf að fylgja.

26. Nökkvavogur 48 (01.445.006) 105546 Mál nr. BN044857
Sumarliði Gísli Einarsson, Nökkvavogur 48, 104 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum bílskúr á lóðinni nr. 48 við Nökkvavog.
Ný skráningartafla fyrir matshluta 02 fylgir erindinu.
Samþykki meðeigenda dags. 04.09.2012 fylgir erindinu.
Stærð: Bílskúr 32.8 ferm. og 85,7 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 7.285
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

27. Pósthússtræti 3 (01.140.306) 100839 Mál nr. BN044790
Reitir III ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að koma fyrir björgunaropi á suðurhlið (að Austurstræti), fella út salerni og koma fyrir kaffiaðstöðu á fyrstu hæð og koma fyrir kaffieldhúsi og fjölga salernum í kjallara hússins nr. 5 á lóðum nr. 3-5 við Pósthússtræti.
Tölvubréf Húsafriðunarnefndar dags. 18. júlí 2012 fylgir erindinu.
Viðauki ll við framleigusamning milli Reykjavíkurborgar og Íslandspósts hf, frá 31. júlí 2003 um afgreiðsluhúsnæði í Pósthússtræti 5, Reykjavík dags. 15. júní 2012 fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Hafa skal samráð við Húsafriðunarnefnd við framkvæmdina.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

28. Síðumúli 34 (01.295.201) 103840 Mál nr. BN044902
Ferskar kjötvörur ehf, Síðumúla 34, 108 Reykjavík
Sótt er um stöðuleyfi fyrir einn fjörutíu feta gám og tvo tuttugu feta gáma á lóðinni nr. 34 við Síðumúla.
Bréf umsækjanda dags. 24. júlí 2012 fylgir erindinu.
Samþykki annars eigenda (á teikn.) fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

29. Skólavörðustígur 42 (01.181.417) 210269 Mál nr. BN044933
R. Guðmundsson ehf, Pósthólf 1143, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta gestamóttöku með morgunverðareldhúsi og gerð grein fyrir ýmsum breytingum á kjallara v/lokaúttektar á erindi BN041529 í gistiheimili á lóð nr. 42 við Skólavörðustíg.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Skyggnisbraut 20-24 (05.054.104) 219632 Mál nr. BN044883
Byggingafélagið Framtak ehf, Kirkjustétt 2-6, 113 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningu, sjá erindi BN042362, BN042741 og BN042742, þar sem þakefni er breytt á bognu þaki úr þakstáli á þakpappa í PVC þakdúk sem er skrúfaður niður á þak fjölbýlishúsa nr. 20, mhl. 01, nr. 22, mhl. 02 og nr. 24, mhl. 03 á lóð nr. 20-24 við Skyggnisbraut.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

31. Sogavegur 3 (01.810.-98) 107820 Mál nr. BN044946
Fiskikóngurinn ehf, Sogavegi 3, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til stækka port á vesturhlið hússins sbr. BN043651, 5 metra til suður á lóð nr. 3 við Sogaveg.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað til uppdrátta nr. 1001 og 1002 síðast breytt 4. september 2012.

32. Stuðlaháls 2 (04.325.401) 111045 Mál nr. BN044944
Áfengis-/tóbaksverslun ríkisins, Stuðlahálsi 2, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að sækja um að byggja óupphitaða og óeinangraða útigeymslu mhl. 07, úr límtré klædd með trapisulagaðir stálklæðningu, þak klætt bárustáli og gólf klætt með hellum á lóð nr. 2 við Stuðlaháls.
Stækkun: 65 ferm., 193,6 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 16.456
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Suðurlandsbraut 2 (01.261.101) 103505 Mál nr. BN044907
Flugleiðahótel ehf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Sótt er um stöðuleyfi fyrir gám við vesturenda hússins nr. 2 við Suðurlandsbraut.
Bréf umsækjanda dags. 20. júlí 2012 fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Milli funda.

34. Súðarvogur 18 (01.454.106) 105623 Mál nr. BN044913
Páll Steingrímsson, Garðastræti 2, 101 Reykjavík
Stefán og Ólafur sf, Hæðargarði 54, 108 Reykjavík
Þuríður Rúrí Fannberg, Sólbrekka, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum þar sem kemur fram bað í rými 0401 og aðrar innanhúsbreytingar í húsinu á lóð nr. 18 við Súðarvog.
Yfirlýsing frá eigendum rýmis 0301 og 0401 sem gefur leyfi til skoðunar á húsnæðinu og bréf frá hönnuði þar sem óskað er eftir að draga til baka erindi BN044611 fylgja erindi.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

35. Sætún 8 (01.216.303) 102760 Mál nr. BN044888
Þórsgarður hf., Sætúni 8, 105 Reykjavík
Stólpar ehf, Borgartúni 25, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að innrétta til bráðabirgða sem tölvuverkstæði og lager, koma fyrir nýjum gluggum á norður- og austurhlið og einangra og klæða utan með bárujárni matshluta 03 og 04 á lóðinni nr. 8-10 við Sætún.
Bréf hönnuðar dags. XX.08.2012 og 30.08.2012 fylgja erindinu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

36. Templarasund 3 (01.141.210) 100901 Mál nr. BN044785
Þórsgarður hf., Sætúni 8, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN044256 þannig að breytt er fyrirkomulagi í eldhúsi í húsinu á lóð nr. 3 við Templarasund.
Gjald kr. 8.500 + 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

37. Tómasarhagi 29 (01.554.002) 106569 Mál nr. BN039454
Anna Sigrún Baldursdóttir, Tómasarhagi 29, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri tímabundinni opnun með stiga milli íbúða 0001 og 0101 og tímabundinni niðurfellingu eldhúss í íbúð 0001 í húsi á lóð nr. 29 við Tómasarhaga.
Gjald kr. 7.700 + 8.000
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

38. Úlfarsbraut 80 (02.698.703) 205742 Mál nr. BN044945
Dalhús ehf., Ögurhvarf 6, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta íbúðum 0102, 0202 og 0303 þannig að flutt er til herbergi og eldhús og baðherbergi er breytt og póstum fækkað í gluggum í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 80 við Úlfarsbraut.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Vitastígur 10 (01.173.117) 101534 Mál nr. BN044948
Pashar Almouallem, Nýlendugata 18, 101 Reykjavík
Sham Ísland ehf, Nýlendugötu 18, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi á báðum hæðum og byggja steinsteypta viðbyggingu og svalir að vesturhlið hússins nr. 10A á lóðinni nr. 10 við Vitastíg.
Sjá einnig erindi BN020082 #GLViðbygging eldhús#GL sem samþykkt var 24.02.2000.
Stærð: Viðbygging 10,0 ferm. og 30,0 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 2.250
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Fyrirspurnir

40. Barðavogur 32 (01.442.102) 105489 Mál nr. BN044950
Jón Sigurður Snorrason, Barðavogur 32, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að koma fyrir svalahurð á norðurvegg annarrar hæðar og útbúa svalir með 120cm háu glerhandriði ofan á þaki bílskúrs á lóðinni nr. 32 við Barðavog.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

41. Gljúfrasel 3 (04.933.702) 112870 Mál nr. BN044928
Helga Jóna Benediktsdóttir, Grjótasel 4, 109 Reykjavík
Guðmundur Björgvin Helgason, Grjótasel 4, 109 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja þak yfir svalir á þriðju hæð parhússins nr. 4 við Grjótasel (matshl. 02) á lóðinni Gljúfrasel 3, Grjótasel 4.
Bréf fyrirspyrjanda (ódags.) fylgir erindinu.
Jákvætt.
Ekki er gerð athugasemd við erindið með vísan til leiðbeininga á athugasemdarblaði. Sækja þarf um byggingarleyfi.

42. Lindargata 36 (01.152.414) 101060 Mál nr. BN044942
Rent-leigumiðlun ehf, Vatnsstíg 11, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að sameina lóðirnar Lindargötu 36 og Vatnsstíg 11 eða byggja yfir lóðamörk fjölbýlishús, þrjár hæðir og ris, með tíu litlum herbergjum, eða íbúðum á lóð nr. 36 við Lindargötu.
Brúttóstærðir beggja húsa 1413,8, lóðir 433,4, nýtingarhlutfall 3,26
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
43. Suðurgata 41-43 (01.600.101) 218919 Mál nr. BN044940
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta fyrirkomulagi og fjölda bílastæða austan við húsið nr. 43 (Setberg) á lóð Þjóðminjasafnsins nr. 41-43 við Suðurgötu.
Sýnd eru 13 bílastæði austan hússins, þar af tvö fyrir fatlaða.
Jákvætt.
Ekki er gerð athugasemd við erindið. Sækja þarf um byggingarleyfi.

44. Tjarnargata 30 (01.142.001) 100922 Mál nr. BN044923
Ragnar Ómarsson, Hraunbær 72, 110 Reykjavík
Melissa Ann Berg, Bandaríkin, Nathaniel Berg, Bandaríkin, Spurt er hvort leyft yrði að breyta í einbýlishús, færa glugga til upprunalegs horfs, koma fyrir þakgluggum, hliði fyrir innkeyrslu, byggja sólpall m/heitum potti og reisa einnar hæðar tengibyggingu milli húss og bílskúrs á lóð nr. 30 við Tjarnargötu.
Jákvætt.
Ekki er gerð athugasemd við erindið að uppfylltum skilyrðum. Sækja þarf um byggingarleyfi samanber athugasemdir á fyrirspurnarblaði.

Fundi slitið kl. 11.45.

Björn Stefán Hallsson
Björn Kristleifsson Sigrún Reynisdóttir
Harri Ormarsso Sigurður Pálmi Ásbergsson
Óskar Torfi Þorvaldsson Jón Hafberg Björnsson
Sigrún Baldvinsdóttir Eva Geirsdóttir